Heimskringla - 26.08.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.08.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDSl ~ HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS^* Q BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 280 DONALD STREET, WINNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 26. AGÚST, 1915. Nr. 48 Rússar sökkva 11 Sjóslagur mikill var háður í sl. viku i Riga flóanum, stóð úti við eyjarn- ar Eysýslu og Dagey i flóamynninu, og hefir verið harðari en fyrst var um getið. Ekki höfðu Rússar þar nema lítinn hluta flota síns; en eitt- hvað hefir verið þar af neðansjávar- bátum Rreta. Þar töpuðu Þýzkir brynskipinu Moltke, 3 beitiskipum og 7 torpedó- bátum og urðu frá að liverfa og halda heimleiðis úr sundunum. — Eitthvað þremur eða fjóruin smærri skipum Þjóðverja. skipum Rússa gátu Þjóðverjar sökt, en sigurinn var Rússa megin; og eru þýzkir nú orðnir vondaufir um, að geta náð Petrograd hráðlega, og einlægt stendur Nikulás i vegi fyrir þeim, og verjast Rússar af hreysti mikilli við Dwina og Bohr og Bug og Brest Litovsk halda þeir ennþá. Er þar ónotagarður fyrir Þýzkum frá Brest Litovsk og norður að Riga flóa, og margan slag þurfa þeir enn að heyja áður en þeir brjóta hann og komast til Petrograd. gamlir nýlendumenn á ítalíu frá dögum keisaranna um 300 e. Kr., og til skamms tíma hafa þeir talað mik- ið til hið forna mál Rómverja latin- una. Heima hjá sér síga ítalar einlægt afram. Þeir hafa tekið flestöll fjallaskörðin, þar sem háskinn var mestur að Þýzkir steyptu sér yfir þó, og hefir það verið ákaflega erf- itt, og nærri ókleyft stundum. - Eins var um Isonzo ána. Hún rennur i þungum straumi og viðast i kletta- giljum, og töldu Austurríkismenn hana óvinnandi farartálma. F.n ft- alir hafa brotist yfir hana á mörg- um stöðum. þó að óvinir þeirra stæðu á bökkunum og gljúfrunum á móti. Frá Frakklandi og Flandern er lítið að segja. Þeir berjast þar hér og hvar en litið gengur. undir sig eitt landið eftir annað. ! Hann bað fundarmenn að reyna að búa menn undir frið þann, sem hin fjögur stórveldi, er á mótí þeim stæðu, mundu vilja þiggja. Dr. Bernhard Dernburg, fyrir nokkru kominn frá Ameríku, skýrði frá árangurslausu starfi sínu í Bandaríkjunum. En hershöfðingi Moltke, sem eitt sinn var æðsti hershöfðingi Þjóð- verja, lýsti þvi yfir, að hann væri alveg samþykkur Bethmann-Holl- weg, og bætti við, að það væru að cins fóráðir menn og ófróðir um öll hcrmál, sem ætluðu að Þjóðverjar nokkurntima myndu að fullu geta sigrað Rússa. Fréttir frá Stríðinu ____ % Vikuna sem leið hefir gengið erf- iðara fyrir Rússum en nokkru sinni áður í stríði þessu; enda er það ekki furða, þar sem þeir verða að berjast nær vopnlausir við millíón- ir Þjóðverja, útbúnar með hinum mögnuðustu morðtólum, sem Þjóð- verjar hafa getað upp fundið, og nægtum af skotfærum, sprengivél- um og kastalabrjótum, sem enginn kastali getur staðist. Rússar ætluðu að láta setuliðið i Novo Georgiewsk tefja fyrir þeim .eina tvo mánuði; en Hindenburg kom með kastalabrjótana frá Krúpp, hinar tröllstóru fallbyssur, og þær moluðu alt mélinu smærra. Rússar vörðust meðan nokkurt virki var