Heimskringla - 06.06.1912, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.06.1912, Blaðsíða 6
6.-BLS. WINNiPEG, 6, JÚNl 1912, HEIMSKRIM GLA m. LOND C.P.R. Lfind til böIu, í town- ships 25 til 32, Ranges 10 til 17, að b&ðum meðtöldum, vestur af 2 hádgisbaug. Þessi lönd fást keypt með 6 eða 10 ára borgun- ar tfma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkynt að A. H. Abbott, að Foam Lake, S. D. B. Stephauson að Leslie; Arni Kristinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal sölu umboðsmenn,alls heraðsins að Wynyard, Sask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara en þessara framan- greindu manna, bera sjálfir ábyrgð á þvf. Kaupiö þessi lönd nú. Verð þeirra verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS QENEKALSALESAGENTS WYNYARD :: :: SASK. MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaönam P. O’CONNELL, elgandl, WINNIPEQ Beztn vlnfðng vindlar og aöhlynning góö. Islenzkur veitingamaöur P S. Anderson, leiöbeinir lslendingom. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OQ VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGDR. : : : : : James Thorpe, Eigandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Stmsta Billiard Hall I NorövestnrlandioD Tln Pool-borö.—Alskonar vfnoR vindlar Glatln^ og fæOI: tl.00 á dag og þar yflr Leunoii & lletoo. Eigendnr. MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Merkilegur fundur. Ég er einn af smaelingjunum og á því lítiö undir mér ; en samt þykir mér ætíö gaman, að vera með, þegar stórmenni koma sam- an, og set ég mig því aldrei úr færi, að vera á funditm, þar sem vissa er fyrir, að margir garpar og- andans ofurmenni verði og leiði saman hesta sína. Og fylgi ég þá ætíð þeim að málum, sem meira má eða mest fylgi hefir, þvi það er ætíð meira í munni að hafa fylgt þeim, sem borið hefir sigur af hólmi. Og þó ég segi sjálfur frá, þá hefi ég margt þrekvirkið unnið á bak við tjöldin. Já, og margur höfuðpaurinn liefir klappað á öxl- ina á mér og gefið mér <ltár” ; — jafnvel hefi ég tvíhlaðið suma dag- ana upp á annara kostnað, en þá var nú líka gott í ári og enginn hörgull á centunum. Annars er þetta nokkuð út frá efninu, sem ég ætlaði að tala um, og verð ég að biðja skynbærar manneskjur velvirðingar. það var íslendingadagsnefndar- kosningafundurinn, sem ég ætlaði að segja frá. Ég kom, þegar verið var að setja fundinn. Hafði ég verið nokk- uð lengi að búa mig, því ég vildi vera fínn og ‘‘impónera’’ dónun- um. Ég var því uppskafinn og £ág- aðnr og bar mig sem gagnfræða- skólasveinn frá Akureyri, nema hvað mig vantaði stafprik og gler- augu. Sæti tók ég mér aítarlega og horfði yfir söfnuðinn. Á upphækkuðum palli sátu þrír menn, allir lágir vexti ; einn var stuttur, feitur og digur og rauður í andliti, var sá í æstu skapi og auðsjáanlega Templar. Var mér sagt, að sá héti Gunnlaugur Jó- hannsson og væri formaður fund- arins. Annar var stuttur, miðlungi dig- ur og í sæmilegum holdum, svart- ur í sjón, með gleraugu og skrambi íbygginn. Sagði kona sú, er hjá mér sat, að hann héti Nef- land ; seinna fann ég út, að það var lýgi, því Runólfur Th. New- land er rétta nafnið. Hann var skrifari fundarins. Palrbalrn Blk. Cor Maln & Selklrk Sérfræðingur f Grullfyllingu og öllum aðgerðum og tilbún aði Tanna. Tennnr dregnar &n s&rsanka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opin kl. 7 til 9 á kveldin Offica Haimilis Phone Main 69 4 4. Phone Main 6462 A. S. TORBERT’S RAKARASTOFA Er 1 Jimmy’s Hótel. Besta verk, áK»t ▼erkfœri; Rakstur 15c en'Hársknröur 25c. — óskar viöskifta íslendiuga. — I I A. N. IIAltllAli Selur llkkistur og annast um dtfarir. Aliur dtbúuaöur sA bezti. Enfreraur selur hann aliskouar minnisvaröa og legsteina. 