Heimskringla - 21.05.1914, Qupperneq 6
Bls. 6
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. MAÍ, 1913
Manntal á fslandi.
1311 má giska á að fólkið á landinu j
Iiafi 1402 verið nálægt 80,000 og að j
þriðjungurinn af því hafi dáið, eða |
25—27000 manns. Mannfailið er J
jafn ógurlegt fyrir því. Um hallæri j
er lítið á 15. öld. Eu 1492—95 geysar J
pestin hér aftur. Jón Jónsson dó- {
sent segir að sú pest hafi ekki verið j
“svarti dauði” eins og alment hefur j
verið sagt, lieldur hafi það verið
“bólan” í verstu mynd. Þá segja
munnmælin að enn liafi fallið tveir j
þriðju landsmanna, en það mun ó-
hætt að færa það niður f einn þriðj- j
a landsmanna, því “plágan” kom i
alls ekki á surnum stöðum. En um
fólksfjöldann 1492 vita menn ekkert
nú. Hafi “svarti dauði” skilið eftir
50,000 manna á landinu og ]>eim
fjölgáð jafnt og ])étt um 4—500
manns á ári hefði fólksfjöldinn 1492
getað náð 90,000 manna. Á öldinni
voru “þartil nokkrar bólusóttir”,
skepnufellir og fjárdauði af eidgos-
um, sem kom af stað heitdag Eyfirð-
inga 1477. Landsmenn hafa þess
vegna ekki fengið að vera í friði
milli plágunnar fyrri og síðari, og
hefur ekki fjölgað svo ört og slysa-
iaust að þeir hafi verið komnir upp
fyrir 80,000 manns 1492, að líkindum
hefur sfðari piágan felt önnur 25—
27,000 manns eins og liin fyrri og
mannfjöldin 1500 verið eitthvað ná-
lægt 50,000 mánns.
Ritgjörð Hannesar Einnsonar
sýnir hvernig liafísar, frostliörkur
og snjóþyngsli vinna á velmegun
Norðurlands, og að eidgos, jarð-
skjálftar og rigningar sigra tilraun-
irnar til að halda við velmegun-
inni á Suðurlandi. Hann getur
nokkrum sinnum um óhentuga
eða óhæga kauphöndlun. Skúli
Magnússon berst mestan hluta æfi
sinnar móti kauphöndluninni upp
á líf og dauða. Hann talar um land- í
ið þcgar hann skrifar á móti einok-
uninni. Hannes Einnsson hugsar I
og skrifar um fólkið. Skúli er lier- j
maður sem berst fyrir ættjörðina, j
hann sveigir hagskýrslurnar sínu j
máli í vil. Hannes er valmenni, sem
hugsar mest um velferð fólksins.
Hann dæmir áreiðanleik skýrsln-
anna og vill komast að réttustu j
niðurstöðu. Fyrir Skúla er verslun-1
arjöfnuðurinn í viðskiftum við Dani j
aðalatriðið, fyrir Hannesi er mikill j
fólksfjöldi mestu gæðin. Fyrst I
unnin ull færir meiri peninga til
iandsins en óunnin, þá er fyrir Skúl-1
a aðalatriðið, að ullin sé unnin hér j
á landinu Fyrst fólksfjöldi ergrund j
völlurinn undir velmegun landsins, |
þá veit biskupinn, að ekki má am- j
ast við fólkinu og það verður að
hafa stað, þar sem það getur hailað
höfði sínu að. Hannes Finnsson
gefur verganginum hér i landinu j
mesta sökina á mannfækkun í
hallærum. Hver fjölskylda, sem
flosnaði upp var rekin á vergang, og
gagnið af henni tapaðist mannfél-!
aginu. Hann sýnir að vergangur
og flakk byrjaði í alvöru með Guð- j
mundi biskupi Arasyni sem var {
kallaður “góði” fyrir ]>að, að hann \
tók á móti öllum þess háttar lýð, og j
íór yfir land með hann, og lét aðra j
fæða hann. Hann sýnir hvernig 1
kaþólska kyrkjan hélt slíkri stefnu j
áfram. Þar fann hann undirrót j
mannfélagsmcinsins, og i Árnes- j
sýslu og víðar leiddi hann í venju j
að styrkja heimilin áður en þau J
flosnuðu upj), og segir það vel gef- j
ast. Flakkið var mannfélagsmeinið, j
og skoðanir hans voru síðar teknar
upp í sveitalöggjöf landsins.
