Heimskringla - 18.11.1915, Side 7

Heimskringla - 18.11.1915, Side 7
WINNIPEG, 18. NóVEMBER 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 7 Með innstæði í’banka geturðu kepyt með v vildarverði. Þú veist að livað eina er dýrara verðurðu að OF CANADA kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga 1 höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu bína, og bú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., OTIBO A. A. Walcot, bankastjóri W ■■ ----- ■ ' " ■ .. " ■ Fréttabréf. Point Roberts, 1. nóv. 1915. Heiðraði ritstjóri! Eg held eg verði að hripa blaði þínu nokrar línur, af bú gætir notað þær, því nú er langt síðan, að neitt hefir héðan sést. En stutt skal það vera. Eg hét því í sumar, þegar þú kliptir aftan af örstuttum pésa mín- um, alveg ástæðulaust, að mér fanst, að ónáða þig ekki oft, né með löngu máli og reyni líklega að efna það. Það sparar skærin þín. Það hefir aldrei verið stytt, leiðrétt eða lag- fært, óbeðið, sem eg hefi í blöð rit- að, fyrri, hvorki heima né hér.. Þú segir í athugasemdum þínum við grein “Gamla Nóa” um daginn, að blað þitt fái of lítið af nýlendu- fréttum, og kennir því utn, nteðal annars, að fréttariturum falli illa, að greinar þeirra séu limlestar og reiðist svo að þeir hætti að skrifa. Þú aftur á móti hljótir oftlega að falla úr fréttapésum af því þú viljir ekki láta blað þitt flytja persónu- legar árásir. Þetta getur nú alt verið gott og blessað. En ekki vil eg að þú skiljir þenna formála minn sent sönnun fyrir þinu máli. Eg hefi ávalt forðast persónulegar árásir i grein- um minum, en að fella úr þeitn að- finslur við einhvern óvana, sem er æði almennur, þegar mitt fulla nafn er undir, og ])að er gjört með kur- teisum orðum, eins og eg reyni oft- ast að gjöra, ]>að kalla eg óþarfa “hunda-kúnstir”. — Jæja, þetta ætti nú að vera nægilegur formáli. Alment líður fólki hér fremur vel. Tanginn er yfir höfuð farsældar- sveit, þótt ekki leiki alt i lyndi æv- inlega fremur hér en annarsstaðar. Til dæmis var siðastliðið sumar svo frámunalega þurkasamt, að hey- skapur varð afardýr hjá flestum; vatnsból þrutu og hagar urðu litlir og kjarnlausir, svo kýr hvorki héldu holdum né gjörðu gagn, svo i lagi væri. Laxveiði varð í minna lagi, og gaf því minni atvinnu en við var bú- ist. Bætt hefir það þó nokkuð um, að haustfiskur hefir verið töluverð- ur, svo kvenfólk hefir haft allgóða atvinnu á niðursuðuhúsinu hér. — Flestir hafa orðið að fækka gripum sínum að miklum mun, en markaðs- verð er lágt, og það sem verst er, að samgöngur eru svo andstæðar, að erfitt er að koma þeim til markaðar, nema með æi;num kostnaði. óhag- stæðar samgöngur eru eitthvart Versta meinið hér. En þrátt fyrir þessa annmarka munu margir hafa meiri ástæðu til að kvíða vetrinum, en Tangabúar. Það mun og áreiðan- legt, að þeir, sein áttu hér landblett og fluttu héðan, hafa flestir iðrast þess. Heilbrigði manna er í góðu lagi alment. — Engir dáið nýlega, en þó nokkur börn fæðst. Lagleg heimili eiga hér flestir landar og ný ibúðarhús, prýðileg, hafa þeir reist í sumar lngvar Good- man og Jóhannes Sæmundsson. Barnaskóli er hér góður og sunnu- dagaskóli meðal landa, og hefi eg getið þess áður. Kristilegur áhugi má góður kallast meðal landa, og hefir söfnuðurinn fastlega i huga að reisa kyrkju, þótt sinár sé. Á nú að halda “tombólu” bráðlega |>ví máli til styrktar. Hingað fluttust i sumar tvær is- lenzkar fjölskyldur og keyptu land- blett. Bergþór Jónsson, sem er bróð- ir Janusar Jónssonar, prests og fræðimanns, og sem búið hefir i Foam Lake, keypti hér land, og flutti á það sonur hans Jón með konu sinni og barni. Hann er tnálari og kom frá Barnaby, sem er hér rétt norðan við landamærin. Hin fjöl- skyldan kom frá Seattlc. Það er Gunnlaugur Jóhannsson trésmiður, með