121 Nena St. Phone Garry 2152 Það er alveg víst að það borg- ar sig að aug- lýsa i Heim- skringlu ! Sá þriðji og yngsti var stuttur Og grannur, fölleitur og ljós á- svndum, og bauð af sér góðan þokka ; glotti þó tíðum um tönn, o,g vrar auðsjáanlega ekki allur þar serti hann var séður. Mér var for- vitni að vita, hver sá hinn snotri maöur væri, og var mér sagt að það væri hinn alræmdi skamma- kjaftur og meðritstjóri Heims- kringlu, Gunnl. l'r. Jónsson, sem riðið hefði að velli 66 leirskáld í einni burtreið á Ilagyrðingavöll- um, ekki alls fyrir löngu. Ég hugs- aöi strax með mér, að ég skyldi koma mér vel við snáða og biðja hann fvrir smápistla í Kringluna við og við. Fundurinn var nú byrjaður, og tók fundarstjóri fyrstur til máls, nem lög gera ráð fyrir, og brýndi fyrir mönnum, hversu afar þýðing- armikið starf lægi fyrir höndum, nefnil. að kjósa 9 manna nefnd, er standa ætti fyrir þjóðhátíðinni 2. ágúst. 1 þessa nefnd dygði ekki að velja neina skussa ; þar yrðu að vera menn, sem væru þéttir á velli og þéttir í lund, — “sem hann sjálfur”, gall einn af fundar- mönnum við. “Já, sem ég sjálfur eða Newland ; en það verðið þið að muna”, og nú brýndi fundar- stjóri raustina, “að hver kjörseðill er ógildur séti ekki á honum full 9 nöfn". En nú byrjaði gamanið. það voru sem sé margir menn, sem vildu í nefradina komast, og höfðu þeir verið búnir að agitera dug- lega meðal vina sinna þannig, að kjósa að eins sig, og tvo eða þrjá aðra, en hafa alls eigi fleiri nöfn á kjörseðlinum ; því fyltu þeir seðil- ^nn með 9 nöfnuim, væri það sama og greiða atkvæði móti sér. Marg- ir höfðu leikið það áður, að kom- ast í nefndina á þann hátt, og énn þá fleiri ^jldu leika það nú, og var því yfirlýsing fundarstjóra tekið illa, Og vildi hálfur þingheimur þegar taka til máls Og andæfa. Fyrstur fékk fásteignasali orðið. Taldi hann þetta óhæfu mikla og brot á persónufrelsi, og krafðist þess í nafni hins heilaga ICaífasar, að þessu væri þegar breytt, svo að vinir sinir fengju komið sér inn í nefndína, — Fanst mörgum hon- um segjast spaklega og varð mik- ið um lófaskelli. Fundarstjóri kvað það áður samþykta tillögu, að kjörseðill skyldi ógildur, væru ekki á hon- um 9 nöfn, og neitaði að bera upp breytúigartillögu. Varð nú óp mikið og háreisti og töluðu margir annarlegum tung- um. Toks kom þó kyrð á, og tók þá til máls fyrverandi kvenfrelsis- postuli, fyrv. anarkisti, fyrv. rit- stjóri m. m. Sigfús B. Benedi(ts- son. Er hann skýr maður og fjöl- kunnugur. Kvað hann fundarstjóra fara hér með lögleysu, og heimt- aði í nafni stjórnleysingja og Freyju fylgjenda, að honum væri þegar vikifj úr sæti. Kvað hann það vanvirðu hraustum drengjum, ef þeir létu “tyranísera” sig af öðrum eins manni. Settist svo niður og var sveittur mjög. Voru nú hróp mikil og köll og stóð svo í tvær mínútur. þá stóð upp Ásmundur, fundar- stjóra bróðir, skarpur maður og skörungur, og mælti hann bróður sínum bót, sem von til var, og sýndi fram á, að hann hefði á réttu að standa. Lárus Guðmundsson talaði næst og var sammála síðasta ræðu- manni. Sigfús Benedictsson talaði aftur og var samrnála sjálfum sér. þar næst stóð upp Sigurður Vil- hjálmsson skósmiður. Talaði hann af þjósti miklum og andagift. Kvaðst hafa margt brallað um dagana ; verið í kongsins