Heimskringla - 06.06.1912, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.06.1912, Blaðsíða 2
S. BLS. WINNIPEG, 6, JÚNI 1912* HE1MSKB.IN GLA Skýring. ‘‘AstaeÖan eina” h.eitir ritstjórn-* arjjrein i Lögbergi nýlega, sem aauðsynlega þarf að svara, vegna þess, að hún hlýtur að tilbúa ran,ga hugmynd uim afstöðu sveit- arþurfalinga i ísleti/.ku mannfélagi, og er þax fyrir utan særandi og ■xneiðandi þung þjóðarásökun. A sama tima, sem Lögberg hneykslast á stórvrðum Heims- kringlu um samskotanefndina 1906, þá hikar blaðið ekki við, að ásaka alla íslenzku þjóðina um óráðvand- lega meðhöndlun gjafafjár til sveit- arómaga frá ómunatíð. þar er sagt beinlínis : að sú regla hafi viðgengist frá ómunatíð á Islandi, að úthluta þeim e k k i gjafafé, sem komnir eru á sveit á annað borð. Ég þekki ekkert dæmi til þeesa, og trúi heldur ekki, að til sé nokk- ■urt dæmi uppá það, fyr en það et sannað, vegna þess að það væri beinn stuldur og skal ég nú fljót- lega og auðveldlega sanna hverju mannsbarni það. Heima á íslandi er allur sveitar- styrkur færður til r.eiknings ár af ári, í því skyni, að sveitarskuldin verði öll borguö á sínurn tíma, ef ske . kynni, að þiggjandanum græddust svo efni, að hann væri á- litinn aflögu fær. Enda eru mörg dæmi til þess, að þiggjandinn sjálfur eða erfingjar hans hafa. að fullu borgað sveitarstyrk. Hver einasti þiggjandi er því auðsælega Á þeim mun minni sveitarskuld, sem honum hefir verið gefið á ! þessu eða hinu árinu, 0g þarf þeim mun minna að borga, ef hann kemst í þá tá. — Ilvað hafa þá samskotaneíndirnar gert, ef nokk- ur dæmi eru til þess, að þær hafi svarað einum þiggjanda því, að hann gæti ekkert fengið af gjafafé, vegna þess að hann þægi af sveit ?. þær hafa orsakað það, að hann er i þeim mun meiri sveitarskuld, sem gjöfinni numdi, og þarf, ef hanu seinna verður þess megnug- ur, að borga þeim mun meiri skuld. lívað hafa þá slíkar sam- skotanefndir gert ? Og bvernig er siðferðisástandi þeirrar þjóðar var- ■ ið, sem iðkar slika meðhöndlun >annara fjár frá ómuna tið ? Nei. iÉg þverneita þessari ásökun fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar. Allar ástæður, sem Lögberg fær- ir fyrir því, að það sé að styrkja sveitirnar en ekki einstaklingana, að gefa þeim, sem þiggja af sveit, eru hraktar með því, sem að fram. an er sagt, nema hvað óbeinlinis hjálp til sveitar getur legið í því, að þiggjandinn aldrei verði fær um að borga sina sveitarskuld. Einsog hér á stendur, er verið að tala um gjafir eða hjálp og styrk tíl nauðstaddra þurfalinga, en ekki reglulegra sveitarómaga, sem enganveginti eru líklegir til að borga sjálfir, og eiga enga að. sem borga mundu fyrir þá. En þó svo væri, þá hafa slíkir menn nógu sárar tilfinningar af ástandi sínu, þó þeim sé ekki talið til skuldar, það sem þeim af hjálpfúsu geði er eftirtölulaust gefið. því það stend- ur ávalt óhrakið, að sælla er að geia en þiggja. E,g vil taka það hér fram, að ég hefi ekki skilið Heimskringlu svo, að hún setti sig á móti samskot- um.meðal íslendinga hér til nauð- staddra systkina heima, heldur svo, aö nú væri tími kominn tif að finna alvarlega að úthlutun þess fjár. Mér þótti hún fara gíf- urlega af stað að