Heimskringla - 06.06.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.06.1912, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JÚNt 1912. 7. BLS, íslands fréttir. Utnræðufundur um kolamálið var haldinn nýverið í fél. ‘Pram . Málshefjandi var Ilannes Hafstein bankastjóri o» flutti hann langt erindi um máliði og færði fram varnir fyrir tíllögum skattanefnd- arinnar. Næstur honum talaði próf. Lárus H. Bjarnason, og tjáði hann sig mjög andvígan nefndar- álitinu. Haiði hann góðar vonir nm, að takast mætti, að kippa fjárhag landsins í lag til storra muna með margs- konar Siparnaði, og nefndi til þess ýms dæmi. Loks gerði hann margar fyrirspurnir til nefndarinnar, Og varð þá Klemens landritari Jónsson fyrir svörum. Auk þessara manna töluðu þeir þórður Bjarnason verzlunarstjóri, Jón þorláksson verkfræðingur og voru þeir báðir mótfallnir tillög- um nefndarinnar. Jón þorláksson lauk máli sínu á þá leið, að ís- landi gæti staðið háski af ýmsum þeim ákvæðum frumvarpsins, er snertu aðrar þjóðir. Hann tók til dæmis, að Norðmenn væru nú farnir að vinna kol á Spitsbergen, og lagði hann fram skilríki fyrir því, að það væri von þeirra, að þau kol gætu kept við ensk kol á íslenzka markaðnum. þess vegna væru líkindi til, að þeir mundu mótmæla slíkri lagasetning í Kaupmiannahöfn og viðlika mót- mælum gætum við búist við frá fleiri þjóðum. Mundi slíkt gefa andstæðingum íslands í Danmörku átyllu til, að gera alt, sem þeir gætu til þess að spilla fyrir sjálf- stæðismáli voru. — Frá Eyjafirði segir Norður- land, að nú gangi 16 þilskip til þorskveiða. Skipin lögðu í fyrsta skifti iit um og eftir 20. marz. — Bæjarstjórn Rvíkur samþykti nýverið, að taka hafnarlánið hjá bönkum hér og dönskum bönkum gegn 6 prósent vöxtum. Annað lánstillboð með lægri vöxtum — frá Englandi — var felt. Skilmál- arnir þóttu þar óaðgengilegri. 4 _ Nýtt hlutafélag er myndað í Rvík fyrir nokkru. það hefir þegar leigt veitingasafi Hótel íslands, og aetlar að sýna þar lifandi myndir, Kaffisölu verður því hætt þar, en gistisölu og, matsölu haldið áfram. — Fjórar sögur eftir séra Jónas Jónasson hefir Margrét Löbner Jörgensen þýtt á dönsku og Gyl- dendal gefið út. Sögurnar, er hafa verið þýddar, erti : Brot úr æfi- sögu og Gletni lífsins (báðar úr Tðunni). Eiðurinu (úr Eimreið- inni og Hnngurvofan (úr þjóð- ólfi). — Einkennilegt er það, að fyrsta bókin eftir séra Jónas með sögum hans, kemur ekki út á ís- lenzku. Islendingar verða að tína þær satnan úr mörgiun ritum. — það bendir á, að bókaverzlun vorri sé eigi sem bezt háttað. En ætli þetta geti ekki vakið bóksal- ana. — Kalksteinsgerð í Sauðlauks- dal. Séra þorvaldur Jakobsson á Sauðlauksdal hefir nj'skeð, að fengnu samþykki ráðherra íslands, veitt Pétri konsúl Ólafssyni á Pat- reksfirði og Guðm. sýslumanni Björnssyni á Patreksfirði, einka- ré.tt — um 50 ára skeið — tii þess að taka Skeljasand í Sauðlauks- dal, og vinna úr honum kalkstein eða önnur efni. — Islenzka orðabókin, sem al- þingismaður Jón Ólafsson hefir haft í smíðum, er nú í prentun, og