Heimskringla - 16.12.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.12.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 16. DESEMBER 1915. HEIMSK HIN GLA (Stofnafi 1SS0> Kemur út á hverjum fimtudegi Útgefendur og eigendur: THK VIKING l'RBSS LTD. VerC blaCsins í Canada ogr Bandaríkjunum $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist til ráCsmanns blabsins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press Limited. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Ráísmaíur Skrifstofa: 729 SHERIIROOKE STREB, WINNIPEG P. O. Ilox 3171 Talnlml Garry 4110 Jóla-hátíðin. AGNAÐARHÁTÍÐIN JÓLIN, friðarhátíð- in, er nú fyrir höndum. Hinir fyrri menn héldu hana helga í minningu. | sólguðsins, sem færði þeim ljós og hita | og líf.. I nærri tvö þúsund ár hafa kristnir menn um heim allan haldið hátíð þessa í mmn- j ingu Jesú Krists, barnsins, sem fæddist í jöt- unni í Bethlehem á Gyðingalandi fyrir 1915 árum síðan; barnsins, sem varð friðarpostuli, fræðari og frelsari mannkynsins. Þá var myrkur villu og vanþekkingar, þræl- dóms og ánauðar yfir heiminum. Hann boðaði frið, boðaði kærleika; hann boðaði Ijós; hann boð- aði að betrun hugarfarsins og lífernis manna. 1915 ár eru liðin síðan hann fæddist, og ein- lægt hafa kenningar hans meira og meira útbreiðst um heiminn. I hundrað þúsundatali fara “boð- endur orðsins ’ út um heiminn að prédika kenn- ingar hans, að boða friðinn hans, kærleikann hans, að hugga hina hreldu og ístöðulitlu, að glæða von- ir hinna vonlausu og örvæntingarfullu, að varpa J ljósgeislum í hjörtu þeirra, sem í myrkri voru. Og margan kofann lýsti ljósið það, margan vonarneist- ann lífgaði boðskapur sá og gjörði að skærum, blossandi loga, þar sem áður var kanske helkuldi j hatursins og myrkur örvæntingarinnar. Og fjöldinn manna hélt og trúði því, að synd- i in væri að hverfa úr heiminum; heimurinn var 1 orðinn svo mentaður og myrkur villunnar og van- þekkingarinnar var horfið, hjá öllum hinum ment- j uðu þjóðum að mmsta kosti; — bráðum myndi koma sá tími, þegar kærleikurinn, réttlætið og sannleikurinn myndi ríkja í heiminum. Fyrir Ijósi i vísindanna gátu öfl myrkranna ekki þrifist. En það hefir verið eitthvert mýraljós, sem j menn hafa verið að horfa á. Menníngin var ekki nema skel eða næfurþunt hýði. Réttlætið og sann- leikurinn var troðið undir fótum herflokkanna. Vísindamennirnir fóru í leiðangur að ræna og myrða. , Mörg, mörg ár var þetta að undirbúast, eigin- lega fleiri aldir, meðan mennirnir héldu að kristn- in væri að eflast og vísindin að breiðast yfir heiminn. Það sauð á kötlunum undir niðri, og ein- lægt hitnaði jafnframt því, hvað vísindin uxu og menningin breiddist út; því að hún var fölsk, sem stríð þetta sýnir. Þetta var aldrei Krists kenning, hins elskulega postula friðarins og kærleikans. Og það voru öfl heimsins, sem í margar aldir höfðu verið að brjótast um í djúpum mannssál- innar, sem nú voru að berjast, og halda því áfram, þangað til annaðhvort verður undan að láta. Öfl myrkranna annars vegar og öfl Ijóssins og réttlæt- isins hins vegar. Mikill hluti heimsins er kominn í , slag þenna, sem eiginlega er miklu meiri en allir bardagar heimsins til samans, sem áður hafa háðir verið. Og enginn veit, hverjir enn kunna við að bætast. Menn skiftast í tvo flokka. Hver