Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 6
38 NORÐURLJOSIÐ Molar frá borði Meistarans. (Greinir fyrir lœrisveina Krists.) Stutt hugvekja Vinsamlegast lesið Gal. 5. 13.—26. og 6. 6.—10. I Fjallræðunni talar Drottinn Jesús um tvo vegi, breið- an og mjóan, glötun og líf. Hér talar postulinn einnig um andstæður tvær, holdið og andann, um glötun og líf. Holdið merkir hér sem oftar hið gamla, fallna, spillta Adamseðli kristins manns. En biblíunni samkvæmt er sá einn kristinn, sem veitt hefir Kristi viðtöku sem frelsara sínum og konungi, Drottni. Konungsmenn, kristnir menn, þjóna kóngi sínum á þann veg, að þeir hlýða honum og þóknast honum af fremsta megni, leggja jafnvel lífið í sölurnar fyrir hann, þegar vilji hans býður svo. Enginn þjónar Kristi né þóknast honum, sem iætur gamla eðlið leiða sig og stjórna sér. Sá þjónar Kristi og þóknast honum, sem leyfir Anda Guðs að leiða sig og stjórna sér, sem með hjálp og krafti heilags Anda fylgir þeim fyrirmælum, sem Andinn hefir gefið í orði Guðs, einkanlega nýja testamentinu, því að margt er það í gamla testamentinu, sem ætlað var Israel eða Gyðingum einum, en ekki því fólki, sem stóð fyrir utan fyrirheit og sáttmála Guðs við Israel. Postulinn segir t. d., að lögmálið allt sé uppfyllt með þessu eina orði: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Allir hljóta að skilja, að enginn eða engin, karl eða kona, sem elskar náunga sinn, fer að stela frá honum, drýgja hór með konu hans eða eiginmanni kyn- systur sinnar, eða bera fram vísvitandi lygar um hann eða ljúgvitni gegn honum, hvað þá að drepa hann. Bróðurelskan, sem postulinn lýsir, er víðfeðm mjög og afskiptasöm um annarra hagi. Hún segir aldrei eins og Kain: „A ég að gæta bróður míns?“ Hún leitast við að gæta bróður síns, og postulinn sýnir það með ýmsu móti í þessum kafla. Skal hér nokkuð nefnt. Ef misgerð hendir einhvern mann, skulu andlegir menn leiðrétta hann, en andlegur er sá maður, er sjálfur lætur orð Guðs stjórna gerðum sínum og orðum. Þetta skal gera með hógværðar anda, hvort sem það er gert með samtali eða bréf ritað. Postulinn gerði hvort tveggja. Töl- uðu orðin hans gleymdust, en rituðu orðin geymdust. Bréf hefir þann kost, að það má geyma og íhuga. Sumir eru svo viðkvæmir og uppstökkir, að hógværasta áminning stingur eins og þyrnir á rós. Maðurinn hrekkur undan henni fyrst, en áttar sig, er frá líður og verður þá mjög þakklátur þeim, er áminnti hann og leiðrétti. „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists“. Margar eru byrðar lífsins, og eigi allar léttar. En minni verður þungi þeirra, ef kristileg, kærleiksrík sam- úð og hluttekning lyfta undir þær. Þar er kærleikur Guðs að verki og kærleiks lögmál hans uppfyllt. Einkanlega verður þessa vart, er sorgir, slys eða tjón á eignum ber óvænt að höndum. Samúðarskeyti eru send t. d., og sam- skot eru hafin þeim til styrktar, er fyrir tjóni verða. Eftir þessu muna margir, en einu hættir mönnum til að gleyma. Það er þetta: „En sá, sem uppfræðist í Orðinu, veiti þeim, er upp- fræðir, hiutdeild með sér í öllum gæðum“. Menn gleyma því, að Drottinn hefir skipað svo fyrir (sjá I. Kor. 9. 7.— 14.), að þeir, sem prédika fagnaðarerindi hans, skulu lifa af fagnaðarerindinu. Á herðar þeirra, sem hlusta á krist- inn prédikara, sem uppfræðir áheyrendur sína í orði Guðs, er lögð sú skylda, ekki af mönnum, heldur af Drottni, að þeir skulu nota einhvern hluta tekna sinna honum til styrkt- ar. Rómverska ríkið greiddi Páli hvorki kaup né ferða- styrk. Oftast varð hann að vinna fyrir sér og samstarfs- mönnum sínum (Post. 20. 33.—35), en stundum fékk hann gjafir frá kristnum söfnuðum, sem hann hafði stofn- að. Þá gat hann verið „allur við boðskapinn“, en tímar komu, er hann varð að reyna þröng, skort og jafnvel hung- ur og klæðleysi. Slíkt er jafnvel hlutskipti sumra þjóna Krists enn í dag. Réttar mun þó að segja, að þeir svelti ekki hálfu eða heilu hungri, en starfsemi þeirra er marg- víslega lömuð af fjárskorti. Mér er fyrir minni, hve mikið fór af tíma Arthurs heitins Gooks í það að vinna fyrir sér og sínum. Mér er gleði að geta þess, að vaxið hefir geta og skiln- ingur kristins fólks á, hver ábyrgð hvílir á því, einmitt í þessum efnum. En naumast mun hann nógu almennur enn, því að hér er um alvarlegt mál að ræða, sem enginn sá, er telur sig Guðs barn, getur vanrækt nema sér til skaða. Það sýna þessi orð postulans: „Villizt ekki, Guð lætur ekki að sér hæða, því að það, sem maður sáir, það mun hann og uppskera“. Hver at- höfn er sáðkorn, sem eitthvað sprettur af, annað hvort til ills eða góðs. „Sá, sem hefir heimsins gæði og horfir á bróður sinn vera þurfandi og afturlykur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur 1 honum?“ Tómt og aumstatt er það hjarta, sem kærleikur Guðs hefir neyðzt til að yfirgefa, af því að þar var ekk- ert rúm, enginn farvegur handa honum að streyma eftir út til annarra. Skiptir þar engu, hvort í hlut eiga einstakl- ingar eða heilir söfnuðir, ef þeir vanrækjá skyldur þær, sem þeir hafa gagnvart sönnum þjónum Guðs í starfi. Ekki má gefa með ólund eða nauðung, heldur með gleði, því að „Guð elskar glaðan gjafara“. Enda er engin ástæða til slíks. Gefa ber af þakklátsemi við Guð vegna andlegra og timanlegra blessana hans. Og það fé, sem Guði er gef- ið, verður að fjársjóði, sem gefandinn á geymdan á himn- um. Enginn má skilja grein þessa þannig, að hún sé dulbú- in beiðni um fjárstyrk mér til handa eða því starfi, sem ég vinn í þjónustu Drottins. Guð hefir séð svo dásamlega fyrir öllum þörfum sjálfs mín og fjölskyklu minnar, að okkur hefir ekkert brostið af neinu því, sem nauðsynlegt er. Drottinn hefir einnig sent fé til útgáfu bóka og til styrktar Norðurljósinu. Féð hefir komið innanlands frá og utanlands frá, því að „almættið hefir alstaðar þjóna“, eins og segir í enskum sálmi. Guð mun launa gefendunum öllum, hverjum á þann hátt og á þeim tíma, sem hann sér hentast. Hann skuldar aldrei neinum neitt. Til er hætta ein mikil, sem vofir yfir öllum þeim, er leit- ast við að hlýðnast Guði og gera gott. Hún er sú, að þeir

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.