Heimskringla - 23.09.1915, Side 4

Heimskringla - 23.09.1915, Side 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. (Stofnu^ 18S6) Kemur út á hverjum fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver?5 bla"5sins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árib (fyrlrfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst eba banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur. Skrifstofa: 729 SHERDROOKE STREET, WINMPEG. P. O. Box 3171 TalNfml Garry 4110 Vilhjálmur Stefánsson. Ensku blöðin öll hafa nú myndir op greinar af Vilhjálmi Stefánssyni. Þau geta ekki annað. Nafn hans og landafundur hefir nú flogið út um allan heim. Hann er heiminum áður kunnur fyrir að finna hina hvítu Eskimóa. En nú verður hann þó enn þá meira kunnur fyrir að finna lönd þessi hin nýju, sem fræðimenn sum- ir ætla að sé meginland, kanske eins stórt og Grænland. — Enn sem kom- ið er hafa ályktanir Vilhjálms Stef- ánssonar allar reynst réttar. Enn sem komið er ber hann höfuð og herðar yfir flesta ef ekki alla norð- urfara. Blöðin hér geta ekki annað en viðurkent hann; — en þau kalla hann Canadamann. Ekkert þeirra minnist einu orði á það, að hann sé íslendingur. Hann er borinn hér í Nýja íslendi, á Árnesi, eða rétt hjá því pósthúsi. Foreldrar hans voru bæði íslenzk; hann lærði að tala ís- lenzku sem barn, talaði ekki annað mál; en þegar suður kom í Banda- rikin, þangað sem foreldrar hans fluttu, lagði hann alla stund á ensk- una, og þrátt fyrir alla örðugleika, þá stundaði hann nám af svo miklu kappi, að honum léku fljótt ljóð á tungu enskri, og námið lét honum svo, að hann, áður en menn vissu, varð jafnsnjallur mörgum kennur- unum. Á enska tungu var hann stú- denta mælskastur á háskólanum í Grand Forks. Hann var hægur og stiltur, þegar vér kyntumst honum; einarður, röggsamur og með stál- vilja. Oss kom það svo fyrir, að það væri ekki til neins að reyna að halda aftur af Vilhjálmi eða að snúa honum, ef að hann hafði ætlað sér eitthvað, hversu erfitt sem það sýndist. Vitið sá vegina, sem aðrir sáu ekki; en hinn stálharði vilji framkvæmdi það, sem vitið vildi gjöra láta, — aldrei með neinum ó- sköpum, heldur svo slétt og rólega, eins og þetta væri sjálfsagt; — það lilaut að ganga svona en ekki öðru- vísi. Alveg eins er því varið með þess- ar norðurferðir hans. Hann liggur úti á isum með Eskimóum í fyrri ferðinni; lifir á fæðu þeirra, lærir tungu þeirra, rétt eins og þetta væri sjálfsagt. Hann kemur heim, flytur fyrirlestra og ritar í blöðin, og er um leið orðinn viðurkendur rithöf- undur og mælskumaður. Hann vill fara aftur og stýra nú förinni, því hann fann, að hann átti heimtingu á því. Hann vantar fé. Hann fer til stjórnarinnar, — manna, sem hann hefir aldrei séð, og enginn trúði að hann mundi eyrir fá. Hann ■ stingur upp á, að leita landa nýrra fyrir stjórnina. — Já, sjálfsagt. Hann getur fengið eins mikið fé og hann vill. Hann fer norður um íshöf. Einu sinni fer hann á land til að veiða. Skipið strýkur eða hrekur frá hon- um með allan útbúnaðinn. Vilhjálm- ur stendur einn á landi uppi allslaus meðal Skrælingja. Það gjörir Vil- hjálmi Stefánssyni ekkert. Hann fer og fer að mæla Mackenzie árósana og kanna löndin þar i kring, og svo leggur hann út á ísana, — fyrst í þriggja mánaða og svo í sjö mánaða ferð. Hann stikar djúp sjávarins; mælir strendur landanna, og dregur sjókort af þeim á stórum svæðum, þar sem engin voru áður, og svo — þarna sem hann bjóst við — finnur hann landið, sem hann var búinn að segja að væri þarna. Já, — vér vitum reyndar ekki, hvort þeir gjöra það, en vér ætlum, að Canadamenn megi þakka fyrir