notandi og feldu fjolda af Þjóðverj- um og má telja það vist, að þar hafi hver haft mann fyrir sig; en loks- ins urðu þeir þó að gefast upp, — sumir segja 30 þúsundir, aðrir 85 þúsundir. En líklega hafa það verið 85 þúsundir, eða hærri talan, sem Rússar skildu eftir, og óefað hefir mikið fallið af því liði, áður en það gafst upp. Þar með fengu Þýzkir um 700 fallbyssur, eftir því, sem þeir segja sjálfir, og mikið af her- gögnum öðrum og matvælum, þvi að kastali þessi var byrgður til missir- is eða meira. — Kovno borg, nokk- uð stóra, vestur af Vilna, tóku þeir líka, og til Brest Litovsk eru þeir komnir Þjóðverjarnir, og að líkind- um eru þeir búnir að kljúfa her P.ússa i sundur eða um það. Hvenær sem þeir taka Brcst Litovsk, þa eru þeir búnir að þvi; þvi að suðaustur og austur af borg þeirri er flóafláki ófær yfirferðar öðru en fuglinum fljúgandi, og er það á kortinu kall- að: Marshes of Pinsk. Vilna og Riga halda Rússar ennþá — en hraða mega þeir sér austur fyrir Dwina fljót, ef að Þýzkir eiga ekki að ná af þeim heilum her- flokkunum. En enn sem komið er hafa þeir engu náð nema setuliðinu í Novo Georgiewsk. Sjóbardagi hefir staðið aftur i Riga flóanum og söktu Þjóðverjar þar 3 smáum herskipum Rússar; en Rússar aftur einu þýzku og hröktu tvö önnur upp í strand, og er þvi að sjá sem bardaginn hafi verið nokkuð jafn. En óefað taka þeir til aftur. Talað er að stjórn Rússa muni flytja sig bráðlega frá Petrograd og suður til Moskva. fram undan Kaupmannahöfn, við I Sal.thólm. Báturinn hét E-13.. Þetta i var snemma morguns. Undireins | kom þar danskur torpedóbátur og sagði foringjanum á neðansjávarbát | Breta, að þeir yrðu að fara þaðan | innan 24 klukkustunda. En þá kom þar einnig þýzkur torpedóbátur og beið þar nálægt hinum strandaða bát; en er Danir sáu það, sendu þeir þangað tvo aðra torpedóbáta og lögð ust þeir við akkeri skamt frá hinum strandaða bát . En um kiukkan 9 koinu þangað enn tveir þýzkir tor- pedóbátar sunnan sundið. Og er þeir voru eitthvað hálfa mílu í burtu rendi annar þeirra upp flaggi, og var vcrzlunarflagg; en rétt á eftir, áður hægt væri að sjá, hvað flaggið merkti, sendi annar þýzki báturinn | torpedó á brezka bátinn. En þarnaj var svo grunt, að torpedóin tók niðri áður en hún næði brezka bátn-j um og sprakk þar rétt við bátinn, en án þess að granda honutn. Um leið skutu hinir þýzku bátar öllum fallbyssum sínum á Breta, og var þá báturinn strandaði allur i einu báli að framan og aftan. Bauð þá foringi Breta mönnum sinum að yfirgefa bátinn og reyna að bjarga sér. Þeir tóku allir til sunds, en Þýzkir létu skothriðina dvnja á þeim, bæði úr maskínubyssum (kúlnavöndum) og sprengikúlur (shrapnel). Þá rendu Danir út báti og settu menn á, og fóru þeir milli Þjóð- verja og Breta, þar sem þeir voru á sundinu, og hættu þá Þjóðverjar loksins að skjóta. Þarna var bátur þessi hinn brezki strandaður á grunni Dana. Hann var á danskri lóð og þvi undir vernd Dana og Þjóðverjar ináttu ekki á hann skjóta. Þjóðverjar brutu þarna lög á Dönum alveg eins og þeir brutu lög á Luxemburg og Belg- íu. Fjórtón Breta gátu þeir drepið þarna á sundinu — en slíkt hefði áður verið níðingsverk