son sem fyrst gat komið gainla
verzlunarfrelsinu á, eftir að áfallið
1783—84 hafði gjört það alveg ó-
mögulegt að græða á verzlun við
landið, leitaði hjartasár dauða síns,
þegar hann var orðinn úrkula von-
ar um viðreisn Islands þrátt fyrir
það, þó þessu mikla félagsmeini
væri létt af lýðnurn. Hannes bisk-
up sá heldur ekki hugsjónir sínar
rætast, hann andaðist 1798, 57 ára
gamall, eftir að hafa iagt fram vits-
muni, fínustu mentun og krafta til
þess að finna orsakirnar til mann-
félagsmeinsins mikla, fátæktarinn-
ar á íslandi.
Skaftáreldana gat enginn mann-
legui' kraftur bugað, og hungrið
eftir þá var ósigrandi með þeirra
tíma samgöngum, verzlunareinokun
og algerðri vöntun á fjárhags-mið-
depli í landinu sjálfu. Biskups-
stólarnir héldu uppi sínum smá há-
skólanum hvor þó fátæklingarnir
féliu úr hungri. Lengra náðu tekj-
ur þeirra í rauninni ekki, þó Skál-
holtsbiskup muni hafa liaft 70,000
kr. árstekjur og Hólabiskup iíklega
30,000 kr. í vorra daga peningum. Að
framfleyta 50,000 manna á kornmat
í eitt ár liefði hlotið að kosta heila
miljón króna. Alt varð að hallæri
i augum alþýðu þessara tíma. “ís-
lands óiiamingju verður alt að
vopni” varð að átrúnaði, og fyrir þá
trú lagði margur árar í bát. Alment
svartsýni var 1 hvers manns augum.
Þegar hvorki var hafísum, bólu,
eldgosum eða iandskjálftum um að
kenna, þá skrifaði al])ingi konungi
um hinar “skelfilegu syndir” Is-
lendinga, sem væru svo-“réttlátlega
straffaðar” að þeir gætu ekki greitt
hernaðarskatt, eða aukaálögur.
Þrátt fyrir alt vit og vaskleik, og
endurbætur ættjarðarvinanna á 18.
öld, þá urðu það þó fremur Reykj-
armóðuharðindin, sem leystu fólkið
undan einokuninni, en ættjarðar-
ást og stjórnlægni Jóns Eiríkssonar
hamfarir Skúla Magnússonar, og
valmenska og hámentun Hannesar
Finnssonar. Fólkið var óupplýst,
það las mest iélagar guðsorðabækur
og fylgdi foringjunum ckki. Frá
1300 og út 18. öld var “tímin genginn
úr liði” liér á landi eins og Hamlet
Danaprins kemst að orði, og það
var ekki unt að kippa honum í lið-
inn, fyrr en fólkið var orðið upplýst-
ara, en það varð ekki fyr en á 19. öld.
Manntölin 1801—1901 lét stjórnin
f Kaupmannahöfn taka, og skýrsl-
urnar um þau voru samdar fyrst af
hagfræðisnefndinni í Kaupmanna-
höfn og síðar af Hagstofu ríkisins.
Fyrstu manntölin eru ekki gefin
út fyrr en 1842. Hér á landi safnaði
Bjarni amtmaður Thorsteinsson og
gaf út búnaðarskýrslur frá árunum
1821 til 1833. Nokkruin árum síðar
kemur út “eitt hið merkilegasta og
fjölskrúðugasta hagfræðisrit Jarð-
atal á íslandi eftir Johnsen”—svo
lýsir Jón Sigurðsson því,—enda er
það afar merkileg bók.
Litlu síðar kemur bókmentafélag-
ið til sögunnar. Jón Sigurðsson
sókti fyrst til stjórnarinnar f maí,
1855 um 200-i'dl. og fékk nei. Fimm
döguin eftir neituninni sókti hann
um 300 rdl. styrk handa Bókmenta-
félaginu til að gefa út landshags-
skýrslur á íslenzku, eða að Hag-
stofan í Danmörku gæfi þær út að
öðruin kosti. Hagstofan hafði eng-
um á að skipa, til að gjöra íslenzkar
skýrslrjr. Fjármálastjórnin vísaði
frá sér til dómsmálastjórnarinnar,
en hún útvegaði 1856 Bókmentafél-
aginu—eftir ítrekaða beiðni á ný—
400 rdl. á ári.
