Heimskringla - 23.12.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.12.1915, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 23. DESEMBER 1915 —Hver var hún?— ‘Já, herra minn. Ráðskonan hefir látið kveikja Ijos i öllum herbergjuni hallarinnar, sem vott um gleði okkar yfir því, að Dugald er húsbóndi hér. Ronald lávarður er farinn, og hann segir þorpsbúunum frá þvi, hvilíka gleðihátið við höldum hér’. ‘Það er gott’, sagði lögmaðurinn ánægður. ‘Segðu ungfrú Brend, að mig langi til að tala við hana í bók- Idöðpnni i fáeinar mínútur’. l.ögmaðurinn gekk inn i bókhlöðuna, og ungfrú Brend kom strax til hans. Hann stóð upp og heilsaði henni virðulega. ‘Ungfrú Brend’, sagði hann alvarlegur, ‘hefði egj haít nokkurn grun um áform yðar, þá hefði eg álitið j skyldu mina að vara yður við að brenna erfðaskrána; enda þótt það væri rétt, af þvi þér kynnuð að iðrast þess seinna. Eg er sannfærður um, að herra Vavasour gefur yður álitlegan lífeyri. En, má eg gjöra yður ■okkrar spurningar? Eigið þér nokkra vini eða ætt- ingja?’ ‘Engan’, sagði Edda og roðnaði — ‘engan, sem er fús til að kannast við mig’. ‘Þetta er sorglegt; en eigið þér engan fjárráða- mann, ekkert heimili, enga ættingja, sem þér megið opinberlega nefna svo ’ ‘ángan, herra minn’, svaraði Edda. ‘Þá verð eg að segja yður, að breytni yðar í dag var i mesta máta ócigingjörn, og verðskuldar sanna aðdáun’. ‘Nei, herra minn’, sagði Edda blátt áfram. Þér hrós- ið mér of mikið. Eg hefði gjört þetta, þó eg hefði ald- rei séð herra Vavasour, því það, sem er rétt, er rétt, og eg er ekki af þvi tagi, sem vill njóta hagsmuna af ann- ara ógæfu. En, herra lögmaður’ — hún blóðroðnaði og röddin skalf —, ‘eg verð að segja yður, að eg býst við að verða húsmóðir i Storm Castle, enda þótt herra Vavasour erfi eignina, þar eð eg er heitmey hans’. Lögmaðurinn horfði á hana. ‘Eg kyntist hr. Dugald í fyrra haust’, bætti Edda við, ‘þegar hann var eins fátækur og eg’. Lögmaðurinn varð utan við sig af undrun og ásetti sér að koma i veg fyrir þetta hjónaband. ‘Ungfrú Brend’, sagði hann, ‘þér eruð ung stúlka, og óvanalega vel skynsöm, og eg vil helzt mega tala Tireinskilnislega við yður. Herra Vavasour er að ætt- erni af heldra fólki kominn, og hann ætti að kvongast stúlku af jafn göfugri ætt. Það er engum efa bundið, að hann er hrifinn af yður, og þar eð hann er heiðar- legnr maður, mun hann kvongast yður, ef þér krefjist þess, að hann standi við loforð sitt. En eg er sannfærð- ur um, að þér gjörið það ekki. Ung stúlka, sem getur eyðilagt erfðaskrá, er gjörir hana rika á kostnað hins rétta erfingja, getur líka gefið ástmög sinn lausann, — þegar hún veit, að slikt eykur heiður hans í mannfélag- inu. Stúlka, sem ekkert ættarnafn hefir og er af þeim foreldrum runnin, sem ef til vill enga virðingu verð- skulda, er ekki hæf til að vera húsmóðir í Storm Castle’, sagði hann vingjarnlega en ákveðinn. ‘En Dugald hugsar nú öðruvisi. Hann ætlar ekki að kvongast forfeðrum minum, heldur mér’. ‘Þið hafið