Heimskringla - 07.01.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.01.1915, Blaðsíða 2
fMJS. 2 HEIMSKRINGLA WCWTVN. 7. JAVtiA*, mí * Forsendur dómsins í kyrkjumálinu. (NiíSurlag). Síra Bjöm B. Jónsson í Pembina. Næsti sérfræSingur, sem ber vitni fyrir sækjendur, síra Björn B. Jónsson, vitnaði mm þetta efni á þessa leið: “Hefi verið for- 8eti kyrkjufélagsins síðan í júní 1908, eftir- Kiaður síra Jóns Bjarnasonar. Islenzka kyrkjufélagið stendur ekki í neinu sambandi ▼ið kyrkjuna á íslandi, var myndað 1 885, standa nokkurir íslenzkir lúterskir söfnuðir í því, þrjátíu og fimm eða fjörutíu söfnuðir heyra því til nú. Kyrkjufélagið heldur sér ákveðið við p 1 e n a r y - innblástur heil- agrar ritningar, sem algjörlega sannrar í öll- wn 8má-atriðum og fyllilega innblásinnar í öllum efnum...........Kyrkjufélagið hefir lýst yfir því, að það haldi fast við fullkom- inn innblástur biblíunnar.......Eg er sam- þykkur þeirri skilgreiningu, sem síra Krist- hm Ólafsson hefir gefið á kenningunni um p I e n a r y - innblástur. Kyrkjufélagið hefir ekki með nokkuru móti skjalfest, að það játi nokkura sérstaka tegund innblásturs ritn- mgarinnar. Það hefir ekki gjört það með neinum grundvallarlögum eða í nokkurri trúarjáteingu sinni, en það var skilningur kyrkjufélagsins. Ég veit ekki af neinni yfir- lýsingu á undan yfirlýsingu Friðjóns Frio- rikssonar 1909, þar sem framsetning þessa atriðis var gjörð. Mér skilst sú yfirlýsing merkja, að kyrkjufélagið hafni rétti einstakl- ingsins til að hefja trúarhugmyndir sínar upp yfir heilaga ritningu. Hver, sem hafnar nokk- urum parti ritningarinnar, gjöri sig með þvt útlaga lúterskrar kristni......Það er engin kyrkjufélags-samþykt í þá átt, að sá sem neiti að játa sérhvern kafla biblíunnar, verði trúvillingur frá lúterskri trú.....”. Við framanritaðan vitnisburð, ásamt við grundvallarlög safnaðarins og kyrkjufélags- íds og gjörðabók kyrkjuþingsins og yfirlýs- koguna, sem viðurkendi minnihlutánn sem Þingvalla-3Öfnuð, létu sækjendur málsókn sína sitja. Báru þá sakborningar fram til- lögu um, að málinu væri vísað frá, sökum þess, að sækjendum “hafi algjörlega mis- hepnast, að sýna nokkura glögga og gagn- gjörða trúarbreytingu eða fráhvarf frá trúar- játningum af hálfu sakborninga eftir grund- vallarlögum safnaðarins og kyrkjufélagsins, eða eftir nokkurri opinberri yfirlýsingu eða akjali frá öðrum hvorum þessarra aðilja". Og það er augljóst, að tillaga þessi var réttmæt og hefði átt að ná fram að ganga. Henni Yar 3amt sem áður synjað og sakborningar lögðu fram sannanagögn sín. Það er eftir- tektarvert, að alt til þessa sézt ekkert orð, hvorki í kæruskjalinu, né í framburðinum um þá staðhæfingu, sem nú kemur fram og cæmist rétt að vera af undiiréttinum, þ. e. að grundvallarlög þessi gjöri rá'o fyrir og hafi verið samþykt með ráð fyrir gjörðri trú á plenary -innblástur biblíunnar. Sak- borningar höfðu litla vitnaleiðslu, framburð einungis tveggja vitna, sem nær yfir aðeins fimm blaðsíður hinnar prentuðu skýrslu, af hundruðum saman af blaðsíðum með sann- anagögnum, sem á endanum voru framlögð. Báðir málsaðiljar létu við þetta sitja og báru þá sakborningar aftur fram tillögu sína um, að málinu sé vísað rrá; var því aft jr neit- að. Málinu var þá frestað frá því í marz og þangað til í október, en á því tímabili var úrskurður gefinn sakborningum í vil, en var síðar úr gildi numinn, og málið tek.