Heimskringla


Heimskringla - 23.09.1915, Qupperneq 1

Heimskringla - 23.09.1915, Qupperneq 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTSV^ Q| BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co„ Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S0 DOXALD STHEET, WINNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 23. SEPT. 1915. Nr. 52 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON UR HEUU HEIMTUR * - ............ Hinn frægi íslenzki landkönnuður sendir Canada stjórn skeyti frá Bailey eyju. Fann stórt land í norðurhöfum. Keypti skipið ‘ Polar Bear” til þess að geta haldið áfram rannsókn- um sínum í tvö ár enn að minsta kosti. |inni milli staða þeirra, sem þeir j komust lengst fram McClintocks og I Mechas, frá vetrarbúðum sínum á Hinn heimsfrægi landi vor, sem allir eða flestir héldu að dauður væri á 'ísum í norðurhöfum, er nú lieill og frískur, með hinn sama ein- beitta huga og stálharða vilja, og menn þeir báðir, sem með honum voru, — eftir að hafa verið tapaðir heiminum í hálft annað ár. Með rost- ungum og hvitabjörnum hafa þeir legið á isum úti og loksins þegar þeir landi ná, þá er ekki um annað að tala eða hugsa, en að halda áfram starfinu sama, þar sem hætt var við, er þeir fyrir fæðuskort urðu aftur að hverfa. Og Vilhjálmur kom ekki tómhent- ur, ferð hans var engin erindis- leysa. Löndin fann hann, sjóinn kannaði hann, um ókunna stigu fór hann, þar sem enginn annar maður hafði fæti stigið, og enginn maður hafði hugmynd um að nokkurt land væri til. Og þegar hann sér menn aftur, þá cr það hið fyrsta, sem hann gjörir, að senda stjórninni i Canada frétta- skeyti í fáeinum orðum. Ekkert er minst á þrautir þær, sem hann og félagar hans hafa orðið að þola, — ekkert á það, að þeir hafi verið í háska staddir. Vilhjálmur veit ekk- crt um það, og lætur sig engu skifta, að allur hinn mentaði heimur hefir verið að biða eftir fréttum frá hon- um; að hvað eftir annað hafa dag- blöð og vikublöð og mánaðarblöð haft greinar um hann og eftir hann, bæði hér í Ameríku og í Evrópu, og myndir af honum, — manninum, sem áður en hann fór þessa ferð var i vísindalegum ritum talinn með hinum heimsfrægu landkönnunar- mönnum. Á þinginu í Ottawa var hann týndur talinn; ráðgjafi sjómála og fiskiveiða var búinn að gjöra þá yfirlýsingu. En svo að morgni þess 17. september kemur telegram-skeyti til ráðgjafans frá Vilhjálmi dagsett 31. ágúst, frá Bailey eyjum í íshaf- inu, við Bathurst höfða, á 70. gráðu norður af miðjarðarlínu og 127. gráðu vestur af Greenwich. Skeytið er fáort og einkennilegt. Það er á þessa leið: “Tafir óumflýjanlegar. Kostn- aður mikill að leigja ‘Polar Bear. Fékk skipið með sömu kjörum og ‘Karluk’. fíéði Hoff vélastjóra á skonnertunni ‘fíu- by’ til að taka við starfi Blues á ‘Alaska’. Réði fimm menn til hjálpar syðri hópnum. Þeir hafa allir meira en eins árs forða, cn ‘Polar Bear’ tveggja ára forða; ætla að halda áfram rannsóknum til l'iö. gr. vest- lægrar breiddar og 82. norð- tægrar lengdar, eða lengra, ef að hægt er að komast. — Ná- kvæmar i bréfi. . .Bailey eyjum, 3v. ágúst 1915. VILHJÁLMUR