Heimskringla - 16.12.1915, Síða 8

Heimskringla - 16.12.1915, Síða 8
BLS. 8 H E I M S K H I N G L A. WINNIPEG, 1C. DESEMBER 1915. Fósturbörnin. t^agra frá Vancouver, Lí.C. Eftir J. MAGNÚS BJARNASON. I. I>a7( var «inn góðan veðurdag í júnímán- uði, árið 1914, að ungur maður og yngiskona fiátu saman undir háu furutré nálægt vatns- brónni íniklu á Litla Fjalli í Vaneouver í Brit- Ish Coluinbia. Maðurinn var á að gizka tutt- ugu og þriggja ára gamall, en konan ef til vill einu ári yngri. Hann var ljóshærður, bláeygð- ur, vöxtulegur og vænn sýnum. Hún var líka ljóshærð og bláeygð, fagurlega vaxin og höfð- ingleg á að sjá, og skein af henni mikill unaðs- Imkki. Það var auðséð á þeim, að þau voru bæði af norrænu bergi brotin, enda voru þau fædd norður á íslandi. Um nöfn þeirra varðar lesarann ekki, að svo stöddu, og læt eg það nægja, að nefna hinn'unga mann unnusta, en stúlkuna unnustu, því þau voru elskendur og höfðu trúlofa.st þenna dag. “Og hér er trygða-veðið, hjartans vina,” sagði unnustinn brosandi og dró dýran hring settan gimsteini, á græðifingur vinstri handar heitkonu sinnar, og kysti hana löngum kossi ástar og trygðar.------- Þýð hafgola fór um skóginn í hlíðinni fyr- ir neðan. Það þaut í hinu unga kjarri, og litlu sedrustrén iðuðu ungæðislega, eins og þau vildu segja: “Gaman, gaman! Nú skyld- um við dansa, ef við mættum.”—En hið háa, tígulega furutré hneigði kollinn hægt og há- tíðlega, líkt og erkibiskup með dökkgrænan xnítur, settan smarögðum, eins og það vildi segja: “Og eg er votturinn.—Drottinn blessi ykkur!” “Á morgun fer eg norður til Prince Rupert,’ sagði unnustinn eftir stundar þögn; “en eg kem heim aftur fyrir lok septembermánaðar. Þá skulum við mætast hér á ný, og þá skalt þú til taka brúðkaupsdaginn undir þessu sama tré.” Unnustan sneri trúlofunar-hringnum með þumalfingri og löngutöng hægri handar, og horfði á fjöllin fyrir norðan, eins og hana | langaði til að sjá yfir þau alla leið til—Prince Rupert. Og útsýnið frá Litla-Fjalli var óumræði- lega fagurt þenna dag í unaðsríkri vorblíð- unni. Burrard-fjörður lá eins og Ijósblár silki- borði á milli borganna (Norður-Vancouver og Aðal-Vaneouver); skógurinn niður við sjóinn j var fagurgrænn, dimmbláar hlíðarnar, og fjalla- f . hnúkarnir hæstu enn þá mjallhvftir. Allar kynja-myndir hálsanna fyrir norðan fjörðinn komu einkennilega skýrt í ljós þenna dýrðlega dag. “Ljónin”—Vancouver Ijónin miklu—liggja fram á lappir sínar, ár og síð og alla tíð, á einum fellstindinum fyrir norðan og horfa til hafs, eins og trúar landvættir á verði. Þau sáust sérlega glögt þenna dag. Og “rjúpuna,” á gnípunni skamt fyrir austan, bar við fagur- bláan himininn, og virtist hún líta yfir til j ljónanna, eins og til að vera viss um, að þau væru enn þá í sama staö, því hún veit, að á meðan þau eru þar, þarf hún ekkert að óttast j —jafnvel ekki valinn. Og í hinum svörtu álfa- ( björgum fyrir austan Lynn-dal sat “huldukon- j an” fríða og spann, ýmist siifur-bandið eða j gull-þráðinn . í hiiliðs-skykkjuna góðu handa clskhuga 'sínum.' En það eru að eins augu ekygnra manna, sem sjá huldukonuna þá, þar