Heimskringla - 26.08.1915, Page 7
WINNIPEG, 26. ÁGÚST 1915.
HEIMSKRINGLA.
BLS. 7.
Kosningarnar í Nýja
Islandi.
Hvað er Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
að gjöra með að skrifa úm þessar
kosningar þar i héraði, ferð sína og
framkomu i því sambandi? — Eru
ekki allir menn, sem þann leik sjá
og heyra, sem fram fer fyrr og um
kosningar, búnir að fá nóg og meira
en nóg af lygum, lastmælgi, skömm-
um og óhróðri um mótstöðu flokks-
menn? Og er ekki hverju einasta
mannsbarni orðið sár flökurt og ilt
fyrir brjóstinu af að sjá í Lögbergi,
sem aldrei hefir óhlutdræg orð sagt
um neinar pólitiskar kosningar,
sem fram hafa farið þess tilveru-
tíð, i 27 eða 28 ár. Sárflökurt segi
eg af sjálfshólinu um sína menn og
sinn flokk. Hreinleikann, sem þar á
að vera á öllu, hvítt einsog mjöllin,
og alt saklaust og hreinskilið einsog
blessað barnið í vöggunni. Jú, sann-
arlega er hver hugsandi sál hjartans
fegin, þegar þessu óþrifaveðri slot-
ar. —
Það er komið upp i vana, að fyr-
irgefa allan fjandann, sem sagt er
og skráð meðan á þessari orrahrið
stendur. En það er ófyrirgefanlegt,
að þagna ekki þegar alt er um garð
gengið.
Já, hver er tilgangur doktorsins
með því að birta nú í Lögbergi 12.
\j m. sömu mælgina og þvaðrið,
sem upp úr honum rann á hverjum
fundi, sem haldinn var i Bifröst-
bygð í Nýja íslandi? Eg heyrði
sjálfur til hans þar og get um þetta
borið.
Yitanlega er tilgangurinn sá, að
reyna að þvo hendur sinar, eins og
Pílatus: — að hann sé saklaus af
bióði þessa máls. Og svo friða sína
cigin samvizku fyrir ásökunum, sem
standa honum nú glögt fyrir hug-
skotssjónum: Að hafa orðið stór-
brotlegur við veg og virðing þjóðar
sinnar. Nú er af lionum runnið æð-
ið og berserksgangurinn, sem á hon-
um var á þessu óláns ferðalagi, þeg-
a hann var að drepa islenzka þjóð-
crnið og þjóðarmetnaðinn úr kjós-
endum þar, og draga vö!d og virðing
úr höndum þeirra yfir til Gallanna,
— bjálfa greyjanna, sem standa á
lægsta menningarstigi allra inn-
flytjenda, sem hér hafa bólfestu tek-
ið. Og hann sér nú — um seinan —
Llóðugan hjartastað þessa máls, og
það, að hann hefir verið fremstur í
flokki að vinna löndum sínum
skaða og skömm.
Svo ferst honum eins og sagt er
um fálkann, þegar hann drepur
rjúpuna og kemur inn að hjartanu,
þá rekur hann upp væl og veit þá
fyrst, að þetta var systir hans. Sig.
Júl. rekur upp væl í Lögbergi, og
sér nú fyrst, að þetta var hans eigið
elskulega óskabarn, sem hann hefir
myrt. Því enginn hefir með sterk-
ari og heitari orðum, bæði í bundnu
og óbundnu máli, viljað hvetja landa
sína hér til þjóðarmetnaðar, vegs
og virðingar. Og gæti eg tilfært
margt þessu til stuðnings, ef eg
kærði mig um.— En þvi miður er
þetta ekki hreint iðrunar-væl. Því
að maðurinn óttast æðstu prestana,
sem á bak við alt standa, og hafa
svipuna enn á lofti yfir höfði hans.
Því gat ekki Sig. Júl. þess i téðri
grein, sem hann sagði á opinberum
fundum í Nýja íslandi, að Hon. Th.