ð fyrir á ný til þess að koma fram írekari vitnaleiðslu í Grand Forks; hið fyrra réttarhald fór fram í Pembina. Síra Björn B. Jónsson í Grand Forks. Síra Björn Jónsson var þá kallaður fram í annað sinn og gagnspurður. Framburður hans er svo: “Það er ein tegund innblásturs, sem nefnd er ósjálfráður (mechanical) inn- blástur bi’blíunnar". Hann var spurður: “Er slík kenning (kenningin um ósjálfráðan inn- blástur biblíunnar) viðurkend af lútersku kyrkjudeildinni? Og var svar hans svo: “Ekki eins og eg skil ósjálfráðan innblástur. Ósjálfráður innblástur er sú skýring innblást- urs, sem heldur því fram, að hinir heilögu höfundar glötuðu persónuleik sínum og sam- leik, urðu eins og einhver verkfæri í guðs hendi, svo að þeir voru eins og penni í hendi höfundar, en persónu-vitund þeirra átti eng- an þátt í því, er þeir rituðu. Þessi skýring er ekki sú viðtekna skýring eða kenning um innblástur í lútersku kyrkjunni. Sp.: Þér hafið þegar skýrt fyrir réttinum, kenninguna um p 1 e n a ry - innblástur, held eg; og það er kenningin, sem kyrkjufélagið heldur sér ftist við?” Því svarar vitnið þessu: “Kyrkju- félagið hefir aldrei viðtekið neitt guðfræði- legt innblásturs-heiti opinberlega í játningu sinnL Heitin p 1 e n a r y, bók~tafs- og anda- krafts-innblástur eru einnig notuð, ef eg má taka það fram, í ólíkum merkingum af ýms- um kennurum, og eg held að það sé skilgrein- ing innblásturs-kenningarinnar, fremur en nafnið, sem henni er gefið, sem vér kyrkju- félagsmenn leggjum áherzlu á........Maður, 3em hafnar nokkurum parti ritningarinnar, myndi ekki álitinn lúerskur". Þegar hann var frumspurður, vitnar hann svo: Eg veit ekki um nokkura lúterska kyrkju, sem að- hyllist kenninguna ,um ósjálfráðan innblást- ur eins og eg skilgreini hana hér á vitnapall- inum. Hún hefir aldrei verið játuð af ís- lenzka kyrkjufélaginu í Ameríku eða af nokkurum söfnuði í því kyrkjufélagi, svo eg viti. Eg get sagt fullri vissu, að enginn íslenzkur lúterskur söfnuður í Ameríku hefir játað slíka kenningu og eg þekki enga lút- erska kyrkju, sem hefir almennu játningarnar, Ágsborgar játningu og Fræði Lúters, er nokk- uru sinni hefir játað kenninguna um innblást- ur ritningarinnar að nokkru leytí (partial). Slík kenning hefir aldrei verið viðurkend af íslenzka kyrkjufélaginu. Kanónísku bæk- urnar féllu eins og arfur lúterskri kyrkju í hendur. “Um eitt bil játaði lúterska Mis- souri-sýnódan kenninguna um ósjálfráðan innblástur, en- virðist vera að breytast”. Skoðanir Missouri-sýnódunnar eru merki- legar, vegna sögulegra áhrifa þeirra, þar sem þetta var fyrsta lúterska sýnódan í Vestur- Ameríku, þó hún þýzk sé, sem hefir guð- fræðiskóla. Lögmenn áfrýjenda leggja mikla áherzlu á þá staðhæfing sína, að af því hið lúterska kyrkjufélag fslendinga í Ameríku hafði engan guðfræðiskóla, komu margir hinna nýrri presta frá Missouri-sýnódunni og General Council, ungir menn í stað þeirra gömlu, sem drukkið höfðu í sig ófrjálslynd- ari skoðanir í sambandi við kenninguna um innblástur ritningarinnar, en nokkuru sinni hafi átt sér stað í móðurkyrkjunni á Islandi. Og að fyrir þessa sök hafi kyrkjufélagið smám saman vikið frá trú feðra sinna og stofnenda, í stað þess, að nokkur frávikning hafi verið gjörð af Þingvalla-söfnuði frá þessari upphaflegu trú. Sakborningar komu þá fram með vitnis- burð í sambandi við trúvillu-kæruna, í þá átt, að--til þess að nota framburð prestins Robertson, — "það, að einstaklingurinn beiti dómgreind sinni, sé samrýmanlegt kenning- unni um plenary - innblástur biblíunn- ar”, “ef