Heimskringla - 26.08.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 26.08.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 26. ÁGÚST 1915. - Kanadískir Soldátar- í Camp Sewell. Four Reels of Action in: Dashing Charges, Tent Pegging, Freneh Work, Artillery Manouvers, Bathing, Eating, Ambu- lance W'ork, Wrestling on W’ild Horses, Bayonet Practice. tam s. WORK AND PLAY ACTUAL LIFE. -Breakfast to Lights Out.- Stóra Samkomusal Industrial Bureau Klukkan 8.15 daglega. Þessa viku aðeins. Til styrktar Rauða-kross Sjóðnum. AÐGANGUR 25c. Fréttir úr Bænum. Jón. Þórðarson, Jónssonar frá Auðólfsstöðum i Langadal í Húna- vatnssýslu (móðir hans Dýrfinna Jónasdóttir frá Keldudal), og Egg- crt Bríem, sonur Ólafs Bríems al- |)ingismanns, komu að heiman hinn 18. ágúst, eftir mánaðarferð. Voru 8 daga á Ellis Island. Þeir segja is á norðurfjörðum; tveggja stiga hiti á Sauðárkrók að kveldi daginn áður en þeir fóru. Verð á vörum geysihátt: Kjöt 50 aura pd.; kol 60 kr. tonnið. Alt eftir því. Fjöldi fólks er nú í kaupstöðum öllum. Vinnufólk, eða daglauna- nienn og konur, hafa safnast þang- að síðan vistarbandið var leyst. — En nú kom isinn i marzmánuði fyrir Norðurland og hefir verið þar ein- iægt síðan, og aldrei hefir fengist branda úr sjó í alt vor og sumar. — Er því kaupstaðafólk að þrotum komið, og litlar líkur til, .að það geti lifað af yfir veturinn, og er ekki annað sýnna, en að bændur verði að skifta því upp um sveitirnar. En bændur standa sig vel, því alt 'er í geypíverði, öll þeirra vara, þó að út yfir taki með ullina, þegar hún tr seld til Kaupmannahafnar, því að Danir bjóða 4 og 5 og undir 6 krón- ur í pundið, ef þeir geta flutt hana þangað. Þaðan fer hún svo til Þýzkalands og kemur svo í sprengi- kúlum yfir Frakka og Englendinga og drepur þá. Þetta var orsökin til að Bretar tóku Gullfoss, fóru með skipið til hafnar og tóku úr því ull alla, en sleptu skipinu. Þeir vildu heldur borga fyrir ullina en láta drepa sig með henni. 1 átta daga urðu þau þrjú að sitja á Ellis Island, eiginlega fyrir hand- vömm eða heinisku útvarða Jónat- ans. Létu þau hið versta af allri vist þar; voru fáheyrðar viðtökur þeirra — líkast sem Þjóðverjar væru komn- ir að taka á móti fólki. Þann 17. þessa mánaðar voru 'margir íslendingar úr Nýja íslandi jstaddir hér í bænum. Komu þeir flestir norðan úr fiskiverum. Fiski fang þetta sumar hefir lánast með bezta móti. Hæsti formaður aflaði ! 41,700 pund. Verð á fiski sæmilegt Kapteinn Bald. Anderson úr Mikley I og Páll Gottskálksson formaður og Fred Hólm bróðir hans voru hér og ifann eg þá að máli. Þeir voru léttir i anda og léttir i lund, sem að venju ber. öllum líður vel þar norðurfrá jÞar eru heyföng góð og gripir í gild ‘ara lagi. Haglendi vel sprottið, og kjarni í búum. Sérstök tíðindi eru: að Domin ion stjórnin hefir búið til eða dýpk jað höfnina við land B. Andersons jnýskeð. Nú geta öll skip og eimbát ’ar lagst fast að fjörumarki. Þarf ekki annað en leggja tré af landi borðstokk flutningsskipa; svo þá má reka stórgripi og færa allan flutn ing á fcrinslu á einu augnabliki Eru þetta stórmiklar umbætur. Ey, arbúar eiga þetta að þakka dugleg- ustu mönnunum á vestur og suður- strönd Mikleyjar, til framkvæmda en fljótum verkum þingmannsins þc-irra Bradbury, sem sýnir skjót- ræði og dugnað í verkahring sínum | Kapteinn B. Anderson bygði fyrst ur á suðvestur strönd eyjarinnar Koin fyrstur á flutningsskipa ferð um. Flytur nú alt lifandi og dautt millum Mikleyjar og Riverton járn brautarstöðvanna eins skjótt og hver vill. Hann hefir og fleiri um bætur á dagskrá, með drengilegu liði eyjarbúa, sem verða til stórra framfara nú og síðar. Verður þeirra gctið síðar. — Meira síðar. K.A.B. Ungfrúrnar Lóa og Lilly Eiríks son, frá Wynyard, Sask.