Heimskringla - 21.05.1914, Page 1

Heimskringla - 21.05.1914, Page 1
GIFTINQALEYFIS-I VEL GEHÐUR BfiLií1 SELD | LETUR GRÖFTUR Tb, Johnson Watchmaker, Jeweler & Optician Allar viðgerdir fljótt o« vel af heudi leystar 248 Main Street Phone Maln 6606 WINNIPEO, MAN ♦ ------------------------------- Fáið npplýsinfcar um PEACE RIVER HÉRAÐIÐ og DUNVEGAN framtíðar hötuðból héraðsin* [HALLDORSON REALTY CO 710 Itlclntyre Block Fhone Maln 2844 WINNIPBQ MAN ♦------------------------------♦ XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN, 21. MAÍ 1914. Nr. 34 vnmumttitituuittitætxtimuiimtxtmttnttitmtœxxtttttttiiumtætttxinxitxBitxuz mutmmmtnmmtmutuuummummmmmmmntmummmmttttmmmmmmtmtmmmtmtm Islendingar útskrifaðir frá Manitoba háskóla 1914. Fréttir. Mexikó. Á föstudaginn var þann 15. ]). m. útskrihiðust 5 Islendingar hér við háskólann. Þá fór fram uppsögn skólans á þessu vori, með mikilli viðhöfn. Fóru hátíðahöldin fram í Walker leikhúsinu, einsog venja er til, og kveldveizlan f Royal Alex- andra hóteli. Erkibiskupinn yfir Ruperts landi (Norðvestur Can- ada) flutti skilnaðarræðuna til háskóla-nemenda, og brýndi fyrir heim, að halda fast við þær liug- sjónir, er út í lífsbaráttuna kæmi, er menningin, mentunin og skóla- áhrifin hefði vakið hjá þeim. Sér- staklega áherzlu lagði hann á nauð- syn og nytsemi réttra og heilbrygðra mannlífsskoðana. Stéttamyndunin ein af þeim stefnum innan þjóðfé- lagsins, er allir sannir mann- og mentavinir vinni á móti, jafnrétti og hugarhreinléiki það, sem flest manfélagsmein fær læknað. Brýndi hann fyrir mentamönnum, að reyn- ast trúir þjóðveldis-hugsjóninni, er beztum þroska hefði náð hér í þess- ari álfu, og ieitt hefði í ljós betur en nokkuð annað manngildi ein- staklingsins. Forstöðumenn hverrar háskóla- deildar skrýddu þá, scm voru að út- skrifast, háskóla-einkennum og af- lientu þeim skýrteini sitt. Alls út- skrifuðust sem B.A. 75 og voru 5 íslendingar 1 þeirra tölu. í lögfræði útskrifuðust 16; í verkfræði 8; í læknisfræði 43. Auk þess voru veitt 9 meistarastig og 2 doktors nafn- bætur. í marzmánaðarlok útskrifuðust tveir ungir námsmenn, einsog vér gátum um í blaðinu frá 9. apríl, frá Búfræðiskóla fylkisins. Fylgja myndir þeirra og æfiatriði hér með. Einn þeirra, sem útskrifuðust á föstudaginn var, tók verðiaun há- skólans, gullmedalíu. Yar það fyr- ir ágætiseinkunn í stærðfræði (ma- thematics). Yar það Steinn ólafur Thompson. Á hann þökk skilið fyrir það, að enn á þessu ári hefir haldist það, er orðið er að venju nú í 12 ár, að á hverju vori hefir einhver íslendingur tekið hæstu einkunn og lilotið verðlauna-pen- ing háskólans. Fyrstur til þess var Þorvaldur heitin Þorvaldson, árið 1902, og síðan hefir það ekki úr ís- lenzku ættinni gengið. Stundum hafa fleiri cn einn náð f verðlauna peninga eða einhvera aðra sæmd. Þessir hafa gengið uþp við há- skólann: Úr fyrsta bekk upp í annan — Einar J. Skafel (1B), Margrét And erson (2), Ásta Austmann (2), og V. Vigfusson. Sá sfðartaldi verður að ganga undir próf aftur í haust í nokkr- um freinum. t'r öðrum bekk upp í þriðja — Jórunn Hinriksson (1B). Úr þriðja bekk upp f fjórða — B. M. Paulson (1B); ólafía J. Jóns- son (2); Sígrún E. Jóhannesson (lBq; Magnús Kelly (3); S. B. Stef- (1B); Magnú;s Kelly (3) ;S. B. Stef ánsson (2); Solveig Thomas (1B). Nokkrir' þessara verða að ganga undir próf í liaust í einstökum greinum. Úr öðrum og upp þriðja bekk í lagaskólanum — Björn Stefánsson (2); Arnleifur L. Jóhannsson (1B). Úr þriðja bekk upp í fjórða— læknaskólann — Sigurgeir Bardal (2). Úr þriðja btkk upp í fjórða — Sveinn Björnsson (1B). Úr fjórða bekk upp í fimta — Baldur Olson (1Á), er hlaut $80.00 verðlaun. Tölurnar aftan við nöfnin sýna einkunnarstig. jón Einarsson, B. A. Sigrún