ósönnuðu máli, en mcr sýnist nú, að það smám- sarmin vera að koma í ljós, að at- huganir Heimskringlu séu ekki ó- þarfar. Ilin áminsta Lögbergs- grein gengur út frá því sem sönn- uðu máli, að enginn, sem þáði af sveit, hafi orðið aðnjótandi gjaf- anna hér að vestan 1906, og þvkir það mun mannúölegra, aðf hjálpa þeim fátæku, sem ekki þiggja af sveit, heldur en að hugga þá og styrk ja, sem þegar eru upp á sveit komnir. Eftir sama mælikvarða er mannúðlegra, að hugsa eingöngu um að hjúkra þeim, sem komnir eru upp á dekkið, heldur en að ná þeim, sem veinandi fljóta á sjón- um í kring. Slíkum hug»sunarhætti þarf að útrýma, ef hann er annars nokkursstaðar þektur. Ef ritstjðri Lögbergs ætti líð- andi móðir, systir eða bróðir heima á íslandi, sem hann sendir $100.00 að gjöf g«gnum ktinningja sinn, en sá góði herra fengi þá peninga alt öðrum mönnum, af þeirri ástæðu, að móðirin var bvrjuð að þiggja af sveit, þegar gjöfin kom, — hvað mundi ritstjór inn gera? Mundi nokkur maður iíða slíka ráðsmensku ? Og hvers vegna ættu þá margir menn í fé- lagi, að líða^slíkt umtalslaust? íslenzku blöðin okkar gera rétt f því, að gangast fyrir samskotum til bágstaddra systkina okkar heima, en Islendingar hér eiga jafnframt hedmtingu á því, að blöðin vaki yfir því, að gjöfunum sé úthlutað samkvæmt tilgangi gefendanna. Auðvitað gætu landar hér gefið reglur fyrir úthlutun hverrar upp- hæðar, sem þeim er send i því skyni, að hjálpa nauðstöddum, og gæti slíkt, ef til vill, haft blessun- arríkari áhrif á einstaklingana og þjóðina í heild sinni, heldur en í lijótu bragði v.erður séð, — eink- um ef samtök um slikar reglur hér og heima gætu komist á. þegar hjálpa á nokkrum ekkjum druknaðra manna, og sent er jafn- mikið 'fé og gert var 1906, þá ætti slík hjálp að verða að verulegu liði, með bróðurlegum samtökum Og samvinnu, og ættu sveitar- stjórnirnar, að geta staðið sig við, að gefa upp smærri sveitarskuldir þeim ekkjum, sem svo alvarleg til- raun er gerð til að spila fótum undir. Einsog þessi greinarstúfur ber með sér, þá er þetta ekki ritað til a ð hindra nokkurn mann frá, að leggja til hinna nýju samskota, lieldur til að skerpa velsæmistil- linningu hlutaðeigenda, leiða sann- leikann í ljós, og bera af íslenzku þjóðinni blekkjandi ásökun. K a r 1. Sambandsmálið. Saga II. ‘bræðingsins’ í síðasta blaði birtum vér breyt- ingartillögur bræðingsmanna við millilandanefndar frumvarpið og lýstum áliti voru á þeim stutt- lega. En lesendur vorir eiga heimt- ingu á, að fræðast frekar um þetta fóstur bræðingsmanna, og birtum j vér því hér ágrip af ræðu, sem Gísli lögmaður Sveinsson hélt á fundi landvarnarmanna í Reykja- ^ vík þann 26. apríl, orðrétt eftir þjóðviljanum. Er þar rakin saga j bræðingsins ítarlega, og sýnt fram j á, hvaða voði sé á ferðum nái i l>ræðingurinn fótfestu. Ræðumaður þekkir auðsjáanlega sína menn og jer hnxitunum gagnkunnugur. Ágripið, sem þjóðviljinn flytur j af ræðu Gísla er sem fylgir : Kvað hann mönnum hvergi á landinu eins kunnugt um fiokka- drættina og í Reykjavík — þar þektu menn það bezt af sjón og reynd, hvílíkur fjandskapurinn hefði verið, a. m. k. í orði, hvað i það var, er skoðununum skifti, í einu orði sagt, hvílíkt