fer með sínum. Fáa grunaði, að þetta myndi fyrir koma. En ef að menn líta það í réttu ljósi, þá ættu menn að geta séð, að þetta hlaut svo að vera; það var ó- hugsandi annað, en að þetta eða eitthvað þvílíkt hlyti fyrir að koma. Öflin voru að brjótast um undir niðri; menningin var ekki eins rótgróin og menní héldu; kærleikurinn og friðurinn ekki hjörtum mannanna, heldur eitthvað annað. Loks kom að þeim tíma, að öflin fóru að reyna sig, og enn, eftir 15 mánuði, er ekki fyllilega útséð um, | hvernig fara muni, þó að allar líkur bendi á einn veg: — að hin góðu öfl sigri. V En sigri þau, sem vér biðjum og vonuin og trú- j um, verður feykilega mikil breyting á öllum heimi, öllum hugsunarhætti, öllum grundvallaratriðum þeim, sem mannfélagið og mannlífið er bygt á. Það verður enn ein ný fæðing. Ný fæðing mannfélagsins og heimsins, og hún svo mikil, að menn dreymir ekki um það, fremur en menn dreymdi um, að stríð þetta skyili nú á svona skelfi- j legt og voðalegt. En þess óskum vér allir og biðjum, að kærleik- ur Krists og friður Guðs ríki í hinum endurskapaða komandi heimi. , Hvað vantar oss. Islendinga hér í Canada? AÞESSUM hinum voSalegu tímum þrautanna og stríSsins, er eins og þaS sé eitthvaS, sem aS gangi; þaS er eins og eitthvert ský eSa ein- hver þungi hvíli yfir mönnum. Menn finna, aS þaS er eitthvaS aS,---eitthvaS, sem gengur öSru- vísi en skyldi;— eitthvaS, sem liggur bjargþungt á sálum manna; — eitthvert drungaský, sem hindrar sólargeislana aS skína um hýbýli manna; --- eitthvert andlegt farg, sem er svo þungt, aS þaS aetlar aS sliga oss niSur, svo aS vér fáum ekki risiS undir því; — eitthvaS, sem sviftir oss ánægj- unni og gleSinni og gjörir oss kvíSafulla, vonlitla og hugdeiga. Vér erum einhvernveginn ekki á- nægSir meS sjálfa oss. Og vér erum aS leita og leita, hvaS sé orsökin til þessa; og þaS má óhætt segja, aS þeir séu margir, sem ekki sjá fyrir end- ann á þessari leit og búast ekki viS, aS þeir muni nokkurntíma geta séS hann skýrara eSa glöggara, en þeir sjá hann nú. En nú er hann svo þoku- kendur, aS hann hverfur út í þokuna og tómiS. Vantar oss frelsi? Ekki er hægt aS sjá, aS þaS standi oss fyrir nokkurum þrifum til sálar eSa lík- ama. ÞaS virSist svo, sem Islendingar aldrei hafi haft meira frelsi, síSan þeir bygSu Islend, stofn- uSu þar alþingi og settu lög um alt landiS. Enda heyrist enginn kvarta um þaS. Vantar oss fé eSa tækifæri til aS lifa góSu lífi og komast sómasamlega af fyrir oss og börn vor? Ekki verSur þaS séS. Því aS aldrei, síSan sögur gjörSust meSal Islendinga, hafa þeir auk- ist svo aS efnum, sem síSan þeir komu allslausir til lands þessa. Ekki aS eins einstöku menn, held- ur stórir hópar, um hinar mörgu nýlendur, bæSi í Bandaríkjunum og Canada; og þó einkum í Canada, því aS þar eru Islendingar svo miklu fleiri. Vantar oss mentun og upplýsingu? ÞaS má reyndar segja, aS menn vanti einlægt mentun; því aS þó aS vísindamaSurinn læri og fræSist í 30—40 ár, þá eru þó einlægt heilir heimar hug- myndanna og hlutanna ókannaSir og óþektir. En vér eigum ekki viS þaS; og þaS er ekki mentun, sem oss vantar, því aS vér efumst um, aS nokk- urntíma hér eSa heima hafi landar náS eins mik- illi mentun alment, eins og einmitt þeir hinir yngri Islendingar, sem nú eru hér í Ameríku, bæSi í