Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.09.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 16. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 5 Nú verða Bretar að taka byrðina Rússa. Lloyd George hefir ritað bók eina eða réttara: ræðum hans síðan stríðið byrjaði hefir verið safnað saman i bók eina, sem hann hefir kallað: “Through Terror to Tri- umph”. Og ritar hann núna for- mála fyrir bókinni, sem er á þessa leið: “Eftir tólf mánaða stríð er það orðin sannfæring mín, sem hefir orðið sterkari og sterkari með degi liverjum, að oss hefði verið algjör- lega ómögulegt að halda oss utan við það, án þess að láta sóma Vorn og sjálfstæði. “Vér hefðum ekki getað með köldu blóði og krosslögðum höndum horft á landið, sem vér sórum að vernda, eyðilagt, brent og sviðið; en menn og konur — fólkið í landinu myrt og rænt og rekið burtu af mönnum þeim, sem með oss höfðu svarið að vernda þá frá öllu illu. Ef að konur og börn hefðu myrt verið af neðan- sjávarbátum Þjóðverja á sjó úti, þá hefði Bretaþjóð vissulega heimtað, að vér hefðum kallað þá til reikn- ingsskapar fyrir barnamorðin og kvennadrápið. “Al.t, sem fram hefir farið síðan stríðið byrjaði, hefir skýrt og greini- lega sýnt og sannað það, að her- mannavald það, sem ekkert hirðir um trúnað, skuldbindingar eða eiða, er hinn mesti voði fyrir allan hinn mentaða heim. Og þó að kostnaður- inn sé feykilegur í mannslífum, fé og blóði, þá krefst samt velferð mannkynsins þess skýlaust að þetta \ald og þessir hamslausu grimdar- seggir og eiðrofar séu á bak brotnir og eyðilagðir. “Og svo hafa atburðir striðsins leitt það i ljós, að veldi þessa voða- lega þrælafélags (military clique) er margfalt meira og sterkara en nokkurn mann hafði grunað, og það einmitt er önnur sterk og öflug á- stæða til að eyðileggja það. “En þó að þungt gangi og erfitt í stríði þessu, þá hefir sú trú og sann- færing mín ekki haggast, að vér niunum sigra að lokum, svo framar- lcga sem vér og Bandamenn vorir leggjum fram alla krafta vora, áður cn það er orðið of seint. Minna dug- ar ekki, — það er ósigur og eyðilegg- ing! Vér Bandamenn höfum raunar nóg til af efnum þeim, sem óumflýj- anleg eru til þess að heyja jafn stór- kostleg stríð og nú gjörist. Vér höf um mennina, peningana, járnið og stálið; en — mennirnir þurfa að æf- ast og stálið þarf að vinnast. “Og það er þýðingarlaust að vera að telja sjálfum sér trú um það, að þessi verk hafi verið tilhlýðilega unnin þessa fyrstu 12 mánuðina, sem stríðið hefir staðið. Ef að Pandamenn hefðu þegar í byrjun vitað hve mikill afli óvina þeirra var og séð og fengið hugmynd um, hvaða afla þeir sjálfir höfðu, og not- að hann frá byrjun, — þá hefðum vér nú getað séð og horft á Breta senda svo mikinn straum af skotum og sprengikúlum á skotgarða Þjóð- verja, að engum manni hefði verið i þeim vært og legíónir þeirra hefðu hrokkið undan úr Belgíu og Frakk- landi og ekki stöðvast fyrri, en þeir voru komnir yfir Rínarfljót. Nú hafa Bretar, Frakkar og Rúss- at og verksmiðjur annara þjóða unt allan heim urn langan tima fengist við að útbúa vopn og skotfæri; en alt