þá talað um þetta ykkar á milli. Mér kemur þetta auðvitað ekki við, en þó langar mig til, að þér gefið Dugald lausan, eins og þér gjörðuð við eignir hans’. , ‘Það er eg fús til að gjöra, ef hann biður um það’. ‘En það gjörir hann aldrei, af því hann cr heiðar- legur maður. Setjum nú svo, að þér farið burt áður en hann keniur heim, og að þér gefið honum 6 mánaða eða eins árs frest meðan hann er að venjast sinni nýju stöðu; — ef hann að þeiin tíma liðnum vill kvongast yður, þá hefir ást hans staðið af sér eldraunina. Hafið þér kjark, eðallyndi og ósingirni til að gjöra þetta?’ ‘Það hefi eg. Og samkvæmt þvi, sem þér hafið sagt, vil eg reyna ást hans á þenna hátt. Eg fer héðan á morgun. Eg á peninga og vini i Lundúnum’. ‘Þér eruð kjarkmikil, ung stúlka. Mér þykir slæmt að hafa valdið yður sárra tilfinninga; en Dugald, sein er svo heiðarlegur maður, myndi þjást af leyndarmál- inu, sem hvilir yfir ætt konu hans. Eg veit þér skiljið þetta ens vel og eg\ ‘Þér álitið, að eg sé ekki nógu góð handa honum’. ‘Jú, þér eruð það sjálfar, en i hans stöðu verða menn að taka tillit til margs annars. Þó hann hugsi nú ekki um ætterni konu sinnar, þá getur hann gjört það siðar’. ‘Herra McKay, eg er viss um, að tilgangur yðar er góður, og að þér líitð á þetta frá sjónarmiði hcimsbarn- anna. En Dugald skal ráða. Eg skal engin áhrif hafa á hann; en ef hann eltir mig til Lundúna, og vill að við giftumst strax, þá samþykki eg það, ef vinir minir i Lundúnum gjöra það líka. Eg skal skilja áritun mina eftir hjá Margery’. , , ‘Það er gott, ungfrú Brend. Eg sé að kvenpersóna getur slept tilkalli til allra eigna sinna; en hún er ekki nógu göfug til að sleppa þeim manni, sem hún elskar. En ef þér haldið fast við Dugald, þá er auðurinn líka yðar. Væntanlega hafið þér hugsað um þetta, þegar þér brenduð erfðaskrána?’ ‘Þér móðgið mig, herra minn’, sagði Edda áköf. ‘Eg hugsaði alls ekki um það, og þér ættuð að vita, að eg gjörði það ekki’. Lögmaðurinn bað hana fyrirgefningar. ‘Fyrirgefningu skuluð þér fá’, sagði Edda kulda- lega. ‘En þér verðið að afsaka, að eg fer. Dugald ræð- ur þvi, hvort hann vill mig, eða hvort hann yfirgefur mig. Framtið min hvílir nú í hans hendi’. Hún hneigði sig og fór út og upp í herbergi sitt. Svo fór hún strax að koma fyrir dóti sinu. Áður en hén háttaði voru öll koffortin hennar full og ferðbúin, áritun hennar lögð innan í umslag, og beðið um vagn til að flytja hana bert næsta morgun. ‘Eg fer til Lnndúna og finn ungfrú Powys’, hugs- aði hún, þegar hún var háttuð. ‘Eg skal segja henni alt um Dugaid. Eg veit að hann kemur strax og sækir mig. 44. KAPÍTULI. Faðir og dóttir. Kveldið og ieiðin var i sannleika hvorttveggja ó- þægilegt, eins og barúninn hafði sagt. ökumaðurinn hafði drukkið einu eða tveimur staupum of mikið, og ók með miklizm hraða út úr þorpinu og upp brekkurn- ar. ‘Við verðum allir drepnir’, sagði barúninn, þegarl bann var kominn í sæti sitt, eftir að hafa kastast í' faðm Ronalds, sem sat á móti honum. ökumaðurinn er drukkinn. Hvað eiguin við að gjöra?’ Ronald stakk höfðinu út um gluggann og skipaði ökumanni að nema staðar, sem hann og gjörði. ‘Þekkið þér þessa íeið? Hafið þér nokkru sinni komið upp á þetta fjall fyr?’ ‘Nei, svaraði ökumaður. ‘Bíðið þér þá augnablik’, sagði Ronald, stökk út úr vagninum og upp í sætið hjá ökumanni. ‘Eg skal aka til hallarinnar; eg þekki veginn’. Þeir óku svo áfram til hallarinnar með hægð og slysalaust. Ronald stökk ofan úr ökumar.assætinu og lijálpaði barúninum út úr vagninum. I sama bili og þeir gengu upp tröppurnar, kom þjónn þjótandi ofan eftir þeim og varð hissa að sjá Ronald kominn aftur. 'Eg vona, að lávarðurinn hafi ekki orðið fyrir neinu ohappi’, sagði hann. ‘Eg hefi ekki orðið fyrir neinu óhappi’, svaraði Ronald. ‘Eg kom hingað með vin, sem óskar að tala við ungfrú Clair. Er hún háttuð?’ Þjónninn fylgdi þeim þangað, sem Helen, frú Bliss og presturinn voru. , Þegar barúninn, sem gekk á undan Ronald, kom inn, þaut Helen upp af stólnum af hræðslu. En þegar hún sá Ronald, sefaðist hræðsla hennar ögn; en samt stóð hún skjálfandi, tilbúin að flýja. Barúninn leit bliðlega til hennar og sagði vin- gjarnlega: , ‘Þú ert þá hérna, litla vina min Loksins hefi eg fundið þig. Hvernig liður þér nú?’ Helen rétti honum hendi sína þegjandi. ‘Eg fann barúninn i Brae Town’. sagði Ronald, ‘og kom hingað með honum. Frú Bliss, leyfið mér að kynna yður barún Clair. Herra Macdougal, barún Clair’. Barúninn hneigði sig kurteislega. ‘Mér þykir vænt um að finba yður, frú Bliss’, sagði barúninn. ‘Það eruð þér, sem hafið gætt dóttur minn- ar; er það ekki? Eg skal ekki gleyma þvl, að þér hafið gætt ungu stúlkunnar. Hr. Macdougal, mér þykir vænt um að kynnast yður’. Barúninn kom nú auga á mjúkan hægindastól, og hagræddi strax feita skrokknum sínum i honuin. Presturinn áleit, að faðir og dóttir mundu vilja vera ein, bauð þvi góða nótt og fór. Barúninn leit vingjarnlega á dóttur sina. ‘Eg las í Edinborgar-blaðinu um dauða frú Vava- sour. Mig minnir líka, að eg hafi heyrt að henni og Dugald, eina afkomanda hennar, semdi illa. Skildi hún eftir nokkra erfðaskrá?’ ‘Það er engin erfðaskrá til’, svaraði Helen kulda- lega. ‘Líklega fær þá Dugald alt? Er hann heima?’ ‘Hann fór til Lundúna i morgun’, svaraði Helen, ‘en er brátt væntanlegur aftur’. ; ‘Hver er húsmóðir á þessu heimili? Er hr. Vava- sour kvæntur?’ ‘Nei, en gömul ráðskona stjórnar öllu hér’. ‘Góða barnið mitt. Mig furðar, að þú skulir dvelja á heimili ógifts manns. Hver eru áform þín?’ Helen leit á Ronald, og kvaðst engin áform hafa. ‘Jæja, en má eg nú biðja þig um að tala við mig undir fjögur augu. Lávarður Ronald og frú BIiss eru máske svo góð að yfirgefa okkur ’ Frú Bliss hreyfði sig til að fara, en Helen hélt henni kyrri. ‘Faðir’, sagði hún einbcittlega. ‘Hvað sem þú hef- ir að segja mér, þá geturðu sagt það í nærveru þessara vina minna. Eg vil ekki tala við þig undir fjögur augu’. ‘Er þetta viðeigandi svar frá dóttur til föður?’ ‘Hefir þú breytt við mig eins og faðir á að breyta við dóttur?’ sagði Helen. ‘Þetta hcfi eg verðskuldað’, sagði barúninn. ‘Eg get ásakað sjálfan mig fyrir þetta’. ‘Já, það mátt þú, faðir minn’, sagði Helen kulda- lega. ‘Hvar er jarlinn? Skildirðu hann eftir í veit- ingahúsinu i þorpinu?’ ‘Nei, eg er skilinn við hann fyrir nokkrum dög- um siðan’, svaraði barúninn. ‘Hann er slæmur maður, og eg gat ekki liðið hann lengur. í fám orðum: við urðum óvinir. Hann kendi mér um að þú slapst og að ekkcrt getur orðið úr giftingu ykkar. Við héldum, að þú hefðir snúið þér að dómstólunum til að finna annan fjárráðamann. Eg held að jarlinn sé farinn 4il Spánar, að finna móðurfrændur sína. Þegar hann var búinn að yfirgefa mig, afréð eg að finna þig og reyna að ná vináttu þinni. Hefirðu reynt til að fá þér annan fjárráðainann?’ ‘Enn þá ekki’, svaraði Helen ólundalrega. ‘Það gleður mig; það er hart fyrir föður að vera settur í opinberan gapastokk af dóttur sinni. Eg er fá- tækur, og eg hélt að eg gæti grætt stórfé á þvi að gifta þig jarlinum. Slík hjónabönd eru altíð á Frakklandi’. ‘Og í Tyrklandi líka, býst eg við’, sagði Helen. f Frakklandi leggja ungar stúlkur ekki mikla á- herzlu á tilfinningar sínar, og því eru feðurnir látnir velja þeim eiginmann. Eg hefi búið svo lengi í Frakk- landi, að eg er meira franskur en enskur, og það verð- ur að gilda sem afsökun hegðunar minnar. En nú er úti um öll mín áform. Eg er fátækur og skuldugur og veit ekki, hvert eg á að snúa mér til þess að fá hjálp. Hvers vegna viltu opinberlega gjöra mér til minkunar? Hvers vegna viltu gjöra viðskifti okkar að opinberu hneyksli Ef þú vilt koma til mín aftur, Helen, þá skal eg lofa þvi, — ekki að vera viðkvæmur faðir, þar eð mér er það ekki eiginlegt —, en eg skal vera við- fangsgóður og þægur. Hvað segir þú um þetta?’ ‘Eg veit ekki, hverju eg á að svara?’ sagði Helen. ‘Hvaða áform hefirðu nú? Ætlar þú til Frakklands aftur? Eg vil ekki yfirgefa England í annað sinn’. ‘Eg ætla ekki að biðja þig þess. En eg vil að við búum saman og að þú sért undir vernd minni. Þú verður að lofa því að lifa ógift þangað til þú ert 21 árs, og ef þú samþykkir það, þá skal eg fylgja þér hvert sem þú vilt, og eg skal sjá um, að Rosemont, sem er eign þín, geti orðið heimili þitt, og eg skal gjöra alt, sem í mínu valdi stendur, til þess að þér líði sem bezt, án þess að skerða mína eigin vellíðan’. Helen hugsaði um þetta og Ieit spyrjandi augum á unnusta sinn. ‘Þú hefir 1000 punda tekjur árlega, sem þú getur varið eftir eigin vild, og þessar tekjur halda áfram, unz þú ert 21 árs gömul; þá verður þú eigandi að öll- um auð móður þinnar. Þúsund punda tekjur ganga árlega til fjárráðamanns þíns; og það verða að vera samkomulags skilmálar okkar, að þessi 1000 pund gangi til mín. Þú og eg skulum af tekjum okkar borga jafnt til heimilisþarfa. Á þennan hátt getum við búið saman i friði og eindrægni’. Barúninn virtist bíða svars all-kvíðandi. Hann fór svo kænlega að þessu, að jafnvel Ronald trúði honum. Ilann hvíslaði því að