Heimskringla - 21.05.1914, Side 3
WINNIPEG, 21. MAÍ, 1913
HEIMSKRINGLA
Bls. 3
i Fort Rouge Theatre
Pembina oq Corydon.
AGÆTT HREYFIMYNDAHOS
E" ' i myndir sýndar þar.
jnasson, eigandi.
1
i
9 Það er að það borg-
alveg ar sig að aug- lýsa í Heim-
YÍSt skringlu !
GRAHAM, HANNESSON &
McTAVISH
LÖGFRŒÐINGAR
GIMLI
Skrifstoía opin hvern föstu-
dag frá kl. 8—10 að kveldinu
og laugardaga frá kl. 9 f. h.
til kl. 6 e. h.
PERFECT
eða
Standard
Reiðhjól
•ru gripir sem allir þurfa að fá sér fj rir
sumarið. Því þá meiga meuu vsra vissir
um að verða á undan peim sem eru á
öðrum hjólum.
Einnig seljum viðhjól sem við höfum
toreytt svo á vísindalegan hátt að þau
eru eins góð og ný enn, eru þó ódýrari.
•Gerum við reiðhjól, bila, motorhjól og
hitt og þetta.
centraiT bicycle
WORKS
586 NOTRE DAME AVENUE
PHONE GARRY 121
S. Matthews, Eigandi
CRESCENT
MJOLK OG RJOMl
er svo gott fyrir börnin, að
mæðurnar gerðu vel í að nota
meira af þvf.
ENGIN BAKTERIA
lifir f mjólkinni eftir að við
höfum sótthreinsað hana.
Þér fáið áreiðanlega hreina
vöru hjá oss.
TALSÍMI MAIN 1400
Þú kunningi
•em ert mikið að heiman
frá konu ogbörnum getur
veit.t þér þá ánægju að
gista á
Strathcona Hotel
sem er líkara heimili en
gistihúsi.
Horninu á Main og Rupert St.
Fitoh'Bros., Eigendur
Moler Hárskurðar skólinn
Nemmdum borfað gott kaup meðan
þeir ers að læra. Vér kennuin rikara
iðn á fáum rikum Atvinna útvofuð
að loknum lærdómi. með $15 til S15
kaupi á viku. Koitiið og fáið ókeypis
skóla ákýrzlu. Skólinn er á horni
KING & PACIFIC ST.
MOLER BARBER
i
COLLEGE
Í8i8»a8llKi8!Si
St. Paul Second Hand Clothing
Store
Borgar hœsta Terð fyrir gðmnl fðt af ud£-
um og gömlum. sömuleiðis loÖTÖru. Opiö
til kl, lo 6 kvöldin.
H. ZONINFELD
355 Notre Dame Phone G. 88
** “ * I 1 1 U~ J~i,i~U~iJ~U~iJ~L
BJÖRNINN UNNINN.
Hann hélt þó enn áfram stundar-
korn. Þá nam hann aftur staðarog
hlustaði. “Þetta hlýtur að vera
björninn”, sagði hann við Stefán í
hálfum hljóðum. “Hljóðið kom úr
þessari átt”, sagði haun og benti
til vinstri handar. “Það er bezt
fyrir þig, að byrja að sigta undir
eins. Það cr ekki til neina ein leið
fyrir hann, — fram hjá trénu þarna
og svo upp stiginn. Þegar hann er
kominn að trénu, skalt þú skjóta.
Ef það verður feilskot, þá skal eg
— Hann hætti 1 miðri setningu.
Þvi nú kom hann auga á gríðar-
stóran björn, sem kom beint söinu
leið og hann hafði búist við. “Nú,
Stefán, skjóttu nú!”
Stefán hleypt'i af. En hver sem
orsökin var, hvort sem það var því
að kenna, að hann væri skjálfhent-
ur, eða þvf, að björninn væri of
langt frá, þá hitti skotið ekki, en
skall á kletti við hliðina á dýrinu.
