Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 8
56 verkamenn hættu sem snöggvast að vinna til að geta horft á þennan fagra dreng. Það er varla við því að búast, að nokkur ykkar, drengir, sé eins fríður og Móse. Fegurð er ekki öll- um gefin, hvorki drengjum né stúlkum. Þið getið ekki öll verið svona fjarska falleg. En það er eitt, sem þið getið gert, ef þið eigið mömmu eða systkini. Þið getið verið góð hörn eins og systir Móse, sem stóð hjá honum og beið, þegar mamma hennar gat ekki verið sjálf hjá honum. Þið getið sjálfsagt sum af ykkur litið eftir yngri bróður eða litlu systur og hjálpað þannig mömmu ykkar. Þetta er einmitt það, sem Guð vill, að þið gerið. Svo getið þið líka reynt að muna eftir því, þegar þið farið með kvöldbænirnar ykkar, að biðja Guð að blessa mömmu og litla bróður eða litlu systur. Það hjálpar ykkur til að verða sjálf góð börn. (Framh.) É9 var flugstjóri Eftir /. W. Brown. Flugið var orðið mér hjáguð. Ég byrjaði ungur að fljúga. Eg þekkti flugmálaheiminn á öllum sviðum og hjálp- aði jafnvel til að stofna eitt af hinum velkunnu flugfélögum nútímans. Sem helzti fiugstjóri flugfélagsins gat ég flogið, hvenær sem ég vildi, og valið mér, hvaða flugvél, sem ég vildi. Ég vann mér inn meira fé en flestir hinna flugmannanna. Eg lifði því dýrindislífi, sem fylgir því að vera flugstjóri. Þar er margs hægt að njóta, ef menn vilja láta það eftir sér. „Þetta er eina atvinnan í veröldinni, þar sem maðurinn getur lifað eins og milljónaeigandi án þess að vera það,“ vorum við vanir að segja. Þótt mér væri nautn að þessu líferni, þá var mér samt Ijóst, að eitthvað mikið vantaði mig. Ef þetta er allt, sem lífið hefir að hjóða, þá höfij,m við áreiðanlega ekki verið settir hér til að framkvœma mikið, var ég vanur að hugsa. En hjartakast kom af stað alveg nýjum hugsanaferli hjá mér. Er ég komst til meðvitundar í sjúkrahúsinu, var þetta fyrsta hugsunin, sem fór um huga minn: „Jæja, ég get aldrei flögið oftar, það gleður mig.“ Samstundis var tekin frá mér öll löngun til að fljúga flugvélunum, átrúnaðar- goðum mínum. Meðan ég var að ná mér, fór ég að hugsa um Guð. Eg frétti, að einn af flugmönnum okkar hefði „fundið trúar- brögðin“. Ég vissi, að hefði þessi flugmaður fundið eitt- hvað, þá mundi það vera heilbrigt og traust í alla staði. Hann er þess konar maður. Mig langaði til að sjá hann. Mér til undrunar leit hann inn til mín einn daginn. Hann sagði mér af reynslu sinni af Guði, hvernig hann hefði veitt Jesú viðtöku, og hvernig ævi hans hefði breytzt. Þetta allt fannst mér svo skynsamlegt, að ég gat ekki beðið, þangað til hann kæmi aftur til að segja mér meira. Þá bað hann mig einn daginn að koma í kirkju með sér. Ræðan var út af dæmisögunni um hveitið og illgresið. Það var eins og hverju orði væri beint að mér. Eg gat ekki haldið mér frá tárum. Ég seig lengra og lengra niður í sætið. Loksins, þegar guðsþjónustan var úti, lét ég á mig dökku gleraugun mín, og við ókum heim án þess að tala meira en tólf orð. Er konan mín mætti mér í dyrunum, kallaði hún upp: „Hvað gengur að þér? Þú lítur út, eins og þú hefðir séð draug.“ Ég sagði henni, að ég vissi ekki með vissu, hvað væri að, en væri það satt, sem ég hefði heyrt, þá þyrftum við að gera eitthvað í því máli. Um huga minn fóru aftur og aftur orðin: Þú ert syndari, þú ert syndari. Ein grein úr ritningunni hljómar sterkt í hjarta mínu nú: „Því að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ (Róm. 6. 23.) Skömmu síðar bauð vinur minn 16 ára gömlum syni mínum og mér að fara með sér til miðdegisverðar hjá nefnd Kristinna kaupsýslumanna. Paul Ebling var ræðu- maður. Ég man svo vel boðskap hans um orku og krafta alheimsins, og hvernig Guð stjórnar þeim. Er hann lauk ræðu sinni, spurði hann, hvort nokkur væri viðstaddur, sem mundi vilja biðja Drottin Jesúm að koma inn í hjarta sitt og segja: „Drottinn, hvað vilt þú láta mig gera?“ Mér til undrunar hóf sonur minn upp höndina. Ég vissi, að ég varð að taka ákvörðun þegar í stað. „Ég vildi gjarnan gera þetta,“ sagði ég við ræðumanninn, en ef það hefir í för með sér, að ég verði að lifa kristilegu líf- erni, eins og þið virðist gera, þá er ég smeykur um, að ég geti það ekki. Ég er í of föstum skorðum. Ég hef reynt að breyta um, en ég get það ekki.“ „Þetta er skynsamlega athugað,“ sagði hann, „því að það er ekkert, sem þú getur gert nema að beygja vilja þinn og biðja Krist að koma í lijarta þitt. Ef þú vilt gera þetta, mun hann koma inn í ævi þína, umbreyta þér, gera þig að nýrri sköpun. Það er kraftur hans, sem gefur þér kraft.“ „Ef þetta er satt,“ sagði ég, „þá er það þetta, sem ég vil.“ Ég lyfti upp hendinni sem merki um beygðan vilja, — beygðan til að veita Drottni Jesú Kristi viðtöku sem frelsara mínum. Síðan þessi ákvörðun var tekin, hefir ævi mín tekið dýrlegum stakkaskiptum. Hver dagur færir mér nýja og hrífandi reynslu af Drottni mínum. Hann er að kenna mér að treysta sér frá andartaki til andartaks. Það hrífur mig að bera vitni um Róm. 8. 16., 17.: „Sjálfur Andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn. En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erf- ingjar Guðs, en samarfar Krists; því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum.“ „Ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði i yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. (Fil. 1. 6.) Nortfurljósið, 12 blöð á ári, kostar 30 kr., vestanhafs 1 dollar, í Færeyjum 7 kr. færeyskar. Ritstjóri og útgefandi: Sæmundur G. Jóhannesson, Akureyri. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. A

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.