Heimskringla - 23.09.1915, Side 7

Heimskringla - 23.09.1915, Side 7
WINNIPEG, 23. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 7. Ræða. Iijarna Jónssonar frá Vogi kenslu í hagnýtri sálar- frœði við háskólann. um hvern hreyfingarhraða hönd eða fótur o. s. frv. þarf að hafa til þess aö reglubundin hreyfing verði svo jvinna með slíkum manni. En til hverra hluta er þá sálar- fræði nytsamleg? Að hverju leyti er hún hagnýt? Eg verð að láta mér nægja upp- talningar, því að eg mundi eyða af miklum dýrmætum tíma fyrir þing- inu, ef eg færi að rekja það ná- kvæmlega. Það mun flestum kunnugt, að læknar þurfa mjög á sálarfræði að halda, enda mætast þær fræðigrein- ir í því, sem á útlendar tungur er nefnt psychophysik, og í geðveiki- fræði. Svo að heilsufræði og lækn- ingar þurfa á henni að halda. Við uppeldi og kenslu er sálar- fræðinfræðin alveg óhjákvæmileg. Eg þarf ekki að minna þá á það, scm alt af eru að kasta hnútum í kennara gömlu málanna, að sá verð- ur að þekkja sálina,, sem ætlar að laga hana og þroska. Þá þarf og listamaðurinn á henni að halda, þvi að frægð hans er und- ir þvi komin, hvernig honum tekst að ná tökum á sálum annara manna. Á þetta þarf eg ekki að minna þá menn, sem sýnt hafa svo mikið örlyndi við listmenn, sem al- þingismenn hafa gjört. Þá geta ekki visindamennirnir komist af án hennar, t. d. sagnfræð- ingar. Það er ekki hlutverk þeirra, að skrifa annála um, hvað gjörst hafi, heldur gjöra grein fyrir sálar- öflum þeim, sem komið hafa við- burðunum af stað. Saga þrjátíuára- stríðsins er bundin við skilning á eðli og afleiðingar þeirra trúar- kenda, sem koma því af stað. Dómarar mega með engu móti vera án þekkingar í sálarfræði. Og svo að eg fari nær oss: Löggjafarn- ir, — hvernig eiga þeir að semja lög án þekkingar á sálarfræði? Mundi ekki nauðsynlegt að vita eitthvað um það, hvort viljinn er orsökum bundinn eða ekki, þegar semja skal refsirétt og lög yfir höfuð? Hvern- ig á dómari að meta brot manna eða gildi vitnisburða án sálarfræði, eða dæma um, hvort maður sé sek- ur eða saklaus? Mér til styrktar get eg vitnað til höfundar, sem eg nefndi nýlega í öðru máli, Franz von Liszt. Hann segir þar í formála, sem hann hefir ritað fyrir “Grundriss der Psycho- logie fur juristen” eftir Otto Lip- mann, að lögfræðingum sé sálar- fræðin nauðsynleg og vill hafa sér- stakan æfingarskóla handa þeim, sem eiga að fást við glæpamál. — Sjálfur hefir hann stofnsett slíkan æfingaskóla ó sinn kostnað. Þá er og, eins og hv. flutn.m (M. Ó.) gat um, mikil þörf sálarfræð- innar í búskap, iðnaði og verzlun. Hún er nauðsynleg til þess að vita, með hverju móti megi fá sem mesta vinnu, án skaða fyrir verkamann- inn. En til þess að komast að fastri niðurstöðu um þessi efni, þarf sál- arfræðisrannsóknir, og þegar þeim er lokið, má prófa nothæfi manna. Það er auðvitað, að jiessi kennari getur ekki jafnskjótt sem hann er kominn í embætti rutt öllu úr sér, sem hér að lýtur, en smá msaman vinnur hann að þessu, stýrir til- raunum og jafnar verkefni, til þess að finna almennar reglur, sem ó- fundnar eru. 1 öllum höfuðatvinnuvegum eru oft menn, sem bctur ætttu heima í öðru starfi; en þessu mætti oft hjálpa við með