Heimskringla


Heimskringla - 18.11.1915, Qupperneq 1

Heimskringla - 18.11.1915, Qupperneq 1
Kaupið Heimskringlu. Boryið Heimskringlu áður en skuldin h/vkkar! — Heimskringla er fólksins bluð. XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. NÓV. 1915. Nr. 8 m' Fregnir af Stríðinu. Þýzkur neðansjávarbátur sekkur farþegaskipinu Ancona við Afríku strendur. Serbar slopnir upp á fjöllin. Það var viðurkent frá Berlin þann 11., að Serbar hafi komist undan upp i fjöllin, þar sem feykilegar birgðir af fallbyssum og skotfærum liafi beðið þeirra og séu þeir ekki sækjandi þangað, og þar sé mikill fjöldi Breta og Frakka kominn til bjáípar þeim. Fregnir voru í fyrstu •ógreinilegar; en svo er að sjá, sem lítt þreyttar sveitir Serba hafi komið að norðan frá Mitravitza borg, sem er í Ibar dalnum, við suðausturhorn Montenegro, og héldu suður og ofan i Vardar daliun efst, og ráku á und- an sér þá Búlgara, sem þeir hittu, ofan með Vardar ánni (hún rennur suður í sjó hjá Salonichi, og með henni allri er nú barist frá landa- mærum Grikkja). En þegar kom í þrengslin hjá Kastanik, ofan til í Vardar dalnum, skamt frá þvi, þar sem Morava hefir upptök sín og rennur norður, þar slóg saman og varð bardagi harður, og urðu Búlg- arar að láta undan, og voru í mestu hættu, því að Frakkar og Bretar voru að sækja upp með Vardar ánni. En skamt fyrir sunnan Kastanik sátu Búlgarar í Uskub og voru þar í hættu að verða kvíaðir af og komast aldrei heim til sín. Fregnin frá Ber- lin segir að þarna og aftur norðar ' hjá Nish verði að heyja harðan slag, ef Þýzkir eigi að geta haldið járn- brautinni til Miklagarðs. Segja marg- ír, að Serbar haldi ennþá töluverðu stykki af járnbrautinni frá Nish r.orður til Kralievo, eða réttara: Kruchevatz. , Á föstudagskveldið var höfðu eng- ar áreiðanlegar fregnir komið af þeim á norðurkantinum eða viður- eign þeirra við Þjóðverja í fimm daga. Þcir voru í vestur Morava- dalnum, en liann liggur yifir þvera Serbiu miðja frá vestri til austurs, og fellur vestur-áin í þá, er að sunn- an kemur, rúmar 30 mílur norðan við Nish. Þar voru þeir að berjast um allan dalinn og voru búnir að missa borgina Kralievo, neðan eða austan við miðjan dalinn. Tóku Þjóð verjar þar vopnaforða nokkurn; en það var mest rusl ónýtt, — vopn, sem þeir höfðu tekið af Austurríkis- mönnum í fyrri bardögunum og gátu ekki notað. Hinn 12. nóv. héldu 5000 Serbar 15,000 Búlgöruin i Babuna fjöllun- um og gátu Búlgarar ekkert á unnið; eru Frakkar og Bretar þar á leiðinni að sunnan. Þó að Serbar séu eins hart leiknir og fréttirnar segja, þá virðist þó eng- inn bilbugur vera á þeim. Aðalhers- liöfðingi þeirra, General Radomir Putnik, er sjúkur, svo að rétt getur liann fötuin fylgt; er þó einlægt með hernum, og hann fullyrðir, að engum Serba komi til hugar, að leita um frið eða að taka í inál nokkra friðar- samninga, fyrri en Bandamenn séu húnir að sigra. Ein ástæðan fyrir því, að Þjóð- verjar réðust á Serba er sú, að þar eru koparnámur einhverjar hinar beztu í Evrópu; en Þjóðverjar eru