Bandaríkjunum og Canada. En þar fyrir erum vér ekki aS segja, aS þar þurfi ekki viS aS auka. Er þaS kærleiksleysi eSa mannúSarleysi? — Engan veginn. Hvar, sem vér höfum fariS um, eru Islendingar hinir örlátustu og greiSviknustu viS gesti og gangandi, af nokkurri þjóS, sem vér þekkjum. Og þeir mega aldrei aumt sjá. Og má þar geta þess, sem þeir gáfu til RauSakrossins, og ÞjóSræknissjóSsins, og munum vér nú sé'stak- lega eftir hinni fögru gjöf barnanna frá Gimli, sem voru meS hinum fyrstu og gáfu 50 dollara. Er þaS hugleysi. Fjarri fer því. ÞaS getur ipginn brugSiS mönnunum um hugleysi, sem hing- aS komu mállausir og lögSu út í óbygSir, til þess aS reisa þar grundvöll gæfunnar fyrir sig og eftir- komendur sína. Og nú eru svo margir hinna yngri manna gengnir í herinn, til aS mæta á hinum blóS- ugu vígvöllum Evrópu, aS þaS er fásinna, aS fría þeim hugar, og eru þeir nú óSum aS fjölga. En eitthvaS er þaS, sem aS gengur, — þaS vitum vér allir meS sjálfum oss, þó aS lítiS fjasi menn um þaS. Og nú birtist hér í blaSinu grein eftir fyrverandi ritstjóra Heimskringlu, Eggert Jó- hannsson, sem allir lslendingar þekkja, sem nokk- urntíma hafa íslenzku blöSin lesiS hér á fyrri dög- um, og flestir, ef ekki allir, unna og bera virSingu fyrir sökum mannkosta hans. Hann byrjar grein sína meS því, aS vitna til orSa Jóns gamla Ólafs- sonar, sem hann orti ungur, undir hinu heims- kunna lagi viS frelsissöng Frakka í stjórnarbylt- ingunni miklu, — þessara orSa: Vakiff vakið, verka lil kveffur váleg yður nú skelfinga-tíff”. Flaug þaS kvæSi Jóns óSara yfir alt Island og var á hvers manns tungu. RitgjörS Eggerts er sem maSurinn sjálfur: af heilum huga og kemur frá hjarta hans. Hann finn- ur, aS eitthvaS er aS, og þaS svo stórt og mikiS, aS hann velur sér fyrir inngangsorS fyrstu vísu- orSin í þessu tröllaukna kvæSi. Hann talar um stríSiS mikla. Hann er eindreginn meS Bretum og Bandamönnum, — eindreginn meS Canaaa. HarSur á móti hálfvelgju og öllum tvískinnungi. Hann krefst þess, aS hver einstaklingur gangi fram og segi: hér er eg, hér stend eg eSa felh H«ui- velgja má ekki eiga sér staS, þegar barist er um líf og dauSa. Hann finnur, aS þaS er eitthvaS aS, þó aS hann nefni þaS ekki beint út meS öSru en aS kalla þaS hálfvelgju. Og kennir þaS því, aS margir landar hafi um mörg ár veriS aS grípa hvert tækifæri til aS kasta steini aS Bretum. Vér erum þessu alveg samdóma, og ætlum, aS skoSanir vorar og Eggerts séu svo líkar, aS ekki sé gott á milli aS sjá. ViS erum báSir meS Bretum og báSir meS Canada. En af hverju kemur þessi hálfvelgja? — HvaS er þaS, sem veldur þessu, aS menn eru svona? Hver er orsökin? ÞaS er til hennar, sem þarf aS grafa, aS öSrum kosti verSa menn í villu og svíma. Menn eru aS koma meS allra handa getgátur, eins og börn sem eru aS leika sér aS geta hvaS eitt eSa annaS hafi faliS í hendi sinni. Or- sökin er sú, aS menn brestijr hiS stóra og mikla skilyrSi, sem öll velferS borgaranna verSur aS byggjast á í landi hverju. Vér segjum þaS hik- laust, aS þetta skilyrSi er ástin til landsins, sem vér byggjum. ÞaS er þýSingarlaust, aS fara í vífilengjur meS þaS, eSa snúast í kringum þaS, eins og köttur um heitan mjólkursopa. — ÞaS er föSurlandsástin, sem oss vantar, ----- náttúrlega mjög misjafnt, en þó flesta meira eSa minna. ---- ÞaS