Heimskringla - 18.12.1913, Blaðsíða 15

Heimskringla - 18.12.1913, Blaðsíða 15
heimskringla WINNIPEG, 18. DES. 1913. í áöurnefndri grein Próf. J. H. segir hann aB.Jesús Kristur hafi veriö sannur maöur, um þaö beri allt nýja testam. vott, En þetta vilji fólk ekki heyra nema jafnskjótt sje því bætt viö aö hann hafi veriö guö. En þó sje hitt hiö sanna; og þaö aö vera sannur maöur sje aö vera hiö æösta er hugsast geti í sköp- unarverkinu. Kristur sje hinn sannasti maöur og að rjettu lagi “eini alsanni maðurinn sem lifað hefir hjer á jörð”, Vegna þess hafi þaö líka orðið skoðun lærisveinanna strax, að hann væri líka guðssonur. Rekur hann svo skýringartil- raunir fornkyrkjunnar á þessu efni, en kemst að þeirri niður- stöðu aö hún hafi farið feilt í öllum sínum kenningum. Jesús var sannur maður en hann var líka guðsson og við lestur oröa hans og íhugun verka hans, finnur maBur hversu því var variö. “Guö var í Kristi”, “Guö kemur sjálfur niöur til mín í persónu mannsins Jesú.” Þetta ber að skilja þannig, að í innsta eðli sínu er guö, persónulegur rndlegur kærleiksvilji. Og þessi persónulegi andlegi kærleiksvilji fylgir sálu Jesú og myndar inni'nald hennar. í því er fólginn guðdómur Jesú1’, “Maðurinn Jesús er J á guðssonur af því að andlegur kærleiks- vilji guðs er orðinn innihald sálar hans og allt líf hans þess vegna dýrðleg opinberun guðs”. Þetta er skýring hinnar nýju guðfr. á þrenningarlærdóm- inum sem hún segist halda við, og á persónu Jesú. Hve fráleit hún er hinni fornu lút. kenn. þarf ekki á að minna. Það er þá fyrst að athuga hvert þetta, í stað þess að vera þrenningarkenning, ekki beint mótmælir þeirri hugmynd um guðdóminn og hvaða skoðun þaö skilur oss eftir á persónu Jesú. I fyrstalagi þá talar n. guöfr. ávalt um guö sem persónulega veru. En persónuleg vera er hvaö? Vjer játum aö vjer getum ekki útskýrt þaö fyllilega, en þó mun flestum skiljast þaö sem svo, aö þaö sje sú vera er hafi til að bera alla eiginlegleika per- sónuleikans, en þar á meðal er viljinn eitt, En nú er viljinn ekki frumverund sálarlífsins eða persónuleikans, yfir alla aðra andlega eiginlegleika hafinn, heldur er hann framkallaðar af hugsun, stjórnað af hugsun og beint í vissa átt af hugsun. Svo fjarri því þá aö viljinn tæmi innihald persónuleikans er hann aö eins eitt af eiginlegleikum hans, hugsuninni undirgefinn, eöa hinum skynjandi krafti. En nú er hjer ekki um allan vilja hinnar eilífu veru að ræða, heldur þann sem leiöir í ljós ást, hjálpsemi, viökvæmni, meö- líðan eða alt það er vjer viljum lesa út úr orðinu kærleiki. Er þá eftir rjettlætisviljinn, hinn lífgandi og skapandi vilji. Nú ef kærleiksvilji guðs hefir fylgt sálu Jesú og myndað innihald hennar, er ekki þar með allur persónuleiki guðdómsins í því innifalinn, heldur að eins eitt brot eiginlegleika hans, er fram kemur í ást, samlíðan og miskunsemi Krists með öllu mann- legu lífi. En með þaö gjörir ekki þrenningarkenningin sig sátta. Því hún segir skilyröislaust aö Jesús sje fööurnum jafn, og hiö sama og faöirinn. En sannur maður hversu sem hann er tengdur eðli guðdóms- ins getur ekki verið jafn hinu eilffa og alfullkomna. “Þó að frá fyrsta augnabliki tilveru hans,” eins og Próf. J, H. kemst að orði, “hafi guð sett sig í samband við hann, til þess að hafa áhrif á h8nn.” Þá er og lfka þess að gæta, að hver sú vera sem á tilveru sfna hjer í tfmanum, henni