Heimskringla - 26.08.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.08.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 26. ÁGÚST 1915. og fá hana til þess að losa sig við ofsóknir föður síns með því að giftast mér. Víggirðing, sem sam- anstendur aðeins af vilju ungrar stúlku, er svo veik uð hún þolir ekki árásir mínar og barúnsins. — Uelen verður heitbundin mér, áður en þér eruð orðinn fær um að leggja út í hernaðar-leiðangur. Við höfum háð stuttan en alvarlegan bardaga — og eg sigraði. Þegar þér sjáið mig næst, verður fallega konan mín hjá mér. Verið þér sælir’. 13. KAPÍTULI. Annar til hverfur. Bréf jarlsins, svo hrokafult og sigri hrósandi, — ^jörði Ronald hræddan. Áður hafði hann ekki verið hræddur um Helenu; en nú sá hann að hún var i per- sónulegri hættu, ef hún héldLáfram að neita þessum •vclkomna biðil. Jarlinn hafði ekki hikað við, að reyna að myrða Ronald; hann var ekki sá maður, sem léti smámuni hindra sig í uppfylling óska sinna. Ungi maðurinn fékk nú vondan grun um ókomna tímann. Hann rétti Harton bréfið, sem las það„ og að þvi búnu fylgdu margar ráðagjörðir milli þeirra, og svo töluðu þeir um ásigkomulag Helenar undir mörgum kringumstæðum. ‘Það er satt, að við vitum nú ekki, hvar Helen er’, sagði Harton; ‘en það hlýtur að vera auðvelt að finna hana. Það er líklegt að hún sé hjá föður sínum á einliverju hóteli, og eflaust hefir jarlinn sezt þar að lika og gjörir alt hvað hann getur til að vinna hylli hcnnar. Það er undarlegt að hún skuli ekki hafa skrif- að yður; en henni er máske kunnugt um, að þér eruð veikur og vill ekki láta bréf sitt bíða, þar til þér eruð orðinn friskur. Hugrakka, unga stúlku með auð og tign er ekki jafn hægt að fela og dauða myndastyttu’. ‘Hún hefði skrifað mér, ef hún væri ekki svift frelsi sínu’, sagði Ronald. ‘Eg held hún hafi ekkert heyrt um veikindi mín. Hún hefir ef til vill skrifað, en bréf hennar verið stolið. Eg held að jarlinn segi satt, að hún sé á afskektum stað, en hvar?’ ‘Já, eftir því verðuin við að komast’ sagði Har- ton og las bréfið í íannað sinn. ‘Þér getið rétt til, Ron- ald; í þessu bréfi felst hrokafull og sigri hróiindi meining, sem bendir á að það hafi sannleik að geyma. Helen er einhversstaðar lokuð inni af föður sínum, og barúninn og jarlinn reyna að þvinga hana til að gift- ast gagnstætt vilja sínum’. ‘Og eg er bundinn hér af veikindum’. ‘Að hálfum mánuði liðnum verðið þér orðinn al- hcill, Ronald. Þér megið engu kvíða. Þér verðið að reyna að ná heilsu og kröftum eins fljótt og þér getið, og á meðan skal eg leita Helenar, svo að eg geti sagt yður, hvar hún er, þegar þér eruð orðinn ferðafær’, sagði Harton i huggandi róm; ‘og svo getum við orðið samferða til að frelsa hana. Helen lætur aldrei und- an þessum ógeðþekka biðii sínum, og hún getur ekki gifst neinum manni á móti vilja sínum. Verið þér því hugrakkur. Við skulum finna hana og verði það nauð- synlegt fyrir framtíðarga'fu hennar, getið þér farið til Skotlands og gifst þar. Lögin þar eru frjálsari en hér i því efni’. Lögmaðurinn talaði með þeim öruggleik, sem hann átti til; — og hann náði tilgangi sinum — Ronald varð kjarkmeiri og svipléttari og i kinnar hans kom dálitill roði. Strax á eftir lagði lögmaðurinn af stað, til að byrja á rannsóknum sínum um týndu stúlkuna og jarl- inn. ' Stóra byggingin í Charlewick le Grand, lokuð í fyrsta sinni í tvo mannsaldra. Til eftirlita var gamall garðyrkjumaður, sem um nætur svaf í kvist- herbergi, en