lslendinginn, sem fæddist í Nýja ís- landi, en fluttist svo barnungur til Dakota, gekk þar á Grand Forks há- skólann og síðar á Harvard háskól- ann. Og Islendingar mega vera stoltir af honum, því að nú er hann talinn einn hinn fremsti landkönn- enarmaður heimsins. Hann er af þeirra bergi brotinn, — og vér vit- um ekki, hvað hann á eftir að gjöra. En maður eins og Vilhjálmur Stef- ánsson getur ekki niðri legið, verð- ur ekki bældur niður meðan hann getur uppi staðið á fótum tveimur! “Hagnýt sálarfræði. Hugo Mynsterberg, prófessor við Harvard háskóla, hefir liklega mest allra manna útbreitt fræðigrein þessa — sem á visinda-máli er nefnd psychophysics — hér í Ameríku. Hann hefir ár eftir ár ritað um hana í hin merkari tímarit Bandaríkj- anna, og svo hafa greinar þær verið teknar upp í mánaðar- og dagblöð um allan heim. Enginn, sem fylgir ritgjörðum hinna betri mánaðar- blaða og fylgt hefir seinni árin, hef- ir annað en getað dáðst að framsetn- ingu Mynsterbergs og frábærum skarpleika. Það hefir verið reglu- leg unun að lesa greinar hans. Og svo er þetta mikilsverða atriði, að vér þekkjum svo lítið hæfileika, eðli og ástand sálarinnar. Það er lokaður heimur fyrir fjölda inanna, og það mun langur timi og liklega margir mannsaldrar áður en hann verður fullkunnur. En þetta er stórt stig í áttina, og eins og margar braut ir geta legið^ út frá einum punkti, eins má vera að fræðigrein þessi kuuni að opna margar leiðir til þekkingar á þessu óútgrundanlcga, eilífá, sem maðurinn kallar sál. Grein sú, sem birtist hér í blaðinu um “hagnýta sálarfræði”, er tekin úr íslenzkum blöðum og er ræða flutt af Bjarna Jónssyni frá Vogi á aiþingi núna seinast. Hann var að mæla með lagafrumvarpi um stofn- ur. kennara- eða prófessorsembættis við íslenzka háskólann í þessari fræðigrein. Vér tökum greinina ekki fyrir það, að vér þekkjum neitt til þess, hvort maðurinn, sem Bjarni mælir með, sé hentugur eða hæfur til þess starfa, þó að hann hafi mik- ið orð á sér fyrir lærdóm og vits- rnuni. Vér getum ekki dæmt um það, j sem vér þekkjum ekki til. En það var annað, sem kom oss I til að taka greinina. — Þetta er ný fræðigrein, sem má heita alveg ný í ! heiminum. Hún er áreiðanlega ný á íslandi; hún hefir aldrei verið kend þar fyrri. Þess vegna gladdi það oss stórlega, þegar vér sáum, að merkur og gáfaður íslendingur, var að berj- j ast fyrir því að koma fræðigrein þessari að á háskóla íslends. Það er vitaskuld, að landið er fátækt og þarf i mörg horn að líta. En heiður og sómi og — gagn hefði það verið fyrir landið, ef það hefði getað þetta. Níkulás hertogi. Það hafa verið margar getur um það, hvernig hafi staðið á þvi, að Nikulás hertogi lagði af sér her- stjórnina, eða var rekinn frá henni sem smaladrengur. En eitt er ein- kennilegt við það; en það er, að á Þýzkalandi eru menn sérlega vel á- nægðir yfir þessu. Sumir hafa getið sér þess til, að Þjóðverjar hafi getað niútað áhrifamiklum þingmönnum á þingi Rússa, til þess að koma þessu til leiðar. En margir eru þeir, sem ekki trúa neinum þessum útskýr- ingum, og þeirra fremstur er stjórn- málamaðurinn og rithöfundurinn Cunliffe Owen, sem er manna kunn- ugastur um Evrópu og alt stjórn- málabrask þar. Hann fullyrðir, að það sé þingið a Rússlandi (duman), sem sé völd eZ því að Nikulás var rekinn. Og ef sð ekki væri annar eins voði fyrir dyrum i striði þessu, myndu menn gleðjast yfir fregn þessari, því að liún sýndi að rússneska þingið væri meira en nafnið eitt. Rússland væri þá farið að sýna, að það væri lýð- veldisríki (democratic). Því að eng- inn efi var á því, að Nikulás var mesti maðurinn á öllu