er ekki rjettilega lýst með því að segja, að hún sje til frá eilffð til eilífðar. En það fer þrenningarkenningin fram á, að Kristur hafi verið hjá föðurnum frá eilffð áður en hann birtist hjer. Þarf ekki lengi um þessa kenning Próf. J. H. að hugsa til þess að finna að hann gjörir Jesö óæðri föðurnum, að hann er, eins og Próf. kemst að orði, “ljómi guðs dýrðar og ímynd hans veru.” En ljómi dýrðarinnar er ekki jafn dýrðinni sjálfri nje ímyndin, fyrirmyndinni fullkomnu. Þessi kenning Próf. J. H. um persónu Jesú neitar þvf þrenn- ingarlærdóminum eins og hann hefirávalt verið skilinn. En gjörir hann það þá skýrt að Jesús sje guðsson fram yfir aðra menn? Guðssonar eðlið er í þvf fólgið segir hann oss að “kærleiksvilji guðs er orðinn innihald sálar hans.” Á hvern hátt eru allir menn guðs börn? Er ekki hægt að komast nokkuð svip- að að orði um það? Er það ekki fyrst og fremst að allir menn eiga liöfundi alls lífs, lff sitt að þakka, og, að á sjerstakan hátt eru geislar guðlegs eiginleika fólgnir þeim í sál, veita þeim kraft til að hugsa og áforma, elska, vona og trúa? Hið eina sem sjeð verður á þessari ritgj. Próf. J. H. er að liann vill álfta að Jesús hafi haft í ríkari mæli, en aðrir menn, guðseðlið, geisla hinna guðlegu eiginlegleika. Milli Jesús og mannanna er því ekki eðlismunur nokkur, heldur að hann hefir f ríkari mæli það sem allir menn hafa í smærri mæli. En hvaða kenning er þetta? Hefir hún áður komið fram í sögu trúarbragðanna ? Fyrir tæpum hundrað árum voru menn uppi er hjeldu fram alveg sömu skoðunum. Þeir voru bæði á Englandi og í Bandarfkjunum, en á báðum stöðum taldir villi- trúarmenn. Þeir vom nefndir Unitarar, af því að með þessari kenmngu um persónu Jesú, höfnuðu þeir hinni eldri þrenningar- kenningu erskoðaði Jesú sem sannan guð. Bæði Dr. Channing, Dr. Clarke, Dr. Lindsay og Dr. Henry Ware höfðu þessa skoðun á persónu Jesú. Og enn til þessa dags hafa þúsundir Unitara þessa skoðun líka. En allir játa þeir að mismunur sje manna, að einn geti geymt í rfkari mæli geisla hinna guðlegu eiginlegleika en annar. Neyðumst vjer því til að skoða þessar kenningar J. H. um Jesú, únitariskar, fremur en lúterskar. Yfir það heila tekið er kenning n, guðfr. únitarisk þegar hún er tekin úr umbúðum þeirra orða sem fiytjendum hennar þóknast að færa hana f, og sem teknar eru frá skoðaninni sem heimurinn er nú óðum að yfirgefa. Með enn styttri samanburði en vjer höfum enn þá gjört verð- ur þetta skýrara. Með kenninguna um eðli, uppruna og gildi ritningarinnar er n.guðfr. samhljóða Únit., um sköpun heimsins og mannsins, um eðli og uppruna kyrkjunnar, um gildi og þýð- ingu altaris sakramentisins, um ódauðleikann, um rjettlætingu mannsins, um frelsun mannsins, um, og það er þýðingarmesta atriðið, persónu og dæmi Jesú Krists. Af kenningum lút. kyrkjunnar neitar n guðfr. alveg, upprisu holdsins, nálægð líkama og blóðs Jesú í sakramentinu, endur- lausn fyrir krossdauða, innblæstri ritningarinnar, syndafalli, sjerstökum guðdómi Jesú og þrenningarkenningunni, eins og hún hefirverið skilin, ennfremur dómsdegi, persónulegri tilveru Sat- ans, fordæmingu ungbarna, að frelsun mannsins sje ómöguleg utan kyrkjunnar. Og það sem mestu varðar, kenningarnar er komið hafa f stað þessara og hinna annara er breytt hefir verið, eiga ekki upp- tök sfn f heimspekinni eða irúfræðinni fornu, heldur eru þær allar teknar