H. Johnson hefði sent sig til að birta
þeim fagnaðarerindið(!!) — Hans
óbrjáluð orð eru þessi:
“Eg slend ekki hér (á ræðupall-
inum) sem Sig. Júl.; eg stend hér
i sporum Tómasar Jónssonar, yðar
frægasta og mesla rnanns, og flyt
yður hans boð og skipun, að nú
liggi lífið á að hreinsa grenið, og
þjóðernissæmd yðar sé öll i þvi fólg-
D. GEORGE & CO.
General House Repairs
Cahtnet Mnkera and Cpholaterera
Furnltare repalred, upholstered and
cleaned, french polishlng and
Hardwood Flnishlng, Furni-
ture packed for shipment
Chairs neatly re-caned.
Phone Garr; 2112 .160 Sherbrooke St.
™! DOMINION BANK
Hornf Xotre Dam* »g Sherhrookf
Str.
Ilðfuttatðll upph________9
VaranJAhor. . .. _ _____9.7,000,000
Allar efícnlr------««..97S.OOOfOOO
Vér óskum ©ftlr viósklftum vera-
lunarmanna og ábyrgumst aTJ gefa
þeim fullnœgju. SparisjóTJsdelld vor
er sú stœrsta sem nokkur bankl hef
ir I borglnni.
lbúendur þessa hluta borgarinn&r
óska aTJ skifta viTJ stofnun sem þelr
vita aTJ er algerlega trygg. Nafn
vort er fulltrygging óhlutleika.
ByrJiTJ spari innlegg fyrir sjálfa
yTJur, konu og börn.
W. M. HAMILTON, Rá3sma?Sur
PHONB GARRY 34S0
in, að kjósa nú Austurríkismann-
inn”.
Mér kemur ekki til hugar að á-
líta, að Sig. Júl. hafi farið hér með
lielber ósannindi. Þvi þá ekki að
skifta byrðinni á inilli þeirra, —
láta ekki aumingja Sig. Júl. vagga
einan með syndaþungann til dag-
anna enda.
Þann áburð hafði doktorinn með
sér úr lyfjabúð Mr. T. H. Johnsons,
við þjóðernissviðanum, sem menn
fundu til við það, að hverfa undir
yfirráð Gallanna: “Þetta verður
aðeins í þetta eina skifti, vinir mín-
ir. Tómas Jónsson sagði mér að
segja ykkur, að hann ætlaði strax
að skifta kjördæminu í tvent. Og
þá getið þið orðið algjörlega sér í
einingu andans og bandi friðarins,
og lausir við Galla skrattana’’.
Þetta er mjög trúlegt, að þar að
komi fyrr eða síðar, að Gimli kjör-
dæmi verði skift í tvent. En því
verður að minni hyggju aldrei skift
eftir endilöngu (suður og norður),
þannig, að Islendingar verði einir
sér. Verði skiftingin á hinn veginn,
sem eðlilegt virðist, frá vatni beint
vestur, þá ber alt að sama brunni.
Aðeins verður sá gróðinn, að Mr.
Johnson getur þá fengið tvo Galla
á þing, til að prýða hópinn og
hjálpa við búverkin. Annar getur
sagað í eldinn, en hinn borið út
öskuna. Annað eru þeir ekki færir
ti! að gjöra í þinghúsinu, og verða
ekki fyrst um sinn, eftir því menn-
ingarstigi, sem þeir standa á.
Oddviti Bifröst sveitar sagði mér
(og margir fleiri), að hrein vand-
r:cði væru að geta fengið eða fund-
ið menn meðal þeirra til að vera i
skólastjórn innan þeirra eigin bvgða
— og jafnvel þó stöku menn find-
ust, sem skildu og jafnvel gætu of-
urlítið ritað ensku, þá væri þeirra
menningarlegi sjóndeildarhringur
svo þröngur og fávis, að þcir gætu
ekki i neinu skilið. Og með alla
skapaða hluti viðvikjandi opinber-
um starfsmálum yrðu þeir að leita
skilnings og aðstoðar til íslendinga.
