Heimskringla - 11.03.1915, Síða 6
BLS. 6
HEIMSKRINGLA
YVINNIPEG, 11. MARZ 1915.
Hin Leyndardómsfullu Skjöl.
Saga eftir
WALTElt WOODS.
Scinna uin daginn kvaddi eg vin minn á bryggjunni
og sté um borð á skipi þvi, sem sigla átti til Isle of
Man. Það var blásið til að gefa til kynna, að alt væri
reiðubúið og skipið rann af stað.
Það var stólparok og þungur sjór á írska sjónum,
og alt útlit fyrir, að okkur mundi ganga illa ferðin.
Skipið var hlaðið af farþegjum, og við, sem höfðum
tekið okkur annað farrými — því eg hafði kosið mér
að ferðast þannig — vorum þeir fyrstu að liða af
stormi og vatni. Skipsmenn komu til okkar og skip-
uðu okkur að fara undir þiljur. þig hefi aldrei verið
neinn sjógarpur, og þegar báturinn tók sina fyrstu
veltu á öldunum, var sem miðdagsmaturinn, sem eg
borðaði, væri alls ekki ánægður yfir ferðalaginu og
væri að leita upp og burt. Það var sem eg innvortis
samanstæði af lifandi verum, sem hoppuðu og dönsuðu,
eða sem kviknað væri i leikhúsi og allir keptust við,
að komast til dyra.
Eftir því, sein við komumst lengra út á sjóinn,
espaðist vindurinn, og fóru nú fleiri og fleiri að sjást
i sama ástandi og eg var. Nú var sjórinn farinn að
ganga yfir skipið, og vart var hugsanlegt um tima að
við kæmumst til lands lífs af. Eg hefi siðan gengið
gegnum margt af ýmsu tagi, en heldur kysi eg að ganga
i gegnum alt annað aftur, en þessa ferð til Isle of Man.
1 káetum sínum lágu karlmenn, konur og börn á
gólfinu, og héldu sér í alt fast, sem höndur á festi, —
skælandi, biðjandi, veinandi og formælandi, fullvissir
um, að dagar væru nú taldir og ekkert yrði þeim til
lífs. Aldrei fyrr né síðar hefi eg nokkurntíma heyrt
eða séð annað eins. Andrúmsloftið var óbærilegt og
alls ekki með orðum lýsandi.
Vindurinn hvein, sjórinn valt áfram, sem stórir
fjallgarðar væru risu bylgjurnar. Mér fanst eg ekki
lengur tilheyra jarðneskum heimi. Ef skipið hefði
sokkið þarna á mararbotn, hefði eg fyrir mitt leyti ekki
angrast neitt; eg var alveg búinn að sleppa allri hugsun
til þessa lífs. Ef einhver hefði komið og sagt mér, að
skipið væri að sökkva, mundi eg trauðlega hafa gjört
tilraun til að bjarga mér.
Ef alt hefði gengið skaplega, hefðum við átt að
koma til Douglas á fjórum klukkutímum, og venð
komin þangað klukkan 3 eftir miðdag; en nú var kl.
9 um kveldið, þegar eg tók tösku mina og fór upp
bryggjuna.
Eg fór til þess fyrsta gistihúss, sem eg sá, og hugs-
aði ekki um neitt, nema að komast i rúmið og fá hvíld.
Eg fékk mér herbergi; en stríðlaust gekk það ekki, þvi
útlit mitt eftir sjóvolkið benti ráðsmanni gistihússins
frekar á, að eg mundi einhver flækingur vera en herra-
maður, einsog eg var vanalega álitinn, og álit eg, að það
hafi verið ferðatösku minni að þakka, að eg fékk inn-
göngu, því hún var af vandaðasta tagi og ein af þeim,
sem engir flækingar hafa meðferðis; og var hún ein
nóg að verðmæti \«l þess, að borga fyrir nokKurra daga
dvöl á hvaða gistihúsi sem var, ef svo reyndist að eg
gæti ekki borgað fyrir mig með peningunt
Mér var fylgt til herbergis þess, sem mér var ætl-
að, og eins fljótt og eg var tilbúinn, fór eg i rúmið og
i þvi var eg alla þá nótt, næsta dag og fram á kveld.
Þá sté eg úr rekkju, enn yfirkominn af þreytu, og bað
um, að mér yrði færður matur upp til herbergja
minna.