sem hún situr og spinnur, því flestum mensk- um mönnum sýnist þráðurinn vera bunulæk- ur, sem fellur niður hlíðina, en snældan vera fossinn, sem steypist þar fram af neðsta hamr- 1 inum. Jafnvel ln'in Pauline Johnson—'Skáld- konan góða, hún Tekahionwake—getur þess ( hvergi, að hinn fróði Capilanó hafi minst á þessa huldukonu einu orði. “Þú verður þá í burtu í næstum fjóra mánuði,” • sagði unnustan og hallaði sér að barmi ástvinar síns. “Já,” sagði lrann; “en eftir það verðum við alt af saman.” “En fjórir mánuðir eru á stundum lengi að líða,” sagði hún og horfði aftur yfir um til fjalianna. Hann þagði. Það þaut aftur í skóginum, og það var eins og grátstuna færi um kjarrið í hliðinni. En furutréð liáa og tigulega hreyfðist ekki í þetta sinn, svo á því bæri; það stóð þögult og hátíðlegt á svipinn, eins og kardínáli 1 fullum j skrúða fyrir altari. “Á hvað ertu altaf að horfa?” sagði unn- | ustinn eftir nokkra þögn. “Eg er að horfa á Vancouver-ljónin fyrir handan,” sagði unnustan; “mér sýndust þau hreyfast og líta til hafs.” “Það er tíbráin, sem veldur því,” sagði iiann; “hún er æfinlega töfra-spegill.” “Nei, það boðar eitthvað,” sagði unnustan. Hann liló. Stundu síðar gengu elskendurnir ofan i stíginn, sem lá niður hlíðina austur að Aðal- stræti. II. Svo liðu fullar átta vikur. í byrjun ágúst- mánaðar hófst hin ógurlega heimsstyrjöld. Meginland Norðurálfunnar stóð f ljósum loga. | Menn hervæddust í skyndi og lieystu úr öllum áttum fram á vígvöllinn. Menn gáfu sig fram af fúsum vilja um gjörvalt Breta-veldi til þess, að hjálpa ættjörðinni (Englandi) til að verja frelsi og réttindi og sanna menning. Og synir British Columbia voru ekki með þeim síð- ustu að grípa til vopna og lijálpa Englandi. Þeir gáfu sig fram í þúsunda-tali, strax í byrj- un ófriðarins, og hafa þegar getið sér góðan orðstír fyrir drengskap og hreysti. Og einn dag í síðustu viku septembermán- aðar (eða í 24. viku sumars, árið 1914) voru elsk- endurnir ljóshærðu—íslenzku—á gangi i kring um vatnsþróna miklu á Litla-Fjalli í Vancouv- er í British Columbia. Veðrið var gott. En skýjabólstrar sátu á fjallahnúkunum fyrir norðan Burrard-fjörð, svo “huldukonan” og “rjúpan” og “ljónin” sáust ekki. “Þegar við sátum þarna undir furutrénu f vor,” sagði unnustinn, “]iá kom okkur saman um l>að, að í dag skyldir þú tiltaka giftingar- daginn okkar.” “Hefir hugur þinn tekið nokkrum breyt- ingum síðan í því efni?” sagði unnustan og horfði út á fjörðinn.—Ferjurnar mættust þar á miðri Ieið, og það voru gárur á firðinum nærri Stanley Park. “^íei, ekki hefir hugur minn tekið neinum breytingum, hvað fyrirhugaða giftingu okkar snertir,” sagði unnustinn; “en það hefir orðið stór breyting á ýmsu í lieiminum síðan í vor að við bundum þetta fastmælum. England er komið í stríð við voldugan og illvígan óvin, og nú þarf það að halda á liðveizlu allra sinna hraustu sona. Og nú má enginn liggja á liði sínu—Eg'hefi því ráðið það með mér, að leggja fram alla mína krafta í þjónustu þessa ríkis, j og berjast við óvini þess.” “En þú ert ekki fæddur í þessu ríki,” i sagði hún hikandi og horfði í augu