STEFANSSON’’. t fréttum í ensku blöðunum, dag- settum Nome, Alaska, 17. september, stendur þetta: Vilhjálmi Stefánssyni lukkaðist ferð sín fram yfir allar vonir. Hann fann nýtt land mikið suðvestur af Prince Patricks Land. Og nú er hann kominn norður ennþá aftur á Banks Land og er þar að búa sig út til að halda áfram rannsóknum sín- um í þessu nýja landi, sem hann fann og komst fyrir suðurendann á. SUonnertan ‘Ruby’ kom hingað i gær með skeyti frá honum til stjórn- arinnar í Ottawa. Gufuskonnertan ‘Ruby’ kom i gær frá Herschel eyju á íshafsströndum, vestan við Mackenzie ósa, með þær fregnir, að Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður og tveir félag- ar hans, Storkcr Storkerson og Ole Anderson, væru lifandi og heilir beilsu. En þeir lögðu frá Martin Point á Alaska ströndum 22. dag marz mánaðar 1914 út á ísbreiður hinar miklu, er þar lágu fyrir landi, og hefir hann framkvæmt alt, sem hann ætlaði að gjöra á hættuför þessari. Skipstjórinn á skipinu ‘Ruby’, Mr. S. Cottle, segir að Vilhjálmur Stefánsson sé nú á Banks landi, aust- ur og norður af Mackenzie ósum, og er hann þar að búa sig til að halda áfram rannsóknum sinum til vesturs, til þess að kanna að fullu stærð og legu þessa nýja lands, sem hann fann vestur af St. Patricks Land. Stefánsson fann þarna fram- liald af meginlandi Ameriku og gat ókveðið suðurenda þess; en hon- um var ómögulegt að gjöra full-( komnar rannsóknir vestur og norð- ur. Vilhjálmur Stefánsson sagði Cottle skipstjóra, að þegar þeir skildu við félaga sína, sem fylgdu þeim á leið, ó isunum norður af Martins höfða, hinn 7. apríl; þá héldu þeir áfram ferðuin sinum, hann og þessir tveir fylgdarmenn hans, í 90 daga, en réðu þá af, að snúa aftur til lands. Þeim gekk það allvel og tóku land á meginlandinu (Alaska), nálægt þar sem gufubáturinn ‘Maria Sachs’ hafði vetrarstöðvar. En skip það var i ferð Vilhjálms með ‘Karluk’. Þar hvíldu þeir sig og bjuggu sig svo út í aðra þriggja mánaða ferð. Þeir lögðu svo út á ísinn aftur og héldu nú norður og vestur og á þeirri ferð fundu þeir landið þetta nýja. Þar ferðuðust þeir um og rann- s&kaði Vilhjálmur Stefánsson land- ið. En loksins þraut þá matvæli og forða annan og voru þvi tilneyddir að hverfa aftur og reyna að ná landi. Þeir höfðu nú verið þarna á ísunum í nærri 7 mánuði. Og á leið- irni til lands aftur áttu þeir við marga og mikla örðugleika að berj- ast. Þeir höfðu mat af skornum skamti, og voru máltíðir smáar, en ófram héldu þeir dag eftir dag — Hundarnir voru nærri fallnir úr liungri; en loksins komust þeir að Banks landi og voru þá slæptir r.jög og útgjörðir, því þeir höfðu lifað við stöðugan sult í 7 mánuði og þó einlægt verið á ferðinni. , Banks Land er óbygt og héldu þeir þaðan til Bailey eyja, en þ ing- að koma hvalfangarar og þar hittu þeir kaptein Lane á gufuskonnort unni ‘Polar Bear’, er þeir voru á ferðinni á suðvesturströndu eyjar- innar. Þeir voru þá hinir bröttustu, kát- ir og fjörugir og ákafir að komast lengra suðvestur, þar sem þeir áttu forðabúr. Var það ætlan þeirra, að komast þangað og búa sig út að nýju og halda áfram rannsóknum