kallað — og víst einn-danskan mann særðu þeir. Eins og við mátti búast eru öll blöð Dana æst út af þessu. Telja það óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt. Þau heimta, að Danir mótmæli þessu harðlega. — Alveg hið sama scgja svensku blöðin. Þau sjá nú þarna hinn innra mann vina sinna, Þýzkaranna, og lízt ekki vel á, og er cins víst, að þetta og annað eins dragi sundur með þeim en ekki saman. Samningar Serba og Búlgara. Ef.tir ítalska blaðinu Giornale 80 þúsund menn hafa fallið af Þjóðverjum á hverri viku þarna austurfrá, og má segja að þeir hafi um blóðugan skalla að strjúka. Bvdgarar og Serbar hafa komið sér saman, sem getið hefir verið og fyrir helgi voru Búlgarar búnir að senda 150,000 hermenn á landamæri Tyrkja, og ekki koma vagnalestirn- ar frá Vilhjálmi til Tyrkja. Rúmen- ar hafa einlægt haldið þeim föstum hjá sér og eru nú farnir að bjóða út liðinu aftur. ÞjótSverjar neyða ungar stúlkur í kolanámavinnu. — Eins og inenn vita eru Þjóð- verjar búnir að reka úr landi burt eða drepa þvínær alla karlmenn í Belgíu. En þar eru kolanámur mikl- ar, og nú taka þeir konurnar og reka þær ofan i námurnar og láta þær grafa upp kolin, ungar stúlkur 18—20 ára gamlar í þúsundatali. — Þetta er ógeðslegt starf og erfitt mjög, hin harðasta vinna, og mun ungum stúlkum illa falla. En Þýzkar inn skipar og stúlkurnar verða að hlýða eða hljóta annað verra. — mikið er réttlæti Þjóðverjanna! Neðansjávarbátur strandar. Þann 19. ágúst strandaði brezkur neðansjávarbátur á grynningum D’ltalia, hafa Serbar boðið Biilgör- um sinn hluta af Makedóníu, sem þeir fengu við friðarsamningana milli Búlgara og Serba 1912, og mega þeir taka hann nú þegar. Aft- ur á móti afsala Búlgarar sér öllu tilkalli til Saloníku, Vodine og Us- kub. Búlgarar bjóðast og til að segja Tyrkjum tafarlaust stríð á hendur, með fjárstyrk frá hinuin 4 Banda- mönnum: Bretum, Frökkum, Rúss- um og ítölum. Serhar sleppa þá Makedóniu; en fá aftur í staðinn Dalmatíu strönd- ina með eyjunum og miðhlutanum af Albaníu suður að Avlona, sem Itaiir halda. ítalía á eftir að sam- þykkja. ftalir segja Tyrkjum stríS á hendur. Þeir færa sem ástæðu fyrir stríðs- yfirlýsingunni, að Tyrkir hafi æst inóti sér Afríku-menn i Libyu, og bannað ítölum að fara úr borgum ýmsum á Litlu-Asíu ströndum og farið illa með þá og þjakað þeim. Þetta er ætlað að hafi þau áhrif á Balkanríkin, að þau fari að búa sig öll saman. Þau sjá nú að ekki dugar að sitja hjá lengur. Enda hcfir sam- koinulag milli Rúinena og ítala ver- ið ágætt, einkum seinustu árin. Þeir eru skyldir, þvi að Rúmenar eru FitraÖar munnhlífar. Þegar Þjóðverjar fóru að spú eitr- inu á Bandamenn, þá fóru Banda- menn strax að leita ráða við þessu. Og það fyrsta var það, að búa til hlífar fyrir vitin, munn og nasir, og reyndust þær bezt úr togleðri (rubber). Nú var farið að búa til blífar þessar í liundrað þúsunda- tali og jafnvel milliónatali. Þær gáf- ust ágætlega og var feiknamikið af þeim pantað frá Bandaríkjunum. Fin þegar farið var að nota þær á vigvellinum, þá kemur það upp, að þær eru ekki sem hollastar. —- Munnhlifar þessar frá Bandaríkj- unuin eru meira og minna eitraðrr, svo að