Heimskringla - 07.01.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.01.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WfNNIPEG, 7. JANÚAR, 1915 Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum ftmtudegl. írtgefendur og etgendur THE VIKING PRESS, LTD. VerZ blatSsins f Canada og Bandarfkjunum $2.00 um áritJ (fyrirfram borgatJ). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgað). Allar borganir sendist rátJs- mannl blabsins. Póst et5a banka áTfsanir stýlist til The Vikin* Press, Ltd. Ritstjóri M. J. SKAPTASON Ráttsmahur H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, Wionipeg 801 317t. Talsfml Qarry 4110 Stutt yfirlit yfir við- burði ársins 1914. Helztu tíðindi á lslandi á þessu ári eru ráðherraskifti, og fer Hannes Hafstein frá, en við tók Sigurður Eggerz sýslumaður. Stuttu síðar stjórnmáladeilur milli Dana og íslendinga, svo að ráðherra sá hinn nýi segir af sér, er hann fær ekki fram komið vilja sinum við konung og Danastjórn. I sambandi við þetta skal þess getið, að í morgunblaði Winnipeg Telegram 5. þ.m. stendur grein um stjórnmáladeilur fslendinga og Dana og segir blaðið að deilurnar séu á milli hins frjálslynda fiokks fslend- inga og Danakonungs. Ráðherra fslands, Sigurður Egg- erz, hafi sagt af sér, en lofað að halda sæti sínu, ef að málalyktir yrðu honum að skapi. Tvent ber þar á milii. Annað er stjórnarskráin. Þingið gjörði breyt- ingar við hana og sendi konungi til undirskriftar og fór Eggerz ráð- herra með hana. En þegar til kon- ungs kom, neitaði hann að skrifa undir, og hélt því fram, að ekki mætti breyta stjórnarskrá fslands, nema með samþykki þingsins i Dan- inörku. En íslendingar kváðust ein- ráðið og færir uin, að semja stjórnar- skrá sina sjálfir, og Dönum kæmi þetta ekkert við, eða hinu danska þingi. Hitt ágreiningsmálið er fánamálið. l.andar heima höfðu fulla tiltrú til ráðherra og fólu honum að semja um málið við Danakonung. En kon- ungur brást illa við, oð kvaðst enga sönnun hafa fyrir því, að þetta vwri fáni sá, er meiri hluti íslendinga viidi hafa. Loks lýsti konungur því yfir, að hann myndi kalla fyrir sig helztu leiðtoga fslendinga, til að taia um máiin og revna að koma sam komulagi á. Þannig hljóðar þessi Telegram- grein. Annar viðburður er sá, að í fyrsta sinni sekkur fiski- og flutningsskip íslenzkt í Norðursjó við Englands- strendur, — gufuskipið Skúli fógeti. Rakst það á sprengidufl, er Þýzkir höfðu í sjóinn lagt, og sökk til botns með farmi öllum, en 4 inenn fórust. Fá fsiendingar að likindum seint bættan skaða þann. Nú voru skipaleiðir bannaðar og vöruflutningur og þvi hvorki hægt að leita til Danmerkur eða Englands — en þá tóku íslendingar heima upp það ráð, að senda sjálfir skip til annara landa, eftir vörum sínum, Og er það xtór atburður í sögu /s- lunds. Kannske hinn afleiðingarík- asti í langa tíð: Þeir eru orðnir sjálfbjarga. Nú, þegar allar bjargir voru þeim liannaðar, þá taka þeir eina ráðið, sem dugði: Þeir ýttu kænunni út sjálfir, eins og Egill j<ainli, ed hann “ýtti eik á flot við ísabrot”. Þeir þurftu að fá skipið lánað þessa fvrstu ferð; en nú eru allar iíkur til, að það verði ekki lengi. Með þessu eina áræðisverki eru þeir orðnir fullveðja rnenn. Og þegar þýðingarlaust var að fara til einhverra Evrópu-landanna, þá fóru þeir beina leið til