Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 5
NORÐURLJOSIÐ 37 það viðeigandi, að þú haldir áfram seinna með nám þitt í biblíuskólanum.“ „En þú hefir eina stúlku eins og mig hér fyrir. Hvernig getur þú haft okkur hérna báSar?“ spurSi Annabelle. „GuS sér dásamlega um allar þarfir mínar, ef ég starfa fyrir hann. Kvíddu engu um þaS,“ svaraSi Ethel. Annabelle varS kyrr hjá Ethel, unz drengurinn hennar var fæddur. Ágætur kristinn læknir kom honum fyrir á kristnu heimili, þar sem hann var gerSur aS kjörsyni. Annabelle hélt áfram meS nám sitt í skólanum, og síSar fór hún til Afríku, þar sem GuS hefir notaS hana til aS vinna margar sálir fyrir ríki sitt. Er tímar liSu, tók Ethel æ fleiri ógiftar mæSur á heimili sitt. Hún gat haft svo margar sem tuttugu stúlkur samtímis í umsjá sinni. Sem svar viS bænum hennar sá GuS fyrir þeim sem meS kraftaverki á þessum kreppuárum. Mörgu fólki fannst, aS Ethel ætti að gefa heimili sínu heiti, en aldrei vildi hún samþykkja þaS. Hún sagSi, aS þessar stúlkur ættu ævina framundan sér. Hún vildi ekki, aS þær yrSu sem merktar stúlkur úr einhverju heimili. (Framh.) FÉKKST EKKI VIÐ KUKL I gamansamri grein, er birtist í Mbl. 9. febr. s.l. notaSi sr. Benjamín Kristjánsson nokkur mjög ósönn orS um Krist, aS hann hefSi fengizt viS „kukl“. Þessi ákæra er sannarlega röng, hvaSan sem hún er runnin, hvort sem hún er frá mönnum eSa Satani sjálfum. OrSiS kukl merkir galdra, en galdrar eru mök viS myrkrahöfSingjann, djöfulinn, þar sem fulltingis hans er leitaS. SamtíSarmenn Krists, Farísearnir, sögðu sumir, aS hann ræki út illa anda meS fulltingi Satans. Hann sagSi hins vegar, aS þeir hefSu meS þessum orSum drýgt þá synd, sem aldrei yrSi fyrirgefin, hvorki í þessum heimi né hinum komandi. Kristur neitaSi algerlega ákærunni um kukliS, mökin viS djöfulinn. „En átti ekki Kristur mök viS anda þarna á fjallinu, þegar þeir Móse og Elía birtust honum? Var þetta ekki nokkurs konar miSilsfundur?“ Þannig hafa menn spurt, og þetta liggur í orSum sr. Benjamíns. Þegar viS lesum frásögnina í guSspj öllunum, sjáum viS, aS Kristur er aS biSjast fyrir, þegar tveir MENN — ekki tveir andar — birtast honum. ÞaS eru þeir Móse og Elía. Þeir eru aS tala við hann um burtför hans, dauSa hans, sem fyrir honum lá í Jerúsalem innan skamms. A eftir þeim kemur bjart ský, og úr skýinu heyra lærisvein- arnir rödd GuSs: „Þessi er minn elskaSi sonur, sem ég hefi velþóknun á; hlýSiS á hann.“ Þetta atvik á ekkert skylt viS andatrú eSa miSilsfundi ftútímans. Samkvæmt II. Konungabók 2. kap. dó Elía spámaSur aldrei, heldur fór hann lifandi til himins. Hann var því þarna sem lifandi maður, ekki andi. Samtal viS lifandi mann er ekki andamök eSa galdrar. Móse var látinn mörgum öldum áSur. En biblían kennir uPprisu dauSra. Allir þeir, sem dáiS hafa, munu rísa upp, hvort sem þeir vilja eða vilja ekki. GuS ræSur því, hvenær þetta verSur. Menn telja, aS hann hafi reist Móse upp frá ‘hiuSum vegna þessa tækifæris, er hann og Elía voru sendir til aS tala viS Krist um mikilvægasta