einföldum tilraun- um, sem miðuðu að því að finna hæfileika manna til ýmsrar vinnu, cg haga síðan vinnuskiftingunni eft- jr því. Til dæmis hefir verið reynt, THE CANADA STANDARD LOAN CO. AtSal Skriffftofa, Wlnnlpefir* $100 SKULDABRÉF SELD TU þæglnda þelm sem hafa smá. upp hætSlr tll þess atS kaupa, sér i hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fst á skrifstofunni. J. C. KYLE, ráhsmatiur 428 Main Street. WINNIPEG Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verð og ábyrgjumst áreiffanleg viffskifti Skrifaffu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. riákvæm sem unt er: fótur 80 sinnum á minútu, höfuð 20 sinnum á minútu, hönd 120 sinnum á minútu. (Hreyfing handarinnar hefir tek- ið yfir 14 hundstikur). . Mældar lireyfingar 1-8 milliónar. Þetta er einstakt dæmi, til þess að gefa mönnum einhverja hugmynd um, hvern veg slíkri rannsokn er háttað; en hér yrði of langt mál að rckja, hvernig sálarfræðin getur orðið atvinnuvegunum að liði, enda er mér málið eigi svo kunnugt. En eg mun nú sýna mönnum dæmi þess, að menn eru farnir að starfa að þessu, og að hér er ekki um neitt þvaður eða humbug að ræða, eins og sumir kunna að halda. Það er islenzkt orðtæki, að bókvitið verði ekki látið í askana; en sú setning reynist ekki rétt, eins og sjá má af Psychotechnik eftir Hugo Munsterberg, um vinnuvísindi, og annarri enskri um: samferðir lík- ama og sálarhæfileika. Þessar bæk- ur hefi eg hér við hendina, og enn fremur um sálarfræði og lestrar- kenslu og sálarfræði auglýsinganna. Þó má víst fullyrða, að þessi grein, hagnýt sálarfræði, sé enn að sumu leyti á bernskuskeiði. Það sem eg nú hefi sagt, hefi eg talað til þess, að benda vantrúuð- um sálum á, að þessi vísindagrein er ekki neitt kák eða þvaður, eða það, sem á erlendum málum er kall- að “humbug”. Eg hefi sagt það til leiðbeiningar þeim, sein vita ekki; en eg skal taka það fram, að eg býst ckki við, að hægt verði með hag- nýtri sálarfræði, að hafa áhrif á liálfmentaða menn, sem hafa ein- hverntima gengið i skóla, cn gleymt öllu og þykjast þó vera svo vitrir, að þeir beri allan vísdóm veraldar- innar i kollinum, því að það er eins og gamla máltækið segir: “ilt að kenna gömlum hundi að sitja”. Þetta sem eg hefi nú sagt um sál- arfræðina, geta menn fullvissað sig um með þvi að lesa einhverjar bækur, sem um þetta efni fjalla eða spyrja fræðimenn, sem int hafa á þessu máli. — Þá skal eg næst reyna til að gjöra mönnum skiljanlegt, að nauðsyn sé á að stofna þetta em- bætti. Það er reyndar einn kennari við háskólann i heimspekilegum fræðum; en hann liefir ærið að starfa, þótt hann bæti ekki á sig slíku starfi sem þessu; það væri lionum með öllu ómögulegt. Þessi kennari, prófessor Ágúst Bjarna- son, á fyrst og fremst að kenna for- spjallsvísindi, og þar er í ofurlítið ágrip af sálarfræði, og svo á hann ennfremur að kenna þeim stúdent- um, sem vilja lesa heimspeki til blítar við þenna háskóla, ef þeir verða einhverjir í framtíðinni. — Ilans aðalstarf cr saga heimspek- innar og rökfræðin (logik), en ekki sálarfræðin. Það sjá allir, að það er alveg ómögulegt, að leggja meiri vinnu á manninn. Það er því auð- sætt, að svo framarlega sem við