Með byrjun 18. aldar fær Hannes
Finnson fastan grundvöll til að
byggja athuganir sínar á. Fólkið
er talið 1703. Um manndauðann af
Stórubólunni rétt á eftir, vita ínenn
Ijóst og hann færir rök aö því, að
talan 18,000 hafi verið rétt. 1750
hafa biskuparnir fyrir norðan og
sunnan látið presta telja fólkið, og j
hann skýrir frá því manntali, og
segir ]>að sé áreiðanlegt. 1769 lætur
stjórnin telja fólkið. 1780 kemur |
upp fjárkláði fyrir nqrðan, og 1783 j
—84 gengu Reykjamóðuharðindin
yfir landið. Af þeim eru til góðar j
skýrslur, sem Rentukammerið lét
sýslumenn á landinu safna, og var
fjárskaðinn þessi:
Af
1783 1783—84 1784 1000
voru til mistust ilfSu af falliC
Nautpen.. . 21457 11461 9996 534
SauCfé ..232731 190488 42243 818
Hestar . . 36408 28013 8396 770
Af fólki dóu frá veturnóttmn 1784
til fardaga 1785, 9,238 rnanns fleiri en
fæddust. Þá voru það ekki ein-
göngu fátækir farandmenn og far-
andkonur, sein féllu úr liarðrétti i
eins og oftast var áður, þegar fólk
féll í hallærunum.y Heimilismcnn, I
konur og börn *u úr hungri á
bæjunum, þar sem þeir áttu heima. I
Hugsjón Hannesar Finnssonar j
var þegar hann skrifar ritgjörð sína, !
að landsmenn næðu aftur að verðu ;
50,000 manna. Hann hefir góðar
vonir um, að skepnunum fjölgi
fljótt aftur. Breytingin á verzlun- j
inni, sem varð 1787 þegar einokun- j
inn féil úr gildi, og verzlunin við j
Island var leyfð öllum dönskum j
þegnum og Islendingum sjálfum,
fer fram hjá honum, án þess að
hann tali um hana. En Jón Eiríks-
1855 setti Jón Sigurðsson af stað
verkvélarnar, sem áttu að vinna að
íslenzkum hagskýrslum, stæk-ka
verkahring þeirra og gjöra þær að
j almannaeign. Þær unnu líka
livíldarlaust til 1875, þegar lands-
liöfðingjadæmið og stjórnin tók
jvið heima á íslandi. Alt varð ís-
lenzkt, og gefið út á íslenzku, nema
manntölin. Þau komu út á dönsku
og voru þýdd á íslcnzku eftir á. Af
þeim mönnum sem unnu að verk-
inu skal einkum tveggja getið, Arn-
ljóts Óiafssonar og Sigurðar Hans-
ens. Arnljótur stundaði stjórn-
fræði við liáskólann, og víðast sést
það að sá kló sem kunni, þegar
hann er að gjöra athuganir sínar
við töflurnar. Hann hugsar mikið
og skarplega um málin. Hann
skrifar sérstaka ritgjörð um lands-
fræði íslands. Hún er beinagrind-
in í hagfræði landsins, og bíður enn
eftir að fá holdið og blóðið utan á
öll beinin sumstaðar, þótt henni sé
víða svo vel í skinn komið, að varla
sé betur hjá öðrum þjóðum. Arn-
ljótur er þá þegar orðinn fróður
maður, vel að sér í sinni grein og í
íslenzkum efnum, og skarpvitur.
Þrátt fyrir það mun honum skjátl-
ast verulega ]>egar hann er að á-
kveða fólksfjöldann 1 fornöld, Lhsk.
I. b., bls. 322, og álítur þann hafa
verið eftir skattbænda-töllunum:
Skatt- Bændur
bændur alls Manntal
1096.............4560 14549 104753
1311..........-..3990 13206 95083
1753 *...........2100 6700 48430
*—Tölurnar 1753 eru teknar eftir
skýrslu Skúla Magnússonar land-
fógeta.