Nú var prestur ekki lengi að hugsa
sig um að skjóta. En það fór á
sömu leið. Það má vera, að hann
hafi ekki miðað nógu vandlega;
en auk þess sneri björninn sér
snögglega við, er hann heyrði
hvellinn af fyrsta skotinu, og því
verra, að miða á hann. Þó var auð-
séð, að einhver kúlan hlaut að hafa
hitt liann. Því hann rak upp hátt
öskur og kom nú hlaupandi rak-
leiðis beint á móti þessum ofsækj-
endum sínum, óður og ægiiegur.
“Láttu mig fá skot, Stefán”, sagði
prestur með ákafa, án þess að hafa
augun af dýrinu augnablik. —
“Komdu fljótt með þau. Heyrirðu
ekki? Sérðu ekki, að björninn er á
leiðinni til okkar?”
“Það var einsog Stefán rankaði
nú við sér. “Það er úti um okkur”,
stundi hann loksins upp. “Eg hefi
ekki fleiri skot”.
(Meira).
Jóhannes J. Christie.
f. 16-12 1904. d. 27-10 1913.
6-4-1914. Ort fyrir afa hins látna.
I.
Dagar eru daprir,
Drúngafullar nætur.
Næða vindar naprir
Nísti óska rætur,
Innum allar gættir
Örfum sínum stýnga.
Heimsins huldu vættir
Harma ljóðin syngja.
Hljóðlaust verð að heyra
Heimsins þunga kliðinn
Óma mér í eyra
Auðnarveldis ni.ðinn!
Blaktir út við ósinn
Æfi-vona þráin,
Hjartans ljós og ljósin
Ljúfu kvödd og dáin!
Hann var úti og inni
Ársól hverju spori,
Með unaðs ástúð sinni
Eins og ljósið vori.
Nú er haust um haga,
Húmið fennir skjáinn,
Enduð æfisaga,
Ástkær vinur dáinn.
Titra taugar instu.
Túngan bundin dróma
Hjartans kveðju hinstu
Hafði ei þrótt að róma.
Um mig ljúfur líður,
Líkt og árdags blossinn—
Ástaróður þýður,
Er andaði síðsti kossinn.!
III.
Góði afi og amma
Er nú komin stundin,
Pabbi minn og manna
Mér svo hjarta bundin.
Ykkar muna og minni
Mæða rauna sárin,
Og anda ógnaninni
Útí höfug tárin.
Ég sá blíðu blómin
Brosa um lífsins haga.
Heyrði hlýja róminn
Hljóma alla daga.
Ég sá ljósin loga
Lífsins akur krýna,
—Himins blúa boga
Blisum fögrum skína.
Þá sem lifa lengi
Lífsins þrautir beygja,
Loks á æfi engi
Ángurmæddir deyja.
Ungir eiga A'orin
—Unaðs drauma sögur—
Blævi ljúfum borin
Björt og himin fögur.
Hjartans harmar þungu
Hugann engir beygja.
Ástablóiiiin ungu
Óspilt fá að deyja.
Enga beiskju borna
Bölfórn geimir minni
Aðeins mæra morgna
Er minna á barnsins sinni.
Hyggið ei með hörmum
Hugtök morgunroðans.
Ég felst ástar örmum
Æskudrauma boðans.
Loga ljós á völlum,
—Lít nú yfir sæinn.
Býð svo ykkur öllum
Ásthlýtt: góðan daginn!
IV.
Harmblítt liljóðið stynur
Hjúpað dauðans skugga.
Vina bestur vinur
Vildi gleðja og hugga.
Haustar, hélar vangann,
Hjarnið sárt við fætur.
Ylsnauð æfigangan
Aumar hjartarætnr.
Alt sem ástúð glæðir,
Alt sem huggun veitir,
Alt sem ylinn fæðir,
Alt sem fegurð skreytir.
Alt af ímynd þinni
Unaðsblæ það tekur,
Og í mínu minni
Milda drauma vekur.
Hjartans ljúfu ljóðin
Líða lit í húmið.
Sýng ég sorgar óðinn
Er sé ég auða rúmið!
Ástinál fiytja f óði
Ættinenn hinsta sinni:
Guð þér fyígi góði
Og geimi í eilífðinni.!
