Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 58

Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 58
58 NORÐURLJÓSIÐ Hann ætlaði að bíða, þangað til skólinn væri búinn og sjá til, hvort hann gæti ekki aukið meir persónuvináttu. Gillian og Davíð höfðu einu sinni boðið Önnu heim, og það hafði ver- ið mjög skemmtilegt kvöld frá öllum sjónarmiðum. Ef til vill væri hægt að fá þau til að bjóða henni aftur. Langa sum- arleyfíð gæti gefíð þeim tækifæri að ganga saman um heið- arnar, ferðalög til Whitford, smávegis útiferðir, sem gætu leitt til stærri atburða.. Þá mundi hann eftir öðru. Gillian hafði minnst á þá stað- reynd, að ungfrú Grant hafði ekki ennþá tekið sér sumarfrí. Ef til vill átti fólkið hennar heima svo langt í burtu, að ekki væri hægt að skreppa snöggvast til þess. Ef til vill færi hún til þessa fólks. Eða, ef hún ætti engin náin skyldmenni, gæti hún hafa verið að safna sér fé til utanferðar. Þegar hann að lokum fór í rúmið, velti hann sér og bylti órólega. Ætti hann að fara eða vera kyrr og freista gæfunnar? Það gæti verið skynsamlegast að fara, en var það hægt? Hann vissi nú, að aðdráttaaraflið var ekki hárið og augun, sem toguðu í hann. Það var eitthvert djúp í Önnu sjálfri, sem ekki var unnt að kanna, eðlisfar og persónuleiki, eitthvað sem mundi kalla á hann, hvort sem hárið væri grátt eða augun myrkvuð. Um morguninn hafði hann ákveðið að gera enn eina tilraun að rjúfa virki hennar. Tækist það ekki, ætlaði hann að fara til Ástralíu aftur. Námstímabilinu lauk með viðhöfn. Hljómleikar voru haldnir og sýning á handavinnu nemenda. Er klukkan var hálffjögur, var skólastofan þögul í sólskininu. Hamish dundaði í Steinhúss-garðinum, uns honum tókst að losna við heimilisbörnin og Bess. í þetta skipti þráði hann ekki félagsskap þeirra. Hann gekk að hliðinu og skyggndist upp og niður veginn. Hann ætlaði að fara að ganga yfír hann, þegar hann heyrði bamsrödd kalla til sín. Hann sá Janice McLaren húkandi á steingirðingunni, og telpan veifaði til hans. „Halló, Janice! Bíður þú eftir föður þínum?“ Hún hristi höfuðið. „Nei, pabbi er í Glasgow. Ungfrú Grant tekur mig með sér, og það kemur mjög á óvart. Ungfrú Grant segir mér, að pabbi ætli að gefa mér nýja frænku, og þá verðum við nærri því virkileg fjölskylda aftur. Þessi orð lustu Hamish eins og köld hönd á andlitið. Janice leit upp. Klukkan var rétt að byrja að slá. „Hún er sjö, svo að ég verð að fara núna. Ungfrú Grant sagði mér að koma klukkan sjö. Eg var svo áköf, að ég kom fyrr.“ Hamish horfði á barnið þjóta á milli trjánna og yfír leik- völlinn. Þessu var þá svona farið. Andartak greip hann reiði. Þar næst varð hann yfirbugaður af kaldri tilfinningu tjóns. Hann snéri sér snöggt við, skálmaði upp veginn og út á heiðarnar. Rökkur var komið, er hann snéri aftur. Hann var einbeittur á svipinn, en fölur. Gillian og Davíð litu hvort á annað. Hamish var ekki lengur litli bróðir, sem varð að hugga og setja heftiplástur á. Hið eina, sem þau gátu gert fyrir hann nú, var að biðja og bíða. 8. KAFLI. Endaalokin. Þegar Anna snéri heim frá Glasgow viku síðar, varð hún fyrir vonbrigðum, er hún sá, að Steinhúsið var lokað, nema vegna handlækninga. Það var lítill, vélritaður miði með til- kynningu um símanúmer læknisins og hvenær hann kæmi í handlækninga-deildina. Þegar fjölskyldan kom heim aftur, horfði Anna í laumi yfír um frá stigapalls-glugganum. En herra Brown sást ekki. Ekki var þar heldur nokkurt orð frá honum. Hvers vegna ætti það að vera þar? spurði hún sjálfa sig grimmdarlega. Sumarleyfið var senn á enda. Anna sá, að hið eina, sem hún gæti gert, væri að semja sér stranga dagskrá og leggja þar við sæmd sína, að hún fylgdi henni. Hún fór í gönguferðir. Hún vann í garðinum. Hún keypti efni í gluggatjöld og hafði þau tilbúinn, er fyrstu merki þess sæust, að tekið væri að kólna í veðri. Hún knúði sig til að bíða í nokkrar mínútur, er hún vissi, að pósturinn var kominn. Þegar hófst nýja kennslutímabilið, tók hún sjálfa sig ennþá fastari tökum. Það hafði engin Hamish Brown verið innan sjóndeildarhringsins, þegar hún kom þarna fyrir einu ári. Hún hafði aldrei þráð, að hann kæmi. Hún hafði þráð skóla, þar sem aðeins væri einn kennari. Hún hafði fengið það, sem hún vildi. Eigi að síður óskaði hún þess, að Hamish hefði verið kyrr í Ástralíu og aldrei komið nálægt staðnum. En hann hafði komið og raskað ró hennar. Nú velti hún fyrir sér, hvort hún væri hin sama Anna Grant, sem hún hafði verið fyrir einu ári. Kennslu-tímabilið fyrsta var nærri því hálfnað, þegar Bess kom einn morgun með miða frá frú Barr. Á honum stóð, að foreldrar Bess höfðu flogið frá Ástralíu. Hún mundi hitta þau næsta dag og fara heim með þeim. Sjáan- lega var Bess mjög spennt, en Önnu fannst, að nú væri síð- asti hlekkurinn brostinn. Morguninn eftir gat hún ekki komist hjá því að sjá, að mikið stóð til hinum megin, því að fjölskyldan ætlaði sjáanlega að fylgja Bess fyrsta áfangann á ferðalagi hennar. Litla stúlkan hafði sagt henni, að hún flygi ein til Lundúna í umsjá flugfreyjunnar. Framundan lá veturinn, hráslagalegur og kaldur. Daglega kæmu börnin á forugum skóm og sjúgandi upp í nefið, subbulegt, rakt loft úr blautum yfirhöfnum, drungalegt loft og reykinn úr reykháfnum. „Ónæðis Hamish! Ónæðis! Ónæðis! Ónæðis!" gaus út úr henni, og henni fór að líða betur. Hún hló að sjálfri sér og setti trjábúta á arineldinn í setustofunni. Hún ákvað að koma skipulagi á bækurnar sínar allar og flokka þær eftir efni. Bækur voru hið eina, sem hún lét eftir sér að kaupa. Eftir smástund sat hún á gólfínu umkringd af haugum af bókum. Sumar voru í kápu, aðrar innbundnar. Þarna voru ævisögur og skáldsögur og skóla-uppsláttarbækur og guð- rækilegar bækur, gamlar skólasögur og uppáhalds bækur hennar í bernsku. Hún barði rykið úr þeim af kappi, greip niður í þær öðru hvoru, kýmnisögur, vinalegar uppáhalds- greinar, gagnlegar athugasemdir hér og þar. Stundirnar liðu, og spennan hvarf úr henni, þar sem hún lá saman hnipruð á gólfínu innan um þessa trygglyndu félaga sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.