Hann telur 7.2 manns á hverju
heimili öll árin, því 1096 hafi verið
margir höfðingjar uppi, sem höfðu
100 manns í heimilí. 1 fornöld
bjuggu landsmenn allir til sveita,
og sveitaheiinilin eru stærri en
heimilin við sjóinn, eða kaupstaðar-
heimilin nú. Stærð hcimilanna cr
þess vegna iíkleg. Heimili höfðingja
með 100 manns, munu aldrei hafa
verið fleiri uppi í einu á öllu land-
inu en 20. Ef þau hefðu verið flutt
öll saman á einn blett, hefði þar
orðið kaupstaður með líkum mann-
fjölda og Akureyri hefir nú. 1 út-
reikningi Arnljóts Óiafssonar, sem
hann tekur skýrt fram að sé að eins
áætlun, eru það bændur ailir 1096
og 1311, sem eru áætlaðir alt of hátt.
Hvar voru jarðirnar, sem 14,550
bændur gátu búið á, svo að þeir
hefðu getað haft “málnýtan smala”
á þeim.? Sé mér sagt að 29 jarðir í
Skagafjarðardölum hafi lagst í eyði,
þá svara ég því, að þá var enginn
maður á Sauðarkrók. Sé fólkið á
Sauðárkrók flutt á eyðijarðirnar í
dölunum, þá eru komnir 14 manns
á liverja eyðijörð. Ef Eyrariiakki
eða Stokkseyri eru flutt upp í Þjórs-
{árdal, eru eyðijarðirnar bygðar á
J svipstundu, að eins örlítið brot af
| íbúunum hefir fengið jarðnæði.
j Hvar ætti svo að setja niður þrett-
án þúsundirnar, sem nú eiga heima
í Reykjvík.? En hvers vegna eru
skattbændur þá svo margir 1096 og
1311, en svona fáir 1753.? Því ætla
ég að láta Hannes biskup Finnsson
svara. Hann hefir vitnað í Jón
prest Egilson, sem hefir skrifað í
Biskupa-annál: Um haustið fyrir
(veturinn 1525) voru fátækastir
menn (í Grímsnesi) sem áttu 14
hndr. og voru þeim lagðar tíundir.
(Hreppsmenn vissu ekki hvað þeir
áttu að gjöra við fátækratíundirnar
og lögðu þessum mönnum þær,
sveitarsjóðir voru þá ekki til). Út-
af þessu skrifar H. F. Lærd. lista-
fél. rit 14. b., bls. 67 neðanmáls: “en
þegar aðgætt er, að þá (1525) var ait
kvikt og dautt, nema hversdags
klæðnaður, tíundað eftir fullu
verði, cn á þessari öld (18öld) ekkert
nema fríður peningur net og skip
(hvor síðast nefndu eigi eru til í
sveitum, þá hefur sá, sem tíundaði
í þær mundir 12 eða 14 hndr., eigi
verið ríkari en hinn, er nú tíundar
2 eða 3 hundruð”. Jarðirnar í forn-
öld hafa aldrei verið mikið fleiri en
þær eru nú; með kotum og hjá-
leigum hafa þær verið eitthvað i
kringum 8000, fleirbýii hefir ekki
verið öllu tíðara þá en nú, en tíund-
arlögin, og hvernig þeim var fram-
fylgt, gjörðu það að verkum, að
liingfarakaupi áttu miklu fleiri að
gegna að tiltölu þá, en svöruðu
skatti á 18. eða 19. öld. Þótt Arn-
ijótur ólafsson gjöri þessa áætlun
allt of háa, þá er hans áætlun þó
miklu lægri en Espólíns og Arn-
ljótur ólafsson er sami yfirburða-
maðurinn eins fyrir þvi.
Sigurður Hansson vann að Lands-
hagsskýrslum í liðug 20 ár. Alt
verkið var unnið í hjáverkum.
