Heimskringla


Heimskringla - 07.01.1915, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.01.1915, Qupperneq 1
Giftingaleyfisbréf seifl TH. JOHNSON Walchmaker,Jeweler&Optician VitSgerSir fljótt og vel af hendi leystar 248 M AIS STHKFiT ?honr M uln ««()<! W l N \ H'KG. M tN. Nordal og Björnsson — Gull og úrsmiðir — 674 SARGENT A V E. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR, 1915. Stríðs-íréttir Núna utn og eftir jólin liafa þeir haft jólablót Rússarnir og liefur heimur þessi aldrei séö önnur slik. Aldrei nokkurntíma hefur annað eins lið verið sainan komið til sókn- ar eða varnar, aldrei hefur í nokkru stríði verið iieitt annari eins grimd eða hörku eins og nú, aldrei nokk- urntíma hafa menn verið jafn kæru- lausir um sitt eigið líf eða sýnt jafn- mikla fyrirlitningu fyrir dauðau- um, jafnmikiö kæruleysis hugrekki, jafnmikinn lærdóm og kunnáttu til víganna eða réttara manndrápanna Þar er alt einn sláturvöllur. Þjóðvcrjar ætluðu sér að vinna núna, þeir ætluðu nú að láta þuss- ann rússneska víkja eða flatan liggja og þar skyldi ekkert til sparað, hvorki menn né annað, uin raanns- lífin hugsa þeir í þúsundatali og tugum þúsunda. Þaö er ckkert personulegt orðið við mennina, þeir eru dýr, ekkert annað en dýr, sem þeir geta slátrað alveg eftir vild sinni. Að renna 10-20-30 þúsunduin fram í opinn dauðann, er ekki meira en þegar bóndinn tekur 1, 2, eða 3 kindur til slátrunar á haustdag. Mennirnir eru ekki meira, en kind- urnar, sálarlausir eins og hundarn- *r, og lfkin, hræ eins og skrokkur hundanna. Þetta er hin þýzka menning (civilization) cins og hún kemur nú út í sfnu insta og dýpsta eðli. Þarna er hið hæsta stig hug- mynda þeirra, það er tindurinn húgsjóna þeirra, hin æðsta trappa skáldskaparins, listanna, heimspek- innar, trúarinnar og kærleikaps, að lifa sem hundur, rekast áfram til manndrápa og spellvirkja sem hund ur og verða drepinn, sem hundurað lokum, eða óarga dýr. Þeir hömuðust þjóðverjar dag eft- ir dag við Bsuraána á Pollandi, vest- ur af Warsaw og suður um ána Ra- wa og Pilica, en hvernig sem þeir létu urðu ]>eir undan að láta. Og svo var það sunnar við Dun- ajec ána og Nidafljót er rennur norð- ur úr Oalizfu inn í Polen austur af Cracow. Og Austurrfkismenn komu ofan úr Karpathaskörðum frá Duk- ia og sunnan við Przemysl og að vestan sunnan úr Ungarn og suð- vestan úr Mahren og frá hinum stóru og miklu viggirtu hæðum við Czenstochowa norðvestur af Cracow og nú átti að troða Rússa tetrin ofan í mýrurnar og fenin svo að aldrei sæjist framar á kollana. Og þetta voru ekki fácinar þúsund- ir, heldur hver sveit fleiri hundruð þúsundir manna. Þegar Rússar (óru að verða varir flóð þetta þá sviptu þeir tjöldum og tóku sig upp úr herbúðum sínum við Cra- cow og héldu einar 40-50 mílur aust- ur f lönd sín, austur um Nidafljót, þar höfðu þeir skotgrafir tilbúnar fyrir allan herinn. En ekki sátu þeir þar allir kyrrir, heldur sendu lið mikið að taka á móti Austur- ríkismönnúm, er komu frá Przemysl og úr skörðunum frá Dukla og vest- an með Karpathafjöllunum, þeir hittu Austurrfkismennina og eftir langar hríðar dag og nótt klufu þeir þá alvcg í .sundur og sópuðu þeim frá sér ti! beggja lianda. Féll þar feykilegur fjöldi manna og í kvið- um þessum tóku þeir Rússarnir 50 þúsund