atburS allrar sögu mannkynsins: fórnardauSa hans vegna synda mannanna. Þetta er rökstutt meS skírskotun til Júdasarbréfsins 9. vers og Hebreabréfsins 2. kap. 14. vers. En jafnvel þótt þeir Móse og Elía hefSu verið andar, en ekki menn, gagnstætt því, sem biblían segir, þá er ekkert þaS viS frásögnina, sem gefi til kynna, að Kristur hafi á nokkurn hátt verið aS leita sambands við þá. Hann hefði aldrei fariS aS brjóta bann GuSs við fréttaleit af fram- liðnum. „Ég geri ætíS þaS, sem honum er þóknanlegt,“ sagði hann. Hvernig væri þaS annars fyrir okkur sr. Benjamín báða, aS við reyndum aS fylgja betur en við höfum gert þeim fyrirmælum Guðs á fjallinu helga: að hlýða á soninn hans elskaða? Við mundum báðir hafa mjög gott af því, — og reyndar fleiri prestar og leikmenn líka. Vera má, að við sr. Benjamín ræðum saman um þessa hlið málsins, þegar við hittumst næst á götu á Akureyri. SíSast er við hittumst þar, fór hann að ræða um líkamn- inga á miðilsfundum. En ég sagði honum, að þá tæki ég fram „Andabraskið afhjúpað“, eftir Dunninger. (Dunn- inger hefir mjög flett ofan af svikamiðlum.) S. G. ]. ------------------------x-------- Kærleikur til Krists og þjónusta vor. Schumann, tónskáldið mikla, var látinn. Ekkja hans var beðin að leika opinberlega eitthvað af tónsmíðum hans. Hún fann, að þetta var mikill heiður, en hikaði við, ef henni kynni að mistakast að flytja þessar tónsmíðar á þann hátt, sem hann hefði gert. Hún tók þá fram böggul af bréfum frá honum, rituðum, er þau voru í tilhugalífinu. Hún las þau aftur og aftur, unz henni fannst, að hann væri ennþá einu sinni við hlið hennar. SíSan hélt hún hljóm- leikana og gaf hið bezta, sem hún átti til, með mynd ást- vinar síns þrýsta inn í sál sína. Verk hins mikla snillings var svo frábærlega vel flutt, að áheyrendaskarinn varð bæði hrærður og hrifinn. Hún hafði látið Schumann vera þar lifandi kominn. ViS erum einnig kölluð til að sýna mönnum Hann, sem við elshum, þótt hann sé nú fjarlægur. Það er mikill heið- ur, enda þótt það sé erfitt hlutverk. En ef við tökum okk- ur tíma til að lesa og hugleiða ástarbréf hans og drekka af Anda hans, þá munum við að einhverju leyti sýna öðrum verk Meistarans, svo að þeir megi verða hrifnir og her- numdir af dásamlegum kærleika hans. (Þýtt). HEIMSÓKN FRÁ FÆREYJUM Ráðgert er, að blandaður kór, ungt fólk 18 alls, komi til Islands um mánaðamótin júní—júlí n.k., ef Guð lofar. Verið getur, að mjög vinsæll tenórsöngvari, Ingálv af Reyni, komi með kórnum, sömuleiðis hinn ungi og efnilegi prédikari Zacharia Zachariasen, sem kom hingað í fyrra sumar. Fararstjóri verður Pétur Háberg, ritstjóri „Liv og læra“ í Tórshavn. Gert er ráð fyrir allt að þriggja vikna dvöl hér á landi og að samkomur verði haldnar bæði á Akur- cyri og í Reykjavík og víðar þar í grennd. Vinir Drottins alstaðar eru hvattir til að biðja fyrir þessari heimsókn. Ef allt fer sem ætlað er, verður nánar tilkynnt um komu kórsins og samkomur á hverjum stað á sínum tíma.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.