Heimskringla - 30.12.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.12.1915, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, DESEMBEB 30., 1915 Hússtjórnar-félög. “The hand that rocks the cradle is the hand that rules the world Einu sinni ferðaðist maður nokk- ur um i þeim erindagjörðum, að safna manntalsskýrslum. Þá er hann liafði spurt húsfreyju eina ýmsra spurninga skýrslunum viðkomandi. spurði hann um atvinnuveg hennar. “Eg hefi hússtjórnarstörf á hendi”, svaraði húsfreyja. “Já, eg veit það”, svaraði maðurinn; “en hver er at- vinnuvegur þinn?” “Eins og eg sagði áður, þá sé eg um hússtjórnina. Eg hefi stóran hóp til að fæða og klæða”. “Það telst ekki”, svaraði maðurinn óþolinmóðlega, enda þótt hann ætti konu og mörg börn. — “Starfar þú ekkert til að vinna fyr- ir þér?” — “Nei, ekki annað en þetta, að undanteknu því, sem eg starfa i þarfir kvennasambandsins i frístundum minum”, svaraði hús- freyja ofur hæglátlega. — “Hvað er þetta samband kvenna?” spurði komumaður undrandi. — “Það sam- anstendur af konum um alt land, sem vinna að þvi, að gjöra heimilið sem fullkomnast”. — “Eg get ekki tekið það til greina; eg skrifa þig niðdr sem atvinnulausa”, sagði mað- urinn og fór. Það skrítnasta kóm þó fyrir á næsta heimili, sem þessi maður kom á. Þar var kona ráðin fyrir ákveðið kaup hjá ekkjumanni, sem átti mörg börn. Enda þótt hún leysti af hendi sams konar störf og konan, sem áð- ur var minst á, var hún skrifuð á listann sem vinnandi. Þetta er að eins eitt dæmi af mörgum, sem ber vott um það, j hversu starf konunnar á heimilinu hefir verið lítilsvirt. Menn hafa að j eins á síðari timum farið að skilja j þýðingu þess rétt og virða það að maklegleikuin. ESlilegum framförum í hverri grein er þannig varið, að menn kynna sér fyrst ástandið eins og það er; gjöra sér grein fyrir því, hvað að amar, og taka síðan til að starfa að umbótum. , Nú á timum finna menn alv'arlega ( til þess, að kvenþjóðin hefir farið á mis við þau tækifæri til menn- ingar, sem karlmönnum hefir stað- ið til boða, og að hún hefir ekki fengið sinn réttmæta skerf af nútið- ar þægindum eða skilyrðum til vel- liðunaí-, sem henni hefir borið stöðu sinni samkvæmt. Það er fyrst á síðari tímum, að verulegt spor hefir verið stigið i umbótaáttina. Eitt af sem stigin hafa verið í þessa átt, er myndun hússtjórnarfélaga. 1 gegn sjálfra, heldur líka á stórum svæð-, heimilinu, — þá gætir áhrifanna af um umhverfis þau. — Til þess að greiða fyrir þessu góða og þarflega starfi á yfirstandandi ári, hafa um 60 þúsund dollars verið veittir af almenningsfé. Þessu fé er varið til að senda konur og menn með upp- lýsingar til hinna ýmsu hússtjórn- arfélaga, sem vinna að framförum og vellíðan í sveitum. Ennfremur fyrir bókasöfn sem þessum félögum eru lánuð, án endurgjalds og i pen- ingalegan styrk til félaganna, sem nemur 50 cen.ts á hvern meðlim upp að 20 ineðlimum, og svo 25 cents á á hvern meðlim, sem þar er fram- yfir. íslenzku kvenfélögin nota sér þó ekki þessa hjálp að svo sem neinu leyti. Þau eru ekki mynduð í sam- handi við útbreiðsludeildina, og hafa miklu minna starfssvið, heldur en Ilússtjórnarfélögin, því þau eru aðallega líknarfélög. Þau reyna að mjög litlu leyti að koma í veg fyrir örðugar kringumstæður fólks, en sýna góða viðleitni til að líkna, þegar horfurnar eru slæmar. Þessi linarstarfsemi er göfug og lofsverð; cn hitt er þó meira um vert, að að- stoða fólk, svo að