„ sem hafa dvalið hér í bænum nokkrar undan farnar vikur, sem gestir Mrs. E Hansson, Alexandria Apartments fóru heimleiðis í vikunni sem leið. Fyrir helgina gekk landi vor Árni Thorlacíus í herdeild skozku Há- lendinganna hér í WTnnipeg. Árni er sonur Daníels Thorlacíus, sem fyrr- um var kaupmaður i Stykkishólmi, og Guðrúnar dóttur Jóseps héraðs- læknis á Hnausum Skaptasonar, — systur síra M. J. Skaptasonar í [ Winnipeg. Margir íslendingar munu nú í! Sewell Camp, líklega nær 30, og eins hér i herdeildum í W'innipeg; en ekki vitum vér nöfn þeirra, og | vildum vér þó gjarnan fá þau. Vér j ætlum að hafa og geyma sérstakan) lista allra þeirra landa, sem í stríðiði fara. Hr. J. K. Jóhannsson, frá Hekla kom til borgarinnar í vikunni. Lét vel yfir öllu í Mikley. Bjóst við að baustveiði yrði engin, því að sala væri ekki fyrir fiskinn. Hr. Marteinn Sveinsson, sem um mörg ár undanfarin hefir stundað aktýgjasmíði hjá einu stærsta ak- tygjaverzlunarfélagi hér í bænum lagði á stað á mánudagskveldið á- leiðis til Kandahar, Sask., þar sem hann ætlar að setja upp aktýgja og skósmíða verzlun. Hann vonar, að landar sínir Jjar verzli við sig, Jieg- ar þeir Jiarfnast ]>ess með, sem hann liefir að bjóða. Mr. Vilhjálmur Árnason frá Gimli kom til borgarinnar nýlega. Lét hann vel af öllu þar neðra. Fiski- j menn koma vel út eftir sumarveið-1 arnar. Heyskapur ágætur og akrar i | bezta lagi.— Nýja fsland er að verða j bezta sveitin í nánd við Wrinnipeg. í LOT TIL SÖLU á Gimli á góðum stað í bænum fyrir gott verð og með vægum borgunarskilmálum. Finnið — Jón Einarsson, 539 Victor St., W'innipeg MESSA A GIMLI. — Á sunnudag- inn kemur, þann 29. ágúst, verður messað í C'nítarakyrkjunni á Gimli, kl. 2 e. h. Safnaðarfundur á eftir messunni. Áríðandi mál til umræðu; óskað eftir að allir safnaðarmenn mæti.. B. B. Olson, forseti safnaðarins. Fundarboð. Bændafélags fundur að Geysir Hall 29. ágúst (sunnudag), kl. 2 e. h. Vegna anna bænda er Jiessi dag- ur tekinn frekar en annar. Má vera að fleiri fundir verði haldnir. Með- limir beðnir að sækja. B. Jóhannsson, skrifari. 48—29—p H. STONE 739-41 SARGENT AVE. GROCERIES, FRUITS, ETC. Hin bezta búð í Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarningur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tækifærl að sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 -Heimsækið okkar ný-tízku Isrjóma stofu- NÝR HAUST 0G VETRAR VERÐLISTI. SKRIFIÐ 0SS EF ÞÉR HAFIÐ EKKI FENGIÐ HANN. INN nýji EATONS Haust og Vetrar Verðlisti er kominn út. Mörg þúsund eintök af honum hafa verið send út um vesturhluta landsins í þessum mánuði. Ef þér hafið ekkifengið hann, þá sendið oss línu ásamt nafni yðar og utanáskrift; þá sendum vér hann ókeypis með næsta pósti. Gerið það samstundis, áður en upplagið þrytur. Þér þuríið daglega á verðlistanum að halda. H Þetta er tíunda árshátíð