Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 2
50 NORÐURLJOSIÐ tíma dansinn í danssölunum sé í eðli sínu rangur, að hann veki óhjákvæmilega freistingu og leiði til syndar. Þeir, sem skipta sér nokkuð af skoðunum hinna guðræknustu manna, verða að taka ákvörðun andstæða heiminum í þessu máli. Aðeins heimslega sinnaðir kristnir menn verja dansinn, aldrei hinir andlegri menn á meðal þeirra. Og kristinn maður verður að minnast, að ritningin stað- hæfir skýrt: „Þér ótrúu (bókstaflega: E>ér hórkarlar og hórkonur), vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjand- skapur gegn Guði? Hver, sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs. (Jak. 4. 4.) Þú getur ekki þóknazt Guði og þóknazt heiminum. Enginn er sá kristinn maður, sem fylgt geti almennri skoðun óguðlegs heims. Það er að bregðast Kristi, bregðast kristinni trú og falla í synd og glata ævi sinni. 2. Oviðeigadi örvun kynhvatar gerir dansinn rangan. Þetta er skýrt svar við annarri spurningunni. Dansinn er ætlaður til að örva kynþrána. Af ásettu ráði leikur hann sér að freistingunni. Hann örvar kynþrá gagnvart hvaða dansfélaga sem er, þó að slík örvun sé aðeins viðeigandi hjá eiginmanni og eiginkonu. Guð gerði kynhvötina mjög sterka. Staðreyndin er, að sálfræðingar segja, að sjálfsverndarhvötin ein sé kyn- hvötinni sterkari. Það er ekki eingöngu spillt, heldur hefir oft hættulegar afleiðingar, að leika sér að kynhvötinni. Kynhvötin er oft sterkust hjá þeim, sem eru svo ungir og óþroskaðir, að sjálfsstjórnin er vanþroskuð hjá þeim. Ungur maður, sem enn hefir ekki þjálfað huga sinn eða vilja, getur orðið háður hinum áköfustu kynfreistingum. Og ung stúlka, sem kann ekki matreiðslu né að kaupa sér föt, sem skortir skapstyrk og dómgreind, getur viljandi á dansgólfinu æst svo upp ástríður sínar, að hún geti ekki treyst sér til að breyta eftir skynsemi eða mælikvarða sóma- samlegs siðferðis. Þess vegna segi ég: það er synd fyrir fólk að æsa af ásettu ráði upp kynfýsnina, að eingöngu hið ljóta orð losti geti lýst henni rétt. Það er synd hjá fólki að koma sér til að þrá það, sem það hefir engan rétt til að fá. En meginhætta nútíma dansins er helzta aðdráttarafl hans! Láttu engan telja þér trú um, að það sé hljómlistin við dansinn, sem fólk sækist eftir. Þú getur drepið hvaða dansleik, sem er í heimi, með því að karlmenn dansi við karlmenn eingöngu og konur við konur eingöngu. Fólkið dansar vegna kynörvunar og kynnautnar. Allir karlmenn vita, hvers vegna þeir dansa. Ég býst við, að allar stúlkur viti, hvers vegna þær dansa, nema fáeinir óreyndir byrj- endur. Tálbeita dansins er kynbeitan. Fólkið dansar, af því að það nýtur þeirrar kynslegu örvunar, sem óhj ákvæmilega fylgir venjulegum dansi, þar sem líkamar karls og konu koma þétt saman, þar sem armur mannsins er um mitti kon- unnar, þar sem kné hans getur verið á millum lima hennar, og þar sem fólkið dansar vangadans eða höfuð stúlkunnar hvílir á öxl piltsins. Náin snerting dansins líkist þeim ástamökum, sem einungis eru leyfileg eiginmanni og eigin- konu, sem rétt hafa til að njóta livors annars. I borg nokkurri í Texas bar það til á vakningarsamkomu, að ung stúlka vildi hverfa aftur til Guðs, sem hún var fallin frá. Hún sárbað mig að tala við sig einslega. Þá sagði hún mér, hvernig hún hefði sótt dansleik í félags- heimili í sveit, þrátt fyrir bænir móður sinnar. Þar dans- aði hún við unnusta sinn og einnig við vin sinn úr skólan- um. Síðan sagði hún frá því, hvernig hún og þessi vinur höfðu dansað saman allmörgum sinnum. Síðan settust þau í myrkrinu út á svalirnar, síðan í bifreið hans og síðan óku þau út í myrkrið. Með gráthviðum sagði hún mér, að hún hefði rétt komið frá lækni, sem hefði tjáð henni að hún væri barnshafandi. Hún hafði ætlað að gera rétt, en dansinn kveikti í henni, og hún samþykkti synd, sem fylgir henni alla ævi. Ævi hennar var eyðilögð, af því að hún sótti dansleikinn. Glæpamálanefnd Chicago-borgar rannsakaði vandlega fyrir allmörgum árum spillingarástandið og ræddi við um þrjú hundruð skækjur í borginni. Yfirgnæfandi meiri hluti þessara föllnu stúlkna sagði, að dansinn hefði leitt þær út í siðferðilega glötun þeirra. Þær þúsundir verða ekki taldar, sem áreiðanlega hafa verið leiddar út í hræðilega synd með nútíma dansinum. 3. Dansinn er spilltur og hœttulegur, þótt hann fari fram í heimahúsum, meðal menntaðs fólks, og undir góðu eftirliti. Dansinn er alltaf hinn sami, hvar sem hann fer fram. Satt er það, að á sumum stöðum er meira eftirlit, meiri siðferðishömlur. En hin nána líkamlega snerting í dans- inum, hún er röng. Dansinn eykur á kynþrána. Svo lengi sem karlmenn halda líkömum kvenna þétt að sér, stund eftir stund, hverri konunni á eftir annarri, svo lengi verður örvun dansins skaðvæn og hættuleg. Það, sem er rangt, er ekki staðurinn, heldur sjálfur dansinn. 4. Maður með saklausu hugarfari missir sakleysi sitt, ef hann af ásettu ráði kveikir í sér girndir í dansinum. Staðreyndin er, að saklausu og hugarhreinu fólki hefir verið gefin kynhvöt, kynkirtlar og kynfæri alveg eins og öðru fólki. Þar er engin inunur á góðu fólki og vondu! Kristið fólk og Guði helgað hefir maga og þörf á mat rétt eins og ókristið fólk. Það þyrstir eftir vatni rétt eins og aðra. Eðlishvöt ástar og kynmaka er alveg eins sterk í góðu fólki og vondu. Við ættum ekki að halda, að kynhvötin sé í sjálfri sér röng. Minnizt þess, að sjálfur Guð skapaði mann og mey, „karl og konu gerði hann þau“, segir biblían. Ritningin segir: „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin óflekkuð, því að hórkarla og frillulífis- menn mun Guð dæma.“ (Hebr. 13.4), í biblíunni allri er það gert ljóst, að ástin og hjónabandið, hin eðlilegu sam- skipti karls og konu, sem gefa sig hvort öðru algerlega, og láta alla aðra afskiptalausa, eru viðeigandi og rétt með hinni beztu blessun Guðs. Það er misnotkun á kynhvötinni, sem er :o;ig. Eðlileg notkun kynhvatar í hjónabandinu er bless\ö af Guði og mannkyninu ætluð til hamingju og ble oiinar. £n að rangsnúa kynhvötimi til að nota hana í van- heilögum tilgangi er alltaf rangt. I að er synd fyrir fólk að æsa upp ástríður sínar og kveikja kynþ á ti! hei'rT'3, sezn það hefir engan rétt til að hafa kynmök við. Eí nin

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.