vann úti á daginn. Ráðskonan, kjallara- vörðurinn og 25 þjónar aðrir — alt var farið. Harton spurði garðyrkjumanninn, en fékk litið að vita. Jarlinn hafði farið til London; en barúninn, dótttir hans og herbergisþerna hennar, voru farin hálfum mánuði fyr. Harton sneri sér þá að ráðsmann- inum Graham, sem bjó í litlu en laglegu húsi i Litia Charlewick. Graham var sá eini maður, sem enn var kyr, af þjónum hins framliðna jarls; og orsökin ti þess að hann var kyr, murv hafa verið sú — að hann var ærið þverlyndur og fátalaður; og þó hann væri Ronald hlyntari en nýja jarlinum, gætti hann þó starfa^ síns samvizkusamlega, því hann var heiðarlegur mað- ur; og það var ekki auðvelt að finna annan jafn hæf- an honum. Graham vissi ekki hvar jarlinn, barúninn og dótt- ir hans voru, og gat því ekkert sagt. Harton spurði nú ýmsa af hinum fyrverandi þjón- um en árangurslaust. Morguninn eftir ók hann til Crediton, og spurði sig fyrir á járnbrautarstöðinni. Þar fékk hann að vita, að barúninn og dóttir hans höfðu keypt farseðil til London, og það hafði jarlinn einnig gjört tveim vik- um síðar. ‘Eg held að þau séu öll í London’, hugsaði Harton; ‘og þetta rugl um afsiðis verandi stað er aðeins til að villa. Þau eru liklega í húsi jarlsins í London’. Hann skrifaði fáeinar línur til Ronalds, sendi þær og fór svo með fyrstu lest til London. Hann fór til húss jarlsins; en það var lokað og auðséð að hann hafði ekki þangað komið. Hann leitaði fyrir sér í hót- elunum, og fann eitt þar sem barúninn, dóttir hans og þerna hennar höfðu gist á fyrir þrem vikum síðan. Þar höfðu þau dvalið aðeins í 3 daga, og að líkum f.ir ð þaðan til Dorset, þar sem Helen átti jörð. Harton fór strax til Dorset; en leiguliði Helenar vissi ekkert um hana né barúninn. Lögmaðurinn skihli nú, að frásögn barúnsins um að hann ætlaði til Dorset, var aðeins til að dylja eitt- hvert þrælslegt fyrirtæki. Helen var flutt í eitthvert skúmaskot og jarlinn hefði auðvitað elt hann þangað. En hvar var það skúmaskot? Harton sneri aftur til gistihússins í London, þar sem hann var vanur að dvelja; gekk til herbergis síns og fór að skoða landabréfin. Hann þekti nöfnin á öll- um jarðeignum Helenar, og vissi að þær voru allar leigðar, og að hún gat því ekki farið þangað. Hann hafði líka skýrslu yfir allar eignir jarlsins, og athug- aði hana nákvæmlega. ^ ‘Það eru tvær eða þrjár af Charlewick jarðeign- unum, sem eru leigðar; en leigutíminn er annaðhvort liðinn eða bráðum á enda’, hugsaði Harton. ‘Þá er nú Racket Hall á Yorkshire heiðinni, sem er svo ein- manalegt, að erfitt verður að fá leigjanda. Neshit^ skuldaði tveggja ára leigu; svo Graham rak hann' burt samkvæmt ráðleggingu minni. Þetta hús er tómt og allar líkur til að barúninn sé þar’. Hann þaut strax af stað með fyrstu lest til að fá vissu sína um þetta. 1 Hebden Bridge fékk hann sér vagn til að aka til Racket Hall; en kom við í Moor End. í bæ þessum hvíldi hann hestana og lenti i sam- ræðum við hinn fjasgjarna greiðasölumann, er svar- aði spurningum Hartons, og sagði um leið sögu um burtflutning þeirra, er búið höfðu á Racket Hall, tals- vert ýkta. ‘Nesbit var siðasti leigjandinn þar. Eruð þér kominn hingað til að sjá, hvort hann hefir skilið eftir nokkurn húsbúnað? En hann er lítils virði’. ‘Eg trúi því. En Nesbit er mér óviðk^mandi. Eg er hvorki ráðsmaður né sendisveinn jarlsins’. ‘Þér eruð ekki. Nesbit skuldaði öllum þegar hann fór. Mér skuldaði hann fyrir 20 bjórkúta. Hann drakk allmikið, og var þó magalaus, lifrarlaus, meltingar- laus og nærri lungnalaus, sagði hann mér oft. Máske þér séuð kominn til að sjá ungrú Brend, sem kölluð var frænka Nesbits, þó hún væri það alls ekki?’ ‘Eg veit ekkert um ungfrú Brend. Eg kom hingað til að vita, hvort nokkur væri í Racket Hall’. ‘Þar er enginn núna’, svaraði gestgjafinn. ‘Það verður enginn hægðarleikur, að fá leigjanda að þeirri jörð; hún er svo afskekt og einmana. Mér er sagt, að gainli jarlinn sé dauður. Nýji jarlinn má líklega nota.húsið fyrir veiðihús. Er það satt að Odo Charl- ton hafi ekki verið myrtur fyrir 20 árum siðan, og sé nú kominn aftur til að taka við föðurleifð sinni?’ Harton játaði þessu og með þvi að spyrja nánar var honum sagt að enginn ókunnugur hefði komið til Moor End um langan tíma, og að enginn gæti gefið honum upplýsingu um þá, sem hann leitaði að. Hann hélt nú samt áfram til Racket Hall. Honum voru gefnar góðar leiðbeiningar, svo að hann fann húsið viðstöðulaust. Þar var algjörð kyrð og dyrnar lokaðar og hlerar fyrir gluggum. '— Gripahúsin tóm og sjáanlega ekki notuð um langan tíma. Harton barði að dyrum, en enginn ansaði. Loks komst hann þó inn um eldhússglugga, og svo rann- sakaði hann húsið nákvæmlega. Engin manneskja var í húsinu. Húsmunirnir stóðu þar, sem Nesbit hafði skilið við þá, allir gamlir og slitnir. 1 kjallaranum voru óteljandi vín- og brenni- vínsflöskur, allar tómar. Búrið var tómt. Allar voru stofurnar óhreinar. Harton fór upp á loft. Þegar hann kom inn í litla kolkþvegna herbergið, ineð beru gólfi, litlu rúmi og mjóum glugga, datt hon- um í hug að Helen hefði verið þar. Á borðinu lá ljósrautt hárband og hjá því lá lítill glófi, hvorutveggja eign kvenmanns. Bandið var gam- alt og slitið og glófinn margstagaður, svo að ekki var hægt að endurbæta hann lengur. Klæðaskápur var í herbergi þessu og leit Harton inn í hann. Þar sá hann brúnan bómullarkjól, útslitna skó og gamlan hatt; alt var þetta eign Eddu, sem hún hafði skilið eftir, þegar hún fór til London. Af öðru lofti gekk hann upp i kvistherbergið, en alt var tómt. ‘Nú, jæja’, sagði hann, þegar han ngekk ofan stig- ann; ‘eg hefi komist að einu: að þau eru ekki hér. — Eg hefði átt að vita að jarlinn mundi ekki senda Hel- enu hingað; Graham eða eg hefðum rannsakað þenn- an stað. Þau hafa máske farið til írlands, Skotlands eða Wales’. Hann ók aftur til Hehden Bridge og hélt svo áfram til London. Hann hélt áfram rannsóknum sínum með ákafa; en jafnframt með varkárni. Þar eð hann hélt sig vera á réttri leið, fylgdist hann með öðru ferðafólki til Skot- lands og kom til Dundee; en þar fékk hann að vita, að maðurinn sem han nvar að elta, var kaupmaður frá London ásamt dóttur snni; en ekki barúninn og Helen. Aðra gagnslausa för fór hann til Wales. Næst heimsótti hann járnbrautarstöðvarnar i Lon- don. Hann talaði við stoðvarstjórana og umsjónar- menn járnbrautanna en varð einskis visari. Svo heim- var nu hann gufuskipa skrifstofurnar, — þeirra skipa, sem gengu frá London til bæjanna við sundið milli Frakklands og Englands; en alt árangurslaust. Bar- únnn, Helen og jarlinn voru algjörlega horfin. Harton var nú orðinn vonlaus; hann var búinn að leita árangurslaust í tvær vikur, — og þegar hann tók tillit til sigurhróssins í bréfi jarlsins til Ronalds, leizt honuin illa á ástæður Helenar. Ekki virtist Harton viðeigandi, að fá spæjara til að komast eftir verustað barúnsins og Helenar; hún var hjá föður sínum og þar urðu menn að álita hana óhulta. Enda vissi hann að Ronald mundi ekki vilja leyfa slíkt, nema nauðsyn krefði. ‘Ronald er ekki sá maður, sem mundi segja nokk- rum manni — jafnvel ekki spæjara — að faðir heit- meyjar hans væri hrakmenni’, hugsaði Harton einn morguninn, er hann sat í herbergi sínu í hótelinu í London og var vondaufur. ‘Eg veit ekki, hvar eg á nú að byrja. Eg hefi skrifað Ronald huggunarorð annanhvern dag; en hvað á eg nú að skrifa?’ Hann opnaði bréfahylkið og ætlaði að fara að skrifa. , En hann var naumast búinn að skrifa dagsetning- una, þegar barið var að dyrum. Harton leit upp og sagði: ‘Kom innl’ Dyrnar voru opnaðar og inn kom Ronald lávarður. Glaður og hissa þaut Harton upp af stólnum og rétti honum hendi sína. Ronald var fölur og magur; en hreyfingar hans rösklegar og sama fjörið og áður logaði í augum hans. Kvíðinn um líðan Helenar hafði tafið fyrir bata hans, og þess vegna hafði læknirinn bannað honum að yfir- gefa verustað sinn fyrr en þenna dag. Þegar hann mátti, fór hann strax til London og heimsótti Harton. ‘Mér þykir vænt um að sjá, að þér lítið vel út’, sagði Harton. ‘Fáið þér yður sæti í hægindastólnum þarna. Eg var að byrja á bréfi til yðar’. ‘Með góðum nýjungum vona eg, Harton’, sagði ungi maðurinn kvíðafullur. ‘Mér þykir leitt, að eg hefi engar nýjungar af neinu tagi’, svaraði Harton. ‘Eg hefi enga vitneskju getað fengið um barúninn, og heldur ekki um jarlinn. Við höfum þar við menn að eiga, sem eru óvanalega skarpskygnir og slægir’. ‘Jarlinn og barúninn, eigið þér við? Já, eg veit það. En það er ekki hægt að fela unga stúlku svo að hún finnist ekki, Harton. Þér hafið skrifað mér um allar rannsóknir yðar í Yorkshire, Skotlandi og Wales, á járnbrautastöðvunum og á gufuskipa skrifstofunum. Hefir yður komið til hugar, að ungfrú Clair getur ver- ið í London? Barúninn hefir getað leigt hús í útjöðr- um bæjarins’. - w ‘Mér hefir ekki komið það til hugar’, sagði Har- ton. ‘Eg taldi alveg vist, að farið hefði verið með ung- frú Clair til einhvers afskekts staðar í landinu. En það sem þér bendið á er ekki ólíklegt, og við getum hagað okkur eftir því. Þér eruð þreytulegur eftir ferðalagið, lávarður Ronald. Eg ætla að fá kognak og vatn handa yður. Komuð þér einsamall til London?’ ‘Nei, eg hefi mjög dyggan fylgdarmann með mér', svaraði Ronald, meðan lögmaðurrinn hringdi og bað um hressinguna. ‘Eg held hann sé ágætur þjónn. Þér munið ef til vill eftir honum; hann heitir John Diggs’. ‘Diggs’, sagð Harton alveg hissa. ‘Þér hafið þó ekki tekið John Diggs i yðar þjónustu, vona eg, lávarð- ur Ronald? í Devonshire er enginn maður - óhæfari sein þjónn yðar en jiessi Diggs’. ‘Hvers vegna, Harton?’ ‘F'aðir hans var kjallaravörður í Charlewick le Grand á undan Delany; hann var fáskiftinn, ískyggi- legur, dularfullur maður og vondur i Iund. Móðir hans var spönsk og var barnfóstra fyrir móður núverandi jarls Odo, sem hún hreint og beint tilbað meðan hann var barn. Hún lifir enn, en maður hennar er dauður. Hún er til húsa hjá elzta syni sinum í Ingle býlinu. — Sé sonur hennar í þjónustu yðar, má búast við að hann sé spæjari og aðstoðarmaður jarlsins, föðurbróður yðar’. Ronald brosti á meðan hann smakkaði á kognak- inu og vatninu, sem honum hafði verið fært. ‘Það er gott að vera varkár’, sagði hann; ‘en það er ekki gott, að aðgætni manns breytist í vondan grun, Harton. Diggs hefir ekki verið heima síðan hann var drengur, og hann og móðir hans hafa átt í þrætum út