mannsins, ! | sem hún elskaði heitast af öllu í heiminum. “Satt er það,” sagði hann brosandi, “að , eg er fæddur í öðru landi. En eg er alinn upp hér í Canada; og fósturland hvers manns er það land, þar sem hann hefir alist upp, eða þar sem hann hefir sett sig niður fyrir fult og fast, og á heimili, og nýtur allra réttinda jafnt j við þá, sem þar eru innfæddir. Ekkert annað land er fósturland hans; fyrir það eingöngu verður hann að starfa, fyrir réttindi þess verð- , ur hann að berjast, ef nauðsyn krefur, í fyrir það á hann að lifa og deyja. — Og Canada er mitt sanna fósturland, fóstran, [ 'sein gekk mér í móður stað. Og Can- f ada er einn hluti hins brezka ríkis, er dóttir j Englands. Hið brezka ríki er því fósturjörð mín, og eg er þessvegna sonur þess, og réttindi þess eru réttindi mín og frelsi mitt.—Faðir ! minn var alt af bláfátækur í sínu föðurlandi. j Hann vildi koma mér þangað, sem lifvænlegra var. Hann fluttist inn í lönd Breta—hingað til Canada. Hann kom til að setjast hér að fyrir fult og alt; hann bað um, að mega fá ! sömu réttindi fyrir sig og börn sín, eins og } niðjar þeirra manna, sem alt höfðu lagt í sölurnar fyrir landið og þjóðina—og hann bað um, að börnin sín mættu njóta þess frelsis um aldur og æfi, alveg eins og innfæddir brezkir þegnar,—Og brezka ríkið gaf föður mínum eitt hundrað og sextíu ekrur af landi til ævarandi eignar, honum og hans niðjum, og hann mátti velja úr beztu akuryrkju löndunum á frjósömu sléttunum í Vestur-Canada. Og honum voru jafnframt veitt fullkomin réttindi sem inn- fæddum manni af cnskum ættum. Um leið var eg orðinn brezkur þegn—sonur Canada, sonur hins brezka ríkis. Hér fékk eg góða mentun, alveg ókeypis, og eg sat á sama bekk og ensk skólabörn; liér fékk eg þessa sterku vöðva, táp og fjör og heilsu og óbilandi kjark. —Og þessvegna kallar nú skyldan :—skylda min við fóstruna, sem gekk mér í móður stað, skyldan við Canada og liið brezka riki; já, þess vegna kallar skyldan mig til að fara út í stríðið og berjast með Bretum við óvini þeirra, því þeirra óvinir eru óvinir mínir.” Það loftaði undir skýbólstrana á linúkun- um fyrir norðan Burrard-fjörð. En silfurgrá þokuslæða læddist upp úr Capilanó-gilinu. “Óg hvað er þér þá að vanbúnaði?” sagði unnustan alvörugefin. “Ekkert nema það, að efna loforð mitt við þig,” sagði hann; “en eg veit, að þú lætur ekki giftingu okkar hindra mig frá að fara í stríðið” “Og ætlar þú að leggja af stað út í stríðið strax og við erum gift?” spurði hún. “Já, við fyrsta tækifæri,” sagði hann og tók f hönd heitmcyjar sinnar; “og þegar eg kem heim úr stríðinu, þá skulum við lifa saman— og aldrei skilja—alt til æfiloka.” “En ef til vill kemurðu aldrei heim aftur úr stríðinu,” sagði hún. “Þá skal það hugga þig, ástvina mín,” sagði hann, “að elskhugi þinn féll sem hetja fyrir fósturjörð sína—og það skal hugga þig, að elskhugi þinn hafði sýnt, að hann kunni að meta það góða og göfuga, sem fóstran hafði gjört fyrir hann.” Það var alt af að birta meira og meira á fjöllunum fyrir norðan, og jiokuslæðan í Capi- lanó-gilinu var alt í einu horfin. Snælda “liuldukonunnar” í