er mjög leiSinlegt, aS tyggja þaS upp aftur og aftur, eins og sauSkind eSa belja tyggur jórt- ur sitt. Þetta er skýringin á öllu því, sem oss nú mest brestur íslendinga. Og þaS eru fleiri en vér. ÞaS má segja hiS sama um alla hina aSkomnu þjóSflokka í landi þessu, og aS minsta kosti um ÞjóSverja í Banda- ríkjunum. Skotarnir hér eru Skotar, Irarnir eru Irar, Italir eru Italir, Grikkir eru Grikkir og GyS- ingar eru æfinlega GySingar, í hvaSa landi sem þeir eru. Og svo er um alla þessa þjóSflokka, sem á seinasta ipannsaldri hafa hingaS flutt. — Þeir eru snuSir af föSurlandsást. Þeir elska ekki móSurina, sem fæSir þá og klæSir, sem gefur þeim öll tækifærin til aS afla auSs og fjár handa sér og sínum; gefur þeim hvert einasta cent, sem þeir komast yfir. Þeir þakka sjálfum sér alt, en ekkert móSurinni, sem leggur þetta alt upp í hendur þeirra. Og svo sjáum vér ekki, aS vér sé- um í stríSi, þegar Bretar eru í stríSi, og ætlum, aS engin hætta sé á ferSum, því aS Þýzkir komist aldrei hingaS. Þeir gæta eigi þess, aS Bretar eru aS verja Canada um leiS og þeir eru aS verja sitt eigiS land. Og svo ætla menn, aS þó aS verst færi og ÞjóSverjar kæmu hingaS, þá yrSi eins gott aS búa undir þeim húsbændum eins og Bret- um. Þeir trúa ekki, aS Bretar og Bandamenn séu aS berjast fyrir frelsi og menningu heimsins. 1 öll þessi ár, sem vér íslendingar höfum ver- iS í landi þessu, -hafa þeir eiginlega aldrei ver- iS fræddir um neitt af þessu. Skáldin hafa reynd- ar orkt kvæSi til Canada og Bretaveldis og Is- lands. ÞaS eru æfinlega lofkvæSi, og góS á sinni hyllu; en þaS í þeim, sem lotiS hefir aS ást til landsins, sem vér lifum í, hefir þotiS sem vindur um eyru manna. En ræSumennirnir hafa undan- tekningarlítiS lofaS landa sína og lyft þeim fjöll- unum hærra, fyrir hvaS þeir hafi staSiS sig vel og hvaS þeir væru orSnir ríkir; --- þaS er, þeim oftast óafvitandi, Mammon, sem þeir eru aS lofa og dýrka sem guS sinn. Þessi hugmynd hefir aS minsta kosti æfinlega gripiS oss, þegar vér höf- um heyrt eSa lesiS ræSur þeirra. En hvaS þakk- læti eSa ást snertir til móSurinnar, sem þeir sitja aS borSi hjá, þá vitum vér ekki til aS þaS hafi nokkurntíma veriS lagt til grundvallar. ÞaS get- ur náttúrlega hafa veriS; en vér munum ekki til þess, aS vér höfum nokkurntíma heyrt þaS eSa séS. BlaSamenn eSa blaSastjórar hafa aldrei frætt oss um þaS; — hinir pólitisku ræSumenn tala um flokkinn, konservatíva eSa Iiberal flokk- inn. Þeir fá lofiS, flokkarnir. Á þeim og fyrir þá lifum vér, en ekki fyrir landiS og tækifærin, sem landiS býSur oss, eSa gnægtir þær, sem móSirin, Canada, leggur daglega á borS vort. Vitaskuld geta hinir pólitisku flokkar hjálpaS oss eSa hindraS oss, aS ná þessum gæSum. En þaS er móSirin, Canada, sem leggur á borSiS, og þaS er Bretinn, sem bauS oss til veizlunnar, og þaS er Bretinn, sem heldur yfir oss skildi, svo aS vér sitjum rólegir aS máltíS. ÞaS er Bretinn, sem í hundraS þúsundatali leggur fram líf sitt (J/2 millíón manna fallin) fyrir oss hérna í Canada, um leiS og þeir eru aS berjast fyrir sínu eigin landi. En metum vér þaS nokkurs? ÞaS er spurn- ing, sem hver og einn verSur aS svara sjálfur eftir því, sem honum finst réttast Men nkenna þetta ýmsum. Sumir kenna þetta blaSamönnunum, aS þeir hvetji ekki fólkiS; — sumir kenna