Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 4
52 NORÐURLJÓSIÐ ETHEL EKKERT Eftir Hope Evangeline. (Framhald.) 11. kafli. Mcrkvert afturhvarf. Ethel átti aldrei svo annríkt, að hún gæti ekki skroppið út í sveitir, í fangelsi, sjúkrahús eða eitthvað til að vinna sál til handa Drottni sínum. Morgun einn hringdi síminn, og rödd í honum sagði: „Eruð þér frú Burkhardt?“ „Já“, svaraði hún. „Frú Burkhardt, ég á vin, Hammond að nafni, sem er mjög auðugur kaupsýslumaður. Hann er veikur, og lækn- ar segja, að hann geti dáið án mikils fyrirvara nær sem er. Eg hefi áhyggjur út af sálarvelferð hans, og ég var að velta fyrir mér, hvort þér gætuð heimsótt hann.“ „Hvar á hann heima?“ spurði Ethel. „Hann býr á mjög fagurri jarðeign rétt utan við borg- ina. Þér munuð þurfa að nota strætisvagn og spyrjast fyrir um bústað hans, er þér komið á leiðarenda. Svo er annað, frú Burkhardt. Eg veit ekkert, hvernig þér getið komizt inn til að finna hann, þegar þér komið á staðinn. Það verður yfirþjónn við dyrnar og tveir menn við hliðin, þar sem þér þurfið að komast inn á lóð hans.“ „Berið engan kvíðboga fyrir því. Ef Guð vill láta vinna þennan mann sér til handa, áður en hann deyr, held ég hann geti séð um að koma mér inn til að finna hann.“ Ethel lét símatólið á krókinn og féll á kné til bænar, eins og hún var ávallt vön að gera áður en hún lagði af stað í erindagerðum Drottins. Hún bað Guð að hjálpa sér til að finna staðinn og að sjá um, að hún gæti komizt inn til að finna hr. Hammond. Hún bað í einlægni um, að hún yrði fær um að benda honum á Krist, áður en hún færi frá honum. Þegar hún var nærri komin á leiðarenda, sneri hún sér að stúlkunni, er næst sat, og spurði, hvort hún vissi, hvar Hammond jarðeignin væri. „Já“, svaraði hún og benti á tvær stúlkur, er sátu hjá henni. „Við tilheyrum vinnufólkinu á Hammonds eigninni. Þú getur orðið okkur samferða.“ Svona góðar fréttir gátu ekki verið sannar, en Guð hjálpar þeim mjög ríkulega, sem treysta honum. Þegar þær komu að hliðunum, gekk Ethel rakleitt inn um þau með hinum. Hún gekk með þeim inn um dyrnar, framhjá hinum tignarlega yfirþjóni. Stúlkurnar þrjár gengu til eld- húss, en Ethel flýtti sér inn í skrautlegustu viðhafnarstof- una, sem hún hafði nokkru sinni séð. Hún gekk eftir austurlenzku ábreiðunum, sem huldu allt gólfið. Mikilfenglegt olíumálverk hékk þar yfir geysistór- um arni. Frábærar smámyndir, gerðar úr postulíni, prýddu arinhilluna. Húsgögnin voru klædd með þykku, glitofnu slikjusilki. Yfir geysistóra útskotsglugga voru dregin þykk, mjúk gluggatjöld úr flaueli, sem héngu í mjúkum felling- um niður að gólfi. Fast hjá fornri Borgundarhólms-klukku, fagurlega útskorinni, sat miðaldra maður, mjög fríður sýnum, í hjóiastóli. Hann hrökk við, er hann leit gestinn og spurði: „Hver eruð þér, og hvaðan komið þér?“ „Ég er frú Burkhardt, herra minn. Eruð þér húsbóndinn hér?“ „Ég er hann“, svaraði maðurinn furðulostinn, „en hvers vegna komið þér hingað inn án þess að tilkynna komu yðar?“ „Vinur yðar einn bað mig að koma og tala við yður.“ „Um hvað þurfið þér að tala við mig?“ spurði hann nokkuð hvasst. „Ég veit, að þér eruð mjög sjúkur maður, herra, og ekkert okkar veit, hve langan tíma við eigum eftir ólifað, og ég var að veltta fyrir mér, ef eitthvað kæmi fyrir yður, hvort þér væruð þá viðbúinn að mæta Skapara yðar. Vitið þér með vissu, hvort þér farið í himnariki?“ „Auðvitað ekki“, svaraði maðurinn gremjulega. „Ekk- ert okkar getur vitað það svar. Við verðum að gera það bezta, sem við getum, hjálpa hinum fátæku, gjalda kirkj- unni tíund og vona, að við komumst einhvern veginn í himnaríki. Ég hefi aldrei drýgt neinar stórsyndir. Ég hefi lifað siðferðisgóðu líferni. Ég sótti kirkju reglulega, þegar ég kom því við, og ég hefi hjálpað öðrum, þegar ég gat. Ég get ekki vitað með vissu, hvar ég lendi, fyrri en ég er dáinn. Ég get einungis vonað hið bezta.“ „Það segir í orði Guðs,“ svaraði Ethel. „að við getum vitað það.“ Rétt í þessu kom hjúkrunarkona inn í stofuna með vatnsglas og nokkrar töflur handa honum. „Tíminn er kominn, að þér takið lyfið yðar. Það er ekki gert ráð fyrir, að þér takið á móti nokkrum gesti. Hver er þessi kona?“ „Þetta er frú Burkhardt, vinkona mín, og ég vil ekki láta trufla mig, meðan hún er hérna. Þegar ég er tilbúinn að taka lyfið, skal ég hringja.“ „Já, herra,“ svaraði hjúkrunarkonan og fór út aftur. „Nú, frú Burkhardt, segið mér, hvar það stendur i biblíunni, að maður geti vitað með vissu, að hann fari til himins, þegar hann deyr?“ Glöð yfir því tækifæri að lesa honum Guðs orð, opnaði Ethel biblíuna og las þessi orð í I. Jóh. 5.13.: „Þetta hefi ég skrifað yður, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf, yður sem trúið á nafn Guðs sonar.“ Þér sjáið, herra, að þér getið vitað þetta.“ „Já, ég skil þetta núna,“ sagði hann um leið og mikil birta kom í svip hans. „Hvernig öðlast þá maður eilíft líf ? Er nægilegt að lifa fyrir aðra og gera hið bezta, sem við getum?“ „Ó-nei, því að það segir í Efes. 2.8., 9.: „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að eng- inn skuli geta þakkað sér það sjálfum.“ Það skiptir ekki máli, hvaða góð verk þér hafið unnið, eða hve mikið þér hafið gefið fátækum, herra. Hjálpræðið er gjöf, þér þurfið aðeins að veita þeirri gjöf viðtöku.“ „Frú Burkhardt," hrópaði maðurinn áhyggjufullur, „get ég tekið á móti þessari gjöf nú þegar og vitað, að ég eigi eilíft líf áður en ég dey?“ „í II. Kor. 6.2. segir biblían: „Á hagkvæmri tíð bæn-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.