vor og tíu ár eru liðin síðan EATONS búðin var bygð í W'innipeg. Þetta er bezti verðlistinn, sem vér höfum nokkurn tíma gefið út; skiftavinum vorum mun einnig finnast hann hinn gagnlegasti. Verðlistinn er í tveimur bindum—“Prepay Book” og “General Mercliandise Book.” Utan-yfirföt karla, kvenna og barna eru talin með því verði í “Prepay” bókinni, sem þau kosta er þaU koma á næstu póststöð eða járnbrautarstöð. Viðurkent snið, nýjasta tízka, nýjungar, sem vel er tekið—alt er sýnt, ásiamt öðrum vörutegundum, svo birgðirnar eru fullkomnar. Pullkomið efnisyfirlit fylgir verðlistanum, svo þér eigið hægt með að finna hvern þann hlut sem þér óskið. Leiðbeiningar um hvernig panta skal, skýrt frá á- byrgðinni, sem EATON gefur, flutningsgjaldi til ýmsra staða og annar fróðleikur þar að lútandi, Þér hafið mestu úr aþ velja, bezt efni og sanngjarnast verð. Flytur öll þægindi hinnar mikiu búðar heim að hús- dyrum yðar, jafnvel þótt þér búið í þúsund mílna fjarlægð Verðlistinn leiðbeinir yður vel við innkaup í haust og í vetur. Gleymið ekki að skrifa eftir honum, ef þér hafið ekki fengið hann. Þér njótið úrvals, fljót- ra skila og ánægju ef þér skiftið viö EATON. *T. EATON C?,M1TED WINNIPEG - CANADA Ódýrar að lifa, ef þér notið EATONS nýja haust og vetrar verðlista. ■■BIBBiaillii-illBBEBIIHHHIIHBH Bréf frá Jóel Péturssyni 11. júlí 1915. Elsku móðir min' Eg fékk bréfið þitt af 7. júní áð- ur en eg fór frá Munster, eða fyrir viku síðan, og fékk fyrsta böggulinn gærkveldi. Við erum að vfnna í kclanámu núna. Vinnan er nokkuð hörð eftir að hafa verið aðgjörða- laus í tvo mánuði. En við erum farn- r að venjast við það. Böggullinn, sem þú sendir mér, var ljómandi góður. Einkum þótti mér vænt um cigaretturnar. Eg von- ast eftir bréfi frá þér á hverjum-degi Þau hafa dvalist þessi einhversstað- ar, sem stafar af fiutningi voruin. Eg hefi ekki fengið peningaávísun- ina ennþá; en eg skal láta þig vita, iegar eg fæ hana. Jæja, eg get ekki sagt þér mikið núna. En skrifaðu mér oft og segðu mér, hvernig alt gengur heima. Og svo skal eg skrifa þér eins oft og eg get. Ber öllum kærar kveðjur mínar. Þinn eiskandi sonur, Jóel. Vtanáskrift: — British Prisoner of Wrar. Pte. J. Peterson. 8th Canadian. Rennbahn Camp Munster-Westphalen. Gerinany. Ur mannsöng Hon; Nú hefir þjóðiti htotið honum varð hún fegin. ó, að gætum eignast — Don, Islendinga greyin. Þarna sérðu þjóðar trygð þessara frónsku “séra”, — Austurríki úr íslands bygð eru þeir að gera. Það er mikið hægra en hinn, að hafa “Galla” í bandi. Brjóttu samt ei bitilinn í beizlinu þínu, landil Þungar dylgjur. Kjósendur í Gimli kjördæminu eru margír óánægðir yfir því, — hvernig þeir hafi verið vélaðir á hinum nýkosna þingmanni sinum, og eru farnir að benda á það, sem vinir hans segja uin hann í blaðinu Free Press hinn 16. þ. m. En Jiar stendur svo: “Þegar Mr. T. D. Ferley náði kosn ingu, þá var þar kosinn hinn fyrsti inaður frá Ukraine (Rússlandi) i (’anada veldi. Vér höfum oft áður minst á mann þenna og ekki æfin- lega vel. Vér munum ekki gleyina lians veiku hliðum og æsingum þeiin nieðal fólks vors, sem hann var frumkvöðull að. Vér munum minna liann á það, hvenær sem ástæða verður til og nauðsyn krefur. En alt fyrir þetta gleðjumst vér yfir því, að Mr. Ferley var kosinn þingmaður. Ekki fyrir