Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.05.1963, Blaðsíða 8
40 NORÐURLJÓSIÐ HOLL RÁÐ Jesús sagði: Ég kam oftur. (Jóh. 14. 3.) GERÐU EKKERT, sem þú vildir ekki vera að gera, þegar DROTTINN JESÚS KEMUR. — TALAÐU EKKERT, sem þú vildir ekki vera að tala, þegar DROTTINN JESÚS KEMUR. — FARÐU ALDREI ÞANGAÐ þar sem þú vildir ekki vera, þegar DROTTINN JESÚS KEMUR. — HUGSAÐU ALDRE I NEITT, sem þú vildir ekki vera að hugsa um, þegar DROTTINN JESÚS KEMUR. — Vertu viðbúinn. Hann kemur. ,,Hver, sem hefir þessa von til hans, hreinsar sig." (I.Jóh. 3. 3.) OFANSKRÁÐ „Holl ráð hafa reynzt blessunarrík þeim, sem gefa sér tóm til að íhuga þau og leitast við að breyta eftir þeim. Þau hafa verið sérprentuð, og það er hægt að fá þau hjá ritstj. Norðurlj. OKEYPIS vegna örlætis einnar systur í söfnuðinum á Sjónarhæð. Meðan birgðir endast, getur áhugasamt fólk fengið svo mörg eintök, sem það vill, til að dreifa út meðal vina, ættingja og annarra, sem blessun gætu haft af því að vera minntir á endur- komu Krists. Allmörg eintök hafa verið prentuð á „karton" til þess að festa megi þau á vegg. Þeir, sem það vilja, geta sent eitthvað af ónotuðum frímerkjum fyrir póstgjaldi. Endurkoma Krists er hin „sæla von“ sannkristins manns. Ekkert hvetur hann fremur til bænrækni, hreinsar hann og helgar eins og sönn eftirvæning komu Drottins Jesú. •x NorSurljósið, 12 blöð á ári, kostar 30 kr., vestanhafs 1 dollar, í Færeyjum 7 kr. færeyskar. Vitnisburður Mér er bæði Ijúft og skylt að verða við þeirri ósk þinni, er þú óskar, að ég gefi þér leyfi til að birta í „Norður- ljósinu" þá hjálp, sem ég fékk hjá mínum hjartkæra vini Jesú Kristi, þegar ég í þrenging minni leitaði til hans. Og hann er ástvinur, sem aldrei bregzt, ef leitað er til hans af einlægu hjarta. Eg var búinn að vera svo lengi í vetur, að ég gat ekki unnið nema með köflum, og það ekki þrautalaust. Eg var að hugsa um, hvað ég ætti að gera í þessu efni. Læknir var búinn að segja mér, að hann gæti ekkert meira gert fyrir mig. Hvað átti ég að gera? Fara norður á Akureyri til Ólafs Tryggvasonar? Eða gefast upp? Það vildi ég ekki gera. Þá fannst mér eins og hugur minn segja: „Þú hefir lækni hj á þér“. Ég geng upp á loft, þar sem ég sef, og krýp við bekk, sem ég hefi þar, og ég bið Jesúm Krist af öllu hjarta mínu að hjálpa mér. Ekki stóð á því, að hjálpin kæmi, því að hvenær bregzt hún frá mínum hjartkæra vini, þegar til hans er leitað af einlægu hjarta? Honum sé lof um aldir alda. Ég fór svo að hátta um kvöldið, en vakna kl. 2. Þá líður mér svo ljómandi vel, að mér finnst ég hvergi finna til. Ég sofna svo aftur og sef, þangað til ég fer á fætur, og finn ekkert til. Ég þakka mínum himneska föður í nafni Jesú Krists fyrir hans miklu náð, sem ég hefi fengið að njóta, og hans kærleika, sem ég vissi fyrri en þetta, að voru úti látin í ríkum mæli. Ég fæ aldrei fullþakkað mínum góða Guði í nafni Jesú Krists fyrir hans gæzkuríku hönd okkur til úrbóta. Kristn- um mönnum er skipað sem Ijósberum á leiðinni til himna. Þeir eiga að endurvarpa Ijósinu, sem um þá leikur frá Kristi. Líferni þeirra og skapgerð ættu að vera þannig, að aðrir fái af þeim rétta hugmynd um Krist og þjónustu hans. Ef við erum fulltrúar Krists, ber okkur að láta sjást, hve hrífandi þjónusta hans í rauninni er. Kristnir menn, er sveipa um sál sína myrkri og hryggð og kveina og kvarta, sýna öðrum ósanna mynd af Guði og kristilegu líferni. Þeir láta í það skína, að Guði sé það ekki þóknan- legt, að börn hans séu hamingjusöm, og þannig bera þeir ljúgvitni gegn okkar himneska föður. . . . Steján Gíslason. ATH.SEMD: Höfundur þessa vitnisburðar er aldraður maður, sem fann Drottin Jesúm vegna smáritsins „Smakk- aðu og finndu“. Hann sýndi brátt trú sína í verki, er hann fór langa leið til að taka þá skírn, sem tíðkuð er hjá þeim, er fylgja vilja sem nánast fyrirmynd frumkristni nýja testa- mentisins. —•- Vitnisburður hans er efnislega óbreyttur, þótt ritháttur sé á stöku stöðum ekki alveg eins og hann var í bréfinu. — S.G.J. Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.