það geti hjálpað sér sjálft. í Sjálffræðslu-skólar. Hússtjórnarfélögin eru nokkurs- konar sjálffræslu-skólar. Gegnum þau aflar kvenfólk sér fræðslu i þeirri stjórn hjá þjóðinni. Gallinn er sá, að þau finna ekki fyrri en í lok stjórnaráranna, að margt héfði mátt betur fara. Þörf fijrir umbætur. Það er hverjum manni skiljan- legt, sem nokkuð hugsar út í málið, að það er mikil þörf fyrir umbætur. Er ekki til dæmis þörf fyrir umbæt- ur i þvi Jandi, þar sem þúsundir barna deyja árlega, sem bein afleið- ing af þekkingarskorti mæðranna Eða þar sem þúsundir barna lifa við vanheilsu alla æfi sína af sömu orsökum? Jú, vissulega er mikil þörf fyrir meiri þekkingu. í öðru lagi er mikið undir því komið, að glæða sem bezt smekk- vísi unglinga á uppvaxtarárunum; venja þá á vandvirkni og reglu í niðurröðun allra hluta. Til þe'ss er nauðsynlegt, að láta smekkvisi og reglu lýsa sér í þvi, sem þau sjá dag- lega í kringum sig. Það er miklu meir komið undir niðurröðun hlut- anna, heklur en gildi þeirra í sjálfu sér, Maður heyrir til dæmis ekki fólki hrósað fyrir það, að hrúga saman dýrindis skrautmunum í hús sín, heldur heyrum vér hitt, að það er dáðst að fólki, sein getur látið hús sín líta hreinlega út og smekklega af litlum efnum; því það er smekk- visin og listin, sem er meira virði en fjármunir. Alt, sem þessu við- sömu greinum og kendar eru á Hús- kemur og miklu fleira, geta hús- stjórnarskólum, svo sem: Hússtjórn, I stjórnarfélögin tekið til meðferðar á stúlkum sem geta tekið að sér há- skólakenslu, ferðast um sem fyrir lesarar, eða leyst af hendi ritstörf um þessi sömu efni. íslenzkt kvenfólk ætti því i engu að þurfa að standa að baki hér- lendra kvenna. Þær ættu að skipa sér jafn framarlega í fylkingarnar í öllum framfara og umbótamálum. Skrifið eftir nákvæmum upplýs- ingum viðvíkjandi stofnun Hús- stjórnarfélaga eða kenslu í hús- stjórnarfræði til: District Represen- tative, Box 42, Árborg, Man. Stofnið síðan hússtjórnarfélög, ef þér sjáið nokkurn möguleika til þess, en sendið dætur yðar á Búnaðar há- skólann til að nema hússtjórnar- fræði (Home Economics). —D.—r Löggjöf um uppfræðslu í búnaði. ---•--- (The Agricullural Instruction Act). Úldráttur úr rœðu C. C. JAMES, C.M.G., L.L.D., Agricultural Comniissioner. Herrar og frúr!-------------Þessi löggjöf gekk í gildi fyrir tveimur árum siðan. Árið 1913 lagði l)om! inion sljórnin til síðu $10,000,000 (tíu milliónir), sem skyldi útbýta á meðal fylkjanna, svo næmi $1,000,- 000 á ári; $7ou,^o0 skyldi útbýta á Námsmegjar í matreiðsludeild Manitoba Búfrœðisskólans 1914—1915. niatreiðslu, saumum, uppeldisfræði, fundum sínum, og fengið upplýs- heilbrigðisfræði og fleiru, sem alt miðar til þess, að auka menningu meðlimanna; gjöra konur hæfari j til að hafa heimilið vel útlítandi ogj sem fullkomast í öllum greinum. ! Heimilið er eind ríkisins. Sé þvi megin-framfarasporum, i hvert eitt heimili fullkomið, þá er j ríkið það sömuleiðis, og eftir þvi, sem húsmæðurnar eru fullkomnari ingar í því frá útbreiðsludeildinni, eðd umferðarkennara hennar. Framt Fram! Þér, islenzku konur og meyjar! í Endurreisið hin mörgu fólög yðar á i sama grundvelli og hússtjórnarfé- | lög eru mynduð á. Takið þátt í þess- ari nýju hreyfingu, sem miðar til um þau fá konur mikla hjálp til að j hugsun og i verkum, eftir því verð- !l'"1t)<.,,a/y.rir. l’ióðft’1®#'®- Þ*ð verð- vinna að framförum sín á meðal, í þekkingarlegu og menningarlegu