Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 sínu að halla að og hvílt litla bamið. Um huga minn flaug aldagömul mynd af móður, sem var húsnæðislaus, vegna þess að ekkert rúm var fyrir þau í gistihúsinu, og lagði son sinn í jötu og var hjá honum langar næturstundir. „Komið þér með hana inn,“ sagði ég. „Hún getur ekki sest að hjá mér, en það er orðið framorðið, og hún hlýtur að vera þreytt.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði nágranni minn. „Eg er yður þakklátur, og ég skal sjá um, að hún fái annað húsnæði eftir fáeina daga.“ Hann fór út að bifreið sinni og kom eftir eina eða tvær mínútur með unga konu, sem hélt barninu sínu fast að sér. Eg hafði aldrei séð hugrekki og þolgæði speglast eins í andliti nokkurrar manneskju eða slíkan kjark í augum, sem voru rök af ógrátnum tárum. Kjarkur var í brosi hennar, þegar hún kynnti sig sem frú Fairlie, og nágranni okkar sneri sér við til að fara. Hún sagði við hann: „Þökk fyrir alla góðvild yðar.“ Við létum hana fá einhvern kvöldmat og bjuggum til rúm sem best við gátum á setubekk í biðstofunni. Bamið lá við hlið hennar í fatakörfu. Hið síðasta, sem ég gerði um kvöldið, var að gá að henni, hvort vel færi um hana. Hún var steinsofnuð. Dökkir baugar voru kringum augu hennar. Hún virtist mjögslitin, en einkennilega full af friði. Þá tók ég eftir því, að á stóli við rúmið hennar lá lítil biblía. Hún var opin, eins og hún hafði verið að lesa í henni áður en hún sofnaði. Eg leit á blaðsíðurnar. Undirstrikuð með blýanti voruorðin: „I friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn lætur mig búa óhultan í náðun.“ 2. KAFLI. Jennifer kemur til sögunnar. „Hún er mikill f)ársjóður,“ sagði faðir hennar. „Hana vantar aðeins eitt.“ Við vorum vakin kl. 6 næsta morgun. Var það gert með rámasta öskri, sem ég hef nokkru sinni heyrt. Satt er það, börnin okkar höfðu skælt, þegar þau voru lítil og jafnvel öskrað. Samanborið við öskur í tvíburunum var hitt sem sungin vögguvísa. Ég hefði ekki haldið, að þriggja mánaða gömul börn gætu látið í ljós svo óstjórnlega ofsareiði. Maðurinn minn bylti sér órólega i rúminu og dró rúm- fötin upp fyrir eyru. „Sumir heimskingjar,“ mælti hann, „segja, að ekki sé til svonefnd erfðasynd". Innan fárra mínútna voru allir vaknaðir og farnir að hafast eitthvað að. Eldhússtúlkan kom hlaupandi niður stigann til að fmna einhverja næringu handa þeim. Æsing var í rómi bama minna, sem voru að tala saman í herbergi sínu. Litlu stúlkurnar þrjár, sem voru í herbergi við hliðina á okkar herbergi, virtust vera að reyna að stökkva niður um fjaðrirnar á setubekknum. Pétur var að reyna að stöðva grátinn í litla bróður sínum, sem var hræddur við allan þennan ógang. Úr setustofunni heyrðist vælur lítils, svangs ungbarns. Er klukkan var genginn fjórða part yfír sex, var álíka mikil kyrrð í húsinu eins og í býflugnabúri. Ég klæddi mig til að sjá, hvort ég gæti hjálpað barnfóstrunni með yngri börnin. Þetta var langur og þreytandi dagur. Tvíburamir voru í rauninni hræðilegir. Þótt annað umhverfí og fjarvist móður þeirra væri talið þeim til afsökunar, þá fannst mér, að þeir væru órýmilega kvörtunarsamir! Við töluðum blíðlega við þá. Við vorum byrstar við þá. Við fómm með þá út og létum þá í stóran barnavagn undir skuggsælu tré. Við fengum þeim leikföng, ullarbrúður og fleiri hringlur. I hvert skipti hættu þeir snöggvast, meðan þeir rannsökuðu nýja hlutinn. En óskeikult byrjuðu öskrin aftur og með endumýjaðri orku. Þetta var alveg hræðilegt. Barnfóstran, sem orðin var mjög rjóð í kinnum, ók þeim loks í vagninum út í það horn garðsins, er lengst var frá húsinu, og fyrirbauð bömunum að koma nálægt þeim. Meðan á þessu stóð, notuðu telpurnar þrjár tækifærið til að skemmta sér á sinn hátt. Geoffry var þeim til stuðnings, en Jill reyndi án árangurs að hindra þær. Þvottaskál var í svefnherbergi þeirra. Efndu þær til samkeppni, hver þeirra yrði fljótust að fylla þvottaskálina. Eftir því sem hin fyrsta þeirra leit út, er hún kom, gat hún varla hafa kynnst því mikið, hvernig þvottaskálar væru notaðar. Hún setti tappann í opið og skrúfaði frá báðum krönum. Geoffry var tímavörður. Var hann með úrið mitt,' sem hann hafði tekið í leyfísleysi úr svefnherbergi mínu. Vamið streymdi ríkulega. Þegar það var komið upp að brúninni, ætlaði litla stúlkan að skrúfa fyrir vatnið. Hún jók það í staðinn. Hún reyndi aftur. Kranarnir hreyfðust ekki. Þá missti hún stjóm á sér og hljóðaði, þegar vatnið rann úr skálinni niður á gólfið. Þá reyndi Geoff við kranana. Hann gat ekkert, nema gert sig rennvotan. Þá hljóp hann út og hrópaði á hjálp. Er ég kom var hálft gólfíð undir vatni. Gólfteppin í gestaherberginu voru orðin gegnblaut. Þó var það enn verra, að vatnið mundi leka niður á milli gólfborðanna ofan í viðtalsherbergið þama fyrir neðan. Ég skrúfaði fyrir vatnið eins fljótt og ég gat og náði úr tappanum. Ég skildi svo börnin eftir hjá fjúkandi reiðri fóstm, sem meðhöndla mundi þau á þann hátt, sem þau áttu skilið. Sjálf fór ég að fást við að þurrka vatnið upp. Þegar búið var að þurrka upp þessa hræðilegu bleytu, rákum við Polly, Molly og Tess út í garðinn og skipuðum þeim harðlega að vera þar kyrrar, þangað til kæmi hádegisverður. Geoffry var tregur að skiljast við þær. En hann var settur í umsjá systur sinnar. Þau vom síðan send til ömmu sinnar. Hjá henni áttu þau að dvelja það, sem eftir væri morgunsins. Meðan þetta gerðist allt, voru þeir Pétur og Tímóteus mjög ánægðir. Þeir voru hjá eldhússtúlkunni, og Pétur hjálpaði til við uppþvottinn. Friður ríkti á þeim slóðum. Mér létti svo, að ég andvarpaði og lét þennan ánægða hóp eiga sig. Úti fyrir í trjágöngunum ók frú Fairlie barninu sínu fram og aftur í litla bamavagninum. Hún hafði beiðst þess, að hún mætti hjálpa til. En hún var ennþá mjög þreytuleg. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.