Hann var skrifari hjá dómsmála-
stjórninni og vann þar á daginn, en
aðalstarfið var þegar hann kom
heim frá skrifstörfunum. í 20 ár
fyllir hann 5 þykk bindi af skýrsl-
um, hvert 800 blaðsíður, og þeir sem
við skýrslur hafa fengist, vita að
það er að minsta kosti ekki fljót-
legasta ritstarfið að leggja saman
rita og aðgæta töflusíðu eftir töflu-
sfðu, og gjöra svo allerfiða útreikn-
inga yfir alt saman á eftir. Hann
hafði ákaflega mikið starfsþol, og
mun hafa verið sívinnandi. Heimilið
hjelt eftir 1872 einn dansleik á ári,
og ef maður kom á dansleikinn og
vildi eitthvað tala við húsbóndann,
þá var hann á slíkum kvöldum
fluttur með alt sitt inn f svefnher-
bergið, og þar lágu skýrslurnar og
handrita-arkirnar ofan á rúmá-
breiðunni. Nú þykir svo, sem hann
hafi stundurn slitlð sj^ að ófyrir-
synja á útreikningum, þegar
hann ár eftir ár er að leggja sig í
hlutfalls útreikninga með fram-eða
afturför í einstökumhreppum, sem
annaðhvort hafa litla þýðingu eða
enga. Það er eins og Stökkullinn
sem ætlar að kaffæra skipið, spreng-
ir sig á því að kaffæra kútinn, sem
er kastað til hans. En vinnuvilji,
elja og starfsþol Sigurðar Hansens
veldur að eins aðdáun; hann á
sömu virðinguna skilið, eins og
munkarnir, sem skrifuðu upp og
sömdu hverja söguna á fætur annari
Fyrir þeirra iðni höfum við fengið
fornöldina í ijósum iogum inn á
hvert heimili. í fimm bindunum
hans höfum við betri skýrslur frá
fyrri öidum en nokkur önnur þjóð.
Og skýrslurnar frá 19. öldinni getum
við verið ánægðir með þótt stórar
gloppur séu í þær. Fyrir féð sem
til þeirra var varið, voru engin lík-
indi til að meira gæti fengist, en
fengið er.
Auk þessara tveggja manna
sömdu þeir ólafur Pálsson, síðar
dómkyrkju prestur, Halldór Guð-
mundsson, síðar skólakennari, Mag-
nús Stephensen, síðar iandshöfðingi
og Westergaard, danskur maður í
stjórnardeildinni, skýrslur um
landshagi.
Þegar Bókmentafjelagið hætti að
gefa út Landshagsskýrslur 1875, var
það starf lagt undir skrifstofu
landshöfðingja. Fyrstu árin var
lítið unnið að því verki. Fjárveit-
ingin voru einar 300 kr., og fyrir þær
var sára lítið gjört. Að undiriagi
Arnljóts Ólafssonar var fjárveiting-
in hækkuð síðar uppí 50 kr. fyrir
örkina til þes að fá skýrslurnar
samdar, og af því leiddi að skýrslur-
nar fóru að koma út 1882, og því
var lialdið áfram þótt fjárveitingin
væri færð niður í 40 kr. fyrir örkina.
Þeir sem unnu að samningi þess-
ara skýrsla, voru fyrst og fremst
þáverandi landritarar Jón Jóns-1
son (frá Áiaborg,) Jón Jensson {
yfirdómari, Hannes Hafstein ráð-
herra og Jón Magnússon bæjar- j
fógeti. Eg byrjaði þegar eftir 1880 |
og hef unnið að því við og við til j
þessa. Miklu fleiri verður að nefna j
en þessa menn. Sighvatur Bjarna- ]
son bankastjóri vann lengi að J
skýrslugjörð, einkum verslunar-1
skýrslum. Þórður Jensson, Jjetur ]
Zóphóníasson, Sigurður Briem og j
Vilhjálmur Briem unnu að ýmsum
skýrslum um landsliagi fyrir lands-
liöfðingjadæmið. Eftir að Ill.skrif-
stofa Stjórnarráðsins tók við út-
gáfunni, hafa unnið að skýrslugjörð |
Eggert Briem skrifstofustjóri, Klern-
ens Jónsson landritari, eand. polit.
Georg Ólafsson, eand. philos. Páll
Eggert ólason og cand. philos.
Pétur Hjaltested.
Utan Stjórnarráðsins hefur land-
læknir Guðmundur Björnsson gefið
út heilbrigðisskýrslur árlega, og
ritsímastjórnin skýrslur um ritsím-
ann.
Þess verður að geta hjer, að árið
1910 kom út ritgjörð prófessors
Björns M. ólsens um skattbændatal
1311 (Safn til sögu Islands IV. 4.)
ítarleg og rökstudd ritgjörð um
fólksfjöldann á iandinu. Þar sem
jeg kann engin rök að rekja móti
því sem prófessorinn heldur fram,
])á hafa getgátur lians verið teknar
Margur maðurinn álítur að hag- J
skýrslugjörð sje mesta leiðindaverk,
en það er alls ekki svo, þegar sá sem
verkið vinnur, fer að sjá lífið, sem
liggur falið bak við tölurnar.