H. Þ.
Manntal á Islandi
Á fyrri öldum hafa ýmsir merkis-
menn á landinu fengist við að safna
skýrslum um landshagi, eða iiag-
fræðisskýrsluin, því allir sem eitt-
hvað hugsa um landsmál eða
skrifa um landsmál með nokkrurri
skynsemi, þurfa þann grundvöll til
að byggja á. Fyrstan allra þessara
manna má nefna Gizur biskup Is-
leifsson, biskup yfir öllu. landinu
1082—liOlen yfir Skálholtsbiskups-
dæmi til 1118. Gisur biskup lög-
leiddi tíundina liér á landi til að
byggja kyrkjuna á henni. Hann lét
telja alla bændur á íslandi, þá er
þingfarakaupi áttu að gegna árið
1096. Skýrslan var lögð fyrir alþingi
og birt. Það sem hefir gjört hana
aðgcngiiega þann dag í dag, er að
Ari prestur Þorgilsson hinn fróði
tók hana upp í íslendingabók.
Skýrslan er talin saman eftir lands-
fjórðungum, svo þegar Norðlending
ar vildu ‘gjöra úr fjórða hluta liálft’
og halda einir upp biskupsstól fyr
ir sig á móti öilum hinum fjórðung-
unum, gátu þeir einnig áætlað tekj-
ur biskupsstólsins á Hólum eftir
hagskýrslu Gizurar biskups.
Þá er langt að bíða næsta mann-
sins, sem mun hafa fengist við hag-
fræðisskýrslur hér á landi. Það var
Þorleifur Kortsson, sem var lögmað-
ur 1662—1678. Jón Jakobsson sýslu-
maður, sagði það Hannesi biskup
Finnsyni “að Þorleifur lögmaður
Kortsson hafi milli 1670 og 1680 látið
telja fólk hér á landi” og tilgreinir
helstu atriðin úr því fólkstali. Svo
mun mega líta á fólkstal þetta,
sem alþýða manna hafi ekki um
það vitað, að það hafi verið tekið
eins og hvert skattbændatal, en að
eins hver maður og hvert heimili
talið jafnframt. 100 árum síðar
sýnist svo, sem enginn viti af því,
að þetta fólkstal hafi farið fram,
nema Jón sýslumaður Jakobsson,
en hann hlýtur að hafa séð skýrslur
um það, úr þvf hann getur sagt
með nokkurn veginn nákvæmni um
tölu heimila og tölu landsbúa, sem
áreiðanlega kemur vel heim við
fólkstaljð 1703. Óhugur lands-
manna móti fólkstölum kemur ekki
fram, svo það verði séð eftir þetta
fólkstal, líklegast af því, að það
hefur á fárra vitorði verið, nema
sýslumanna. Reyndar var svo mik-
ið hallæri og mannfall frá 1680—89,
að “elstu menn muna ekki að slíkt
hafi átt sér stað síðustu 100 ár”.
Minni gamalla eða elstu manna á
landinu var ákaflega bágborið á
fyrri öldum, þefr muna yfir höfuð
aldrei neitt frá neinu ári, nema því
síðasta, síðasti veturinn er æfin-
lega liarðasti og versti veturinn, sem
þeir muna. öll önnurhallæri eru
hálf gleymd og fallin í hálfgert dá í
minni þeirra. Annars er Þorleifur
mest kunnur fyrir galdrabrennur
þær, sem hann kom af stað. Hann
var hirtingarvöndur á saklaust
fólk og drepsótt í landinu; réttar-
morðsdrepsóttin.
1702 skipaði Friðrekur konungur
hinn fjórði þá Árna Magnússon og
og Pál lögnmnn Yídalín til þess að
rannsaka ástandið á íslandi. ' Þeir
ganga að því verki með þeirri elju,
skarpleika og dugnaði, sem lengi
mun uppi verða. Báðir voru þeir
langt á undan tímanum sem þeir
lifðu á, ekki einungis á íslandi
heldur á Norðurlöndum, og líkleg-
ast þó víðar væri leitað. Þeir láta
manntal fara fram páskanóttina
1703, 62 árum áður en fyrsta mann-
tal er haldið á Norðurlöndum, þeir
semja jarðabók fyrir alt landið, þeir
láta telja hverja kind, hvern naut-
grip og hvert hross á landinu, og
færa alt til bókar sem þeir fá að
vita. Bókin sem er mörg þykk
bindi í arkarbroti er það, sem nú er
kölluð jarðabók Árna Magnússon-
ar. Hún er gullnáma fyrir hagfræði
Islands, sem hver menningarþjóð
mundi öfunda okkur af, sem þekti
liana til hlýtar. 1 landshagsskýrsl-
unum, sem út hafa verið gefnar eru
ptentuð ágrip af inörgu af því helst-
a úr jarðabók Árna Magnússonar,
og ber þess vottinn að íslendingar
hafi verið mikil fróðleiksþjóð, ef
ekki menningarþjóð, langa leið á
undan öðrum þjóðum, þegar fyrir
200 árum.
