Norðurljósið - 01.01.1979, Blaðsíða 14
14
NORÐURLJÓSIÐ
Við Jennifer höfðum verið eð undirbúa hádegisverð.
meðan við gerðum það, ræddum við þá spurningu, sem hún
ætlaði að bera fram um kvöldið. Hún var þessi: „Hvers
vegna verða saklausir að líða með sekum?“
„Eg er að hugsa um alla þá þjáningu, sem þetta stríð bak-
ar gömlu fólki og litlum bömum,“ sagði hún. „Við hugsum
til fólksins í Póllandi. Eg get skilið, að við verðum flest að
líða, og eins og Prófessorinn sagði, þörfnumst oft þján-
inga til að leiða okkur til Guðs. En hvers vegna saklausum
smábörnum skuli vera slátrað, það er ofvaxið skilningi
mínum. Eg veit, að ég mundi ekki haga þessu þannig.“
Eg leit á Jennifer. Hún var svo skrýtið sambland af trú og
vantrú, erfitt var að segja, hvor réði meiru hjá henni. Hún
gekk að útvarpinu og kveikti á því. „Við gætum heyrt
tímamerkið. Ég held, að þessi klukka sé of sein.“
Hún var það. Um leið og Jennifer þagnaði, heyrðist til
þulsins, sem var hálfnaður með yfirlit fréttanna. „Flota-
málaráðuneytið harmar að tilkynna, að herskipinu
„Sidney“ hefur verið sökkt af óvinum. Óttast er, að tals-
vert margir hafi farist. Nánustu ættingjum hefur verið
tilkynnt þetta.“
Svört og grimmúðug hönd stríðsins teygði sig fram og
greip í mig. „Sydney!“ Frú Fairlie og kornabarnið hennar!
Ég man, að ég heyrði hringt dyrabjöllunni. Einhver fór til
dyra. Ég man líka, hve fljótt komu tár í augu Jennifer. Hún
gekk til mín og greip í hönd mér. Þá virtist koma langur
tími, þegar ekkert gerðist, nema sorgin virtist þrýsta okkur
niður. Ekki varð flúið frá henni. Ég vissi, að þess var engin
von, að frú Fairlie fengi í þessu lífl að sjá manninn sinn
aftur, sem hún elskaði svo innilega. Hvemig gæti hún
afborið þetta? Hvemig gætum við sagt henni það?
Ósjálfrátt slökkti ég á útvarpinu og gekk niður til
herbergis frú Fairlie. Hugur minn var á sljóvan hátt að
glíma við, hvað ég ætti að segja. Enginn var þar. Ég ætlaði
að fara að snúa við og fara inn í eldhúsið, þegar ég heyrði
grátstunu og síðan aðra, hljóð sundurmarinnar konu. Þau
komu úr biðstofunni, þar sem frú Fairlie hafði dvalið fyrstu
nóttina hjá okkur.
Ég fór inn og lét hurðina aftur á eftir mér. Þar sat frú
Fairlie. Höfuðið hvíldi á örmum hennar og grannvaxinn,
lítill líkami hennar skalf af sorg, sem hún réð ekkert við. A
gólfínu við fætur hennar lá appelsínugult umslag.
8. KAFLI.
Heilabrot Jennifer
„Rödd hennar var nærri aumkvunarverð, er hún
sagði: „Ég er ekki nærri því eins mikill sjálbyrg-
ingur og ég var, prófessor, - ekki nærri því
„Þú skilur það, Jennifer, að við verðum í auðmýktar anda
að fást við þessa spurningu, ekki í þeim ögrandi uppreisnar
anda, sem þú hefur borið hana fram.
Ég veit vel, góða mín, hve mikið hefur reynt á hjarta-
gæsku þína í kvöld. En engar raunir, hve sárar sem þær em,
réttlæta uppreisn gegn Guði.“
Löngum og sorglegum degi var að ljúka. Við höfðum
komið frú Fairlie í rúmið, þar líknaði svefninn henni.