Álfabjörgum sást glögt, og “rjúpan” hjúfraði sig upp að kléttinum á fellstindinum fyrir vestan. En “ljónin” voru enn hulin dimmu skýi. “Eg vissi það alt af, að engin kona átti göfugri og drenglyndari ástvin en eg,” sagði unnustan brosandi. “Eg var einmitt að bíða eftir þvf, að þú segðir mér að þú ætlaðir að fara í stríðið. Og langur vegur er frá því, að eg vilji á nokkurn hátt hindra það, að þú innir af hendi skyldu þína við fósturjörðina, því eg veit, að skylda þín við ríkið, sem þú ert í, er meiri en skylda þín við mig, sem enn er ekki orðin konan þín.—En fyrst þú leggur alt, sem þú átt, í sölurnar fyrir landið þitt, hví skyldi eg þá ekki líka leggja eitthvað fram i þarfir landsins, sem hefir alið mig upp.—Eg ætla að verða hjúkrunarkona og fara á eftir þér yfir hafið. Þar get eg gjört meira gagn fyrir landið mitt heldur en hér heima; og svo verð eg líka ekki eins langt frá þér.” “En hvenær eigum við að giftast?” sagði hann. “Eg skal tiltaka daginn, eins og eg lofaði,” sagði liún. “Þegar Bretar og bandamenn þeirra liafa unnið sigur á óvinum sínum (og á því er ekki minsti vafi, að Bretar vinna að lokum frægan sigur), þá komum við aftur heim til Vancouver, og daginn eftir að við komum heim, skulum við halda brúðkaup okkar og búa saman og aldrei skilja alt til æfiloka. “Eg þakka þér af öllu hjarta!” sagði unn- ustinn og faðmaði heitmey sína að sér. “Á- nægjulegri brúðkaupsdag getur enginn hugs- að sér.” Það þaut í laufinu á kjarrinu í hlíðinni fyrir neðan; sólin stafaði geislum sínum á Burrard-fjörð; skýið sem áður hvíldi á Van- couver-ljónunum fögru, leið nú með hægð fyrir hafgolunni vestrænu, beint í austur—austur; fjöllin urðu dimmblárri, og skógurinn í lysti- garðinum (Stanley Park) enn þá dökkgrænni en áður; og alt í kring var fagurt og unaðs- ríkt eins og á blíðum vormorgni. Og þegar elskendurnir íslenzku gengu ofan hlíðina og stefndu yfir að Shaughnessy-hæðum, þá horfði unnustan einu sinni enn yfir til fjallanna fyrir norðan. “Á hvað ertu nú að horfa?” sagði unnust- inn brosandi. “Eg er að horfa á ljónin fyrir handan,” sagði unnustan; “mér sýnast þau í dag vera enn fegurri og tilkomu-meiri en nokkru sinni áður.” “Það er góðs viti,” sagði unnustinn, tók í hönd hennar og leiddi hana pfan brekkuna. Fréttir úr Bænum. Fimtudaginn var, þann 8. þ. m., voru gefin saman í hjónaband, að heimili brúðurinnar, við Hensel í Norður Dakota, hr. Hallgrímur Jóns- sou Hurgdal, fiý Hallson, N. Dak., og ungfrú Guðrún Mathúsalemsdótt- ir Olason. Hjónavígluna fram- kvæmdi sira Rögnv. Pétursson, frá Winnipeg. Venzlafólk og ættingjar voru viðstaddir og myndarleg veizla haldin um kveldið að afstaðinni hjónavígslunni. Ungu hjónin setjast að nú fyrst um sinn hjá Hallson Föstudaginn 5. nóv. síðastliðinn giftist önnur dóttir Mathúsalems óla- sonar, ungfrú Sigriður ólason. Heit- ir maður hennar Jón Ásmundsson og er frá Edinburg, N. Dak. Voru þau gefin saman i Grafton bæ af héraðsdómara í Wralsh County. Báðum þessum ungu bjón.uu ósk- ar Heimskringla allra heilla. FUNDARBOÐ. Fimtudaginn 30. des. þ. á. verður fundur í Farmers’ InstHute of Geysir að Geysir Hall, kl. 