Þetta vil eg að landar minir, sem
langt standa frá málefninu, skilji,—
úr jiví Sig. Júl. fann ástæðu til að
bæta gráu ofan á svart með því að
rita um þessar kosningar, og skilja
það að heiður heirra og virðing er
brotin með því að liafa nú fulltrúa
sinn á þingi úr þeirra flokki.
Einnig gæti margur maður út í
frá ímyndað sér, að þessi þingmað-
ur, sem kosinn var (Ferley) sé
myndarbóndi úr þessum bygðinn og
gagnkunnur háttum og þörfum
Gimli kjördæmis. Það er öðru nær.
Hann hefir aldrei þar átt heimili,
og aldrei stigið fæti sinum nú um
kosningar í norðurpart bygðarinn-
ar — Bifröst. Engum kom til hugar
að útnefna hann, og engrar aðstoðar
hefir hann til þeirra leitað. Enda
líka engu lofað. Hann virðir þá að
engu, einsog tilboð Mr. Sv. Thor-
valdssonar, gagnsækjanda hans, að
vera á undirbúningsfundum hans,
— leiðarþingum. Hann hefir svo
sem að sjálfsögðu vitað að hann
þurfti þess ekki með. Sig. Júl. var
sendur með boðskapinn og loforð-
in. Hann var Aron þeirra fyrir
munn Mósesar.
Hver er svo þessi fulltrúi elztu is-
lenzku bygðarinnar, sem nú er 40
ára gömul og hefir mannval af fær-
um mönnum til að taka þátt í stjórn
landsmála? Sig. Júl. segir, að hann
sé Pólverji. Það er lýgi, Hann er
borinn og barnfæddur Butheniu
maður. Hefir vesælan orðstír og á
heimili hér i Winnipeg. Þetta sagði
mér Austurríkismaður, sem er hon-
um gagnkunnugur.
Og harðsnúið virðist mér það,
einsog nú standa sakir vorar, að
skipa mönnum að kjósa þann mann
í stjórn landsmála, sem er eindreg-
inn í hug og hjarta á móti oss í
stríði þessu, og liklegur til að bera
vopn á móti oss og móðurlandinu,
ef hann hefði frelsi til að geta
komist til sinna ættstöðva. Flest
býður hann sér pólitiski ofsinn og
valdagræðgin.
Það er enguin blöðum um það að
fletta: Nýja ísland hefir með þessu
rent svo ráði úr höndum sér, að
þess vald er með öllu horfið og
i.æst aldrei aftur. Og til minnis fyr-
ir sögu ánnál vorn í framtíðinni er
málið þannig vaxið:
Það var 6. ágúst árið 1915, að
elzta og mannflesta bygð Islendinga
— Nýja Island — eftir 40 ár misti
sitt stjórnarfarslega sjálfstæði. Þjóð-
ernisréttur þeirra brotinn og sví-
| virtur, með því að valdið var dreg-
iö úr höndum þeirra undir yfirráð
Galizíumanna, er sitja þeim sam-
bygða, fyrir áhrif og vald manns
þess, er þjóðin unni mest og virti
rnest og sem var þá ráðgjafi i stjórn
Manitoba fylkis, Hon. Th. Johnson.
Hann var ráðbani þessa stóra og
sorglega viðburðar; en Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson reiddi upp böðulsex-
ina og gekk á milli bols og höfuðs
á -síns eigin lands þjóðarsóma.
.Hversu mikið álas og ásakanir,
sem eg kann að fá fyrir þessar lín-
ur, frá blindum flokksmönnum, þá
skoða eg það synd og skömm og
frámuna lítilmensku fyrir hvern
hugsandi íslending, að láta þannig
kasta ryki í augu sér eða taka góð-
an og gildan Pílatusarþvottinn hans
Sig. Júl., og láta hann benda á hvern
þann mann með fingri forsmánar
og ásakana, sem var nógu’ ærlegur
og sjálfstæður til að greiða atkvæði
með landa sínum og sínum eigin
þjóðarsóma.