djúp virtist staðfest milli flokkanna : Heima- stjórnarflokksins (sem ísafold alt | fram að þeesu hefði kallað ‘‘inn- limunarflokkinn”) " og sjálfstæðis- flokksins (sem heimastjórnarblöðin hefðn kallað óaldar og fjárglæfra- flokkinn). — það segði Sig því sjálft, að menn hefðu ekki getað búist við neinxi góðu, er þessir flokkar, eða forkólfar þeirra, alt í einu, hefðu farið að hlaupa saman. það hefði Og brátt komið í ljós, að hér var ekki um neitt fagnað- I arefni að ræða, — frá sjálfstæðis- ojr landvarnar-sjónarmiði. Um sögu þessa máls fórust hon- xim þannig orð : Guðm. prófessor Ilannesson hafði fengið þá flugu, að sameina mætti flokkatvx um ]>að mál, er einmitt skifti flokkum |i landinu, sjálfstæðismálið. Hann slepti þessari flugu lausri og nokk- urir meðal sjálfstæðisforingjanna, svo kölluðu, glejqitu hana þegar. Einkum virðist svo, sem Einar skáld IljörLeifsson hafi tekið alveg j sérstöku ástfóstri við þessa flugu — það hefir mátt heyra á orðum j lians og sjá af því, sem hann hefir skrifað í seinni tíð. þeim hafði j liðið illa, mörgum, er næst stóðu : ísafold, alt frá því, er þeir urðu að hröklast frá völdum í fyrra og lekki síst eftir ósigurinn við sein- ustu kosningar, þar sem flokkur- inn var kominn í sjáanlegan minni hluta. Og það er víst, að þeir hafa inargir ekki séð scr á nokkurn i liátt fært, að vera í minni hluta, j ekki á nokkurn hátt borgið með | því, að vera í andstöðu við stjórn landsins. þegar eftir kosningarnar voru margir þeirra óðfúsir eftir því, að fara að m a k k a við Kristján Jónsson ráðherra, — eftir allan kosningabardagann, sem frá hálfu ísafoldar mest hafði snúist gegn honum ; ætluðust þeir tii, að geta með því tekið þátt í stjórn lands- ins með honum, pg það með hjálp hinna konungkjörnu, sem sjálfstæðisforkólfarnir þó mest höfðu ærst út af gagnvart Kr.J.! Ef svona lagað ‘‘makk” hefði kom- ist á, hefði það að vísu mátt heita undur hin mestu og firn, ef það hefði tekist (sem ekki varð), en skfljanlegra var það þó en þaö makk, sem þessir sömu menn/ísa- foldar-liðið), eru nú komnir í við sjálfa heimastjórnarmenn, “upp- kastsberserkina” og “innlimunar- tnennina” (á ísafoldar-máli), og leitt hefir til þess bræðings, sem nú er farinn að verða kunnur. þegar ekki varð komist til vald- anna með Kr. J., var ekki annað fvrir en snúa sér annað — til heimastjórnarmanna, sem nú áttu að taka við stjórn landsins, þar sem þeir voru komnir í meirihluta Og tækifærið til samkomulags gripu sjáLfstæðisleiétogarnir, þótt undarlegt megi virðast, í sam- bandsmálinu. Og ýmsir eru þeir, j sem ætla, að það hafi greitt götu þessa bræðings, að nokkrir af sam- bræðingum (úr Káðum flokkum) voru þegar komnir í annað makk, um kola-einokunina!, Aðal-verkið byrjaði þannig, að Guðm. Hannesson leiddi þá sam- 1 an, nokkra forsprakka heima- stjórnarflokksins og þá Hjörleifs- svni (Einar og Sigurð) og Björns- svni, Isaioldar, (Syein og Ólaf), ásamt föður þeirraT Birni Jóns- j syni, gömluðum og veikluðum. En er þeir voru komnir á stað, létu þeir G. H. eiga sig Og höfðu , hann ekki með i ráðum, — þótt- i ust geta ratað götuna! Og það gerðu ‘‘sjálfstæðismenn” svo trú- lega, að þeir tóku eigi náttstað, iyr en