2 e. h., stundvis- lega. Ýms mál, sem vegna tímaleysis < kki var hægt að afgréiða á síðasta fundi, verða afgreidd á þessum. — menn beðnir að fjölmenna. Geysir, Man., 10. des. 1915. B. Jóhannsson. Hr. Jóhannes Einarsson, Church- bridge, Sask.. kom til bæjarins hinn 14. des. Kosningar til sveitarstjórn- ar fóru frain um alt Saskatchewan á mánudaginn. Jóhanncs kosinn odd- viti sveitar sinnar gagnsóknarlaust; hefir verið oddviti sveitarinnar sið- an hún myndaðst, og það þótt stjórn in hafi stundum reynt að velta hon- nm. Þar var einnig greitt atkvæði um, hvort setja skyldi upp i sevit- inni stjórnar-vínsölubúðir (dispens- aries) eða ekki, og bjóst hann við, að það hefði fallið, þó að hann hefði ekki frétt glögglega um það. • Jósep B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg, er genginn í herinn. Tók stöðu sem Captain Paymaster í 108. herdeildinni, þeirri sem Lieut.- Col. Geo. H. Bradbury er að mynda. Capt. Skaptason fer til Lundar á föstudaginn. Geta iná þess, að nú er aftur farið að kenna íslenzku á Wesley-skólan- um, og hefir síra Friðrik J. Berg- mann tekið við kenslu þar sem áð- [ ur fyrri._ JÓLAGJAFIR: Blómsturkarfan í skrautbandi 75 cents. * * * Smælingjar, eftir Einar Hjörleifs- son, í skrautbandi 75 cents. Sgrpa frá byrjun (þrír árgangar) fyrir $2.00 til nýárs. Póstspjöldin með íslenzka fánan- um, 5c hvert, 0 fyrir 25c; meiri af- sláttur gefinn, ef keypt er fyrir $1.00 cða meir. Sendið jóla- og nýárs- kveðjurnar á þessum spjöldum; það tr einkar vel viðeigandi. Ólafur S. Thorgeirsson, 678 Sherbrooke St., Winnipeg. VINSAMLEG TILMÆLI. Nú bið eg alla þá, er tókust á hendur að selja bækur fyrir mig síðastliðið vor og fyrripart sumars, að gjöra einhver skil um næstu ára- mót. Mér finst ekki sé til of mikils mælst. Þeim, sem hafa gjört skil nú þegar, kann eg þökk fyrir frammi- stöðuna. Með vinsemd og virðingu S. J. Austmann, 247 Lifton St., Winnipeg. sem sigur ber úr býtum. Verðlaunin ! cru tslands fluggið nýja. Allir félags- j menn eru beðnir að koma á fundinn og þeir einnig lika, er ganga kynnu vilja í félagið. Fundurinn byrjar kl. 8 e. li. lukapröf tll ImiKönKu 1 MRoyol Mllltnry ColleK'e* IvliiKMton, Ont. AUKAPRÓF til inngöngu í Royal Military College verCur haldiö á Mánu- daginn lOda janúar 1916 til þess aft fylla 40 au5 pláss, er ort5it5 hafa við »a?5, aö “Gentlemen Cadets of the Royal Military College hafa fengitS foringja- töíur í herliöi Canadamanna og Breta. AÖgang at5 prófinu hafa allir brezkir þegnar frá 16 til 21 árs at5 aldri at5 þeim árum meötöldum, skulu þeir vera ókvæntir, og hafa haft absetur í Can- ada í seinustu 2 árin át5ur en prófií byrjar. BcJ^ni veríur aö sendast af foreld- •um eöa fjárhaldsmanni hvers umsækj- enda, skriflega til “The Secretary Mili- tia Council, Ottawa, og ekki seinna en á mánudaginn, 20 desmeber, 1915, og fylgi henni. (a) Tvíritaö fæöingar-vottorb. (b) Vottort5 um gott siöferði undlr- skrifaös af forstööumanni (Head of the College) skóla þess, sem umsækjandi hefur fengit5 mentun sína á at5 minsta kosti tvö fyrirfarandi ár — et5a þá frá »resti þeim, sem hann hefur sókt kirkju til. (c) Met5 beiðninni verbur hann at5 senda $5.00 til Receiver General. Frekari upplýsingar um prófiö geta menn fengiö hjá “Secretary, Militia Council, Ottawa, Ontario. EUGENE FISET. Surgeon-General Deputy-Minlster. Department of Militia and Defense, Ottawa, Desember 4, 1915. Blöt5 sem birta þessa auglýsingu leyf- lslaust fá hana ekki borgat5a. (H.Q. 74-49-14.)