vér álítum, aÖ sú tegund innblásturs merki fullkominn og fullnægjandi innblást- ur ritningarinnar”. Dr. Flalfyard vitnar: “Sem guðfræðingur sé eg ekki, að yfirlýsing um, að einhver játar guðs orð, eins og það er opinberað í heilagri ritningu, sem hina æðstu reglu, rekist á hina fyrri yfirlýsingu um rétt dómgreindar einstaklingsins til að skýra biblíuna”. Síra Friðrik J. Bergmann. Síra Friðrik Bergmann, prestvígður til hinnar íslenzku lútersku kyrkju 1886 og á- valt síðan í stöðugri þjónustu þeirrar kyrkju sem prestur, að frátöldum tveim árum við annað starf, og í þessu kyrkjufélagi, vitn- ar, að hann hafi verið forvígismaður þess hluta kyrkjufélagsins, er hliðstæðar skoðan- ir hafði skoðunum sakborninga, og að hann hafi verið á kyrkjuþingi 1909 og andæft yf- irlýsingu Friðjóns Friðrikssonar. Vitnisburð- ur hans er langur og gengur í þá átt, að lút- erska kyrkjan á íslandi hafi aldrei bundist kenningunni um plenary - innblástur biblíunnar. Hann segir, að gjört sé ráð fyrir innblæstri biblíunnar, en “að það sé alt ann- að, en að halda því fram, að innblásturinn feli líka í sér hugmyndina um óskeikulleik eða villuleysi. — Hann segir: “Eg myndi segja, að maður, sem hafnaði innblæstri ritningarinnar, væri ekki trúhneigður mað- ur. Innblástur biblíunnar er eigi unt að skil- greina. Eg þekki engan, sem hefir getað skilgreint hann. Sjálfur hefi eg aldrei haft neina sérstaka innblásturs-skýringu. Eg trúi innblæstri biblíunnar, eg trúi því, að hún sé innblásin, að svo miklu leyti, sem um trúar- efni er að ræða. Nokkurir hlutar biblíunnar hafa engin trúarefni meðferðis, og eg sé enga ástæðu til að segja, að þessir hlutar sé innblásnir. Þeir eru eins og hverir aðrir gamlir annálar og eg verð þar engis inn- blásturs var. En það er innblástur, sem gengur í gegnum allar bækur biblíunnar, að svo miklu leyti, sem biblían boðar trú, — er sjálfur andardráttur trúarinnar. Eg trúi því ekki, að öll biblían sé innblásin. Eg trúi því ekki, til dæmis, að sumar ættartölur Kron- ikubókanna sé innblásnar. Eg skal ekki segja, að þær sé með öllu ritaðar án inn- blásturs eða hjálpar heilags anda. En eg finn enga ástæðu til, að setja þær í nokkurt sam- band við innblásturs-hugmyndina. Það, sem eg á við, er þetta, að ef mér reynast ættar- tölur þessar sjálfum sér ósamkvæmar og ó- ábyggilegar, þá trúi eg þeim enga vitund | frekar fyrir það, að þær sanda í biblíunni, en hverri sem helzt bók annarri. Það er þetta, sem eg á við. Eg efast ekki um bibl- íuna í heild sinni. Mest öll biblían, eins og eg tók fram, heíir sjálfan andardrátt trúar- innar í sér fólginn, og það er mér hin mikla sönnun innblástursins. Hver maður, sem biblíuna les, hlýtur að hafa einhverja skoð- an. En það er ekki unt, að draga takmarka- línu, þar sem innblásturinn byrjar og þar sem hann hættir. Það er ein ástæðan til þess, að ekki er unt að skilgreina innblásturinn. Hve nær, sem eitthvað í biblíunni bergmálar í samvizku yðar sem sannleikur, þá eruð þér þess fullvís, að þar er innblástur. Eg dæmi um innblásturinn eftir bergmálinu, sem orð- ið finnur í samvizku minni”. Útdráttur þessi skýrir staðhæfingar sakborninga viðvíkjandi kenningum þeirra um innblásturinn, þar sem kannast við, að þeir sé í ísamræmi við skoðanir þessa guðfræðings. Það er hugð- arefni, að þessi guðfræðingur álítur, að í gamla testmentinu sé það Móse-lögmál, sem “beri einna sterkastan vott um guðleg sann- indi”. Við þetta létu sakborningar sitja, og sækjendur lögðu þá fyrst