á í vor, eða sumar, að koma út 25 arka hefti í 4. blaða broti, en áframhaldið er svo áformað að kómi út smámsaman á næstu ár- um, — Aðfaranótt 20 apríl strandaði enskur botnvörpungur í grend við Sólheimasand í V.estur-Skaftafells- sýslu, — fyrir vestan mynni Jök- ulsár á Sólheimasandi. Skipið rakst á sker og brotnaði að mun. Talið er líklegt, að skipverjar hafi komið sér í skipsbátinn, en allir farist. Nafn skipsins er ‘‘Kingfish- et”, og var það frá Hull. — Sláturfélag Suðurlands hélt nýlega aðalfund sinn að þjórsár- túni í Rangáráallasýslu. Félagið hefir nú í huga, að koma sér upp írystivélum. — Hús brann í Keflavík i Gull- bringusýslu 14. apríl. 1 húsi þessu Var rekin verzlun, og brann þar inni talsvert af vörum, eign Vilh. Chr. Hákonarsonar. Bæöi húsið og vörurnar kvað hafa verið í elds- .voða-ábyrgð. — Á Borg í Skötufirði við tsa- fjarðardjúp brann til kaldra kola apríl íbúðarhús bóndans þar, Lár- usar Magnússonar. H'eimil sfólkið var alt í svefni, og varð ekki elds- ins vart fyr en hann hafði læst sig um alt húsið, og slapp fólk út með naumindum. — Akveðið er, að prestastefna norðlenzkra presta verði sett að Hólum i Hjaltadal í Skagafjarðar- sýslu 30, júní næstk. — Afli áreykvíksku botnvörp- ungana hefir v.erið ágætur. þessir botnvörpungar eru nýkomnir inn : A. G. með 20,000, Bragi með 43,- 000, Skúli fógeti með 22,000, Skallagrímur með 26,000, íslend- ittgur með 18,000, Hrómundur Jó- ! sefsson með 25,000 og Guðtti, Sig- urðsson með 27,000, — Áformað er, að Hrísey í Eyja firöi v,erði bráðlega komið i síma- ' samband. Veitti sýslunefnd Eyfirð- inga hreopsnefndinni í Árskógs- hreppi í þvi skyni nýskeð 3000 kr. lántökuleyfi. — Silfurberg hefir nýlega fundist í Hvallátrum, eyju á norðanverð- um Breiðafirði. Hvort hér er um mikið silfurberg að ræða, eða eigi, er þó eigi kunnugt, enda mun það enn eigi rannsakað til hlýtar. — Úr Rangárvallasýslu er skrif- Nað 13. apríl : “Veturinn hefir ver- ið eitimunagóður, — elztu menn muna ekki annan slíkan —, og eru heybirgðir og fénaðarhöld því í góðu lagi. Um bænadagana gerði dálítinn snjó, og var svo í viku hæg landátt með frosti, en á fimtu daginn var kom hláka og hefir síðan verðið sunnanátt og hlýtt veður. — Engin almenn fyrirtæki eru nú á prjónum hér um sveitir, en hinsvegar starfa menn almikið ; að jarðabótum, og allmargir bænd ur hafa fengið sér ýms búnaðar- j verkfæri, svo sem sláttuvélar, 1 plóga, herfi o. fl. Mönnum er nú | farið að skiljast það, ■ að bættar aðferðir við jarðræktina og bætt meðferð á fénaði er undirstaða búnaðarframfaranna, og þá fyrst standa búin á föstu grundvelli, þegar heyfengurinn er mestallur af ræktuöu landi og allar skepnur eru fóðraðar svo vel, að þær geri | fult gagn”. — Bændanámsskeið var haldið á Eiðum dagana 15.—22. febrúar siðastliðinn. — Sátu það kringum 90 manns. — Erindi j fluttu þar Metúsalem skólastjóri Stefánsson, Benedikt Blöndal kenn | ari, Benedikt Kristjánsson ráða- ' nautur, Guttormur Pálsson skóg- vörður á Ilallormsstað, Guttorm- ur Vifrfíisson í Geitagerði, Jónas Eiríksson á Breiðavaði og Ólafur læknir I.