Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 35 J)á. svo að þeir geta öruggir sagt: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Bræður Jósefs komu sem aðrir, til að fá korn hjá Jósef. Þeir þekktu hann þá ekki, þótt hann þekkti þá. Ættmenn Jesú að líkamanum til, Gyðingar og aðrir Israeismenn, þekkja ekki Jesúm nú. Þeir komu til Jósefs í annað sinn, og þá var hann ekki heima, en væntanlegur heim á ákveðnum tíma. Drottinn Jesús er ekki nú á jörðu, en hann er væntan- legur aftur. Endurkomutími hans er ákveðinn, og „hann mun eins áreiðanlega koma og dagsljósið rennur upp.“ Bræður Jósefs höfðu þá gjöf meðferðis handa hon- um. Þeir tóku hana fram, svo að hún væri á reiðum höndum, þegar Jósef kæmi. Þeir vildu vera viðbúnir. Erum við alveg viðbúnir, ef Drottinn Jesús skyldi koma í kvöld? Þegar Jósef sagði bræðrum sínum, hver hann væri, álasaði hann þeim ekki vitund fyrir, hvernig þeir höfðu breytt við hann. Hjarta hans var fullt af kærleika til þeirra. Þannig er hjarta Drottins Jesú fullt af kærleika til þín. Hann álasar þér ekki vitund, ef þú kemur til hans. Það gleður hann ósegjanlega mikið, ef þú kemur og segir honum, að þú þarfnist hans sem frelsara. Bræður Jósefs beiddu hann að lokum fyrirgefningar. Þeir gerðu upp sakir sínar við hann. Þá sagði hann: „Eg skal annast yður og börn yðar.“ Síðan hughreysti hann þá og talaði við þá blíðlega. Þetta er einmitt það, sem Drottinn Jesús mun gera fyrir þig. Hann mun hughreysta þig og tala blíðlega til þín. Hann mun annast þig, aldrei sleppa þér. Vertu því ekki hræddur við ástríka frelsarann þinn. Kom þú til hans, gerðu upp við hann allar þínar sakir, öll þín mál. Hann tekur þér blíðlega, því að hann hefir sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka.“ --------x—— S. G. J. BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Jósef og bræður hans. Góðu árin sjö, sem konunginn hafði dreymt fyrir, liðu hjá. Jósef rækti vel starf sitt og safnaði geysi- nriklum birgðum af korni. Síðan komu hallærisárin. Þá fór Jósef að selja fólkinu korn. Meðal þeirra, sem komu að kaupa, voru 10 bræður hans. Hann þekkti þá undir eins, en hann var mjög vitur maður, svo að hann sagði þeim ekkert, hver hann væri, heldur talaði harðlega til þeirra og bar það upp á þá, að þeir væru njósnar- ttienn. Þá fóru þeir að afsaka sig, sögðust vera 12 hræður, einn væri dáinn, og hinn yngsti væri heima hjá föður sínum. Jósef lét, sem hann tryði þessu ekki, nema þeir kæmu með yngsta bróður sinn, þegar þeir kæmu næst til að kaupa korn. Án þess að koma ^eð hanti fengju þeir ekkert. Þeir sögðu Jakoh, föður sínum, frá þessu, og hann vildi með engu móti láta yngsta son sinn, Benja- mín, fara með þeim, svo að hann missti hann ekki líka, unz Júda, einn af bræðrunum, bauðst til að ábyrgjast Benjamín.Þá lét Jakob undan, ogþeir fóru. Þegaf þeir komu til Jósefs, var þeim tekið vél. Ekki þekktu þeir liann samt. Hann talaði líka mál Egipta, sem þeir skildu ekki. Jósef lét svo fylla sekki þeirra með korni, en silfurbikar hans var látinn í poka Benjamíns. Er þeir voru lagðir af stað, voru þeir eltir og horið upp á þá, að þeir hefðu stolið hikar frá Jósef. Þegar þeir svo fundu hikarinn í sekk Benjamíns, skildu þeir ekkert í þessu og fóru til Jósefs. Júda sagði: „Guð hefur fundið misgjörð þjóna þinna.“ Þeir höfðu sem sé vonda samvizku af því að þeir höfðu breytt svo illa við Jósef áður, og bjuggust við, að nú væri Guð að refsa þeim. Jósef sagði þeim, að maðurinn, sem bikarinn fannst hjá, skyldi vera þræll sinn, en hinir mættu fara heim. Með þessu var hann að sjá, hvort þeir væru orðnir nokkuð betri en forðum, er þeir seldu hann miskunnarlaust í þrældóm og hugsuðu ekkert um, hvílíka sorg þeir bökuðu föður sínum. En Júda var orðinn breyttur. Hann hafði tekið ábyrgð á Benjamín, og með hrífandi og hrærandi orðum sagði hann Jósef, að faðir þeirra mundi deyja af sorg, ef Benjamín kæmi ekki aftur. Bað hann Jósef þess að lokum, að láta sig verða eftir sem þræl, en Benjamín fengi að fara heim. Þá var tilgangi Jósefs náð. Hann fór að gráta og sagði bræðrum sínum: „Eg er Jósef.“ Þá urðu þeir ákaflega hræddir, en hann talaði blíðlega við þá, sagði þeim að fara heim, sækja föður sinn og flytja til Egiptalands. Hann skyldi annast þá. Bræðurnir sóttu svo föður sinn, og það voru miklir fagnaðarfundir, er þeir feðgarnir, Jakob og Jósef, hittust. Jósef hélt loforð sitt og annaðist hann og hræður sína, unz hallærinu létti af, og Öllum fór að líða vel. Bræður Jósefs voru samt hálfhræddir við hann fyrst, en svo urðu þeir vissir um, að hann hafði alveg fyrirgefið þeim. Bræður Jósefs höfðu syndgað gegn honum, og við höfum syndgað á móti Guði. En Jósef fyrirgaf þeim, þegar þeir komu með hróður sinn með sér og iðruð- ust. Þannig fyrirgefur Guð okkur, þegar við játum, að við höfum gert rangt og biðjum hann fyrirgefn- ingar vegna sonar hans, Drottins Jesú Krists. (Frh.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.