Ameríku, seldu þar varning sinn, og gjörðu hvort- Iveggja: öfluðu sér orðstir góðan og gjörðu góð kaup. Og svo hafa þeir að líkindum fengið nýjan markað vör- um sinum, þvi að þeir fengu undir eins hið bezta álit á sig. Væri það sannarlega óskandi. að framhald yrði á þessu. Þá er látinn- heima skáldið, sem öllum þorra fslendinga var svo hug- jekkur: Þorsteinn Erlingsson. Það er einsog hann hafi hrifið huga allra íslendinga þeirra, sem hér eru vestra, og ljóð hans eru meira eða minna á hvers manns vörum. Og mörgum hafa þau stundir stytt og munu gjöra framvegis meðan is- lenzka er hér skilin og lesin. Hér vestra höfum vér tapað tveiin- ur stórmennum. Annar þeirra var öldungurinn sira Jón Bjarnason hér í Winnipeg, óefað einn mentaðasti fslendingur, sem komið hefir hér um slóðir. Stofnaði hann hið evang- elisk lúterska kyrkjufélag fslend- inga i Vesturheimi og stýrði því sem forseti frá byrjun og þar til fyrir fá- um árum, og bar það eiginlega á herðum sér allan þann tima. Hinn maðurinn er Skapti B.tírgnj- ólfsson, nú nýlátinn, og hefir hans verið getið í blaði þessu, og verður liklega getið meira síðar. Skapti var vist aðalmaðurinn, að stofna Menn- ingarfélagið i Norður-Dakota, og er hann kom hingað, var anna» Menn- ingarfélag íslenzkt stofnað hér i Winnipeg. Er sem Skapti hafi flutt Menningarfélagið i malsekk sinum, og stóðu með honum að myndun þess hér menn, sem komu sunnan úr Dakota og verið höfðu með hon- um fyrir sunnan. Skapti var skap- aður foringi, sem síra Jón, og voru þeir að því leyti líkir báðir; báðir djarfmæltir og hreinlyndir, báðir skörungar, og ekki trútt um, að vík- ingablóð rynni i æðum þeirra. En gjörsamlega voru stefnur þeirra andstæðar. En fslendingar i þessari álfu voru búnir að njóta sira Jóns, en Skapta ekki nema að nokkru leyti. — Þess- ara manna er beggja saknað, og það jafnvel af mönnum, sem andstæðir voru skoðunum þeirra. Tveir fslendingar sitja hér á þingi — Tómas Jónsson á hlið liberala, en Sveinn kaupmaður Þorvaldsson á hlið konservativa. Báðir eru rnenn- irnir færir, og er Tómas Jónsson tal- inn jafnvel færasti maðurinn í flokki liberala á þingi; en Sveinn kemur nú á þing i fyrsta sinn. Á þessu ári fengu Ný-íslendingar járnbrautina, hina langþráðu, norð- ur að fslendingafljóti; svo að nú má heita, að þeir séu allir komnir í út- hverfi Winnipeg-borgar, og er það mikilsvirði, ef vel er á haldið. • • • En tiðindin, sem mestu varða, eru nú að gjörast í hinuin gamla heimi. Aldrei nokkurntima í sögu heimsins hefir annað eins skeð. — Þegar Genghiskan velti hersveitum Mongóla yfir alla Asíu og inn á Ev- rópu, alt til Póllands og Ungarn; — þegar Atli kom með Húna aust- an af Asíu og óð þvert yfir alla Ev- rópu miðja, þangað til hinar got- nesku og Rómverku þjóðir stöðv- uðu hann á Katalóns-völlum á Frakk landi (Chalons sur Marne) 551 e. Kr.; — þá var það alt barnaleikur á við þetta. Og allar herferðir Napó- leons hverfa í samanburði við það, sem búist er við af þessu stríði. Og fjöldi manna veit mjög óljóst, eða alls ekki, um hvað verið er að berj- ast, og það jafnvel þeir, sem hugsa og tala um stríðið á hverjum degi. Því eiginlega eru það hugmyndir, sem striði þessu valda, og barist er uin, og verður um barist héðan af, þangað til önnur hvor hugmyndin verður ofan á. Og verði ekki útgjört um