Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 27

Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 27
27 þér elskið hver annan á sama hátt og ég hef elskað yður; - að þér einnig elskið hver annan. Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til ann- ars.“ (Jóh. 13. 35.) I 2. bréfí Jóhannesar 5. grein lesum við: „Og nú bið ég þig, frú mín góð, ekki svo sem ég skrifi þér nýtt boð- orð, heldur það, er vér höfðum frá upphafí, að vér skulum elska hver annan.“ Það ætti blátt áfram ekki að vera rifrildi, stælur og haturslegt tal hjá meðlimum sömu fjölskyldu, heldur ekki innan kirkjunnar eða annarra kristinna samfélagshópa. I fyrsta lagi, það auðgar mjög líf okkar að elska og vera elskuð. Náunginn, sem alltaf er að þræta, alltaf háðskur og gagnrýninn, hann fer mjög á mis við þann frið, gleði og unað, sem gæti verið hlutdeild hans. I öðru lagi, ef við elskum hver annan, höfum við mikil áhrif á aðra með fyrirmynd okkar. Aftur og aftur leggur ritningin á það áherslu, að við krismir menn, elskum hverir aðra. Fegursta kaflann í öllum bókmenntum heimsins er að finna í þrettánda kafla fyrra bréfsins til Korintumanna. Hann er allur um kærleikann. Það er ekki sóun á tíma, að hann sé lesinn. Fyrra Korintubréf 13. kafli. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp, hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, - en samgleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, en hvort sem það nú eru spádómsgáfur, þá munu þær líða undir lok, eða tungur, þær munu hætta, eða þekking, þá mun hún líða undir lok. Því að þekking vor er í molum, og spádómur vor er í molum; en þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. Þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Því að nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþckkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. 5. KAFLI. Heima á búgarðinum. Dr. Bill Rice ákvað að flytja í sveitina. Hann keypti bú- garð. Þar var mikið landflæmi og víða vaxið stórum skógi. Allstórt stöðuvatn var þar, en líka grasgefið gróðurlendi. Þarna ákvað hann að stofna sumardvalarstað fyrir stálpuð börn og unglinga. Einkanlega snerist hugur hans að því, að þarna gætu komið heyrnar- og mállaus böm. Þeim yrði kennt fingramál, sem kunnu það ekki áður, og fluttur gleði- boðskapur Jesú Krists, svo þau gætu snúið sér til hans. Líka gætu aðrir unglingar komið og verið þar á öðrum tímum. Starfið er rekið á þeim grundvelli, að aldrei er beðið opinberlega um gjafir eða styrki. Guði einum eru gerðar kunnar þarfirnar. Hann bætir alltaf úr þeim. Elsta dóttir þeirra Rice-hjónanna missti heyrnina, þegar hún var smábam. Þetta var i venjulegum augum ógæfa. En upp úr þessu spratt þetta dásamlega starf. - Heldur nú sagan af Noel áfram. Er Noel hélt áfram að vaxa, varð það augljóst, að ekki var hægt að hafa hann í lítilli þriggja herbergja íbúð. Afríkanskt ljón er ekki nein smáskepna. Fullorðið karlljón getur orðið um 182 kg. að þyngd, en kvenljón um 135 kg. Ef óþægindi fylgdu því, að Noel væri í húsinu, var það þó jafnvel verra, að hann væri utanhúss. Mánuð eftir mánuð þyrptist fólkið í Murfreesboro heim til okkar til að sjá „ljón.“ Nálega á hverri stundu dagsins gátu komið frá tíu upp í tvö hundruð manns í hópum í garðinn. A nóttunni var heldur ekki óvenjulegt, að einhver knýði dyra og fræddi okkur um það að Tilley frændi væri komin í heimsókn og mundi þykja mjög gaman að sjá heimilisljónið okkar! Oft- sinnis knúði fólk alls ekki á dyr, heldur gekk beint inn með ljósmyndavélar og glampaljós. Við ákváðum því, að Noel skyldi fá heimili á búgarði. Veiðar Noels. Veiðihvötin var mjög sterk í Noel. Alltaf var hann að reyna að veiða fugla, kanínur eða íkorna. Þegar hann hafði komið auga á eitthvert dýr, vissum við það alltaf með því að horfa á halann á honum. Hann tók þá að sveifla honum fram og aftur. Hraðinn jókst eftir því, hve dýrið eða fuglinn var nálægt honum. Eftir því sem ég veit best, veiddi hann aldrei neitt. En ekkert geðjaðist honum betur en þessar „veiðar." Þegar við fórum á hestbak, tók ég Noel með og reiddi hann fyrir framan mig. Honum geðjaðist það ekki, og hestinum ekki heldur! En Noel og Super nutu þess í ríkum mæli að hlaupa með okkur, sem vorum á hestbaki. Stundum fór Noel út í skóg- inn og sást þá ekki í kannski hálftíma. Stundum hafði ég áhyggjur út af því, að hann hefði kannski villst. Skógurinn okkar var eins þéttur og nokkur afríkanskur kjarrskógur getur verið. En fyrr eða síðar kom hann og slóst í fylgd með okkur. Einn af uppáhaldsleikjum hans var að þjóta niður veginn eða slóðina á undan okkur, fela sig síðan í kjarrinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.