Heimskringla - 30.12.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.12.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, DESEMBER 30., 1915 HEIMSKRINGLív BLS. 5 ir sent Hcimskrinsílu þó nokkur kvæði á enskri tuugu, og nú seinast mikið kvæði til íslands, og er það einkennilegt fyrir það, að hann hef- ir að eins verið á íslandi nokkra niánuði; iþvi að hann fór þaðan barnungur, en kom svo aftur að sjá ættland sitt. En þrátt fyrir þessa skömmu veru sína þar, er hann hrif- inn af tign og fegurð' landsins og lýsir þvi svo vel, að hann með þessu eina kvæði er kominn i tölu fremri skálda íslands. En svo er annað við þetta: Enskan leikur svo lipurt á tungu hans, sem aldrei hefði hann annað mál heyrt eða lesið. Enskan er hans móðurtunga, hans hjartans mál, og þó að hann tali íslenzku, þá verður straumur tilfinninga hans að brjótast út á ensku máli. Eitt er það, sem er einkennilegt við alla þessa menn, meira eða minna elska þeir ættland sitt úti i norðurhöfum og samlanda sína hér, en vegs og frama verða þeir allir að leita hjá enskum möniium. Landinn hér getur veitt þeim samhygð, -— en ekki meira. Iif að þeir vilja nokkr- um frama ná, þá verða þeir að vekja athygli enskumælandi manna. Þeir verða að vinna fyrir landið þetta, fyrir mannfélagið þetta. Og þá náttúrlega um leið fyrir islend- inga sem aðra borgara landsins. # * >/■ Kvenréttindi. Á kvenfrelsið er hér mánst á öðr- um stað i blaðinu. Þær eru nú svo langt komnar konurnar, að þeim hefir verið heitið fullu jafnrétti við karlmenn og að lög skuli samþykt á þingi fylkisins i vetur, er veiti þeim þetta. Að þessu hafa íslenzkar konur unnið með hininn enskumæl- andi systrum sínum, og hafa lagt fram sinn skerf til að koma þessu í framkvæmd. DOMINION BANK Hornl Not« Domc og Sherbrooke Street. HatoSotðll uppb.......... «6,000,000 VaramjöOnr .............. «7,000,000 Allar elsmlr.............«78,000,000 Vér éskum eftlr viésklftum ven- lunarmanna og ibyrgjumst at> gefa þelm fullnœgju. Sparlsjó'Osdelld vor er sú stœrsta sem nokkur bankl hef- lr i borglnnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska ab skifta vlb stofnum sem þelr vlta ab er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. Byrjlb sparl innlegg fyrlr sj&lfa yður, konu og bðrn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONB GARKY 845« Isabel Cleaning and Pressing Lstablishment J. W. <11 I\ \, elgandl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot NY VERKSTOFA Vór erum nú fœrir um at5 taka á móti öllum fatnaöi frá yður tll að hreinsa fötin þín án þess að vœta þau fyrlr lágt verð: Suits Cleaned and Pressed....50c Pants Steamed and Pressed... 25c Suits Dry Cleaned..........$2.00 Pants Dry Cleaned............50c Fálð yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co ------- LIMITED--------- Phonc St. John 300 Cor. AIKENS AND DUPFERIN Hospital Pharmacy Lyfjabúðin senx her af öllum öðrum. - Konxið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frírnerki og gegnum öðrum pósthússtörf- u m. 818 NOTRE DAME AVEBUE Phone 6. 