af eftirlátnum fjármunum föður hans, og við bræður sína vill hann einu sinni ekki tala. Meðan eg lá veik- ur hlynti hann að mér, og eg held hann sé mér vin- veittur. Eg hefi þekt John Diggs alla æfi mína, og eg held að hann sé tryggur. Eg hefi hjálpað honum á ýmsan hátt, þegar hann hefir leitað hjálpar minnar, sem hann oft hefir gjört. Nei, Harton, traust mitt á Diggs getið þér ekki veikt. Hve mikið ilt, sem inenn eigna móður hans og bræðrum, þá á hann engan þátt í því’. Þar eð Harton treysti skarpskygni og dómgreind Rolands hélt hann ekki sinni skoðun fram lengur, en ánægður var hann alls ekki með þjón Ronalds. ‘Hvar er Diggs núna, Ronald?’ spurði hann. ‘í mínu herbergi rétt hjá þessu. Eg bað um her- bergi en fór ekki inn i það, af því mig langaði til að finna yður strax. Eg er alfluttur til London, Harton; og ef Helen er hér ekki, hefi eg mitt aðsetur hér meðan eg leita hennar. Mig langar til að byrja strax. ‘Betur sjá augu en auga’, segja menn. Meðan þér leitið i ein- um hluta bæjarins — leita eg í öðrum. Og Diggs, sem er skarpvitur og hygginn, leitar í hinum þriðja. Eg er sannfærður um, að Helen er annaðhvort í London eða í nánd við borgina, og við skulum finna hana, — það er að segja, ef þér getið varið meiri tíma til þess mál- efnis, sem þér græðið lítið á’ ‘Eg hætti ekki að leita fyrri en ungfrú Clair er fundin’, sagði Harton ákveðinn. ‘Eg er fús til að hvíla mig frá störfuin og þess utan er eg hræddur um hann. En hvar eigum við að leita hennar? Þar er nærri því eins og að leita títuprjóns í heystakk’. , Þeir töluðu heila klukkustund eða lengur um, hvernig þeir skyldu haga störfum sínum í þessu efni. Þá kom þjónn Ronald og sagði, að nú væri hann búinn að koma herbergi húsbónda síns í gott ásigkomulag. Harton horfði fast og rannsakandi á þjóninn, og óánægja hans með hann breyttist í tortrygni. John Diggs var 10 árum eldri en húsbóndi hans; hann var hár vexti og grannur, með svart hár, sem lá slétt við höfuðið; augun voru dökk og lítil og horfðu ávalt niður; hörundið var dökt, varirnar þunnar og kreistar saman. Hann var í svörtum fötum og hreyf- ingar hans voru hávaðalausar og kyrlátar eins og hjá ketti. Röddin var lág og ismeygileg og ávalt gaut hann hornauga til annara. Maður, sem kunnað hefði að lesa lundareinkunnir af andlitsfallinu, mundi hafa forðast John sem eitur? nöðru; en Ronald var einlægur, hreinskilinn og grun- laus. Hann hafði þekt Diggs alla æfi sína; gjört hon- um margan greiða, og jafnframt fengið fullvissu hans um það, að hann væri honum jafn tryggur og hundur. Og þrátt fyrir hið ógeðslega útlit hans, hélt Ronald að hann væri trúr og heiðarlegur, og hann — Ronald — hefði fyrirlitið sjálfan sig, ef hann hefði lagt trúnað á orð Ilartons. Ronald fór til herbergis síns; fékk sér dálitið að borða og að því búnu leigði hann sér vagn og ók af stað til að byrja á rannsóknum sínum. Seint um kveldið kom hann heim, þreyttur, upp- geifnn og óheppinn. Diggs hjálpaði honum i rúmið, færði honum hress- andi drykk og hlynti svo vel að honum, að Harton fór að geðjast betur að þjóninum, og Ronald var mjög þakk látur. Hendi Diggs áenni Ronalds var bæði mjúk og svalandi; hreyfingar hans hávaðalausar og aðhlynn- ingar hans á réttum tíma. ‘Eg hefi gjört honum rangt til’, hugsaði Harton, sem var nýkominn inn, þreyttur og vondaufur, ‘og náttúran hefir gjört honum meiri rangindi. En það er líklega ekki í fyrsta sinni að eðallynt hugarfar felst undir fantalegu