Menn nú á dögum skilja naumast
til hlýtar hverja andlega yfirburði
og hugrekki þeir menn hafa haft,
sem þorðu að láta halda mann tal
árið 1703. Þjóðirnar voru að kom-
ast út úr rökkri miðaldanna. öll
heilög ritning var innblásin af guði,
og menn fulltrúa á hvert orð, sem í
henni stóð. II. Samúelsbók 24. kap.
skýrir frá þvf, að Jahve upptendr-
aðist gegn Israel, en egndi Davíð
konung til að telja fólkið, og síðan
refsaði Jahve fsraelslýð með drep-
sótt. I pestinni dóu sjötíu þús-
undir manna. Aftur skýrir I. Kron-
íkubók 21. kap. svo frá þessum sama
atburði; Satan hófst í gegn ísrael
og egndi Davíð til að telja fólkið.
En Jahve lét drepsótt koma í ísrael
og féllu sjötíu þúsundir manna.
Hvernig sem litið er á þessar tvær
frásagnir um fólkstal Davíðs kon-
ungs, þá eru það þær, sem hafa
vakið sterkan fordóm, sem festi
djúpar rætur hjá almenningi, bæði
hér og annar staðar gegn fólkstöl-
um á fyrri öldum. Eftir manntalið
1703, varð íslendingum að trú sinni.
1707 kom upp “Stórabólan” og í
hcnni féllu 18000 manna, eða fullur
þriðjungur allra landsmanna. Hún
mun hafa verið álitin refsidómur
guðs hjá mörgum fyrir þá fífldirsku
'þeirra Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns að telja fólkið.
Svo er ládeyða í þessu efni fram
til 1769 að stjórnin lét taka hér
manntalið sem fór fram þann 15.
ágúst. Síðari hluta 18. aidar urðu
margir til að safna skýrslum, og
gefa út ritgerðir um hagi landsins.
Jón Eiríksson konferenzráð fékk
aðra til að safna skýrslum. ólafur
stiptamtmaður Stefánsson og Stefán
aintinaður Thorarensen, skrifuðu
sérstaklega um búnað. Baron Eg-
gers gaf út í “Filosophische Schild-
trung des gegenwartigen Verfassung
von Island” ýpisar skýlrslur um
landshagi á íslandi. Skúii landfóg-
eti Magnússon, og Hannes biskup
Finnson gjörðu enn meira í þessa
átt, en nokkur hinna fyrrnefndu.
Fyrir öllum þessum mönnum vakti
það ljóst, að bæta þjóðfélagsmein-
ið, og ráða þjóðfélagsgátuna eða
bæta úr ástandinu sem Hannes
Finnson lýsir best og nákvæmast,
og rekur best hinar sögulegu rætur
til af öllum jiessum mönnum.
