Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 1
DANSINN Er það nauðsynlega rangt og skaðlegt fyrir sannkristið fólk að dansa? EFTIR DR. JOHN R. RICE, RITSTJÓRA. Ungt fólk hefir í einlægni spurt þessara spurninga um dansinn: 1. Heimurinn sér yfirleitt ekkert skaðlegt við dansinn. Hvers vegna ætti þá sannkristið fólk að sýna ofstæki í þessu efni og breyta á móti skoðunum skynsamasta fólks? 2. Hvað er rangt við dans, sem fer vel fram? 3. Ef dansað er heima, undir góðu eftirliti, ekki í opin- berum danssölum og án áfengis, hvaða skaða gerir það? 4. Hafi maður saklaust hugarfar og engin slæm áform, mundi það þá vera rangt eða skaðlegt að dansa? 5. Getið þið bent á nokkra grein í ritningunni, sem er ákveðið á móti dansi? Heiðarlegt svar er til við þessum spurningum, og ég ætla að reyna að gefa það hér. 1. Engum, sem vill gera rétt, er óhœtt að fylgja skoðunum lieimsins. Mælikvarði heimsins á siðferði er ekki sá, sem sann- kristnum manni er óhætt að fylgja. Afstaða heimsins til drykkjuskapar sannar það. Afengisbanni var útrýmt með atkvæðagreiðslu. Flestir eru á móti öllum takmörkunum a hjónaskilnaði. Af slíku fólki má ekki vænta, að mæli- kvarði þess á siðferði sé réttur. Almenningur yfirleitt er ekki sannkristinn. Fólk snýr ser ekki til Krists sem frelsara síns. Flestir snúa sér frá Guði og hafna Kristi sem frelsara sínum. Það er ekki sann- kristið í hjarta og lifir ekki sannkristnu líferni. Þeir, sem eru á móti Kristi og á móti biblíunni, geta vel sagt, að það sé ekkert skaðlegt að dansa. En þeir, sem trúa biblí- fnni og elska Guð og geta mælt siðferðið á mælikvarða kristins manns, þeir geta ekki farið eftir siðferðislegum niaslikvarða óguðlegra og spilltra manna umhverfis sig. Þótt heimurinn almennt leyfi dansinn og heimsins fólk dansi, þá sannar það ekki, að það sjái ekkert skaðlegt við hann. Ég hefi flutt líkræðu yfir ungri giftri konu, er drepin var í danssal við Magnolia-stræti, í Fort Worth i Texas. Hún var gift ungum manni, sem hafði reynt að telja hana af því að sækja dansleikinn. Þegar hún var að ganga niður stigann eftir dansinn, mætti hann henni og rak hníf í hjarta hennar. Hann vissi, að dansinn er skaðlegur, þó að hann væri ekki vel kristinn maður. Hann vissi, að dans- inn kveikir losta, eyðir kvenlegri blygðunarsemi, setur í hættu siðferðislegan hreinleika og hamingjusamt hjóna- band. Aftur og aftur hefi ég talað við æskulýðshópa um dans- inn. Ungir menn úr skólum hafa spurt mig spurninga. Er þeir hafa spurt mig og verið mér ósamþykkir, hefi ég blátt áfram spurt þá: „Hvort viltu heldur, að stúlkan, sem þú gengur að eiga, hafi dansað reglubundið við aðra karl- menn, áður en þið giftist, eða vildir þú heldur, að hún yrði kona þín, án þess að aðrir karlmenn hafi haldið henni í örmum sér í dansinum?" Aftur og aftur hafa ungu mennirnir viðurkennt, að þeir vildu miklu heldur, að stúlkan, sem þeir vonast til að kvongast, komi til þeirra án hinnar kynslegu örvunar og hneigðar til að aðrir karlmenn láti vel að henni í dansinum. Þegar því heimsins fólk segir þér, að það sé ekkert skaðlegt við dansinn, þá trúðu því ekki. Það veit, að dansinn gerir skaða. En það vill dansa. Heimurinn veit betur en hann breytir og hefir sam- vizku, sem hann vill ekki láta leiða sig. Ég verð líka að segja, að bezt kristna fólkið alls staðar er sameinað í því að kenna, að nútíma dansinn sé skað- vænn og rangur. Ég er kunnugur beztu skólastjót um krist- inna skóla í Bandaríkjunum. Þeir menntafrömuðir kristnir, sem stjórna þessum skólum, segja einum rómi, að nútíma dansinn sé skaðlegur. Ég er persónulega kunnugur fremstu andlegum leiðtog- um í Bandaríkjunum. Ef nauðsyn krefði, gæti'ég vitnað til leiðandi biskupa, sannkristinna menntafrömuða, rit- stjóra, rithöfunda og klerka víðsvegar um Bandaríkin. Heilsteyptir, sannkristnir menn, biblíulega trúaðir menn, sálnavinnendur þessa lands, eru sammála um, að nú-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.