6670-4474 JP Gamalmennahælið. Þá eru nú loksins islenzk gamal- menni búin að fá hæli yfir höfuð sér út af fyrir sig, og geta verið þar sið- ustu daga æfinnar með löndum sín- um. Þetta er mjög mikitsvirði, eink- um fyrir hina fyrri landnema, seni nú eru gainlir orðnir. Þeir gátu reyndar komist á önnur heimili; en þar voru allir eða flestir enskir, og þegar aldraðir menn og konur koma á slíka staði, þar sem þeir skilja litið eða ekkert af j>vi sem frarn fer, þá eru þeir sem munaðarleysingjar, er hvergi eiga stað til þess að halla höfði sínu. En nú geta þeir verið ineð löndum sínum. Kyrkjufélögin hafa þar gjört heiðursverk, að berj- ast áruni sainan fyrir að koma þessu á fót. Búfræðingarnir. Þá er ný stefna að myndast og kemur frá hinum æðri skólum hér í landi, og hvað íslendinga snertir, mega þeir þakka hana hinuin ís- lenzku nemendum, sem nú seinast útskrifuðust af akuryrkjuskólanum í Manitoba. En stefnan er, að koma háskóla men.tuninni, að minsta kosti hvað aila búfræði snertir, út um tandið og sveitirnar; að menta og fræða bændurna, húsfreyjurnar og syni þeirra og dætur, — fræða fólkið um alt, sem því megi að gagni koma í atvinnu þess. Þessir hinir ungu menn eru fullir af fjöri og áhuga, að láta gott af sér leiða. Alla ]>essa fræðslu, sem þeir hafa fengið, vilja þeir breiða út meðal fólksins. Þeir hafa fengið blaðsiðu i Heimskringlu til þess að skrifa um þetta, og i rauninni nægir þeim ekki blaðsíðan, því að þeir bæði vilja og geta skrifað meira, ef a þeir væru vissir um, að menn vildu lcsa og hlusta og færa sér þetta í nyt. Það er æfinlega erfitt i fyrstunni, að halda uppi hvaða hreyfingu sem er; en vanalega smá- liðkast það; það bætast fáeinir við á hverri viku og mánuði, og fara að vinna með þeim, og þegar það skrið er komi á, þá er málinu borgið. eins, og þá hefði nú verið vinbann yfir alt Canada. En syndir hinnar gönilii stjórnar voru orðnar svo margar, að hún byltist um, sem fúin eik í stormi, og ekki var viðlit, að’ koma flokknum til valda aflur. Lib-j eralar sigruðu með miklum rneiri hluta. Það, sem mörgum þótti lak- ast við það var J>að, að með þeim féll vínbannsmálið. En Liberalar lofuðu, að bcra málið undir atkvæði fylkisbúa. Og sú atkvæðagreiðsla bú- { ast menn við að fari fram í vetur. I Er þá gott til þess að hugsa, ef að j Macdonald lögin verða lögð til grundvallar, því að menn munu al- j ment hafa ineira traust á þeim en j nokkrum öðrum lögum; með því j líka, að þeim þárf ekki að skjóta til j dómstólanna. Hin mikla upps'kera. Þá er að minnast uppskerunnar. | Hún hefir verið sú hin mesta upp- skera, sem nokkurntíina hefir verið í landi þcssu. Er það bæði, að menn lögðu sig til að yrkja jörðina vel og bæta við nýju landi undir plóginn, og svo er hitt, að einlægt bætast ]>ús- j undir nýrra bænda við þá sem fyrir eru, svo að ekrutal ræktað vex í hundraðatali, og svo kom þessi hin elskulega sumartíð; ekki eiginlega heitari en vanalega, en svo hentug fyrir gróða jarðarinnar. Velmegun bænda er því feykilega mikil um alt landið, þó að einstöku mönnum kunni að hafa mislukkast, eins og æfinlega verður. En nú eru þeir á kaflega fáir, lijá þvi sem vanalegt er. Þessi velmegun bænda hefir aftur áhrif á bæjina, því að bæjirnir eins j og allir aðrir lifa á bóndanum. Hann ber alt á herðum sér. Hefði þessi uppskera ekki verið, hefði hart ver- ið hér í Winnipeg. En nú getur enginn maður séð það. Aldrei nokk- urntíma munum vér það, að eins fá- ir betlarar hafi vreið á vetrum á strætum úti sem nú, eða eins fáar fjölskyldur hjálparvana. — Það er náttúrlega til þurfafótk, það getur ekki annað verið í borg, sem hefir yfir 200,000 manna. En það er svo Iítið af því, sem betur fer, að furðu gegnir. Þessir hinir ungu menn vilja fyr- ir hvern mun fræða fólkið um svo margt nýtt og gamalt sem betur má fara og gefur bóndanum meiri arð af vinnu sinni. Þeir vilja leiðbeina bændum til að gjöra heimilin feg- urri og skemtilegri, svo að þeir fari