það að þessu sinni, þarf að gjöra út um það fyrri eða seinna, úr því að einu sinni er farið að hreyfa því. Tilvera, hagur og velferð mannkvns- ins er undir því komin. Lengi liöfðu inenn búist við því, að slagur þessi færi af stað; menn voru að reyna að hindra það og fresta því hvert árið eftir annað. A dögum Viktoríu drotningar frestaði Albert prins, sonur hennar, því hvað eftir annað, og þegar hann var kon- ungur orðinn, sagði hann, skömmu fyrir' andlát sitt, að það myndi nú koma bráðum, Hann sá skýjin í lofti, sem aðrir sáu ekki. Loksins kviknaði neistinn. Það var i hinu slafneska ríki Bosníu, sem Austurrikisinenn með rétti hnef- ans höfðu slegið eign sinni á. Þar má tclja hin sýnilegu upptök striðs- ins, í borginni Sarajevo. 28 júní 1914 var rikiserfingi Aust- urríkis, Ferdinand erkihertogi, myrtur þar á stræti einu, með konu sinni; og flaug sú fregn samdægurs út um allan heim, en fáir vissu þá, hvað af myndi leiða. 23. júlí sendir Austurriki Serbum d hina seinustu kröfu sína. Þeiin var kent um morðið, þvi að serb- neskur stúdent, að nafni Princip, var maðurinn, sem skaut, og sögðu Austurríkismenn, að Serba stjórn hefði keypt hann til þess. Austurriki gjörði 10 kröfur til Serba og gaf þeim 48 klukku-. tíma frest að svara. Voru kröfur þessar i hæsta máta óbilgjarnar. 25. júli svara Serbar, 3 stundum áð- ur en timinn var úti, og gengu að flestum kröfunum. En vísuðu hinum til friðarfundarins í Haag. 28. júlí segjast Rússar muni hjálpa Serbum, ef á þá sé ráðist, en lofa jafnframt að reyna að fá Serba til að láta undan. Sama dag segja Austurríkis- menn, að nú sé það of seint. Og þann dag segja þcir Serbum strið á hendur. 29. júlí. Rússar fara að byrja að kalla saman nokkuð af herliði sínu. Austurríkismenn byrja þenna dag að skjóta á Bclgrad, höfuð- borg Serba, af mótorbátum, sem þeir höfðu á Dóná. Þenna sama dag spyr kanslari Þjóðverja sendiherra Breta, — hvort Bretar nluni vera fúsir að standa hlutlausir hjá, efað Þjóð- verjar snerta ekki Holland og taka engin lönd af Frökkum, nema nýlendur þeirra. En Sir Edward Grey vildi ekki taka þetta í mál. 1. ágúst. Þjpðverjar og Frakkar kalla út herlið sitt. Rússar heita Bretum, að byrja ekki stríð, nema Þjóðverjar ráðist inn yfir landamæri þeirra. — Frakkar heita þvi, að láta hermenn sina ekki koma nær landamærum Þjóðverja en 6 mílur. Sendiherra Þjóðvera í St. Pétursborg segir Rússum strið á hendur. 2. ágúst. Þjóðverjar vaða yfir Lux- emburg. — Sama dag halda her- sveitir þcirra inn í F'rakkland hjá Cirey. — Rússar halda inn yf- ir landainæri Þjóðverja hjá Schwinden við Biala. — Canada býður Bretum alla þá liðveitslu, sem mögulegt sé fram að leggja. 3. ágúst. Þjóðverjar vaða inn í Belgíu.— Þjóðverjar segja F'rökk- um stríð á hendur. 4. ágúst. Bretar og Þjóðverjar segja hvor öðrum stríð á hendur. Þjóð- verjar byrja áhlaupin á Liege. 5. ágúst. Kitchener gjörður að her- málaráðgjafa Breta. 6. ágúst. Austurríki segir Rússum stríð á hendur.-— Amphion, her- skip Breta, rekst á sprengidufl og sekkur. 7. ágúst. F'rakkar fara með herlið inn i Elsas. 8. ágúst. Bretar lenda hermönnum á Frakklandi. 9. ágúst. Stríði lýst yfir milli Aust- urrlkis og F'rakka. — Liege unn- in. Svartfellingar taka Skútari. 11. ágúst. Belgar berjast við Þjóð- verja við Haelen. 