Létrus Giiðmtindsson.
Hræðan hans Sir James
Við megum minnast á pólitík kon-
irnar, þó við höfum enn ekki feng-
ð atkvæðisrétt.
Það sem rekur mig mest til að
skrifa þessar línur er, hversu vel
mér lízt á Sir James, manninn, sem
nú hefir beðið svo mikinn og óverð-
skuldaðan ósigur. Eg minnist ekki
að hafa séð mynd af pólitiskum fyr
irliða, sem mér hefir litist jafnvel
á. Eg get ekki hugsað mér Adam
sakleysislegri áður en Eva gaf hon-
um eplið góða. Mér finst, sein eg
myndi geta treyst þessum manni
sem fyrirliða og förunaut í blíðu og
stríðu, — treyst honum undir öll-
um kringumstæðum. En Sir James
er ekki nógu undirsettur og klókur.
Það þurfa stök klókindi til að koma
á óvinsælum umbótum.
Hann hristir þessa hræðu, vín-
bannið, framan i menn á undan
kosningum, -— vitandi vel, að þetta
var grýla, sem myndi verða tætt i
sundur, ef til atkvæða kæmi. Hann
hefði ekki átt að láta bóla á þessari
fyrirætlun fyrri en eftir kosningar.
Eg tel víst að hann hefði unnið, ef
liann hefði ekki verið búinn að sýna
mönnum þessa hræðu. Auðvitað
hefir han nekki búist við, að þetta
yrði grýla í augum svokallaðra
bindindismanna; því sjálfur er
hann vist ekki líklegur til að bregð-
ast sínum betra manni. Menn hafa
treyst honum til að dernba á vín-
banni, hvað sem hver segði, og þess
vegna stigið á háls honum.
Hver getur af sannfæringu efast
om, að annar eins maður og Sir
James haldi heit sin? Þó menn liafi
látið sér um munn fara, -að þetta
væri kosningabrella. Ekki mjög ó-
líkt kosningabrellu, eða hitt þé held-
ur! Það er að. minu áliti óheppi-
leg brella til að ná fylgi, að hafa við
orð að þrengja lögum upp á fólk, —
lögum, sem hann veit að þorri
manna fyrirlítur og hræðist. Hér
hefir hreinskilni einlægt ráðið fyr-
ir hjá Sir James. Þessir kostir urðu
honum að falli nú. Eg virði hann
samt fyrir þá. Hann ætlaði ekki að
láta sér ægja aHra djöfla upphlaup
að sjá.
Svo létu menn klingja, að Kon-
servatívar svikju öll sín loforð, —
eins og þeim hinum sömu hefði svið
ið, cf svikist hefði verið um að
koma á vínbanni! Svoddan hræsni!
Gripið til eins og dulu i vandræð-
um til að hylja blygðunarroða.
Jafnvel þeir bindindismenn, er
Liberölum fylgja, hefðu átt að meta
vinbannið meira en flokksfylgi, og
greiða atkvæði með Sir James. En
vinna ekki það fyrir vinskap nokk-
urs manns eða manna, að reyna
ekki að gjöra alt mögulegt til að
bjarga máli sínu, sem þeir virtust
brenna af áhuga fyrir. Vissir Liber-
alar hafa — eftir orðum þeirra að
dæma — logað af áhuga fyrir vín-
banni. En nú geta þeir með köldu
blóði séð tækifærið ganga úr greip-
um sér til að leiða málið til lykta
á hinn eina mögulega hátt. En þeir
virðast nú elska flokk sinn meira, þó
liann leiði málið hjá sér. Þeir hafa
ekki brjóst til að særa vínsölumenn
að svo stöddu. Liberalar hafa samt
kent drykkjumönnum hagsýni í
vínkaupum nú í seinni tíð. Það eru
hlægilegar og fyrirlitlegar um-
bætur!