orðnir svo hart uppi með kopar, að jieir gátu ekki búið til skotfæri seni þurfti, siðan Bretar teptu siglingar til Svíþjóðar. Og áður en Þýzkir voru búnir að ná námunum, var alt undirbúið að vinna þær og senda koparinn norður á Þýzkaland. Á suðurkantinum i Serbíu er víg- völlurinn 90 mílna langur, sem Bretar og Frakkar halda móti Búlg- örum, mest meðfrain Vardar ánni; en nyrzt eru Serbar í Babuna fjöll- unum og norður af Uskub við Kast- anik. Eru þar horfur góðar fyrir Bandamönnum, en illar fyrir Búlg- örum. En norðan til er bardagalínan öllu lengri, þvert yfir Serbíu, frá Vishe- grad, meðfram vestur Moéava og austur í aðal Morava dalinn. Þar lialda Serbar nú um helgina öllum suðurbakkanum og eru líkur til, að Þjóðverjum gangi þungt að hrekja þá þaðan. Vestast á þeirri linu eru Svartfellingar, og er sem Þjóðverjar höggvi þar i harðan stein; þeir láta ekkert undan Svartfellingar. En nú er sagt, að ítalir séu á leið með mikið lið til að hjálpa bæði Svartfellinguin og Serbum; og ef að Fíússar koma með nokkrum þrótti að austan, þá má vera, að Þjóðverj- um verði fullkeypt förin suður þangað. En einlægt þykja Grikkir ótrúir. Konungur er búinn að leysa upp þingið; tók það til bragðs, þegar hann sá, að meiri hluti þingmanna var nieð Bandamönnum; og nú er þangað komin sendisveit frá Vil- hjálini keisara og í henni herforingj- ar og vinir keisarans, en sjálfur fór lian nað finna Ferdinand Búlgara- konung. Meðal þessara sendimanna cru þeir barún Falkenhausen og Col. Erbseiner. — Rússar eru búnir að lenda her- flokkum á suðurbakka Dónár við Sil- istria, kastala einn, sem Rúmenar c-iga, tæpum 30 inílum norðan við landamæri Búlgara. Enginn veit, livað mikið lið Rússar hafa þar, en búist er við, að þar fjölgi bráðlega og muni þeir halda þar inn á lancl Búlgara; eru þar sléttur miklar í Dónár dalnum. Og sést á þessu, hvað Rúmenar eru Bandamönnum hlynt- ir, að leyfa þeim að lenda hernum i löndum sínum. — 750,000 hermenn segjast Bretar geta tekið sér að meinalausu og sent til hjálpar Serbum, ef að þeir gætu komið þeim, og er það skipafæð, er veldur því, að þeir eru ekki þegar búnir að því. En einlægt gengur þó lestin af skipunum með hermenn, vopn og vistir til Saloniclii. Hefir það haft þau áhrif á Grikki, að þeir eru farnir að dragast nær Banda- mnnum, — alténd ofan á. Og kæmu einhverjar ófarir fyrir Þjóðverja, þá mundu Grikkir fúsir til að ganga að þeim. HlífÖarlaus skothríí). Það hafa menn nú fyrir satt, að neðansjávarbátarnir þýzku, sem réð- ust á og söktu farþegaskipinu An- cona, hafi haldið uppi stöðugri skot- hríð meðan skipið var að sökkva og skutu þeir jafnframt á þá, sem voru á sundi i sjónum og vö'rnuðu þeim nð komast í bátana eða nokkuð frá skipinu, og fyrir það sogaðist fjöldi manna, sem á sundi voru eða á flek- um, niður með skipinu, þegar það sökk, og er talið að þar hafi 80 n.anns farið niður. Neðansjávarbátar Þjóðverja. Það virðist sem allir neðansjávar- bátar Þjóðverja, sem eftir eru, séu flúnir frá Englandsströndum og J komnir suður i Miðjarðarhaf