þeir voru kamnir alla leið, \-fir í hinar herbúðirnar. það hefir x erið haft eftir G. H., að bann liafi varað “sjálfstæðismenn” við, að láta Ilannes Hafstein teyma sig of langt ; en svo hafi hann sagt, er hann eftir á frétti, hvað þeir höfðu gert, — að nú hefðu ménnirnir þó látið H. H'. teyma sig í gönurít þennan bræðing frömdu menn í mesta pukri og óskaplegum flýti, sem að eins eitt getur afsakað, en j það er vond samvizka. þeir, sjálf- 1 stæðisforkólfarnir, ráðfærðu sig ekki einu sinni viö flokksstjórn j sjálfstæðisflokksins, enda þótt nokkrir af sambræðingunum væru j úr flokksstjórninni, og þeim kom ekki til hugar, að leita álits j flokksmanna yfirleitt um þetta j mál, sem átti að verða að sam- j komulagi milli flokkanna. þeir j fóru beina leið yfir til heimastjórn- j armanna og höfðu með sér mál- gagn flokksins, Isafold. Sýndi ræðumaður því næst fram á mcð ljósum rökum, að niður- j staða sú, sem þessir bræðings- tnenn hefðu komist að, væri ekk- j ert annað etx uppkastiö alræmda, tnillilandaneíndarinnar frá 1908, ! tneS þeirn breytingum, sem “upp- kastsmenn” sjálfir hefðu gert á j því á þinginu 1909 (minni hluta : breytingarnar), að viðbættu ör- litlu öðru, sem vart myndi til jneinna bóta. Hefðu sjálfstæðis- j menn algerlega yfirgefið sínar fyfri j skoðanir, hopað af þeim grund- velli, sctn þeir hefðu áður barist j á, og allir uppkastsandstæSingar, j þar sem þeir væru nú gengnir inn I á það, að óuppsegjanleg yrðu um j aldttr og æfi þau tvö aðal-málin (utanríkismál og hermál), sem úr j því skæru, hvort um fullvalda ríki væri að ræða eða ekki. Með þessu gir.tu þeir fyrir það, að við gæt- xim nokkurntíma hiigsað til þess, að losna úr sambandinu (skilja við Hani), þar sem lögfesta ætti þessi mál (og þar með ísland) í danska rikinu. Og svo langt lxo]>- uðu ‘‘sjálfstæðismenn” aftnr á bak að þeir gengu að því að geia það eftir, sem' uppkastsmenn vorit horfnir frá á þinginu 1909 ; aö sambandið héti “det danske Mon- arki” (hið danska konungsríki) og að ísland væri í “Statsforbindelse’ (ríkishluta-sambandi) við Dan- mörku. þeir ætluðust til, sem vteri vcrra, en xxppkastið gerði ráð fyr- ir, að 57. gr. stjórnarskrárinnar yrði tekin upp í sambandslögin, og þannig viðurkent íslenzkt sérmál lag»t undir samþvkki dansks ríkis- valds o. s. frv. Og þetta “nýja”, sem nota ætti sem dulu til að breiða yfir stökkið, er “sjálfstæð- ismennf’ hopa frá stefnu sinni, hin- um uppsegjanlega grxxndvelli yfir á hinn ó óuppsegjankg»a uppkasts, grundvöll — þessi ráðherra frá okkur í Höfn (í ríkisráðinu), sem “gæta ætti hagsmuna” okkar í satneiginlegu málunum, væri auð- sjáanlega ekkert annað en fánýtur embættismaður, sem hirða ætti sín laun, er ísland borgaði honum; sngu gæti hann fram komið, eins og frá honum væri gengið í bræð- ’ngsuppkastinu, þar sem Danir gætu eins vel stjórnað þeim mál- um á'íi háns, og létu Islendinga sjálfráða, hvort þeir vildu hafa hann þar eða ekki! — — Um þetta hefði nú ísafold og hennar nánustu fylgifiskar gert bandalag við “uppkastsberserk- ina” gömlu ; hefðu skuldbundiÖ sig til með xxndirskriftum, að fylgja fram miililandanefndarupp- kastinu með þessum “breytingum” — og mvnda til þess einn stjórn- iiMlaflokk. þetta