fyrir það hafa Þjóðverjar ennþá mikla yfirburði yfir oss, hvað alt það snertir. Þeir hafa einlægt betri og meiri vopn og einlægt óþrjótandi byrgðir skotfæra. Afleiðingin af þessu er auðsæ og eðlileg. Hinir stálbryddu hælar Þjóðverja hafa sokkið dýpra og dýpra i Belgíu og F'rakkland; Pólland er nú alt í hönd- um þeirra og Kúrland og Lithúanía cr að fara sömu leið. En rússnesku lcastalarnir, sent áður þóttu óvinn- andi, þeir hryúja nú sem sandbyrgi fyrir skothríðum Þjóðverja. Menn eru að spyrja, hvenær ofsa- gangur Þjóðverja verði stöðvaður. Svarið er þetta: Undireins og vér höfum nóg af mönnum og skotfær- um. Lloyd George segir, að það sé viðkvæmt efni og þreytandi, að Bjór fyrir kunningja r La^er Bjór sem þér þykir góður 1 merkur eía pott hylkjum. F&an- legrt hjá þeim sem þú kaupir af e?Sa hjá oss E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. vekja landa sina til að leggja alt sitt hezta fram. Menn hafa reyndar vaknað um alt landið, og lagt fram feikna vinnu og erfiði að búa her- inn út að skotfærum, vopnum og mönnum. En þetta nægir ekki nema vér leggjum fram alla vora ilrustu krafta. Lloyd George spyr svo: “Erum vér nú að leggja oss alla fram til að vinna upp tima þann, sem vér höf- um tapað? Erum vér búnir að leggja fram nóga menn til þess að raða þeim á hergarðinn þetta eða kom- andi ár, svo að vér getum verið viss- ir um, að geta haldið uppi enda vorum? Skiljið eða sjáið þér það allir sem getið að þessu unnið, að eyðileggingin bíður vor, ef að ónógt og illa er fram lagt? “Hve margir eru þeir i landi þessu, sem fyllilega sjá og skilja hvaða þýðingu undunhald Riissa hefir? “óviðbúnir, illa útbúnir að vopn- um og skotfærum, hafa Rússar nú í meira en 12 mánuði haldið föstum hálfum herafla Þjóðverja og fjórum fimtu hlutum af öllum herafla Aust- urríkis. Geta menn nú skilið það, að Rússar eru nú um nokkurn tíma að minsta kosti, búnir að leggja fram sinn skerf til baráttunnar fyrir frelsi þjóðanna í Norðurálfunni, og að vér nú í fleiri mánuði getum ekki vonast eftir sömu drengilegu hjálp- inni frá hersveitum Rússa, sem vér hingað til höfum þegið af þeim. Og liverjir eiga þá að taka við af Rúss- um, — meðan þeir eru að bfása mæðinni og búa sig út að nýju? — Hverjir eru það, sem eiga að bera hyrði þá, sem hingað til hefir legið á herðum Rússa? Frakkar hafa sjálfir þunga byrði. Menn geta ekki vonast eftir, að F'rakkar geti borið ölfu meiri þunga, en nú liggur á herðum þeirra og sem þeir hafa borið með svo mik- illi ró og stillingu, að allur heimur- inn undrast yfir. Þá eru nú ítalir lcomnir í málin með oss og leggja fram allan sinn afla móti Austurrik- ismönnum. — Þá verður Bretland eitt eflir. Er nú Bretland við þvi búið, að fylla upp skarðið, sem verð- ur þegar Rússar halda af vígvellin- um. Er Bretland við því búið, að mæta hverju, sem yfir dynur á vest- urkantinum næstu mánuðina? Und- ir þessu er komið frelsi Evrópu og komandi kynslóða um marga manns- oldra”. “Hygginn og framsýnn maður sagði mér núna nýlega, að hann væri sannfærður um, að stefna og framkvæmd Breta næstu þrjá mán- uðina myndi gjöra út um stríðið á annanhvorn