ís- iendingar viljum liagnýta okkur þau sálfræðisvísindi, sem hafa tck- ið svo miklum framförum nú upp á síðkasti^ð í heiminuin, þá verðum við að fá sérstakan mann til þess að kenna okkur. Með því eina móti get- um við lagt stund á hagnýta sólar- fræði. Það er rcyndar svo með vís- indagrein þessa, að hún er enn i bcrnsku. Það er fyrst nú á siðushi tímum, sein mönnum fór að skiljast, að hún væri ein grein náttúruvís- indanna; en síðan inönnum skild ist, að hér var um raunveruleg vis- indi að ræða, hefir margt og mikið verið gj‘rt til þess, að rannsaka og gjöra tilraunir í þessa átt, en nú er svo komið, að við íslendingar eig- um völ á ágætlega hæfum manni til | þess að kenna okkur að þekkja þau sannindi, sem sálfræðingar siðustu tima hafa fundið og gjöra sjálfur til I raunir á sálfræðislegum sviðum. Eg býst við, að sumum finnist nú, að eg hafi ekki mikið vit á slíku; þvi I er nú svo komið á landi voru, að jafnvel búandkarlar, sem aldrei hafa séð latinska cða gríska bók, dirfast að hafa skoðun um það, i hvort að eg hafi nokkra þekkingu í þeim fræðum. Þeim mun því finn- j ast, að þeir hafi eins mikið vit á, að dæma um sálarfræðisment Guð- mundar Finnbogasonar eins og eg. En eg get þó frætt mcnn á því, að þessi maður (G. F.) hefir verið nemandi minn og eg hefi síðan fylgt ferli hans með áhuga og get vitnað það, að námsferill hans er mjög lofsverður. Hann hefir vaxið frá smalaprikinu og er nú orðinn einn af bezt mentuðu mönnum þessa lands. Doktors-ritgjörð hans ber þess ljósan vott, að hann hefir lif- andi sjálfstætt imyndunarafl, og liitt vita allir, að framsetning hans bæði í ræðu og riti er einstaklega ljós. Það hefir verið minst á það hér, hvað hann ætti að fá til að gjöra í þessu embætti sínu. Ef menn eru í vandræðum með að fá honum nægan starfa, þá skal eg fúslega gefa leiðbeiningar í því efni. Því að það er vist, að hann mun fá of mikið, en ekki of lítið að starfa. Til dæmis skal eg benda á, að læknadeildin hér við háskólann þarf mikið að |1 sam- bandi við læknadeildina mundi hann gjöra rannsóknir sinar í Psyko fysik, og yfir höfuð uppruna með- vitundarinnar. Hann hlyti að hafa á hendi, að búa kennaraefni þessa lands undir æfistarf þeirra, þvi að það má með sanni segja, að nú er eklci undirbúningsmentun kennara í þvi horfi, sem hún ætti að vcra. Nú fáum við börnin í hendur mönn- um, sem ekki hafa hugmynd um sál- arfræði, til þess að þeir búi þau undir lífið. Það er hægt að senda mann til þess að moka mold, þótt hann hafi ekki áður snert á reku, en hitt er mjög óviturlegt, áð fá ó- liæfum mönnum i hendur ómótað vax barnssálarinnar, til þess að láta þá móta það. Þótt hann ætti nú ekk- ert annað að vinna, en að búa kenn- araefnin undir stöðu sína i lifinu, þá væri það samt eitt ærinn starfi einum manni. Eg nefni það ekki, hvað listamenn vorir ungu gætu grætt mikið á því, að hlusta á fyrir- lestra hans; en sagnfræðingum vor- um og málfræðingum er það næsta nauðsynlegt, að hafa slíkan mann til að fræðast af. Þá skal eg loks minnast á eitt, sem þessi maður ætti að hafa með höndum, sem ekki er minst um vert. Það er nefnilega mjög nauðsynlegt, að setja á stofn námsskeið í sambandi við lagadeild háskólans, handa