Heimskringla - 01.06.1911, Qupperneq 6
Bls. 6 WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1911.
HB1MSKS.1NGCA
BOÐSBRÉF.
Ilndirritaður hefir í hyggju, að
í^fa út mánaðarrit á íslenzku með
skemtisögum, fræðigreinum, rit-
gerðum og, ef nógu margir áskrif-
endur fást, með myndum. I/esmál
.verður þrjár arkir á mánuði, eða
48 blaðsíður í stóru 8 blaða broti.
iFrágangur og mál verður vandað,
sem kostur verður á. Engar deilu-
greinir um trúmál, pólitík tða
önnur efni.
Verð ritsins verður $1.50 á ári.
A að byrja seinni part sumars.
Magnús J. Skaptason
Winndpeg, Man., 1. mai 1911.
ISLENZKAR BÆKUR
Eg undirritaður hefi (til sölu ná-
lega allar íslenzkar bækur, sem til
eru á markaðinum, og verð að
hitta að Lundar P.O., Man.
Sendið pantanir eða finnið.
Neils E. Hallson.
t*að er alveg'víst, að
Það borgar sig að aug-
lýsa í Heimskringlu.
Piano kensla.
Hérmeð tilkynnist að ég
undirskrifuð tek að mér, frá
þessum ttma, að kenna að
spila á Piano. Kenslustofa
mfn er að 727JSherbrooke St.
Kenslu skilmálar aðgengi-
legir. Talsími Garry 2414.
Sigrún M. Baldwinaon
A. S.TORBERT'S
RAKARASTOFA
Er 1 Jimmy’9 Hótel. Besta verk, ágœt
▼erkfœri; Rakstar 15c en Hárskuröur
25c. — Öskar viöskifta íslendinga. —
JlMMY’iS HOTEL
BEZTU VÍN OG VINDLAE.
VÍNVEITARI T.H.FRASER,
ÍSLENDINGUR. : : : : :
dames Thorpe, Eigandí
MARKET HOTEL
146 Princess St.
á móti markaönnn.
P. O'CONNELL, elgandi, WINNIPEG
Beztu tegundir af vínföngum
og vind um, aðhlynning góð,
húsið endurbætt
Woodbine Hotel
466 MAIN ST.
Stiivsta Filliard Hall i NorBvostnrlandirr
Tlu Pool-horö.— Alskonar rfno« vindlsr
Glatinx og fæöi: $1.00 á dag og þar yfir
Lennon A lieuiu
Eigendur.
JOHN DUFF
PLUMBER, GAS AND STEAM FITTEE
Alt ve*k vel vandaö, og veröiö rétt
664 Notre Dame Av. Phone Garry 2508
WINNIPEG
Heiðrík nótt.
Nú á maí-himni háum
heið er ríkir nótt,
yfir fold og unnum bláum
alt er kyrt og hljótt.
Stilt í geymi stjörnur loga, —
stafa vötn og sund.
Norðurljósa- breiðra -boga
bjarma slær á grund.
Heyrðu, vinur ! Vökum, sveigjum
vanans- út af -traut.
Lyftum huga, er vér eygjum
uppheims sala skraut.
þegar ímynd alls hins sanna
okkur blasir við, —
höfum vér í hugmyndanna
heimi stœrra svið.
Finst þér ekki áhrif streyma
alheims veldi frá ?
Finst þér ekki hærri hreima
hrannir til þín ná ?
Finst þér ekki að þú sjáir
æðri ljós í kvöld? ;
Finst þér ekki að þú þráir
eitt'hvað bak við tjöld ?
Látum nti hið lága, smáa
lig'g'ja kyrt í tlund ;
tindrumst nú hið helga, háa
hljóðir litla stund. —
Sástu nokkuð sclum fegra,
svásra’ en hvelfing blá ?
Manstu nokkttð mikillegra
merki guði frá ?
það er boð frá hæðum hæða
hér til vor á storð.
þaö er kafli þungra fræða,
þrungin krafti orð.
það er ljómi lífsins kjarna,
ljóss, er þráum vér.
það er guðlegt bros til barna, —
bending þér og mér.
Gleðjumst því og ljúfir leitum
lífsins hærra máls.
Athugunar afl vort þreytum ; —
andi vor er frjáls.
þótt að skifning skorður settar
skyggi’ á margt um stund,
sei'.ma liggja leiðir réttar
ljóssins beint á fund.
Enn vér skiljum ei ’ið háa,
afl, né tíma og rúm ; —
hér oss villir, veika’ og smáa,
vanþekkingar húm.