veg. Ef að vér getum ekki eða fáum ekki leyfi til að skipa nógum mönn- um i verksmiðjurnar til að iitbúa herinn að ölla því sem nauðsynlegt er, af þeirri ástæðu, að vér verðum að fylgja vanalegum reglurn og á- kvörðunum; — ef að halda skal við gömlum venjum, sem takmarka verk- ið á smiðjunum; — ef að þjóðin hik- ar við i þessari sáru nauðsyn, að gjöra tilhlgðilegar og fullnægjandi ráðstafanir til þess, að kalla i'it alla vopnfæra menn til að verja heiður og æru og tilveru ibi'ia landsins; — ef að frestað verður að gjöra lit um hin mest varðandi mál, þangað til það er orðið um seinan; — ef að vér vanrækjum að búa oss undir, hvað sem fyrir kann að koma; — ef að vér gefum ástæðu til þeirrar ákæru, að vér drögnumst áfram til ógæfu og eyðileggingar eins og værum vér á skemtigöngu i friðsælum lundum, og sæjum hvergi óvin í nánd, -— þá — í öllum þessutn tilfellum SÉ EG ENGA VON. En — ef að vér leggjum i sölurnar alt sem vér eigum, og alt, sem oss þykir vænt um, — leggjum það alt i sölurnar fyrir föðurlandið, og göng- um rösklega og hispurslaust að þvi í einu og öllu, — þá er oss sigurinn vis. Rússar vinna sigra í Galizíu. Hinn 8. september, eða um það Icyti sem Nikulás hinn mikli var að leggja af sér forustuna, unnu Rússar allmikinn sigur í Galiziu og tóku eina 8000 fanga og 30 fallbyssur. — Þetta var við Tarnopol suðaustuc af Lemberg, en Tarnopol var fyrsta borgin, sem Rússar unnu í Galizíu, þegar Russky liershöfðingi var þar a ferðinni fyrir ári síðan. Annan sigur unnu Rússar þar nálægt við Trombola og tóku þar 7,500 manna. Og suður við Dniester fljót, nálægt Vorjatyntze, tóku þeir á annað þús- und manns með fallbyssum. Þarna kemur á ein að norðan og rennur suður beint í Dniester á nær hundr- að mílum. Við ána hafa Rússar ver- ið lengi og hafa Þýzkir aldrei getað rótað þeim. Á þessi heitir Sereth, og má ekki rugla henni saman við ána Sereth, sem rennur um Rúlgaríu og suður í Dóná og er mikið stærra vatnsfall. Á þessu svæði hafa Rúss- ar síðan 3. september tekið fangna 17 þúsund menn og 400 foringja, 14 stórar fallbyssur og 19 smærri; 66 maskinubyssur, og álíka margir er talið að fallið hafi af Þýzkum og fangaðir voru. Þetta var ástandið þarna suðurfrá þann 9. sept. Fréttir frá Stríðinu Það gengur lítið stríðið núna, og er það þó ekki fyrir það að ekki sé barist, heldur er það sem hnefar skelli á hörðu grjóti, og víst lagar blóðið, því berar verða kjúkurnar. f Galiziu við Sereth-ána sækja nú Rússar fram og hrökkva Austurrík- ismenn undan. Þeir berjast þar í skotgröfunum og renna- rússnesku bændurnir á þær og sópa Austur- ríkismönnum úr þeim og hrekja þá 5 og 10 og undir 20 mílur; en þá nema hinir staðar, þegar lið kemur þeim til styrktar og þá halda Rúss- ar heim til stöðva sinna aftur. Þeir hafa ekki unnið svo mikinn sigur, að þeir vilji yfirgefa vígstöðvar sin- ar austan við Sereth-ána. Þarna er því fremur sókn en vörn hjá Rúss- um, og öllu halda þeir sínu á lin- unni norður að Pripet eða Pinsk flóunum, þó að heldur sveigist lín- an austur, þegar kemur norður und- ir flóana. En norðan við flóa þessa hina miklu eru það