útskrifuðum lög- fræðingum. Þar ættu þeir að geta lært alt, sem að sólarfræði lýtur í fræðigrein þeirra. Það er alveg nauðsynlegt, að þeir eigi kost á að kynna sér nýjustu vísindalegar rann- sóknir viðvikjandi sálarlifi ákærðra mnnna. Að það er nauðsynlegt, að setja á stofn slikan skóla, sjá allir, þegar þeir gæta að þvi, að það fylgir afarmikil ábyrgð þvi að kveða upp dóma. Því það er ekki einungis, að líf manna geti verið i veði, heldur einnig það, sem er miklu dýrmæt- ara en lífið — æra og mannorð. Nú kem eg að því hlutverki, sem þessi maður ætti að vinna, og mér finst að allir ættu að fagna yfir, að hægt er að fó mann til að vinna, og mð er það, að rannsaka vísindalega öll vinnubrögð manna og leiðbeina mönnum í þvi að velja sér verka- liring og kenpa aðferðir til þess að meta verklægni inanna og ákveðin störf. Við þetta starf getur þessi maður orðið að ómetanlegu gagni landi og lýð. Af því, sem eg nú hefi sagt, ætti öllum að vera ljóst, að það er ekki einungis að nóg sé fyrir einn mann að gjöra í slíkri stöðu sem þessari; þvi það starf, sem þess- um manni cr ætlað að vinna, er nægilegt fyrir 2—3 menn. Þá skal eg vikja nokkrum orðum að kostnaðinum við þetta “nýja embætti”, sem menn svo kalla. Það klingir si og æ hér í þinginu hróp um, að ekki megi stofna nein ■ ný embætti. En hví eru menn að kalla slíkt starf sem þetta embætti? — Þetta er ekki annað en verk, sem landið lætur vinna, og það græðir á hundraðfalt á hverju ári. Eg er viss um það, að bændur, sem eiga uíu tiúndu hluta engjanna óslegnar, segja ekki við sjólfa sig: “Nú má eg ekki taka fleiri kaupamenn”. Nei, þeir verða einmitt fegnir að fó sem flesta, enda er það eðlilegt. Og eins ætti landsbúskapnum að vera farið, að því fleiri verkamenn, sem landið fær, því meiri verða tekj- urnar, og því meira, sem óunnið er af nauðsynjaverkum, því fleiri vinnumönnum þarf við að bæta. — (Vísir). Brasilíuferðir Islendinga Eftir ÞÓRIIALL BJARNASON, biskup. I. FRA GRÆNLANDl TIL BRASILÍU. Yfirskriftin svíkur ekki með það að bæði kemur fyrir Grænland og Brasilía, en ferðin á milli er blað úr sögu Suður-Þingeyinga fyrir fullum 50 órum. Eru þeir sögumenn minir faðir minn heitinn, Tryggvi Gunn- arsson og Hermann Jónasson. Veturinn 1856—59 var einn hinn allra versti norðanlands á allri öld inni. Hermann kallar veturinn ‘blóð vetur’: hafi fengið það nafn vegna almenns skurðar á Norðurlandi vetrarlokin. Þá voru sumarpáskar, og á laug ardagin fyrir páska er skorið i hús unum og kasað; menn vildu ekki láta féð svelta yfir hátiðina. Eg hefi séð gögn um tíðarfarið dagbók föður míns. Allan marz og fram að páskadcgi 24. apríl, er veð urlýsingin stöðugt þessi: “Iðulaus norðan stórhríð og harka”,— “norð- an helja og hríð”, — “austan bruna gola”, — “stálharka”, — “jarð laust”. Þessi sjö vikna fasta var hér á Suðurlandi kölluð “harða fasta”. Ekki finn eg nein merki þess í dagbókinni, að fé hafi verið skorið i Höfðahverfi. Tvent minnir þó á heyskortinn. Segir miðvikudaginn fyrir skírdag, er um leið var sumar- dagurinn fyrsti: “sótt hey að Nesi” -— og á laugardaginn fyrir páska: “fóru piltar 3 að ná kvisti fram í skóg”. Svo rennur upp páskadagurinn með “gott veður og sólskin”, og 