fanga og að líkindum hef- ur unnað eins legið eftir á völlunum )>ar sem fundir urðu. Austurríkis- mcnn eru því þarna úr sögunni um lengri tfma, en Rússar sterkari en nokkru sinni áður. Og sama sagan hefur verið um all- an þenna eystri vígvöll frá Karpata fjöllum og norður að sjó. Þjóðverj- ar þóttust hafa ráð Rússa í liendi sér og voru farnir að auglýsa sug- urvinningar sfnar. En sigurvinn- ingarnar hafa orðið þær að þeir liafa alsstaðar fengið ósigur, als- staðar oröið að hörfa undan, als- staðar með feykilegu mannfalli, svo að það yfirgengur ait sem heyrst hefur í sögu mannkynsins. Rússar hafa hvorki getað komið tölu á þá þjóðverja sem fallið hafa eða þá sem þeir hafa fangna tekið. Það verður alt að vera í slumpum alténd fyrst um sinn, og þegar búið er verður sagan líklegast svo ljót að hún verður tæplega lesandi. Rússar sitja þarna nærri í beinni línu nú um livert Pólland frá norð- ri til suðurs frá Vistula þar sem Bsura kemur f hana að sunnan um Lowitz og Strykow og Lodz og suð- vestur til Piotrkow og Opoczno eða Pilicafljót, er þar kemur langa leið beint að sunnan og meðfram fljóti ))ví suður þangað til kemur suður undir Nidafljót, þá þar suður um Tarnow í Galizíu, þá þar suður með Donajec ánni og vestur og upp undir fjöllin. En nú líklegt að þeir haldi stöðvum þessum svona hér- umbil fyrst ilm sinn, nema eitthvað komi fyrir. Og aftur setjast þeir að líkindum um Cracow og ekki ólík- legt að þeir sendi lið eitthvað um skörðin á Karpathafjöllunum, suð- ur á Ungarn því að Ungverjar eru órólegir orðnir út af stríðinu og liggur við uppreist. En væri hægt að losa |>á frá Vilhjálmi væri mikið unnið. Að vestan eru minni fréttir ákveð- nar. En upp á síðkastið hefur Bandamönnum veitt betur á allri línunni, og hafa þcir þokað þjóð- verjum vfðast hvar aftur á bak. Flugmenn Frak'ka og Breta virðast fremur vera á kreiki en þjóðverjar. Frakkar loksins komnir að kast- alaborginni Metz og farnir að skjóta á hana og senda sprengikúlur úr lofti ofan. Þá réðust Bretar á Cuxliaven, her- skipalægi Vilhjálms við Elfarósa með einum 8 herskipum og 7 flug- drekum og auk þess smærri skipúm Flugmennirnir gerðu usla mikinn I og sendu þjóðverjar flugmcnn og Zeppelfna á móti en þeir urðu að flýja. f þrjá klukkutíma stóð hún viðureignin milli drckanna f loft- inu og Zeppelinanna. Reyndu Zepjielinskipin að granda herskip- um Breta en gátu ekki og loks hörfuðu þeir undan. Allir komu flugmennirnir aftur nema einn. Flugdreki hans fanst sfðan brotinn á sjónum en flugmaðurinn liéldu rncnn að hefði verið tekinn fangi. Líkur þykja til þess að þeir Jofíre og French séu að búa sig undir að fara nú að sækja á þarna vestra og i hrinda þjóðverjum burtu úr Belg- fu. Það sem þá eiginlega hefur mest skort eru hinar stóru fallbyss- ur, en nú er sagt að Frakkar hafi látið smíða byssur sem engu séu verri, ef eki betri en þjóðverja. Hinar nýju fallbyssur ítala eiga aö vera betri en hinar víðkunnu byssur ])jóðverja og nú lftur út fyrir að ítalir retli að fara að reyna þær, þvf að þenna mánuð hafa þeir tii æfða og útbúna eina millión manna og aðra milíónina til taks þar á eftir sem varalið. Frakkar liafa nú sent nýjar her- sveitir inn í Elsas og sækja þær fa,st á og eru að færast nær Rínarelf- unni, aðeins 30 mílur frá Rín ánni. Orustan