Heimskringla - 18.12.1913, Blaðsíða 1
Fáið nppiýsingar um
PEACE RIVER HÉRAÐIÐ og
DUNVEGAN
framtíðar iiöfuðból héraðsins
HALLDÓRSON REALTY CO.
445 iTlain St.
Fhone Maln 75 WINNIPEO MAN
♦ -------------------------—----'♦
GIFTINGALEYFIS-1 VELi GERfiUR
B8I.F SELD | LETUR GROFTUR ]
Tb. Johnson
Watchmaker, J eweler & Optician
Allar vidgerdir fljótt og vel afjhendi |
leystar »
248 Main Street
Phon£ Maln 6606 WINNIPEQ, MAN |
♦ ------------------------------♦
XXVIII. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 18 DESEMBER 1913.
Nr. 12
,éV>
JÓLAÓSKIN.
“ Friður á jörð og velþóknan yfir mönnunum !
Það er mesta jóla-óskin og bezta. Hvað eru Ijósafjöld,
hátíðis búningar, veizluhöld og aðrir viðhafnar siðir ?
Nú í hálft ár hefir dagurinn verið að smá styttast;
en nú byrjar hann að lengja aftur um annað hálft ár.
—Ekki eru það jól.— Hvað boða skuggar skammdegis-
ins, hvað boðar ljóskoman og daglengingin ? Að árin
líða hjá og æfin er á flugi; og alls engin vissa er fyrir því
að yfir alla þá sem fyrsta daglengingar kvöldið rennur,
lýsi yfir þeim vordagurinn langur, að sex mánuðum
liðnum:
En friður og velþóknan, jafnt um skamdegið sem
sumardaginn, jafnt um haust sem vor, færir blessun og
velsælu starfandi höndum og starfandi hugum. Það er
ljósið sem lýsir út frá hugskotum mannanna og upp-
ljómar alla þeirra bústaði, jafnt hallir sem hreysi út um
heiminn.
Megi friður og velþóknan vera allra eign um þessi
jól, og förunautar út veturinn og árið ! Þá stíga færri
andvörp til himna og þá falla færri tár á jörð !
I allan þann klið sem stígur upp af veizlu höldum
mannanna, er líður út frá gildaskálum og gleðisölum,
fagnaðarmótum og samkvæmisstöðum blandist friður.
I öllum þeim klið sem líður út frá vinnustofum manna,
bústöðum ervioisins, framkvæmdar og framfara stofn-
unum mannkynsins, andi friður. Og frá kyrkjum og
ölturum með klukknahljómi og þakklætis söng, hljómi
friður.
Sá friður sem æðri er öllum skilningi sé með öllum
nær og fjær
Gleðileg jóll
Fylkisþingið.
FylkisþingiS var sett á fimtu-
dajrinn var. Er tekiö fram í há-
sætisræðunni, að afar mörg og
mikilsverð mál liggi fyrir þinginu
og eru þessi helzt, er fiutt verða
af stjórninni :
Að byggja slátrunarhús og kjöt-
geymsluhús með frystiklefum í
hinni nýju stórgriparétt austur í
St. Boniface, er komið var upp nú
fyrir nokkru síðan og kostað hefir
um milíón dollara.
Að framlengja Oak Point og
Lundar járnhrautina, svo hún nái
til Hudsons flóa brautarinnar
strax og kringumstæður leyfa.
Að gjöra einhverjar ráðstafanir
um notkun vatnsafis til rafur-
magnsframleiðslu hér í fylkinu.
Var nefnd manna skipuð í það á
síðasta þingi, og verður skýrsla
þeirrar nefndar lögð íyrir þingið.
Að gjöra ráðstafanir fyrir að
koma upp hæfilegum byggingum
fyrir háskóla fylkisins á hinu nýja
stæði, er háskólaráðið samþykti
árið sem leið.
Að gjöra ráðstafanir fyrir um-
bót almennra akvega fram og aft-
ur um fylkið, svo að þjóðvegir og
akbrautir verði greiðfærar, jafnvel
út um strjálbygðustu sveitir.