heiðu þeir gert a™ í leyni og á bak við alla flokksmenn svo að segja, Og síðan gert og ætla sér aÖ gera öflugar tilraunir til að veiða menn á þetta “samkomulag”, án þess að birta hefði átt xtim hvað samkomu- lagið væri. Nú ætli þeir að hjálpa fjandmömium sínuiu, vera fyrri til að demba á þjóðina uppkastinu,— gera það sama, sem ísafold hefði hamast mest á móti og skammað heimastjórnarmenn fyrir æruleysis- skönfmum. Fær nú blaöiö öll sín orð framan í sig — og verður nú og þess menn, að styöjast við tóm rök uppkastsmanna!i Engin furða væri, þótt G. H. væri að braska í, að koma þeasu á — hann hefði víst alt af verið veill fyrir “uppkastinu”, og nú orðinn eins konar bræðingsmaður j af guðs náð. Kynlegra væri með sutna aðra, er hefðu snúist alt í einu, svo sem Björn Jónsson — en sjálfsagt væri vanheilsu hans að einhverju að kenna. Eða Einar Iíjörleifsson, sem talað hefði og> skrifað, undir nafni og nafnlaust, fram að síðustu tímum gegn upp- j kastinu og uppkastsmönnum. Eða j öig. Hjörleifsson, sem menn hefðu haldið einna allra ýtnasta ílokks- manninn (að ýmsra áliti nm of), nú þegar nýhúið væri að ráða hann tíl að vera í framtíöinni stjórnmála-ritstjóra ísafoldar, — í þeirri meiningu gert, að koma henni úr þeirri pólitisku niðurlæg- •ingtt, sem hxin nxi um hrxð hefði verið í, hefði hann svikið flokk sinn og stefnu, ásamt fleirum. En |>eir tnenn, sem skuldbundið hefðu sig til að styrkja hann með fjár- framlögxxm til ritstjórnarstarfa við ísafold, svo að uppi g*ti haldist stefna og álít sjálfstæðisflokksins, | gætu ekki verið við það bundnir len,gur, er hann hefði komiö sér ; saman við heimastjórnarmenn, að mvnda með þe m nýjan flokk. Nokkrir af þeimr sem undir heíðu skriiað skuldbindingu þess- ara bræðingsmanna, hefðu líklega verið til þess neyddir, á einn eða annan veg, með röngum skýring- um á samkomulaginu odi. Nú hefðu Isafold og heimastjórn- arblöðin myndað “hring” xxm bræðinginn, ætluðu sér að útiloka allar athugasemdir við hann, en lofprísa samkomulagið á allalund, með allskonar blekkingum og fyrir- j slætti, eins og þeg»ar væri byrjað á í þeim blöðum. 1 sameiningu ætluðu.þau sér nú, að segja það hvítt, sem er svart, Og svart, sem er hxrítt! I því værí örðugt aðstöðu fyrir þá, sem ekki hefðu látið af sann- færingu sinni, meðal landvarnar- og sjálfstæðis-manna. Og fárán- legt væri til þess að hugsít, að mennirnir liefðu hlaupið til þessa, til. eyðileggingar á sjálfstæðis- ílokknum einmitt nú ; nú hefði ílokkurinn af ým.sum ástæðum j (svo sem hinu nýja bankafargani) staöið svo vel að vígi., að lítil á- stæða hefði verið til þess,að kasta sér í faðminn á heimastjórnar- ílokknum, sem -ekki hefði neitt sér- lega glæsilega aðstöðu. En mönn- j unum hefði sjáankga legið mikiði j á, að komast í samábyrgðina, ísafold væri nógu lengi búin að tönglast á henni og .