Rússlandi, og sá, er mest hafði fylgi manna. Og ef að þing Rússa getur rekið frá her- stjórn annan eins mann eins og Nikulás hertoga, — þá getur það lika alt að einu rekið Nikulás frænda hans af keisarastóli. Og það er lítill vafi á því, að nú er skift um þing Rússanna. Áður var það málamynda-þing, sem menn brostu að um alla Norðurálfu; eins konar kappræðufélag eða kjafta- klúbbur; en nú hefir það hrist all- an barnaskapinn af sér og tekið í tcumana og stýrir nú Rússlandi og stríðinu eftir því sem þingmenn og alþýða vilja láta það ganga. Þingið tók herstjórnina af Niku- lási af því að þingmönnum þótti hann of einráður og uppástóð að þingið hefði ekki annað að gjöra en láta sig hafa nóga peninga til að kaupa fyrir vopn og skotfæri, og ætti að láta sig alveg einráðan um það, hvernig hann hagaði stríðinu, sem fullkominn einvaldskonung eða alræðismann. Ástæðan til þess að þingið rúss- neska er ekki barnaleikur lengur, er sú, að stríðið hefir sameinað flokkana og einstaklingana betur en nokkuð annað gat gjört. Fyrir stríð- ið voru ótal flokkar á þingi, undir 20. En aðalflokkurinn voru aftur- haldsmenn, sem voru samhuga í því að forðast allar nýjungar. En stríðið rak þá alla í hnapp einn og lokaði öllum sundum, sem aðskildu flokk- ana. Allir lýðveldismenn og bylt- ingamenn og sósialistar gengu sam- an í einn óslitinn flokk, og þá voru afturhaldsmenn í minnihluta og honum miklum. Þetta kom fyrst fyllilega í ljós, þegar það fór að kvisast, að keisar- inn myndi uppleysa þingið, þangað til stríðið væri búið. Þegar þing- menn fréttu þetta, þá sendu þeir óð- ara nefnd framfaramanna af öllum flokkum til keisarans og sögðu hon- um, að ef að þingið yrði leyst upp, þá myndi samt mikill meiri hluti manna sitja á þingstofu og gegna störfum sínum, sem fulltrúar þjóð- arinnar, og tæki þá keisari upp á sínar herðar ábyrgðina af að ónýta gjörðir þeirra. Hið næsta bragð, sem þingið tók, var það að kjósa landvarnarnefnd, og voru í nefnd þeirri þingmenn, ráttúrlega, og svo merkustu kaup- menn og verksmiðjumenn og banka- menn, herforingjar og aðrir merk- ustu menn Rússa. Og þeir voru svo hepnir, að þeir fengu hið merkasta fréttablað Rússa til að styðja sig. — Og nú fór nefndin að rannsaka, hvernig stóð á þessum eilífa skot- færa og vonaskorti. — En nefndin fr.nn eiginlega engan, sem hún gæti kent um það, og slengdi svo allri sökinni upp á hermálaráðgjafann, Soukhomlinoff, og ætla margir að þeir hafi haft hann fyrir rangri sök. Þeir gleymdu því eða litu ekki á það, að hann var maðurinn, sem kom skipulagi á Rússaher eftir ó- farir þeirra fyrir Japönum og vann þar hið þarfasta verk. Ráðgjafa þenna ráku þeir og nokkra aðra. En hvort þeir hafa rekið Nikulás her- toga fyrir það, að hafa orðið að halda undan Þjóðverjum, eða fyrir það, að þeim þótti hann einráður og harður, er ekki gott að segja, — má- ske hvorttveggja þetta hafi ráðið að- gjörðum þingsins. VARASÖM TILRAUN. Að líkindum hefir nefndin séð það, að hún myndi ekki geta unnið í samvinnu við Nikulás, ef sitt sýnd- ist hvorum. Nikulás myndi vilja hafa sinn vilja fram, hvað sem þeir segðu, um alt það, er að stríðinu og herferðum lyti. En nú vildu þeir taka þátt í stjórn hermálanna og þá varð Nikulás að fara. En þegar Niku- lás hertogi var frá, þá þurfti Nikulás keisari að taka við stjórninni; það var ekki um annan að gjöra, og þeir ætluðu, að það myndi vekja nýjan áhuga hjá Rússum, sem i rauninni eru mjög fáfróðir, en ákaflega þegn- hollir og elska keisarann, sinn “litla föður”, meira en nokkuð annað. — Þeir ætluðu, að það myndi vekja heitan eld í hjörtum Rússa, er þeir vissu, að þeirra “litli