Þjóðverjar sem sækja á en Rússar sem verjast, og smáir eru sigrar Nikulásar keisara síðan hann tók við herstjórninni af frænda sinum. Suður af Riga-flóanum hafa Þýzk- ir verið að reyna að komast á járn- brautina milli Vilna og Dvinsk eða Dunabury, viku eftir viku. Rússar bjuggust við þessu og voru fyrir löngu búnir að flytja alt fémætt úr Vilna; en héldu þó borginni; og dag eftir dag hafa hinar grimmustu or- ustur verið háðar á svæði þessu norður frá Vilna og i sveig austur til Dvina-fljótsins og alla leið til Riga. Hvað eftir annað hafa Þýzkir komist austur undir fljótið, en ver- ið barðir aftur, og má segja að þarna hafi verið látlausir bardagar nótt og dag i einar tvær til þrjár vikur; og víst mun land þar ófagurt vera i ftir aðgang þenna. En Hindenburg gamli sækir á, og með trölldómi miklum. Hann hleyp- ir frain þéttum fylkingum Þjóðverj- anna, svo miklu liði, að þó að þús- undir hrynji niður, ein röðin her- rnannanna af annari, þá eru einlægt nógir menn að fylla upp í skörðin. Þetta er dýrt spaug, en oftast fara þeir í gegnum fylkingar hinna. — Þannig voru áhlaup Þjóðverja á Rússa við járnbrautina frá Vilna til Dvinsk og loksins náðu þeir henni. Eitthvað 100 mílum sunnar, suð- ur undir flóuúum miklu og jafnvel i flóunum sjálfum norðanverðum, gjörðu Þjóðverjar annað hroða- áhlaup eða reyndar mörg áhlaup á langri linu og stefndu að Pinsk og Slonim, og héldu Rússar þar undan, en fóru hægt. Er búist við að þeir haldi l>ar áfram undanhaldi sínu. En norðurfrá verða Rússar nú loks- ins að yfirgefa borgina Vilna og er ekki ólíklegt, að þeir hrenni haná áður eins og Rrest Litovsk. En alt til þessa hafa Rússar varið Dvina- fljótið suður af Riga svo, að Þýzkir hafa þar aldrei yfir komist, hvernig sein þeir hafa hamast; og Riga halda Rússar ennþá, og Russky hershöfð- ingi þeirra segir, að Pétursborg sé nú alveg óhætt: það séu svo margar torfærur á leiðinni, að Þjóðverjar komist þar aldrei fram, þó að þeir reyni, og nú fer að haustið og með hverri vikunni og hverjum degin- um verður leiðin erfiðari og erfið- ari fyrir Þjóðverja; því að Rússar halda hinu sama fram, að brenna landið og borgirnar jafnóðum og þeir halda undan. Þjóðverjar eru því í vanda þarna; þeir komast ekki áfram neina með feykilegu manntjóni; þeir mega ekki halda undan, því að þá eru Rússar á hæl- um þeirra, — og ef að Þjóðverjar heima vita um það, þá verður kurr í landi. En hins vegar er ilt og erf- itt fyrir þá að búa um sig þarna til þess að sitja þar yfir veturinn. — Á vesturkantinum gjörist lítið sögulegt síðan krónprins þjóðverja gjörði áhlaupið á F’rakka vestan við kastalann Verdun og lét þar fjölda af mönnum sínum, en fékk engu á- orkað. Þar vestra eru stöðugar stór skotahríðar, eiginlega á öllum her- garðinum frá suðurenda Vosges- fjalla og norður að sjó. í Flandern við Ypres fljótið, bæði sunnan og norðan við Arras á Frakklandi, við Neuville, Rochineourt og Wailly, norðan við Oise-ána, við Beuvraig- nes og Andechy. En við skurðinn frá Aisne-fljótinu til Marne hafa Frakkar gjört miklar stórskotahríð- ar á skotgrafir og víggarða Þjóð- verja. Má þvi segja að