2. i páskuin: “sólbráð--------farnir að koma upp hnjótar til fjalla”. Það kemur heim við sögu Her- manns, að féð, sem lifinu fékk að halda, hafi þá verið stutt út á börð, sem upp komu, og hafði flestalt það fé komist af. Jörðin græn undan fönninni. Mcrkur veðurspámaður var þá inni í Eyjafirði, seldi hann almanök með veðurspám. Lét hann batna vel og eðlilega með vorkomunni i jafn- dægrum, en þá versnaði fyrst til fulls. Voru veðurspár þessar negldar á stoð í bæjardyrunum í Laufási, öllum til ilits. Nesheyið var borgað með 6 hest- um um sumarið. En oft heyrði eg föður minn óska þess við Einar Ás- mundsson, að heyfátt yrði einu sinni í Nesi; en nógu að miðla fyrir ofan ána, svo að ekki stæði upp á. Allar bygðir Norðanlands hafa borið menjar þessa voða veturs, en harðast hafa orðið úti uppsveitirn- ar, þar sem mest var treyst beitinni, og þar á nú sagan upptök sín. Þingeyjingar eru bókamenn, og allvíða var þar á bæjum hið vel- samda rit Sigurðar Breiðfjörðs: ‘Frá Grænlandi”. Lesa menn þar um góða landkosti. Ris nú sú alda þar um uppsveitir, að þangað sé að flýja úr vetrarfárinu íslenzka. Eru taldir helztu hvatamenn þessa ráðs, Hall- dór hreppstjóri á Bjarnastöðum, er mikið átti undir sér, og Bárðdælir og Mývetningar eru margir af komn- ir, og Jónas Hallgrímsson smiður, faðir Hermanns frá Þingeyrum. Bjó liann í Víðikeri harða vorið, og misti þá bústofn sinn og fluttist i Mývatnssveit, og var búlaus úr þvi, cnda smiður góður. Kom nú svo langt, að fundur var áðinn að Einarsstöðum i Reykja- dal, að ræða um Grænlandsferðina. Var nú landnámshugur mikill i mönnum, að endurreisa hina fornu íslandsbygð á Grænlandi.. Einar i Nesi sækir fundinn. Það r fyrsta búskaparár Tryggva Gunnarssonar á Hallgilsstöðum, og gisti Einar þar í báðum leiðum. Hann var íbygginn, og lét ekkert uppi á norðurleið, en á heimleiðinni hafði hann mikið af fundinum að segja. Einar var maður margfróður og íðlesinn, sem kunnugt er. Hann hafði þá eitthvað fengist við tungu Portúgalsinanna og um leið fengið kynni af Brasiliu. Nú kemur hann á jennan Einarsstaðafund með gögn og fróðleik um Grænland, og sýnir lundarmönnum fram á það með viti og liægð, hve fráleitt sé að flytja úr köldu landi i enn kaldara land. Og um leið segir hann af ónumdu heið- arlöndunum i Brasilíu, þar sem jafnt léki í hendi kvikfjárrækt og korn- yrkja. Og það mátti segja um komu Einars á fundinn, að hann “kom, sá og sigraði”. Brasilía varð fyrir- lieitna landið úr því, en liætt var við að hugsa um Grænland. Einar var sjálfkjörinn forgöngu- maður þessa nýja ráðs, og meðal innars var treyst á málakunnáttu hans. Segir Hermann mér að sira Jón Austmann, prestur þeirra Bárð- dæla, liafi verið annar mestur for- göngumaður. Nú kemst á Brasilíufélag i sýsl- unni og ganga i það um 200 manns, Og er alt það fólk ráðið til farar. Um margt þurfti að spyrja og drógst í tímann. Hafa mestar þær skriftir luðvitað lent á Einari. Ráðlegast jótti að gjöra út mann til að kynn- ast staðháttum og velja nýlendu- svæðið; var eigi síður hugsað til kvikfjárræktar, en akurvrkju. Fyrir valinu varð Jónas Hallgrímsson. Hann átti að fara sumarið 1862, en það drógst til júlímánaðar 1863; þá fer hann og 