þaS prestunum, aS þeir flytji ekki þrumandi ræSur um, aS allir vopnfærir menn skuli fara í stríSiS. Sumir segja, aS allur fjöldi Islendinga sé meS ÞjóSverjum. HvaS prestana snertir, þá sjáum vér ekki aS hægt sé aS leggja sök á herSar þeim. Þeirra hultverk er aS prédika friS en ekki stríS, og svo munu margir þeirra efast um, aS þaS hefSi mikinn árangur, eSa aS því yrSi vel tekiS, ef aS þeir færu aS prédika, aS allir skyldu fara a berjast. Hinir ensku prestar gjöra þaS flestir eSa allir; en jarSvegurinn er þar af mörgum ástæSum frjósamari en hinn íslenzki. HvaS blaSamennina snertir, þá hafa þeir rit- aS um Canada og hvaS þaS sé gott land og auS- ugt; um sögu Canada, stjórnarfyrirkomulag og pólitík: heimapólitík, alríkispólitík, og fylt blöS- in meS ótal skýrslum og reikni ígum. Og sumir þeirra hafa haldiS, aS þetta væri hiS sama og aS tala um ættjarSarást og vekja hana hjá löndum sínum. En í öllum bænum, hvaS eru mennirnir aS hugsa? I 40 ár er búiS aS rita um þetta í enskum blöSum og íslenzkum. Og ef aS maSur nefnir föSurlandsást til Canada, þá er maSur sem vargur í véum, hvorki húshæfur né kyrkjugræfur. Mennirnir, sem komu hingaS frá Islandi, elsk- uSu fjöllin og fossana, hlíSarnar grænu og hina suSandi læki, hafrótiS og hamrabjörgin, hinar löngu sumarnætur og hin leiftrandi norSurljós; þeir elskuSu hestana og grundirnar og þúfurnar og brekkurnar. En þegar hér kom, var ekkert af þessu. Þetta voru endurminningar, myndir frá æskuárunum, letraSar og málaSar á minnisspjöld sálna þeirra, og.þegar þeir sáu ekkert af þessu hér, fanst þeim aS þeir ekkert hafa aS elska, --- og þá var eSlilegt, aS þeir héldu áfram aS geyma, heiSra og elska þessar myndir föSurlandsins á Is- landi. FöSurlandsást til Canada var náttúrlega engin hjá þeim, þegar þeir komu, og er aS eins hjá sárafáum enn; enda hefir hún, aS því er mér finst, aldrei veriS brýnd fyrir mönnum. ÞaS er svo langt frá, aS vér séum aS ásaka menn fyrir aS elska gamla Island, aS vér mund- um álíta þá vera verri menn, ef þeir gjörSu þaS ekki, þeir sem þar voru bornir og barnfæddir. Ástin til föSurlandsins er fólgin í endurminn- ingum, um alt, sem mönnum í æsku þótti fagurt og yndislegt og þýSlegt og aSlaSandi. Þetta fylgir manninum hann getur ekki losast viS þaS. Einn- ig er hún fólgin í endurminningum um hiS stór- kostlega og hetjulega, um frægS og frama for- feSranna. Þess vegna er ástin hjá forfeSrunum einn þáttur föSurlandsástarinnar, og hann mjög sterkur. Þetta hafa Islendingar alt saman og um þetta hafa þeir kvæSi ort og ræSur flutt óteljandi; um þetta hafa blaSamennirnir ritaS. — En þetta er ekki hiS insta atriSi föSurlandsástarinnar. AS elska föSurlandiS heitt og innilega, er aS elska þaS fyrir alt, sem þaS veitir manni daglega, á hverri stundu dags og nætur, og höfum vér marg- tekiS þaS fram í Heimskringlu, þessa 1 5 seinustu mánuSi. Og ekki einungis aS elska þaS fyrir lífs— viSurværiS og brauSiS og gleSistundirnar, held- ur fyrir mannfélagiS, sem vér búum í, fyrir frelsiS, sem vér njótum, fyrir réttindin, sem vér höfum, fyrir framtíSarbyggingar þær, sem vér reisum handa eftirkomendum vorum. Fyrir verndun þá, sem vér njótum, svo aS vér getum unniS aS þessu meS óskiftum huga. Þetta hefir oss sézt yfir. Enginn blaSamaSur hefir brýnt þaS fyrir mönnum; engin