konu og börnum. Gunlaugur er hinn mesti dugnaðar og áhugamað- ur. Hefir hann uni mörg ár staðið mjög framarlega i félagslífi íslend- inga i Seattle og er þeirra hjóna mjög saknað'þaðan. — Þá hafa ogj sest hér að þeir Jón (Þorbergssonq Eiríksson með fjölskyldu (hann er giftur stjúpd. Gunnl.). Jón er sér- lega fjölhæfur og sönginaður með af- brigðum. Hinn er Pétur Jónsson nieð fjölskyldu sína. Hann er ættað- ur úr Reykjavik, sonur Jóns lóðs í Dúkskoti og mágúr þeirra Wathnes bræðra. Hefir lengstuin verið við verzlun. Jón og Pétur hafa ekki tekið I sér land. — Alt er þetta mesta j myndarfólk, er iiú er talið, og hverju j héraði gróði að slíkum innflytj- j endum. Eg fór til Seattle fyrir skömmu. og gæti sagt ýmislegt þaðan; en tneð þvi að þar eru ýmsir fréttaritarar, ætla eg ekki að sletta mér þar fram í, að þessu sinni. En eg má til með að geta þess, að í bakaleiðinni dvaldi eg tvo daga í Bellingham. Þar hefi eg verið mjög lítið kunnugur. Hefi eg ávalt haldið að þar væri örfátt af löndum, en eftir þvi, sem eg komst næst nú, þá eru þeir yfir liundrað, börn og fullorðnir. Nokkuð eru þeir dreifðir um bæinn, en halda þó uppi góðum íslenzkum félags- skap, og lestrarfélag hafa þeir, er “Kári” nefnist. Héldu ])eir “tom- bólu” því til hagnaðar um þetta leyti! Var eg þar, mér til mikillar á- p.ægju. Allur þorri landanna var þar saman kominn, en enginn af öðrum þjóðum. Seldust þó drættir allir þvi nær undir eins. Þar var regluleg islenzk samkoma. Hún var haldin i húsum þeirra Guðmundar Goodmans og Vigfúsar Vopna (bróður Jóns Vopna), sem standa hlið við hlið og c-ru stór og prýðileg, með öllum ný- tízku þægindum. Eg tók einkum eftir því, hvílikur samúðar og ánægju- blær var yfir öllu; þar var enginn j BETIU EN ÞÚ svipur á nokkrum manni; en slíkt vill þó oft brennaj 1 ' ' , Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldÍTÍð D. D. Wood & Sons. 0' ---------------—Limited---------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre" plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,“ harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. við, bæði hjá löndum og öðrum. — Var mér sagt, að slikt ætti sér ekki stað hjá þeim, heldur væru allir samhentir og einhuga í því að halda hópinn. Eg get þess af því að eg þekki aðra staði, þar sem íslending- ar eru miklu fjölmennari; en félags skapur allur gengur skrykkjótt 1>ök- um sundurlyndis og tvídrægni, að eg ekki tali um þar sem leiðandi i mennirnir (sem ættu að verg) geta I ekki verið undir sama þaki, sem j dæmi munu þó til. Þori nú eki að hafa þotta lengra í þetta sinn, þvi mér sýnist þú vera að koma með skærin. Sigurður Magnússi Fréttabréf. Herra ritstjóri Hkr. Sú flónska dettur mér i hug að skrifa Kringlu, en stutt verður það í þetta sinn. Nú eru vetrarveður að byrja lijá <;kkur hér. Það hefir rignt.meira og minna i október, en jörðin drakk í sig alt það vatn, sem kom; því hún var orðin svo þyrst blessuð skepn- an, eftir þriggja eða fjögra mánaða stöðugan þurk, -— þar til síðustu vikuna að fóru að sjást pollar. Lítið var um fiskinn i sumar; og mun því vera minna af þeim kringl- óttu hjá fólki, þvi það lítið að fisk- aðist var varla til að hafa Japana og Kínverja ánægða; því það hafði verið fult af þeiin á fiskihúsunum. Útlit er hér því heldur slæmt, ef ekki verður góður vetur. Húsasmíði er ekkert; strætavinna dálítil í sumar, en mikið af þeim peningum fór i burtu úr bænum. Þó er ögn líf- legra en hefir verið, því'að 3 þak- spónsverkstæði ganga, svo þetta lif- akkeri Blaine-búa, Morrison mvln- an, sem að eins býr lil húsavið og kassa; en hún gengur alt af ár eftir ár; samt var þriggja vikna hreins- un gjörð í haust, því nú var minna að gjöra, því enginn var fiskurinn. Ein af þakspóns mylnunum var sett á stað með hhitafé i