Það kom rnaður upp með matinn, og þegar hann
var búinn að setja matinn á lítið borð, sem stóð í her-
berginu, snöri hann sér að mér og spurði:
“Varst þú ekki einn af þeim, sem komst yfir sund-
ið á bát á þriðjudaginn varí i mikla storminum?”
“Jú, því spurðu að þessu?” sagði eg ólundarlega,
því mig langaði ekkert til að sú ferð rifjaðist upp fyr-
ir mér aftur.
“Þá mun þér þykja gaman að lesa þetta”, sagði
hann og rétti mér dagblað. “Það er ekki talað um
annað hér um slóðir”.
Að svo mæltu gekk hann burt, en eg tók blaðið
og fór að renna augunum yfir það. Það fyrsta, sem
augu mín staðnæmdust við, var fyrirsögn á fremstu
síðu, prentuð með feitu letri. Eg las fyrirsögnina, seni
hreif huga minn, svo að eg vissi ekki af fyrr en eg var
langt kominn að lesa alla greinina, sem hljóðaði á
þessa leið:
“Hræðilegt ástand gufuskipsins ‘King Harry' i mikla
storminum siðast.—Farþegar skolast i sjóinn.
“Ferðalag gufuskipsins ‘King Harry’ frá Liver-
pool á þriðjudaginn var, hefir sannast hættulegra, en
i fyrslu var frá skýrt. Þegar skipið lenti við bryggj-
una i Douglas, var yfirbygging þess mjög brotin, og
þrír af björgunarbátunum voru brotnir og bramlaðir.
Skipstjórinn segir, að það hafi vferið það versta veð-
ur, sem hann hafi nokkru sinni verið úti i á sjó; sér-
staklega sé það cftirtektavet á þessum tíma árs, þegar
menn helzt búast við góðu veðri. Hann segist ekki
óska eftir, að Jiurfa að leggja út í annað eins veður
aftur, hvað þá annað verra.
“En það var ekki fyrr en í dag, að verulegar frétt-
ir af ferðalaginu urðu vissar. Þau er nú enginn efi
talinn á því, að einn af farþegum skipsins hafi skol-
ast í sjóinn og farist Þegar skipið Iagði af stað frá
Liverpool og skipstjóri sá, hversu veðurhæðin var
mikil og sjógangurinn ofsalegur, þá gaf hann skipan-
ir til allra, að fara undir þiljur, og munu allir farþeg-
ar hafa hlýtt þeirri skipun. Samt var það einn, sem
haldið er að hafi þverskallast, og fyrir það látið liiið
i sjónum.
“Menn halda, að á meðal farþeganna hafi verið
einn maður, að nafni Arthur Chisholme. Hann var
síðast séður á bryggjunni við Liverpool, með frænda
sinum og vin, Mr. Selby Adams, og er það álitið spurs-
málslaust, að hann hafi verið um borð á ‘King Harry’.
þegar lagt var af stað, og jafn spursmálslaust var hann
ekki um borð, þcgar skipið lenti við Douglas. Ferða-
taska hans hefir fundist í skipinu og hefir verið af-
hent lögreglunni.
“Það er álitið, að Mr. Chisholme hafi fallið útbyrð-
is i einhverjum stórsjónum, sem rauk yfir skioið og
tók með sér feiknin öll af farangri, sém á skipsfjöl
var”.
Eg varð að lesa þetta tvisvar, áður en eg trúði
mínum eigin augum, og áður en mér skildist það fylli-
lega, að nú var eg af almenningi álitinn druknaður.
Sá, sem hefir brotið lögin og ferðast undir sínu
eigin nafni, er ekki liklegur til að komast undan
njósnurum. Þetta sá eg eins fljótt og Adams vinur
minn, og Jiess vegna kom okkur saman um, áður en
eg fór frá Liverpool, að eg skyldi taka mér eitthvert
gervinafn, og *om okkur saman um nafi.ið Arthur
Chisholme. En til allrar lukku, þegar eg reit nafn
mitt i gestabók gistihússins, þar sem eg gisti í Doug-
las, Jiá kallaði eg mig Henry Bell, frá Birminghaiu.
Nafnið og bæjarnafnið meintu í sjálfu sér ekki neitt.
Þau einsog komu ósjaiirátt upp i huga minn, Jiegur eg
ætlaði að fara að ssrifa nafn mitt i bokina; en síðar
meir varð Jietta nain, Henry Bell, einn óslítandi hlckK-
ur i lífskeðju ininili.