Mikli, göfgi gramur sóla ! —
gefðu’ oss ljós með þér ;
sefctú oss í aeðri skóla
eftir líf vort hiér.
Kristian Johnson.
Lárus Guðmundsson!
þú ert ekki “leirskáld”, en þii
ert “leirvellari”. það sýnir grein
þi-n í Heimskringlu um skáldskap
þ. þ. þorsteinssonar.
þiú segdr, að það sé ekki he:l br’i
í skáldskap þ.þ.þ. þaÖ er máske
fyrirgefanlegt, að þú getur ekki
séð rétt. þú ert mesti asninn, sem
sparkað hefir í dálkum Heims-
kringlu, og er þá mikið sagt.
Næst þ«gar þér dettur eitthvað
í hug, svipað því, sem þú sýndir
okkur í síðustu Ileimskringlu, þá
hafðu það yfir í hljóði, með sjálf-
um þér að eins. Slíkt bull um
heiðvirða, efnilega og viðurkenda
menn — viðurkenda sem skáld af
þeim,|sem vit hafa á, — er óheyri-
legt og ætti ekki að fá rúm í
neinu heiðvirðu blaði.
það má búast við því, að þú
reynir að æla einhverri leðju yfir
m i g , ef þú færð tækifæri i nokk-
uru blaði til sliks, — í Lögberigi
færðu það ekki, mér þykir vænt
uffl það —, og gerðu svo vel, ef
þér sýnist svo ; en ég skal ekki
eyða neinu rúmi í frétfcablöðum til
þess'að svara þér, það máttu vera
viss um.
Samt sem áður, þegar þú næst
kemur fram á ritvöllinn í sama
ham og í síðustu Ileimskringlu,
skial ég reyna að gera þér eftir-
minnilega ráðning ð ednhvern háfct.
, • J. Eirikson.
Sá veit gjör sem reynir.
Herra ritstj. Hkr.'
Viljið þér ljá þessum fáu línum
rúm í blaðinu yðai,
það var þann 23. tnarz sl., að
ég varð fyrir því sviplega slysi, að
lenda með vinstri hendina í ‘Rol-
ler’ myllu, svo af varð að taka
hana, um það hálfa,— eftir að
eins einn fingur.
En erindi mitt til blaðsins er
ekki til að segja frá þessu, nema
af því það hefir leitt mig út í
sérstakar hugfeiðingar, um það,
hvort ég ætti virkilega að þakka
guði fyrir meiðslið eins og fyrir
fólkið, og komst ég að þeirri nið-
urstöðu, svona þegar ég hafði svo
gott næði til að hugsa, að ég ætti
bara að þakka guði fyrir fólkið,
en kenna sjálfum mér um meiðslið
— það var eins og heila nágrennið
hefði meðlíðun með mér, var að
koma til mín og vera hjá mér á
víxl, bœði dag og nótt, í meira en
mánuð, þangiað til ég komst á fæt
ur aftur. Og svo þar ofan á gaf
betta nágrannafólk mitt mér mik-
iQ á annað hundrað dollars, sem
borgaðist með að mestu öll læk;i-
ishjálp og meðul. Ég sendi ekki
blaðinu nöfn þessa fólk, því mér
finst að ég með því eins og fleygði
þeim út í veður og vind ; befði
þau þá ekki eftir fyrir mig sjálfan,
eins og ég nú hefi — þess eigin-
handar nöfn, sem ég ætl i aldrei að
láta glatast.
það hefir kent mér dýrmæta lex-
íu, fólkið. Já, kaera þökk til þess
a’ls. Peninigarnir komu sér vel,
•eins og á stóð, en þó hefði ég
friemur komist af án þeirra, en
góöhtigsins, sem þeim fylgdi, og
ég befði valið það síðarnefnda, ef
ég hefði átt einungis annað að fá.
þetta er það, sem mér finst ég,
þekkja á, hvað er það sann-guð-
lega, og þurfi ekki framar vitn-
an;va við. En sumir segja með á-
herzlu, a/ö engir gieti þekt það,
nema þeir sem trúa rétt, hvað
sem öllu öðru líður, og út af því
er deilt. Sumir geta trúað svona,
aðrir hinseginn, ea allir geta unnið
saman að líknsemi, eins og ég hefi
dæmið aí, — ‘agnostic-inn’ eins og
sá rétt-trúaði, nýiguðfræöissinnina
eins og sá katclski, tJnítarinn eins
og sá, sem hnýsist inn í andafræði.
Af hverju veit ég að fólkið hafi
alt verið með samskonar hug ?