það, að Mr. Ferley var maðurinn, sem kosinn var, heldur af því að Ukraine mað- urinn Ferley var kosinn, sem vér vonum að skilji nú hina núverandi stöðu sína og ábyrgð þá, sem á hon- um hvílir, sem úkrainskum meðlim þingsins. Það sem vér sáum í gcgn- um fingur og reyndum að gleyma lijá hinum ganila brotamanni (of- fcnder) Ferley, Jiað tná el^ki hlut- liiust vera eða blæju hulið hjá Jiing- manninum fra Ukraine”. Þetta er tekið úr blaðimu Free Press, sein getið hefir verið, en það blað hefir Jjetta úr “Canadian Ruth- enian”, kaþólsku blaði, er samland- ar þingmannsins og fornir vinir halda út,— menn, sem Jtekkja mann- inn miklu betur en vér, en sem ekki eru allskostar ánægðir með hann; Jiví að í grein þessari eru dylgjur n.iklar, sein benda á að eitthvað ó- nefnanlegt, óskýranlegt og hulið standi á bak við alt saman og liggi eins og ógnjirungið þrumuský yfir höfði þingmannsins. Hann ætti að breinsa Jiað og láta Ijós á falla. Kjósandi. Tveggja gráða frost var hér á mánudagskveldið í Wrinnipeg. Hefir skemt garða, en varla meira. Félag eitt býður Wrinnipeg borg gas ineð mjög lágu verði. Félagið 1 heitir Manitoba Exploration Syndi- j cate. Það býðst til að selja gasið • fyrir 25 cents þúsund fetin og skuld- jbindur sig til að láta af hendi 20 ! millíónir kúbikfeta á hverjum sólar- j hring. Vill fá 20 ára einkaleyfi. Nú er verð á gasi, sem bærinn notar, $1.50 fyrir þúsund fetin. — Eftir J>essu stendur Winnipeg á gaspolli, ]>ví að hér um kring ætla Jieir að grafa. KENNARA VANTAR fyrir Lowland skóla, No. 1684, frá 20 september til 20. desember 1915. Umsækjendur þurfa að hafa í það minsta Third Class Professional Certificate. — Tilboðum veitt mót- taka til 10. september. S. Finnsson, Sec’y-Treas. Vidir P.O., Man. 47-48- KENNARA VANTAR Fyrir Geysir skóla No. 776, fyrir þrjá mánuði. Kenslutíminn er frá 1. okt. til 31. des. 1915. Umsækjandi tiltaki æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undir- skrifuðum til 31. ágúst 1915. Th. J. Pálsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. LEIKRIT. Leikfélög eða einstaklingar, sem eignast vilja frumsamin íslenzk Icikrit, eftir vel þekt austur-íslenzkt slcáld, geta fengið þau til kaups hjá undirrituðum. Leikritin eru þrjú; tveir stuttir gamanleikir, sem gjört hafa lukku lieima og gjöra mundu eins hér. Hið Jiriðja er í fjórum þáttum, mikil- fcnglegur leikur með íslenzkum Jijóðsagnablæ; aðalpersónan er tröllkona. Leikur þessi er að dómi Jæirra, sem séð hafa hann leikinn, að engu eftirbátur Fjalla-Eyvindar og Skuggasveins. öll eru leikritin með eiginhendi höfundar, og gjörir það þau mun eigulegri. Eg hefi engin afrit tek- ið, svo kaupendur geta að vilja tek- ið afrit og selt eða lánað leikritin lcikfélögum gegn sæmilegu endur- gjaldi. Verð Jjessara leikrita er óheyri- lega lágt. Skrifið eftir frekari upplýsingum cða finnið mig að máli. Gunnl. Tr. Jónsson, 623 Sherbrooke St., Winnipeg. KENNARA VANTAR fyrir Reykjavíkur skóla No. 1489. Verður að hafa Normal Training eða Professional Standing. Kenslu- tfmi frá 1. september til 31. desem- ber (4 mánuði). Umsóknum verður veitt móttaka af undirrituðum til 20 september. Umsækjandi tiltaki kaupgjald og æfingu. Reykjavík, Man., 23. júlí 1915. A .M. Freeman, Secy. 45-18 25-P

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.