Það má ganga að því sem visu, að
þvingunar-vínbann leiðir af sér
uppistand og óróa, jafnvel nokkur
fyrstu árin, ámeðan fólk væri að
vcnjast því. Svo tæki það smám-
saman sönsum og viðurkendi, að
frá því hefði verið tekinn voði, er
hefði verið að murka lifið úr ein-
slaklingunum og eitra þjóðfélags
líkamann.
það verður ekki fyrri en konur
fá atkvæðisrétt, að vínbann verður
leitt í lög hér i Manitoba, ef j»að
verður þá. Þeir gleyma okkur ekki,
konunum, Liberalarnir, — svo eru
þeir minnisgóðir á Ioforðasvik
Konservativa og þykir það ljót synd
hjá þeitn, svo þeir draga hana víst
ekki sjálfir hér eftir. En drýgðar
syndir verða ekki burt þvegnar með
blóði og tárum kvenna þeirra, sem
Bakkus fær enn tækifæri til að
stinga i hjartað.
R. J. Davidson.
Grimd Þjóðverja.
Hann var særður á handlegg,
særður á hnénu öðru og nýtekinn
til fanga af Þjóðverjum. Þeir börðu
haitn með byssuskeftunum, stungu
liann með byssustingjunum; létu
liann liggja úti sem hund í vondu
veðri, og þýzku bændurnir, sein um
veginn fóru, hæddu hann og spott-
uðu. Loks ráku þeir hann inn í trjá-
byrgi eitt, sem þeir kölluðu spítala.
Þar var einhverju matarrusli fleygt
í hann, sem flestir hefðu óætt kall-
að. Þannig var farið með Fred
Wells, sergeant i 104 herdeildinni.
Var hann frá New Westminster, B.
C. og er nú fangi hjá Þjóðverjum.
Hann var við Ypres 24. apríl. Þá
gjörðu Þýzkir eina hríðina á eftir
annari. Hann var sendur með sveit
einni að hjálpa félögum þeirra i
næstu gröfum, er þeir höfðu grafið
nóttina áður, og á leiðinni milli
Með innstæði í banka
geturðu kepyt með
vildarverði.
Þú veist að hvað eina
er dýrara verðurðu að
kaupa í lán—Hversveg-
na ekki að temja sér
sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari-
sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga
f höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur
hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir
gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis.
LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., OTIBO
A. A. Walcot, bankastjóri
skotgrafanna féll fjöldi manna hans.
Menn skömmuðust sin fyrir, að | Ilann stóð uppréttur og var að skipa
segja hreint og beint að þéir vildu mönnum sinum, hvað þeir skyldu
ekki vínbann. !gjöra; en þá kom hríðin úr mask-
Það sýna kosningaúrslitin núna. ínubyssunum á hann. Á sama augna-
að bindindisinenn hafa reynst ótrú- bliki koniu fimm kúlur í liandlegg
ir þjónar. Ekki er það vansalaust,; hans. Hann hné niður um leið og
að gjörast liðhlauparar bara af hatri hann sagði undirmanni sínum að
til vínbannslaganna. Það er auðséð,'taka við stjórninni. Svo lá hann þar
að fjöldi þeirra hefir svikist undan , stund nokkra; en er hann raknaði
merkjum af þessari ástæðu. Liber- við, heyrði hann sagt: “Þarna koma
alar hefðu ekki sópað fylkið að at- þeir!” Hann reyndi að skríða aftur
kvæðum, hefðu hinir verið trúir | til skotgrafanna; en þá kom sprengi
sínum flokk. Hér eru auðvitað heið- j kúla rétt hjá honum og særði hann
arlegar undantekningar, bæði hvað j í hnéð. Þá leið aftur yfir hann. Svo,
bindindismenn og hina aðra kon- er liann lauk upp augunum nokkru
servativa snertir. En’ þær eru sorg-, seinna, voru þúsundir Þjóðverja í
lega fáar meðal bræðranna— stúku- kringum hann og orguðu sem árar
bræðranna. ! frá hinum neðri bygðum.