haust og eru nokkrir velstæðir landar eigendur hluta, svo sem Mr. Kristján Daviðs- son og Mr. Hjörleifur Stefánsson og tengdasonur hans Mr. Fred Stevens. Maður vonar að það blessist. Eg heyri sagt, að það eigi að halda samsæti á afmæli Matthíasar Joch- umssonar og er kvenfélagið drif- fjöður i þvi. Þá kvað eiga að ‘blóta’ til langlifis skáldinu og á ekki að <!raga af, því mikið þykir við liggja að vel takist; mun ‘blótað’ um 50 ára beiðni i viðbót, með söinu héilsu og fjöri og skáldið hefir nú, eftir ísa- foldar sögn. Þar munu allir landar koma og nóg er húsrúm fyrir alla. Landar eða lúterski söfnuðurinn hér hefir verið heppinn að fá Mr. S. ólafsson fyrir prest sinn. llann er lipurmenni, svo eg álít að söfn- uðurinn hér hefði ekki getað feng- ið sér samhentari prest; hann er um leið góður tölumaður eða pré- <líkari eða hvað sem það á að kall- ast. Eg gæti bezt trúað söfnuðinum til að halda hann sem lengst. Það hefir verið nokkuð minna um samkomur i ár en undanfarið: auðvitað er veturinn að byrja. En- citt er víst, að kvenfélögin eru lif- andi hér og þá vonar inaður. , Þetta er |)á alt i þetta sinn, og alla sem lesa og ])ig einnig, herra ritstjóri, bið eg að fyrirgefa hvernig það er úr garði gjört. Virðingarfylst. llcrjan. Blaine, Wash., 4. nóv. 1911. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrlr fjölskyldu a8 sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, gat- ur tekiö heimilisrétt á fjóröung dt section af óteknu stjórnarlandl i Manl- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sœkjandi veröur sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar i þvi héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarlnnar (en ekki á undir skrifstofum) meö vlssum skil- yröum. SKYLDUR. —Sex mánaöa ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landneml má búa meö vlssum skilyröum innan 9 mílna frá helmilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmllegt ivöru- hús veröur aö byggja. aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fuilnægö- ar innan 9 milna fjarlægö á ööru landl, eins og fyr er frá greint. f vissum héruöum getur gðöur og efnilegur landneml fengiö forkaups- rétt á fjóröungi sectionar meöfram landi sinu. Verö $3.00 fyrlr ekru hverja SKV1.DUR—Sex mánaöa ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefir unniö sér inn elgnar- bréf fyrir heimilisréttarlandl sinu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréfiö, en þó meö vlssum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur heimllis- rétti sinum, getur fengiö helmlllsrétt- arland keypt i vissum héruöum. Verö $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDCR— Veröur aö sitja á landlnu 6 mánuöl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landlnu, sem er $300.00 viröi. Bera má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógt vaxtO eöa grýtt. Búpenlng má hafa á landtnu i staö ræktunar undir vissum skllyröum. W. W. CORY. Deputy Mlnlster of the Interior. Blöö. sera flytja þessa auglýslngu leyfislaiist fá enga borgun fyrir. Ný útgáfa af Ijóðmælum Bólu-Hjálmars. Ljóðmæli Bóln-U jálmars. — L’m nokkur undanfarin ár hefi eg verið að hugsa um, að safna öllum kvæð- um Bólu-Hjálmars, afa niíns, er unt væri að ná í og ekki væru nieð öllu glötuð, og gefa þau út í einni heild, og ganga þá svo nærri um útgáfu kvæðanna, sem fært væri. En ýmsra orsaka vegna hefi eg ekki getað komið þvi við fyr en nú á þessu sutnri, að eg, fyrir tilstyrk góðra ínanna, gat byrjað á að gefa út þetta fyrsta hefti, er hér kemur fyrir al- menningssjónir. Eru flest af kvæð- um þeim, sem það hefir að geyma, áður óprentuð, og ef menn taka því vel, sem eg vona þeir gjöri, vildi eg geta haldið áfram og gefa út 2. og 3. hefti á næstu tveim árum, og ætti þá megin kvæðanna að vera