12. ágúst. Striði lýst yfir milli Aust- urríkis og Breta. — Þýzku her- skipin Goeben og Breslau flýja inn Hellusund og eru sehl Tyrkj- um. 14. ágúst. Hershöfðingjarnir F'rench og Joffre hittast. 15. ágúst. Rússar lýsa því yfir, að þeir skuli veita Pólverjum full-j komna sjálfstjórn, og reisa við aftur hið pólska konungsriki. 16. ágúst. Bretar Ijúka við að senda fyrstu herdeildina til F’rakklands 17. ágúst. Belgar flytja stjórnina frá Brussel til Antwerpen. 18. ágúst. Serbar vinna sigur við Shabatz. 19. ágúst. Þjóðverjar taka Tirle- mont í Belgiu. 20. ágúst. Þjóðverjar taka Brussel. —Frakkar berjast í Elsas og taka 24 fallbyssur af Þjóðverjum. ♦ ■f ♦ ♦ ♦ ■♦■ ♦- •♦■ •♦• ♦ ♦• t t t t ♦ •♦ •♦ -♦ Þjóðræknissamkomuvers. Isinsog veður hafi af harmaleiknum, Er nú kvikult ljósið og dauft á kveiknum Svo er nepjan í vetur að váfréttum rik, Sem um valinn að norðan æðir Yfir frosið blóð, yfir liggjandi lik, - Að oss loks inn að beini næðir. Oss háskinn er Iangt, svo langt að baki Þar sem loftið rifnar af orustubraki. lír sem bylgja þjóti og byltist um æð, Þegar blóðið til skyldunnar rennur, Því við njótum friðar og náðar af hæð Meðan Norðurálfan brennur. Þurfti F-vrópa’ að hlaupa öll i loga, Þurfti eldinn að leggja hátt upp á boga Til að láta vor augu sjáandi sjá Þetta sólskinsland, sem við eigum, Þetta heilaga land, sem okkur á Og það andrúmsloft, sem við teigum'? Þessi hræöld, vargöld og vigabrenna, Það, að vera eitt skal oss þjóðinni kenna. Það skal lýsa oss, þetta logandi bál, Svo við lengra og hærra færumst Upp til engils vors lífs — það er lands vors sál Sem við lifum í og hrærumst. Þegar landsins sins dauða deyja þjóðir F> oss dýrmætust liún, vorra sálna móðir, Enda finst oss að hún sé til himinsins brú, Allri hamingju meiri og stærri, Aldrei friðsælli, göfugri’ og frjálsari en nú. Aldrei fegurri og hjartakærri. Gultormur J. Gultormsson. X ♦ ♦ ♦ t I i i Byrjar þriggja daga orusta við Gumbinnen á Austur-Prússlandi. 21. ágúst. Orustan við Charleroi byrjar. — Þjóðverjar hefja ófrið í Suður-Afríku. 22. ágúst. Þjóðverjar ráðast á Nam- ur. — F'rakkar halda undan frá Charleroi fvrir ofurefli Þjóð- verja. Serbar vinna mikinn sigur yf- ir Austurríkismönnum við fljót- ið Drina. 23. ágúst. Bretar berjast við Mons. í j —Japan segir Þjóðverjum stríð á hendur. F'ara að skjóta á Tsing Tau i Kina. 24. ágúst. Namur fellur í hendur Þjóðverja. — Bandamenn hörfa undan frá Sambre-ánni. — Þjóð- verjar taka Luneville á Frakk- iandi. 25. ágúst. Þjóðverjar brenna og eyða Louvain. — Rússar byrja orustuna um Lemberg í Galizíu. — Zeppelin sendir niður sprengi kúlum i Antwerpen. — , Banda- menn hörfa undan til Chambray og Le Chateau. 26. ág. Bretar berjast við Tournay og Guignies á Frakklandi.— Banda- menn taka Togoland i Afríku. 27. ágúst. Bandamenn halda undan til áarinnar Somme á Frakklandi —Sjóiiðsmenn Breta lenda i Ost- end i Belgiu. 28. ágúst. Bretar sökkva 5 herskip- um ÞjóðVerja við Helguland. — Kastalinn Longvy á landamær- um F’rakka gefst upp fyrir Þjóð- verjum eftir 24. daga stöðuga hríð. 29. ágúst. Herskip Nýja Sjálands taka Samoa-eyjar i Kyrrahafi.— Austurríkismenn vaða með her inn á Pólland. Parísarborg býst við umsátri. 30. ágúst. Rússar fá skellinn mikla við Osterode á Prússlandi. Bandamenn vestra hörfa undan til Signu, Oise og Meuse ánna of- antil. á landamærum F'rakklands og Belgíu. 