stórskotahríð- in gangi stöðugt yfir öllum þessum langa og krókótta hergarði. En auk þess hafa Frakkar ver- ið að senda út flota af flugvélum hér og hvar og flugu 19 þeirra nýlega yfir Treves og sendu niður hundrað sprengikúlur og gjörðu usla mikinn cg hið sama gjörðu þeir uin kveldið sama dag, er þeir fóru upp aftur yf- ir stöðvar Þjóðverja í Bonmary og Barraucour. Aðrir hópar flugu yf- ir Donaushingen og Marbach í Dón- árdalnum. f fjöllunuin síga ítalir einlægt á- fram, bæði í Trent dölunum og á hæðunum og tindunum austan við Isonzo-dalinn. Þar er einlægt sem fyrri fjarska ilt aðstöðu og margfalt hægrá að verja en sækja, og fara ít- alir þar mjög liægt; en alt til þessa hafa þeir haldið með járngeripum hverjum tindi og hverju vigi, sem þeir hafa náð. — Á Tyrklandi er farið að verða “sukksamt”, eins og kerlingin sagði. Þar ólgar í kötlunum; alt vellur und- ir niðri og lyftast lokin katlanna við og við og standa þá úr þeim strókar nokkrir. Menn, sem þaðan koma, segja að farið sé að þynnast lið Tyrkjanna á skaganum, og hafi þeir flest af skornum skamti: skotfæri, menn og matvæli. En á sjónum hafa þeir tapað flest- um eða nær öllum fleytum sínum, og ónýt eru nú orðin herskipin frá Yilhjálmi — Goeben og Breslau. Vald soldánsins er nú orðið frem- ur lítið og þingsins og ráðgjafanna söniuleiðis. En þriggja manna nefnd ræður þar nú öllu, og er i henni En- ver Pasha hermálaráðgjafi, Talaat bey ráðgjafi innanrikismála og lög- regluforinginn Bedri bey. En Enver pasha er, sem allir vita, æstur með- haldsmaður Vilhjálms og Þjóðverja. Hatrið við hina kristnu Armeniu- nienn fer einlægt vaxandi og ein- lægt eru Tyrkir að slátra hópum lieirra, og þegar æðsti maður Mú- hametstrúarmanna, Sheik ul Islam, mælti á móti manndrápunum og of- sóknunum þá ráku þremenningar þessir hann frá embættinu og fóru þegar að herða ofsóknirnar og deyða hálfu fleiri kristna menn en nofikurntima áður. — Sendiherra Bandaríkjanna i Miklagarði, Mor- genthau, hefir verið að reyna að hefta ofsóknir og hryðjuverk þessi; en það hefir ekkert dugað. Merkar konur úr Bandaríkjunum hafa þar kvennaskóla í borginni og vildu þær reyna að slá verndarhendi yfir ung- hörn Armeníumanna; en þau voru slitin úr höndum þeirra; og margar af hinum tvrknesku stúlkum, sem gengu á skóla þeirra, lentu i höndum Tyrkja; og úr þvi fara ekki fleiri sögur af þeiin. ómögulegt er að fá kol til elds- neytis i Miklagarði og gallonið af steinoliu kostar þar dollar, en syk- ur hefir hækkað þar sjöfalt í verði; og svo er um margt annað. — Margir ætluðu að eitthvað væri farið að ganga saman milli Búlgara og Tyrkja, þegar Tyrkir létu þá fá Lndræmuna meðfram járnbraut- inni, sem liggur suður úr Búlgaríu meðfram Martza-ánni suður til Enos við Grikklandshaf. En ekki er það að sjá af gjörðum Tyrkja; því að þeir eru nú i óða önn að búa virki og skotgrafir á landamærum sínum til að taka á móti Búlgörum. í höfuðborginni Miklagarði er far- ið að verða hart um matvæli og dýr- tið mikil; því að þriggja manna nefndin eða alræðisnefndin, þeir Fnver pasha og Talaat bey hafa lagt hald á matvöru og varning allan og selja i