En svo var það ferðataskan mín, sem átti að hafa
fundist á skipinu og var nú komin í hendur lögregl-
unnar. Nú fyrst varð eg alveg forviða. Gat það skeð
að eg væri ekki með öllu viti. Þegar eg kom fyrst til
nerbergja minna á gistihúsinu í Douglas, hafði eg opn-
að töskuna mina og tekiö upp úr henni næturbúning
minn; lokað henni svo aftur, farið upp í rúmið, og
ekki hugsað meira um hana né sjálfan inig það kveld,
heldur leitað livíldar i svefninum.
Nú fór eg að athuga töskuna, sem stoð á gólfinu
við hliðina á rúminu. 1 fyrstu gat eg ekki annað séð,
en þetta væri min eigin taska; en þegar eg gáði betur
að þá varð eg þess fullviss, að eg hafði aldrei átt þessa
tösku. Mér skildist þá, að í asanurh og flýtinuin á
mér, að komast af skipinu á þurt land, mundi eg hafa
gripið þá töskuna sem næst mér var og álitið hana
mina eigin. Eg ímyndaði mér, að réttur eigandi að
Jiessari tösku myndi hafa verið of sjúkur af sjóvolk-
inu, til Jiess að geta litið eftir dóti sínu, og nú myndi
hann í óða önn vera að leita eftir tösku sinni. Alt svo
undrandi, sem eg var yfir misgripum mínum í þessu
efni, þá varð eg enn meira forviða, er eg fór að skoða
frekar í töskuna og fann þar skjöl, sem báru vott um
það, að eigandi þeirra mundi vera einn af þeim allra
stærstu glæpamönnum.
Hann var auðsjáanlega strokudólgur dómstólanna.
Og hvernig átti eg þá að koma lögreglunni til að trúa
þvi, að eg hefði.tekið þessa tösku í misgripum; en að
sú taska, sem þeir hefðu í sinum vörslum, væri mín?
Kringumstæðurnar voru allar á móti mér. Og á hinn
bóginn átti eg sjálfur ekki miklu heilli að fagna hjá
dómstólunum, eða að minsta kosti flótti minn frá Lon-
don benti mér i þá átt.
Mér flaug i hug, og eg ákvað það á sama tíma, að
hafa þessa tösku fyrir mina, og komast sem fyrst í
burtu, ög helzt til Ameríku. Eg dró engan efa á, ið
almenningsálitið í minn garð mundi verða Jiað, að eg
væri stórglæpamaður, Jijófur og morðingi, sem væri að
fara huldu höfði og flýja dómstólana. Vitandi mig i
minu eigin hjarta sýknan af öllu þessu, en að kringum-
stæðurnar höfðu komið mér í þetta ástand, — ætlaði
alveg að gjöra mig 'ruglaðan, og eg taldi sjálfsagt, að
eg hlyti að komast undir manna hendur fyrr eða
síðar.
í einhverskonar leiðslu tók eg upp blaðið aftur,
sem eg hafði verið að lesa i, og las sumt af því sem eg
hafði ekki tekio eftir áður. Þar var meira um mikla
veðrið og ferð gufuskipsins ‘King Harrv’. Eitt af þvi
.var á þessa leið:
Meðal annara hluta, er tók út af skipinu, var taska
sem innihélt mjög áríðandi skjöl. Þessi skjöl voru
mjög áriðandi fyrir dómstóla landsins, í sambandi við
þau hræðilegustu morð og alla hina stærstu stórglæpi,
sem framdir hafa verið á árinu. Það er engum efa
bundið, að á skipinu hefir verið einn sá allra slungn-
asti stórglæpamaður, sem uppi hefir verið í seinni
tíð. Maður þessi hefir strokið af eyjunni, enda hefir
hann haft gott tækifæri til þess, þar sem hver og einn
annar hefir ha»« um annað að hugsa í óveðrinu en
glæpamenn. Hann mun hafa ferðast á efra þilfari
skipsins. Ef að taska hans findist, myndi það koma
í ljos, sem hér hefir verið sagt um þenna mann”.