8. sept. Þjóðverjar byrja undan- haldið frá París; voru komnir suðaustur frá París. Einlægt bar- ist. — Serbar vinna sigur við Racha. 9. sept. Þjóðverjar brenna og ræna Aershot. Rússar vinna mikinn sigur við Rawa Ruska hjá Lemberg. — 70 þúsund Indur leggja af stað í striðið. 10. sept. Þjóðverjar halda undan norður frá París. — Rússar taka Tomaszov i Galizíu. 11. sept. Herskip Ástralíu taka hafn- staði tvo í New Britain.—Frakk- ar taka Luneville aftur. 12. sept. Ástralíumenn taka Rabaul í New Pomerania. — Rússar vinna sigur í Galiziu. Frakkar ná aftur Soissons. 13. sept. Bandamcnn komast yfir Aisne á F'rakklandi og sækja norður á eftir Þjóðverjum. 15. sept. Orustan mikla við Aisne byrjar. 16. sept. Rússar hrökkva undan Hindenburg út úr Austur-Prúss- landi. 17. sept. Rússar segjast hafa unnið algjörðan sigur i Galizíu. 18 sept. Herdeildir þýzka krónprins- ins halda undan á F'rakklandi. 20. sept. Þýzkir skjóta á Rheims og brjóta dómkyrkjuna fornu. 22. sept. Neðansjávarbátur sekkur 3 herskipum Brcta í Norðursjón- um. 23. sept. Flugnienn Breta stcypa sprengikúlum yfir Dusseldorf og ('ologne og skemma flughjalla Þjóðverja. 24. sept. Hermenn Astralíu taka Vil- helmshafen á New Guiana. 26. sept. Indverska liðið, 70,000 lendir á F'rakklandi. 27. sept. Botha fer af stað í Afriku Frá Stony Hill:— K. J. Halldórsson..........$ 0.2í Mis h. Jörundsson..........0.2Í Mis K. Jörundsson..........0.10 Mrs. Jörundsson............0.25 G. Jörundsson..............0.50 Osear Jörundsson...........0.10 Ásgeir Jörundsson..........1.00 G. Sigurðsson..............5.00 Ingim. Guðmundsson.........1.00 Bergman Jónasson...........1.00 Thedóra Jónsson............1.00 j.lón Rnfnkelsson...........1.00 Guðm. Johnson..............1.00 John Guðmundsson............1.0<) B. Sigurðsson................1.00 G. Rafnkelsson..............1.0C' B r. Jónsson.................0.25 E. Thorleifsson..............1.00 G. Thorleifsson..............1.00 Mrs. G. Thorleifsson.........1.00 Jón Thorleifsson.............1.00 B. P. Thorsteinsson.....•....1.00 K. Thorsteinsson.............1.00 R. Eiríksson................1.00 B. Sveinsson, Wpg............1.00 S. J. Mýrdal, Vcstfold......2.00 Richard Searnan, Seamo.....0.5*'* Frá Otto, Man:— Jón Eiríksson................5.00 S. Kristjánsson..............5.00 M. Kristjánsson..............2.00 Margrét D. Kristjánsson......1.00 Wilhelm Kristjánsson........0.3(* Walter Hirst.................0.50 Kristján Sigurðsson..........2.00 Mrs. K. M. Danielsson........1.00 K. Thorvarðsson..............1.50 B. Th. Hördal................0.50 Leo Hördal...................0.50 Edric Hördal.................0.50 S. Guðrnundsson............. 1.00 Jón J. Jónasson..............2.00 Ingimundur Sigurðsson........l.Ot Hallgrímur Pétursson.........0.50 August Magnússon.............10(> Guðm. O. Thorsteinsson.......0.50 G. J. Jónasson...............1.00 ,1. K. Jónasson..............1.00 Sigfús Sigurðsson............1.00 J. E. Westdal................2.00 Frá Churchbridge, Sask.: Til Þjóðræknis og Rauðakross sjóða:-— Þjóðr. R.Kr. B. Thorleifsson.......$2.00 E. Hinriksson..........2.00 E. Hinriksson..........2.00 $1.00 M. Magnússon...........2.00 Mrs. M. Magnússon.. .. 100 Miss V. Magnússon............ 