fram sannanagögn sín, að því er innblásturinn snerti. Professor Ness. Sækjendur koma fram með framburð pró- fessor Ness, sérfræðings frá r.orsku lútersku sameinuðu kyrkjunni. Um innblásturinn hef- ir sá sérfræðingur þetta að segja: “Að svo miklu leyti, sem eg veit, hefir lúterska kyrkj- an ekki nokkurs staðar opinberlega játa'Ö neina sérstaka tegund innblásturs biblíunn- ar. Eg held, að þessi tilvitnan í New Inter- national Encyclopaedia, 2. bindi, bls. 586, komi sannleikanum býsna nærri, (þar sem fram er ekið), “að lúterska kyrkjan sé ein- stakt félag að því leyti, að ekkert af játn- ingarritum þess skipar fyrir um ritsafn (kan- cn) heilagrar ritningar eða skilgreinir inn- blásturinn’. Eg finn, að ritningin talar um innblástur. Eg á við það, sem tekið er fram í 2. Tim. 3,16: ‘Sérhver ritning, sem inn- blásin er af guði’. Það er þögull skilningur í mínu kyrkjufélagi, að játningarrit kyrkj- unnar sé lagabönd. Eg veit ekki um neina opinbera yfirlýsingu í þá átt. Það halfast að plenary - skýringnnni”. Vitninu var leyft að láta í ljós skoðan sína, sem sérfræðings, um, hvort samþykt með yfirlýsingu réttar einstaklingsins til að beita dómgreind sinni, eins og sú, sem gjörð var af söfnuði þessum sarna daginn og hann sagði sig úr kyrkjufé- laginu, myndi vera frávikning “frá trú einn- ar og sérhverrar lúterskrar kyrkjudeildar, er hefði þessi játningarrit”, og staðhæfði að það væri frávikning frá trúnni. Óhlutdræg álykt- an af öllum framburði hans er eins og hann tekur fram: “Lúterska kyrkjan hefir ekki bundist neinni sérstakri innblásturs-tegund biblíunnar”. Fossmark, prestur. Síra Fossmark, útskrifaður frá guðfræði- skóla Missouri-sýnódunnar í St. Louis, vitn- aði fyrir hönd sækjenda á þessa leið: "I mörg ár- hefir norska lúerska kyrkjan játað bókstafs-innblásturs skýringuna”, og skilgreinir vitnið þá tegund innblásturs svo: “að guð hafi ekki einungis innblásið hugsan- irnar, sem biblían hefir inni að halda, en hann hafi einnig leiðbeint þeim mönnum, er hann notaði sem verkfæri til að rita þær ýmsu bækur, svo mikið, að hann hafi hjálp- að þeim ti! að gjöra rétt orðaval, svo að sér- hver partur hennar er af kyrkjudeild vorri álitinn að vera guðs orð; að guðs orð sé ekki einungis að finna í biblíunni, heldur að biblían sem heild sé guðs orð”, og að kyrkju- félag hans sé svo-kölluðu samvizkufrelsi (right of private judgment) andstætt. Að söfnuður, er samþykti yfirlýsingu, giörða af meirihluta 5. júní 1910, myndi ekki fá inn- göngu í norsku lútersku kyrkjuna, og að hún yrði álitin frávikning frá trúnni, eftir því sem vitnið myndi skýra merkingu fyrsta liðs 2. greinar grundvallarlaga Þingvalla-safnaðar, sem vitnið bar, að hann skildisvo “að biblían sé sem heild innblásið guðs orð öll saman.” Vitnið tók samt sem áður fram: “Mikill mun- ur er þann dag í dag í mínu kyrkjufélagi og kirkjunni í Noregi, að því er skýringu nokk- urra grundvallar atriða lúterstrúar snertir. Á hverjum hundrað árum breytist kristindóm- urinn. Ásigkomulag kirkjunnar í Noregi er þann dag í dag feikilega grátlegt. Mér skilst, að kirkjan í Noregi sé í álíka grátlegu ástandi og kirkjan á fslandi og sömu rauna- legu sannindin eiga heima um kirkjuna á Þýzkalandi. Þar þeysir húmbúggið úr garði í hvert skifti. Svo heldur það yfir til Noregs svo til Danmerkur og að síðustu til Islands, hér um bil 25 árum seinna. Stefna biskupa kirkju Metódista í Bandaríkjum er ekki og hefir aldrei verið sú sama og stefna kirkju- félags míns með