Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 39 þreytist. Þess vegna áminnir andi Guðs og gefur fyrirheit, er hann lætur postulann rita: „En þreytumst ekki að gera það, sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér gera öllum gott og einkum trúbræðrum vorum, eftir því sem vér höf- um færi á“. Þess vegna, kæru Guðs börn, gerið öllum gott, gefizt ekki upp á því að gefa og gleymið ekki þeim, sem leggja á sig erfiði í þjónustu Krists. Eg hefi nú um 20 ára skeið eða meir veitt viðtöku gjöfum til starfs Drottins meðal Gyðinga og nálega jafnlangan tíma hefi ég, fyrst með að- stoð Arthurs heitins, stuðlað að því, að gjafir væru send- ar héðan til starfs Drottins meðal heiðingja og í nafn- kristnum löndum. S.I. ár lét Drottinn meira fé ganga gegn- um hendur mínar út til þjónanna á akri hans en nokkru sinni fyrr. En gjafirnar berast enn frá of fáum. Það er vilji Guðs, að við styrkjum þjóna hans. Það fylgir því ótvíræð blessun að gera vilja Guðs. Hann gefi, að við mættum sem flest verða auðug að þeirri blessun hans og öllum öðrum, sem veitast þeim, er sá „niður vel- gerðum og uppskera góðleik", sá „í andann og uppskera eilíft lif“. Maður, sem trúir Guði, hlýðir honum og sáir niður kærleiksríkum athöfnum, því að með trú og kærleika er sáð í Andann. „Gefið, og yður mun gefast“. Fyrirheit Drottins fyrn- ast ekki, né bregðast. -— S.G.J. --------x--------- Syndugíeiki hænleysisins Eftir Robert A. Laidlaw, Nýja-Sjálandi. Hefja átti herferð til að boða fagnaðarerindið. All- margir leiðtogar kristilegrar starfsemi báðu mig rétt áð- ur að ávarpa samkomu kristilegra starfsmanna. Tilgangur þeirrar samkomu var sá, að vekja skyldi tilfinning fyrir ábyrgð vorri gagnvart þeim, sem ófrelsaðir eru. Eg fann mig knúinn til að nota dæmisögu, er sýndi syndugleika bænleysisins. Og ég veit, að heilagur Andi talaði til margra, vegna þeirra áhrifa, sem komu í ljós eftir þessa sérstöku samkomu. Sagan hljóðar þannig: I einni af hergagnaverksmiðjum vorum, þar sem starfa 500 manns, var fyrirtaks kaffistofa og borðsalur. Það varð að sið hjá starfsmönnunum, er hádegisverði var lokið, að umræður hófust um almenn málefni, unz aftur var tekið til vinnu. Dag nokkurn bar svo til, að umræður þeirra beindust að kristinni trú og hræsni. Voru þá töluð orð, mörg hörð og grimm, í garð trúaðra manna. Þarna var staddur trúaður maður, William James að nafni. Er Villi stóðst ekki lengur mátið, reis hann á fæt- ur og sagði: „Piltar, þið hafið verið mjög harðorðir um trúaða menn. Nú, ég kannast við, að það eru hræsnarar til innan kirkjunnar. En ég vil, að þið vitið líka, að þar eru allmargir einlægir, trúaðir menn. Sjálfur vil ég með allri auðmýkt halda því fram, að ég trúi einlæglega á Jesúm Krist, Drottin vorn, sem Drottin minn og frelsara“. Hann ætlaði að setjast niður, en maður nokkur mælti: „Bíddu við andartak, Villi, mér þætti gott, að þú svaraðir nokkrum spurningum. Mér skilst af því, sem þú hefir sagt, að þú trúir, að biblían sé orð Guðs“. „Vissulega geri ég það, ég trúi henni spjaldanna á milli“. „Þá trúir þú því, að allir menn, sem eru án Krists, séu glataðir og á leiðinni út í yztu myrkur?“ „Já“, sagði hann, „það geri ég“. Og samtal þeirra hélt áf ram: Spurning: „Heldur þú, að við, piltarnir hérna, séum flestir án Krists og þess vegna glataðir?“ Villi: „Já, drengir, það hryggir mig mjög að segja, að ég trúi því“. Spurning: „Trúir þú á áhrifamátt bænarinnar?“ Villi: „Já, ég hefi fengið mörg svör við bænum mínum á liðnum árum“. Spurning: „Hve lengi hefir þú unnið hérna með okkur?“ Villi: „Fjögur ár“. Spurning: „Hversu oft á þeim tíma hefir þú verið heila nótt á bæn fyrir glötuðum sálum okkar?“ Villi sýndist ekki bera höfuðið alveg eins hátt, er hann sagði: „Mér þykir það leitt, drengir, en ég get ekki sagt, að ég hafi nokkru sinni eytt heilli nótt í bæn fyrir ykkur“, Spurning: „Jæja, Villi, hversu oft hefir þú eytt hálfri nótt á bæn fyrir okkur, við skulum segja frá kl. 8 til kl. 12?“ Villi (niðurlútari): „Mér þykir það lcitt, en ég get ekki sagt, að ég hafi nokkru sinni eytt hálfri nótt í bæn fyrir ykkur“. Spurning: „Jæja, Villi, við skulum trúa þér, en leggðu sarnan í skyndi allan þann tíma, sem þú hefir eytt í bæn fyrir okkur síðustu viku. Hve langur yrði hann saman- lagt?“ Villi: „Mér þykir það leitt, piltar, en ég get ekki sagt, að ég hafi eytt nokkrum tima í bæn fyrir ykkur síðastliðna viku“. Spyrjandinn: „Jæja, Villi, það er þannig löguð hræsni, sem við höfum verið að tala um“. Hefði slíkt atvik getað hent þig? Ert þú sekur um þessa synd, bænleysið? Gefur þú í hugsunarleysi öðrum þau lof- orð, að þú skulir biðja fyrir þeim og kringumstæðum þeirra, en gleymir því jafnskjótt og þú hefir talað það? Jæja, það er þess konar hræsni, sem er ákæra heimsins á hendur trúuðum. Ó, að hjarta og samvizka sérhvers trúaðs manns mætti finna til syndugleika bænleysisins, og sú tilfinning leiða hann með auðmjúka játningu fram fyrir vorn upprisna Drottin! Síðan ættum við að minnast þess, sem Jakob ritaði: „Kröftug bæn réttláts manns megn- ar mikið“. (Jak. 5. 16.). Þegar við komum í nálægð Guðs án hræsni af nokkru tagi, þá gerist það, að ástríkur, himn- eskur faðir getur í raun og veru starfað í hinum trúaða og notað hann til framkvæmda sinna. --------x--------- N Ý, INNBUNDIN BÓK af Norðurljósinu, 1959—1962, 336 bls., er væntanleg innan skamms. Verðið mun verða hærra en verið hefir á fyrri innbundnum bókum, og miklu færri eintök verða til sölu. Sennilegt er, að hún verði seld á 70 kr. og póstgjald bætist við það. Odýrari bók verður þó varla unnt að fá, sé rniðað við stærð hennar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.