að elska þau; elska staðinn og at- vinnuna, sem fæðir þá og klæðir og eiginlega veitir þeim alt það góða og skemtilega, sem þeir njóta í lifinu. Vér erum aðkomendur hér og þurfum alls þessa, og vér megum all- ir vera þakklátir hinum ungu menta- mönnum fyrir starfsemi þeirra. Og það er vor nýjársósk, að hún aukist og margfaldist og beri ríkulegan á vöxt. Munið það, vinir, að vér eig- um æfiniega að gleðjast yfir hverri gleðistund, sem aðrir kunningjar og vinir vorir geta notið. fslendingar ganga í herinn. f fyrsta sinni í sögu heimsins hafa íslendingar, svo að nokkru nemi, gripið til vopna til þess að berjast. Því að vér teljum ekki róst- ur og bardaga á íslandi á Sturlunga- öldinni, eða þegar Brennumenn börðust í Clontarf á frlandi i Brjáns- bardaga. Nú ganga þeir i herinn til þess að berjast með Bretum og Banda- mönnum, — að berjast móti her- mannavaldi og kúgun; — að berjast fyrir frelsinu og þeirri menningu, sem vér höfum; bcrjast til þess, að menning þessi og lýðstjórn fái að standa og þroskast og eflast hjá af komenduin þeirra, sonum og dætr- um þeirra. Þó að landar séu hér fá- mennir, þá eru þó nokkuð margir þeirra komnir út á völluna og leggja fram líf sitt, til þess að hjálpa til að skapa örlög heimsins. Þeir hafa æfinlega hatað harðstjórn og kúgun, og þeir eru á móti henni ennþá. Fylgi þeim gæfan, hvar sem þeir fara! Vínbannið. Þá má geta þess, að þegar stjórn- arskiftin urðu, þá féll eiginlega eitt mál, sem mikils var virði; en það var vínbannsmálið, samkvæmt Mac- donald lögunum. Hefðu Konserva- tívar komist að, þá voru þeir búnir að lofa að koma löguni þoim á undir Og vér fslendingar, vér þökkum fyrir hvern þann mann af vorum flokki, sem kemst áfram til vegs og frama, sem kemur fram sjálfum sér til heiðurs og sóma og Iandinu, sem vér búum í, til velferðar og heilla. Stjórn Ungverja vili taka að sér alla hveitirækt. Stjorn Ungverja hefir komið fram með þá tippástúngu, að enginn annar í landinu en stjórnin sjálf megi ra>kta hveiti; — hveitiræktin verði framvegis “monopoly” stjórn- J arinnar. Hvernig lizt yður á, piltar, að fá ekki að rækta sjálfir hveitiðj handa sjálfum yður og þvi siðurl bushel til að selja. Sérstök kostabotS 6. lnnanbúss | munum. Komló tll okkar fyrst, t>!S munló ekkl þurfa aó fara lengra. j Starlight New and Second Hand Furniture Co. ."503—r,or> JÍOTRE DAME AVEJÍUE. j Tnlttfml Gnrry 3.884. Sextíu manns geta fengið aðgang I að læra rakaraiðn undir eins. Tt! I þess að verða fullnuma þarf aðeins ; 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup { borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóoa rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupiim hveiti og aðra kornvöru, gefnm h-æsta verð og íbyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingiim. TELEPHONE MAIN 1433. Verðurnokkur innflutn- , ingur til Canada eftir stríðið. Þegar stríðið er búið, kemur mjög stóikostleg breyting á alla hluti. — Það verður bylting, svo að margt snýr þá upp, sem nú snýr niður. Og enginn maður getur nú séð fyrir, hvað þá muni verða, þvi það hlýtur að verða stórkostleg bylting í fjár- hag og iðnaði og stjórn landanna, og eiginlega öllum hugsunarhætti. — Hugsunarhátturinn og svo margt annað þarf svo viða að umskapast frá rótum. Ein ráðgátan er sú hvaða áhrif að stríð þetta hafi á innflutninga frá Evrópu til Ameriku og um það ritar umboðsniaður innflutningamála i New York á þessa leið í Scribners Magazine. —^ “Afleiðingar stríðsins eru alt getgátur einar. Sumir