Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 3
NORÐURLJOSIÐ 51 bezta og sannkristnasta ungmær og hinn heiðarlegasti og einlægasti sannkristnasti æskumaður dansa saman, svo að þau séu hvort í annars örmum eða líkami hvíli við líkama, þá munu þrár líkamans vakna alveg eins og hjá ófrelsuðu fólki. Tilgangurinn gæti verið annar hjá hinum óguðlegu, en viðbrögð líkamans mundu verða hin sömu. Enginn kristinn maður getur verið viss um, að hann hugsi rétt og vilji hið rétta og breyti sem kristnum manni ber að breyta, fleygi hann sér út í freistingu og kveiki hjá sér þrár, sem í kringumstæðunum eru vanheilagar og á röngum stað. Það er synd fyrir kristinn mann að kveikja hjá sér kynfýsn gagnvart ókunnugum eða vinum, sem hann hefir engan rétt til að halda áfram með. Þegar hann svo hefir syndgað með því að rækta hjá sér freisting- una, þá getur hann syndgað miklu meir með því að láta undan svörtustu syndum. Saklaust hugarfar varðveitir ekki manninn frá morði, leyfi hann sér að hata. Aðeins með því, að halda sér frá sérhverri mynd hins illa og flýja aug- ljósar freistingar dansins, geta kristnir menn lifað alger- lega hreinu líferni. 5. Skýr ritningargrein, sem bannar dansinn. Vill nokkur fá ritningargrein, sem blátt áfram bannar að dansa? Þá held ég þessi orð, beint af vörum Jesú Krists, ættu að nægja til að sannfæra þig. „Þér hafið heyrt, að sagt var: „Þú skalt ekki drýgja hór; en ég segi yður, að hver, sem lítur á konu með girndar- hug, hefir þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu“.“ (Matt. 5. 27., 28.) Jesús segir hér, að það sé ekki eingöngu synd að drýgja hór, heldur sé það synd að girnast í hjarta sínu. Maður, sem ber girndarhug til konu, hefir þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Og þetta er það, sem er rangt við dansinn. Hjá manni, sem heldur stúlku í örmum sér í dansi, vaknar girndarhugur til hennar. I hjarta sínu hefir hann þegar drýgt hórdóm. Ekki verður hver maður virki- legur, bókstaflegur hórkarl, af því að hann dansar; en vér trúum því, að það sé mögulegt fyrir hvern mann að drýgja hór í hjarta sínu, þegar hann dansar, og að hann sé líklegur til að falla í hina augljósu, opinberu synd, sem bann hefir þegar drýgt í hjarta sínu. Og konan, sem viljandi æsir ástríður karlmannsins og sínar eigin, þarf ekki þess vegna að gerast hórkona, þó að ^iargar aðrar verði það. En í augum Guðs, sem sér hjart- að, hefir hún þegar drýgt hórdóm. Tímóteus var ungur maður. Hann var góður maður, sannkristinn maður, prédikari, fylltur Andanum. En af guðlegum innblæstri ritaði Páll honum þetta: „Flý þú *skunnar girndir ....“ (II. Thn. 2.22.) Sannkristnasti uiaður í heirni ætti að flýja frá freistingum, og einkum ®tti hann að kosta kapps um að flýja þær girndir, sem helzt freista æskunnar. Ungu fólki getur fundizt, að það Se nógu sterkt til að standast og sigra slíkar freistingar. En í stað þess að það sýni mátt sinn, takist á við freisting- Una og efli hana, þá býður biblían því að flýja frá henni. hess vegna, kæru kristnu vinir, „flýið æskunnar girndir.“ Ungar konur verða að vera sérlega varkárar gagnvart dansinum. Biblían segir oss, að á síðustu dögum munu korna hættulegir tímar, þegar mennirnir verða „kærleiks- lausir“, „bindindislausir“ (hafa ekki stjórn á sér) og „elska munaðarlífið meira en Guð“. Mörg kristin kona hefir verið afvegaleidd af mönnum, sem elska munaðar- lífið meir en Guð. Hversu hreint, sem hjarta þitt er, kæra mær, þá getur þú ekki verið fullviss um, að þú lifir hreinu líferni, nema þú forðist freistingar dansins og haldir þig fjarri áhrifum bindindislausra manna, sem elska munað- arlífið meir en Guð, manna, sem vilja nota þig til síns eigin syndsamlega munaðarlífis. Dansinn er skaðvænn og hættulegur og vissulega for- boðinn þeim, sem lifa vilja hreinu líferni og þóknast Guði. (Allmikið stytt og lausl. þýtt á köjlum.) -----------x------- Norðurljósinu óskoð feigðar Mér var sagt, mig minnir árla vetrar, að þau ummæli hefðu staðið í blaði í Reykjavík, að Norðurljósið og Her- ópið mættu hætta að koma út. Þar sem ég sá þau ekki, veit ég ekki nákvæmlega, hvernig orðin hafa hljóðað. En ég hefi velt fyrir mér, hver verið geti ástæðan til þeirra. Málið á Nlj., prófarkalestur, pappírinn í því og ytri bún- ingur mætir, held ég, nokkurn veginn sanngjörnum kröf- um, sem gera má til svo ódýrs blaðs. Naumast mun hafa verið veitzt persónulega að nokkrum þeim, sem rita í reyk- víska blaðið. En vera má, að eigandi þessara ummæla fylgi einhverri andlegri stefnu, sem Nlj. hefir reynt að mótmæla. Og þá er komið að kjarna málsins. Nlj. leitast við að meta allar andlegar stefnur eftir af- stöðu þeirra til heilagrar ritningar og þá einkum til Drott- ins vors Jesú Krists og kenninga hans og postula hans. Óvináttan er þá ekki í raun og veru við Nlj. eða við Her- ópið sem blöð, heldur við hjálpræðisboðskap Krists og þar með við hann sjálfan. Feigðaróskin er samboðin þeim anda, sem knúði menn til að hrópa: „Burt með hann, krossfestist hann.“ Hún er samboðin þeim heimi, sem að- eins hafði jötu að bjóða Kristi, er hann fæddist, og kross, er hann var deyddur. Þó er boðskapur Krists, fagnaðarerindið um hann, eina vonin, fyrir heiminn, hvort heldur var til forna eða nú. Fallið og syndugt fólk, ofurselt drykkjuskap eða alls konar löstum, þarfnast einskis frekar en máttugrar handar Krists til að bjarga sér, reisa sig á fætur. Kristur er lausnin á vandamálum mannlífsins. Þess vegna verður að gera hvort tveggja: boða hann og að ýta við öllu, sem reynir að byrgja hann fyrir sjónum manna eða bola honum burt út í lítilsvirðing og gleymsku. Þetta vona ég, að Nlj. geri alltaf, meðan Guð vill láta það lifa. S. G. J. --------x------- VÁNTÁR FLEIRI KAUPENDUR Norðurljósið fær stundum gjafir frá fólki, sem vill styrkja það, eða þakklátir lesendur greiða árgjald sitt ríf- lega. Fyrir þetta þakkar ritstj. Guði og mönnum. En hann vantar fleiri kaupendur. Þess vegna gerir hann þetta kosta- boð: Hver, sem sendir greiðslu fyrir 3 nýja kaupendur ásamt nöfnum þeirra og utanáskrift, fær senda sér að kostn- aðarlausu innbundna bók með 6 af eldri árg. blaðsins.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.