Þegar eg var búinn að lesa þetta, þakkaði eg mín-
um sæla fyrir, að eg skyldi hafa haldið kyrru fyrir á
herbergi mínu, i stað þess að vera á strætum úti. Svo
langt sem komið var, hafði þó enginn séð töskuna mína
svo náið, að hann hefði getað veitt henni neina sér-
staka eftirtekt. En samkvæmt þvi, sems tóð í blað-
inu, þá urðu afdrif þessa glæpamanns þau, að litil lik-
indi voru til þess, að eg yrði grunaður neltt. Hann á
að hafa fallið útbyrðis og druknað. En hættan stóð
mest af því, að eg sæist með töskuna.
Mig langaði ekkert til þess, að eiga neitt á hættu,
og sízt af öllu, að lenda í hendurnar á lögreglunni, þvi
Jiar myndi verða reyrt sæmilega fast að hnútunum.
Eg leit á blaðið snöggvast, stakk því svo í tösku
mína. Eg var búinn að fá nógan fróðleik úr því i
senn.
Eg var nú ákveðinn í því, að fara til baka til Liv-
erpool og freista hamingjunnar.
Eg borgaði fyrir mig á gistihúsinu og lagði af
stað til hafnarinnar. Þetta var alt þessum fjárans
skjölum að kenna; en þó voru þau mér vita-gagnslaus.
En þau breyttu áformi minu og snöru mér til baka til
Liverpool. Þar mætti eg i fyrsta sinni Miss Ethel Rud,
sem þaðan í frá var meÍ5 mér, að rueira og minna leyti,
riðin við þessi Ieyndardómsfullu skjöl.
1 ’>
III. KAFÍTULI.
Ferðin vestur um haf.
Það var rétt eftir miðdag, sem við komumsí til
Liverpool, og fór eg þá strax að leita að óhultum
verustað.
Það var alls ekki svo auðvelt fyrir mig að reikna
út, hvað mundi vera mér fyrir beztu, þar sem mögu-
Iegleikar mínir og tækifæri var mjög takmarkað, og
eg orðinn svo hættulega bendlaður við annara manna
kjör. Eg að sönnu veit nú, að öll sú hræðsla min var
ekki á neinum rökum bygð; en i þann tima, þegar eg
þóttist sannfærður um, að eg hefði framið glæp og
líkur vírtust sterkar gegn mér, þá var eg ekki fær um,
að sýna neina dómgreind i hugsunum mínum, né i-
grunda skynsamlega neitt um framtiðina.
Eg átti eina þrá í brjósti mínu og var hún sú, að
komast burt af föðurlandi minu eins fljott og mögu-
legt væri fyrir mig að framkvæma það, og þá eins
langt burtu og mér væri unt að komast. Veröldin stóð
mér opin, en það var þó mikið undir buddunni kom-
ið, sem nú var orðin býsna létt. Með aðgætni og sér-
stakri sparsemi gæti eg þó farið vestur yfir hafið og
haft fyrir mig að leggja i nokkrar vikur eftir að þang-
að kæmi.
Ekki d.'.tt mér i hug, að gjöra mér neinar sérstak-
ar vonir um, að Amerika yrði mér neitt farsældar- eða
blcssunarrikt land. Eg hafði heyrt svo margt misjafnt
um þá álfu sagt. En hitt vissi eg, að þar þyrfti eng-
inn að svelta, sem nenti að vinna, og eg áleit það alls
ekki ohugsandi, að i framandi landi myndi mér hepn-
ast að ná mér á stryk aftur. Eg hafði í eitt skifti heim-
sótt Ameríku snöggvást, en ekki staðnæmst þar nógu
Iengi til að sjá mikið af því landi. En nú voru það
kringumstæðurnar, sem knúðu mig til að sjá hana aft-
ur. Áður hafði eg ferðast sem auðugur herramaður,
cn nú var nauðsynlegt fyrir mig að fara sem fátækl-
ingur; — ekki að það yrði þvi til fyrirstöðu, að eg
kæmist alla leið, heldur hlaut það að vera til þess, að
auka ýms óþægindi á ferðalaginu. Eftir að eg var bú-
inn að ganga mig aiveg uppgefinn um strætin í Liver-
pool og hugleiða þetta alt saman, fór eg að hitta um-
boðsmann eins giifuskipafélagsins. Ofan við dyrnar á
starfsstofunni hékk stórt spjald með áletrun, að næsta
dag um nónbil legði af stað til Boston gufuskipið
“British Empire”, og að allur viðurgjörningur yrði eins
og að undanförnu, hinn allra bezti, sem peningar gætu
keypt; en alt væri þó miðað við Jjriðja fars verð. Aug-
lýsing Jjessi, ásamt mynd af skipinu, var svo töfrandi
fyrir mig undir kringumstæðunum, að eg með öllu
gleymdi hinni makalau.su sjóferð minni yfir lrskahafið.