prentað. Með 3. heftinu er ætlast lil að fylgi mynd og a'fiágrip skáldsins. - Dr. Jón Þorkelsson landskjala- vörður hefir góðfúslega tekist á hendur að annast um útgáfuna fyrir mína hönd, og auk þess, sem hann hefir búið kvæðin undir prentun og lesið prófarkir, hefir hann leitað til ýmsra manna i fjarlægð, er þóttu liklegastir til, að hafa eitthvað í fór- uin sinum eftir Hjálmar, ogmeð þvi móti fundið kvæði, sem annars mundi torsótt að finna. Fyrir ]>að Ivandaverk og vel af hendi leysta, ■ færi eg dr. Jóni Þorkelssyni hér með alúðarfylstu þakkir í nafni afa mins i og allra þeirra, sem unna minningu hans og kvæðum. j Hjálmar Lórusson. Þannig segir útgefandi þessa nýja ■ ljóðmælasafns Bólu-Hjálmars frá í bráðabirgðaformála, sem fylgir 1. heftinu. Engjnn efi virðist geta á þvi lcikið, að Ijóðmælum Bólu-Hjálmars verði svo vel tekið, að útgefandi geti : hahlið við áform sitt, að láta 2. og 3. hefti koma út á næslu tveiinur árum. 1 þessu 1. hefti er margt af kvæðum, Rafurmagns hundurinn. John Hay Hammond, hinn yngri hefur fundiö upp þenna rafurmagns-hund og heldur hann á myndinni rafljósinu fyrir framan hundinn. Þessi vél elttr ljósiö hvert sem vera skal og ætla Bandamenn aö nota uppfindinguna fyrir þráölausar torpedór. sem áður eru ekki prentuð. Meðal þeirra eru tvær þýðingar á latnesk- um kvæðum, sem Hjálmar hefir látið segja sér efnið úr og síðan snúið i ljóð. Þessi kvæði fylgdu 1. útg. Ví- dalínspostillu og settu kennararnir á Hólum þau saman bókinni til hróss, en þar var hún gefin út 1718, og létu pren.ta frainan við hana, en sið- ari útgáfunum hafa kvæðin ekki fylgt.—Lögrétta. Fréttabréf. Cloverdale, B.C., 26. okt. 1915. Síra M. J. Skaptason! Heiðraði herra. Eg sá i blaðinu Heimskringlu, sem eg fékk í gær, að verið var að skora á íslendinga hér i landi, að gefa jólagjafir til Islend- inga þeirra, sem gengið hafa í her- inn. Og ætti öllum að vera það ljúft, sem á annað borð geta nokkuð látið af hendi rakna, að minnast þeirra um jólin. Eg ætla því að biðja þig fyrir 3 dollara frá börnum minum, Stefáni og Þóreyju, sem vilja vera með unga fólkinu að gleðja þá, sem eru að leggja líf og blóð i sölurnar fyrir okkur, sem heima sitjum. Líka sendi eg tvo dollara, sem andvirði Heimskringlu, sem eg bið þig sömuleiðis að koma til skila, og bið eg afsökunar á, að það kemur i seinna lagi. Héðan eru engin tíðindi, sem eg man eftir. Tíðin hefir verið hér góð; reydar helzt of miklir þurkar í sum- ar, svo að jörð skrælnaði mjög í á- gúst og september; enda voru þá miklir skógareldar hér i kring, og jok það á hitann. Uppskera var hér frekar'góð og nýting ágæt. Nú er komin rigning og jörð farin að grænka. Hér í þessu bygðarlagi eru fáir landar, en öllum líður vist þolan- lega, að svo miklu leyti, sem eg veit um. / Vænt þykir mér um að fá Kringl- una; hún segir greinilega frá stríðs- fréttunum og þeim ósköpum, sem eru að gjörastfí Norðurálfunni. Eg liefi séð í blaðiftu að sumir landar muni vera hlyntir Þjóðverjum; en eg get fullvissað þig um, að þeir fáu landar, setn hér eru, eru einhuga með Bandamönnum; svo það nær ekki til okkar hér; enda vonandi, að það séu fáir Canada íslendingar, sem vilja mæla bót aðferð Þjóðverja í stríði þessu, og ætti heldur eng- um að líðast. All-mikið veður hefir verið i Lib- eral málgagninu Lögbergi út af ráð- gjafamálunum; og er það von. því það er stórhneyksli; en illa situr ])að á núverandi ritstjóra þess að tala digurt um þjófnað og hvað ó- drengilegt sé að flýja réttmæt lög, og sannast á honum máltækið gamla, að sá er ekki heimskur, sem kann að þegja. Eg sé á greininni hans gamla Nóa, að honum líkar ekki sagan “Menn- irnir á uixlan Adam”; en mér fyrir mitt leyti líkar liún vel. Svo þakka eg þér fyrir Kringluna og vona hún haldi áfram eins og að nndanförnu. Með