Heimskringla - 30.12.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.12.1915, Blaðsíða 1
Kaupið Heimskringlu. Borgið Heimskringlu áður en skuldin hækkar! — Heimskringla er fálksins blað. Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 28» DONALD STHEET, WINNIPEG 16 ~ ~ XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 30. DES. 1915. Nr. 14 Gleðilegt Nýjár! Hugsjónirnar eru líf og næring sálarinnar. Hver, sem engar hug- sjónir hefir, hann er sem reka- drumbur í flæðarmáli, er veltist og byltist við rætur bjarganna eða verður sandgrafinn í fjörunni. Það er ekkert, sem eins styrkir sálina, eykur hugarflugið, styrkir viljakraftinn og lyftir konu sem karli upp á æðra stig eins og veru- lega fagrar hugsjónir: Að reyna að verða einlægt betri og betri, að reyna að verða einlægt vitrari og vitrari; að reyna að framkvæma meira og meira; að reyna að láta einiægt meira og meira gott af sér teiða, fyrir vini sina, fyrir mann- kynið; að venja sig meira og meira á það, að sigra sjálfan sig; að hjáipa sem flcstum, bjarga sem flestmn; að berjast sí og æ fyrir sannleikanum. Það er göfugt hlutverk; en það getur enginn maður, ncma hann hafi hug- sjónir og þær göfugar og fagrár. Það er nú vor nýjársósk til allra vina vorra, að með þessu komandi ári keppi þeir eftir því, að afla sér þessara hugsjóna. Þær geta verið svo breytilcgar sem mennirnir eru marg- ir, og iniðin, sem þeir stefna að, geta verið jafnmörg. En þær eiga eitt sammerkt: þær verða að vera æðri og fegurri en hið núverandi ástand. Gefi menn þessu gaum, þá geta æðri sem lægri vaxið í vizku og náð hjá guði og mönnum. Keppið cftir hinum fegurstu og æðstu hngsjónum, vinir! Stríðs=f réttir Það virðist, sem Þjóðverjar séu úrkula vonar uin, að geta hrakið Rússann lengra austur, en hinsvegar munu þeir vera farnir að sjá, að þeir geta ekki lengur haldið út eins og nú stendur. Þeir verða að vinna sigur og hann stóran. Þess vegna eru þeir að safna kynstrum ölluin af stórum fallbyssum og vopnum á vesturkantinum móti Bretum og Erökkum, og er húist við, að hvenær sem þeir verða tilbúnir muni þcir gjöra harða hrið gegn Bandamönn- um á jiví svæði. — Ferðin suður á Balkanskagann hefir eiginlega ekkert hjálpað þeim. Þeir hafa reyndar með hjálp Búlgara getað lirakið Serba úr landi, liálf- faliina af suíti og sóttnæmúm pest- imi; en þó ekki nema með miklu manntjóni. En suður með sjónuin geta þeir ekki komist, því að Bretar og Frakkar halda Salonichi, og má búast við, að þar leiti þeir á, hve- nær sem þeir geta,,og nú segja sein- ustu blöðin, að þeir auk Búlgara séu búnir að fá Tyrki til að sækja með þeim Breta og Frakka og hrinda þeim á haf út. En þá mega Grikkir nauðugir viljugir til að fara á stað ineð Bandamönnum. Þessu öllu bú- ast Bandamenn við; og á hverjum degi konia skipin til Saloniehi með vistir og vopn og menn til Banda- inanna. Einn aðalstaðurinn, sem þcir nú munu leita á, ef þeir geta, er Egypta- land. Þeir segjast verða búnir með járnbrautina og vatnspípurnar í lok janúarmánaðar og geta l>á flutt mill- íón hermanna til Suez. En þessu munu Bretar lika búast við. Eru Japanar nú komnir með herskip sin á Rauðahafið, til að gæta hafsins og suðurenda skurðarins fyrir Breta og mun Tyrkjum ekki ofgott að lenda í hendur þeim. Og þó að Tyrkir kynnu að komast að skurðinum, þá eru þeir ekki komnir yfir hann. Og mun harðlega varinn vesturbakk- inn. Á skaganum