tilliti til innblásturs kenning- arinnar. Allar endurbættu kirkjudeildirnar hafa skynsemina fyrir sinn leiðtoga. Þær fallast á það, sem þeim þykir skynsamlegt og hafna því, sem þeim líkar ekki. Biskupa kirkja Metódista í Bandaríkjum kvelst af sama húmbúgg-inu og lúterska kirkjan á Þýzkalandi í þessu efni. Þér getið farið lengra og jafnvel sagt, að þeir sé fullfleygir Únítarar. Margir þeirra hafna guðdómi Krists. I þessu efni vil eg ekki segja neitt um Presbytéra-kirkju lands þessa. Eg veit að húrL^ylgir Kalvinstrúnni bezt þeirra allra. Þetta húmbúgg er nokkuð, sem hefir tekið sig upp aftur og aftur, eitt skifti hverja öld, og er ekkert nýtt.”. Þetta vitni lætur ekki í ljós neina skoðan um, hvort þetta húmbúgg hafi átt sér stað í kirkjunni á íslandi 1889, eða hvort það gæti hafa verið grundvallar trúarkenning Þingvalla-safnaðar, þegar hann var myndaður, í stað kenningarinnar um plenary-innblástur. Síra Kristinn í Grand Forks. Vitnið séra Kristinn K. Ólafsson var aftur kallaður fram og bar í raun og veru hið sama og prófessor Ness, en bætti við: "það er ekkert ákveðið í játningunni um innblástur, vegna þess menn greindi ekkert á um inn- blásturs kenninguna, þegar játningarnar voru samdar og af þeirri ástæðu er hún álitin sjálfsögð eða ráð fyrir henni gert, og eru þau líkindi bygð á skilningi þeirra, sem hlut áttu að játaingtmni, sögulega.” öll þessi vitni bera um rmsmunandi afstöðu Lúters gagnvart ritningunni. En það er ekkert í framburði síra Kristins, er hann nú gaf, sem rekur sig á framburð hans mörgum mánuð- um áður, sem er partur aðal-málsins, að “samkvæmt grundvallarlögum kirkjufélags- ins og trúarjátningum sé engin ákveðin yfir- lýsing um neina sérstaka innblástursskýringu. Það er einungis játning guðs innblásna orðs.” Og þessu vitni, þó hann væri kallaður fram á eftir allri vitnaleiðslu sakborninga og væri fullkunnugur því, sem á reið að sanna, að þessir sakborningar, sem hann kallar “frá- brigðinga og ekki framar lúterstrúarmenn,” hafi vikið frá trúnni, láðist að vitna í og um úrslita-atriðið og með framburðinum gefa ákveðið sönnunargagn fyrir staðhöfnum, er nauðsynleg voru, til að draga af ályktan um slíka frávikningu frá trúnni. Walper prestur. Walper, prestur í þýzku lutersku Missouri- sýnódunni, var því næst kallaður fram og ber hann um trú kirkjudeildar sinnar á bók- stafs-innblásturs kenninguna. Eg get ekki sagt, að lúterska kirkjan um allan heim sé í samræmi í kenningarefnum við stefnu Lút- ers eins og hún var á seinni árum. Kirkju- félag vort er í samræmi við þá stefnu. Vér höfum sömu játningarritin í minni kirkju- deild og söfnuður sá, sem hér ræðir um. Prestarnir í minni kyrkjudeild eru skuld- bundnir til að kenna samkvæmt játningun- um. Játaingarritin segja ekkert með ljósum orðum um innblásturs kenninguna. Lúterska kirkjan skýrir þessa vöntun á sérstakri játn- ingu þessarra skjala í sambandi við innblást- ur biblíunnar svo, að alls herjar samþykki hafi átt sér stað um það leyti, er játningar þessar voru samdar, um að öll biblían væri innblásið guðsorð, bygt á þeim ráðfyrirgerða skilningi, að með spámönnunum hafi gamla testamentinu verið lokið; að rit postula Krists sé nýja testmentið. Eg skil, að 2, Tím. 3, 16, sem segir: “öll ritningin innblásin af guði", merki, að öll ritningin sé innblásin af guði, — bókstafs-innblástur. Það er stefnan, sem kirkjufélag mitt hefir tekið. Að svo miklu leyti, sem eg veit, er sama stefnan tekin BLUE R/BBON KAFFÍ OG BAKING POWDER BLUE RIBBON fullkomnun hefur fengist með harðri vinnu og lærdömi í fleiri ár. Það er ekkert sem er rétt einsgott. Heimtaðu BLUE RIBBON Kaffi, Baking Powder, Spices, Jelly Powders og Extracts. Þetta er ábyrgst að vera ágætt og fullnægjandi. 