nærri liggur, að hermönnun- uin verði ekki betra af þeim, en eiturspýju- Vilhjálms og manna hans. Undir eins og Bandamenn urðu þessa vísari, þá kiptu þeir upp öll- um kaupum hlifa þessara i Banda- ríkjunum. — Er það talið vist, að þýzkir menn i Bandaríkjunum séu að þessu valdir. Þeir reynast jafnan hinir sömu, hvar sem þeir eru, því þetta heyrir til menningu þeirra. Þetta er hinn „þýzki Kultur” og væri óskandi. að mönnum yrði hann leiður svo fljótt sem hugsandi er. Japanar lofa Rússum hjálp. Það er óvíst, að margir séu gliigg- ari en Japanar ag sjá og skilja þýð- ingu hluta þeirra og gjörninga, sem fram fara í heiminuin. Nú segir ráða neytis forseti Japana, Okuma greifi, aö hann vilji hjálpa Rússum einsog Japönum sé mögulegt. Þeir skilja það Japanar, hvar skórinn kreppir og sjá alveg eins og vér og betur en margur hvítur maðurinn, livaða hætta heiminum stendur af því, ef að Þýzkir kynnu að vinna eða fá þann frið, að þeir gætu unnið, ef þeir reyndu aftur að mannsaldri liðnum. Sjálfsagt verður hjálpin fyrsta al- ténd í auknum vopnasendingum. ftalir senda hermenn til Tyrklands Italir senda nú mikinn flota skipa með hermönnum til Tyrklands, og halda menn að þeir muni ætla að gjöra Iandgang á Asíuströndum. — Þar áttu Grikkir bygðir til forna. Og nú kemur það í ljós, að stórvcld- in. Bretar, F'rakkar og Rússar, höfðu samið um það við ftali í júlímán- uði, að fara lierferð þessa, þegar Firro, hershöfðingi ftala, fór að heimsækja aðalforingja Frakka og Preta í herbúðunum í Flandern og á F'rakklandi. Leynifundur Þjóðverja. Það er orðið ljóst, að nú nýlega hafa stórmenni Þýzkalands haldið fund mikinn með leynd um málefni sín. Þar voru ráðgjafar keisara, foringjar flokkanna á þingi og mik- ill hluti hinna helztu rithöfunda, prófessora og blaðastjóra. Þenna fund kallaði saman æðsti ráðgjafi keisara Bethmann-Hollweg. I'jármálaráðgjafinn, Carl Helferich, skýrði þar frá þvi, að hin nýja lán- laka ríkisins til að halda áfram stríðinu, myndi sópa rikið að skild- inguni, svo að ekki yrði penningur cftir; en vivru skuldabréfin aukin, þti vieri rikið algjört gjaldþrota. — Helferich lagði því til og sýndi fram á hve mikil nauðsyn væri á,að ná sæmilegum friðarkostum hið fyrsta Bethmann-Hollweg sagði, að ríkis- ins þrautir færu vaxandi og hvatti fundarmenn til þess, að draga úr æsingamönnum á þingi og þeim, er vaða vildu yfir alla Evrópu og Ieggja En þrátt fyrir þetta var fundur- inn æstur og vildi ekki af neinu slá og ekkert lina æsingar og hermóð í ríkisþinginu. En þá lýsti æðsti ráð- gjafi keisara, Bethmann-Hollweg, því yfir, að ef svo væri og rikisdag- ttrinn vildi af engu slá og i engu undan láta, en halda stríðinu áfram — þá neyddist hann til að segja af sér; hann vildi ekki bera ábyrgð fyrir óförum Þýzkalands, sem hann sæji fyrir. Nýja sprengivélin Breta Nýjustu fregnir frá Englandi skýra það nú loksins, hvernig stend- ur á öllum drættinum á framsókn Breta og F'rakka, — skýra það, livers vegna þeir hafa legið kyrrir á F'rakklandi og F'landern i allan vetur og það sem af er sumars, og grafið sig i jörð niður, svo að ill- mögulegt er að róta þeim, en fjölda margir, einkum óvinir þeirra og