við Hellusund hafa Bretar tekið burtu alt liðið, seni var norðan og vestan á skaganum, við Suvla víkiiia og Anzae, sem þeir köliuðu; var það um 100 þúsundir manna. Enginn veit, hvað það þýð- ir eða hvert skal stefna þvi liði; en líklcgt þykir, að það eigi að fara annaðhvort til Saloniehi eð« þá Egyptalands. Þýzkir vilja fá Tyrki ineð sér til að hrekja Bandamenn burtu úr Sal- oniehi, og er búist við, að ráðist verði þar á Bandamenn bitiðlega og erú Tyrkir og Þjóðverjar i óða önn að búa sig undir það. Er þeim nú farið að slá saman, Búlgörum og Grikkjum, í vestur Makedóniu eða suður og vestur af Monastir, hvað sem úr því verður. En hugir Grikkja svo tvískiftir, að enginn veit, livað upp kemur. Ekki hefir sigurinn Tyrkja í Mes- ópótamiu orðið mikill, er Bretar héldu undan niður með Tigris ánni um 100 mílur, frá Bagdad, um dag- inn. Bretar mistu fátt manna, þvi að skipulag var hið bezta, og þegar þeir námu staðar hjá Kut-el-Amara, sem er nærri bein.t austur af Babýlon gömlu, en við Tigris, þá tóku þeir svo liart á móti, að Tyrkir urðu frá að hverfa við allmikið manntjón.— Síðan söfnuðu Tyrkir sér liði aftur og gjörðu áhlaup á Breta hvað eftir annað um Jólin, en Bretar hreyfðust ekki og urðu Tyrkir frá að hverfa og lágu menn þeirra eftir í hrúgum og röstum. — En í Albaníu urðu Serbar und- an að hörfa, sem áður hefir verið sagt. Þýzkir og Búlgarar sóttu á eft- ir þeim. En Serbar börðust einlægt á undanhaldinu og höfðu með sér margar þúsundir fanga, er þeir höfðu af Þýzkum og Búlgörum tekið. Voru Serbar nú betur staddir, því að ítalir senda þeim bæði mat og skotfæri. En sagnir þaðan óljósar mjög og ekki áreiðanlegar, nema það að Serbar hafa vist aldrei beðið verulegan ósigur, og hvergi eru hinir komnir að sjó niður. Lítur helzt svo út, að Þýzkir séu rótt komnir ofan i efstu dalina, en Serbar séu á hverj- um hól og hrygg og verji þeim land- ið og leiðar allar um dalina. — Áður vorum vér búnir að geta þess, að Serbar hefðu sent margar þúsundir fanga til Marseilles á Frakklandi, og nú senda þeir 30 þús- undir fanga til ítalíu, sem þeir biðja ftali að geyma fyrir sig, ltalir tóku hópinn og fluttu til eyjarinnar Sard- iníu, og þar verða þeir að sitja þangað til að stríðið er búið og Serb- ar geta haft eitthvað upp úr þeim. — á Rússlandi situr við hið sama. Hvergi nokkurstaðar vinria þýzkir á, og ef þeir cigast við, þá vcitir Rúss- um betur; en enginn stórbardagi hefir þar orðið nýlega. En ill þykir Þjóðverjunt vistin í gröfunum, og segja fregnir, að margir þýzkir for- ingjar hafi kosið að ráða sér bana, heldur en að sitja þar í gröfunum allan veturinn. — á ftalíu stendur alt við saina; þeim gengur seint að hrekja Austur- ríkismennina af tindunum og úr kastalaborgunum. En nái ftalir hæð eða hól, l>á hefir aldrei hevrst að þeir hafi tapað því aftur. — Svartfellingarnir eru erfiðir viðfangs, sem oft áður fyrri. Austur- ríkismenn ætluðu að vaða yfir land- ið þeirra að norðan og náðu nokkr- um þorpum; en Svartfellingar tóku harðlega á móti og hröktu þá burtu aftur. Þetta var i fjöllunutn, þar sem Sanjak kaMast, og voru Austurrikis- menn vonlausir uin, að komast lcngra og tóku að grafa sig niður, <>g við það situr. — Á Frakklandi hafa nokkrir smá- bardagar verið. Þýzkir vildu ná einu fjalli þar aftur, sem Frakkar unnu nýlega af þeim, sem heitir Hart- mansweilerkopf, og gjörðu langa skothríð og síðan árás á