og farn ir að sökkva skipum i félagi við neðansjávarbáta Austurrikismanna. Hafa þeir nýlega sökt hverju vopn- lausu farþegaskipinu af öðru og hafa stundum uppi flagg Austurríkis og stundum Þýzkalands. Sýna þeir þar varmensku liina mestu, að drekkja og skjóta saklausa menn, konur og börn. Búlgarar slátra Serbum. Fréttaritari blaðsinsCorriere Della Sera i Milano á ftalíu lýsir flótta Serbanna úr norðausturhorni Serb- íu yfir Dóná til Rúineniu. Er frá- sögn sú hin átakanlegasta; enda eru þær ekki fegurri sögurnar frá Balk- anlöndunum núna en annarsstaðar, þar sem Þjóðverjar fara yfir eða þó Búlgarar, sem nú ganga í fótspor kennifeðra sinna. Fregnritinn segir, að Búlgarar liafi gjörsópað miirg þorp og bæji, þar sem þeir hafi farið yfir landið og sálgað hverju mannsbarni, sem þeir hafi fundið. Enginn fékk að lifa, hvorki ungur né gamall og var ]ió þetta alt vopnlaust bændafólk. En i ánni höfðu Þjóðverjar verið að slæða upp sprengivélar, sem Serbar höfðu lagt þar til að hindra umferðina, og loks voru þeir svo búnir að sópa ána, að þeir fóru að senda langar lestir af “börðum” of- an ána og voru barðarnir hlaðnir skotfærum og vopnum og fylgdu þeim hermenn. Þegar lestir þessar fóru að berast niður fljótið, þá var úti um að flóttamennirnir frá Serb- iu gætu koniist yfir fljótið til Rúm- eníu, þvi að lestir þessar gengu nótt og dag og voru flóttamenn þeir skotnir, sem reyndu að komast yfir ána. Á mörgum stöðum voru stórir hóp- ar flóttamanna á bökkunum Serbíu- megin. Þeir mændu vonarfullum augum yfir til Rúmeníu. 1 Að baki þeim loguðu þorpin og heimili þeirra nótt og dag, og þarna voru þeir hungraðir og klæðlausir, marg- ir hálfnaktir; margir særðir, sumir brendir, og Búlgararnir og Þjóðverj- arnir vísir til að koma á hverri stundu og skjóta þá niður og hrinda þeim hálfdauðum og helsærðum út í fljótið. , Fréttaritarinn bendir á, hvað fevkiinikill flutningur fari þarna niður Dóná. Langar lestir af bátum með svörtum og hvítum fáijum, mcð þúsundum hermanna og kynstrum af skotfærum og vistum. Svo má heita, að gengið hafi óslitin lestin liermannanna eftir gamla rómverska veginum suður af Orsava og “járn- liliðunum”, en Serbamegin suður eftir tanganum eða norðausturhorni Serbíu. Alt er á leið til Rúmeníu. — Og svo fara gufubátar Austurríkis- manna og draga barða marga með herfangi frá Serbíu; þvi að öllu sópa þeir, sem nokkurs er virði. — Mennirnir eru að eyða landið og uppræta þjóðina. SVARIÐ MANNINUM. Herra John Björnsson, að Myndus, New Mexico, óskar að fá að vita, hvort bræður hans, frá Ásgeirs- brekku í Skagafirði, hafi komið til Vesturheims, og ef svo, hvar þeir eru búsettir hér vestra. Sömuleiðis óskar hann að fá að vita um áritun Sigurbjörns sonar sins, sem liann segir vera einhvers- staðar i Manitoba. Hver, sem þekkir til þessara inanna, eða einhvers þeirra, er vin- samlega beðinn að senda áritun þeirra til íslenzku blaðanna Heims- kringlu og Lögbergs, eða beint til: John Björnsson, Myndus P.O., New Mexico, U. S. A. GENGINN f HERINN. * *— ---------------—¥ EDWIX H. HEXDEBSOX. Þessi ungi, íslendingur er einn af þeim Winnipeg íslendingum, sem gengið hafa í herinn til að leggja fram sinn skerf til viðhalds brezkri menning og mannréttindum i landi þessu. Hann er fæddur hér í borg- inni 17. janúar 1890, og eru foreldr- ar itans þau lijón Jón (Helgason) og Margrét (Jónasdóttir) Henderson, að 018 Maryland St., þar sein þau hafa átt heima í mörg unclanfarin ár, og munu fjölmargir íslendingar hér í landi, bæði i borginni og út um bygðir, við þau kannast, því þau hafa dvalið lengi hér vestra og eiga inarga vini. Þau eru ættuð úr Húna- vatnssýslu á íslandi. Edwin hefir ávalt verið tii heimil- is hjá foreldrum sínum, unz -hann gekk í herinn og fór áleiðis til Eng- lamis í lok júnímánaðar sl. með her- deild sinni (Casualty Clearing Sta- tion, Can. Army Med. Corps). Hann hefjr verið á Englandi síðan og slaíiáð þar við sjúkrahús i Moore Barracks, og var hann cinn af þeim. er sendir voru til að sækja hina dauðu, særðu og limlestu her- menn, er biðu lífs og lima tjón af Zeppelin sprengikúlu i einni mann- skæðustu árás þessara loftfara á Lundúnaborg. Var þar ófögur að- koma, í tjaldinu, sem sprengikúlan hitti, þar sem dauðir, særðir og lim- lestir ménn lágu á víð og dreif, og segir Edwin í bréfi til foreldra sinna að þeirri sjón geti hann aldrei gleymt. Edwin hefir fengið góða undir- stöðu rnentun og vánn við banka- störf og verzlun eftir að hann hætti skólagöngu. Hann er efnismaður, stiltur og gætinn, en þó einbeittur og fastur fyrir. Hermannasjóður stofnaður. Fyrir hönd Ungmennafélaganna, sem stóðu fyrir söfnun jólagjafa handa íslenzku hermönnunum, þökk um vér fyrst og fremst blöðunum Lögbergi og Heimskringhi, fyrir þá drengilegu hjálp, er þau veittu oss, og biðjum þau svo að bera þakklæti vort til allra ]ieirra, sem svo fljótt og vel skárust í leik og gjörðu oss fram- kvæmdir mögulegar. Það er ætíð gleðiefni, að sjá, hvað íslendingar eru fljótir til að hjálpa góðu málefni, og um örlæti er ekki að tala. Að þessu sinni hefir komið inn töluvert meira en þurfti með, sem eftirfylgjandi listi sýnir: Peningar hafa komið inn alls — $2ö2.95. Vér höfum sent 52 kassa og í þeim voru eftirfylgjandi munir: 52 pör af sokkum. 52 pör af vetlingum. 10 pör af smokkutn. 9 doz. af vasaklútum. 40 handklæði. 80 hárkambar og hárgreiður. 7 doz. kerti. 24 pks. rúsínur. 26 pks. ‘dates’. 84 pks. súkkulaði. 40 pks. Fruit Cake. 52 pks. Candy. 200 pks. Gum. 25 pd. reyktóbak. 1200 Cigarettur. 52 pks. skrifpappir og umslög. 5 doz. ritblý. 15 reykjarjtipur. 80 handsápur og skeggsápur. 17 boxes Oxo. 3 treflar. Það var hinn 9. nóvember, sent neðansjávarbátur með flaggi Aust- urríkis sökti skipinu Ancona. Skip- ið var italskt flutnings- og farþega- skip. Það var á leiðinni frá Neapel á ítalíu til Ameriku með 422 farþega og 60 manna skipshöfn. Skipið var vopnlaust, far])egarnir innflytjend- ur á leið til New York, milli 20 og 30 Bandaríkja borgarar. Einn y.firmaður skipsins, sem bjargaðist og komst á land i Cape Bon í Tunis á Afríku