Kaup- mannahöfn og leikið sér að prins- essum og drukkið ákaviti með fríðkvendum í Holmens-götu ; og hér.vestra hefði mann marga svað- ilförina farið, — en það gæti hann þó full}rrt, að fundarstjórinn væri sá mesti bögubósi, sem uppi væri unni fyrir utan_sjálfan sig og séra 5Iatthías. Kvað nú þjóðfrelsi og lýðfrelsi og allskonar frelsi, jafn- vél náttúrúfrelsi, svo mikið í öll- um hinum mentaða heimi, að fundarfrelsi ætti einnig að komast á, og það Sem fyrst. Rann nú út í fyrir ræðumanni af umhugsun- inni um alt þetta frelsi, og kafn- aði ræðan að síðustu í málfrelsi. Nú töluðu margir bæði með og móti frtndarstjóra, en meðan þeir voru að rífast, hafði Heimskringlu maðurinn farið ofan af pallinum og útbýtt kjörseðlum, og áður en ræðugarpana varði, var kosning- unni lokið, og farið að telja at- kvæðin. Fundarstjóri var þá ,ekki seinn á sér, að bera upp- tillöguna, að sér }rrði vikið frá íundarstjórn : “þeir, sem eru með tillögunni, gefi merki”. þeir voru tveir. — Á móti : Níutíu hendur á lofti. “Ég sit k.yr”, var úrskurður fundarstjóra. Vaknaði þá fundur- inn sem af svefni, þvi meirihlutinn af andstæðingum fundarstjórans, svo sem frelsiskempan, fasteigna- salinn og þorsteinn trésmiður, — höfðu verið svo djúpt hugsi yfir því, sem þeir ætluðu að segja, að þeir greiddu atkvæði á móti sjálf- um sér í leiðslu. En þá varð hlátur í herbúðum hinna, og ég hló líka, því ég sá, að þeir voru í meirihluta. En á|ður en hinir höfðu náð sér aftur og hafið bardagann á ný, voru kosningaúrslitin kunngerð og fundi sagt slitið. C. P. R. félaginu þóknast að láta ^ gera það, og hverjum það felur verkið á hendur, er ennþá óvíst ; en vonandi, að þvri verki verði lhk- ið á þessu sumri. Byrjun þessarar brautar hefir haft þau áhrif nú þegar að lönd eru að hækka í verði, og nokkurir hafa þegar látið lönd sín fjúka. — Ný-lslendingar ættu ekki að hraða sér um of, að selja lönd sín, þótt þeim finnist vel sé boðið í þau, því innan fáera ára verða þau komin í 2K5-falt meira verð enn nú er boðið í þau. Ný-íslendingar hafa lengi beðið með þolinmæði og þrautsegju, og þeir ættu að bíða ennþá 2—3 ár, og sjá hvað löndin stíga í verði ; þvi áreiðanlega stio-a þau mest í verði, þegar járn- brautin er komin í starfrækni og hún er biiin að vera það í fáein ár. þetta er að eins bending til fanda minna, og lauslega sýnt, að þeim liggur ekki á að selja, því löndin stíga ár frá ári, en falla ekki í verði. Ég hraðaði mér heim til kon- unnar minnar, og ætlaði að segja henni tíðindin, en hún svaf þá sem skata, og hafði kattarskratta í holunni minni. Hafði hann krækt klónum í náttkjól hennar og svaf vrært sem hún. Eg þorði ekki fyrir mitt auma líf, að taka kysa í burtu, því ég var hræddur um, að konan mín mundi vakna, — og þá vissi ég, hvað ég myndi fá. Ég settist því niður í kjafta- stólinn og reyndi að sofna, en er það tókst ekki settist ég við skrif- borðið og ritaði ofanskráð um þennan merkilega fund. Að því loknu skreiddist ég upp í hjá konunni minni, því kysi var þá farinn, og sofnaði. En ég vaknaði við það, að ná- grannakona mín var að Ijúga kerlingu mína fulla af fregnum frá fundinnm. Af reynslunni vissi ég, að þa£5 var jjýðingarlaust, að fara að segja konunni minni sannleikann, eftir að vinkona hepúar hafði stút- fvlt liana af lýgi ; og biö cg því IIei.mskringlu fyrir þessa lauk- réttu frásögu af fundinum. Jerimías Zakaríasson. Fréttabréf frá Árdal.f Iláttvirti ritstj. Ileimskringlu : Hin margþráða járnbrautar framlenging norður frá Gimli til Riverton er nú komin það á veg, að búið er að mæla brautarstæð- ið. því var lokið þann 29. ma’, og stóð verkið yfir í mánuð. Ég hafði umboð til að flytja mælingamenn- ina áleiðis norður. Yegstæðið er frekar slétt o,g greiðfært. 