Frakka; en þeir voru reknir tvöfaldir aftur. Þeir réðusl einnig á skotgrafir Breta og Canadanianna og spúðu gasi áður; en þegar þeir gjörðu árásina, þá töp- uðu þeir 8,000 manna, og urðu því fegnastir, að komast aftur í holur sínar. Seinustu fregnir af Stríðinu. Austurríki verður ekki við kviið Bandaríkjanna liinni scinustu i An- cona-málinu, sem risið hefir út af því, að austurrikskur neðansjávar- bátur sökti því skipi, ekki alls fyrir löngu. Er því búist við, að slitni vinskaparbandið miHi þjóða þeirra þá og þegar. Bandarikjunum er illa við, að skjóta á borgara sína eftir að skip- inu var sökt, eins og þessi neðan- sjávarbátur gjörði, sem sökti An- cona. Þeir voru nokkrir af skipinu i opnum bát einum, I)r. Cecil Greit og fleiri. En neðansjávarbáturinn skaut þarna á þá varnarlausa, er þeir voru að bjarga lifi sinu, og fór- ust allir í bátnum af skotunum. nema I>r. Cecil Greil; hún bjargaðist ein af, þó kona væri. Japan er og farið að búa her- skip sin; segist liafa óbætt skipið Yasaka Maru, sem var siikt nýlega, án þess aft gefa nokkramðviirun. HERSVEITIN ÍSLENDINGA. Vér köllum hana sveit Islendinganna af því að allar líkur eru til að í henni verði fleiri íslendingar en í nokkurri annari hersveit. Það er 108da her- deildin sem Lieutenant-Colonel Bradbury er að koma á fót og hefur aðallega aðsetur sitt í Selkirk þó að skrifstofa herdeildarinnar sé í Winnipeg, 311 Mc- Intyre Block, Main Street. 1 viðbót við alla þá Islendinga sem hafa nú þegar gengið í hinar ýmsu hersveitir Canadamanna og eru orðnir furðu margir, þá eru nú Islendingar í Selkirk að reyna að mynda “platoon” (um 55 manns) af eintómum Selkirk Islendingum og vildu gjarnan fá landa sína sem flesta með sér. Þeir eru allir velkomnir og ef þeir yrðu nógu margir gætu þeir myndað annað “platoon” ef að hinum sem fyrir eru heppnast að fá nógu marga úr Selkirk einni í þennan sem nú er í myndun. Eru Japanar fúsir til að slást í leik- inn. — Undanfarið hafa hvað eftir annað verið að koma fregnir um það að stórir og margir herflokkar þýzk- ir hafi verið að halda vestur yfir Rínfljótið með kynstur öll af stórum fallbyssum, og búast Frakkar við á- hlaupi bráðlega. Hafa nú i marga daga gengið skothríðar miklar í Flandern og á Frakklandi, og er það haft sein mark á því, að Þýzkir séu að þukla fyrir sér, hvar þeir eigi fram að ráðast. Þeiin er farið að verða órótt heima og verða að vinna sigur, ef að þjóðin öll á ekki að verða óróleg. Má búast við harðri hríð af þeim núna bráð- lega. En nú eru hinir viðbúnir og ætla sér að taka á móti. Er það fullyrt, að Canada her- mennirnir biði rólegir komu þeirra og eru vissir um að reka þá af hönd- um sér, ef að þeir koina og láta þá ekki brjota þann part af hergarðin- um, sem þeir eiga að verja. Hart um margt á Þýzkalandi. Fréttaritari einn franskur fyrir Parisarblaðið Humanité, hefir ný- lega ferðast um Þýzkaland, og segir hann að óánægja almennings við stjórnina fari alt af vaxandi. Og yfir- völdin verði að hafa sig öll við, að bæla hana niður, og hafa vakandi auga á því, að ekkert eða þá sem allra minst sé talað um hana i blöð- unum. Fréttaritariuii kom til borgarinn- ar Chemnitz. Er borg sú norðan við Erz-fjöllin i konungsrikinu Sachsen, sem Bismarck innliinaði i þýzka rikið. Það var rétt fyrir Jólin. 