útmála gæði bennar, — lsafoMar-liðið hefði nú j efcki lengur getað verið án fyrir xitan. Og txingunni væri það tam- ast, sem hjartanu væri kærasttl En þetta vrði sú argvítugasta “samábyrgð”, sem hugsast gæti þar sem “makkað ’ yrði um vel- ferðarmát þjóðarinnar og þeim miðlað, eftir því, sem samábyrgö- arhöfðingjunnm þætti henta. Kvað ræðtimaður það þó merki- legt, að þessir forntx féndtxr skyldi ekki þegar hafa farið að siðum góðra ríkja og þjóða, er frið semdxx sín á milli : að gefa upp sakir allar og sleppa föngum öll- tim lattstim! En þess yrði líklega ekki langt að bíða, að bræðingur yrði um fieira en sjálfstæðismálið. En gegn þessari j’firvofandi sið- spillingu yrðu allir góðir drengir að berjast eftir mœtti, þótt reynt vrði af sambræðingum á alla lund að kæfa alla mótstööu. Landvarn-» ar- og sjálfstæðis-menn, sem fylgt liefðu fram réttu máli, án þess aö j‘‘spekúlera” í hinti eður þessu, yrðu nú aÖ vera fastir fyrir og ekki láta þessa svokölluðu leið- toga, sem svikið hefðu málefni og flokk, tæla sig burt frá sinni sjálf- stæðisstefnxx. Yæri mönnum hér í Rvík engin vorktxnn, að átta sig rétt á þessum bræðingi, en erfiÖ- ara væri fyrir menn útífrá að standast slík samtök, sem þessi, því að ekki væri auöið, að láta þá hevra eins mál manna og hér. En nú er eldraunin fyrir dyrum. ÞAKKARÁVARP. HEYR! HEYR ! “Og Guð sagði: Alla daga ver- aldarinnar skalekki vanta o.s.frv.” En Patl BergsMon segir: Hf:ð- an í frá og að eilffix amen, skal ekki vanta; skyr og rjóma, mjólk eða sýru, að 5B4 Miineoe Street. HEYR! HEYRM í tilefni af því slysi, er ég varð fyrir 16. sept. sl., íinn eg mér skylt, að þakka íólki fyrir þann systur og hróðurkærleika, er það hefir mér í té látið, og þakka ég Mr. og Mrs. Pétri Hallssyni ; og dóttur þeirra Jóhönnu, er kom daginn eftir að slysið varð, og tók yngsta barniö mitt og hafði það J 6 vikur, án endurgjalds, og gáfu mér peninga lik§.. Svo þakka ég Ojr llr. og Mrs. Högna Guðmunds- syni, er tóku eitt barnið mitt og höföu það í mánuð, án endur- gjalds, og þar að auki gáfu mér peninga. Svo þakka ég Mr. Js Straumfjörð fyrir alla þá hjálp, er hann lét mér í té, bæði með meðulum og ráðleggingum, nú sem fyrri, án endurgjalds. Ennfremur þakka ég Mrs. Kr. HaUdórsson, er svo rausnarlega gekk fram í því, að taka samskot, sem voru $67.55. Svo þakka ég kvenfélaginu “Björk”, er gaf mér $30.00.— Enn- freimur þakka ég Mrs. G. S. John- son, er með mestu stillingu og þolinmæði stundaði heimili mitt í fjóra mánuði. Svo þakka ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt tóku þátt í kjörum imínum, bæði með peningum og öðrum gjöfum.— Ennfremur vil ég þakka Mr. og Mrs. J. Sveinsson, Mr. og Mrs, Kr. Goodman og Mr. og Mrs. S. Bálmason, er gengust fyrir því, að -halda samkomu fyrir mig í Winni- peg. — Svo vil ég þakka öllum* sem hlyntu að mér í þær 7 vik-. ur, er é,g var á spítalanum í Win- nipeg. — Og svo þakka ég Mr. og Mrs. J. Sveinsson, er tóku mig út af spítalanum, og hafa haft ;mig núna í 3 viknr og hlynt að mér með öllu móti eins og framast var unt, Öllu þessu fólki bið ég góðan guð að launa, þegar hrygðin slær, Lundar P.O., Man. Mrs. Kristján Féldsted. DOMINION BANK Hornl Notre Dame og Sherbrooke Str. Hðfuðstóll uppb. $4,700,000.00 Varasjóður - - $5,700,000.00 Allar eignir - - $70,000,000.00 Vér óskum eftir viðskiftumverz- lunar rnaniia og ábyrgumst afl gefa þeim fullnægju. Sparisjóðsdeild vor «r sú stærsta sem nokkur banki hefir f borginni. íbúendur þ<»ssa hluta borgarinn- ar óska að skifta við stofnun sem þeir vita að er algerlega trygg. Nafn vort ’er fulbrygging óhul'- leika, Byrjið spari innlegg fyrir sjálfa yður, konu yðar og börn. - QEO. M. MATHEWSON, Ká6sma8ur Phone «airy 5450 Notice! Rural Hunicipalty of Gimli.