við Steinbaek liefur verið ákaflega grimm. Rússar v^ða yfir Karpathafjöll og er nú ótti mikill kominn yfir borg- irnar í Ungarn, einkum höfuðborg- ina Budapest, Rumanar taldir muni nota fyrsta tækifæri núna að fara ástað og “verður þá slark f henni Vilpu." Síðustu fregnir af stríðinu. Herskip ftala skjóta á Durazzo i AJbaníu. Roumania að eins ókomin af stað í stríðið með 500,000 til 600,000 her- menn. Rússar hafa sópað Austurrikis- mönnum úr Bukovína, og tekið hafa þeir því nær öll skörðin í Karpatha- föllum, og komist Rússar yfir þau, þó ekki sé nema nieð vænan hóp, þá eru Búlgarar undir eins komnir af stað nieð þeim. Blöðin i dag (6. jan.) segja þær fréttir, að Rússar hafi unnið mikinn igur við Ardahan í Armeníu á Tyrkj um, tekið þar heila herdeild af þeim auk þeirra er féílu, og eltu hina, sem undan komust. í Galizíu réðust Rússar á Austur- ríkismenn á flóttanum, er þeir voru að fara yfir Uszok skarðið í Kar- patha-fjöllum, suður í Ungarn. Þeir komust á hlið við Austurríkismenn i skarðinu i stórviðris liríð og frosti, og veittu þeiin skell inikinn og tóku alla, sem ekki gátu flúið, eða lágu cftir á vigvellinum. — Þessu skarði hafa Austurrikismenn haldið alt til þessa; en með skarðinu ná Rússar Hklega seinustu olíubrunnunum, sem Vilhjálmur hefir fengið oliu frá. Er það verra fyrir hann að tapa brunn- unum, en að bíða stóran ósigur. Fer nú að liðkast um leiðina fyrir Rúss- um inn i Schlesíu. Reikningurinn fyrir stríðið og blóðs- útheliingarnar. AÐ LATA REFSINGUNA HÆFA GLÆPUNUM. Eftir II. G. Wells. (Niðurlag). Menn verða æfinh-ga að hafa það hugfast, að stjórnarfyrirkomulag Þýzkalands er svo fullkomið og annig lagað að það cr auðvelt að ná inn sektum, háum sem lágum. Það er cin maskína alt Þýzkaland og maskínan getur unnið, þó að út- lendir menn stýri henni. Þannig hefir stjórn Þýzkalands fundið upp ágæta skatta—álögu aðferð með því, að staðfesta (endorsc) járnbrautar- seðla. Og þjóðverjar eru orðnir vanir við það, og það væri mjög vel lagað til þess, að koma þjóðvcrj- um til þess að skilja þetta atriði stríðsins, skaðabæturnar og endur- gjaid þeirra, sem þeim alt til þessa hefur liætt við að renna auguni yfir, án þess að grfpa það og hafa jafnvel ckki orðið ))ess varir. Til þess að skýra þetta betur, geta menn hlaðið einu eður öðru atriði skaðabótanna á járnbrautirnar, og gætu þá allir þjóðverjar, sem með jánrbrautum fara lesið á farseðlin- um, að ferðin með járnbrautinni kostaöi svo og svo mörg mörk og svo væri skrifað á bak seðilsins mcð rauðu letri: “Aukaborgun fyrir speilvirki í Belgfu, (eða Póllandi, eða Frakklandi) sem framin voru eftir skipun keisarans, tvö mörk”. Eða þar stæðu aðeins þessi orð “Louvain—tvö mörk”. Þetta vær' svo sem ckkert niðurlægjandi. Það minti þá á það aðeins, að framferði og gjörðir keisaravcldisins, bera með sér, ekki frægð einungis, heldur á- by: gð líka. :« * er á svo marga vegu að þetta stríð er ólfkt öllu öðru, sem nokk- urntfma hefur komið fyrir mann- kynið. Það er strfð, sem fer fram að heiminum ásjáanda, og áhorfend- urnir geta lesið og dæmt um við- burðina miklu mcira en nokkurn- tfma hefur áður verið gjört. Og siðgæðishugmyndir eru ráðandi í gangi atburðanna. Það er að eins Vilhjálmur talar til manna sinna. Um það leyti sem Þjóðverjar höfðu