móSir hefir brýnt þaS fyrir barni sínu, enginn faSir fyrir syni sínum. Ef aS þaS hefSi veriS gjört, þá hefSi þaS nú átt aS koma skýrt í ljós. Þarna er hjartaS hinnar sönnu föSurlandsást- ar, og þaS er hjartaS, sem þarf aS breytast; þaS er rótin, sem þarf aS nærast, ef hún á aS lifa. Engum heilvita manni kemur til hugar, aS bera áburS eSa næringu aS toppnum á tré einu eSa plöntu", heldur aS rótinni, og eins er um þetta. Ef aS vér ekki gjörum þaS, þá erum vér sem vofur einhverjar, ráfandi um eySimerkur, þar sem alt amar aS oss og vér höfum hvergi höfSi aS halla aS bólstri; en andans beztu og dýrmætustu kraftar smáeySast og hverfa út í þokuna og auSn- ina. Vér verSum menn, sem ekkert föSurland eiga. — Vér munum eftir því, er vér förum aS rekja slóSir liSins tíma endur fyrir löngu, og vorum aS tala viS menn, sem komnir voru fyrir löngu frá átthögum þeim, er þeir höfSu alist upp í. Þeir sögSu á þessa leiS: Margan átti eg þar gleSidaginn; þekti eg þar þúfur og Iautir, silungs- ár og laxastrengi, blómagrund og fagurt engi. — ÞaS voru endurminningar um hiS þægilega og skemtilega, sem vöknuSu, þegar hugur hans hvarflaSi þangaS. En alt var þetta í hálfgjörSri þoku fyrir flestum, ef ekki öllum, sem vér mun- um eftir, og svo hefir fleirum fariS. Og nú koma oss til hugar æfagömul latnesk stef, er vér lærSum í æsku og einhvernveginn standa ómáS á minnisspjöldunum enn þá. Þó aS vér munum ekki, eftir hvert stórskáldiS Róm- verja þau eru, því aS allar vorar latínu-bækur eru fyrir löngu fyrir borS komnar. Oss minnir þó aS höfundurinn sé Horatz. Stakan er þannig: “Nescio qua natale solum, dulcedine cunctos, ducit et immemores, non sinit esse sui”. (Þ. e.: Eg veit ekki meS hvaSa sætleika feSragrundin dregur alla menn aS sér og leyfir þeim ekki aS gleyma sér) : Þetta hiS snjalla og spakvitra rómverska forn- skáld segist ekki vita þaS, og þeir eru æSimargir mennirnir, sem eru í sömu þokunni ennþá. Heiður sé Selkirk-Islendingum! NÚNA fengum vér lista af ungu drengjunum frá Selkirk, sem gengnir eru í stríSiS, og eru þeir 19 orSnir, og jafnvel lítur út fyrir, aS tala þeirra aukist nokkuS ennþá. Margir eSa allir þeir, sem seinast hafa skrifaS sig, verSa í sveit Lieut.- Col Bradburys, og heyrt höfum vér, aS sumir aSr- ir, sem komnir eru í aSrar sveitir, hafi veriS aS hugsa um, aS komast í þessa. Vér látum þeim í ljósi virSingu vora, Selkirk- ingum, bæSi þeim sem fara og vinum þeirra, sem ekki hafa haldiS þeim aftur, og vér árnum þeim allra heilla. Þeir sýna sannan drengskap og í vorum augum eru þeir fyrirmynd annara. Nú heyrum vér sagt, aS þeir ætli bráSum norSur um sveitir, til aS fá vini sína meS sér, og vonum vér og óskum, aS þeim verSi vel tekiS. Menn verSa aS festa augun á því, aS þeir bjóSa sig fram og fara aS biSja aSra aS vera meS sér til þess aS verja þaS, sem dýrmætara er en alt annaS: frelsiS og menninguna. Þeir fara aS berj- ast til þess, aS járnhælar hinna þýzku riddara troSi ekki niSur systur þeirra, sonu og dætur, — berjast til þess aS sýna Bretum og öllum heimi, aS vér viljum vera meS til aS verja heimili vor og búa komandi kynslóSum sömu framtíS undir meiSi frelsisins og vér höfum notiS. Heilir fari þeir og sigri hrósandi komi þeir afturl Þess óska allir vinir þeirra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.