Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 4
36 NORÐURLJOSIÐ ETHEL EKKERT Eftir Hope Evangeline. 8. kafli. (Framhald.) . Afturhvarf í betrunarhælinu. Hamingjudagurinn kom að lokum, er Klöru var leyft að hverfa heim og búa hjá móður sinni. Það var nú meiri gleðin að hafa hana hjá sér aftur! Henni óx daglega þróttur, svo að hún gat farið með móður sinni til að heimsækja stúlkurnar í heilsuhælinu. Þar vitnaði hún fyrir þeim um það, sem Guð hafði gert fyrir hana. Hún var sjúklingunum til mikillar uppörvunar, hvar sem hún fór. Klara og móðir hennar heimsóttu reglulega stúlkur, sem voru í fangelsum og betrunarhælum. Starfssvið þeirra jókst með degi hverjum. Dag nokkurn, er Ethel gekk hús úr húsi og seldi vörur sínar, bar svo til, að fokreið húsmóðir opnaði dyrnar. Er Ethel opnaði tösku sína til að sýna henni, hvað hún væri að selja, öskraði konan til hennar: „Farðu út, og komdu aldrei aftur. Þú ert ekkert nema gamall vörubjóður, og ég vil ekki sjá það, sem þú ert að selja.“ Þá sparkaði hún svo i tösku Ethelar, að hún hraut niður framþrepin, og allt, sem í henni var, datt úr henni. Vesalings Ethel tók töskuna upp, tíndi saman vörur sínar og lét í hana. Mjög beygð hélt hún síðan heimleiðis. Þegar hún kom heim, féll hún óðar á kné og átti langt samtal við sinn himneska föður. Hún reyndi að leita vilja hans og komast að því, hvað hann vildi láta hana gera. Er hún reis á fætur, vissi hún fyrir víst, að hún átti að hætta varningssölunni, en vinna alveg fyrir hann. Daginn eftir heimsóttu þær mæðgur betrunarhæli til að bera fram vitnisburði sína og að reyna að hjálpa stúlkun- um þar. Er Ethel hætti að tala, spurði ein af stúlkunum, hvort hún mætti tala við hana um sálu sína. Ethel vissi, að þessi stúlka hét Isobel. Mörgum árum fyrr hafði maður Ethelar farið frá henni til að búa með þessari Isobel. Eftir að hafa eytt ævinni í synd og skömm, átti hún að vera til æviloka í betrunarhælinu. Nú bað hún Ethel að vísa sér á veginn til hjálpræðis. Hún sagði, að hún fyndi, að hún mundi ekki lifa mjög lengi, en hún vildi fara til himins, þegar hún dæi. „Eg veit ekki, hvers vegna þér ætti ekki að standa á sama, hvort ég fer til himins eða ekki, frú Burkhardt,“< sagði hún. „Ég tók manninn þinn frá þér, og ég veit ekki, hvernig þú getur fyrirgefið mér það. Ég hefi lifað svo syndsamlegu líferni, að ég veit ekki, hvernig jafnvel Guð gæti fyrirgefið mér, veizt þú það, frú Burkhardt?“ Ethel kraup niður hjá henni og með viðkvæmri röddu hafði hún yfir þessi orð: „Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.“ Síðan bað hún fyiir Isobel, og meðan hún bað, vissi Isobel, að syndir hennar voru allar fyrirgefnar og að Jesús Kristur var kom- inn inn í hjarta hennar. I næsta skipti þegar Ethel fór til að bera fram vitnisburð sinn í betrunarhælinu, sögðu þeir henni þar, að Isobel væri látin. Þá gladdi það Ethel mjög, að hún hafði gefið sér tíma til að vinna hana fyrir Drottin. Það var náð Guðs ein, sem gerði hana þannig í framkomu sinni gagn- vart þeim, sem gert höfðu henni rangt til. Ethel sleppti aldrei tækifæri til að vitna um Drottin. Þegar heimsstyrj öldin hófst, var hún vön að fara á járn- brautarstöðina og mæta lestunum þar til þess að gefa hermönnunum smárit. Síðdegis á sunnudögum fór hún oft til fólks, sem misst hafði ástvini sína og huggaði hina hryggu með vonarríkum boðskap sínum. Hjarta hennar var fullt af samúð með glötuðum sálum og órólegum hjört- um. 9. kafli. Ethel stofnar stúlknaheimilið sitt. A kreppuárunum reikuðu margar stúlkur um götur í hjarta Torontoborgar, þar sem Ethel átti heima. Þær höfðu sloppið úr fangelsum eða betrunarhælum, eða for- eldrar þeirra höfðu rekið þær frá sér, af því að þær höfðu lent í einhvers konar erfiðleikum. Smám saman fréttu þær um Ethel og að þar stæðu alltaf opnar dyr fyrir stúlkur, sem væru í alls konar kröggum. Hver á fætur annarri komu þær að dyrum hennar, og Ethel tók á móti þeim og reyndi að hjálpa þeim. Fyrst sá hún um tímanlegar þarfir þeirra, og síðan reyndi hún að vinna þær fyrir Krist. Dag nokkurn kom yndisleg stúlka, sem Annabelle var kölluð, að dyrum hennar. Hún vildi tala við Ethel. Hún hafði verið að sækja biblíuskóla til að búa sig undir að fara út á kristniboðsakurinn. Hún var frá góðu heimili, en fyrirvarð sig nú fyrir að snúa heim. „Þú sérð, frú Burkhardt, að ég á von á barni, og ég er ekki gift. Foreldrar mínir vita ekkert um þetta, og ég get ekki skilið, hvers vegna annað eins hefir komið fyrir mig, þegar ég er að búa mig undir að verða kristniboði. Heldur þú, að Guð muni nokkru sinni fyrirgefa mér? Hvað verður um mig nú?“ hrópaði hún. „I fyrsta lagi, góða mín, er ég alltaf vön að segja, að djöfullinn fer ekki að veiða dauðan fisk. Heldur þú, að hirm gamli djöfull hafi verið ánægður með, að yndisleg stúlka eins og þú sé að búa sig undir að fara út sem kristniboði? Þetta getur verið tilraun til að hindra þig frá því að verða kristniboði, en Annabelle, sá er meiri, sem er í þér, en sá, sem er í heiminum. Djöfulinn getum við sigrað og ónýtt öll hans áform. Þú getur ennþá haldið áfram og orðið kristniboði, hvernig sem Satan reynir að stöðva áform þín.“ „Hvað viðvíkur því, að Guð fyrirgefi þér, þá segir hann hér í orði sínu,“ sagði Ethel og tók upp bókina, sem virt- ist geyma lausn á sérhverju vandamáli: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ Þú hefur játað synd þína, og Guð er fús til að minnast hennar aldrei framar. Hann varpar öllum syndum okkar í djúp hafsins. En jafnvel þótt syndir okkar, Annabelle, séu fyrirgefnar, þá er þó alltaf gjald, sem verður að greiða vegna syndarinnar. Gjaldið, sem þú verður að greiða, er að hætta í biblíuskólanum nú um tíma og vera hjá mér, þangað til barnið þitt er fætt. Þá getur verið, að Guð sjáx

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.