tekið Antverp kom keisarinn þangað til að sjá menn sfna og þakka þeim fyrir góða framgöngu, og tala kjark f þá. Hollenzkur fréttaritari segist hafa verið viðstaddur og hra'ðritað ræðu þá er hinn mikli maður flutti, og forust honum orð á þessa leið. “Eg er innblásinn af heilögum anda og mín stjórn er samkvæm vilja Guðs. Mfnir herskarar eru því und ir liandleiðslu Guðs sem öllu ræður bæði á himni og jörðu. Og í hans nafni skipa eg yður að skiljast ekki við óvini yðar fyrr en þér hafið deytt þá alla og upprætt þeirra kyn af jörðinni Vei öllum þeim sem hafa reitt til rciði hið volduga Þýzkaland. Og vei þeim Sem ekki hlýða minni rödd og gjöra minn vilja. Guð Þýzka- lands vill drottna, og samkvæmt hans vilja skuluð þér haga yðar gerðum. þjóðvcrjaland og drotnar þess, sem ekki sjá birtu lampanna, sem kasta geislum sínum á þá til þess, að skoða og rannsaka sálir þeirra. 1 járnbrautarvögnum Englands á þriðja plássi geta menn séð verka- menn lesa, hinar vanhugsuðu bæk- ur Bernhardis og rit, sem eins og tæta og sprengja allan heiminn ( sundur. Og verkamennirnir við skipabryggjurnar lesa kaldir og ró- legir um þetta smálega og marga, sem krónprinsinn hefur getað dreg- ið til sín. Og í þessu mikla skín- andi ljósi sem lýsir upp allan heim svo að hver og einn einasti maður sér og skilur hvað fram fer, í ljósi þessu hinu skæra fer keisarinn sjálfur, klæddur glóandi einkennis- búningi og býst til að rfða þannig inn í kastala borgina Nancy í skrúð- göngu mikilli í broddi tíu þúsund útvaldra hermanna sinna. Hann fór nú reyndar aldrei inn í Nancy. Frakkar gáfu þeim skell mikinn, svo að þeir urðu að hörfa undan og hætta við alla þessa skrúðför íslenzk ástaljóð. Lauslega þýddur mansöngur eftir Kristján skáld Jóns- son. Sjá kuæði hans þriðju útgáfu aukna. Gefin út i Reykjauik 1911. Whene’er thy beauteous being 1 caress And thou, close pressing, dost my frame enfold In thy arms’ pale,—which is love’s own stronghold— And thy eyes beam unfathomed tenderness; Meseems I sweetly slumber and I dream That I with angels in glad heaven dwell; I’m carried far from earth’s incessant swell, Wafted away on Lethe’s wondrous stream. Then silently—over words I have no power— I ask that all such hours may never cease, Since on my life are bent love’s radiant rays; Vainly 1 yearn to’ appease death’s fatal hour, That evermore such sacred joy may ease My soul, whose heav’n is found in thy embrace. Skúli Johnson. Nr. 15 sigrandi þjóðverja. En keisarinn ætláði að láta heiminn allan sjá og taka þarna eftir sér í allri sinni tign og dýrð og veldi. Hann skoðar alt þetta eins og börn skoða myndir, einhverjar, sem hirðmálarar 18. ald- arinnar hafa málað með sterkum rauðum eða bláum litum. Hann hefur enga hugmynd hvernig hann kemur mönnum fyrir sjónir í Weald- stone eða Tottenham (á Englandi). Hann heldur að þetta glys og stæri- læti gjöri hann alþýðu manna hug- þekkan, svo menn fari að dást að honum og sjá og skilja hve mikill og dýrðlegur höfðingi hann er. Og hafi honum komið Wealdstone eða Tottenham til hugar þá hefur hann hugsað sér fólkið þar fáfræðinga, eins og mentunarlausa bóndagarma sem hlytu að fyllast lotningar og auðmyktar við það að líta alla þessa tign og dýrð hins mikla keis- ara. Alt þetta sýnir svo ljóslega að hann