sínum. En Vilhjálmur Stefánsson hafði ver- ið búinn að ætlast á, að einmitt þarna myndi hann hitta skipið ‘Pol- ar Bear’, og var þó ekkert búið að gjöra ráð fyrir því af neinum þeirra, hvorki þeim félögum, né þeijin á ‘Polar Bear.. En svo fór, sem Vil- hjálmur hafði til getið. Undir eins og Vilhjálmur kom á skipsfjöl, leigði hann skipið með mönnum öllum, sem á voru, og héldu þeir norður í höfin, til þess að reyna að vita meira uin landið mikla meðan sjór væri opinn og islaus. En þá var of langt áliðið sumars, og urðu þeir brátt að snúa við og halda til Her- schel eyjar. Þar voru þeir á ‘Polar Bear’, þegar gufuskonnortan ‘Ruby’ kom þangað frá Port Clarence með vörur fyrir stjórnina og Hudsons- flóafélagið. Hafði skip það í tvö ár verið að reyna að komast þangað, en aldrei komist áfram fyrir ísum. Undir eins og þeir komu til Her- sehel eyjar tók Vilhjálmur Stefáns- son með sínum vanalega dugnaði og kappi, að búa sig til þess að halda áfram rannsóknum sínum. Hann keypti gufuskipið ‘Polar Bear’ af Lane skipstjóra fyrir $20,000, og að auki gufubátinn ‘Gladiator’, smáan nokkuð og hafði hann verið notað- ur til ferða með ströndum fram til að verzla við Skrælingja. Þegar hann var búinn að útbúa skip þessi bæði sem þurfti, þá hélt Vilhjálmur Stef- ánsson með þau bæði norður til Banks Land, og þar er hann að lik- indum nú. Þegar Vilhjálmur lagði af stað héðan frá löndum sínum og ætt- ingjum, þá bað hann menn að undr- ast ekki um sig, þó að þeir fréttu ekki af sér um tíma; það gæti margt komið fyrir að fréttir kæmu engar, og varaði hann fólk sitt við flugu- fregnum. Er sem hann hafi búist við því að margt yrði sagt um ferð- ir sinar, og kom það á daginn. Þess- ar fregnir, sem menn nú hafa feng- ið af honum, segja ekkert um ferðir hans annað, en að hann er lifandi, og að áhugi hans er hinn sami, að lóta sér ekkert fyrir brjósti brenna, og koma fram fyrirætlun sinni, sem liann hafði ætlað sér. En hvernig það hafi gengið dag eftir dag og viku eftir viku og hvernig þeir hafi lifað og hvað þeir hafi séð og hvers þeir hafi orðið vísari og livernig þeir hafi heilsu haldið, — það vita menn ekkert um. Marga furðar, að þeir skuli hafa haldið út alt þetta, félagar hans, sem með honum voru, þeir Storker (Styrkár) og óli; en báðir eru sagðir hraustir menn og vel bygðir, nokkuð álíka og Vil- hjálmur Stefánsson sjálfur. En um hann vissu menn, að hann myndi þola þrautir flestar, sem nokkur maður gæti þolað. Landafundur Vilhjálms Stefánssonar Bréf frá Vilhjálmi Stefánssyni til Winnipeg Free Press. Herschel eyjum, 22. ágúst (frá Nome, Alaska, 16. sept.). Mennirnir, sem á isana lögðu þetta ár, voru þeir Storkerson, An- dreason og Thomson og eg sjálfur (Vilhjólmur Stefánsson), og voru þeir allir Norðmenn nema eg. Við fórum frá búðum vorum á Kellett- höfða (á Bankslandi sunnan og vest- an) i fyrri hluta febrúarmánaðar, og níu menn aðrir. Hinn 21. febr’.ar slysaðist okkur og mistum niður mikið af olíunni, sem við ætluðum að hafa til eldsneytis og þurfti eg að senda menn aftur til Kellett- höfða, að sækja meiri oliu, og urð- um við að bíða eftir þeim