Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 53 heyrði ég þig, og á hjálpræðisdegi hjálpaði ég þér. Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð, sjá, nú er hjálpræðisdagur.“ Við skulum biðja saman, hr. Hammond, og biðja Guð að frelsa yður nú og um alla eilífð.“ Ethel kraup þá niður hjá hj ólastólnum, þessi smávaxna, ómenntaða kona, og leiddi herra Hammond, auðugan kaupsýslumann, til þekkingar á Drottni Jesú Kristi. Hún þakkaði Guði og vissi, að langa ferðin hennar með strætis- vagninum hafði ekki orðið til ónýtis. Hvernig hefði farið, hefði hún ekki verið djörf vegna Drottins síns? Hvað hefði orðið, hefði hana brostið kjark til að hlýða röddu Guðs og fara inn í stórhýsið til að bjarga deyjandi manni fyrir Krist. Hr. Hammond dó skömmu eftir heimsókn hennar, en áður en hann dó, hafði hann sent ávísun fyrir álitlegri upphæð til að hjálpa Ethel í starfi hennar. Guð er aldrei skuldunautur nokkurs manns. --------x--------- Hvað stöðvaði arásina? Skerandi óp vakti Dan Snaddon. Hann var herfangi hjá Japönum í heimsstyrjöldinni síðari og var í Thailandi. Hann leit út um rifu á bambuskofanum sínum og sá, hvar gamall Kínverji lá flatur á jörðinni, fórnarlamb japanskar grimmdar. Verðirnir höfðu rekið bambusprik, sem þeir héldu enn í höndunum, í gegnum höfuð honum. Dan og félagar hans höfðu sýnt honum dálitla vinsemd. Fyrir það hafði hann goldið með lífi sínu. Dan og félagar hans höfðu bjargað lífi þessa gamla manns, er þeir fundu hann nær dauða en lífi í skóginum. Af mjög naumum matarskammti sínum hafði Dan gefið honum með sér. Gamli maðurinn var farinn að hressasl. En þegar læknir, einn af vinum Dans, hafði ýtt undir Kínverjann að standa á fætur og reyna að hreyfa sig, svo að hann styrktist við það, þá ofbauð Japönum. Þetta var að sýna vináttu og gera of mikið fyrir ræfils Kínverja. Miskunnarlaust börðu þeir hann til bana. Dan Snaddon gekk þá til þeirra og sagði þeim söguna af því, hvernig þeir höfðu reynt að hjálpa Kínverjanum. Við það sneru þeir reiði sinni að honum. Hann var ekki °rðinn nema sem skuggi af því, er hann sem skozkur her- ftiaður lét skrá sig i herinn. Þá var hann 71 kg. Nú var hann aðeins rúm 44 kg. að þyngd. Japönsku, smávöxnu hermennirnir töluðu æstir saman. Aleinn stóð Snaddon mitt á meðal þeirra. Mittisskýla var allur klæðnaður hans. Berfættur var hann og alskeggjaður, en hárið hékk niður á herðar honum. Hann fann sig alveg osjálfbjarga. Sunnudaginn áður hafði hann flutt boðskap Sogu biblíunnar um miskunnsama Samverjann. Allt í einu í*rði hugsunin um hjálpsemina við Kínverjann honum kraft. Leyndardómsfull tilfinning um nálægð Guðs fyllti hann. Mannlega talað gerði Dan Snaddon sér ljóst, að liann v*ri kominn í þær kringumstæður, að honum væri ekki !ífs von. Enginn maður vogaði að hjálpa honum gegn þessum blóðþyrsta óvini. En snögglega og dýrlega hvarf honum allur ótti. Trúin, sem hann hafði eignazt sem tólf ára drengur, stóð skyndilega í ljósum loga. Honum kom í hug lýsing sálmaskáldsins á þess konar trú: Hún gerir hugleysis andann djarfan, hún stælir magnvana arm til bardagans; hún tekur skelfingu grafarinnar brott og gyllir dánarbeðinn með ljósi. Japönunum fjórum hlýtur að hafa virzt Dan Snaddon vera algerlega ósjálfbjarga manntegund. Þeir þyrptust í kringum hann og skræktu ofsalega. Síðan gengu þeir að honum og lömdu og spörkuðu í veikburða líkama hans. Eftir fáein andartök féll hann meðvitundarlaus til jarð- ar. Með því að hella yfir hann fötu af köldu vatni lífguðu japönsku hermennirnir hann fljótt við og reistu hann á fætur. Þeir endurtóku svo athöfnina: töluðu saman, döns- uðu umhverfis hann og lúbörðu hann, unz hann hneig til jarðar. Er hann komst til meðvitundar í annað sinn, fann Dan, að síðustu mínútur ævi hans voru að nálgast.. Einkenni- legt, en ekkert þótti honum leitt, að lífsþráður hans s!itn- aði. Hann gerði sér ljóst, á því andartaki, að þetta yrði snöggur dauði, skjót koma í dýrðina himnesku. „Ég er tilbúinn að fara eða vera að þínu boði,“ bað hann hið innra með sér. Við þá hugsun brosti hann. Það var dauft bros, en eigi að síður bros. Reiðu, japönsku hermennirnir störðu með vantrú á hann. Nýtt æði greip þá. Hvernig gat maður staðizt slíka refsingu og síðan sýnt þá ósvífni að brosa? Þeir ætluðu ekki að láta gera þannig gys að sér. t þetta skipti þyrptust þeir saman, dönsuðu og skræktu með enn meiri festu en fyrr. Enginn lítill herfangi skyldi gera gys að refsiaðgerðum þeirra. Þeir yrðu að láta hann fá sömu meðferð og Kínverjinn gamli hafði fengið. Með lífinu skyldi hann gjalda. Ur tíu eða tólf feta fjarlægð réðust þeir ákafir að ósjálfbjarga bráð sinni. Læknar og sjúklingar horfðu skelfdir á. Þeir minntust ræðu Dan Snaddons um miskunnsama Samverjann. Hermennirnir komu nær og nær honum, tilbúnir að drepa hann. Þeir voru níu fet frá honum, átta fet, sjö, sex, fimm, fjögur. En um þrjú fet frá honum, snarstönzuðu þeir. Þeir störðu hver á annan, undrun lostnir, gengu hægt til baka og tóku sínar fyrri stöður. Ákveðnari en nokkru sinni fyrr að hefna sín, undirbjuggu þeir árás sína. Þeir stukku um, skræktu, veifuðu örmum. Þetta skyldi nú áreiðanlega duga. Félagar Dans horfðu á og héldu niðri í sér andanum. Sjálfur beið hann, líkamlega varnarlaus, en einkennilegur sigursvipur var á honum. Hermennirnir gengu nær og lömdu í loftið með hnefunum. Þeir nálguðust, — sjö fet, sex, fimm, fjögur. Við þriggja feta markið skrikuðu þeir og stönzuðu, eins og þeir hefðu rekið sig á ósýnilegan vegg, sem þeir gætu ekki komizt í gegnum. Algerlega ráðþrota störðu þeir hver á annan. Sjáanlega voru þeir yfirbugaðir. Þessa nálega nöktu mannsmynd og beinagrind gátu þeir skilið. En sigurhróss svipurinn, ósýnilega höndin, ómót- stæðilegi mátturinn, ósýnilega girðingin gerði þá ráð- þrota og ruglaða. Með algerum viðbjóði og skelfingu drögnuðust þeir inn í kjarrskóginn. Snaddon stóð eftir, fagnandi yfir þeirri staðreynd, að Guð hans var Guð

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.