1 hundraðatali fóru konurnar og réð- ust á búðir kaupmannanna, er seldu sinjör og cgg og rændu þær og brutu glugga og alt sem þær gátu og eins glugga á ölluin næstu búðum. Vopn- aðir hermannaflokkar voru sendir út til að hefta spellvirki þessi, og var j)á óþirmilega farið með marga konuna, því að þeir áttu erfitt með að yfirbuga þær. En þetta sagði hann að væri svona hér og hvar um alt landið. En blöðin, þau sögðu ekki frá einum hundraðasta af ó- spektum þeSsum. Samt kom það i blaðinu Magdc- burgischc Zeitung þetta: “Hvar sem maður hlustar á tal manna, þá má undir cins heyra liina megnustu ó- jánægju, gremju og reiði fólksins, hvað sein blöðin segja. ”Ritstjórianum er harðlega bannað að láta í Ijósi liinar sönnu tilfinn- ingar fólksins. Og óónægjan fer ein- lægt vaxandi, svo að mörgum stend- ur liinn megnasti ótti af. Það er sem eitthvað sé að búa um sig, eitthvað sem iiieira er ertn fjöldann grunar. j Og aðallega kennir það frá verka- fólkinu, hinum félausu, sem hungrið er farið að sverfa að, þvi að þeir hafa enga peninga til að kaupa sér inat að borða. sökum liins afarhán verðs, sem hér er á öllu". Sama segir blað eitt i Bremen, Wescr Zeitung, og er borg sú við sjó út langt frá Magdeburg: “óánægja og gremja fólksins verður meiri og meiri með degi hverjum, hvernig sem reynt er að þagga niður ópin ! og veinin”. Og blaðið Frunkfurter Zeitung er ó sama máli og segir meðal annars: “Á meðan hermenn vorir berjast eins og kappar fyrri daga, fer skort- urinn heima vaxandi með degi hverj um, og af þessu auma og bága á- standi er fólkið farið að sjá, að keis- araveldið þýzka er að tapa. Vér lilógum að því, að Bretar myndu setja hergarð fyrir landið og banna oss verzlun alla. En nú erum vér fyr- ir löngu hættir að hlægja. Ástandið er ekkert hlátursefni”. 1 höfuðborginni Berlin eru mál þessi mjög alvarleg. Stjórnin bannar i blöðunum að éta kjöt á þriðjudög- um og föstudögum, og fitu, svo sem smjör, olíu eða svínafeiti, má eng- inn selja eða kaupa á iiiánudögufn og miðvikudögum. Og hinn víð- kunni blaðamaður Maximilian Har- den, segir i blaðinu Zukunft: “Vcir verðum hreinskilnislega að jóta það, að þýzka þjóðin er nú i voða stödd”. En blaðið Berliner Zeitung segir meðal annars: “Þessa seinustu daga var aðsóknin svo mikil að sölu- mörkuðum borgarinnar, að pólitiin voru kölluð til þess að halda reglu. Mest voru það konur, sem hópuðust að mörkuðunum. Og varð fjöldinn allur af þeim að biða niargar kl.- stundir áður en þær voru afgreidd- ar. Leið þá yfir þær hverja af ann- ari; þær voru svo lémagna af sulti og vondu viðurværi”. Blaðið Vorwaerts i Berlín sýnir fram á, hvað allar lífsnauðsyjar hafi hækkað, svo nemur 50 prósent eða meira, því að margt af liinum ódýr- ustu fæðutegundum er nú ófáanlegt. Segir blaftið að síðan í júnimánuði hafi margar matartegundir hækkað um 75—100 prósent, og þar að auki ér fatnaður allur kominn í geypi- verð, einkum skór og stigvél. BlaðitMarburger Christliche Welt, sem er kyrkjublað, segir að svína- kjiit hafi hækkað um 300 prósent og að nýtt kjöt sé varla hægt að fá. f Bcrlin, segir blaðið, að fátæka fólkið sjái mjög sjaldan kjöt cða smjör á borðum, eða nokkra viðbits- tegund, og ástand heiinila þeirra, sem mannlaus eru heima, því aft all- ir vígir karlar hafi i striðið farið. segir blaðið að sé blátt áfran\ voða- legt. Saint vill Vilhjálmur blóð berj- ast, þó að fólkift hrynji niður af sulti heimo fvrir. Vilhjálmur blóíl sjúkur. Koma fregnir tim það úr mörgum áttum. Er sagt að veikin sé i