ströndum, seg- ir, að neðansjávarbátarnir hafi ver- ið tveir, báðir með flaggi Austurrik- is. Þeir eltu skipið og náðu þvi um hádegisbil. — Aðrir segja, að báðir bátarnir hafi haft uppi þýzka fán- ann, þegar þeir nálguðust skipið. Báturinn, sein var á undan, fór fram fyrir skipið, til þess að það kæmist ekki undan. Hinn neðansjávarbátur- inn kom á eftir og var 300 feta lang- ur, með fallbyssur nokkrar ofan á bakinu. Hann fór þegar að skjóta á 1—2 milna færi. Við fyrsta skotið fór skipstjórinn á Ancona að setja út báta og koma fólkinu i þá. Þessi maður, sein frá segir, komst i land Vér höfum eftir 51 pr. af sokkum og 21 pr. af vetlingum. Einnig liöfum vér $181.20 i pen- ingum, er lagt hefir verið inn í sparisjóðsdeild Northern Crowln bankans. Og hefir nefndin afráðið, að byrja með þvi sjóð, sem verjast skuli til styrktar íslenzkum her- mönnum, sem koma fatlaðir og hjálparþurfa til bakti úr striðinu. — Ef engir islenzkir hermenn skyldu liurfa þess méð, verður fé það, er safnast i þennan sjóð, afhent til “Bcturned Soldiers’ Association”. H. Pétursson. P. Bardal. Dr. Montague látinn. Ilann fanst dauður á gólfinu i her- bergjum sinum á Iloyal Alexandra Hotel hér í borginni kl. 2.25 e. m. á laugardaginn var. Sögðu læknar, að hann hefði látist af hjartaslagi. — Hafði verið lasinn við og við og veill fyrir seinustu árin og þó eink- mn ]>etta sumar, og stundum að eins getað verið á ferli i herbergjum sín- í Tunis og nokkrir aðrir, eitthvað rúmir 50. Aðrir komust á land á eyjunni Malta. Þeir segja að þeir hafi séð bátana álengdar á löngu færi og fór annar þeirra þá strax að skjóta, þvi hann var nær allur ofansjávar. Fimta skotið hitti og tók burtu stýrisbún- að og stansaði þá skipið og var far- ið að koma fólkinu í bátana. En það gekk seint, þvi að farþegarnir voru mest börn og konur, á leið til Banda- ríkjanna. Voru þá vein mikil og ótti i konuni og börnum; en skotin héldu stöðugt áfram og skipið var að sökkva. Vildu 1)vi bátarnir hvolfast og steyptist fólkið í sjóinn, en sumt varð fyrir skotunum. Druknuðu þá margir. — Ekki vita menn, hvað margir fórust, um full tvö hundruð segja síðustu fregnir. Þar af segja fréttaritararnir að 27 hafi verið borgarar Bandarikjanna. Er verk þetta talið engu betra en þegar Þjóðverjar söktu Lúsitaníu. Búist er við bréfi frá Wilson for- seta bráðum. En kurr mikill er í all- flestum Bandarikjablöðum út af ó- dáðaverki þessu. um„ en legið rúmfastur með köfl- um. Dr. Montague var fæddur í Adel- aide County í Ontario 1858 og var bóndason. Gekk á Woodstock Col- lege og Victoria University og stund- aði læknisfræði. Náði |)ingmensku eftir erfiðleika all-mikla og itrekað- ar tilraunir 1889. Komst í leyndar- ráðið 1894 og varð síðan ráðgjafi. Dr. Montague þótti fyrirtaks mælskur maður, þó að oft gengi lionum illa i kosniugum. 