100 A. Magnússon...........2.00 V. Magnússon ..........2.00 A. Vestman................. 2.00 V. Vigfússon...........2.00 Th. Vigfússon............... 0.25 Miss S. Vigfússon........... 0.25 Miss J. O. Vigfússon.... 0.28 Miss S. V. Vigfússon.... 0.25 G. ílggertsson.........6.00 Mrs. G. Eggertsson.......... 3.00 E. G. Eggertsson............. 100 E. Johnson..............300 Mrs. E. Johnson............. 2.00 J. Finnsson............5.00 3.00 K. Finnson............2.00 G. C. Helgason.........5.00 5.00 Johnson Bros..........10.00 G. G. Seinbjörnsson...2.00 2.0C H. L. ’ Rafnsson......2.00 Mrs. B. O. Johnson.......... 2.00 j. B. Johnson.........l.(Xl 1.00 O. V. Melsted..........1.00 .1. Valberg..'.........3.00 Th. Valberg............3.00 G. Brynjólfsson........5.00 E. Bjarnason...........2.50 2.50 M. Bjarnason...........2.00 B. Thorbergsson.......2.50 2.50 Th. B. Thorbergsson .. . .2.00 S. Bjarnason...........2.50 2.50 S. B. Johnson..........1.00 1.00 Th. Laxdal.................. 5.00 G. Guðbrandsson............. UXi H. Hjálmarsson........5.00 B. Johnson.............5.00 J. Árnason............10.00 5.00 V. Olson...............1.00 S. Laxdal..............1.00 S. Árnason.............1.00 Rev. G. Guttormsson......... 1.00 S. Loptson.............5.00 Frá Bredenbury: J. Markússon...........1.00 O. Gunnarsson..........5.00 Mrs. O. Gunnarsson.......... 3.00 K. Kristjánsson.......5.00 3.00 H. Thorgeirsson........1.00 E. Gtinnarsson.........2.00 1.00 1. sept. Bretar berjast við Coin- piegne, ná 10 fallbyssum. Eru þá búnir að tapa 15,000 manns. 2. sept. Rússar vinna sigur og taka Lemberg. — Bandamenn vestra berjast við Signu (Seine), Marne og Meuse. 3. sept. F’rakkar flytja stjórnina frá Paris til Bordeaux. 4. sept. Sjónum hleypt á herlið Þjóðverja við Antwerpen. 5. sept. Þjóðverjar taka Rheims, krýningarborg Frakka konunga. Austurríkismenn bíða ósigur við Tomaszov i Galizíu. 6. sept. Þjóðverjar fara yfir ána Marne á F'rakklandi við Ferte sous Jouarre. 7. sept. Þjóðverjar taka Maubcuge á móti Þjóðverjum, er uppreist gjörðu þar. 28. sept. ÞjóCverjar ráðast á Ant- werpen. 30. sept. Rússar setja upp stjorn i Galiziu. (F'ramhald). Þjóðraeknissjóður Áður auglýst...........$2,298.50 Th. Thorvaldsson, Árnes.........5.00 Mrs. E. Bjarnason, Wpg..........1.00 Arni Jónson, ísafold, Man.......2.00 Thorfinnur Helgason, Nes, Man 1.00 A. M. Freeman, Vestfold Man....2.00 J. Guðmundsson, Hove, Man.......5.00 Samtals frá Churchbridge......116.00 Stony Hill listinn............57.00 Árni Jónson, Insinger, Sask.....5.00 Nú alls..........$2,500.50 Samtals.........$116.00 $52.50 Sent fyrir hönd gcfendanna af .1. Finsson. Skrá yfir nöfn þeirra bænda í Þingvallanýlendu, sem lofað hafa arði af uppskeru haustið 1915: Frá Churchbridge: J. Finnsson af einni ekru liafrar. K. Eyjólfsson af einni ekru hafrar. E. Hinriksson af einni ekru hafrar. V. Vigfússon af einni ekru hafrar. M. Magnússon af einni ekru hafrar. G. Eggertsson af einni ekru hafrar. E. Johnson af einni ekru hafrar. G. L. Árnason af einni ekru hafrar. B. Thorbergson af einni ekru hafrar S. Loptson af cinni ekru hafrar. Frá Bredenbury: O. Gunarsson af cinni ekru hafrar K. Kristjánsson af einni ckni hafrar E. Gunnarsson af einni ekru hafrar. G. Benson af einni ekru hveiti. Samtals 14 ekrur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.