hálsin- um og talið alvarlegt, og var krón- prinsinn kvaddur heiin. Ætla sumir j að það sé saina veikin, er varð föð- I ur hans að bana. Ford snýr heimleiðis aftur. Þegar Ford kom til Noregs með friðarskútuna, voru postularnir farn ir að verða. nokkuð missáttir; þeg- ar á land koin, fengu fáir að tala við hina helztu þeirra; þeir földu sig í herbergjum sínum. Og hinn 23. des. er Ford sjálfur kominn á laun til Bergen, og var búist við, að hann færi það kveld um borft í skip, er var að lá.ta í haf til Ameríku. Lækn- ir hans hafði skipað honuin að hætta ferðinni og leita taugum sínum lækninga í góðu sjúkrahúsi. Er bú- ist við að hann fari á geðveikrahæli þegar til Ameríku kemur. Það var búið að segja, að hann hefði haft við orð, að kaupa þjóðirnar til að semja frið, með þvi að k>fa þeim að smíða og selja þeim autós með góðu verfti. En þegar einhverjir fóru að brosa að því, þá sneri hann við ferðinni og skildi alla hina friðarpostulana eftir. — Um ferð þessa koma marg- ar sögur úr Evrópublöðunum og er ekki gott að henda reiður á þeim öll- um; en út lítur fyrirt að frúin frá Austurriki vilji ráða fyrir flokkn- um. Kvenréttindamálin. Nú eru allar likur til, að tíðindi fari að gjörast i kvenréttindamáluni fylkisins. — Þegar hin núverandi stjórn I.iberala komst til vakla í fylkinu, lofuðu foringjar hennar að láta konur fá jafnan rétt við karla, ef þeir sæju, að það væri einhuga vilji fylkisbúa, eða eiginlega, ef að þeir fengju bænarskrá um þaft með undirskriftuin, er næmu 15 prusent af ölluin þeim atkvæðum, er greidd hefðu verið við siðustu kosningar. Etir kosningarnar í haust var farið að safna atkvæðunum og gang- ust fyrir þvi Grain Growers félagið, Politieal Equality League, bindind- isfélögin og Houie Economics fé- lögin, — þau byrjuðu að safna i júní mánuði; og nú hinn 23. des. voru þau búin að fá 39,584 atkvæði fyrir konurnar og það 33.9 prósent af at- kvæðum móti þeim er greidd voru við seinustu kosniiigar. Það vissi eiginlega enginn af þessu, sem menn segja, eða það bar ekkert á því fyrri en 23. des., þá fór fólk í borginni að undra , hvaða straumur kvenna væri að flykkjast að stjórnarbyggingunum. Og rétt eftir kl. 10.30 koinu ráðgjafarnir allir inn i þingsalinn. sem þá var fullur af fólki. Tók þá Hon. Th. H. Johnson, ráð- gjafi opinberra verka, til máls og gjörði stjórnarformanninum og ráð- gjöfunum kunnugt niálefni kvenna. Voru þar nær 100 fulltrúar viðstadd- ir af þeirra liálfu. Nefndi Mr. John- son nokkrar þeirra, er tala skyldu, og voru það I)r. Mary Crawford, Mrs. F. .1. I)ixon, Mrs. A. V. Thomas og Mrs. Amelie Burrit. Gat Mr. John- son þess, að þetta væru tiðindi mikil i sögu fylkisins. Mr. Norris, fyrir hönd stjörnarinnar, tók þeim vel og lofaði fylgi sínu og flokksins að koma þessu i gegn. Er nú lagafriunvarp um þetta á ferðum, er verður lagt fyrir þing, er það næst kemur saman, og er vist cnginn vafi á, að það komist i gegn. Þetta er vel farið; þær hafa lengi verið án hins fulla réttar síns, og óskurn vér þeim allra heilla, og að þær noti betur kosningarréttinn og fylgi betur málum landsins og fylk- isins en sumir þeir, sem áður hafa átt að ráða lögum og lofuin i land- inu. Enn um samsæri í Bandaríkjunum. Það er nærri á hverjum degi, að upp kemur meira og incira um þessi þýzku samsæri í Bandarikjunum. Það er eins og þar sé alt holgrafið, j hvar sem Þýzkir eru nærri. Og á- | takanlegast