1908 flutti hann til Manitoba; 1913 varð hann ráðgjafi í stað Colin H. Campbell. Hann var einn af ráðgjöfuin þeim i Manitoba, sem sakaðir voru um fjár- drátt og lá sú sök á honum, þegar liann dó. Hann lætur eftir sig ckkju lifandi, tvær dætur og tvo sonu, sem báðir eru á vígvöllunum. að berjast móti Þjóðverjum. , Joffre settur yftr alt liðið. Joffre er orðinn yfirforingi Breta, Frakka og Belga á Balkanskaganum og i Armeníufjöllum. Undir honum eru þá báðir þeir Kitchener og Nik- ulás hertogi. Er það gjört til þess, að hafa betri samvinnu. Til íslenzkra Konservatíva í Winnipeg Eins og getið var um í síðasta blaði, hefir ver- ið ákvarðað, að ÍSLENZKI KONSERVATÍVE KI0BB- URINN haldi sinn fyrsta fund á vetrinum FIMTU- DAGSKVELDIÐ I ÞESSARI VIKU (18. nóvember) í fundarsal Únítara, horni Sherbrooke og Sargent stræta. — Allir meðlimir Klúbbsins eru vinsamlega ámintir um að mæta, og eins allir aðrir íslenzkir Kon- servatívar í bænum, sem vilja veita klúbbnum stuðn- ing sinn,— og það ættu allir Islendingar fúslega að gjöra, sem tilheyra Konservatíve flokknum. íslenzkir Konservatívar aðkomandi í bænum, eru boðnir og velkomnir á fundinn. Fundurinn byrjar kl. 8. Á. P. JÓHANNSSON, forseti. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Sendið myndir og upplýsingar um íslenzka hermenn. * ♦ Vér ætlum nú að gefa út Jólablað með myndum aUra íslenzkra hermanna, er í stríðið hafa farið, ef að vér getum fengið þær og svo nöfn þeirra, aldur, foreldra, heimili, þar sem þeir voru síðast og nafn herdeildar þeirrar, sem þeir eru í. Sjálfir viljum vér gjarnan hafa myndir af öllum vinum vorum og kunningjum, sem í stríðið fara, og eftirkomendur þeirra og okkar munu þó fremur vilja vita um það, hvað for- feður þeirra hafi gjört og hverjir þeirra hafi verið í stríði þessu hinu mikla og hvernig þeir hafi litið út, og myndu telja það ómannlegt af oss, sem heima sátum, meðan þeir fóru að berjast, að gjöra ekki svo mikið sem reyna að halda minningu þeirra uppi, — og vissulega væri það óafmáanleg skömm fyrir oss alla. Vér leitum nú til yðar, skyldmenna þeirra, sem í stríðið hafa farið, að senda oss nú öll nöfnin og aldur, foreldri, heim- ili (þar sem þeir voru síðast) herdeildarnafn og ljósmyndir af þ eim, — myndir af vinum yðar, sonum eða bræðrum eða eiginmönnum, sem í stríðinu eru. Látið oss nú ekki bregð- ast það. Vor verður ekki skuldin, þó að nöfn þeirra eða myndir finnist ekki á lista vorum, — ef að vér fáum hvorki myndirnar eða nöfnin frá þeim, sem geta látið þau í té. En þess viljum vér biðja fólk að gæta, að vér verðum að fá myndirnar sem allra fyrst, helzt fyrir eða um mánaða- mótin næstu. Því að útgáfan verður nokkuð stærri en venju- legt blað, og tekur langan tíma að gjöra hana þolanlega úr garði, einkum er fjöldi mynda verða í blaðinu. Vér lítum nú til yðar, vinir, og treystum því, að þér hjálpið oss til að koma þessu í verk. Oss má ekki bregðast það, og vér megum engan eftir skiija. En nú sem stendur vitum vér ekki nærri öll nöfn þeirra, sem í stríðið hafa farið, — en vér treystum því að þau komi og myndirnar með. THE VIKING PRESS, LTD. *♦♦♦♦♦♦♦♦< -4 44-f4-f-f 4 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦44 44+♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.