Eldhússtúlkan hafði fylgt dæmi hennar, þegar. Kvöld-
verðurinn, sem við gátum ekki neytt, hafði verið borinn á
brott.
Pétur hafði horfið upp á loft. Maðurinn minn hafði þurft
að sinna neyðarkalli. Við Jennifer sátum saman og horfðum
í eldinn. Þá gekk prófessorinn allt í einu inn. Við höfðum
báðar gleymt því, að það var þriðjudagur.
„Hún er sofandi núna,“ sagði ég honum. „Þetta var
hræðilegt áfall. En þó að sorg hennar hafí verið svo mikil,
hefur trú hennar ekki bifast.“
„Hún mun ekki gera það,“ svaraði hann. Ég held, að
hann hafi ætlað að segja meira, en þá greip Jennifer fram i
fyrir honum. Augu hennar voru vot af tárum, og rödd
hennar skalf:
„Prófessor, hvemig getur Guð látið hana þjást svo
mikið? Hún er svo sannkristin. Ef hún hefði gert eitthvað,
sem verðskuldaði þetta... en það hefur hún ekki. Hvemig
getur hann.... ?“
Prófessorinn hafði mælt til hennar ávítunarorð. Þau
virtust sefa uppreisnaranda stúlkunnar. Reiðin í augum
hennar fór að hverfa. Hún hlustaði róleg, er hann hélt
áfram:
„Þetta er ævaforn spurning: ,Hvers vegna verða hinir
saklausu að þjást með hinum seku?‘ Ef við berum hana
fram í anda sannrar leitar, þá getum við fundið svarið. Það
er í raun og veru mjög blátt áfram. Við erum hluti af
mannkyninu, og í því er sumt okkur öllum sameiginlegt.
„Þjáningin,“ hélt prófessorinn áfram, „er eitt af hinu
sameiginlega. Við getum ekki umflúið hana og ættum
ekki að vænta þess, að við getum umflúið hana. Við njótum
þeirra gæða að vera mennskar verur, svo að við verðum að
taka þátt i þjáningum mannkynsins. Við getum ekki lifað út
af fyrir okkur. Við getum ekki lifað sjálfum okkur. Við erum
hluti af heild. Þess vegna tökum við þátt í bæði gleði og
sorgum heildarinnar.“
„Þjáning,“ hélt prófessonrinn áfram, „er eitt af hinu
sameiginlega. Við getum ekki umflúið hana og ættum ekki
að búast við því. Við getum ekki lifað afsjálfsdáðum, svo að
við getum ekki lifað sjálfum okkur. Við erum hluti af heild,
svo að við eigum hlut í gleði og sorgum heildarinnar. Er það
ekki rökrétt?"
Jennifer kinkaði kolli. Prófessorinn horfði á hana og
sagði: „Ég hef stundum hugsað, Jennifer, að þú hafir
fremur ranga hugmynd um vegu Forsjónarinnar með
mannkynið. Þú ert gædd skarpri réttlætiskennd. En þú
lætur hana ganga of langt í þessu tilfelli. Hugmynd þín er
þessi: Frú Fairlie er sannkristin. Þess vegna hefur Guð ekki
rétt til að láta hana taka þátt í sameiginlegum þjáningum
mannkynsins. En við höfum enga tryggingu fyrir þessu í
biblíunni. Guð hefur aldrei gefið fyrirheit eða bendingu í
þá átt, að kristin trú vor sé nokkurs konar loftvarnabyrgi til
að skýla oss. Gagnstætt þessu varar hann okkur við í
ritningunni og segir, að margs konar erfiðleikar og
þrengingar munu mæta fólki hans. En hann gefur okkur
fyrirheit um styrk til að sýna trúfesti, meðan við göngum í
gegnum þær.“
„Þú skilur,“ hélt hann áfram, „hve ólík yrðu áhrif