smáskömtum með feikna verði. Búið er að loka norðurenda Sæ- viðarsunds með námum og þver- lcggja vírnet fyrir endann á sund- inu. Þjóðverjar leiðir á Tyrkjum. Við Hellusundin eða á skaganum vestan við þau hafa Tyrkir nú lát- ið 250,000 manan eða vel það„ og er það meira en (4 millíón manna. Svo segir blaðið “Corrier d’ Italia”, að Tyrkir hafi slátrað 70 þúsundum Armeníumanna og voru þar í sumir þingmenn Tyrkja frá Armeniu. — 1 Miklagarði veit hver maður, að þá cg þegar muni Bandamenn fara í gegnuin Hellusundin og koma til Miklagarðs, og sjálft lögreglulið Tyrkjanna í Miklagarði rænir nú vini sina sem óvini í borginni. En þýzku foringjarnir í Miklagarði eru farnir að sjá að alt þeirra verk er til ónýtis og heimta nú að fara heim til Þýzkalands. Þegar Tyrkir hófu striðið, sendi Vilhjálmur þeim 3,000 þýzka her- foringja. Þeir fóru undir fölsku flaggi suður um Búlgaríu, með rauða krossa á ermum sér, sem líknar- menn, og tóku undir eins við for- ustu i liði Tyrkja og síðan hafa þeir jafnan staðið að baki Tvrkjum, með maskínubyssum og skammbyssum, þégar Tyrkir börðust og skotið nið- ur heila hópa þeirra, ef þeir hlupu ekki nógu hratt á byssustingi Banda- manna, eða ef þeir voru hræddir um að þeir ætluðu að gefast upp. — Dauðinn beið þvi Tyrkjatetranna bæði i bak og fyrir,, Það er því lítil furða, þó að Tyrk- ir hati Þjóðverjana. Enda engin dul verið á því undanfarið, og upp- hlaup i herliði Tyrkja á skaganum. En þeir hafa verið neyddir til að sitja með þá. Frá vestur-vígvellinum. Á Frakklandi hafa einlægt verið bardagar milli stórskotaliðsins, en áhlaup sjaldgæfari. Samt reyndi krónprins Þjóðverja, að brjóta her- garð Frakka vestan við kastalann Það er ekki nema rétt gagnvart sjálfum þér. Að selja aldrei—jafnvel þegar hveitið er komið í jgrnbrautarvagninn án þess að síma The GGG eftir tilboði. Verzlið við félag sem er stofn- að af bændum og sem bændur eiga og standa fyrir. Þú getur fengið peninga fyrirfram út á korn þitt með því að fara með farmskrána til bankans sem þú verzlar við og senda hana svo til okkar í registeruðu bréfi. Við seljum epli kol hveiti, — borðvið, búsáhöld, o.s.frv. The /fajn ^rowers /rajn Co.. Branches al REOINA.SASK. CALGARY.ALTA FORT WILUAM.OKT. Winnipeg • Manitobð ATency ol H EW hLSTMINMER HnliahColumbia Members of the Commercial Educators’ Association E. J. O'Sullivan, M- A. Pres. Stærsti verzlunarskóli i Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til a« fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. Verdun. Þýzkir hafa aldrei getað unnið kastala þann, en oft reynt; og þeir vita það, að ef þeir gætu unnið Íiann, þá er mesta torfæran yfir- stigin á leiðinni til Parísar. — Nú vildu þeir komast suður með kastal- anum að vestanverðu, en til þess þurftu þeir að brjóta hergarð Frakka. Þetta reyndu þeir í 2 daga, miðvikudaginn og fimtudaginn í seinustu viku, eða hinn 8. og 9. sept. Þeir hleyptu fram stórum fylking- um einni á eftir annari og börðust sem vant var af fádæma hreysti og liirtu ekkert um líf eða dauða. En Frakkar tóku svo á móti, að raðirnar þýzku hermannanna hnigu niður, hvenær sem