Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 2
34 NORÐURLJÓSIÐ Jarðskjálftarnir Flestum munu í fersku minni um sinn j arðskj álftarnir í vetur. Líklegt er, að sumir gleymi þeim aldrei. I vitund flestra er gott og tryggt að hafa fast land undir fótum. Því óvæntara og ónotalegra verður það, þegar þetta fasta land og trausta tekur að titra og skjálfa eins og sjúkur maður með kölduflogi. Ef til vill finnst þó sumum annað verra við jarðskjálfta en þetta. Þeir taka eitthvað af sj álfstrausti og sjálfbirg- ingsskap mannsins frá honum. Maðurinn, þessi voldugi maður, sem fer í kafnökkva niður í hyldýpi hafsins og svífur í geimfari umhverfis jörðina, sendir geimskot til tunglsins og geimflaugar til reikistjarna, hann verður snögglega var þess, að ósýnilegir ægikraftar hafa hann að leiksoppi og handaverk hans. Jarðskjálftarnir í vetur gerðu þetta og meira til. Víðs vegar um Norðurland drógu þeir hjúp eða skýlu af fólki, svo að sást, birtist, kom í ljós, hvernig það er í raun og veru: Fjöldi manna leitaði lækna til að fá sefandi lyf. Þeir áttu engan innri styrk til að mæta þessu áfalli, standast þessa raun. Jarðskjálftakippirnir leiddu í ljós, að nafn- kristnin, sem ræður hér lögum og lofum, veitir lítinn sál- arstyrk né hjartaró á reynslunnar stund. „Getur trúin gefið styrk í svona kringumstæðum?“ kann einhver að spyrja. Þessu svara ég játandi. 46. Sálmurinn í biblíunni gæti kallazt „jarðskjálfta-sálmurinn“. Hann hefst þannig: „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.... Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi“. Þessi sálmur er um þá, sem treysta Drottni, og öryggi þeirra. Ef menn fela sig og allt sitt ráð Drottni, og varð- veizlu hans, mun varðveizla hans vera yfir þeim, þótt jarð- skjálfti komi. Reynslan hefir sýnt það og sannað. Jarðskjálftarnir í vetur voru líka staðfesting á orðum Krists, að jarðskjálftar mundu verða, ásamt styrjöldum og hallærum. Menn hafa háð styrjaldir til að binda endi á öll stríð. En styrj aldirnar fara alltaf versnandi. Nú er unnið kappsamlega að því, að endir verði á matarskorti í heiminum. Þó svelta núna fleiri menn hálfu og heilu hungri en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Orð Drottins raskast ekki. Þess vegna getur sá maður, sem treystir honum, verið fullkomlega öruggur. Jarðskjálftarnir í vetur eru líka áminning, að ægilegri jarðskjálfti en þessir voru, muni eiga sér stað. Guð hefir sagt: „Enn einu sinni mun ég skjálfa láta, ekki jörðina eina, heldur og himininn“. (Hebr. 12. 26.). Þessi komandi jarðskj álfti er tengdur endurkomu Krists til jarðar. Hann er síðasti refsidómurinn, sem Guð mun láta ganga yfir syndugt mannkyn, áður en Kristur birtist hér í annað sinn. Sá j arðskj álfti verður svo harður, að borgir þjóðanna hrynja, eyjarnar hverfa, og fjöllin verða ekki lengur til. Þá rofnar jörðin og klofnar, segir Drottinn, og henni svip- ar til og frá eins og kofaskrifli í hvassviðri. Sæll er sá maður, sem gefur sig nú á vald Drottins Jesú Krists, felur honum sálu sína, líf og framtíð alla. Hann þarf ekki að óttast, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. S.G.J. ---------x--------- Jósef — Jesús Einn hinna allra beztu manna, sem biblían hermir frá, var Jósef, sonur Jakobs, ættföður Israelsmanna. Ævi hans má kalla skýra mynd af sjálfum Jesú, sögu hans og hlut- verki. Skulu hér raktir nokkrir þættir til samanburðar. Jósef var sonur þeirrar konu, sem Jakob unni heitast. Jesús var að líkamanum til kominn af þeirri þjóð, ísrael, er biblían segir, að Drottinn elski framar öllum öðrum þjóðum. Jakob unni Jósef mest sona sinna. Guð hefir vitnað um Jesúm einan og engan annan: „Þessi er minn elskaði son- ur, sem ég hefi velþóknun á.“ Jósef var sendur af föður sínum til bræðra sinna. Jesús var sendur af Guði til ísraelsmanna einna, meðan hann var hér á jörðu, ekki til annarra þjóða. Bræður Jósefs hötuðu hann. Gyðingar hötuðu Jesúm. Bræður Jósefs öfunduðu hann. Æðstu prestarnir fram- seldu Jesúm Pílatusi sakir öfundar. Jósefs var freistað, en hann sigraði freistinguna. Jesú var freistað á allan hátt, en hann sigraði sér- hverja freistingu. Vegna syndar og lygi konu Pótifars var Jósef alsaklaus settur í dýflissu, svo að segja grafinn þar. Vegna synda vor mannanna varð Drottinn Jesús að deyja alsaklaus, deyja fyrir oss, og hann var grafinn. Konungurinn lét leiða Jósef út úr dýflissunni. Guð reisti Jesúm frá dauðum. Jósef var leiddur fyrir Faraó. Jesús fór til Föðurins aftur. Faraó upphóf Jósef og gerði hann næstan sér að tign. Guð hefir nú hátt upp hafið Jesúm og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra. Allir, sem mættu Jósef, áttu að beygja kné sín fyrir honum, lúta honum. Guð hefir ákveðið, að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig, þeirra, sem eru á himni, og þeirra, sem eru á jörðu. Faraó kallaði Jósef Zafenatpanea. Fræðimenn hafa löngum talið, að það merkti: Frelsari heimsins. Guð gaf Jesú nafnið Jesús, því hann er frelsarinn, sem hann hefir gefið oss mönnunum. í hungursneyðinni, sem gekk yfir löndin, urðu allir að koma til Jósefs til að fá korn eða farast ella af hungri. I syndaneyðinni, sem þjáir heiminn, verða menn að koma til Jesú, ef þeir vilja frelsast, „því að ekki er held- ur annað nafn undir himninum, sem menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ Egyptar gáfu að lokum sjálfa sig á vald Faraós til að halda lífi. Þá birgði Jósef þá upp með korni endur- gjaldslaust, unz hallæri létti, og aftur tók að ára vel. Allslausir, syndugir menn, sem koma til Jesú og gefa sig Guði á vald, öðlast hjá honum „náðargjöf Guðs, sem er eilíft líf í Kristi Jesú.“ Upp frá því annast Guð

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.