hatursmenn, leynt og ljóst lagt þeim út til minkunar, bæði hér og ann- arsstaðar. En þeir hafa verið að spara líf hermannanna, þangað til þeir gætu mætt óvinunum með þeim vopnum, sem þeir voru vissir um að sigra með. Kitchener hefir verið að biða og biða, þangað til hann væri búinn, — biða þangað til hann hefði það vopn, sem Þjóðverja mundi undra svo mikið að yfir tæki, sem þeir ekki gætu staðið á móti með öllum sinum tröllabyssum. F'ranska 75 centimetra fallbyssan er fyrirtaksgóð, þó að ekki sé hún feykilega stór. Þegar F'rakkar fóru að skjóta á Þjóðverja með henni, — urðu þeir alveg forviða. Það gengu af því tröllasögur, að Frakkar skytu úr byssunum eiturlofti, sem drap menn standandi og sitjandi. En það var ^kki svo. Það var nokkuð smá fallbyssa, sem hlóð niður sprengi- kúlum á segjum hundrað til tvö hundruð ferhyrningsfaðma blett, — sem húsfreyja raðar diskum á borð. Alt var dautt á þessu svæði og marg- ir sátu, lágu eða stóðu og hölluðust upp að einhverju, ósárir, en þó stirðnaðir og steindauðir. Það var livellurinn, sem banaði þeim eins og reiðarslag; hjartað bilaði eða heil- inn hætti starfi sínu. Þetta var nú ljómandi góð byssa,— en þessi hin nýja enska á þó að taka hennilangt fram. Hún á að ryðja Bretum og F'rökkum brautina til Berlínar. Það var rétt eftir að stríðið byrj- aði, að Bretar sáu ,að það sem gjöra myndi út um striðið væru einmitt öflugar og sterkar sprengivélar. — Fóru þá efnafræðingar og vélafræð- ingar Breta, að leita og rannsaka, hvort ekki mætti finna öflugri og sterkari sprengivél, en nokkra þá, sem þjóðirnar hefðu. Þegar þeir höfðu leitað um tima, fundu þeir efnin og svo fór stjórnin að gjöra tilraunir með þetta með hinum stóru fallbyssum, sem smíðaðar eru í Woolwicli. FJn nú þurfti að finna umgjörðina eða hylkið um efni þetta. Þeir fóru að prófa eitt efnið eða málminn af öðrum, þegar i nóvembermánuði. Enginn málmur eða málmblending- ur dugði fyrst lengi vel, og enginn hólkur þoldi skotið. Loksins eftir langa mæðu og tilraunir dag frá degi, þá gátu þeir smi'ðað 17 þuml- unga víða fallbyssu eða bákn, sem fullyrt er að sé hin mesta og öflug- asta fallbyssa í heimi. Hún sendir sprengikúlum 25 milur. En eyði- leggingin, sem hún gjörir, er svo voðaleg, að langt tekur út yfir alt ]iað, sem menn áður hafa þekt af því tagi. Þarna sjá menn ástæðuna fyrir töfinni á Frakklandi og í F'landern. Bretar voru ekki við neinu búnir; Gufuskipinu ‘Arabic’ sökt. Það var White Star linu gufuskip- ið “Arabic”, sem nú var sökt sein- ast, þann 19. ágúst, í mynni sunds- ins miili. írlands og Skotlands, milli F'astnet eyjar á írlandi og Landsend á Fmglandi. Enginn aðvörun var gefin. Tveir menn á skipinu sáu bregða fyrir á sjónum dufli eða einhverju þvilíku og jafnharðan sá kapteinninn torpe- dóna koma vaðandi og var þá ó- mögulegt að snúa undan. Hún hitti skipið aftanvert um katlana og sprungu þeir, en inn féll kolblár sjórinn. Skipið sökk innan tíu mín- útna. Þetta var nálægt 50 mílum frá stað þeim, sem Lúsitaniu var sökt. Á skipinu voru alls 423 menn að tölu, 181 farþegi og 242 skipverjar. 