þær komu í ná- vígi við Frakka, — hnigu niður og stóðu ekki upp aftur. í hverri her- deild (corps) Þjóðverja eru 50 þús- undir hermanna. Og af einni þess- ari herdeild Þjóðverja komu aðeins 10 þúsundir aftur úr áhlaupinu og rnargir af þeim særðir. En 40 þús- undir lágu eftir framan við skot garða F’rakkanna. Alls er sagt, að Þýzkir liafi látið þarna 100,000 manns á þessum eina stað þessa tvo daga sem áhlaupin stóðu. Og verður þetta áminning fvrir krónprinsinn, að hugsa sig betur um áður en hann ræðst á Frakka i næsta skifti. Jón Gíslason Miðdal. Fæddur 12. okt. 1856. Dáinn 9. des. 1913. SÍBASTA KVEBJAN. (Undir nafni Mrs. J. G. Miðdal). Far þú nú elskaði vinur minn vel; min verður ei lengi að biða. Höfundi lífsins eg hrygð mína fel, ( hann gefur stvrk til að líða. ! Ást þín og samvist mér sifeít var nóg j sæla á burtliðnum árum. Núna við skilnaðinn finst mér það ! fró, að fórna þér saknaðartárum. Síðasta daginn eg svala mér vil. Sárt er að missa þig frá mér! Hjarta mitt framvegis heyrir þér til og hvílir i gröfinni hjá þér. Eg sé þig i anda og get þér ei gleymt gröfin þó duftið þitt byrgi; unað mér veitir að um þig fæ dreymt; ast þína og návist eg syrgi. Eg veit að þú lifir í ljósi og dýrð; þig læknaði alveldis kraftur. Ei hér til fullnustu út verður skýrð sú unun að tengjast þér aftur. Og lifa þá með þér um endalaus ár, og aldrei framar að skilja, þar sem að grædd eru syrgjenda sár og sólu ei skuggarnir hylja. Nú halla tekur degi; mér hjartans blæðir sár, i næturinnar friði eg felli hrygðar tár. Sætt er þvi að sofna hinn siðsta hvíldar blund og vakna i vinar örmum á vonarfyltri stund. Alt er hér svo hverfult, sem hjarta veitir ró. Þar er signuð sorgin, með sæld og unaðsfró. Látins vinar minning er ljúf og gleymst ei fær; hún lifir eins og rósin, sem vors á degi grær. Kristín J. Johnson. * * * FÖBUR MINNING. (Undir nafni dóttur hins látna). Elsku faðir minn, — ó, eg græt af því að missa þig. ‘ umhyggja þín var mér svo mæt um minnar æsku stig. Mér var svo ljúft og létt um spor, að lifa í návist þín; annað en gleði, ást og vor ei þekti sálin min. Þín tilsögn var mér leiðar ljós, er lýsir enn svo hlýtt, sem árdagsgeislum opnuð rós, með yndisblómið nýtt. Nú er svo dapurt, dimt og kalt, því dáin — gleðin er. með þér fór burtu yndið alt frá okkur mömmu hér. Hér þegar lieimi fer eg frá, fagnandi eitthvert sinn, þá fa' eg aftur þig að sjá, það er gott, faðir minn! Kristin D. Johnson. Taugin sem heldur. Þungt er svona sálu biðja beina, brugðust vonir flestar þær ’ann átti; trygg cr honum þessi ávalt eina, — að til sonar drottins flýja mátti. J. G. G. 1 Ileimskringlu 9. sept. er kveðl- ingur ineð fyrirsögn: “Guð og keis- arinn”; höfundur er J.G.G., en ekki G.J.G. Seinasta stakan hefði átt að vera svona: Rennur hljótt frá röðti ský, ráð er drótt á vörum, dvinar nóttin nauða þvi mí er ólti á förum. J. G. G. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewritcr Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg FURNITURE f on Easy Paymenlfs 0VERLAND MAIN & ALEXANDER fl *\NDf

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.