faðir” væri við herstjórn tekinn og farinn að berjast í eigin persónu móti óvin- um þeirra. Maðurinn er vitanlega ekki til nokkurra þessara hluta hæf- ur, — kemur þar hvergi nærri. En til ráðaneytis á vigvöllunum hefir hann sömu hershöfðingjana, sem út- lærðir voru í skóla Nikulásar her- toga. Og svo hið annað, að áður en Nikulás hertogi fór, var hann að lík- indum búinn að bjarga herskörum Rússa og öllu landinu, — ef að nú taka ekki því verri, heimskari eða liugdeigari menn við af honum. En hættuspil var þetta. Þýzkir upp til handa og fóta. Það hefir komið kvik á Þjóðverja núna í Bandaríkjunum, síðan sendi- nefndin kom frá Bretum og Frökk- um uppá billión dollara lánið. Eins og sagt er á öðrum stað hér í blaðinu, er Reading lávarður for- maður nefndarinnar. Fyrst þegar fréttist um, að nefndin væri á ferð- inni, var sem sumir — náttúrlega Þýzkir — vildu skopast að þessu, að nú væru þessar voldugu þjóðir komnar á hnjánum að knékrjúpa Bandarikjunum. En svo fóru ýmsir að hugsa gott til steikarinnar, og láta þær borga vel fyrir. En þegar það fór að berast, að allur þorri peningamanna og stjórnmálamanna inyndi taka þessu vel, og iðnaðar- og verzlunarmenn sérstaklega, þá fór að snúast í Þýzkurum. Margir þeirra eru stóreignamenn hér, pen- ingamenn og bankamenn. Þeir hafa auði safnað i þessu nýja landi, sem þeir vilja ekki kannast við sem fóst- urland sitt, hversu mikla peninga og velsæld sem þeir grafa hér úr jörðu, eða rýja af hinum minni mátt ar sauðum landsins, sem oft geta staðið þeim miklu ofar að öðru en þessu. En þegar Þýzkir héldu að erindi nefndarmanna ætlaði að ganga vel, þá var sem eldi lysti i þurra sinu um alt landið. Þá risu upp öll hin þýzku og þýzksinnuðu blöð um alt landið og fóru að mæla móti óhæfu þessari, — sögðu að þetta væri að brjóta lög hlutlausra þjóða, og hvert hótunarbréfið rak annað til nefnd- armanna, — nafnlaus náttúrlega. Og var þeim hótað öllum illum hlutum: barsmíði, meiðslum og líftjóni, ef að þeir legðu ekki niður halann og hættu við erindi sitt, en sneru óð- ara heim aftur. Það kvað svo mikið að þessu, að lögregluliðið í New York fór að hafa stöðugan vörð um nefndar- menn, og banna þeim að fara opin- berlega um stræti borgarinnar, og aldrei nema einn og einn, og hverj- um þeirra er fylgt af fleirum eða færri lögreglumönnum, og aldrei er það látið uppskátt, hvert þeir fari þenna og þenna dagínn. Og það er ekki nóg með þetta, — heldur hafa Þýzkir gjört samtök um alt landið, meðal allra peninga- manna af þýzku kyni, að vinna á móti þessu með hverju móti, sem mögulegt sé. Hafa þeir öfluga “mask- ínu” til þess, þar sem eru hin þýzku félög, er þeir hafa stofnað Dern- burg og Bernstorff og Dumba. Bönk- unum var hótað, að Þýzkir ekyldu draga út alla sína peninga, ef að bankarnir snertu við láni þessu. — Þetta var um alt landið og þó mest i Vestur- og Mið-rikjunum. Enda eiga Þýzkir inni á bönkum, hvar sem farið er um Bandaríkin. 1 hundraða og þúsunda tali koma bréf þessi inn á bankana, — og má af því sjá, að ndkið er afl Þjóðverja í landinu. En svo tóku Þýzkir líka upp aðra aðferð. Þeir fóru að safna tillögum þýzkra manna til að lána Þýzka- landi stórfé, og það átti að verða V* billión dollara. Með þessu ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir, að Bretar og Frakkar fái nokkurt fé að láni. Þvi þeir ætla, að þegar landið eða bankarnir takast á hendur að lána Þýzkalandi hálfa billíón eða OF CANADA Hvenær ætlarðu að spara ef þú gerir það ekki núna? Þau laun þín eða tekj- ur aukist ón efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira að byrja sparisjóð, og er OF CANADA staðurinn