frá rannsóknum, sögulegum og \fsindalegum, aldarinnar sem leið. Sögulegum og vísindalegum sannleik er menn hafa leitað að og fundið, þrátt fyrirbann og forboð kyrkjunnar. Allur sá forni grundvöllur sem hin nýja guðfr. byggir þvf á, er trúar- tilhneiging mannsins, sem jafngömul er mannkyninu, Þeirri tilhneigingu er leitað fullnægingar samkvæmt bendingum vfsind- anna og rannsókr.um fornfræðinnar. Er hjer um alveg sömu af- stöðu að ræða og TJnitarakyrkjunnar. Hversu n guðfr. fær kallað sig þá lút. trú, fáum vjer ekki skilið, fær enginn skilið, þvf það eru bein ósannindi. Enda er það hvergi reynt nema í lút. löndum. En þó er hún söm við sig f því að í hinum löndunum kallar hún sig hinum rfkiskyrkjunöfn- unum gömlu, svo sem Presbytera, Methodista, Reformendur o.s.frv. Það er þessi varfærnis og ódjarfleika stefna, hylmingaleikur, sem gjörir skoðun þessa að máltæki meðal manna. Það hefir verið minst á það í riti hjer vestra, að auðsætt væri það að n. guðfr. væri ekki únitaratrú, því Únitörum væri mein illa við hana. Fyrst og fresnst sannar það sáralftið hvers eðlis skoðanir eru, hvort mönnum er vel eða illa við þær, og svo í öðru- lagi er þessi staðhæfing^ósönn. Það eina sem Únitörum er illa við, er það, að farið sje f felur með þær skoðanir sem þeir telja bæði sannar og háleitar og helgar. Að þær sjeu gjörðar sem næst óskiljanlegar með of fastri ílialdssemi við nöfn, og með undan- slætti við menn. Og að hinir nýju lærisveinar fagnaðar og frels- isboðskaparins loki sig inni af ótta fyrir Gyðingum. Þeir vilja eins og kenningarnar eru fagrar svo hafi þær hreinan og látlausan búning, er þrer eigi sjálfar, en gangi hvorki í bættum görmum eða lánuðum flfkum. Oss Únitörum er ekki illa við þessar skoðanir. En vjer erum vandlátir fyrir þeirra hönd, að þær fái að auglýsa sig f sinni eðli- legu tign og prýði. Og vjer erum vandlátir með það að þær sjeu ekki knúðar í þjónustu óttans og óhreinskilninnar og notaðar til þess að misbjóða viti, velsæmi og skynsemd manna. Um það hafa kvartanir heyrst frá oss, en þar hafa þær lfka byrjað og þar hafa þær ent. LANDSÖLUFÉLAGIÐ SKÚLI HANSSON & CO. óskar öllum sínum viðskifta mönnum gleðilegra jóla. ÞaÖ þakkar fyrir undanfarin viöskifti og tiltrú er íslendingar hafa sýnt því, og vonast eftir aö mega njóta viöskifta þeirra á komandi tíö. Út um landsbygöina eru margir er ýmist vildi selja bújaröir sínar eöa kaupa nýjar, ef þeir hefðu kynni af áreiðanleguin landsölumönnum tilað um- gangast þaö fyrir sig. Aörir aftur vildi helzt flytja sig til bæjarins, gæti þeir fengiö hér íbúöar hús með þolanlegum kjörum. í þessu hvortveggja gjörðu menn réttast aö snúa sér til Skula Hansson. Skuli Hansson & Co. er alþekt og velþekt fasteignasölu félag, búið aö reka verzlun í mörg ár. Leitiö til þeirra áöur en þér fariö annað. HANSSON 47 Aikens Building, Winnipeg Criterion Hotel Rétt við Main Street á McDermot Ave. Einn bezti greiðasölu staður í bænum. Fœði og húsnæði með mjög sanngjörnu verði, Billiard stofa ein hin bezta. Við billiard spil skemta sér margir, er það sú bezta skemtun, Þangað ættuð þér að koma. Vín og vind- lar ávalt á reiðum höndum, hvortveggja af beztu teg- und og lægsta verði. Forstöðunefnd hotelsins leyfir sér að þakka öllum viðskiftamönnum sínum undanfarin viðskifti og óska þeim gleðilegra jóla! P* Cook, eigandi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.