Auglýsing þessi gat þess einnig, að skipið “British Em-
pire” væri algjörlega óhult i hvaða sjóróti, sem fyrir
gæti komið. Siðan voru þar prentaðir með rauðu letri
vitnisburðir frá ýmsum, sem ferðast höfðu með skipinu
og allir hældu þvi mjög mikið og oskuðu þess, að sá
tími kæmi, er þeir hefðu tækifæri á, að ferðast með
því aftur. Mér hefir oft komið í hug siðan, hvort
þessir vitnisburðir myndu ekki hafa verið búnir til,
einsog fyrir sum cinkaleyfismeðul, sem verið er að
senda út um Iandið.
Eg fór svo rakleiðis inn á skrifstofuna, borgaði
fimm pund og fimtán shillings; fékk síðan farbréf,
sem innihélt: Nafn mitt, nafn gufuskipsins og stað-
arins, sem eg ætlaði til. Á farbréfinu var nafn mitt
ritað Henry Bell, frá Birnyingham. Það var náttúrlega
ekki allsendis rétt, en svo var eg ekki að gjöra mér
neina rellu út af því. Alt, sem eg hugsaði um, var að
komast til Ameríku, úr þvi landi, sem eg sjálfur hafði
gjört mér ómögulegt að haldast við í.
Snemma næsta morgun, eftir morgunverð, borg-
aði eg fyrir mig á gistihúsinu, og tók tösku mína og
hélt síðan af stað ofan að lendingunni. Eg fór inn í
biðsalinn við bryggjusporðinn, til að gjöra mér kunn-
uga samferðamenn mína. Það var sannarlega ekki að-
laðandi hópur: flestir frá Noregi, Sviþjóð, Rússlandi,
Þýzkalandi, Síberíu og (taliu.
Örfáir Englendingar voru þar samt, bæði karlar
og konur. Þeir voru i hópi út af fyrir sig og héldu
sér algjörlega frá hinum. Það var að sjá á svip þeirra,
að þeiin liði alls ekkert vel; en sérstaklega komst eg
við af útliti einnar stúlku, sem sat einsog afsiðis, og
var auðsjáanlega ein síns liðs, og gaf sig ekkert að hin-
um Englendingunum, þó hún héldi sig þeim. megin. í
biðsalnum.
Hún sat á fornfálegri ferðakistu, sem, ekki síður
en útlit stúlkunnar, dró athygli mitt til sín. Kistan
var öll klest utan með ferðamiða, sem sýndi, að hún
hafði mætt miklu ferðalagi mn dagana. Á henni voru
einnig miðar, er báru nöfn ýmsra gistihúsa og kann-
aðist eg við ýms af þeim.
Stúlkan sat álút með höfuðið hulið milli hand-
anna, alveg hreyfingarlaus. Eg gekk eins nálægt henni
og eg þorði, án þess að koma við hana; en hún leit
ekki upp. Það var eitthvað það i fari hennar, sem kom
mér til að ganga framhjá henni aftur og aftur; en það
kom fyrir sama, mér auðnaðist ekki að sjá framan í
andlit hennar. Eg staðnæmdist í eitt skifti rétt fram-
undan henni og starði á hana. Hún leit upp rétt í þvi
og snöri eg mér fljótt undan, svo hún sæi ekki, að eg
hefði verið að stara á sig. Eg sá, áð augu hennar, sem
fyrir lítinn hluta úr sekúndu höfðu mætt mínum, voru
stór og blá og flóðu þau í tárum.
Eg varð snortinn af meðaumkvun, sem stundum
grípur inann yfir kjörum meðbræðra sinna, sem bágt
eiga. Eg komst að þeiri niðurstöðu, en fyir hvaða or-
sök veit eg ekki, að þessi stúlka væri á leið til Ameriku
að leita lukkunnar, að hún hefði verið vinnustúlka ein-
hvers heldra fólks, og að húsbóndi hennar hefði gefið
henni þessa fornfálegu en auðsjáanlga kostbæru kistu
í minningarskyni. Það er annars undarlegt, hve maður
er stunduin fljótur að smíða sér hugmyndir um eitt og
annað, — hugmyndir á alls engum rökum bygðar.