árusson á Eiðum. Voru að jafnaði flutt 4 erindi á dag. — j Málfundir vortx haldnir síðari hluta dags, alla dagana, og þar rætt m.a.: um berklaveikis rann- sóknir á kúm, landbúnaðarlöggjöf, lýðfræðslu Og bókasöfn. Var sam- ! þykt að gera ráðstafanir til út- ' rvmingar verklave.ikishættu þeirri, j sem stafar af sjúkum kúm, og skor að á Búnaöarsamhand Austur- lands, að hefjast handa í þvf efni. Einnig kosin nefnd til að koma ! fram með tillögur viövíkjandi landbúnaðarlöggjöfinni, og skyldu |j*r leggjast fyrir þingmálafundina í vor. — Talið var nauðsynlegt, að koma upp lýðskóla í Iléraði, og j kosin nefnd til að hlutast um, að skólanefnd búnaðarskólans á Eið- j um legði það til við sýslunefndir Múlasýslnanna, að þær kemu upp ! slíkum skóla á Eiðum. — Um bókasöfn var samþykt svohljóð- j andi álvktun : ‘‘Fundurinn álítur : í fyrsta lagi : Að góð og velvalin hrepps- bókasöfn séu mikilsverð menning- arfæri, og beri því að koma þeim j á fót á sem ílestum stöðum. 1 öðrit lagi : Að fyrirkomulag I fjórðungsbókasafnanna ætti að vera þannig, að úr þeim sé sér- staklega að fá þær bækur, sem eru ofurefli hreppsbókasöfnunum aö stærð og dýrleika. Telur hann mega ná því með auknu tillagi úr landssjóði. t þriðja lagi : Að æskilegt væri aö Búnaðarsamböndin kæmu sér smátt og smátt upp búnaðarbóka- söfnum, er stæðu meðlimum þeirra opin til afnota”. Nokkur fleiri mál voru tekin til meðferðar, en þessi hér töldu skifta mestu. — Námsskeið þetta fór hið bezta fram, og varð þeim, er sátu, til gagns og skemtunar. Kvað Og einn bóndinn fast að þvl, hve heilsusamlegt það væri, að geta svona lyft sér upp úr vetrar- drunganum og deyfðinni, með því að eiga kost þess, að sækja slík námsskeið — sér til uppbyggingar. Vorvísur. Sungnar í sumargildi stúdenta. 24. apríl 1912. Kæra vor, þú blessar enn bæinn. Börnin taka kát þína hönd. þú tókst með þér sunnar yfit sæ- inn sólskinskvöld og blóm á fjalla strönd. Tíndu til hvern geisla, sem þú getur, gefðu hverjum bros í augu sín. Ilvernig ættu að vaka heilan vetur vonir okkar, nema bíða þín ?, Flýt þér nú, að dreifa blómum dalinn, dragðu’ að efstu brún hin nýju tjöld, leiddu’ á bláa bogann yfir salinn bjarta morgna’ og roðafögur , kvöld. Láttu glaða sönginn öllum óma, örva sumarhug og létta spor. Enginn veit við nýrrar Hörpu hljóma hverir stíga dansinn næsta vor. Ileilum vetri, þótt hann væri þungur, þevta má á einni sumarnótt. Gáttu’ í leikinn — þá ertu’ enn þá ttngur. Út í hornið kemstu nógu fljótt. Glaða vor, við þurfum blíða blæ- inn. Börnin vona, þegar sólin skín. Fífill kemur. það er bros í bæ- inn : blessuð fagra sumargjöfin þin. þ. E. Sundurlausir þánkar. EPTIK AÐ HAFA HLUSTAÐ Á Elbert Hubbard. Ilver sá, sem útrýmir hatri, öf- ttnd og ótta úr lífi sínti, verður mikilsvirtur, í hvaða stöðu sem liann er. Hið góða hlutskifti verð- I ttr hans. Lífsgæðin streyma til hans. Máttur verðttr hans, sem með j hann kann að fara. Elska er hið liæsta og voldugasta form máttar. Öðlist maðurinn