Verkið er þá líkast vinnu læknisins
sem þreifar á lífæðinni til að kynna j
sér ástand þess, sem hann er sóttur |
til. Sá er einn munurinn, að hag- [
fræðingur þreifar á lífæð þjóðarinn-
ar, til þess að komast fyrir, og skýra
frá því, hvernig henni líði. Það
vekur gleði ef ástandið er gott, en
lirygð sje það ilt. Frá 1880 til 1912
eru það ein tvö tímabil, en bæði
stutt, sem vakið hefir áhyggjur hjá
þeim, sem fengust við hagfræði
landsins; það eru árin 1886—88, sem
voru endirinn á sjö hörðum árum,
og 1896 og ’97, fyrstu árin eftir að
Englendingar bönnuðu innflutn-
ing á lifandi fé héðan, því fjársalan
var einhver sú tekjugreinin af
iandbúnaðinuin, sem borgaði sig
bezt. Eftir liallærið milli 1882—87
rétti iandið við aftur á þremur ár-
um, og aðfluttningsbann, Englend-
inga leiddi til stofnunar á smjörbú-
um, sem hafa orðið góð tekjugrein
fyrir landbúnaðinn.
Þegar “Hinn mikli sonur mikla
föðursins”, svo var Hannes Finns-
son nefndur, fékst við “mannfækk-
un af hallærum”, þá liorfði hagfræði J
landsins oftast aftur í tímann. Um ■
framtíðina gjörðu menn sér litlar j
vonir eftir Reykjamóðuharð-
indin. Biskupinn misti samt aldrei
móðinn og gjörir sér von um, að
landslýður verði aftur 50,000 manns.
Hagskýrslur Bókmentafélagsins
horfðu mjög aftur i tímann fram-
an af, einsog fræðimönnum er títt,
síðan tclja l)ær frain rólega, hvern-
ig þetta sé í ár og hvernig það hafi
verið í fyrra, bg þar við situr. Um
ókomna tímann hafa fæst orð {
minsta ábyrgð. Síðustu ára skýrsl- j
ur taka skýrslur frá liðnum tím-1
um til þess að sýna vöxtinn og við- j
ganginn í landinu í öllum greinum, I
og til þess að gefa vonir um enn
glæsilegri tíma, en nú lifum við á.'
Nú er horft í móti framtíðinni. —
Hannes Finnsson hefir víst vonað,
að lifa ]>að, að Islendingar yrðu
50,000 manns. Nútíma hagfræðingar
tala um, livenær íslendingar verði
100,000 manns og ímynda sér, að það
verði nálægt 1928. Alt liefir aukist
og svo að segja margfaldast hér á
landi. Landsmenn eru ekki lengur
varnarlaus hjörð fyrir hailærum.
Innlend stjórn og innlend fjárráð
geta mýkt þau og bætt úr þeim. —
Samgönguleysið er að mestu leyti
horfið, en af því kom hungrið áður
í einstökum landshlutum, bæði hér
og annarsstaðar. Drepsóttir getum |
við stöðvað, það hefir reynslan
sýnt, svo mikla mannfækkun af
þeim er naumast að óttast. útflutn-
ingar á fólki eru komnir í rólegan
farveg, og Kanada er mjög bygt, og
lokkar ekki eins mjög og áður, —
þess vegna er ólíklegt, að fólksflutn-
ingarnir verði miklir héðan fyrst
um sinn. “Tíðin er að hafa fata-
skifti”, og við vonum, að nýju föt-
in taki gömlu fötunum fram. Og
tímanum, sem var genginn úr liði,
hefir verið kipt í liðinn aftur.
(Niðurlag næst).
.. ------
Til Kaupenda
Heimskringlu
--- ------—.....- -
UMBOÐSMENN HEIMSKRINGLU:
í CANADA.