Eg gjörði ráð fyrir, að enginn myndi verða til þess
að gjöra okkur, mig og þessa stúlku, kunnug hvort
öðru; þeirri venju væri trauðlega fylgt á meðal far-
þegja á þriðja farrýmiv Varð eg þvi að finna upp ein-
hverja afsökun fyrir því, að víkja mér á tal við hana.
Mér fanst, sem hún væri einstæðingur og Jiyrfti aðstoð-
ar við, og svo var það einnig sjálfs mins vegna, því eg
var sannfærður um að þeir tólf dagar, sem við mund-
um verða á leiðinni til Boston, mundu verða mér lang-
ir og leiðinlegir, ef eg þyrfti að einangrast einn míns
liðs, og eg var sannfærður um, að stúlka þessi yrði
góður ferðafélagi.
Svo snöri eg við þangað sem stúlkan sat; en hún
var þar þá ekki lengur. Kistan hennar var þar kyr á
sama stað; og er eg ætlaði að setja niður tösku mina,
varð mér litið á eitt nafnspjaldið á kistuendanum, það
sem virtist vera nýjast; það var skrifað með kven-
hönd og var vel skrifað. Á spjaldinu stóð nafnið: “Eth-
el Reed, farþegi til New York”. Rithöndin bar ekki
vott um það, að hún væri skrifuð af stúlku, er hefði
haft erfiða vinnu; né heldur bar útlit stúlkunnar sem
nú kom í hægðum sinum inn eftir gólfinu, vott um
það, að hún væri það, sem vanalega er meint með
orðinu: “Vinnukona”.
Hún var há og grönn. beinvaxin, lagleg í andliti og
vel búin.
Nú tók eg fyrst eftir þvi, að hún var ldædd í sorg-
arbúning; og var það einkennilegt, að eg skyldi ekki
hafa tekið eftir því fyrr. En ástæðan mun hafa verið
sú, að eg lagði alt kapp á, að sjá framan í andlit stúlk-
unnar.
Eg stóð þarna á gólfinu einsog hálfviti, leitandi í
huga mínum eftir hæfilegum orðum til að ávarpa
hana með; en mér gekk illa að finna þau. Hún sett-
ist aftur á kistuna sína, en eg stóð fyrir framan hana
með opinn munninn, en kom ekki út einu einasta
orði. z
Eg vaknaði einsog af draumi við það, að kallað
var með hárri röddu: “Skipið er ferðbúið ” Ef þetta
hefði ekki komið fyrir, er eins líklegt að eg stæði þarna
ennjiá.
Nú fóru farþegarnir að tína saman pjönkur sínar
og hafa sig um borð i skipið.
Stúlkan kallaði til eins þjónsins, sem fram hjá
gekk, — en hvað röddin var mjúk og fögur — og bað
hann að koma kistunni sinni uin borð.
Þjónninn hneigði sig kurteislega og svaraði: “Já,
sjálfsagt, ungfrú.”
Þjónninn tók kistuna og sveiflaði henni upp á öxl
sér og lagði af stað. Stúlkan fylgdi honum eftir.
Samkvæmt ávarpi þjónsins þóttist eg nú vis um það
að þetta var ógiftur kvenmaður.
Eg hafði orðið fyrir vonbrigðum og einnig ánægju.
Vonbrigðum hvað það snerti, að mér skyldi ekki tak-
ast, að kynnast þessari stúlku; en ánægju fyrir það, að
Úr frönskum blöðum.
---- i
Mörgum mun kunn lítil saga eft-
ir A. Daudet: La derniere classe
(siðasta kenslustundin). Lýsir hún
síðustu kenslustund í frakkneskri
tungu í barnaskóla nokkrum i El-
sass, eftir að Þjóðverjar höfðu náð
yfirráðuin þar 1871. En frá þeim
tíma hefir öll kensla farið fram á
þýzku.
Sagan er afarstutt og mjög látlaus,
en hún er að vissu leyti sögulegur
sannleiki og jafnframt nokkurskon-
ar dæmisaga.
Það er einn af drengjum skól-
ans, sem er látin segja hana. Hann
er latur og svíkst undan að fara í
skólann, eins og brenna vill við hjá
mörgum unglingum. Hann treystir
Jjví, að hann hafi nægan tíma til að
læra móðurmálið. En svo kemur að
því, að kennari hans er rekinn
burtu; frönsk tunga má ekki leng-
ur heyrast í landinu, og hann hefir
forsómað að læra hana meðan tími
var til. Hvílík sorg, hvílík eftir-
sjón!