“Einn Þýzkar'inn kom þá til min
þar sem eg lá”, segir Wells, “og var
ekki fríður á svipinn. Hann grenj-
aði yfir mér: “Gott strafe Eng-
land!” og ætlaði að renna byssu-
stingnum i gegnum mig; en þá
greip yfirmaður hans i handlegg
honum. Lét hann sér þá lynda, að
lemja mig i særða handlegginn hvað
eftir annað. Og rétt á eftir skaut
annar félagi hans á mig, er eg var
að skríða í skjól eitt; en hitti mig
ekki til allrar hamingju. — Annan
félaga minn sá eg skotinn, er hann
var að biðja þá að gefa sér vatn að
drekka.
“Eg reyndi svo að skriða til skot-
grafa minna; en þeir náðu mér og
tóku mig með sér. Eg var neyddur
til að ganga milli tveggja Þjóðverja,
sem höfðu fleinana á byssum sínum.
Og í hvert skifti, sem eg féll af mátt
leysi og þreytu, þá stungu þeir mig
með fleinunum eða börðu^inig með
byssuskeftunum. Engan dropa vatns
gat eg fengið og var það ósegjanlegt
kvalræði, að komast með þeim til
Roulers.
“En þar fékk eg ljómandi viðtök-
ur. Þar voru belgisku systurnar
(nunnur)- á spitala i klaustri einu.
Eg man reyndar mjög óljóst, hvað
gjörðist þar; en þar sagði læknir-
inu mér, að ef eg ætti lifi að halda,
þá yrði að taka af mér handlegg-
var eg settur á járnbrautarlest og
kom. hingað eftir þriggja daga og
þriggja nátta ferð. Og á leið þeirri
barði hinn stórvaxni, ruddalegi
þýzki læknir mig oft, af þvt eg gat
ekki gengið fyrir hnésárinu og var
svo máttlaus að eg gat ekki staðið á
fætur, þó að hann væri að skipa
mér það.
“Þegar hingað kom var eg látinn
liggja á gangpallinum í tvær kl,-
stundir. Og einlægt steyptu íbúar
landsins yfir mig spotti og svívirð-
ingum. Eitthvert mjúkasta nafnið,
sem þeir gáfu meé, var “Englander
Swine!” Svo var eg keyrður þaðan
til borðakofa, sem þeir kölluðu spít-
ala. En til allrar hamingju voru þar
franskir læknar og menn þeirra.
Þeir voru mér hinir beztu.
“Vil eg nú stutt yfir sögu fara og
segja frá matarhæfinu: Morgunmat-
ur var: kaffi (sem heita átti og var
aðeins nafnið) og svart brauð. Mið-
dagsverður: súpa — ekkert annað
en súpa og hún þunn. Klukkan 3.38
var aftur kaffi. Kveldmatur: súpa
— ekkert annað. Mér láðist að geta
þess, að til miðdagsverðar fékk eg
kjötpjöru, tvo þumlunga i þvermál
og einn þriðji úr þumlungi á þykt
Hvíslað var að það væri hrossakjöt
og illætt var það sem súpan.
“Eina vonin um að geta haldið lífí
\ þessu var sú, ef vér ga-tmn fengið
inn og var það gjört. Daginn eftir einhverjar sendingar að heiinan”.
Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga
THORSTEINSSON BROS.
Byggja hús. Selja lóí5ir. Útvega
lán og eldsábyrgTJÍr.
Phone Maln 21)02
Room 815-17 Somerset Block
Talsími Maln 5302
Dr. J. G. SNÆDAL
TANNLÆKNIR
Suite 313 Enderton Block
Cor. Portage Ave. og Hargrave St.