3 aðrir, frá Akureyri til Kaupmannahafnar; komust þeir sið- an á vegu Brasilíustjórnar umboðs- inanns í Hamborg, og lögðu þaðan út með seglskipi og höfðu langa úti- vist. Ári síðar reit Jónas langt og fróðlegt bréf um ferðina og það sem fyrir þá félaga bar í Brasilíu og kom bréfið út í Norðanfara 1864 og 1865. Tilskilið var það í félagsskapnum þingeyska, að Brasiliustjórn sæi þeim fyrir ókeypis fari yfir hafið, væntanlega frá Hamborg. Það dróst. Ekki varð Jónasi auðið heimkomu, og lét hann þó hér eftir konu og ung börn. Hann hafði ofan af fyrir sér i Brasilíu mest með smiðum og komst af, en gat eigi aflað sér þess fjár að komast heim, er var marg- falt dýrara en útferðin. Hann var cigi heilsuhraustur maður. Varð gula sóttin honum að bana um 1867. Árið 1873 keinst það í kring, að ókeypis far stendur til boða, eða vildari kostir en áður. En þá var Brasiliu-félagsskapurinn farinn að segir, að alls hafi farið vestur um haf það ár hátt á þriðja hundrað inanns, og hafi fáeinir farið til Suð- ur-Ameríku og ætlað að setjast að i Brasiliu. Hermann segir mér að þ ð hafi verið einir 30, flestir úr Bárðardal. “Brasilíufarar” Magnúsar Bjarna- sonar, söguskáldsins góða vestan hafs, eru að öllu eigi hugarsmiði höfundarins. Lítill sem enginn kunn ugleiki kemur þar fram um liagi þessara landa vorra í Brasilíu. Hjón höfðu farið frá Sandvík i Bárðardal i hópnum 1873, með 4 uppkomin börn, og voru þau bæði náskyld Hermanni Jónassyni. Vet- urinn 1886 eða 1887 kemur hingað i kynnisför sonur þeirra hjóna. — Hann kvað löndum líða vel, komast af, en efnin ekki mikil. Þeir bjuggu svo dreift, að félagsskapur gat eigi haldist þeirra í milli. Vissu þó nokkurnveginn hverjir* af öðrum. Var þar mest þýzkt fólk, og lærðu íslendingar tungu þeirra; giftust stúlkurnar þýzkuin mönnum og yng- issveinarnir islenzku tóku sér þýzk- ar konur. Mun nú aldauða islenzkan, eða því sem næst, þar um bygðir. Nefnt get eg minnugan mann og margfróðan, sem eg hygg að hafi verið framarlega í Brasiliu félags- skapnum, og gæti margfaldlega bet- ur sagt frá þessu, og er það Jakob Hálfdánarson, borgari á Húsavík, forn Mývetningur. Beztu sögulaun fyrir mig, gæti cinhver hjálpað mér um vísu, sem upp kom í Laufási, er mest gekk á með undirbúninginn til Brasiliu- ferðanna. Heyrði eg vísuna oft i bernsku og var upphafið: “Stefna nýjir Nesi að”; og seinni partinn kann eg svo: Fætur lýja og bera blað Brasil-iu-legir. * * II. BRASILÍU-VÍSUR. Til Brasilíu bregða sér bezt er þegnum snjöllum. Þar sælgæti eilíft er i Rúsínufjöllum. Og við hunangs-elfurnar allir gleði njóta á þvi svæði sælunnar sem að aldrei þrjóta. Margir sagnameistarar meining slíka bera: ódáins að -akur þar indæll muni vera. Ef að reyndist þannig það þrautir mundi skerða, Islendingar í þeim stað ódauðlegir verða. Það er engin eftirsjá Islandsniðjum fríðum kreika héðan köldum frá krækiberja-hlíðum. Fyrða þjáir hregg og hrið hér um vetrár-dægur. Þar er sífeld sumartíð, sólarhiti nægur. Fölnar aldrei foldar þar fagur aldinblómi; grænar hliðir glóbjartar gyllir uppheimsljómi. Slíkir votta fyrðar frægð og frelsislöngun neyta suður i þá sælu-gnægð sem að héðan leita. Sæmdarauki sýnist mér sig úr ánauð losa