Eftir 44 ár er loksins orðið
hausavixl á þessu og 27. nóvember
síðastliðinn var hermálaráðherra
Frakka viðstaddur fyrstu kenslu-
stundina i frakknesku i Elsass, ef
svo mætti að orði komast, og segir
um þann atburð i frönskum blöð-
um:
Að morgni dags 29. nóvember
1914, fór hermálaráðherra Frakk-
lands, ásamt kastalastjóranum frá
Belfort, yfir takmörk þau, er um
hálfa öld hafa verið landamæri
milli Frakklands og Þýzkalands.
Fyrsta þorpið eða smábærinn, sem
þeir komu i, var Montreux-Vieux;
lið nokkurt var þar fyrir, og hafði
það raðað sér í aðalstrætinu og
heilsaði að hermanna sið þessum
fyrstu fulltrúum frakkneska stjórn-
arvaldsins.
Kastalaforinginn leiddi ráðherr-
ann til barnaskólans, þar sem um
100 börn voru að námi. Þegar þeir
gengu inn, stukku öll börnin á fæt-
ur og samhuga og samróma tóku
þau öll til að syngja la Marseillaise
(þjóðsöng F’rakka).
Við púltið stóð hinn nýji kenn-
ari þeirra, riðilstjóri úr fótgöngu-
liðinu, og sló hljóðmál með reglu-
stikunni; en í anddyrinu, á stétt-
inni og jafnvel úti á götunni, tóku
allir þeir undir, sem ckki höfðu
gleymt frönskunni.
Að lýsa geðshræringum hinna
viðstöddu er ómögulegt; tárin
hrundu jafnt niður eftir kinnunum
á börnunum og gráskeggjuðum
körlunum, en í kyrþey flaug hugur-
inn til hctjanna, er látið höfðu lifið
til að frelsa þá úr ánauð.
Á eftir þjóðlaginu varð dauða-
þögn. Ráðherrann lýsti því næst
með fáuin og viðkvæmum orðum
sorg þeirri, er búið hafði í frönsk-
um hjörtum þessi síðustu 44 ár, en
einnig þeirri glöðu tilhugsun, er nú
fylti þau, nefnilega, að sjá Elsass
losna algjörlega undan ánauðaroki
útlends valds.
Þvi næst bar hann börnunum í
þessu tapaða, en endurfundna fylki,
kveðju barnanna á Frakklandi.
F’rá Montreux fór ráðherrann til
Valdieu, Retzviller og Dannemarie.
1 þessum siðasta bæ voru öll húsin
flöggum prýdd og hátiðabragur á
öllu.
Á Jjjóðbrautinni þar rétt hjá leit
liann markastaur, þar sem stóð á:
“Belfort, 24 kílóm. Frakkar höfðu
ekki þurft annað en að snúa spjald-
inu til að finna hina gömlu frönsku
áletrun.
Ráðherrann staðnæmdist einungis
stutta stund í Dannemarie, en hélt
áfram til austurs, til að skoða skot-
gryfjurnar, þar sem enn er barist
án afláts.
Hann kom i bakaleiðinni við i
þorpunum Aspact og Magny; en
alt af hljómaði i eyrunum á hon-
um söngur barnartna i Montreux:
Jjjóðsöngurinn frægi eftir Rouget
de Lisle, la Marseillaise, sem hann
bjó til í Strassburg 1793, og sem
börnin i Elsass sungu að nýju ár-
ið 1914.
Thora Friðriksson.
— (Vísir).
Isabel Cleaning and
Pressing E»tablisbment
j. W. QUIBTN, elgandl
Kunna manna bezt aft fara meV
LOÐSKINNA
FATNAÐ
VltJgrerSir ogr breytlngrar
& fatn&Sl.
Phone Garry 1098 83 Isabel St.
horni McDermot
Stofnsett 1882
Löggilt 1914
D. D. Wood & Sons*
• Limited —- ■ ■ ■ ■
verzla með beztn tegund af
KOLUM
a •
ANTRACITE OG BITUM/NOUS.
Flutt heim til yðar hvar Bem er í bænum.
VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR.
SKRIFSTOFA:
\ Cor. ROSS & ARLINGTON ST.