—89112. Til bæjarins kom á þriðjudaginn var, þann 14. þ. m., Mrs. Una Bar- dal, frá Wynyard, Sask. Dvelur Mrs. Bardal hér nokkra daga, til að leita sér lækninga og hitta hér kunningja og vini. , Ungmennafélagsfundur í sam- koniusal Cnítara kyrkjunnar á laug- ardagskveldið kemur, þann 18. þ. in. Á fundinum verða ýmsar skernt- anir; meðal annars spilað um verð- leun, er félagsstjórnin gefur þeim, Wednesday and Thursday “ZARA” A famous Player with Pauline Fredrick Friday and Saturday—Warren Kerrigan in THE ROAD TO PARADISE Coming—Mary Pickford in “THE GIRL OF YESTERDAY” ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ▲ Greiðið atkvæði fyrir X Arna Eggertson í til C. Sætis í Board of Control. ♦ “Eg er reiðubúinn að berjast ♦ fyrir niðurfærslu á öllum gjöld- t um bæjarins, sem mögulegt er X að lækka — og eins fyrir því X að endurskoða skattalöggjöfina ♦ Árni Eggertson barðist ótrauð- f ast allra til sigurs fyrir hinni £ miklu aflstöð (Municipal Power ♦ Plant) Winnipeg borgar þegar j tvísýnt var hvernig fara myndi. r Committe Room 696 Sargent Ave. Phone Sher. 4736 ►♦♦♦♦♦♦■♦♦ »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HEYR! HEYR! Hér er meira um hina fyrirhug- uðu skemtisamkomu sem ungu pilt- arnir í Fyrsta lúterska söfnuðinum (Y.M.L.C.) gangast fyrir. að er eng- ínn efi á því, að það verður ein af þeim beztu skemtunum, sem fólk hefir tækifæri á að sækja á vetrum. Þar verður skemtileikur, sem heitir “Puxy’s Proxy”; leikur, sem er full- ur af fjöri. Líka verður sýnt með lif- andi myndum (Tableaux) íslenzki þjóðsöngurinn “ólafur reið með björgum fram”. Syo verður flokkur (Minstrels), sem Syngur, sem verður án efa mjög skemtilegt að heyra. — Samkoma |iessi verður haldin fimtu- dagskveldið 30. des. í Goodtempl- arahúsinuarahúsinu, á horni McGee og Sargent stræta. Gleymið ekki deginum! , Hr. Björn Stefánsson, frá llallson, hefir verið hér á ferð fyrir norðan síðastliðna viku. Hann kom hingað þann 9. þ. m., en fór heimleiðis aft- ur i gær (15. þ.m.). Frá' Wynyard komu á þriðjudag- inn var þeir Kristján Gíslason og Sigtryggur Goodman. Dvelur Mr. Goodman hér um tíma, en Mr. Gisla- son er á leið suður til Dakota. W.Astley,cE Fyrir Board of Control Seat D. Nú er tækifæri til að kjósa mann sem er verkinu kunnugur- N0TIÐ TÆKIFÆRIÐ! ’ ffff ffff-f-ff ♦ KJÓSENDUR I 3 KJÖRDEILD X Atkvæði yðar og aSstoð óskast virðingafylst af f W. T. Edgecombe : sem bæjarfulltrúa. Eg vil stuÖIa að því að það sé f réttilega breytt við landeigendur I Committee Room að 605 PORTAGE AVENUE Talsími Sher. 4459 og að 653 SARGENT AVENUE Kosningar fara fram Desember ----17da. Munið það!------ fffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffff

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.