og leggjast ekki lúinn hér lands á kaldan mosa. Snúum vorri fóstru frá, festum dúk við rengur, búum ekki, bræður, á brjóstum hennar lengur. Gleymum landi, gleymum þjóð, gleymum æskusporum, einnig því, að íslenzkt blóð í æðum rennur vorum. Léttbært verður lífið þá, lukku glansar hagur, upp mun renna alt þar frá enginn mæðudagur. Þar sem allskyns auðnuhnoss yndis þróar standið, fögur gæfan flytji oss i fyrirheitna landið. Getið þess að þér sáuð aug- | lýsinguna í Heimskringlu. NÝ VERKST0FA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned..$2.00 Pants Dry Cleaned....60c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaöar. Empress Laundry Co.Ltc1. COR. Phone St. John 300 AIKENS AND DUFFERIN J. J. BILDFELL PASTEIGXASALI. Unlon Ilank .%th. Floor No. 520 Selur hús og lóftir, og annatS þar aft lútandi. útvegar peningalán o.fl. Phone Main 20S.%. TnlNlmi Maln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TAXNLÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALiI. Selur elds, lífs, og slysaábyrg5 og útvegar peningalán. WYNYARD, S.ASK. E. J. SKJÖLD DISPENSINC CHEMIST Cor. Simcoe and Wellington Sts. Phone Garry 430S WINNIPEG J. J. Swanson H. G. Hinriksson SWANSON & CO. OG Cor J. J- FASTEIGNASALAIl penlnga inlfUar. Talsími Main 2597 Portage and Garry, Winnipeg Vér höfum fnllar birgölr hreinustu iyfja og meöala, Komiö moö lyfseöla yöar hing- aÖ vér gerum meönlin nákværalega eftir Avísan læknisins Vér sinnum utansveita pönunum og selínm triftiugaleyft. COLCLEUGH & CO. Not**e l)»iur \ve. & *»herhrooke St. Pbone Garry 2690—2691 Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR. 907—908 Confederation Llfe Bldg. Phone Maln 3142 WINN1PE« FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó vit5ger5 á me?5an þú bí?5ur. Karlmanna skór hálf botn- a?5ir (sauma?5) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) e?5a le?5ur, 2 mínútur. STEWART, 11)3 I’aeiflc Ave. Fyrsta búö fyrir austam a?5al- stræti. dofna. Sjálfur foringinn var afhuga ferðinni, bjó svo vel i Nesi, að ekki tók að skifta, og nú voru líka að hyrja vesturfarir til Canada og til Bandaríkja, og mun hafa þótt fýsi- legri. í Fréttum frá íslandi 1873 Arni Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR. Phone Main 1561 M1 Electric Railway Chambera. SHAW’S Stærsta og elsta brúka?5ra fata- og * sölubú?5in í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue Dr. G. J. GISLASON Phraician and Surareon Athygli veittrAugna, Eyrna og Kverka SJilkdómum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- skurBl. 18 Sonth 3rd St., Grand Forka, N.D. GISLI GOODMAN TINSMIDUR St. og Verkstæíi:—Horni Toronto Notre Dame Ave. Phone Gnrry 2088 Helmllla Garry 800 D r. J. STEFÁNSS0N 401 BOYD BLILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er ah hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 ttl 5 e.h. Talalml Maln 4742 Helmilt: 105 Ollvia St. Tals. O. 2*1« A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfarlr. Allur útbúnatiur sá bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnisvarha og legstelna. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIPEG.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.