ætla að þjóðir Evrópu niuni undir eins fara að bæta og byggja upp það, sem striðið hefir eyðilagt, og muni hindra alla tflutninga sem þeim er mögulegt; — þær, muni taka til að sá i akrana, setja mylnurnar og verksmiðjurn- ar á stað; byggja borgir og bænda- býli; bæta eyðilagða vegi og grafa samanhrunda skurði; að þær muni keppast eftir að fá nýja markaði fyrir vörur sinar, og það verði frani- vegis stjórnin, sem öllu ræður og fær miklu meiri völd, en hún hefir nokkru sinni áður haft. Aðrir segja, að millíónir manna muni flýja úr Evrópulöndunum vest- ur yfir haf, til þess að forðast her- mannavaldið og þjónustu í herlið- inu, og til að sleppa undan hinum afarháu sköttum. Menn verði alls- lausir, hungraðir, vonlausir og hugsi því um það eitt, að komast burtu og byrja aftur í nýjum heimi. Hvorutveggja tilgátan mun að vissu leyti rétt. Innflutningur frá sunuim löndum nrun að likindum minka eða hætta alveg, en aukast stórkostlega frá öðrum löndum. Eftir striðið hefjast nýjir straumar og breyta innflutningnum; en strið- ið sjálft hefir feykileg áihrif og herð- ir á alþjóða-hreyfingunni, sem að minsta kosti í 20 aldir hefir ejn- lægt stefnt til vesturs. Menn geta nokkurnveginn verið vissir um, að Þjóðverjar vilja helzt alveg taka fyrir eða að minsta kosti hindra \Testurflutning eins og mögu- legt er fyrir þá að gjöra. Þjóðverjar eru niestir Sósíalistar í heiini. Þar á stjórnin járnbrautirnar, express- félögin, fréttaþræðina, telefón lín- urnar. Og hin ýmsu riki sambands- ins vinna sjálf kolanámurnar, hafa i sinum höndum pottösku iðnað og járnbræðslu, vatnsafl og fjölda ann- ara starfa og stofnana i öðrum at- vinnugreinum. Ríkin og borgirnar eiga fjölda af stórum búgörðum og stóra fláka af skóglandi. Stjórnin hefir í þjónustu sinni yfir 3 miljión- ir manna og tekjur hennar af þess- um störfum og atvinnugreinum eru yfir 2S0 millíónir dollara á hverju ári. Alla þessa þjóna sina ladur stjórn- in fara af stað að stríðinu loknu til þcss að byggja upp aftur hinar eyddu horgir og rækta akrana og vinna í námnnum. Ilin sömu i>fl verða sett á stað á Englandi. Járnhrautirnar hafa að nokkru leyti komist í hendur stjórn- arinnar í stríðinu. Og þingið hefir iagt fram milliónir dollara til að hyggja heimili humla verkamönnum. Stjórnin hefir að nokkru leyti fengið vald yfir inatarforða, og lög hafa verið samin, sem leyfa Stjórninni, að gjöra verksmiðjurnar að vopna- smiðjum. Og er það meiri bylting, en nokkurn hefði grunað. Þarna er með einu pennastryki komin svo mikil breyting, sem engan sósialista hefði getað grunað. Þetta alt saman á við Þýzkaland, England og Belgíu og að nokkru leyti við Frakkland. Frakkland þarf að byggja upp mikla fláka. Og á Frakklandi eru sósíalistar í ráða- ney.tinu. Og má því gjöra ráð fyrir, að ríkis-sósialismus (State Soeial- ism) aukist meðal allra þjóða i Ev- rópu. Auk þessara manna, sem stjórnin þarf að nota, verður að gæta þess, að í stríðinu hafa 6—10 millíónir manna tapast frá vinnu (dauðir og lemstraðir). Þess vegna verður það mjög erfitt, að fá verkamenn á myln- urnar, verksmiðjurnar og hænda- býlin; þau siðastnefndu verða mann laus. Heraldan hefir oltið yfir alla Evrópu og norðurhluta Frakklands. Þessi mikli verkamanna skortur verður orsök til þess, að kaup hlýt- ur stórum að hækka. Kaupið hlýtur að hækka, þangað til það verður likt og i Bandaríkjun- um, og þetta heldur mönnum heima i þessum löndum. Og meira að segja, þetta háa kaup getur dregið margan verkamann héðan frá