Af þvi það gerði alt án verðskuld-
unar eða launa-vonar frá minni
hendi. Og meira : það vissi ekk-
ert eða spurði mig um, hvort ég
tryði því, að það vildi og gæti
verið svona vænt eins og það
reyndist ; — alt var skilyrðislaust.
Meira en sumir kennimenn gefa
von um frá skaparans hendi (ef
ekki er trúað rétt). En hvað er að
trúa rétt ? Svo sem eins og það,
að guð 'hafi verið valdur að þessu
meiðsli mínu, ekki síður en góð-
hugi fólksins til mín til að bæta
mér og græða.
En því >er ég að eyða mörgum
orðum um þetta ? Af því að ég
hefi komist að þeirri niðurstöðu
fyrir mig, að allur trúarágreining-
ur og mannskiemdir, sem af því
hafa stafað í nútí'ð og svo langt
til baka, sem augað eygir, stau'ii
á þessum tveimux trúm. Annars
vegar, að guð misþyrmi og hafi
látið misþyrma og deyða, og það
sé til að framleiða blessun mönn-
unttm til handa einhvernveginn ; —
mönnum sé ekki ætlað að skilja
neitt í þessu, bara trúa þvi, ann-
ars fari alt illa, þá yfirgefi prnð
slíka trúleysingja. Hins vegar er
því ekki trúað, að guð liafi þurft
eða þurfi að misþyrma eða deyða,
eða gerast valdur að því, til þess
með því að framledða Hessunarlíf
til handa börnum sínum ; og því
síður þegar engin.n á að geta
blessast með því — nema hann
trúi þessu. — þessar tvær trúar-
skoðanir framleiða ólíkar hvatir,
þegar veruleg alvara er með þær.
Af þeirri fyrnefndu er sterk hvöt
til að misþyrma (nú á tímum
andlega) þeim, sem ekki trúa rétt
eins og guð vilji, hvað sem öllu
öðru líður. Hin síðarnefnda fram-
leiðir sterka hvöt til að vera at-
hugtill, læra af reynslu og ásaka
ekki fyrir svona eitthvað, sem
ekki er hæigt að vita hvað er, en
timfratn alt að trúa á guð, og
því. að maðurintt frá hans hendi
hafi cfni til að vaxa og skilja æ
betur og betur það sem til friðar-
ins heyrir, hvað sé sannleikur og
hyggindi, sem í hag koma.
T'horgils Halldórsson.
Mountain, N.D., 24. maí 1911.
að fá HEIMSKRINGLU heim til þfn vikttlega árið
umkring, Það gerir engart mismun hvar í heiminum
þú ert, þvf HEIMíáKRlNGLA mun rata til þín. Þú
hefur máske ekki tekið eftir þvf, að vér gefum þér
$1.00 virði af sögubókum
með fyrsta árgangum. Skrifið eftir HEIMSKRINGLU
nú þegar, til P.O. Box 3083. YVinnipeg, Man.
o)ö<b
THE DOMINION BANK
30RNI NOTRE DAME AVENUE OG SHERBROOKE STREET
Höfuðstóll uppborgaður : f4,000,000.00
Varasjóður - - - $0,400,000 00
Vér óskum eftir viðskiftun verzlunar tnanna og ábyrgumst ati gefa þeim
fulinætíju. ó’parisjóðsdeild vor er sú stæista sem nokKur banki hefir í
borgnm.
Ibúeudur þessa hluta borgarinnar óska að skifta við stofnun sem
þeir vita að er algeriega tiygg. Nafu vort er full rygging óhlut-
letka, Byijið spari mnlegg fyrir sjalfa yðar, komu yðar og börn.
l’lioiie tíarrj' 31)0 Svott Bnrlotv. Ríðsmaður.
V í 111 T* TTI M ifSll r er varkár með aö drekka edn-
T liitiuui göngu HREINT öh Þér
jafna reitt yður á
DREW.RY’S
það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu
úr Malt og Hops. Biðjið æ.tíð um bann.
E. L. DREWRY, Manufacturer, Winnipeg
STRAX
í DAG er bezt að GERAST KAUPANDI AÐ HEIMS-
KRINGLU. — ÞAÐ ER EKKl SEINNA VÆNNA.
TEKIFERANNA LAND.
Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu yfir-
burða, sem Manitoba fylki býður, og sýnt, hvers-
vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, Settu
að taka sér bólíastu innan takmarka þessa fylkis.
TIL BCNDANS.
Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani-
toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis.
Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar-
mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu
sinriar tegundar á ameríkanska meginlandinu.
TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA.
Blómgancli framleiðslustofnanir í vorum óSfluga
stækkandi borgum, sækjast eftir allskyns handverks-
mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun.
