Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 6
54 NORÐURLJÓSIÐ Davíðs og Daníels, Péturs og Páls, og var auðmjúklega þakklátur fyrir þetta kraftaverk á tuttugustu öldinni. Dan Snaddon, miskunnsami Samverjinn gagnvart svelt- andi Kínverja, hafði lagt líf sitt í hættu. Leynd hönd hafði stöðvað árásir óvinarins. Foringjarnir og mennirnir, sem horft höfðu á þennan ójafna leik undruðust það, sem þeir höfðu séð. „Hér er maður, sem gerir það, sem hann prédikar,“ sögðu sumir. „Þetta eru trúarbrögð, sem vert er að hafa,“ sögðu aðrir. „Þetta er Guð, sem þess vert er að treysta," sögðu sumir fagnandi. Fyrir Dan Snaddon var það ekki í fyrsta sinni, — né heldur í hið síðasta — sem ósýnileg hönd hafði komið honum til bjargar. Frá sínum fyrstu dögum í Skotlandi hafði hann greint hönd guðlegrar forsjónar, sem greip inn í líf hans. Dan Snaddon boðar nú fagnaðarerindið í Floridaríki í Bandaríkjunum. (Þýtt úr „Contact“, málgagni krislinna kaupsýslumanna, 127 South Wacker Drive, Chicago 6, IUinois). --------X--------- Molar frá borði Meistarans. (Greinir fyrir lœrisveina Krists.) Innra hungur og saðning þess. Ritstj. Nlj. fékk fyrir nokkru bréf frá manni, sem tilefni gaf til þeirra hugleiðinga, sem fara hér á eftir. Fylgir hér á eftir meginhluti bréfsins, sem bréfritaranum var sent: Það, sem ég vildi einkum rita þér núna um, er ein setn- ing eða tvær í bréfi þínu. Þú kemur þar inn á efni, sem ég mun nota í Norðurljósið. Það mun fleiri en þig vanta „ein- hverja Guðsfyllingu. Eitthvað, sem seður mig eins og góður morgunverður.“ Um þetta vil ég fara nokkrum orðum. Hver er ástæða þessa innra hungurs. Raunverulega er hún aðeins ein, af þeirri rót spretta nokkrir stofnar, sem bezt er að athuga hvern og einn. 1. Þú hefir tekið á móti Kristi sem frelsara þínum eða leitað hjálpar hans til að frelsa þig frá einni mjög ákveð- inni venju, sem ritningin skipar á bekk með syndum. (I. Kor. 6. 9.—10.) Hann hefir hjálpað þér og gefið þér fullkominn sigur. En hefir þú jafnákveðið leitað hans til að frelsa þig frá sérhverri synd? „Hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra,“ er fyrirheit Guðs og tilgangur Krists með komu sinni. Þennan fullkomna, algera sigur vill hann veita hverjum þeim, sem leitar hans og veitir honum viðtöku. Hitt er aftur annað mál, að okkur er oft misjafn- lega annt um að losna undan valdi syndanna. Við viljum fúslega losna við þær, sem auvirða okkur og niðurlægja. En frelsarinn vill leysa okkur frá þeim öllum og getur það líka. En meðan við erum á valdi einhverra synda eða jafn- vel einnar syndar, skortir eitthvað á, að Guð hafi fyllt okkur. Guð og syndin rúmast ekki í sama hjarta. 2. Drottinn Jesús sagði: „Eg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ (Jóh. 6. 35.) Hefir þú nokkurn tíma tekið á móti Jesú Kristi sem brauði lífs þíns, sem þeim, er skuli seðja þig og svala þér? Það er unnt að taka í hönd har.s og láta hann draga sig upp úr feni ástríðna og synda, án þess þar með að veita honum viðtöku, að hann seðji hjartað og svali sálarþrá. Gerðu þér ljóst, að Kristur vill vera brauð þitt, næring þíns innra manns, saðning og svöl- un sálar þinnar, ef þú hefir ekki þegar lært að þekkja hann þannig og veitt honum viðtöku sem brauði lífsins. 3. „Haldið yður frá sérhverri mynd hins illa,“ býður Guð okkur. (I. Þess. 5. 22.) Ef vér gerum það, ef við „framgöngum í Ijósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu,“ þá höfum við samfélag við Guð og líka við önnur Guðs börn. Þá líður okkur vel. Þá er sem sál okkar eða andi sé alltaf í sólskini. En ef við hrösum, hverfur þetta innra sólskin, og sé vanrækt að hlýða þessu orði, sem segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti“ (I. Jóh. 1. 9.), þá kemur vanlíðan, hungrið segir til sín, af því að við erum hætt að taka á móti næringunni frá Kristi. En jafnskjótt sem syndin hefir verið játuð af okkar hálfu, er hún fyrirgefin og hreinsuð brott af Guðs hálfu. Sólskinið kemur aftur, við förum að fá nýja saðning af brauði lífsins og líður svo ljómandi vel. 4. Þegar Israelsmenn voru á ferð um eyðimörkina forð- um, sendi Drottinn þeim brauð af himni. A hverjum morgni, nema hvíldardaginn, urðu þeir að fara út árla, áður en sólin skein heitt, til þess að safna því. Þetta manna var táknmynd Drottins Jesú, og söfnun þess að morgni dags á að kenna okkur, að fyrsta nauðsyn hvers dags er að seðja sálu sína og næra við lestur heilagrar ritningar og íhugun Krists, eins og hann er birtur okkur af blöðum hennar. Þessi morgunnæring anda okkar er eins nauðsyn- leg eða nauðsynlegri en morgunverðurinn góði, sem nærir og styrkir líkamann. Ef við förum á mis við þessa morgun- næringu, er ekki nema von, að við verðum „innantóm“ í anda og finnum til hungurs. Billy Graham segir, að fari hann á mis við þessa morgunnærinsru Guðs orðs, þá gangi allt öfugt fyrir sér um daginn. Eitthvað á þessa lund hafa honum farizt orð. Sama er reynsla George Mullers. Hann fann, að morgunnæring andans á orði Guðs var alger nauð- syn. En lestrinum samfara þarf að fara fram lofgerð til Guðs og þakkargerð, ásamt bæn og fyrirbæn fyrir öðrum mönnum. 5. Skortur á samfélagi heilags Anda eða truflun á því getur valdið innri tómleika tilfinning. Samkvæmt kenningu Drottins Jesú Krists er Andi Guðs gefinn börnum Guðs. Börn Guðs verða menn með því að veita Jesú viðtöku sem frelsara sínum og Drottni. (Jóh. 1. 12., 7. 37.—39.) Það er hlutverk hans að taka af því, sem Jesú er, og kunngera okkur. (Jóh. 16. 12.—14.) Það er fvrir hjálp hans, að við sjáum Drottin Jesúm og dýrð hans og nærumst á honum, er við lesum orð Guðs. En við getum hryggt hann, eins og ritað er: „Hryggið ekki Guðs heilaga Anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins. Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonzku yfirleitt.“ (Efes. 4. 30., 31.) Og við getum líka slökkt hann, því að enn er ritað: „Biðjið án afláts. Gerið þakkir í öllum hlutum, því að það hefir Guð kunngert yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm. Slökkvið ekki Andann. Fyrirlítið ekki spádóma.“ (I. Þess. 5. 17- —20.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.