— Sale of Lands i for Arrears of Taxes. By virtue of a warrant issued by the reeve of the Rural Municipalty of Grimli, undir his hand and the corporate seal of the said Municipalty, bearing date the third day of May A. D. 1912. To me directed, and commanding fne to levy upon the several parcels of land hereinafter mentioned and described for arrears of taxes and costs. I do hereby give notice that unless the said taxes and costs are sooner paid I will, on Tiuxrsday the twenty seventh day of June, A. D. 1912 at the hour of two o’clock in the afternoon at the Muni- cipality office, in the Village of Gimli, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. Ðescription Arrears Costs Tctal S. W.qr. E.............. . $67.43 .50 $63.03 S. hf. of S. E qr. 3-18-3 E 23.01 ,50 23.51 S. W. qr, 27 18 3 E 34.44 .50 34 94 N. W. qr. 29 18-4 E 68.32 .50 68.82 S. E. qr. 1 19-3 E 57.85 .50 58.35 N. hf. of N. W.qr. 4 19-3 E 38.54 .50 34.04 N. E. qr. 5-19 3 E 49.78 .50 50.28 N. W. 9-19 3 E 71.71 .50 72.21 S. E qr. 1(> 19-3 E 45.14 .50 45.64 S. E. qr. 14-19-3 E 56.56 .50 57.06 N. E. qr. (i 19 1 E 63.46 .50 63.96 N. W, qr 21-19-3 E 50.34 .50 50.84 S E. qr. 25-19-3 E , 67.32 .50 67.82 N. hf.of N. hf. of S hf. 5-20-4 E. 71.46 .50 71.96 S. hf. of N. hf. of S. hf. 5-20 4 E 71.46 .50 71.96 Lot 23. Bl. 1. Pl. 891 Fr. 21-19-4 E. 17.75 .50 18.25 N. E. qr. 36-19-2 E 41.55 .50 42.05 S. W. qr. 30-20-4 E 40.19 .50 40,69 N. W. qr. 19-20-4 E 62,24 .50 62.74 S. W. qr. 16 20-4 E 69.23 .50 69.73 N. E, qr. 18-20-3 E , 38.68 .50 39.18 N. hf. of S. hf. 32-20-4 E 101.77 .50 102.27 N. W. qr. 31-20-4 E 38.97 .50 39.47 Dated at Gimli this eighteenth day of May, A. D. 1912. E. S. JÓNASSON, Sec.-Treas. NOTICE! The Village of Gimli.—Sale of Lar.ds for Arrears of Taxes. By virtue of a warrant issued by the Mayor of the Village of Gimli, to me directed, and'bearing date the saventh day of May A. D. 1912, commanding me to levy upon the several parcels of land herein after mentioned and describfed for the arrears of taxes due, thereon ^nd costs, I do hereby give notice tliat unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on Saturday the twenty-ninth day of June A. D. 1912, at the hour of ten o’cIock in the foienoon, at the Council Chamber in the Village of Gimli, proceed to sell by public auction the said lands, for arrears of taxes and eosts. Description Range Arrears CoSTS Total Lots 435 and 136 1 $ 9.70 .50 $10.20 Lot 130 1 4.10 .50 4.60 Lots 23 and 24 1 9.70 .50 , 10.20 Lots 17 and 18 1 9.70 .50 10.20 Lots 1 and 2 1 9.70 .50 10.20 Lots 55 and 56 1 8.98 .50 9.48 Lots 132 and 133 '2 8.56 .50 9.06 Lots 46 and 47 2 8.56 .50 9.06 Lots 127 and 128 3 11.19 .50 11.69 Lots 5 and 140 4 11.95 .50 12.45 Lots 6 and 139 4 11.95 .50 12.45 Lot 44 4 5.98 .50 6.48 Lot 48 4 7.85 .50 8.35 Lot 82 4 6.95 .50 7.45 Dated at Gimli this hventieth day of May A. D. 1912. E. S, JÓNASSON, Secretary-Treasurer, Village of Gimli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.