nokkurntíma ó- endanlegan kraft, verður hann fvrst að öðlast guölegan kærieika. Til að losast tir böndum sjálfs og öðlast fult frelsi, þarf mefra en að taka gott taumliald og ákveða að breyta rétt. Annars þarf frekar — en það er, að gleyma öllu nema verkinu. Sé það áforrn, að vera sannur og réttur, þarf ekki að ótt- ast, að útkoman verði önnur en rétt. Himnaríki og helvíti eru ekki staðir eða stöður, heldur ástand hugarins. Sú var tíð, að vinna þótti plága og bölvun. Nú er öldin önnur. Nú finnum vér ljóslega, að starfsnauð- synin er dýrmæt gjöf. Sönn á- nægja er það, að nota starfskrafta sína á gagnlegan hátt. Sá, sem forðast starfið, fær heldur ekki launin. Vér erum að vakna til meðvit- undar um, að samvinna er betri en kepni. Vér þurfttm hvers ann- ars við ; og gefandi mikið, verðum vér einnig móttakendur mikils. Alt, sem vér látum af hendi rakna hefir sín gjöld. Gef kærlejk og kær- leikur verður þinn. Vér töpum ein- mitt þvi, sem vér þrifum og höld- um fast í. þá þrifumst vér hezt, er vér þjónum ; en ekki skvldum vér þjóna sem áhangendur. H'vers og eins tilvera er sérstök og óháð. Mentun og mentastofnanir nú- orðið heimta meira en v.erðlaun og próf-stafi. Meir og meir er það að verða spursmálið : Hvað get- urðu gert ? Ekki ; Hvað hefirðu lært ? Með timanum verður ment- un án notkunar að eins lítilsvirð- ing. Sá, er bezt mentaður, sem mest af hendi leysir. Og hin sanna reynsla mentunar er það : hver er bezti þjónninn. Taktu á þig enga króka til að gera öðrtim gott. þess gerist ekki þörf. Vinn bara samvizkusamlega að þvi, sem fyrir hendi liggur. — þeim, sem gera það að starfi, að gera gott og hjálpa, hættir til að amast við öðrum með sömu stefnu. Sjálfsfórn og sjálfsafneitun eru alls ekki nauðsynleg. Bara að hugurinn ljómi af vel- vild Og kærleika, þá sjá verkin fyr- ir sér sjálf. Hugsun um að gera gott, þarf ekki frekar við en hugs- un um meltinguna. Vertu alls ekki angraður út af sál þinni. Sé hún þess virði, að gevmast, týnist hún varla sem prjónn undir kistu. Gleymdu hentti Vinn að verki þínu. Hugsaðu fagrar hugsanir. Og hið illa, sem er hið vanheilaga og óeðlilega, hverfur eins og þokan fyrir geisl- anum. H.F.B. 1 TÓMSTUNDUNUM t>AÐ ER SAHT, AÐ MARGT megi gera sér og sfnum „til gdðs og nytsennls, f tómstundunum. Og það er rétt. Sumir eyða öllum sínum tómstundurn til að skemta sér; en aftur aðrir til hins betra; að læra ýmislegt sjálfum sér til gagns í lffinu. Með þvf að eyða fáum mínútum, i tómstundum, til að skrifa til HEIMSKRINGLU og gerast kaupandi hennar, gerið þör ómetanlegt gagn, — þess fleiri sem kaupa þess lengur lifir fs- lenzkan Vestanhafs. ík. \ i f \ Ég undirritaður hefi,til sölu ná- lega allar íslenzkar bækur, setn til eru á markaðinum, og verð að hitta að I.undar P.O., Man. Sendið pantanir eða finnið. Neils E. Hallson. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, aC 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnui fyrir konur, og brýnir hnífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla + + Prentun VÉR NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Business”-manna,— En þó erum vér enþá ekki ánægðir. — Vér viljum fá alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — Sfmið yðar næstu prent. pöntun til — PHONE GkAERIRT 334 fZ * OKEYPIS BOK UM MANITOBA AKL RYRKJU og innflutninga deildin mælist til samvinnu allra fbúa fylkisins til þess að frygKja faðsetur í þessu fylki, nokkurs hluta þeirra mörgu innflytjenda sem nú koma til Vestur-Oanada. Þetta fylki veitir duglegum mönnum óviðjafnanleg tækifæri. Hér eru þúsundir ekra af ágætu landi til heimilisrettartöku ásamt með stórum land svæðum sem fást keypt á lágu verði. Margar ágætar bættar bújarðir eru fáanlegar til kaups me3 sanngjörnu %-erði, og aðrar bújarðir fást leigðar gegu peninga borgun eða árlegum hluta uppskerunnar. Gróða möguleikinn f Manitoba er nákvæmlega lýst í nýju bókinni, sem akuryrkju og innflutninga deildin hefir gefið út og sem verður send ókeypis hverjum sem um hana biður. Allir þeir sem láta sér annt um framfarir Manitoba ættu að senda eintak af bók þessari til vina sinna og ætt- ingja f beimalandsins, ásamt með bréfi um lfðan þeirra og framför hér. Slík bröf ásamt með bókinni um “Prosper- ous Manitoba” mun suglýsa þúsundum komandi inn- flytjenda kosti þessa fylkis. Skrifið f dag eftir bókinni til undirritaðra sem svo senda yður hana tafarlaust, é J. J. OOLDEN, Deputy Minister of Agrículturt, Winnipeg,Manitoba JOS. BXJRKE, 178 Logm Aienve. IVinnipeg, Manitoba. JAS. HARTNET, 77 Tork Street, Toronto, Ontario. J. F. TENNANT. Oretna, Manitoba. W. IV. UNSWORTH, Einerson, Manitoba; og allra, vmboðsmanna Dominion stjómarinnar vtanríkis. MeO þvf aO biOja nflalega mn ‘T.L. CIGAR,” þá ertu viss aö fá ágœtaa vindil. T.L. (CMON MADE) Western Ulgar Factory Thomas Lee, eÍKandi Winnnipea r~ Tlie Winuipeg SafeWorks, LIMITED 50 Priucéss SL, Winnipeg VERZLA MEÐ Nýja, og brúkaða öryggis skápa [safes], Ný og brúkuð “Casli Registers” Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, m L VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ 8KOÐA VÖRURNAR. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ 2 ♦ \/ITUR MAÐUR er varkár með að drekka ein- 5 * göngu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. « ! DREWRY'S REDWOOD LAGER " þaB er léttur, frey 6andi bjór, gerfiur eingöngu 4 úr Malt og Hops, Biðjið ætíð um hann. ♦ ♦ « 4' »??♦???»????»«????»?? ???????????????????^ E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG. © A LDREI SKALTU geyma til morguns sem hægt er að gera f dag. Pantið Heimskringlu f dag. ♦ -f 4 -f -f + . THE ANDERSON CO. + T PROMPT PRINTERS ♦ 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. -f +-f-f-M-f-H+-f-M-f-f-f-M-f-M-M-f-f-f-f-M-Mf-f-f-f-M-M-f-f-M-M ^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^A -H-I-I-I-H-I-I-I-H-H-I -HH-PUHi STRAX í dag er bezt að gerast kaupandi að Heimskringlu. Það er ekki seinna vœnna. rH"I-W-H"IMI"H"H"I"H-I"H"H"þ rl-H-H-H. I H-H n II I I I !■ Hi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.