Algengir verkamenn geta^og fengið næga atvinnu með
beztu launum. Hér eru yfirgniæfandi atvinnutæki-
færi fyrir alla.
til fjárhyggjenda.
Manitoba býður gnægð rafafls til framleiðslu og
allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; —
Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auðs-
uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Agæt sam-
göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi
bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð-
æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og
starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum
að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk-
un. — Til frekari upplýsinga, skrifið :
JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont.
JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, Man.
A. A. C, LaRIVIERE, 22 Alliiance Bldg., Montreal,
J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba,
J. J. GOLIIEN,
Deputy Miiiister of Agriculture and Immigration.'Winn’peg
fittareinkenniS
63
Samt sem áður þorði hann engar tilraunir að
gera til að komast að því, hvort ofurstinn hefði áður
verið kvongaður. Hefði hann verið kvongaðnr áð-
ur og eignast einn son eða fleiri í því hjónahandi,
þá var ekki alveg víst, að sú kona hefði verið dáin,
þegar hann kvongaðist í annað sinn, og ef sú kona
hefði þá vertð lifandi, þá var móðir hans ekki lög-
lega gift. þessi mögulegleiki var svo voðalegur að
hugsa um, að hann þorði enga rannsókn að gera.
Innan um þenma efa og ráðaleysi var þó ein
skylda, sem blasti beint við sjónum haus, og það
var, að hann mátti ekki nálgast Gwendoline fyr en
þessi gáta var ráðin. Hann hafði fest ást á henni
sem erfingi að Tilgate, hún hafðt endurgoldið hon-
um hana sem slíkum, og eflaust búist við gæfuríku
hjónabandi, en nú var þetta hreytt ; hann var eða
gat orðið íátaskur aumingi. Ilann var að sönnu
sannfærður um, að hún elskaði hann sökum hans
sjálfs, en hvernig gat hann kvongast allslaus eins og
hann var ? Nei, hann mátti ekki kvongast, og hann
mátti ekki segja Gwendoline ástæðuna vegna móður
sdnnar.
Nolkkrum dögum eftir samtal sitt við föður sinn,
iór hann af stað frá beimili sinu eftir þeim stig, sem
lá ofan í dalinn á landamærum jarðanna. það var
í þessum dal, sem þau höfðu oft fundist. Han;i sett-
ist niður á stóTan stein hjá litlum læk. Klukkan
var 11, og það var á þeim tíma, sem þau voru vön
að finnast þrisvar í viku.
það leið heldur ekki á löngu þangað til hann
heyrði létt fótatak á götunni, og strax á eftir kom
há, lagileg stúlka, með dökkjarpt hár, rjóð í kinnum,
ofan hjallann, alveg eins og hún væri að ganga sór til
skemtunar, án vonar um að finna nokkurn.
“Hva'ð þá, eruð þér bérna, herra Kelmscott?”
sagði hún, þegar hún sá bann, og roðnaði um leið.
64
Sögusafn Heimskringlu
“Já, ég er hér, Gwiendoline”, svaraði Granville
og gat ekki Vvarist að brosa að látalátum hennar.
“Og ég er hér þess vegna, að ég satt að segja bjóst
við að finna yður”.
Alvarlegur á svip tók hann hendi henitar, og
Gwrendoline sneri kinninni að,honum, af því hún bjóst
við hinnm vanalega kveðíjukossi. Granville roðnaði
og sagði :
“Nei, ekki í dag, kœra vina mín. Ó, Gwendo-
line, ég veit ekki, hvernig ég á að fara að segja þér
það, sem ág þarf að segja, það er nokkuð, sem er
sorglegt, — sem mér fellur afar-illa, en ég get þó
ekki útlistað það fyrir þér, af því ég skil það ekki
sjálfur. En ég verð að biðja þig að treysta mét
og trúa orðum mínum”.
Húo settist hjá honum viðstöðulaiist með ná-
bleikt andlit og svaraði : “Við hvað áttu, Gran-
ville? þú veizt að ég treysti þér, hvernig sem alt
veltist, éig ber fult traust til þín, Granville”.
Hann greip hendi hennair og %þrýsti hana með við-
kvæmni. Svo fór hann stamandi og hikandi að
segja henni frá því, sem hann áleit óhætt að segja,
en beiddi bana jafnframt að segja það engum. Ilann
kvaðst ætla sér að koma aftur og finna hana, þegar
hann sæi sér fært að giftast henni. og bað hana að
bíða sín. Svo saigði hann : “Einn einasta koss,
Gwendoline”, — hún fieygði sér grátandi þ faðm hans,
og ánœgjutárin runmi niður kinnar hennar, því nú
vissi hún, að hann elskaði sig eins og áður.