Hannes Finnsson skrifar ritgjörð-
ina um “mannfækkun og iiallæri á
íslandi” árið 1792. Hann rekur
sögu mannfækkunar frá fyrstu tím-
um. Hann styðst við annála og
alþingisbækur, og frá 1700 styðst
hann þess utan við skýrslur yfir
fædda og dána, sem liann hefir að-
gang að í báðum biskupsdæmun-
um. Ritgjörðin er skrifuð til þess
að íslendingar “&kki missi móðinn”
eftir Reykjarmóðuliarðindin, og
vogi a'ð halda áfram að lifa í land-
inu. Saga hans um manndauða og
hallæri hér á landi er í fám orðum
þessi. Fjórtánda öidin er hörð og
hallærasöm, og eyðir mjög fjárstofn-
inum fyrir landsbúum. Fimtánda
öldin “fækkar fólkinu ákaflega. 1402
kemur ‘svartidauði’ og eftir sögu-
sögnum og ýmsum munnmælum
dóu tveir þriðju allra landsmanna
úr lionum. En þegar tekið er tillit
til þess, að munnmælin og þeir sem
þau hafa skrifað upp, segja einkum
frá því sögulegasta, og að í Noregi
og Svíþjóð er upplýst nú, að hér
um bil einn þriðji fólksins hafi dáið
í “svarta dauða” þá verð ég að vera
sömu skoðunar og Jón dósent Jóns-
son um það, að hér hafi aðeins einn
þriðji landsmanna látist í pestinni.
Þá er eftir að komast að niðurstöðu
um mannfjöldann á landinu 1402.
Espólín álítur að liér hafi verið
120,000 manns. Hannes biskup
Finnsson álítur að hér hafi yfir höf-
uð ekki fleira fólk verið en 50,000
manns, en cftir rannsóknum Björns
prófcssors ólsens á mannfjöldanum
(Framhald á 6. síðu)
WHITE & MANAHAN LTD.
Winnipeg—32 ára—Kenora
Búðin sem alla gerir ánægða
BHEYTIÐ UM NÆRFÖT og klæðist hinni léttu svölu tegund, sem
þeasi búð selur á sanngjörnu verði. BALBRIGGAN nærfatnaður
flikin 50o. Mesh nærfalnaður, flíkin 50c. COMBINATION nærfat-
naður, “closed crotch,” vel sniðin, Fatnaðurinn Sl.OO til $1.75.
Temjið yður að kaupa hjá
WHITE & MANAHAN, LTD., 500 Main Street
Bæjarlóðir Vesturlandsins
Ef þér hafið þær á boðstólum, komið til vor. Vér
skulum selja þær fyrir yður eða skifta á þeim og
lóðum í Winnipeg. Vér höfum til sölu bújarðir,
hús og lóðir.
J. S. SVEINSON & GO.
Phone Main 2844 710 McINTYRE BLK. Winnipeg
Kaupið beint frá verksmiöjunni, fyrir
lægsta verð mót peninga borgun, Komið og talið við
Farfa Shingle Stains & Specialties
Eftirmenn farfadeildar, Ctrbon Oil VVorks Ltd. Sími: Garry 940 66 King St., Winnipeg
V - ’ ' ■ J
Ef lágt verð er aðdráttarafl, þá ættu
BYGGINGAMENN OG CONTRACTORS
að verzla við oss
Vér höfum aBeins bestu tegundir, og hver hlutur sem vér
seljum er ábyrgstur. Salirnir þar sem vér höfum sýnishorn
vörutegundanna, eru þeir best útbúnu í borginni. Komiö og
taliö viö oss þegar yöur vanhagar um
Builders Harðvöru Construction Harðvöru
Finishing Harðvöru Smíðatól og Handyðnar
. Verkfœrum
Fljót afgreiösla. Taliö viö oss.
Verö og skilmálar aögengilegt.
flikenhead Clark HardwareCo. Ltd.
Wholesale and Retail Hardware Merchants.
BOYD BUILDING c^dEP“" PHONES MAIN 7150-1
| MflPLE lEflF WINE CD. Ibl.
(Thos. H. Lock, Manager)
^ Þegar þér leitið eftir GÆÐUM þá komið til vor. Vér ábyrgj-
umst fljóta afgreiðslu
~ Mail Orders (póst pöntunum gelið sérstakt athygli
og'ábyrgjumst yöru vora að vera þá BESTU — Reynið oss
jE eitt skifti og þér munuð koma aftur — Gleymið ekki staðnum
1 328 SMITH ST. WINNIPEC
^Phone Jlain 40« I P. O. Box 1102
Kaupið Heimskringlu
A. P. Cederquist
Ladies’ <& Gentlemens’ Tailor
Nú er tíminn að panta vor klæðnaði
Phone Main 4961 201 Bullders Exchange
Portage &. Hargravo Winnipeg
wmrnm i