sjálfur er ekki mcð öllum mjalla, að hann er fullur draum- sjóna um forna frægð og dýrð mið- alda höfðingjanna, er þeir teymdu skrílinn með trumbuslætti ög lúð-, ragangi (t.d. þá voru trumbur slegnar, trumbur barðar, symfón sungið og salterium). En þetta”alt saman sýnir andlega afturför Þýzka .lands, og hina knýjandi nauðsyn að núa því inn um hinar þykku húðir þjóðverja, mjúklega og lip- urt ef hægt er, og láta þá skilja það sjá það skýrt oggreinilega, hvað það er sem hér er verið að berjast um, og hvaða þýðingu það hefur, þegar hallirnar hrynja yfir höfuð þeim (þeir sýnast vera fáir scm skilja ])að enn sem komið er.—Þýð.) Og af þessu ættu menn að sjá hvað mikilsvarðandi það er, að þjóðverjar bæti fyrir spellin og skammirnar f Louvain og Rheims og allar því líkar athafnir sínar. Þessqr bætur eru einn hluti upp- fræðingar þjóðverjanna. Vér verð- um að ,láta þjóðverjann skilja, hvcrnig hcimurinn skoðar þessar og aðrar eins gjörðir. Menn hafa ritað feykileg ósköp um þýzka mentun. Hinar Norðúr- álfu-þjóðirnar hafa verið of kurt- •eisar við þá svo að þær hafa ekki nægilega mælt í móti hinn feyki- lega raupi þeirra. Það er enginn efi á því, að þeir þjóðverjarnir hafa verið lærdómsmenn miklir og rann- sóknarmenn. En fáir eru þeir hæfi- eika eða smekkmenn, sem taki þýzk listaverk eður bókmentir fram yfir tilsvarandi listir eður bókmentir ítalíu, Bretlands, Frakklands, Rúss- lands, Hollands eða Indlands. Og svo kemur það til greina, að bestu verkin þjóðverja eru ekki eftir þá sjálfa, heldur eftir Gyðinga. Eða hver eru nöfn vísindamanna þeirra, sem jafnast á við Darwin, Newton, Pasteur, Metchnikoff eða Mendel- ieff. Það er sönglistin ein, sem þeir verulega skara fram úr. En það er ekki til neins að reyna að tala skynsamlega við þjóðverja meðan þeir eru blósnir upp af sjálfs þótta og stórmensku sinni. Það sem vér nú þurfum að gjöra ei það, að sannfæra þá um það fyrst og remst að þeir liafi ósigur beðið, beð. ið ósigur þrátt fyrir öll sín hernað- arvísindi, og allan undirbúning i hálfa öld, og þó að allar ástæður f fyrstu væru með þeim, sannfæra á um að hafi ekki átt hið háa sæti í menningu heimsins sem þeir * hafa tekið sér. Og svo er ekki ó- hugsandi að mögulegt sé að refsa þeim á viðeigandi hátt fyrir spell- virki og gripdeildir á listaverkum þjóðanna, bæði í Belgíu og á Frakk- landi, svo að þeir á komandi tím- um yrðu mintir á glæpi þá sem þeir hafa framið á svæðum listanna og vísindanna. Það er öllum kunnugt að í “höll- um keisarans” er ósköpin öll af mál- verkum, myndastyttum og öðrum listaverkum eftir enska, franska, hollenzka og italska listamenn. Vil eg nú láta listaverk koma fyrir listaverk, og safna saman öllum þessum dýrmætu hlutum. sem eru þarna í útlegð á þýzkalandi, safna þeim saman og skifta þeim milli Rheims og Louvain, svo að þeir sem listaverk vilja skoða, þurfi ekki að fara til Dresden, Munieh og Berlin. V-eti þetta gjört kynnu borgir þess- ar :ið rísa úr ösku aRur og ná hinni fyrri frægð sinni.