þangað til hinn 5. april. Var þá orðið mjög áliðið, þegar við komumst frá Albert höfða (Cape Albert), og of seint fyr- ir ísaferðir, af þvi að við vorum svo sunnarlega, 200 mílum sunnar, en við höfðum farið árið áður; en samt héldum við áfram og stefndum milli norðurs og norðvesturs. En hundarnir voru sárfættir; þokur voru þykkar og ófærð á ísunum í mjúkum snjónum og víða vatnsálar opnir á ísnum, svo að þann 2 . april vorum við að eins komnir á 75. gr. norður og 8 milur frá landi. Þar var sjórinn 300—400 metra djúpur. Mikið af ísnum, sem við fórum eftir, var um 5 þumlunga þykkur, og einu sinni hefðum við tapað öðr- um sleðanum og betra hunda-team- inu, hefði ísinn brotnað 10 fetum framar en hann gjörði. Sleðinn fór niður þegar seinasti hundurinn slapp upp á sterkari ísinn; og eftir töluverða mæðu náðum við sleðan- um upp með öllu þvi sem á honum var. En alt var það rennandi, því sleðinn fór á kaf í sjóinn. FerÖin yfir opna ála. Einn daginn fórum við yfir 20 mílna breiðan isfláka, og var ísinn hvergi þykkri en 8 þumlungar. En óhætt var þar að fara meðan logn var ó og ekkert rek á ísnum. Þegar við komum 76 gráður 20 mínútur norðlægrar breiddar, rákumst við dagana frá 1. til 6. mai 11 milur suður og 13 milur vestur, og á ísnum var svo mikið af opnum álum, að við komumst lítið áfram. Það tók okkur 3 klukkutima, að ferjast yfir 500 yarda breiðan ál. Bát höfðum við engan, en við fluttumst þannig yfir, að við strengdum vatnsheldan segldúk undir sleðana og bundum dúkinn upp á hliðunum. Getur fleki eða ferja þessi borið þúsund pund, þegar sjór er sléttur, en minna ef að vindur er mikill. Hundarnir þrettán voru okkur vandræðagripir. Yeðrið var ein- lægt að hlýna og isinn var brotinn sundur í smájaka, en sjór og ismuln- ingur á milli jakanan. Eg hætti því við, að halda lengra vestur, en hélt áfram norður með ströndinni á I’rince Patrick eyju og fór 75 milur frá ströndinni. Þegar við vorum á 76. gráðu 40. minútu norðlægrar breiddar, þá varð okkur það ljóst, hvort sem okkur féll það vel eða illa, að við þurftum ekki að gjöra oss nokkra von um, að komast lengra norður á isnum, sem einlægt brotnaði meira og meira í sundur, og þar á ofan var á hraðri ferð til suðurs og vesturs. Við reyndum því að ná strandísnum meðfram Patrick Island; en bárumst með ísum 50 milur suður áður en við náðum landi, — eitthvað 10 mílum sunnar, en landið sem við sáum 1. júni. Fundu vöröur og stöövar McClin- tocks frá 1853. En nú vorum við orðnir alveg steinoliulausir og brendum sela- spiki; en Caribou-kjötið, sem við höfðum þurkað við Norway Island sumarið 1914, það var nú búið líka. Handa mönnunum höfðum við enn þá 20 daga fæðu; því að við höfðum að miklu leyti lifað á selum og björn um. Við héldum nú áfram norður og lukum við uppdrætti af ströndí Dealy eyju. En þó höfðum við mikl- ar tafir af þokum og þykku lofti. — Um kveldið 15. júní komumst við á norðurenda eyjarinnar og fundum þar skírteini, er McClintocks hafði skilið þar eftir og dagsett var 15. júni 1853. Landið fundiÖ. Það var um morguninn hinn 18. júní, að Storkerson fór upp á 40 feta liáan isjaka