Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 71

Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 71
NORÐURLJÓSIÐ 71 Oft í búi var þröng, yrðu börnin of svöng, hversu biturt það sveið móður hjarta. Engin skerandi neyð hennar skyggði þó leið, og hún skammtaði án þess að kvarta. Tugmörg ævinnar ár gerðu ósléttar brár, hárið silfrað og kreppt er nú höndin. Þó er bókhneigðin söm, enn er bréfaskrift töm fmgrurn bognum, því ókreppt er öndin. Guði þakkirnar ber fyrir allt, sem þú er bæði okkur og vinunum dyggu. Er þú flutt verður heim Guðs í himneskan heim, munu hlotnast þér laun hinna tryggu. ÉG ER MORGUNSINS MAÐUR Það er gaman að vera morgunsins maður. I myrkinu snemma er risið á fætur að kveikja eldinn, sem öðrum lætur yljað, en síðan hefja glaður dagsins annir í Drottins nafni, daglega hafa nóg fyrir stafni. Það var gaman að vera morgunsins maður, og mér er sem aldir ég hafi lifað. Við lýsiskolu var lesið og skrifað, þó logans olíu naut minn staður. Við gasljós í Reykjavík las ég og lærði, uns ljómann betri þar rafmagn færði. Það er gaman að vera morgunsins maður, sjá myrkurhjúp eyðast af tindum og fjöllum, en sólgeisla skrúðann á hlíðum og höllum, er himinljóminn sig breiðir hraður um velli, grundir, um börð og bala, og blómin vöknuð af næturdvala. Það var gaman að vera morgunsins maður, sjá morgunljómann á þjóð og landi. Ur mörgu nýju að velja er vandi, ég varð þá tíðum sem hestur staður, er fleygja skyldi því góða, gamla, og gegn því hefi ég reynt að hamla. Það mun gaman að vera morgunsins maður, er morgunn eilífðar dagsins ljómar. Þá fylla sál mína hreinir hljómar, og himinninn verður minn dvalarstaður. Þá lít ég Jesúm, það ljósið skæra, og lofgerð honum mun ávallt færa. „ÞEGAR EG FÆ TOM, . . . (Felix landstjóri) Glaða barnið, gullið mitt, Guð vill eiga hjarta þitt, blessa vill hann bernskuævi þína. - Ég þarf að stökkva, stíma, standa á höfði og glíma. Ég hef ei tóm og hugsa um sálu mína. Fagra æska, frjáls og ung, fmnst þér námsins byrði þung? Fel þú Guði framtíð, sálu þína. - Við margt ég þarf að leggja mig í líma: lærdóm, knattleik, dansinn. Engan tíma hef ég til að hugsa um sálu mína. Ungi maður, unga mær, er þér Drottinn Jesús kær? Viltu helga honum sálu þína? - Ég brenn af ástar bríma, blátt áfram hef ei tíma til að hugsa hót um sálu mína. Kæri herra, heiðursfrú, hallar degi lífsins nú. Viltu gefa Guði sálu þína? - „Það liggur við mig langi til að kýma! Mér lífið gefur ekki nokkurn tíma! Ég hef ei tóm að hugsa um sálu mína.“ Elli, nú er komið kvöld, kaldur dauðinn tekur völd. Fel þú Kristi að frelsa sálu þína. - Borið hef ég baggann minn, bera skal hann enn um sinn! Aldrei hef ég hugsað um sálu mína. Bak við luktar dauðans dyr dæmdur maður skelfdur spyr: Mun mér aldrei miskunn Drottins skína? - Heyrist út um aldageim og um myrkan kvala heim: Of seint, of seint að hugsa um sálu sína. - - Kom til Jesú, kom í dag, kom og trygg þinn sálarhag, Jesú fel að frelsa sálu þína. Hann þér gefur lífsins ljós, líka sinnar elsku rós. „Frelsari minn, ég fel þér sálu mína.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.