Að athiuga, hvað gjörlegt sé
með, að koma á fót almennri lán-
veitingastofum, til þess að út-
vega bændum og þeim, sem akur-
vrkju stunda, peningalán með
lægri vöxtum og aðgengilegri
samningum, en nvi fá§t hjá pen-
ingastofnunum landsins. Myndi
stjórnin veita það lán gegn trygg-
ingum í bújörðum bænda, og
setja að eins þá leigu, sem hún
gæti fengið peninga fyrir lægst
gegn fylkisskuldabréfum.
Að stofna nýtt embætti, er skip-
að verði mentamála umsjónar-
manni, er eftirlit hafi með öllum
uppfræðslumálum fylkisins.
Auk þess koma fram ýmsar laga
breytingar viðvíkjandi kjördæma
niðurjöfun og fjölgun þingmanna ;
hreyting á lögum viðkomandi
stofnun hlutafélaga ; lífsábyrgða-
sölu ; meðferð á fé vitskertra og
sinnisveikra ; niðurjöfnunar skrá
sveitafélaga ; um réttardóm o. fi.
linnfrcmur verða ræddar nauð-
synlegar breytingar á hegningar-
lögum og meðferð sakamanna.
Hefir nú milli þinga verið mikið
starfað í því máli, safnað skýrsl-
um ocr fyrirkomulag útlendra fang-
elsa nákvæmlega skoðað.
Telja má víst, að eftir þessari
skrá að dæma verði þing þetta
með þeim merkari, er haldin hafa
verið hér. Öll þessi mál eru nauð-
synja og framfaramál, ekki sízt
það sem snertir lánveitingastofn-
un fyrir bændur. Hefir fátt meir
liamlað framtakssemi í búskap, en
dýrleiki og ekla peninga, er þurft
liefir á að halda til nauðsynlegra
umbóta sveitunum. Hefir það mál
að eins komið til umræðu í Can-
ada og má því heita nýmæli hér.
En nokkur vesturríki Bandaríkj-
anna hafa allareiðu haft það til
meðferðar um nokkur ár og hefir
það bæði mætt beztu undirtektum
og verið afar vinsælt.
þá er og annað mál, það sem
snertir bygging háskólans, er
mælast ætti vel fyrir. Engin stofn-
un fylkisins er fylkinu nauðsyn-
legri eða meir til sæmdar en há-
skólinn. Undanfarið hefir ekki ver-
ið að honum hlúð sem skyldi, ef
til vill mest vegna þess, að Bún-
aðarskólinn hefir þar setið í fyrir-
rúmi. En búnaðarskólanuin var
fylkisbúum lofað strax og stjórnin
gæti komið honum upp. Hefir það
loforð nú verið vel efnt, því liann
er talinn sá fullkomnasti skóli
sinnar tegundar í öllu Canadaríki.
En nú á að taka háskólann fyrir.
■V’erður vonandi gjört það, sem
frekast verður unt, að gjöra hann
vel úr garði.
Jólatréssamkoma
Jólatréssamkoma-verður haldin
í Únítarakyrkjunni á aðfangadags-
kvöldið. Gjöfunutn verður veitt
móttaka í kyrkjunni eftir hádegi á
aðfangadaginn. Á jóladaginn verð-
ur messað í kyrkjunni kl. 3. e.h.
Umræðuefni þá : Jesús frá Naz-
aret og Kristur kyrkjunnar.— All-
ir velkomnir.
Barnadauði í Canada.
Blaðið “Journal of Commerce”
segir frá því, að samkvæmt heil-
brigðisskýrslum landsins sé barna-
dauði á mjög háu stigi hér í
lajtdi, og er hörmulegt til að vita.
Um undanfarin ár helir svo talist
til, að um 36,000 börn hafi dáið
árlega, tólf mánaða gömul og
yngri. Er það sem næst 100 börn
á liverjum degi.