Ameriku, þvi að undanfarin ár hefir jafnvel verið stöðugur straumur verkamanna héð- an og til Evrópu, þetta milli 3 og 4 hundruð þúsund á liverju ári. Þess- ir menn fara heim með alt sem þeir hafa safnað. Þeir kaupa sér svo smá- hle.tti, þegar heiin kemur, eða verða smákaupmenn, og eyða svo heima árunum, sem þeir eiga eftir. Og ef að kaupið liækkar i Evrópu, þá eru allar Jíkur til, að eitt eða tvö hundruð þúsund bætist við tölu þeirra, sem vanalega fara heim; — menn, sem ekki hafa lært tungu lands þessa og enga rót hafa tékið i landi þessu, en eru hér sem fram- andi gestir og hugsa um það eitt, að ná hér svo niiklu, sem þeir geta, til þess að fara með það heim. En svo eru önnur öfl, sem knýja fólkið í Evrópu til þess, að yfirgefa ættlönd sín og flýja hingað. Og þeir geta orðið svo margir, að vér eigum erfitt með að ráða við þann feikna- straum, — fleiri að öllum líkinduni en nokkurntima hafa flutt inn i land þetta á einu ári. Fyrst og fremst verða i löndum þessum 6—10 millíónir ekkna, sem mist hafa menn sína og mikill fjö'ldi þeirra eignalaus og helmingi fleiri börn munaðarlaus. Engsnn vill hafa þær. En þær eiga fjölda mesta af ná- frændum i Bandaríkjunum og Can- ada, og til þeirra leita þær. Þetta á einkum við um Rússland, Austur- riki, Ungarn, Pólen, Italiu og Balkan löndin. Um öll þessi lönd nema ítal- íu hefir herinn vaðið og haninn rauði galað. Og sum löndin eru alveg gjöreydd. , Á Gyðingum eru striðin æfinlega börðust; þeir taka engan þált i stjórninni, og þeir eru hornrekur allra, stjórnanna líka. Og miðpunkt- ur Gyðinga er í austurhluta land- anna, sem herjuð hafa verið. Þaðan koma flestir innflytjendur. En eins og aðrar þjóðir fá Gyðingar styrk mikinn af frændum sínum hér á ári hverju. Þeir setja nefndir til að taka á móti þeini og koma þeim fyrir, þegar hingað keniur. En ofsóknir ]>ær, sem Gyðingar hafa orðið fyrir i stríðinu, hafa vakið Gyðinga hér til hluttöku i kjöruin þeirra; og þegar fréttir koma nákvæmari um alt, sem þeir liafa liðið, sem vcrður við lok striðsins, þá verða Gyðingar hér ör- látari við þá, en nokkurntima áður. Innflutningur frá Suður-Evrópu heldur áfram og verður óefað meiri en áður. ítalia, Austurriki, Rúss- land og Balkan löndin hafa ekki jafn sósialistiska stjórn og England og Þýzkaland og Frakkland. Hin fyr- nefndu eru alt bændalönd og fáar í þeiin stórborgiriiar. Menn lifa á land inu; en það er sviðið og eyðilagt, og hestar, gripir og uppskera hefir alt lent i kviði hermannanna og það verður ómögulcgt að koma á fót ak- uryrkju i mörg komandi ár. Allir gripir farnir. bæjirnir brendir og fólkið dautt eða koníið langt i burtu. Eftir að eins fáeinar hræður af göm! um konum og nokkur börn. En það- an kemur alt sem kemst. Börn ogkvenfólk! Það verður mest af þeim innflytjendunum; og það verða mennirnir hér i Ameriku, frændur þeirra óg vinir, sem senda þeim peninga og skrifa þeim lað- andi og lok'kandi bréf, og segja þeim livað hér sé frjálst og hvað kaupið sé hátt og hvaða framtið biirnin eigi. Þetta er aðal-innihaldið í grein Mr. Howe; en hann skrifar fyrir Bandaríkin; og þó að það eigi að mörgu leyti hér við líka, þá er samt nokkuð öðruvisi ástatt. Byltingin verður ákaflega mikil í Evrópu, og þetta á alt við hinn fá- tækasta hluta fólksins. En hvað um hina, sem nokkuð mega Eftir strið þetta mun margur fullsaddur á þvi, að verja fé sinu i Norðurálfunni. Hvað er það, sem fyllir borðin og askana og kyrnurnar á Bretlandi og Frakklandi nú? Canada hveitið. Hvar er nú hægt að