--- Menn verða að muna það, að Ev- rópu þjóðirnar hafa eiginlcga enga ástæðu, að berjast við hina þýzku þjóð. Þvf að allar þessar svívirð- ingar, spellvirki og yfirgangur er ckki verk hinnar þýzku þjóðar, heldur prússneska hermanna valds- ins, sem hefur náð haldi á sálu og Skatð er fyrir skildi Skapti er látinn, göfug mennið góða; gráta þig margir, drúpa dag geislar, dimt er í heimi sorgþrungin ský á skyggja. Skarð er fyrir skyldi Skapti er Iátinn; hátt barst þú höfuð og horfðir til sigurs, gáfur og einurð geisluðu úr augum, rómsnjallastur rekka á ræðupöllum. Skarð er fyrir skildi Skapti er látinn, vizku dísir þig völdu á vormorgni æfi, djúpspeki dæmdu þér mest, drenglyndi og heiður,— drúpa nú höfði hljóðar að hollvinar Ieiði. N. « :: :: :: « n « » ««tiiitinutitinuiiiitiitmiu líkama allra þjóðverja, hermanna- valdsins, sem hefur riðið þýzkalandi til glötunar, cins og drengir hleypa hetum á kaf í fens og kviksyndi. En það er engin ástæðe, tií þess að þjóðverjar séu ekki skyldir að borga hinn seinasta eyrir fyrir öll þau spillvirki sem gjörð hafa verið, engin ástæða, að þeir skuli ekki neyddir til að súpa til botns, ólyfj- anir ímyndana sinna hinna fölsku um hina miklu yfirburði þjóðverja að þeir stæðu öllum ofar f hermann- alist og vísindum öllum. En aðal- synd þjóðverja var þó ekki dramb- semi eða grimd, heldur einmitt það, hvað þeir voru leiðitamir vondum og samvizkulausum mönnum. Austurrfkismenn og suður-Þjóð- verjar eru clskulegustu og geðs- legustu menn — með voðann og bölvunina hangandi yfir höfðum sér. Og það væri ekkert vit og ekk- ert réttlæti að láta þá gjalda, með því að sýna sömu grimdina hinum kyrlátu og virðulegu borgum þeirra landa, sem þjóðverjar sýndu Belg um. Annað mál er það hvað Berlin snertir, hvort borg sú skuli gefin hermönnunum að rupla. en þá keraur til sögunnar hardýðgi og mannúðarleysi, að hlcypa út um hina aðra hluta Þýzkalands öllunv þeim feikna sæg af húsviltu bjarg arlausu fólki, sem þaðan yrði að flýja ef borgin væri rænd. Og smátt og smátt verður múg- num þjóðverja ýtt af vígvöllunum inn f þcirra eigið land, lengra og lengra og herflokkar Bandamanna á hælum þeirra. Verður þá gjör- sópað og landið og lciðin lögð yfir brendar bygðir og brotnar rjúkandt borgir. Þeir kofu um Liege Þúóð- verjarnir og sömu leiðina býst eg við að þeir fari heim aftur á flótta undan hinum hegnandi herskörum. En Rússar koma inn leiðina um .ið brenda og gjörsamlega eyðilagða Pólland. Þarf þá heraga strangan er inn f Þýzku löndin kemur til að halda hermönnunum frá því að gjalda lfku líkt. En þar við liggur heiður Banda- manna, og hvað Rússa snertir, þá myndi |>að spekja þá og halda nokkuð í skefjum ef að þeim væri heitið Berlinarborg. En hvað okkur snertir sem kom- um að vestan, þá liggur leiðin um Bonn og Cologne og iðnaðar löndin á Westphalen með borgunum Cre- feld og Duisburg, Dusseldorf, Elber- feld og Barmen, og fremur öllum öðruin Essen—þetta eru staðirnir, sem ættu að borga fyrir Louvain og Liege og Rheims. Vér viljum ekki láta hefndina koma niður á heim- ilum bændanna eða eldgömlum höllutn eða kyrkjum. En f Essen voru fallbyssurnar smfðaðar og stálplöturnar gjörðar, þar var það smíðað hið mikla “sverðið Þýzka- lans” og hin “skfnandi herklæði" sem Evrópu stendur nú öll þessi bölvun af. Þar verðum vér að skilja eftir rústir einar, sem Þjóðverjar hafa til minningar um oss og förina til Belgfu og Frakklands. En reikningurinn er ekki útkljáð- ur og alt cr óklárað, meðan þær standa morðvopnasmiðjurnar f Essen.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.