Hefir þessu ekki sá gaumur ver-
ið gefinn sem skyldi. Hefði lands-
stjÓTiiirnar og héruðin átt að hefja
rannsókn til þess að homast eftir,
hvernig á þessum voða stæði, og
hvort ekki væri hægt að stemma
stigu fyrir því. í stað þess er ekk-
ert gjört. K/eppst er við í síðastlið-
in 15 ár, að safna liingað sem
fiestum innflytjendum, og eru
landsliagsskýrslurnar mjög hávær-
ar yfir þeim mikla gróða, er af
auknutn innflutningi stafi, þó sumt
sé viðsjárverður gróði.
Að slíkt ástand sktili eiga sér
stað hér í landi, er furðulegt.
Mætti heldur búast við, að þetta
vTæri ástandið í gömlu löndunum,
þar sem þrengslin eru meiri og
harðréttur manna á meðal. Hér
eru rýmindin, holl fæða og nóg, og
hvergi hungur eða stórvægilegur
skortur manna á meðal.
Áreiðanlega er það fyrsta skylda
þjóðarinnar hér, að bjarga sínum
eigin börnum, ef unt cr, heldur en
að láta þau hrynja niður ár eftir
ár, og fylla svo skarð þeirra, er
upn hefði átt að vaxa, með borg-
arskríl Evrópu.
Mikið er nú gjört til þess, að
hefta útbreiðslu og til að útrýma
tæringunni. En alt svo voðaleg að
tæringiu er, bá fT-mtC>é*i*íWpH
Jiennar völdum tæpur fiórði hluti
að tölu við barnadauðann. Ilætt
er við, að hér séu margar orsakir,
er ligfrja til erundvallar, — ein, ef
til vill, vanhirðing og vanþekking
um meðferð á ungum börnum. Og
svo er hin, sem þó er ægilegri, að
það virðist liggja í landi sá hugs-
unarháttur, að barnslífið sé minna
virði, en jafnvel líf gamalmennis-
ins. Um gamalmennið togast
dauðinn og læknarnir, — um gam-
almennið, er lokið hefir dagsverk-
inu og þráir hvíldina. En fyrir
barnið, sem lifið og dauð-
i n n hevja orustUna vfir, er gjört
minna en skyldi, — stundum ekk-
ert.
Enginn vafi er á því, ef lækna-
stétt landsins léti þetta ástand
meir til sín taka en hún gjörir, að
þá vrði brevtingar frá því sem nú
er, skjótlega til hins betra.
Macdonald
kosningin.
Alex. Morrison endurkosinn með
auknum meirihluta.
þar sem þeir eru svo vel þektir,
datt fæstum í hug, að taka nokk-
urt mark á slíkum óhróðurs róg ;
en inenn út í frá vissu ekki, hverju
var að trúa. Málsóknir og ógang-
ur liberölu höfuðpauranna gerðu
og sibt að verkum, bæði að ó-
fræga þessa mætu menn og hið
góða nafn kjördæmisins. En nú
hafa kjósendurnir kveðið upp sinn
dóm, og það er hæstaréttardómur
í þessu rnáli. þeir hafa hent ályg-
unum aftur í kok mannorðsníðing-
anna. þeir hafa hreinsað þá, sem
ósönnum sökum voru bornir, af
öllum efa, og gefið kjördæminu
aítur sitt góða, flekklausa nafn.
Manitoba í heild sinni er þakk-
lát Macdonald kjósendunum fyrir
svar þeirra. það er þeim til
sóma.
Saina dag og Macdonald kosn-
ingin var háð, fór fram kosning í
South Eanark kjördæminu í Ont.
þar sóttu fram tveir Conservatív-
ar, og einn flokksleysingi, er Lib-
eralar studdu að málum. Úrslitin
urðu þau, að Dr. Hanna, hinn
rcglulegi Conservatívi, var kosinn
með 135 atkv. umfram óháða Con-
servatívann. Flokksleysinginn, er
Liberalar studdu, fékk ein 60 at-
kvæði, af meir en 4 þúsundum, er
greidd voru.
Fréttir úr bœnum.
Á föstudagskvöldið var lagði
Miss Anna Ölafsson af stað liéðan
úr bænutn vestur að hafi. Bjóst
við að fara alla leið til Los Ange-
les, Cal., og dvelja þar til vors.