verja pcningum sínum með eins miklum ágóða og eins mikilli tr>Tggingu fyrir, að tapa þeim ekki, eins og i Canada? Hvar eru löndin og námurnar og auður landsins eins mikill ósnertur eins og í Canada? Hvar gefa peningarnir eins góða rentu og í Canada? Land- iun unga, sem lieita má að plógur- inn sé rétt farinn að rispa á stöku stað; — landinu, sem áður en mjög langt líður, getur fætt og klætt 100 milliónir manna. Landið óendan- legra tækifæra. Landið, sem einlægt verður ríkara og rikara, eftir því, sem það eldist. Landið, sem langt til er nú og óefað verður fegursta perl- an í hinu brezka veldi! Ef að mennirnir eru ekki blind- ir, þá koma þeir hingað með budd- una sína. Þeir sjá nú hermennina koma i hundrað þúsundatali frá landinu, er þeir héldu að væri eyði- mörk ein. Fvrir augum þeirra Christmas and New Year’s Holidays FARE AND ONE-THIRD For the round tríp Between all stations, Port Arthur West and Branches. FARESFROM WINNIPEG TO Port Arthor 910.95 Ft. Wllliam . l«.SO Brandon 5.35 Moose Jaw 16.00 Re&rina 14.20 Saakntoon 19.30 GOING DATES Dec. 22 to 25-Dec. 29 to Jan. 1 FINAL RETURN LIMIT, JAN. 4. For further partleulars apply to any Canaclian Paciflc Agent, or to City Ticket Offlce: Cor. Main & Portage Phone Maln 370-1. Depot Ticket Offlce: Phone Main 6500. 663 Main Street: Phone Maln 3260. Winnipeg Ticket Offices A. C. SHAW. General Passenger Agent, Winnipeg spretta hóparnir upp úr hverjun runna. — Já, þér getið verið vissir um það.'þeir koma eins fjótt og fæturnar geta borið þa og þeir getr losað eitthvað af eignum sínum til að byrja ineð hérna i frelsisins frið- sæla og auðuga landi. Islenzkur Þjóðverji. Wynyard, Sask., 24. des. 1910. Mér þykir mjög fyrir, að geta ekki sent borgun fyrir Heimskringlu un Jólin nú, eins og eg er búinn ai' gjöra i 10 ár, sem eg hefi verið í Canada; en eg get ekki samvizkunn- ar vegna uppihaldið eða stutt ann að eins lyga- og svívirðinga-blað, sem hún er nú orðin: einungis a«' gjöreitra fólk og tina saman lyga- fréttir um Þjóðverja, úr öllum ó- þverrablöðum, sér samlynduin. Et er búinn að lesa þýzku yfir 40 ár og þekki þjóðina vel, og bera öll þau 0 blöð, sem cg held nú, sem gull af ciri á móts við Heiniskringlu. Mundu eftir að strika nafn mitt út af kaupendalista blaðsins um nýjár. því eg vil ekki skulda þvi óþverra- blaði. Magnús ísfeld. * * * .1 ths. Vér setjum hér bréfkorn frá Magnúsi Brazilíufara. Bréfið skýrir sig sjálft. Um hina þýzku mentun hans af 40 ára blaðalestri viljuin vér sem minst tala. En hún hefir verið nóg til þcss, að maður inn hefir drukkið í sig hugmyndi; Þjóðverja, þeirra, sem nú vald striði þessu. Hann virðist al-þýzkui í anda, anda þeir^a, sem rufu eiða og samninga við Belgi, sak lausa þjóð; brutu undir sig landið. rændu flestu. sem fémætt var brendu borgirnar, slátruðu vopn lausuifi konnni og körlum og börn um ömálga. Að þessuni manni fal!' Heimskringla. getur enginn búisl við, og það gleður oss stórlega. Hann og Heimskringla eru svo fjar skvld. sem Ijósið er niyrkrinu, o: þvi lengra, sem á milfi þeirra er. því betra. /iitstj. Heimskringla samgleSst bænd- unum yfir góðri uppskeru, því “bú er landstolpi.” Og svo vei; hún a<S þeir gleyma henni ekki, þegar peningarnir fara aS koma inn fyrir uppskeruna. Einmitt þaí sem þig vantar fyrir jólin 1 F’3 iteúý Alveg eins þarflegt og kalkúninn 1 merkur e*a pott fKiskum. Tll kaups hjá. verzfunarmanni binum et5a rakleitt fri E. L. DREWRY, Ud., Wpg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.