íngibjörg Helgason, B. A. Kristján Jónsson Austmann, B. A. SIGRÚN ÍNGIBJÖRG HELGASON, B. A. Ungfrú Sigrún Ingibjörg Heiga- son er fædd á núverandi heimili foreldra sinna, sunnanvið Árnes pósthús Nýja Islandi, 1893. Er in'in Hóttir Gunnlaugs Helgasonar og Jóhönnu Heigu Sigurðardóttur, er úður bjuggu á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd í Gullbringu- sýslu. Fluttust þau hjón til Ame- ríku árið 1886, og bygðu fyrst á Strönd f Árnesbygð, en færðu sig svo skömmu síðar í syðri Árnes- bygðina og bygðu á Jaðri. Barn að aldri fór Sigrún í fóstur til föðurbróður sfns, Guðmundar Helgasonar og konu hans önnu Helgadóttur, er búa á Fróni í Syðri-Árnes bygð, og hefir hún al- ist upp hjá þeim, og þau styrkt steinn Q Thompson B A hana gegnum skóla. Við barna- skólanám lauk hún árið 1907, og samsumars innskrifaðist hún við undirbúningsdeild háskólans. Við undirbúningsnám lauk hvin vorið 1909. Var hún þá utanskóia næst- komandi vetur, en skrifaðist upp í háskólann haustið 1910, og útskrif- aðist þaðan 15. maí síðastliðinn, við tungumáladeildina. Lagði hún aðailega fyrir sig frönsku og þýzku og bókmentir og sögu. Síðan vorið 1909 hefir Sigrún stundað sumar- kenslu, og því að stóru leyti unnið ið fyrir sér sjálf í gegnum skóla. Hún er gáfuð og tíguleg stúlka, glaðlynd og örgerð, fríð og við- mótsprúð, og vinsæl meðal allra, er hana þekkja. Nú að loknu námi tekur hún við barnakenslu við Húsavíkur skóla í Nýja íslandi. GuÖmundur Ólafur Thorsteinsson, B. A. Sigfús J. Sigfússon STEINN O. THOMPSON, B. A. Steinn O. Thompson er fæddur í Winnipeg, Man., 23. nóv. árið 1893. Er hann sonur Sveins skósmiðs Thompsons (Tómassonar) og konu hans, Sigurlaugar Steinsdóttur, er nú búa f Selkirk. Faðir hans er Borgfirðingur og kom til þessa lands árið 1886, en móðir hans er ættuð úr Eyjafirði. — Barnaskóla- og undirbúnings-mentun hlaut Steinn í Selkirk, en haustið 1910 innritaðist hann við Wcsley College hér í bæ, og hefir vera hans þar verið óbrotin frægðar för. Við fyrsta próf sitt þar vann hann $60 verðiaun í latínu og stærðfræði, og einnig heiðursverðlaun 1 sögu. í öðru ári hrepti hann $40 verðiaun f stærðfræði. Síðustu tvö árin hefir hann lagt fyrir sig stærðfræðisnám eingöngu, og hefir áunnið sér al- ment hrós fyrir ágæta frammistöðu. 1 fyrra vor vann hann $150 verðlaun og nú, cr hann útskrifast, fær hann gull-medalíu Manitoba háskólans í í stærðfræði. Fyrst um sinn mun þessi piltur ætla að kenna, og síðan mun hann nema læknisfræði við Manitoba Medical College. Megum vér búast við að hann haldi áfram að verða sjálfum sér og þjóð sinni til sóma f ókominni tíð, og óskum vér hon- um allra heilla f framtfðinni. KRISTJÁN JÓNSSON AUSTMANN, B. A. óhætt er að telja með beztu fs- lenzku námsmönnum í Manitoba, Kristján Jónsson Austmann. Kristj- án fæddist 25. september 1890, ná- lægt Glenboro í Manitoba, og er ættaður úr Rcykjavík og Borgarfj.- sýslu. Hann ólst upp í Winni- peg þar til hann var 9 ára og síðan í Isafoldar byggð fyrir vestan Man- itoba vatn. Eins og margir fleiri íslenzkir námsmenn hér, fékk Ivristján fyrstu hvöt til æðri mentunar hjá J. Magn- úsi Bjarnasyni, skáldi, og viður- kennir liann ætíð þá vinar leiðbein- ing með ynnilegu þakklæti. Eftir að hafa fengið tilsögn í tungumál- um og stærðfræði hjá Magnúsi, inn- ritaðist hann haustið 1907 við Wesley College í undirbúningsdeild háskólans. Kristján hefir jafnan verið ágætur námsmaður. Hann var snemma hnegður til vísindanáms, enda hefir liann jafnan staðið sig bezt í þeim greinum. Hann hlaut verðlaun fyrir dýra- og jurtafræðis nám í fyrsta bekk háskólans. í vor iit- skrifaðist hann með fyrstu einkun í vísindum (Natural and Physical Scienee). öll skóla ár sfn hefir hann verið starfandi í félagslífi stúdenta hér, og komið rösklega fram. Hann hefir verið ritstjóri Stúdentafélags biaðsins, og var í vor kosinn forseti félagsins. (Niðurlag á 5. bls.). Helgi C. Helgason Lítið hefir gjörst milli Banda- manna og Huerta síðastliðna viku. Friður hefir rfkt og undirbúning- ur haldið áfram með sáttaþingið f Niagara. Fyrra mánudag komu er- indsrekar Huerta til Washington og var þeim vel tekið. Halda þeir til hjá sendiherra Spánverja. 