skamt frá náttbóli okk- ar á ísnum, og litaðist um, og sá hann þá nýtt land til norðaust- urs. Þarna vorum vér á 77. gráðu 56. mín. norðlægrar breiddar, og daginn eftir tókum vér land, og var það nálægt 78. gráðu norðlægrar breiddar en 117. vestur. Liggur ströndin þar til norðvesturs. En veður var þungbúið og sáum vér þvi sícamt. Af því að svo var óliðið tímans og sól fór hækkandi, þá fylgdum vér ströndinni að eins 3 daga. Og loftið var svo þykt einlægt, að vér gótum ekki tekið stjörnuhæð, nema einn dag, og komumst þá að þeirri niður- stöðu, að við vorum á 77. gráðu og 43. mín. norðlægrar breiddar, en 115. gráðu og 43. mín. vestlægrar lengdar. Við sáum ekki meira en um hundr að milna svæði af strandlengjunni, og rann hún sunnan við austurátt frá stað þeim, er við tókum land. En fjöll sáum við að minsta kosti fimmtíu mílum lengra austur. Og tuttugu milum lengra inn í landinu, sáum við af tvö þúsund feta háu fjalli margar hæðir ennþá hærri í ullar áttir, frá norðri til austurs og voru þær á að gizka i fimmtiu milna fjarlægð. Landið hlýtur þvi að vera nokkuð stórt. Það var lágt þar sem við komum á land, en verður hærra og hæðóttara eftir þvi sem austar dregur. Dýr á landinu.—Eyjar fundnar.— HeimferÖ. Mikið er af Caribou dýrum á landi þessu og öðrum heimskautadýrum, nema björnum. Nú var sumarið að koina þarna norður frá með mesta hraða, og snörum vér því heimleið- is aftur. Þann 22. júní voru gæsir og fuglar aðrir að koma frá suður- löndum, og árnar og lækirnir voru að brjóta af sér ísinn. Nokkrar eyjar fundum við á leiðinni 111 Melville eyjar og tókum við þær landnámi, og létum skýrslu eftir uin það. Fór- um við svo suður með austurströnd Melville eyjar og fórum yfir Mercy- fjörðinn og vorum þar frá 14.—20. júlí, til þess að fá réttan tíma á stjörnuúrum okkar (rate our pocket Chronometers), og svo til að búa út bagga handa hundunum. Við dysj- uðum sleðann á vetrarstöðvum Mc- Clures og fórum þaðan þvert yfir Banks Land til Kellett-höfða, og komura heim þangað hinn 8. ágúst, og leið þar öllu vel. Á allri þessari ferð kom ekkert slys fyrir okkur, nema það, að einu sinni blotnaði alt á sleðanum, þegar hann fór í sjóinn, sem áður var sagt. Við urðum aldrei veikir, og lcomum heim með alla hundana í beztu holdum. Og allir vorum við heilbrigðir, með fullu fjöri og full- um kröftum. Við bygðum okkur á ferðinni kollóttu snjóhúsin skræl- ingjanna. Auk vistaforða þess, sem við höfðum með okkur, öfluðum við okkur og eyddum nálægt tíu þúsund pundum af kjöti og spiki, bæði til fæðu og eldsneytis. Mest af þessu var selakjöt; en svo náðum við 17 Caribou nautum, fjórum björnum og tveimur Moskus uxum, hinum seinni á Melville eyju. Vér áttum aldrei við neinn harðrétt að búa, og vorum aldrei í neinum háska, svo að eg yrði var við. Frekari landkönnun næsta ár. Hinn 11. ágúst kom gufuskonn- ortan ‘Polar Bear’, með skipstjóra Lane sem stýrimann, inn til Kellctt- höfða. Hann sagði, að skipið ‘North Star’ hefði fyrir löngu átt að vera komið til Bailey eyjar, og að vörur væru komnar handa oss til Her- sehel eyjar. Eg var hræddur um, að vera kynni að