20 manns ætla menn að farist hafi og af þeim voru 2 Bandaríkjamenn. En álls er sagt að 26 Bandaríkja- þegnar hafi verið á skipinu, en sumir segja 40. Margir farþegjarnir segja, sem af komust, að litlu áður en skipinu var sökt, hafi þeir séð öðru skipi sökt þar á sundinu, og urðu menn þá óttaslegnir og fóru að fá sér bjarghringa og greiða til um báta. Rétt á eftir kom hvellurinn. Tíu björgunarbátum var þegar rcnt í sjó niður og mörgum flekum, sem til þess voru ætlaðir, og óðara fór fólkið að þyrpast í bátana og út á flekana. Gott var í sjó og regla á öllu þessu. En fjöldi manna var í náttklæðunum, bæði konur og karl- ar. Margir duttu i sjóinn í flýti þeim sem var á öllum, en flestum þeirra var bjargað. Þetta var kl. 9.15 að morgni. Alla undraði það, hvað fáir týndu lífi. Sjálfsagt hafa einhverjir beðið bana við sprenginguna. En hin góða stjórn og regla á skipinu átti mest- an þátt i því og svo veðrið, því að ekki var timinn langur og fjölda þurfti að kalla upp úr rúmum sín- um. Kapteinninn var á skipinu fram undir það siðasta; en var bjargað af sundi eftir að skipið sökk. Fáir voru alklæddir af farþcgum og margir illa til reika. Var farið með þá til Queenstown., Ekki björguð- ust hinir seinustu fyrri en kl. 3 um eftirmiðdaginn. Fyrst var sagt, að einir 16 Banda- rikjamenn hefðu bjargast; en svo urðu þeir fleiri. En með vissu vita menn ekki, hvað margír eða hvort nokkur þeirra hafi farist, þegar þetta er skrifað. En hvafTBandarik- in snertir, þá er tilræðið sama, hvort sem þeir fórust þar allir eða enginn. Enda segja New York blöðin það, og heimta að Bandaríkin láti nú til sín taka. Bandaríkin eru búin að lýsa þvi yfir, að það sé fjandsamlegt bragð, að sökkva án nokkurar aðvörunar skipum, er hafi Bandaríkja borgara innanborðs (deliberately unfriend- ly). — Þetta sagði Bandarikja for- seti í bréfi sínu hinu seinasta til Vilhjálms. Blaðið New York Tribune segir i j ritstjórnargrein hinn 19. ágúst, að j nú sé einn vegur opinn fyrir Wil- son Bandaríkja forseta, sem hann geti gengið með virðingu og lieiðri, og sé hann sá, að fá sendiherra Þjóðverja i Washington passa sinn tafarlaust og umsvifalaust án nokk- urra uminæla, án nokkurra bolla- legginga, án nokkurra bréfaskrifta, og kalla um leið sendiherra sinn hurt úr Berlinarborg. “Tíminn er kominn”, segir rit- stjórinn, “að hætta ölluin skiftum við þá þjóð, sem búin er svo marg- fuldlega að brjóta öll alþjóðalog. — Ti ninn er kominn, að slíta öllu sanu andi við riki það, scm brýtur lög við allar þjóðir og treður undir fótum mannréttindi öll og svivirðir menningu heimsins. “Vér vitum ekki, hve inargir eða hvort nokkur Bandaríkjamaður hef- ir farist þarna, er skipið sökk. En hvaða mun gjörir það? Ef að morð- inginn hittir ekki þann, sem hann ætlar að drepa og kiilan fer hjá lionum, á mannfélagið fyrir þá sök að láta hann lausan ganga? Á ekki eins fyrir það að setja hann í fang- elsi? Það er ekki Þjóðverjum að þakka, að þeir druknuðu ekki allir Bandarikjamennirnir, sem voru á “Arabic”. Þeir gjörðu sitt til að sökkva þeim og myrða þá. “Nú er timinn að gj‘ra eitthvaðl Að tala meira er að eggja inenn til morðanna, að sættast á svívirðing- arnar og halda áfram bræðralagi við villimenn og bófa, er oss ósam- boðið. Vér