er það, ef satt er, að þeir ! skuli hafa getað vélað og flækt inn i þetta merka Bandarikjamenn. Þao eru reyndar ekki sannaðar sakir á þá; en sakaðir eru þeir um það, aft | hafa verið i santsæfi, aft koma verk- ! fölluni á i vopnasmiðjum Bandarikj- j anna, þessir menn; Frank S. Mon- nett, fyrrum Attorney-Gencral í rik- j inu Ohio; IJavid I.amar, Jacob C. jTaylor (forseti National Peace Coun- j cil); Franz von Rintelen (þýzkur Hver skyldi hljóta þetta ágætis úr? Einn af meðlimum Islenzka Con- servative klúbbsins (Stefán Ey- mundsson) gaf klúbbnum nýlega þetta úr, í þeim tilgangi að það yrði brúkað sem spila-verðlaun. Framkvæmdar nefndin samþykti að láta spila um úrið í mánuð, og verður byrjað á því fimtudags- kveldið 6. janúar. Úrið er ágætt í alla staði, gengur í sjö steinum og er í silfurkassa. Þenna mánuð, sem spilað er um úrið verða vinn- ingar einnig taldir í vetrar-sam- keppninni. — Það er vonandi að meðlimir klúbbsins og aðrir ísl. Conservatívar, sem vilja styðja fé- lagsskapinn og flokkinn, sýni svo mikinn áhuga að koma eina kveld- stund í viku þessa þrjá mánuði, sem eftir eru af vetrarvertíð klúbb- sins. Það eru vmsamleg tilmæli framkvæmdarnefndarinnar að allir Islenzkir Conservatívar í bænrim taki þátt í starfi klúbbsins í vetur og komi á hvern einasta fund sem þeir geta. H. B. Skaptason, forseti. agent); H. B. Martin, og Hernian Schulteis. Allir þessir menn, nema Laimar og Rintelen, eru embættismenn efta hafa Vcrift embættismenn i friftarfé- lagi þvi, sem stjórnin kærir Rintcl- en um aft hafa stofnaft og lagt fé til, og-átti þaft aft vera eitt aftalstarf fé- lagsins, að koma á verkföllum i verksmiftjunum og útbreifta og efla ráft og veldi Þjóðverja hér i landi. Lamar hefir stundum verið kall- aður “C’lfurinn i Wall stræti” (The Wolf of Wall Street), og á að hafa verift aðstoftarmaður og hægri hönd Rintelens. Og gengu fleiri hundruð þúsundir dollara, ef ekki milliónir, í gegnum hendur hans, og cr sagt, að S400,0000 hafi orftift eftir i vasa sjálfs hans. Von Rintelen þessi, þýzkur aftals- inaftur og foringi í her Vilhjálms, er nú fangi á Knglandi. Hann cr hátt- standandi inaður á Þýzkalandi og vinur Vilhjálms. Þorsteinn Skaptason ritstjóri dáinn. Hann andaftist á Seyftisfirði hinn 28. nóvember. Hafði hann fengift krabbamein i tungnaræturnar fyrir nokkru og gat ckki fengið lækningu vift þvi meini. Sigldi þó siftastliðift vor i þeim erindum. Hann var mift- aldra maður, sonur Skapta heitin.s Jósefssonar ritstjóra og tók við út- gáfu og ritstjórn Austra eftir lát föð- ur sins og hafði hvorttveggia á hendi alt til þessa. Einnig hafði hann v< r- ið póstafgreiftslumaftur á Seyfti, firði um alhnörg ár. Um tima var hann i Latínuskólanum. en hætli þar námi og lærði siðan prentara-. iðn i Kaupmannahöfn. Hann var j kvæntur Þóru dóttur sr. Matthíasar Jochumssonar skálds. Móftir Þor- stcins. frú Sigriftur Þorsteinsdótlir, er enn á lifi, og var hjá syni sinuni á Seyðisfirði. Þorsteinn var myndarmaftur, gervilcgur á velli, góftur drcngur og vel látinn. (Lögrétta 1. des.). Almanak <)Iafs S. Thoi’geirssonar er nú nýútkomið; fult af æfiminn- tagum frumbyggjara hcr vestra ir.eð myiidum. Alnianakift cr mjög full- j komift og fróftlegt eins og vant er. | Frekar auglýst i næst i bla'fti. Utan- I áskrift Mr. Thorgcirssonar er: (»78 j Sherbrooke St.. Winnipcg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.