eg sæji aldrei skipið ‘North Star’ framar, og leigði þvi skipið ‘Polar Bear’ til þess að ná vistum og nauðsynjum vorum frá Herschel eyju, og vildi eg reyna að koma því öllu lengra norður, ann- aðhvort norðan til á Banks eyju eða á Patricks eyju ennþá lengra norð- ur, því að það var svo heppilegt að hafa stöðvarnar sem nyrðst fyrir næsta árs vinnu. Næsta ár ætla eg að halda lengra inn á Beaufort sjóinn, og rannsaka betur land það hið nýja, sem nú er fundið . Við förum á skipinu til Banks eyjar á morgun. Árni Eggertsson fyrir Board of Control Mr. Árni Eggertsson ætlar að gefa kost á sér i bæjarstjórnarkosning- unum í haust fyrir Board of Control. Það munar kanske litið um það, hvort íslendingar styðji hann eða ekki; en liann er orðinn vel þektur og vel kyntur meðal enskra manna. En samt er það hálfleiðinlegt, ef að landar skyldu snúast á móti honuin. Hann er vel kunnur meðal landa. Hann er einn af þeim fáu fslending- um hér, sem er kunnur og þektur um alt gamla ísland. Við opinber störf hefir hann æfinlega fengið hið bezta orð fyrir framkomu sina. — Ilann var hér í bæjarstjórn og fékk eindregið lof fyrir. Hann hefir verið einn aðalmaðurinn i Eimskipamál- inu og komið þar fram öllum lönd- um hér til heiðurs og sóma. Hann er orðinn nákunnugur bæjarmáluni öllum, svo að ekki þarf að bera því við, að þar bjóðist fram ókunnugur maður; en allir vita, að Árni er hinn hezti drengur og lætur ekki snúa sér sem vindrellu einni. Vér höfum einu sinni heyrt Árna berjast á fundi móti ofurefli. Vér vorum reyndar á móti honum þá, — en hann kom þar svo fram og hélt svo vel uppi sínum enda, að vér höfum einlægt borið virðingu fyrir honum síðan. Atkvæðagreiðsla um vínbann fæst ekki fyrri en í marz ’16 Hinir nýju liberal þingmenn liéldu fund með sér (cáucus) hinn 20. sept., og voru þar víst flestir við- staddir nema T. H. Johnson. Þar var mikið talað um “referend- um” um vinbannsmálið, og varð niðurstaðan sú, að leyfa ekki al- menna atkvæðagreiðslu um það fyr cn í marzmánuði næsta ár. Svo hefir ‘Free Press’ með stórum stöfum grein um það, að i‘engin vín- söluleyfi verði veitt eftir 31. maí,— það er að segja, EF að atkvæðin verði nógu mörg með afnámi vín-s ins. Og svo mætti bæta við: EF að þá verður nógur tími til að taka vín- söluleyfin af mönnum þeim, sem hafa fengið þau. Margir falla fyrir exi Liberala. Þeir Norris höggva nú hvern af öðrum, og eru langir listar þeirra manna, sem þeir hafa rekið frá starfi. Þeir hafa beðið með það þangað til undir veturinn, og hefir sultur vina þeirra orðið svo sár, að þeir hafa ekki getað staðist að horfa á aumingja mennina. Talið er það inerkast, er þeir ráku Immigration Inspector Burke, sem hefir haft það embætti í 15 ár og gcgnt þvi með heiðri og sóma. Jafnvel liberalar hafa aldrei haft neitt út á hann að setja. En nú varð hann að víkja tyrir bróður ráðgjafans Valentine Winkler. — Yfir þúsund manns er sagt að Liberalar hafi rekið siðan þeir komust til valda og er það vel að verið á ekki lengri tima og sýnir ljóslega, að þeir þekkja sinn vitjun- artima.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.