samþykkjum þá áfram- haldandi slátrun bræðra vorra, — borgaranna í þessu landi. “Við glæp þenna drógst frá blæj- an þunna á hinu viðbjóðslega þýzka dýri, og nú ættum vér að geta séð það einsog það er, — en vér erum óhræddir”. Þetta eru orð ritstjóra blaðsins New York Tribune og þykir oss þau vel hæfa. Þess iná geta, að “Arabic” var á leiðinni til að bjarga mönnum af skipinu “Dunleigh”, sem það sá sökkva þarna rétt áður enn Þýzkir sendu þvi torpedóna. Það var þvi í miskunnarerindum, þegar Þýkir sendu það til botns niður. F'yrir alt þetta gefa Þýzkir guði dýrðina, að hann skuli vera þeim svo náðugur að hjálpa þeim til að sökkva skipunum og deyða menn- ina, börnin og konurnar. þeir voru sem nakinn voþnlaus mað ur, sofandi í rúmi sínu, þegar inn- brotsmenn koma og brjótast inn í hús hans að nóttu til i niðamyrkri. Þarna má sjá, hvers vegna Kitchen- cr sagði, að Jieir myndu fara á stað með vorinu; hann hélt að þá mundi verkfæri og sprengiefni þetta full- gjört. Þarna sést, hvers vegna Bret- ar og F'rakkar þustu ekki fram, þeg- ar Rússar voru í nauðum staddir í Galizíu og á Póllandi. Það var ekki hægt að gjöra neitt fyrri en hólkar þessir kæmu á vigvöllinn. 1 sex mánuði hafa vopnasmiðjur Breta verið að siníða þær. Og það þurfa nógu margar fallbyssur þessar að komast til herbúðanna dg nógu mik- ic af skotfærum handa þeim. Nú fyrir tveimur vikum fór sein- asta Canada liðið, — 45 þúsundir manns — yfir til Frakklands, og nú ætla menn að skamt verði þang- t ö til að eitthvert kvik kemur á þessar 300 mílna löngu raðir her- mannanna þar, og verður ef-til vill byrjað þegar þelta er prentað. ÞINGHÚSSMÁLIÐ. Mathers néfndin er komin með á- lit sitt á þinghússmálunum, og er ]iað stéir hók. Nefndarálitið ekki opinberað þegar þetta er skrifað. GENERAL SAM. HUGHES SÆMDUR RIDDARATIGN. General Sam. Hughes, hermála- 1 raðgjafi Canada veldis, var nýlega gjörður að riddara af Bath orðunni. Hann hefir verið á Englandi um tíma, en er nú væntanlegur til Can- ada bráðlega. “Þorgils gjallandi” dáinn. F'rézts hefir lát Jóns Stefánsson- ar skálds (“Þorgils gjallanda”), sem allir Islendingar þekkja af sögum hans, svo sem: “Ofan úr sveitum,,, “Upp við fossa”, skörp ádeila, — svo “Dýrasögur”, sem hann kallar. Auk þess ritaði hann margar góðar greinar í Nýja Sumargjöf og Eim- reiðina. Jón sál. var rúmt sextugur að aldri, og var í höfundatali Guðm. F'riðjónssonar talinn einhver bezt gefni maður Þingeyinga. En æfi hans var heldur mótlætingasöm, vanheilsa o .fl. Jón var Mývetningur, og höfðum vér kynni af honum fyrir meira en 30 árum. Var hann þá á Skútustöð- , um, ungur og fjörugur, og gat leikið við hvern sinn fingur. Þar voru þá bræður hans hinir og var skemtilegt |>angað að koma, er hendur voru útréttar að bjóða menn velkomna. Var þar einn sem annar og enginn stjrfinn. Á seinni árum liafði vanheilsa og mótlæti gjört Jón þunglyndan og fáskiftinn; ' en einlægt var hann sami skýrleikamaðurinn, sem sögur hans og rit öll sýna. Vér höfum aðeins frétt andlát hans ógreinilega og á skotspónum, og vildum gjarnan skýra frá betur, Iþegar skil koma greiðari á þessu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.