1 samtali við Bryan hétu þeir fyr- ir hönd Huerta stjórnar, að láta gjöra eftirgrenslan um hvarf eins Bandaríkja hermanns, er hvarf í Tampico f fyrri viku og sagt var að hcfði verið myrtur. Sendiherra Braz- ilfu f Mexico borg hefir tilkynt Fun- ston í Vera Cruz, að skipað sé að rannsaka það mál til hlýtar. Báðir voru þeir búnir að frétta, að her- maður ]>essi, er Samuel Sparks heit- ir, hafi verið drepinn. Líta Banda- menn svo á, að með rannsókn þess- ari sýni Huerta fyrst vilja á, að koma á friði milli landanna. Erindsrekar Huerta gátu þess líka, að ef í vegi stæði að saman geti gengið, er á sáttafund er kom- ið í deilumáli þessu, að Huerta sitji við völd, þá sé hann fús að sega af sér og fara jafnvel af landi burt. En það er einmitt það, sem Banda- menn hafa alt af heimtað, og hefði liann látið tilleiðast með það fyr og leyft löglega kosningu í landinu, hefði aldrei til ófriðar komið milli Bandaríkjanna og Mexico. Margar stórar reyfarasögur um styrjöld og bióðsúthellingar spyrj- ast þó altaf úr landinu. En mest eru það sagnir af orustum milli Huerta liða og hinna ýmsu upp- reistarforingja. Þan 16. tóku upreistarmenn bæ- inn Tuxpam, 60 mflur vestur af Taminco.og á mánudaginn var tóku þeir Carranza liðar Tampico. Frétt- ir eru komnar þaðan sí'ðan, og láta útlendingar, sem þar eiga iieiina, vel af framkomu liermanna, og segja nú alt komið ]>ar í kyrð og spekt. Eftir öllum horfum að dæma, er Huerta stjórnin í andarsiitrum. Er því alment litið svo á í blöðum í Bandaríkjunum, að sáttafundur- inn sé ekki eins mikið til þess sett- ur, að láta Hucrta auðmýkja sig, einsog að bera ráð sín saman um, með hvaða hætti komið verði á lögum og friði f landinu. óttast margir, að þegar uppreistarmenn eru búnir að ná landinu á sitt vald, verði í frammi hafðar grip- deildir á eignum manna og jafnvel nýjar óspektir vaktar milli þeirra. En fjöldi manna hefir verið hlut- laus í öllúm þesum styrjöldum, en þeim mun ekki fremur vægt en liin- um. Vill sáttanefndin, er málið flytur fyrir Mexico, þvf helzt að Bandamenn taki að sér að koma á friði, og vekja að nýju tiitrú ]>jóð- arinnar til lögboðinnar stjórnar. Er það verkefni ekkert iítið einsog landið er nú sundurslitið. írsku málin. Á einlægum fundahöldum liefir gengið alla vikuna um heimastjórn- annál íra. Lloyd George ríkiskansl- ari hefir verið að undirbúa fjár- hagsáætlun, cr leggjast átti fyrir þingið, en frá því starfi hefir hann nú horfið utn stund og setið á ráð- stefnu með þjóðræðismönnunum frsku, er bera óskifta tiltrú til hans. Svo hefir hann átt marga og ianga fundi við konung, og segja brezk blöð, að það bendi á, live alvarlegt þetta mál er orðið. Afstaða Redmonds og Þjóðræð- isflokksins er sú, að þeir neita að styðja stjórnina í nokkru máli fyrir þinginu fyrr en búið sé að ganga frá heimastjórnar frumvarpinu, — verði að taka það fyrst og sam- þykkja það, og megi svo gjöra miðl- unar viðauka á eftir. Hefir öllum máisaðiium komið saman um, að hafa frumvarpið sem allra einfaldast, sv það vekji sem minstr uinræður. Standa allir á nálum, að ef nokkuð beri út af, geti landið staðið í björtu báli. Samfara heimastjórnar frumvarp- inu fylgir frumvarp um, að afnema ríkiskyrkjuna Welsku, en ekki er það talið ifkiegt óeiningarefni. (Framhald á 8. síðu)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.