þau sátu lengi og héldu höttdum saman og töl-
uðti um ástir sínar. ' Hún kvaðst skyldi giffcast hon-
um strax, og fylgja honum út í heiminn, ef hann
vildi ; en hann kvað réttara, að bíða með það fyrst
um sinn, en hún maetti fyllilega treysta sér.
Gwendoline svaraði honum með mörgum tárum,
og kvaðst vel vita það,' að hún mætti treysta hon-
Ættareinkennið
65 66
Sögusafn Heimskrfnglu
um. Aftur og aftur kystust þau og kvöddust, en
sögðust jafnframt aldrei geta skilið. En með sjálf-
um sér var Granville ákveðinn í því, að sjá hana
e1'kii aftur, fyr en hann gæti beðið heitnar sem sjálf-
stæður maður.
Grátðydi fór Gweydoline loksins af stað, með
öruggu trausti á trygð hans, og við hverja bugðu á
veginum leit hún aftur og sendi honum fingurkoss.
Niðri i dalnum stóð Granville og horfði á eftir
henni, og þegar hún hætti að líta við, fleygði hann
sér niður og grét hástöfum yfir hinni horfnu æsku-
von.
Gwendoline leit þó enn einu sinni aftur og sá,
hvar Granville lá yfirbugaður af sorg ; hún þaut
þegar af atað aftur til hans, í því skyni að hugga
hann, en Granville þorði ekki að taka á móti hugg-
iniairorðum hennar, samt kystust þau enn þá einu
sinni, í seinasta sinni, og komu sér saman u það
að hittast ajidrei oftar, fyr en Granville kæmi aftur
og væri orðinn ríkur maður. Samt vonuðu þau
hvort fyrir sig, að þau myndu sjást aftnr í sam-
kvœmum, sem þeim yrði boðið að taka þátt í.
XIII. KAPÍTULI.
Viðskifti fyrst.
Bankastjórinn í Drummond, Coutts og Barclays
bankanum tók mjög virðulega á móti Kelmscott
ofursta.
“Fimm mínútur, kæri ofursti minn ?” sagði hann
hlýlega, oig benti honum brosandi að fá sér sæti í
1 hægindastólnum, — “hálfan klukkutítna, ef þér viljið.
Fyrir jafn sjald.gæfa gesti leggjum við alt annríkd ' til
hliðair, og okkur er ánægja í því, að geta gert yður
I greiða”.
I ‘‘Já, yður getur ef til vill fundist erindi mitt und-
arlegt ’, sagði ofurstinn, “og þaS getur verið að það,
sem óg ætla að biðja yður um, heyri ekki yðar
i vorkahring til, svo það hefði máske verið réttara, að
| fela lögmanni mínum umsjón þess. En þó þér getið
ekki sjálfir átt við þetta erindi mitt, þá getið þér
máske leiðbeint mér, hvernig mér verður bezt að
[ baga því annarstaðar”.
Bankastjórinn hneigði sig brosandi.
J Svo byrjaði ofurstinn að segja honum frá erindi
sínti. pað voru tveir ungir menn, Guy og Cyril
1 Warring bétu þeir, annar var blaðritari, hinn málari,
( °K þeir áttu heima í Stable Inn, Holborn — eftir
I þessar upplýsingar var naumast mögulegt að villast
| á þeim — og hann langaði til að vita, hvaða banka
i þeir skiftu við, ef þeir á annað borð hefðu nokkur
bankaviðskdfti. pegar fengin var upplýsing ttm
þetta, vildi hánn að þessi banki legði inn í reikning
bræðranna upphæð, án þess þó að nefna nafn þess
manns, sem péningana sendi þeim, og að því búntt
afhendla þ-eim lokað bréf, sem hefði inni að halda
fyrirskipanir um, hv.ernig pen'ingarnir skyldu notaðir.
Bankastjórinn kvað það heyra sínum verkahring
til, að leggja peninga inn í reikning bræðranna, en að
senda þeim lokað bréf, án þess að þekkja innihald
þess, kvaðst hann halda að ekki heyrði til stöðu
sinnd. En svo gæti verið, að ofurstinn findi önnur
ráð til að koma bréfinu til þeirra.
Ofurstinn var þessu samþykkur, og kvaðst á-
næigður með það, að bankintt' legði peningana inn í
reiknimg bræðranna, og að fyrir þá væri kvittað,
ekki til sín, heldur handa ákv-eðnu merki, sem hann
___I—. I i.