'fvacr brýr þarf að byggja á leibinni ; aöra vfir svronefnda Árnesá og liina yfir Fljótið. Vegstæðið liggur aðallega eftir þjóðveginum, en beygir þó lítið eitt til vesturs ná- lægt Eyjólfsstöðum. Yegstæðis- mælingin er 26 mílur, nefnilega frá Gimli og norður í Riverton bæjar- stæði. . Margt mætti fleira segja um framtíðarhorfur Nýja íslands, en vregna tímak-ysis og annara á- stæðna, lætéég hér staðar numið í bráðina. Tryggvi Ingjaldsson. Geysir pósthás Bændafélagsfundur var haldinn í Gevsirbygð 14. maí sl. Eitt af malum þeim, sem áar komu til umræðu, var viðvíkjandi Geysir l’.O. það póstaígreiðsluhús hefir italdið hr. Sveinbjorn P.álsson, sem hefir sagt upp þeirri stööu. Geysir pósthús er yfir 20 ára gamalt, og þekt yfir alt Canada og víðar. — Bygðarbúum er afar ant um, að pósthúsið geti haldið áfram, en vegtia Iág.ra launa póstafgreiðslu- mannsins, virtist enginn í bygðinni vilja taka að sér þessa stöðu. Var þá skorað á hr. Sigurð Nordal, velþektan og góðan mann, að taka að sér þessa stöðu, en hann var þess ófús. Um lleiri var talað i nágrenninu, en allir voru sam- róma um, að launin væru of lág. Nú er það sameiginleg ósk allra í Geysirbygð, aö hr. Sigurður Nor- dal tæki pósthúsið að sér, af því liann býr í miðpunkti bygðarinnar — en sé hann ófáanLegur, að veröa við þessari ósk sveitunga sinna, þá er hér bent á tvo menn, sem búa veStar í iniðri bygöinnii þeir eru : hr. Tómas Björnsson og hr. I’áll Ilalldórsson, sem báöir eru fyrir menn, að leysa verkið vel af hendi. þetta er sameiginlegt mái allra bvgðarmanna, og er engin undan- færingin, ^ið taka þetta mál til al- varlegrar umræöu og framkvæmda eins fljótt og hentugleikar leyfa,— því sú vanvirða má ekki spyrjast, að þetta pósthús íslendinga sé lagt niður, eftir starfsemi í meira enn 20 ár. þetta mál er fallið á hendur bygðarbúum i Geysirbygð, og verður af mér og öðrum sótt í það ýtrasta. > j Geysis-búi. Mælingamennirnir voru æfðir og duglegir tnenn, og því gekk mæl- ingin svona fljótt. Aths.—þessi grein átti að vera í síðasta blaði, en kom of seint. Ritstj. Eftir er að höggva og ryðja timbri af vegstæðinu, og er það ósk og vifji bygðarbúa, að það verði gert hið bráðasta. Ég hefi gert íboð í þetta verk, en hvenær JÖN HOLM, gullsmiður á Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunum. — Selui einmg ágæt gígtarbelti fyrir $1.25. Sherwin - Williams P AINT fyrir alskonar húsmálningn. Prýðingar-tfmi nálgast nú. Dálftið af Öherwin-Williams húsm&li getur prýtt húsið yð- ar utan og innan. — B rú k ið ekker annað mál en þetta. — tí.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er áferðar- fegurra en nokkurt annað hús mftl sem búið er til. — Komið inn og skoðið litarspjaldið,— CAMERON & CARSCADDEN ! QDALITY IIAKDWARE * Wynyard, - Sask. • f-l-H-H-l-l-i-H-i-l-i-i-M-i-i-i: □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ 3 Y1EITIÐ ÞÉR l LAN I*J Ef svo, þá tryggið hags- muni yðar með þvf að ger- ast áskrifandi að “Dun’s” Legal and Commercial Re- cord. Allar upplýsingar veittar er óska. R. G DUN&CO. Win/upeg, Man. 9-5-?. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□c S.D.B.STEPHANSON Fasteignasali. LESLIE, - SASK. Ræktaðar bújarðir til sölu með vægu verði og góðum skil- tnftlnm. TJtvega lán mót veði f fasteignum. A g e n t fyrir Lffs og Eldsftbyrgðar félög. PAIÍL BJÁMSON * FASTEIGNASALI i—— * m- SELUR ELDS- LÍFS- OG SLYSA- ABYRGÐIR OG ÚTVKGAR PENINGALAN WYNYAKD : : SASK. KLONDYKE HÆNUR Klondyke hæna verpir 250 eiígjura á ári, íiöriö af Deim er eins og bezta nll. Verö- mætur hænsa bæklingur er lýsir Klon- dyke hcvmnn veiöur sendur ókeypis hverjum sem biöur þess. Skrifiö; Klondyke Ponltry Ilnnch MAPLE PARK, ILLINOIS, D. S A. Sagan af Naton persneska 5 einum, og er því líkast, að hvorki hún né ég sé af háum stlgum komin’. Dvalin svarar : ‘það kann ég þér að segja, að mógir þín er kongsdóttir, og þú, eig-i einasta kongs- son, heldur og arfborinn til tveggja’ miklugra kongs- ríkja. Móðir þín er einbirni Gylva kongs af Sýr- landi, en þú réttur erfingi Sóars kongs i Persíu’. — Innir hann honum nú alls af ástandi móður hans. Fellur Naton hér af í mestu forundran og harm- ar mjög raunir móður sinnar. — þá mælti Dvalin : ‘Viljir þú, kongsson, þiggja tillögur mínar og hlýða minni forsjá, þá skal ég vera með þér í ráðum, og, legg»ja fram þaðl ég má’. Naton bað hann hafa þökk fyrir og kvaðst það þicrgja vilja. — Mælti þá Dvalin : ‘Strax á morgun skalt þú taka orlof af móður þinni og fóstra. Svo skalt þú héðan ganga í suður til sjávar. Liggur þar við land á fimm skipum sonur kongsins af Cap- padosía, er Salander heitir. Hann er mikill kappi og drengur góður. Kom þú þér í sveit hans og \ it svo hversu til vill takast. En vitja máttu mín nær þér á liggur. Kann ég þér það að segja, að Gylva, móðurfaðir þinn, hefir þrisvar herjað á föður þinn, og viljað hefna dóttur sinnar ; — en jafnan hefir hann heðið ósignr og orðið að flýja- þó hefir hann enn í hyggju eftir tvö ár, að byrja þangað herferð á ný. En herklæði þessi skaltu jafnan bera, og munu þau þér happasöm verða. Hér er og einn dúk- ur, er þú skalt um þig vefja. Muntu þá ei mæðast á sundi, né særast í orustum. Og farðu nú heill og vel’. _ KveðurNaton síðan karl og heldur heimleiðis. þegar til bæjar kom, kallar hann móður sína á tal, biður hana að segja sér ætt sína og uppruna. Hún gerði svo, og bar það alt saman við það, sem Dvalin hafði sagt honum. — þá mælti Naton : ‘því sagðir þú Inér þetta eigi fyr, mó6ir ?’ 6 Sögusafn Heimskringlu ^ Móðir hans svarar : ‘því éo- óttað st það, er nú mun verða, að þú munir hér eigi fengur una, þá þú fengir aö vita ætt þína og óðal’. Ilann svarar : ‘Rétt lieyr þú þar til getið, því strax á morgun vil ég héðan fara og vita hvað fyr- ir mér liggur’. ‘Svo mun verða að vera’, segir hún, ‘þó mér þyki mikið fyrir að sjá af þér’. Naton gengur þá næst til fóstra síns og segir honum fyrirætlun sína. Varð hann dapur við þá fregn, en kvaðst þó eigi vilja tálma áformi hans. — Taka þær nii að búa hann af stað. Og að morgni komandi, er hann var ferðbúinn, kvaddi hann móðii sína og mælti: ‘þess vil ég biðja þig, móðir, að þú dveljir hér kyr, svo ég eigi ætíð víst, hvar þig er að hitta’. — Húa kvaðst svro mundi gera. Bað honum grátandi allra virta, ojr gekk siðan mcð Gerði harmþrungin i bæinn. J IV. KAFLI. Nú fylgdi Njótur Naton lang<t á leið. Og áður en þeir skildu mælti hann : ‘Lítið lið má ég þér veita, en tígulhníf þennan skaltu þiggja, og ber þú hann jafnan á linda þér og kann hann þér þá eitt- hvert sinn að gagni koma. ar nú heill um tíma alla’. Hér eftir skilja þeir, og gengur Naton nú leið síiía fram undir kvöld. En á liðnum degi kemur hann fram á nes eitt. Sér hann þar fljóta á vogi fimm skip og mannfjöldi á landi, sem er þar að leik- um. Naton sér, hvar maður situr á stóli í rauðum i aUíLl Sagan af Naton persneska 7 « silkihjúp með gullroðinn hjálm á höfði, mjög tigiileg- ur. — Naton gengur fyrir hann og kveður hann virðulega. Hann tók kveðju hans. Naton mælti : ‘Ilyer er þessi veglegi riddati ?’ Ilinn svarar : ‘Salander heiti ég, sonur kongsins af Cappadosíu. Og ræð ég fyrir skiptim þessunt. — En hvert er nafn þitt og erindi á vorn fund?’ ‘Naton heiti ég’, segir hann, ‘lausingi einn af landi ofan. Vildi ég koma mér í sveit annara manna og afla ntér svo fjár’. Salander mælt : ‘Ertu nokkur íþróttamaöur eða röskur til vopna?’ ‘Eigi má ég það vita’, svaraði Naton, ‘því ald- rei hefi. ég vopn brúkað, né mannsblóð séð. Er ég bóndason, sem efgi hefi öðru vanist en gæta fjár og gefa svínum fæðu’. ‘Vera kann að svo sé’, niælti Salander, ‘en eigi verður þú mér lítill fyrir augum. Hefir þú eigi bóndalegt yfirbnagð, og skal ég að vísti við þér taka’. Naton bað hann taka þökk sína. Var nú gengið til borða og eftir það til náða. — Um morguninn býður Salander þeim að svifta tjöldum og halda til skipa. ‘Munuin vér’, segir hann, ‘halda undir Ind- landsskaga. þar er von þess manns, er Greipur heit- ir. Er hann illur viðureignar og víkingur mesti. Hef- ir hann herjað á ríki föður míns og á ég honum hefndir að gjalda’.— Halda þeir nú Ttil skipa, vinda upp segl og halda til Indlands. Og er þeir þar komu, sjá þeir fyrir sér fimm skip og dreka það sjötta. þá mælti Salander : ‘Nú skulu menn til bardaga búast ; en ef þú, Naton, ert óvanur orust- um, máttu vera undir þiljulnl niðri, ojf haf þig eigi í neinni hættu’. ‘Heldur vil ég standa með félögum mínum’, mælti Naton, ‘en að liðsmenn bregði mér um hug- 8 Sögusafn Heimskringlu __________________ F i*i-*!fi!^ I ’■'*•**» "* '* u : levsi’. Gcngtir hann þá brott, en kemur aftur bráð- lega. Er hann þá klæddur í svo traust og fögur her- klæði, að þeir þóttust aldrei slík séð hafa. þá mælti Salander : ... ‘Eigi hefir sá húsbóndi verið fésínkur, er þér hef- ir goldið slik herklæði í gæzlulaun svína’. ‘Oft koma af svínum höpp’, mælti Naton, ‘og gera menn oit verðugleikum betur’. Nú sér Gr.eipur skipin, sem að koma, og bað nú menn sína að vopnast. Tókst nú áköf orusta mæð ópi og eggjan. Sjá menn Salanders, að Naton kann sv.erði að beita, því hann veður í gegn um lið heið- ingja og heggur á hendur tvær, svo ekkert fær við staðist. — Salander berst og fræknlega og Tellir m;trgan mann. Sér m't Greipur, að lið hans ellur lirönnum. Tryljist hann þá, æðir öskrandi fram, eggjandi rnenn sína með ógnar-hljóðum. Verður nú áköf orusta og fellur margt Salanders manna, svo að á stuttum tíma vortt þrjú skip hans hroðin. — I>á mælti Naton viö Salander : ‘Við skuluim ráða til uppgöngu á drekann’. Svo gera þeir. Renna þeir upp stafnljáina og komast upp. Verður þar hörð sókn, og sækja þeir með sínu borði hvor aftur eftir þilfarinu. þetta sér Greipur og æðir fram móti Salander. Hygst þá ’ kongsson að höggva til vík- ingsins, en í því fellur maður' fyrir fætur honum, svo hann hrasaði við. Greipur hygst að tvíhenda sverðið í höfuð homnn. þetta sér Naton,, æðir fram og leggur til Greips ; kom höggið á öxlina og sneiddi búkitjn að heltisstað. Lét Greipur þar líf sitt. Eftir þetta gáfust víkingar upp og háðust griða. Tóku þeir þá öll skip Greips og fertgu þar ógrynni fjári þá mælti Salander til Natons : ‘Fyrir þá frægð og liðsinni, er þú mér sýndir, i skaltu eignast allaa helming fjár og skipá móti mér. Og skulu allir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.