um það. Nú er því tlminn sparisjóðsdeild UNION BANK að geyma liann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður i einn dollar gefur vexti. L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. Walcot, bankastjóri 500 millíónir dollara, þá geti menn ekki lagt fram hitt lánið líka. En nú er það athugavert við þetta, að þó að þessir þýzksinnuðu menn vildu lána þessa hálfu billíón doll- ara, þá getur Þýzkaland ekkert gagn haft af þvi. Þeir geta ekki sótt neinar vörur hingað. — Lánið, sem Bretar og Frakkar taka, er ætlað til þess, að borga fyrir vörur, sem þeir ætla að kaupa hér í landi: hveiti, matföng önnur, fatnað, bómull og skotfæri og hitt og þetta. En þessu hefðu Þjóðverjar ekki gagn af, því þeir geta ekki náð þvi, og engin önnur þjóð fer að flytja þetta til þeirra. — Og svo er nú býsna mikið i'arið að styttast í vináttunni milli Bandarikjanna og Þjóðverja, og fer hann að verða haldlítill vináttulop- inn, sem tengir þau saman. James Hill um biljón dollara lánið. Frá Chicago er símað þann 19. sept.: — Járnbrautakongurinn J. .1. Hill fór um Chicago í gær á leiðinni til St. Paul frá New York; en þar hefir hann verið nokkra daga til þess að hjálpa til við þessa stóru lántöku Breta og Bandamanna. Sagði hann, að lánið myndi fást; en það gæti ef til vill orðið minna en ein billíón dollara. “Þetta er alt spurning um markað fyrir vörur vorar”, sagði Hill. “Ef að vér neituðum að taka þátt í lán- inu, þá myndum vér komast að raun um það, að Bretar og Frakkar kæm- ust mikið betur af án vor, en vér án upprættir eða neyddir til þess að taka Mahóinetstrú. Og þessu eru þeir nú að koma í verk. Eitthvað gruggugt í Pétursborg. Frá Stokkhólmi koma þær fréttir, að 18 þingmenn Rússa hafi verið settir í fangelsi. Einn þeirra er al- kunnur Sósalisti Tcheider að nafni. Hermenn hafa nú tekið allar þing- hússbyggingar i Petrograd og halda öllum járnbrautarstöðvum. Sé þetta eitthvað meira en þýzkar fregnir, þá hefir nærri legið upphlaupi þar og stjórnarbyltingu. Það hefir stund- um ekki staðið lengi á þeim á Rúss- landi. Herafli Astralíu í stríðinu. Hinn 12. ágúst siðastliðinn var Ástralía búin að senda 76,566 her- menn til hjálpar Bandamönnum, og auk þess eru 40,000 hermanna æfðir og til þess búnir að sendast á víg- völlinn frá Ástralíu. En stjórn Ástr- alíumanna hefir lýst því yfir, að hún ætli að halda áfram að æfa og úlbúa menn svo lengi sem striðið varir. Ástralía hefir þvi fram til þessa lagt fram 117,000 manns, og hafa sent 5,600 manns á mánuði til þess að fylla upp i skörðin; en ætla að senda helmingi fleiri þó næstu mánuði, eða 10,000 á mánuði hverjum. — Auk þessa hafa þeir lagt góð skip til flota Breta, og þeir hafa tekið nýlendur Þjóðverja í Suður- höfum og sökt ræningjáskipum þeirra. Svo eru þeir nú um það að senda flugmannadeild til Banda- mnnnn!"" Kngum Tiernnkkf þykir n-A úr herbúðum eða kastalaborgum fært, nema hann hafi svo og svo marga flugmenn með sér. Flugmenn- irnir eru augu herdeildanna. Verkfallsmenn sama og landráða- menn. þeirra. Þetta er alt saman svo ofur einfalt. Þetta ár verður kornupp- skera Bandarikjanna meiri en nokk- uru sinni áður. Og nú hafa Frakkar og Bretar komið til vor og beðið um lán. Ef að vér veitum lánið, þá fáum vér markað fyrir allar vörur vorar. En ef að vér neitum að lár.a, þá færu þeir eitthvað annað til bess, að fá kornvörur sinar og annað. — Aðalforingi Rússanna Russky gamli hefir lýst þvi yfir, að verkföll á verksmiðjum þeim öllum, er búa til vopn og skotfæri, séu ólögleg, — scu landráð við föðurlandið, og verði allir, sem verkfall gjöra, látnir sæta sömu hegningu sem landráða- menn. — Þessu var vel tekið um alt Rússland. og er nú ekki ólíklegt, að betur verði unnið að þessu, en hing- að til hefir verið. Þeir geta fengið alt, sem þá vanhag- ar um, frá Indlandi, Argentínu og Canada. Þeir gætu að minsta kosti t'engið nóg til að hjálpast við þangað til næsta april. En ef svo skyldi fara á þessum tíma, 1 að Hellusundin opnuðust, — já, — hamingjan hjálpi oss, hvað ætli yrði um markaðinn okkar þá!