útliti'. Ronald svaf vel um nóttina og vaknaði næsta morgun með endurnærðum kröftum. Þenna dag ók han naftur burt til rannsókna, og kom heim um kveldið, þreyttur og vondaufur. Þriðja daginn gekk hann út til Maida-Hill, dvaldi þar eina stund og heimsótti þá, sem leigðu öðrum hús; fór svo heim aftur, tók vagninn sinn og ók um stræti borgarjaðarsins, og veitti öllum, sem hann mætti, nána eftirtekt. Það var ætlun hans, að barúninn hefði leigt sér í nánd við borgina, og héldi Helenu þar sem fanga. — Harton var samþykur þessari skoðun hans, og á með- an Ronald rannsakaði Maida-Hill, talaði Harton við húsaleigjendur i Kentish Town og grendinni. F’jórða daginn leitaði Ronald um norðurjaðarinn, og um kveldið talaði hann við Harton og Diggs um rannsókn sina og þeirra. Diggs lét mikið af dugnaði sínum við að rannsaka Camberville og önnur héruð að sunnanverðu við Thems ána. Fimti, sjötti og sjöundi dagurinn urðu einnig á- rangurslausir. Stundum fanst þeim, að þeir hefðu nú fundið slóðina; en það reyndist ávalt vanhugsað. — Þetta hefði þreytt Ronald mikið, ef Diggs hefði ekki istundað han nsvo vel. Áttunda daginn kom fyrir tilviljun. Harton fór fyrstur út um morguninn og hélt áleiðis til New Brom- pton. Þegar hann var farinn tók Ronald kortið sitt yfir London og fór að skoða það; og Diggs sneri sér að honum og spurði með virðingu mikilli, hvert hann ættti að stefna í dag. ‘Harton og eg höfum rannsakað norðurjaðarinn nákvæmlega’, sagði Ronald og stundi. ‘Mér er orðið þetta næstum óþolandi. Eg lagði svo fyrir, að mér yrðu send öll bréf frá Litla Charlewick; og þó að komnir séu stórir bunkar af bréfum frá kunningjum mínum sem segja frá hluttekningu sinni i sorg minni yfir þvi að hafa mist afa minn, og bjóða mér að heim- sækja sig, — þá hefi eg ekkert bréf fengið frá henni. Þér verið að haldá áfram að leita í suðurjaðrinum, Diggs’. ‘Já, lávarður — og ef mér leyfist að gefa yður vis- bendingu, þá hefi eg skoðun, sem yður máske likar lá- varður. Þér hafið rannsakað alla. heldri borgarjaðr- ana; en ef barúninn og jarlinn vildu af alvöru forð- ast yður, þá mundu þeir hafa leitað sér hælis í ein- hverju húsi i fátækari deildunum, Hackney til dæmis. Ef eg mætti ráðleggja yður, þá mundi Hackney —’ ‘Bending yðar er mjög góð — þó eg gjöri mér ekki von um neinn árangur af henni. Eg held við höfum tekið ranga stefnu. Þeir eru ef til vill alls ekki i Lon- don, og ef mér mishepnast í dag, verð eg að taka aðra stefnu eftirleiðis’. Ronald stakk kortinu sínu i vasa sinn og fór sv> ofan og út, settist i vagninn sinn og ók til Hartney. Diggs fór til Surrey, smjúgandi og læðandi eins og köttur, en ánægjulegur á svipinn. Loksins kom Ronald til Hackney, þar sem hann ætlaði að leita þenna dag. Hann fann nokkra menn, sem’ leigðu öðrum hús; en fékk engar upplýsingar. — Siðari hluta dags sendi hann vagninn sinn til London aftur, og kvaðst mundi koma með kveldlestinni, og gekk svo í hægðum sínum eftir fáförulu götunni í átt- ina til Hackney Downs. En það kveld kom han nekki aftur á hótelið, og engin orðsending kom frá honum heldur. Harton var mjög kvíðandi og Diggs virtist einnig sorgbitinn. Næsti dagur leið og ekki kom Ronald. ‘Þjófar hafa ráðist á hann’, sagði Harton og reyndi að sýnast rólegur. ‘Getur vel verið að þeir hafi myrt hann. Þvi fór eg ekki með honum? Vitið þér i hvaða átt hann fór, Diggs?’ ‘Nei, hr. Harton’, svarai hann; ‘en eg held að hann hafi farið i áttina til Kensington. Hann sagðist vera að byrja á nýrri aðferð ef lánið yrði ekki strax með sér. ó, hvað ætli hafi orðið af honum? Minum vesal- ings Ronald lávarði — mínum vesalings húsbónda?’ -Einn dagur ielð enn og engin fregn kom um týnda unga manninn. Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 CANADA. F. Finnbogason..................Árborg F. Finnbogason..................Arnes Magnús Teit.....................Antler Pétur Bjarnason.................St. Adelaird Páll Anderson...................Brú Sigtr. Sigvaldason..............Baldur Lárus F. Beck.........................Beckville F. Finnbogason..................Bifrost Ragnar Smith....................Brandon Hjálmar O. Loftson..............Bredenbury Thorst. J. Gíslason.............Brown Jónas J. Húmfjörd.....-...............Burnt Lake B. Thorvordsson.................Oalgary Óskar Olson.....................Churchbrigde J. K. Jónasson........................Dog Creek .1. H. Goodmanson.....................Elfros F. Finnbogason........................Framnés Jolin Januson...................Foam Lake Krlstmundur Sæmundsson.....'...'...'..Gimli G. J. Oleson....................Glenboro F. Finnbogason..................Geysir Bjarni Stephansson..............Hecla F. Finnbogason........................Hnausa J. H. Lindal....................Holar Andrés J. Skagfeld..............Hove Jón Sigvaldiason................Icelandic River Árni Jónsson....!...............ísafold Andrés J. Skagfeld..............Ideal Jónas J. Húnfjörð...............Innisfail G. Thordarson...................Keewatin, Ont. Jónas Samson..........................Kristnes J. T. Friðriksson...............Kandahar Thiðrik Eyvindsson..............Langruth Oskar Olson.....................Lögberg Lárus Árnason...................Leslie P. Bjarnason....................Lillesve Eiríkur Guðmundsson Lundar Pétur Bjarnason Eiríkur Guðmundsson Mary Ilill John S. Laxdal Jónas J. Húnfjörð Markerville Paul Kernested Gunnlaugur Hclgason Nes Andrés J. Skagfeld St. O. Eirikson Oak View Pétur Bjarnason Otto Sigurður J. Anderson Pine Valley Jónias J. Húnfjörð Red Deer Ingim. Erlendsson Reykjavík Wm. Kristjánsson Saskatoon Snmarliði Kristjánsson Swan River Gunnl. Sölvason, Selkirk Runólfur Sigurðsson Semons Paul Kernested Siglunes Hallur Hallson Silver Bay A. Johnson Andrés J. Skagfeld Snorri Jónsson J. A. J. Lindal...............Victoria B.C. Jón SigurðsSon.................Vidir Pétur Bjarnason................Vestfold Ben B. Bjarnason...............Vancouver Thórarinn Stefánsson...........Winnipegosis ólafur Thorleifsson............Wild Oak Sigurður Sigurðsson............Winnipeg Beach Thidrik Eyvindsson.............Westbourne Paul Bjarnason..................Wynyard í BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhannsson..............Akra Thorgils Ásmundsson............Blaine Sigurður Johnson...............Bantry Jóhann Jóhannsson..............Cavalier S. M. Breiðfjörð...............Edinborg S. M. Breiðfjörð...............Gardar Elís Austmann..................Grafton Árni Magnússon..................Hallson Jóhann Jóhannsson..............Hensel G. A. Dalmann..................Ivanhoe Gunnar Kristjánnson___________Milton, N.D. Col. Paul Johnson...............Mountain G. A. Dalmann..................Minneota Einar H. Johnson____________________Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali___________Svold Sigurður Jónsson...............Upham

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.