1 Stofnsett 1882 Löggilt !914 l' D. D. Wood & Sons. L111) ltvu verzla meS beztn tegund ai Garry 2620 KOL Um Prívate ANTRACITE OG BITUMINGUS. Exchange Flntt heim til yðar hvar sem er í bcemino. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YBAR. 1 SKRIFSTOFA: 1 Cor. R0SS & ARLINGTON ST. COLUMBIA GRAIN 00. Ltd. 140-144 Grain Exchange Bldg. Phone M. 3508 WINNIPEG T A KTA ÍTI7TIÍ?- *cauP’nm hveiti og nðra kornvðru, ffefum £ Fi.&!kíTJ IIf I ll»i hæsta prís og fibjrgjumst áreiðaBleB viðekifti. Skrifaðu eftir upplýsÍÐgum. Ódýrt brenniefnL —------- Zoline heitir það þetta nýja, ó- dýra brenniefni, sem komið getur í staðinn fyrir gasólin til þess að renna mótorvögnum, og á það að vera alveg eins gott og gasólin, nema hvað það er margfalt ódýrara, svo að gallónið á ekki að kosta meira en tvö cents og svo fylgir annað með, en það er það, að hver maður getur búið það til handa sjálfum sér. Til þess að búa það til þarf sérstaka katla og á nú að fara að setja þá á markaðinn, svo að sem flestir geti notað það. Efni þetta var reynt í Indíanapolis í Bandaríkjunum; gjörðu það verk- smiðjueigendur, sem búa til autós. Og kom þeim saman um, að betra væri að setja á markaðinn katlana, sem þarf til að búa það til; en að selja efni þetta á markaðinum fyrir svo og svo mikið hvert gallon; getur þá hver og einn búið til eins mikið af þvi eins og hann þarfnast, og hve- nær sem vill. En fyrirsögn um til- búninginn fylgir hverjum katli. Aðalefnið i zoline er rCgnvatn, þvi að það er eitthvað níu tíundu hlutar af þcssari oliu eða brenniefni. Hin efnin eru koltjöruefnin, en þó einkum naphtaline, sem kaupa má mjög billega. Ketilinn (still) geta menn haft i hverjum garði að húsabaki, og allur tilbúningurinn er mjög einfáldur. Nú, þegar á að fara að smíða katla þessa, og strax og þeir tra komnrr á markaðinn, þá vcrðnr notkun autóa svo margfalt ódýrari. t'etta er sv# þýðingarmikið, að það er alveg óút- reiknanlegt, — ekki fyrir einn eða/ tvo, hehlur nsrri hvern einasta mann, og þá ekki sírf fyrir bændur Hið fyrsta tækifæri fyrir almenn- ing, að skoða þetta nýja efní verður á sýningu autóa í New York. Yerður þar ketill einn sýndnr og búið ttl i honum zoline, og getur þá almenn- ingur séð, hvernig efnunnro er bland að saman við regnvatnið. Þrantaprófið á zoline, hvemig þetta nýja efni fcr með autóin, Un fram þegar yfir stóð þúnimd mitna kappkeyrslan i Indianapobw, ©g þá sýndi það sig, að það skemmir ekki vélarnar, ekki vitundar ögn, eg aá mörgu leyti á það að taka fram gaso- líni, fyrir utan það, að það er svo margfalt ódýrara. Yfirmenn otiugjörðarbfnaBaa haf« nú þegar látið það i Ijósri, að sv* framarlega, sem zoline reynist sv«. sem framhaldsuienn þess segja, þá sé úti nm atvinBU þcirra eða hreins- un gasólíns til mótorvagna og báto. Vrnt. Mr. «** Hm. B. A. Wtrth fyr á Coltseum. Privat ðans skóli. Simi Matn 468J 307 KrnslDKlai Block, Car. r«rt«nr •8 SmlCb St. “Ciasa lessons" fullur tímt 18 lexíur stúlkur $1.60. PUtar $3.00 Prívat lexiuj hvenær sem er. Með því að biðja æfin- , lega um T.L CIGAR. þá ertu viss að fá á- ' '3 gætan vlndil. iwp.l rn UNtON JtfíADE B B WESTERN CIGAR FACTORY M M tAVth B Thomas Lee, eigandi Wmnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.