Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.07.1963, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 55 Við lærum af þessu, að hugarfarssyndir, eins og beiskja, ofsi, reiði, hávaði og lastmæli, hryggja Andann. En bæn- leysi, skortur á þakkargerð og fyrirlitning á spádómum, orði, sem Andi Guðs gefur, slekkur hann. Séum við sek um þessar syndir, sé bæn og þakkargerð vanræktar, sé orð Guðs vanrækt og lítilsvirt, þá þarf okkur ekki að undra andlegt hungur og tómleika, skort á Guðsfyllingu. Leiðin úr því ástandi er iðrun, einlæg játning og staðfastur ásetn- ingur að gera betur í framtíðinni með hjálp Krists. Ritað er í Filippíbréfinu 4. 13.: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gerir.“ Drottinn Jesús er fús til að veita sigur, fyrirgefa, endurreisa og styrkja. 6. „Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá, sem elskar mig, mun verða elskaður af föður mínum, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum.“ „Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð, og faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum.“ (Jóh. 14. 21., 23.) Hér er þeim, sem heldur boðorð Drottins Jesú, sem varðveitir orð hans, heitið sérstakri blessun. Hún er sú, að faðirinn og sonurinn taka sér bústað hjá honum. Þar er ekki tómt hjarta, sem faðirinn og sonurinn búa í, ásamt heilögum Anda. Þar er Guðsfylling. Hvernig fæst hún? Með því að elska Drottin Jesúm, sýna þann kærleika í verki með því að halda það, sem hann hefir boðið, og varðveita orð hans, standa vörð um það. Menn standa vörð, ef geyma skal dýr- nrætan fjársjóð, ómetanlega kjörgripi. Þannig eigum við að standa vörð um allt Guðs orð, ekki láta ræna frá oss neinu af því. Kjarni eða markmið kenningar Drottins Jesú er „kær- leikur af hreinu hjarta, góðri samvizku og hræsnislausri trú.“ (I. Tím. 1. 5.) Kærleikurinn er fylling lögmálsins: (Róm. 13. 8.-—10.) Fyrir trúna býr Kristur í hjarta okkar, og fyrir hann verðum við „rótföst og grundvölluð í kær- leika, og með því móti náum við að fyllast allri Guðs fyll- ingu.“ (Efes. 3. 14.—19.) „Sá, sem er stöðugur í kær- leikanum, er stöðugur í Guði, og Guð er stöðugur í hon- Urn.“ (I. Jóh. 4. 16.) Guð er kærleikur. Hann birti kærleika sinn í Jesú Kristi. Sá, sem vill þekkja kærleika Guðs, vita, hvernig hann er, hann horfi þá á Drottin Jesúm í guðspjöllunum, Postula- sogunni og bréfunum. Guð birti kærleika sinn í Kristi, og hann vill halda áfram að birta hann í Kristi með því að hann lifi í þér og mér. Það stendur ekki á Guði að vilja fylla okkur. Það stendur á okkur að ljúka upp, opna hjart- aú og lífið fyrir flóðgáttum kærleika Guðs, svo að hann geti streymt í gegnum okkur út til annarra. Vera má, að við spyrjum: „Hvað er kærleikur? Hvernig birtist hann?“ Guð svarar og segir: „Sá, sem elskar Guð, a einnig að elska bróður sinn.“ Hvernig eigum vér að elska bróður vorn? „Af því þekkjum vér, að vér elskum óuðs börn, þegar vér elskum Guð og breytum eftir boðorð- Urn hans.“ (I. Jóh. 4. 21. og 5. 2.) Þannig komum vér aftur að hinu sama: að orði Guðs. Að breyta eftir orði Guðs er að elska Guð og menn. Og þegar vér elskum Guð og menn a þennan hátt, þá verður enginn skortur á Guðsfylling í lífi voru. Lof sé Guði fyrir það. BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Móse fæðist. Við sáum í seinustu sögu, að Israelsmönnum var farið að líða mjög illa í Egyptalandi. Drengirniv þeirra voru teknir nýfæddir og þeim fleygt í ána Níl. Nú bar svo til, að kona nokkur fæddi lítinn dreng. Þessi drengur var mjög fríður. Konan vildi ekki með nokkru móti, að vondu mennirnir tækju litla, fallega drenginn hennar og drekktu honum. Hún reyndi því að fela hann og henni tókst það í þrjá mánuði. Þá sá hún, að það væri ekki lengur hægt að leyna hon- um. Him tók það þá til hragðs, að hún tók litla kistu og gerði hana vatnsþétta með því að hera á hana tjöru og hik. Síðan lagði hún litla drenginn niður í þessa kistu. Kistuna setti hún síðan út í háa grasið, sefið, við árbakkann. Systir drengsins, sem var nokkrum árum eldri en litli drengurinn, stóð svo niðri við árbakkann til að vita, livað um drenginn yrði. Sjálfsagt hefir hún kennt mikið í hrjósti um litla hróður að vera í þess- ari kistu og líka um mömmu sína, sem var heima. Allt í einu komu nokkrar ungar stúlkur niður að ánni. Ein af þeim var dóttir konungsins sjálfs. Húti ætlaði að fara að baða sig í ánni. Hún sá litlu kist- una, langaði til að vita, hvað væri í henni, og lét sækja hana. Kistan var sótt og henni lokið upp. Þarna lá þá lítill, grátandi drengur. Kóngsdóttirin kenndi undir eins í brjósti um þennan litla dreng. Systir hans var þarna rétt hjá og var ekki sein að sjá það, svo að lnin sagði við dóttur Faraós: „A ég að fara og sækja fyrir þig barnfóstru, einhverja hebrezka konu, að hún hafi sveininn á brjósti fyrir þig?“ „Já, far þú,“ svaraði hún. Þá fór systir litla drengs- ins að sækja barnfóstru. Hverja skyldi hún hafa sótt? Auðvitað móður hans. Þegar hún kom, bað dóttir Faraós hana að taka drenginn og hafa hann á brjósti, og hún skyldi borga henni fyrir það. Þannig fékk þá drengurinn að vera kyrr hjá móður sinni í líklega hér um bil þrjú ár. Þá fékk dóttir Faraós hann aftur. Þá gaf hún honum nafnið Móse, því að „ég hefi dregið hann upp úr vatninu,“ sagði hún. Móse litli ólst síðan upp hjá dóttur Faraós. Gaml- ar sagnir segja frá því, að hann hafi verið frábær- lega fagurt barn, svo fríður sýnum, að fólk sneri sér við til að horfa á hann, þegar það sá hann, og

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.