beztu óskum, þinn einl. Thorst. ísdal. “Margt smátt gjörir eitt stórt” segir gamalt orStak, sem vel á viS þegar um útistandandi skuldir blaSa er aS ræSa. Ef allar smá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaSar á þessu hausti, yrSi þaS stór upphæS og góSur búbætir fyrir blaSiS. ----- MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS borga skuldir ySar viS blaSiS np i haust. Dánarfregn. Heiðraði ritstjóri Hkr. Gjörið svo vel að Ijá cftir fylgj- andi línum rúm í blaði þinu. Hinn 4. nóvember 1911 lézt í Brandon á sjúkrahúsinu þar Guðjón Guðbrandsson frá Skaga í Dýra- firði; 66 ára gamall. Hann var son- ur Guðbrandar Jónssonar og Hall- tlisar Bjarnadóttur. Hann var ó- kvæntur og á að eins tvö lifantli systkini T Ameríku: Þorlaugu gifta herra Búh Jónssyni við Winnipegos- is, og Guðmund; lika búsettan við Winnipegosis. Ómögulegt var að koma orðum til þessara systkina hins látna manps, svo herra Guðmundur A. Johnson stóð fyrir útföriijni. Ekki voru aðr- ir viðstaddir en húsfrú Sigriður Thorsteinsson frá Beresford í Mani- toba ,hún lét fallegan blómsveig á kistuna); herra Gunnar Jolinson og húsfrú Málfriður Johnson, og Skúli sonur þeirra (þau komu líka með fallegan blómsveig); Mrs. Helga Sax- on, gift enskum manni, var þar lika, búsett i Brandon. Annað fólk sá eg ekki þar. Vinkona hins látna. J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. Inlon Bank 5th. Floor Xo. 520 Selur hús og lótSir, og annaí þar a5 lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Mnln 20S5. PAUL BJARNAS0N FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgfc og útveg.ar peningalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. G. Hlnriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG pentnga mlhlar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Wlnnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LttGFRÆÐINGAR. 907—908 Confederatlon Llfe BId(. Phone Maln 3142 WINNIPBO Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖGFR.EÐIXGAR. Phone Matn 1661 S01 Electric Railway Chamberi Dr. G. J. GISLAS0N Phynlclan and Snrgron Athygli veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt innvortls sjúkdómum og upp- skuróí. 1S South 3rd St.. Grand Forka. N.D. Dr. J. STEFÁNSSON 401 HOYD BIJII.DING Hornl Portage Ave. og Edmonton BL Stundar elngöngu augna. eyrna, nef og k verka-sjukdóma. Er aTJ hltta frá kl. 10 til 12 f.h og kl 2 til B o.h. '1'alMftnl Maln 4742 Helmtli: 106 Olivla St. Tals. G. 2tl» Talsfmi Nlaln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. Vér höfum fullar birgOlr hreinu-tQ lyfja og meftala, KomiÐ aiett lyfsettla yöar hing- aO vér gerum meöuiiu uAkvnemle»ra eftir Avlsan lækuisius. Vér sinnnm utausveita pönnnnm og selinm giftiugaleyti, COLCLEUGH & CO. (Votre Dame Ave. <t ^ierbruoke St. Phone Garry 2690—2691 FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó vlögerh á me?an þú bíbur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (saumaö) 15 minútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eöa leöur, 2 mínútur. STEIVART, 103 Paeiric Ave. Fyrsta búö fyrir austan aöal- stræti. SH AW’S Stærsta og elsta brúkabra fata- sölubúðin í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI G00DMAN N Verkstæöi. Hornl Toronto St. og Noire I)ame Ave. Helmilla Gtrry Garry KM A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfartr. Allur útbúnaöur sá bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnlsvaröa og legsteina. 813 Sherhrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIPEG. MARKET H0TEL l4b Frineess St. á mótl markaSlsum Bestu vinföng vlndlar og aöhlyn- íng góS. lslenzkur veltlníamaS- ur N. Halldorsson, lelDbeinir Is- lendingum. P. OTOHNEIj. elKHudl WINNIVKG

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.