J. J. BILDFELL
FASTEIGNASAU.
Pnlon Itank 5th. Floor No. 520
Selur hús og lóT5ir, og annaT5 þar aT5
lútandi. Útvegar peningalán o.fl.
I'honf Main 20S5.
E. J. SKJÖLD
mSI'ENSING CHEMIST
Cor. Simcoe and Wellington Sts.
Phone ííarry 430S
VVINNIPEG
Hér sést maðurinn, sem valdur er aíS stríðinu í Evrópu núna.
PAUL BJARNASON
FASTEIGNASALI.
Selur elds, lífs, og slysaábyrgT5 og
útvegar peningalán.
WYNYARD,
SASK.
Vér höfum fullar birgölr hr*tuu«tp lyfja
og meöala, Komiö meö lyNoöla yöaí hiDR-
aö vér gerum meönlin uákvwtrJetfa eftir
Avfsau lnpkuisius. Vér siunum utansveita
pönunum oar selium ariftinRaleyh.
COLCLEUGH & CO.
%**tre l)Hine Ave. A 'iherbroohe »t
Pbone Garry 2690—2691
J. J. Swanson
H. G. Hinriksson
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGNASAIiA lt OG
penlnga inlblar.
Talsími Main 2597
Cor. Portage and Garry, Winnlpeg
LÍNASTA SKÓVIÐGERÐ.
Mjög fín skó viT5gerT5 á meT5an þú
bíT5ur. Karlmanna skór hálf botn-
aTSir (saumaT5) 15 mínútur, gútta-
bergs hælar (don’t slip) eT5a leT5ur,
2 mínútur. STEWART, 103 Paclflc
Ave. Fyrsta búT5 fyrir austan aT5al-
stræti.
Graham, Hannesson & McTavish
LÖGFRÆÐINGAR.
907—908 Confederation Life Bldg.
Phone Main 3142
WINNIPEG
S H A W ’ S
Stærsta og elsta brúkaT5ra fata-
sölubúTSin í Vestur Canada.
479 Notre Dame Avenue
Arni Anderson
E. P. Garland
GARLAND & ANDERSON
LÖG FR.EÐIN G AII.
Phone Main 1561
801 Electric Railway Chambers.
GISLI GOODMAN
TIXSMIDLR
VerkstæT5i:—Hornl Toronto St.
Notre Dame Ave.
og
Phone
Garry 29S8
Helmllla
Garry 899
Dr. G. J. GISLASON
Physlclan and Surgeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
lnnvortis sjúkdómum og upp-
skurTSI.
18 South 3rd St., Grand Forka, N.D.
A. S. BARDAL
selur likkistur og annast um útfarlr.
Allur útbúnaT5ur sá besti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar mlnnisvarT5&
og legsteina.
813 Sherhrooke Street.
Phone Garry 2152 WINMPEG.
I»aT5 er Woyo Tankositch. Hann lagTii ráT5in aT5 myrT5a Ferdinand prins
Austurríkis. Nú er hann Major í her Serba.
Samt er hann ekki sýndur hér maTSurinn sem fékk hann til þess og keyfti
fyrir þykkan pakka af bankaseT51um meT5 háum tölum á, fór svo á listitúr og*
lézt hvergi viT5 koma, fyrri en alt var komiT5 á staT5.
D r. J. STEFÁNSSON
401 BOYD Bl II.DING
Hornl Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar elngöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Br aB hitta
fr& kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h.
Tnlsl.nl Maln 4742
Helmlll: 105 Ollvia St. Tals. G. 2S15
MARKET HOTEL
146 Princess tSt.
á móti markaðinum
Bestu vinföng vindlar og aT5hlyn
lng góT5. íslenzkur veitlngamaT5
ur N. H&lldorsson, leiT5beinir ít>
lendlngum.
P. O’CONNEL, elgandl WINNIPEt