Vér höfutn verið beðnir að geta
þess, að á föstudagskvöldið kem-
ur hafa ungu stúlkumar í Pyrsta
lúterska söfnuði kaffiveitingar í
samkomusal kyrkjunnar. Kalla
þær samkomu þessa “Dry Grocery
Shower”, og er fyrirkomtulag sam-
komunnar þetta : Inngangur í sal-
inn kostar ekkert, og veita þær
öllum, er þangað koma, kaffi með
bratiði. En veitingarnar ætlast
þær til að séu launaðar með ein-
hverju matarkyns, svo sem pundi
af tei, kaffi, rúsínum, eða þá sykri,
grjónum, haframjöli, hveiti o. s.
frv. Matvælin, er safnast með
þessu móti, ætla þær að gefa
bjargarsnauðii fóiki um jólin. —
Hugmyndin er göfug tim leið og
hún er ný. Fólk ætti að geta
skemt sér vel á svona samkomu,
og stúikurnar, sem fyrir samkom-
unni standa, eiga skilið, að þess-
ari viðleitni sé vel tekið.
Með stærri atkvæða yfirburðum,
en áður hefir verið dærni til í sögu
þessa kjördæmis, var Alex. Mörri-
son endurkosinn á sambandsþingið
á laugardaginn var, eftir stutta
og hógværa baráttu af hendi Con-
servatíva.
Hann var kosinn fyrir sama
kjördæmi 12. okt. 1912, en lagði
; þingmensku niður, er uppvíst var
að kosningin hafði ekki verið með
öllu gallalaus. þá hafði liann
784 atkv. meirihluta ; en nú liafði
liann 923 atkvæði umfram keppi-
naut sinn Dr. Myles.
Kosningaúrslit þessi eru stór
sigur fvrir Conservatíve llokkinn i
lieild sinni, en sérstaklega þó fyrir
hinn mikilsmetna stjórnarformann
þessa fylkis, Sit Rodtnond P. Rob-
lin, og Hon. Robert Rogers, opin-
berra verka ráögjaía Borden
stjórnarinnar. Yfir þá hafði verið
ausið svívirðilegtim aðdróttunum
og skömmum, síðan kosnihgin fór
fram í fyrra jaiist. Hér í fylkinu,
Hiö mikla gistihús Fort Garry
Ilotel, Grand Trunk járnbrautar-
félagsins, er verið hefir í smíðum
nú í tvö ðr, var opnað með mik-
illi viðliöín og veizluhaldi á fimtu-
daginn var. Er hótel þetta talið
: eitthvert vandaðasta gistihús í
Ameríku. Hefir það, kostað ó
grynni fjár, svo milíónum dollara
skiftir. Er sagt, að öll intirétting
sé sú prýðilegasta, , sem þekkist
hér í Canada, bæði ltvað snertir
: fyrirkomulag gestaherbergja og
alla skreyting innan veggja. Alla
innanhtiss skreyting annaðist að
sögn kona Mr. F. W. Bergmans,
yfirumsjónarmanns með gistihús-
ttm Grand Trtink járnbrautarfé-
lagsins í Canada.
Frá Tantallon, Sask., er stadd-
ur hér í bæ Ólafur G. Ólafsson.
Hefir hann stundað nám hér við
háskólann á undanförnum vetrum.
Til bæjarins kom á föstudaginn
var hr. þorsteinn J. Gíslason,
kaupmaður frá Brown P.O. Var
liann í verzlunarerindum til borg-
arinnar nú fvrir hátíöarnar.
Vér vildum láta þess getið, að
ttmboðsmaður Hkr. fyrir Piney
bygðina í Manitoba er hr. S i g -
u r ð u r Anderson. Vildum
vér mælast til, að viðskiftamenn
blaðsins sneru sér til hans með
borganir og annað blaðinu við-
komandi.
Sökum veðurblíðunnar er ísinn
mjög ótraustur cnnþá á Rauðá.