Helenu, að undir núverandi kringumstæðum mundi bezt að samþykkja tilboð fijður hennar, og þar eð Helen var á sömu skoð- un, sagði hún: ‘Eg samþykki uppástungu þína, faðir minn, og eg skal vera hjá þér meðan þú stendur við samningana, eða þangað til eg er fullveðja. En eg vil hafa leyfi til að taka á móti vinum minum, þegar eg vil; og Ronald má koma eins oft og hann vill. Það verður líka að fylgja sem skilyrði, að við Ronald séum heitbundin, og giftum okkur, þegar tími er til kominn’. ‘Það er gott; en það verður þá líka að vera skil- yrði, að þegar þú giftir þig, þá greiðir þú mér árlega 1000 pund eftir það. Hvað segirðu um það?’ ‘Eg samþykki það. En nær á eg að yfirgefa Storm Castle mcð j)ér?’ ‘Sneinma í fyrramálið’. ‘Hvert ferðu ineð mig ’ ‘Til Lundúna’. ‘Á Ronald að verða okkur samferða? ‘Rétt sem hann vill. Mér væri ánægja að þvi, að hann og frú Bliss yrðu okkur samferða. ‘Eg er yður þakklát, barún; en eg verð að hraða mér til meginlandsins á fund Canby lávarðar’, sagði frúín. ‘Eg verð líka að hraða mér að finna Harton, sem biður mín i Lundúnum. Eg skal verða samferða frú Bliss, og heimsækja ykkur undir eins og þið koinið. í hvaða hóteli gistið þið?’ bætti Ronald við. ‘í Alexandra hóteli, Við verðum viku eða lengur i ferðinni; en Hele.n getur skrifað yður og sagt hvaða dag við komum til London. Það er þá búið að koma öllu i lag, Helen’. Hér um bil einni stundu siðar gekk barúninn til herbergis síns, og þegar hann var búinn að læsa dyr- unum, sagði hann við sjálfan sig: ‘Þú ert bráðgáfaður, — reglulegur stjórnvitringur, góði barún. Já, heimurinn hefir mist mikið, af því að eg gekk ekki þá embættisleið. Dóttir min hefir gengið beint i gildruna. En nú kemur spurningin: Hvernig á eg að koma henni til Rocket Hall, á Yorkshire heið- inni? Já, hvemig?’ 45. KAPÍTULI. í gildrnnni. Spurningin, sem barúninn gjörði sjálfum sér um kveldið i Storin Castle, hélt ekki vöku fyrir honum; hann sofnaði strax og svaf rólega alla nóttina, en um morguninn kom hún aftur. ‘ó, svar hennar kemur af sjálfu sér’, hugsaði hann. ‘Eg skal að minsta kosti láta framtiðina eiga sig; hún skal ekki trufla velliðan mina. Eg vona að fá góðan morgunverð. Mér hefir verið sagt, að gamla konan héldi franskan matreiðslumann. Mér þætti gaman að reyna, hve duglegur hann er’, hugsaði barúninn með- an hann var að klæða sig. ‘Eg get ekki skilið, hvað þetta lélega hérað hefir af matartagi. Skotar eru svo sérvitrir, og eg get vel imyndað mér að mér verði boð- inn haframjölsgrautur’. Hugsunin uin þetta gjörði hann daufan, og þegar hann var klæddur, hringdi hann bjöllunni. Þjónninn kom nærri þvi á sama augnabliki. ‘Nær er morgunverðar neytt?’ spurði barúninn. ‘Þegar þér viljið’, svaraði þjónninn. ‘Ungfrú Brend og herra McKay neyttu morgunverðar fyrir tveimur stundum siðan, og eru búin að yfirgefa höllina. Ung- frú Clair og frú Bliss eru nýfarnar ofan’. ‘Gjörið þér svo vel, að fylgja mér ofan’. Þjónninn fylgdi barúninum ofan í borðstofuna. Frú BIiss og Helen voru seztar að borðinu, og barún- inn hraðaði sér til þeirra og settist. Hann reyndi að vera skemtilegur; en sökum matargræðginnar gaf hann sér litinn tima til að tala. ‘Ruddalegur, gráðugur sælkeri og eigingjarn mað- ur’, hugsaði frú Bliss, og álit hennar var rétt. ‘Eg vona að hann gjöri Helenu ekki fleiri óþægindi’. Þar eð hún var sannfærð um jjetta, bar hún engan kvíða fyrir framtið Helenar. Að loknum morgunverði kom vagn barúnsins að dyrunum, og Helen, frú Bliss, Letty og barúninn óku brott. Á leiðinni ofan fjallið leit Helen út um glugg- ann til að sjá höllina cinu sinni enn. ‘Mér þykir slæmt, að ungfrú Brend fór án þess að kveðja mig, og án þess að gefa mér áritun sína’, sagði hún og stundi. Eg dáðist að henni og mér þótti vænt um hana. Eg vildi helzt hafa hana ávalt hjá mér’. ‘Þannig er æskulýðurinn’, sagði barúninn. ‘Hugs- anir hans eru að sönnu eðallyndar, en ekki vel rök- studdar. Helen er eins og móðir hennar, frú Bliss. Kona min var ein af þessum hvatagjörnu manneskjum, sem við fyrstu samfundi fékk annaðhvort samhygð eða óbeit á mönnum’. Frú Bliss svaraði engu, og ferðin ofan fjallið gekk hægt, seint og slysalaust. Mig furðar á því, að frú Vavasour skyldi verða 100 ára, eins oft og hún hefir ekið um þenna vonda veg’, sagði Clair. Þegar þau komu ofan í dalinn, óku þau að gest- gjafahúsinu i Brae Town. Þar kom Ronald ríðandi til þeirra; svo var ferðinni haldið áfram til Kirkfaldy, og þar gistu þau um nóttina. Daginn eftir fóru þau eftir kaledoniska skurðin- um til Donellan. Þar var lítið en snoturt veitingahús, og ákvað barúninn að vera þar um nóttina. Ronald og frú Bliss voru þar einnig. Daginn næsta fóru þau með gufubát til Inverness. Þar skildu þau Ronald og frú Bliss við barúninn og Helenu; þau vildu flýta sér til London; en barún- inn vildi fara hægt. ‘Eg þykist viss um, að faðir þinn muni breyta vel við þig, þar eð það er hans eigin hagur’, sagði Ronald við Helenu, þegar þau kvöddust. ‘Skrifaðu mér oft og sendu boð eftir mér, af að þú þarft inin, og láttu mig vita, nær þú kemur til Lundúna’. Þannig skildu þau, og Ronald og frúin hröðuðu ferð sinni; cn barúninn, Helen og Letty fóru til Aber- deen og voru.þar einn dag til að skoða bæinn; héldu svo áfram til Edinborgar og dvöldu þar tvo daga. Það- an skrifaði Helen kærasta sinum til Lundúna. Einn dag voru þau um kyrt í Tynemouth, og þegar þau komu lengra suður á bóginn, dvöldu þau einn dag i York. Nú var sá tími kominn, að barúninn varð að fram- kvæma áform sitt, eða hætta við það. Þó undarlegt sé, kom Helen honum til hjálpar. Mér lízt vel á York’, sagði Helen, ‘og eg kann vel við þetta hæga ferðalag. Eg hefi keypt ýmislegt i dag, svo það er ekki nauðsynlegt að hraða ferðinni til Lund- úna. Getum við ekki dvalið hér þrjá eða fjóra daga?’ ‘Jú, eigum við að vera hér í York, eða heimsækja baðstað?’ ‘Eg held eg vilji hvorugt. Egvil helzt heimsækja bændurna og hlusta á hina einkennilegu mállýzku þeiira’. ‘Og einmanalegu, fögru heiðina, þakta af purpura- rauðri lyngábreiðu, og afskekta heimilið, þar sem skáld- kona Charlotte Bronte lifði og —’ ‘Já, jál’ hrópaði Helen ánægð. ‘Við skulum fara til Haworth, þar sem Charlottc Bronte átti heima, og heiðarinnar, sem hún ferðaðist um’ Barúninn samþykti þetta viljugur. Fallegan fyrri hluta dags, eitthvað tveim dögum siðar, fóru þau af lestinni við Keighby járnbrautar- stöðina; þaðan óku þau til Haworth og höfðu farang- ur sinn með sér. ‘Frá Haworth förum við yfir heiðina til Hebden Bridge’, sagði barúninn, ‘og förum svo aðra leið til Lundúna’. í Haworth dvöldu þau nokkrar stundir á heimili iér getið. Gefið þér Helenu hcitt te, og mér konjak, sykur og heitt vatn’ skáldkonunnar. Um klukkan 3 fóru þau þaðan, og barúninn sagði ökumanni að fara til Hebden Bridge’. Síðari hluti dagsins var heitur; enginn vindur gjörði vart við sig og ekkert lif var sjáanlegt eða heyr- anlegt, nema í fuglunum, sem kvökuðu við og við. Einu sinni stöðvaði Helen vagninn og fór með Let- ty til að tina lyngblóm. ‘Það er bezt að við flýtum okkur!’ kallaði öku- maður órólegur. ‘Það er illviðri í nánd og það slæmt’. Barúninn kallaði til dóttur sinnar að flýta sér. ‘Akið þér hart!’ kallaði hann. ‘Er nokkurt höfð- ingjasetur á þessari heiði ’ ‘Það er að eins eitt á allri heiðinni, Rocket Hall, og það er mannlaust nú’. ‘Er Rocket Hall á leiðinni til Hebden Bridge?’ ‘Nei, það stendur við sjaldfarinn veg’. ‘Máske við getum leitað skjóls þar, ef óveðrið kem- ur skyndilega?’ Alt í einu skall óveðrið á, stórrigning og eldingar. svo hestarnfl- urðu hræddir og þutu áfram i ofboði. Barúninn var hræðslugjarn og varð nú alveg utan við sig af skelfingu. ‘Guð minn góðurl’ tautaði hann. ‘Við verðum öll drepin. Hestarnir eru orðnir tryltir. Nú eru eldingar aftur á ferð. Þetta er voðalegtl’ Hestarnir héldu áfram með sama hraða, og öku- maður stýrði þeim af þjóðveginum inn á grasi gróinn hliðarveg. , Þegar þau höfðu ekið hér um bil 15 mínútur með þessum ofsahraðá, komu þau auga á Rocket Hall. Girð- ingarhliðið var opið og ökumaður lét hcstana hlaupa inn um það heim að húsinu. Um leið og vagninn nam staðar var hellirigning og afskaplegt rok. Barúninn þaut í ofboði ofan úr vagn- inum, hljóp upp tröppuna og að dyrunum. Helen og Letty flýttu sér á eftir honum. ökumaður og hestarn- ir þutu til hcstþússins. Áður en barúninn gat barið að dyrum voru þær opnaðar, og á þrepskildinum stóð frú Diggs. ‘Mér heyrðist vagn koma’, sagði hún og gægðist út. ‘Komið þér inn, herra minn; komið þér inn, ungfrú- Þetta er voðalegt veður’. Þau hröðuðu sér öll inn. ‘Við erum á leið til Hebden Bridge, frú’, sagði bar- úninn, ‘og svo kom þetta veður. ‘Viljið þér veita okkur húsaskjól á meðán veðrið er svona vont?’ Helen hafði aldrei séð frú Diggs áður, og grunaði þvi ekki, hver hún var. Hún var roskin og hraustleg kona, og bar andlitið þess vott, að hún var af spænsk- um ættum. Augun kolsvört og hörundið mjög dökt’. ‘Þið eruð velkomin’, sagði hún. ‘Eg er að eins ráðskona, sem lít eftir húsinu; enginn annar býr hér nú. En eg skal gjöra það, sem í minu valdi stendur til þess, að ykkur liði vel. Sonur minn skal strax kveikja upp í ofnununi; en á meðan viljið þið máske koma of- an íeldhúsið?’ Helen skalf af kulda og bað um Ieyfi til að fara ofan i eldhúsið. Frú Diggs gekk á undan henni ofan, og Helen, barúninn og Letty á eftir. Þar brann eldur á arni og var hiti nægur. Eldhúsið var gamaldags og áhöldin sömuleiðis, en alt var vel hreint. Maður stóð upp af stól við arninn; hann hafði rautt hár og rautt skegg, sem tók sig einkennilega út við dökka hörundið hans. Þessi maður var Pétur Diggs. Móðir hans sagði honum, að þetta fólk hefði hrak- ist þangað undan óveðrinu, og að hann yrði að kveikja upp í ofnunum i svefr.herbergjunum. Pilturinn hraðaði sér upp til að framkvæma skipun móður sinnar. ‘En það rok, sem er úti! Eg hefi aldrei vitað ann- að eins rok’, sagði frú Diggs. Barúninn langaði til að spyrja, hvort jarlinn væri í þessu húsi, en þorði það ekki vegna dóttur sinnar. Þess vegna sat hann lengi þegjandi fyrir framan eld- inn, og breyttist þá vatnið i fötum hans í gufu. Frú Diggs fór út og var stundarkorn i burtu. ‘Herbergin eru nú tilbúin handa ykkuri, sagði hún, þegar hún kom aftur. ‘Eg held þið megið til að vera hér i nótt Vegirnir verða ófærir eftir þetta veður.— Viljið þér verða mér samferða upp, ungfrú?’ Helen var fús til þess. Letty og barúninn komu á eftir þeim. Frúin fór með Helenu upp á fyrsta loft; þaðan upp á annað og þriðja. ‘Hvcrs vegna farið þið svona hátt upp?’ spurði bar- úninn. ‘Af því, herra minn, að beztu herbergin eru hér uppi. í þessum neðri er enginn húsbúnaður’. Nú opnaði frú Diggs einar dyrnar á þriðja lofti og bað Helenu svo vel gjöra að ganga inn. Herbergið var stórt, með öllum nauðsynlegum útbúnaði. Að eins glugginn var nokkuð einkennilegur; hann var hér um bil á miðjum veggnum, eða réttara, hinu bratta þaki. Þegar litið var út um hann, var naumast mögulegt að sjá annað en himininn. Helen tók ekki eftir þessu, en það gjörði barúninn, og var vel ánægður með gluggann. Til hliðar við þetta herbergi var annað litið, sjá- anlega ætlað þernum, og þar settist Letty að. ‘Góða barnið mitt’, sagði barúninn. ‘Þú verður að hátta undir eins. Koffortunum þinum er ómögulegt að ná frá hesthúsunum í þessu veðri. Góða konan færir þér eitthvað volgt að drekka, svo þú verðir ekki innkulsa’. Helen knéféll fyrir framan ofninn, skjálfandi af kulda. Barúninn og frú Diggs fóru út ‘Þessa leið, herra minn’, sagði hún og gekk ofan á annað loft. ‘Mér heyrðist þér segja, að öll þessi herbergi væru húsmunalaus ’ sagði barúninn. Frúin brosti. ‘Eg sagði það líka, herra barún’, svaraði hún. ‘En það er svo vandalaust að tala. Flest af herbergjunum eru húsmunalaus; en jarlinn lét færa tvö af þeim í lag. Við höfum ekkert átt við herbergin hins vegar í ganginum; þau eru eins og Nesbit skildi við þau. Hér eru herbergin, sem jarlinn lét færa i lag, og sum af her- bergjunum niðri eru nú notandi’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.