---------” TYRKIR AÐ TRYLLAST GEGN ARMENÍU. Frá Miklagarði er skrifað þann 17. september: — Tyrkir eru nú byrjaðir að nýju að slátra Armeníumönnum, — hinum kristnu — um alt ríkið, í hverju ein- asta fylki. Eru aðfarir þeirra svo ljótar, að aldrei hafa þær verri ver- ið. Þeir svivirða konur og ungar meyjar og selja svo i þrældóm; en karlmenn drepa þeir niður og heila liópana reka þeir út í gróðurlausar eyðimerkur. Nálægt 200,000 Armeniumenn á milli Yeni Chedir og Karahissar í LitluAsíu hafa flúið frá heimilum sínum á fjöll upp. En Tyrkjahópar blóðsólgnir elta þá og skjóta þeir niður alla, sem þeir komast í færi við; en konur og stúlkur, sem upp- gefast á flóttanum, taka þeir og hafa lieim með sér. f sumum þorpunum hafa yfirvöld- in verið hvatamenn að morðunum. Oft varpa foringjar Tyrkja hlutkesti um börn og konur og ungar stúlkur, því að yfirforingjar þeirra gáfu þeim leyfi til að fara með konurnar, sem þeir vildu. En eitt blað Ungtyrkjanna segir það í ritstjórnargrein, að Tyrkir geti aldrei verið óhultir fyrir Arm- cníumönnum fyrri en þeir allir séu Á þessum tímum, þegar velferð, líf og tilvera heillar þjóðar er í veði, þá er engin refsing of hörð við þá, sem vilja stuðla til þess og vinna að því, að selja þjóðina í hendur ó- vinanna. Það er svo svívirðilegt og þrælslegt, að sá maður ætti ekki sólu að líta, sem að því vinnur. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada Norívesturlandinu. Hvcr, sera heflr fyrlr fjölskyldu atT sjá eöa karlmaöur eldrl en 18 ára, g«t- ur tekiö heimilisrétt á fjóröung út section af óteknu stjórnarlandi í Manl- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi vertiur sjálfur aö koma & landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrlfstofu hennar í því héraöl. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrlfstofum stjórnarlnnar (en ekkj á undir skrlfstofum) meö vissum skil- yröum. SKYLDUB.—Sex mánaöa ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur arum. Landnemi má búa meö vlssum skilyröum innan 9 mílna frá heimills- réttariandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús veríur aö byggja, aC undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnæg'ð- ar innan 9 mílna fjarlægð á öðru landl, eins og fyr er frá grelnt. 1 vissum héruðum getur góöur og efnilegur Iandnemi fengiö forkaups- rétt á fjórðungi sectionar meðfram landi sínu. Verö $3.00 fyrlr ekru hverja SKYLDIIB—Sex mánaða ábútS á hverju hinna næstu þriggja ára eftir að hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengið um leið og hann tekur heímillsréttarbréfið, en þó með vlssum skilyrðum. Landnemi sem eytt hefur heimllls- rétti sínum, getur fengiö helmilisrétt- arland keypt í vissum héruðum. VertJ $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— VertSur ati sitja á landinu 6 mánuði af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtii. Bera má niður ekrutal, er ræktast skal, sé Iandit5 óslétt, skógi vaxið eða grýtt. Búpening má hafa á landlnu i stað ræktunar undir vissum skilyrðum. YV. YV. CORY, Deputy Minlster of the Interior. BlötS, sem flytja þessa auglýsingu. leyflslaust fá enga borgun fyrlr.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.