F. Finnbogason..................................Árborg
F. Finnbogason..................................Arnes
Magnús Teit.........„...........................Antler
Pétur Bjarnason.................................St. Adelaird
Páll Anderson...................................Brú "
Sigtr. Sigvaldason..............................Baldur
Jónas J. Hunfjord...............................Burnt Lake
G. M. Thorlaksson...............................Calgary
Óskar Olson.....................................Churchbridge
J. K. Jónasson..................................Dog Creek
J. H. Goodmanson................................Elfros
F. Finnbogason..................................Framnes
John Januson....................................Foam Lake
Kristmundur Sæmundsson..........................Gimli
G. J. Oleson....................................Glenboro
F. Finnbogason..................................Geysir
F. Finnbogason..................................Hnausa
J. H. Lindai....................................Holar
Andrés J. Skagfeld..............................Hove
Jón Sigvaldason......................t..........Icelandic River
Árni Jónsson....................................Isafold
Andrés J. Skagfeld..............................Ideal
Jónas J. Hunfjord...............................Innisfail
Jónas Samson....................................Kristnes
J. T. Friðriksson...............................Kandahar
Oskar Olson.....................................Lögberg
Lárus Árnason...................................Leslie
Eiríkur Guðmundsson.............................Lundar
Pétur Bjarnason.................................Markland
Eiríkur Guðmundsson.............................Mary Hill
John S. Laxdal..................................Mozart
Jónas J. Hunfjord...............................Markerville
Paul Kernested..................................Narrows
Gunnlaugur Helgason........................... Nes
Andrés J. Skagfeld..............................Oak Point
Pétur Bjarnason.................................Otto
Sigurður A. Anderson............................Pine Valley
Jónas J. Hunfjord...............................Red Deer
Sumarliði Kristjánsson..........................Swan River 1
Gunnl. Sölvason.................................Selkirk
Runólfur Sigurðsson.............................Semons
Andrés J. Skagfeld..............................St. Laurent
Snorri Jónsson..................................Tantallon
J. A. J. Líndal.................................Victoria, B. C.:
Jón Sigurðsson..................................Vidir
Pétur Bjarnason................................. Vestfold H
Ben B. Bjarnason................................Vancouver
Thorarinn Stefánsson............................Winnipegosos
Ólafur Thorleifsson.............................Wild Oak
Sigurður Sigurðsson.............................Winnipeg BeacK
Thidrik Eyvindsson..............................Westbourne
Paul Bjarnason..................................Wynyard
IBANDARÍKJUNUM.
Jóhann Jóhannsson...............................Akra j
Thorgils Ásmundsson.............................Blaine
Sigurður Johnson................................Bantry
Jóhann Jóhannsson...............................Cavalier
John Th. Ardahl.................................Dututb, Minn.
S. M. Breiðfjörð................................Edinborg
S. M. Breiðfjörð................................Gardar
Elís Austmann...................................Grafton
Árni Magnússon..................................Hallson
Jóhann Jóhannsson...............................Hensel
G. A. Dalmann...................................Ivanhoe
Gunnar Kristjánsson.............................Milton, N.Dak.
Col. Paul Johnson...............................Mountain
G. A. Dalmann.......... .. _....................Minneota
Thorst. Gauti...................................Pembma
Jón Jónsson, bóksali............................Svold
Sigurður Johnson................................Upham
Hið sterkasta gjöreyðingar lyf fyrir skordýr
Bráðdrepur öll skorkvikindi svo sem, veggjalýs,
kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smá-
kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur
þannig í veg fyrir frekari óþægindi.
Búið til af
PARKIN CHEMICAL CO.
400 McDermot Avenue
Phone Garry 4254 WINNIPEG
Selt í öllum betri lyfjabúðum.
al
KENARA VANTAR
fyrir Hecland skóla, frá 23. maí
1914 til 30. júní 1914,- Kennari til-
taki kaup og mentastig. Tilboð-
um veitt móttaka til 20. maí 1914.
Paul Arnason, Sec’y-Treas.
ísafold P. O., Man.:
i:::::::::::::::::::::::::::::::::
« HERBERGI TIL LEIGU »
:: — «
tt Stórt og gott uppbúið her- tt
tt bergi til leigu að 630 Sherb. t:
tt Str. Telephone Garry 270. tt
tt Victor B. Anderson tt
tt::::::
Kaupið Heimskringlu.
Islenzka lyfjabúðin
Vér leggjum kost, á að hafa
og lata af hendi eftir læknigá-
visan hin beztu og hreinustu
lyf og lytja efni sem til eru. *
Sendið læknisávisan irnar
yðar til egils
E. J. SKJOLD
Lyfjasérfræðings (Prescription Spec-
ialist á horninu á Wellincton or Simcoe
«arry 4368-85