Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Maí 1963 5. tbl. B I LLY GR AH AM SPYR : ER GUÐ ÞÉR NOKKURS VIRÐI? Sú spuming, sem ég vil spyrja þig núna, er þessi: „Er GuS þér nokkurs virði í lífinu?“ Biblían kennir, að einu sinni var sá tími, þegar maðurinn þekkti Guð, gekk með Guði og elskaði Guð. En biblían kennir einnig, að maður- inn hefir misst samband sitt við Guð. Mannkynið allt hefir nú á dögum misst þetta: samband sitt við almáttugan Guð. Biblían segir oss, að syndin kom og skilur að manninn og Guð. Jæja, þú spyr: „Hvað er synd?“ Það er synd, þegar vér brjótum siðferðislögin. Hún er siðferðislegur og andlegur sjúkdómur. 011 erum vér sýkt af honum. Vér höfum brotið gegn boðum Guðs. Vér höfum syndgað á móti Guði, og biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.1) Þú ert syndari. Ég er syndari. Vér höfum brotið lögmál Guðs. Vér höfum kosið að syndga. Vér höfum iðkað synd. Vér erum fædd í synd. Og biblían kennir, að syndir vorar Hafi gert skilnað á milli vor og Guðs vors. En biblían kennir, að vér getum aftur komizt í samband við Guð. Biblían kennir, að þú getir eignazt eilíft líf. „Jæja,“ segir þú, „það þætti mér gott. Mér þætti gott, að Guð væri með mér í lífinu. Mér þætti gott, að Guð fyrir- gæfi mér syndir mínar og gerði mig að nýjum manni. Mér þætti gott, að Guð leysti vandamál mín og létti af mér byrð- um mínum. Hvernig get ég fundið Guð? Ég hefi leitaö að Guði, en ég hefi aldrei getað fundið Guð.“ AÖeins með einu móti getur þú komizt í samband við Guð. Það er með því að koma til Jesú Krists, af því að hann dó á krosinum fyrir syndir okkar fyrir meira en 1900 árum. Með dauða sínum tók hann á sig syndir þínar, dóm þinn og refsingu. Nú segir Guð: „Ég vil mæta þér við krossinn. Ég mæti þér hvergi annars staðar, en ég vil Uiæta þér við krossinn, ef þú snýr þér frá syndum þínum °g kemur í trú. Ég skal mæta þér við kross sonar míns Jesú Krists.“ Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn °g lífið; enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig.“2) Enginn maður getur þekkt Guð án Jesú Krists. Ef þú V|^ þekkja Guð, komdu þá að krossinum. Veittu Kristi Hðtöku sem frelsara þínum. Biblían segir, að sál þín geti frelsazt. Hún getur hreinsazt af syndum sínum, hún getur fengið fyrirgefningu, og hún getur öðlazt nýtt líf með því að koma að krossi Jesú Krists, af því að Jesús dó fyrir þig. Hann kom til að gefa oss eilíft líf. Hann kom til að breyta ævi vorri. Þú segir: „Jæja, hr. Graham, hvernig get ég vitað þetta? Hvernig get ég haft Guð með mér í lífinu? Hvað þarf ég að gera?“ Biblían segir, að þú verðir fyrst af öllu að viður- kenna, að þú ert syndari. Það er erfitt. Þú verður að lítil- lækka þig, gleyma drambi þínu og viðurkenna, að þú hefir syndgað á móti Guði. Og síðan verður þú að snúa þér frá syndum þínum. Þú þarft að brenna brýrnar að baki þér — syndsamlegu brýrnar þínar — og þú verður að vera fús til að hætta syndugu líferni þínu, lygum þínum, svikum þínum, ósiðferði þínu, hatri þínu og sérhverju öðru. Þú verður að snúa baki við því öllu saman og veita síðan Kristi viðtöku í trú. Þú segir: „Herra Graham, ég trúi á Krist. Ég trúi á Guð. Er það ekki nóg?“ Nei, því að biblían segir, að illu andarnir trúi. Þú segir: „Ég er einlægur.“ Ég þekki margt fólk, sem er einlægt, en það er einlægt í villu sinni. Þú segir: „Ég breyti samkvæmt samvizku minni, er það ekki nóg?“ Samvizka þín getur verið dauð og forhert af synd. Biblían segir, að þú verðir að snúa þér frá syndum þínum og að þú verðir að koma í trú, fela líf þitt Jesú Kristi og gefa honum það. Þetta er að afhenda honum sjálfan þig. Þetta er val. Þetta er uppgjöf, þar sem þú gefur þig á vald Jesú Krists, að hann verði Drottinn þinn og frelsari. Og einmitt hér, á þessu andartaki, getur þú í kyrrð hjarta þíns fengiö að þekkja Krist. Þú getur veitt honum viðtöku sem frelsara þínum. Hvort sem þú ert ríkur eða fátækur, hverjar svo sem þarfir þínar eru, í hvaða kringumstæðum sem þú ert, þá bið ég þig að gefa hjarta þitt Jesú Kristi. „Því að svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatizt ekki, heldur hafi eilíft líf“3) i) Róm. 3. 23. Jóh. 14. 6. ») Jóh. 3. 16.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.