Hafa menn þó verið að fara fram
á liann af og til, en ekki hefir það
orðið að slysi fyrr en á fimtudag-
inn var. Sænskur piltur, C. Söder-
ström, var þar að skemta sér á
skautum, brotnaði þá ísinn niður,
en pilturinn druknaði. Er það
fvrsta druknunin á þessu hausti í
Rauðá, héðan úr bænttm. Kemur
þetta fyrir á hverjtt hausti, að
fieiri og færri fara ofan um ísinn,
og má það undarlegt heéta, að
það skuli ekki kenna mönnum áð
fara gætilega.
Laugardaginn 6. þ.m. voru þau
Matúsalrm T. Thorarinsson, húsa-
smiður, og Sigríður Katrín Sigur-
rós Davidson, bæði ril heimilis í
Winnipeg, gefin saman í hjónaband
af sírá Rúnólfi Marteinssyni,. Fór
lijónavígslan fram í nýju, prýði-
legu húsi brtiðhjóanna, að 940
Sherburn St. Nokkur nánustu
skyldmenni og aðrir vinir voru
þar viðstaddir og sátu rausnar-
lega veizlu. Alt fór fram með hin-
um mesta myndarskap.
Hinn 5. þ.m. voru þau Jón J.
Thorsteinsson og Sigurdís Sig-
urðsson, bæði frá Geysir, Man.,
gefin saman í hjónaband að 606
Beverly St., af síra Rúnólfi Mar-
teinssyni. Nokkur liópur vina var
þar viðstaddur op- naut veizlu-
fagnaðar. Ungu hjónin lögðu af
stað næsta dag til heimilis síns í
Geysi-bygð.
Eftir skýrslum, sem mjólkurbú-
in hér í bænttm hafa sjálf samið,
er "TÓði þeirra mánaðarlega frá
9—13 prósent af öllu innstæðufé
verzlunarinnar. Er þetta að frá-
dregnutn öllum kostnaði. Tólf
sinnum það svnir þá hagnaðinn
vfir árið, verður það sem næst
106—144 prósent, eða með öðrum
orðum : innstæðuféð er rúmlega
tvöfaldað árlega. Fvrir hvern doll-
ar í höfuðstól fá þau $1.06 til
$1.44 í rentu. — það munu vera
fá félög, sem smvia út úr almenn-
ingi aðra eins okurleigu og þessa,
og er bó margur fuglinn fagur.
Hér í bænum er staddur þessa
dagana H. J. Halldórsson, kaupm.
frá Wynyard, Sask. Segir liann
nýdáinn þar vestra Stefán Hafiiða
son, er bjó fyrir eitta tíð í Eyhild-
arholti í Skagafirði.
Frá Hallson, N. D., er oss skrif-
að, að nvdáinn sé þar í bygðinni
bóndinn Jón G. Middal ; andaðist
hann þann 9. þ.m. úr lungnabólgtt.
Sökum þrengsla í blaðintt getum
vér ekki prentað nú í þesstt blaði
samskotalista yfir gjafir í hjálpar-
sjóð ekkju Páls heit. Guðmttnds-
sonar frá Silver Bay. En upphæð-
in er nú orðin $487.25, og bætist
þó daglega við.
ITr. Andrés Skagfeld, póstmeist-
ari frá IIovc, var hér á ferð í
fvrradag. Hann er að starfa í
sínu bygðarlagi, ásamt fieirum,
fyrir Eimskipafélag íslands.
Nýkomin er frá prentsmiðju
Lögbergs L j ó ð b ó k eftir Bjarna
Lyngholt. Nefnir höfundur ljóða-
safn þetta “Fölvar rósir,
frá árunum 1892—1913”. Er bókin
prentuð á þykkan pappír, og vel
frá henni gengið og kostar 65c.
Verður kvæða þessara betur getið
síðar.
Leiða viljum vér athygli les-
enda Hkr. að því, að hvergi fá
þeir betri í s 1 e n z k j ó 1 a k o rt
en í bókasölubúð hr. H. S. Bar-
dals. Jtar fást einnig allskonar
bækur, er hentugar væri til jóla-
gjafa.
1 kveld (miðvikudag) heldur The-
odór Árnason fiðluleikari Concert
í Goodtemplara húsinu með að-
stoð söngkonttnnar Mrs. S. K.
Hall. Landar ættu að fjölmenna
þangað.