til- Ifti. Stofnun þessara félaga er hín tryggilegasta aðferð til varanlegra uinbóta, vegna þess, að þá gjöra konur sér grein fyrir því, hvað að amar i ýmsum efnum, og senda til- lögur sínar og kröfur til uinbóta, til útbreiðsludeildar búnaðar háskól- ans. Þaðan fá þær mikla aðstoð til að ráða úr vandainálum sínum. Ef útbreiðsludeildin ætti eigi kost á að kynnast þannig ástandinu og þörf- unum, gæti sú hjálp, sem hún hefir að bjóða, ekki komið að fullum not- um. Til þess að flýta fyrir framförum í þessa átt, hafa mörg hússtjórnar- félög verið mynduð. Eru þau nú 70 í þessu fylki, og sjást nú þegar stór inerki þess, að mikill og góður á- rangur hefir orðið af starfi þeirra. Áhrifanna af starfi þeirra hefir ekki einungis gætt á meðal félaganna ur æskulýðurinn — framtiðar kyn-j slóðin — á liærra stigi í menning- arlegu tilliti. Það eru því niikil sann-j indi, sem felast i þessum orðum : j “Höndin, sem ruggar vöggunnit er höndin sern stjórnar veröldinni’’. Það hvílir því mikil ábyrgð kon- unni á herðum, og virðist sem hún ætti að nota alla aðstoð, sein býðst, til að létta undir ineð starfið. Því miður eru svo margar konur, sem sjá ekki, livað þýðingarmikið það er, fyrri en þær eru búnar að leysa það af hendi með lagi eða ólagi. —1 Það er í því eins og svo niörgu öðru, að það er hægt að'sjá eftir á, að sitthvað hefði átt að veratöðru- visi en það var. Hver kynslóð ræð- ur lögum og lofum í landinu í liér um bil 30 ár. Þau ár má kalla ríkis- stjórnarár hvers manns og hverrar konu, því livort sem þau skipa æðr ið ]iá ekki einar að berjast áfram í smáum, sundurlausum deildum. Þið verðið i samhandi og samfélagi við þúsundir kvenna, sem hafa skipað sér undir sama merki. Þið skipið ykkur, sem svo margar deildir, inn í herskara kanadiskra kvenna, sem berjast fyrir líkamlegri, andlegri og siðferðislegri fullkomnun þjóðar- innar í voru nýja fósturlandi. Það eru að vísu ýmsir örðug- leikar i sambandi við þetta, en þeim ’er auðvelt að ryðja úr vegi. Einn aðal-örðugleikinn er í þvi fólginn, að íslenzkar konur, margar hverjar, skilja ekki enska tungu nægilega vel til þess að hafa full not enskra fyrirlestra eða lesturs enskra bóka. Þetta er þeim mifn tilfinnanlegra siikum þess, að surnar af konum, sem ervi mest leiðandi í félagsskap, hafa ekki næga þekkingu á enskri eða lægri valdasess; hvort sem þau j Lingu. Úr þessu er þó auðvelt að stjórna í stjórnarrráðsstofu eða Hópur af námsmeyjum, sem nulu kenslu í saumum á Árborg undir umsjón “Dorcas” félagsins. ráða á tiltölulega skömmum tíma, á j þann hátt. að senda íslenzkar stúlk- j ur á hússtjóríiarskóla, og framleiða j þannig leiðtogaefni af sínum eigin I þjóðflokki, til þess að vinna á með- J al íslenzkra kvenna, þar sem þörf ! krefur. íslendingar ættu hvort held- ur er, að hafa leiðtoga i öllum grein- j um af sínum þjóðflokki, því það er | samboðið því fólki, sem er af nor- rænu bergi brotið og sem hefir vík- j ingablóð í æðum sínum. Enn sem komið er hefir engin ís- | lenzk stúlka útskrifast úr hússtjórn- ar-skóla, í Canada að minsta kosti; og er þó afarmikið tækifæri fyrir | stúlkur, sem útskrifast af þeim skóla, hvað atvinnu snertir. Nú, þegar farið er að kenna meira og minna i hússtjórnarfræði á sam- steypu skólum (consolidated schools) og æðri skólum, og verður í nálægri framtið ekla á kennurum, sem færir eru um að taka að sér kenslu í þeim efnum. Þar fyrir utan blasir og glæsileg framtið fyrir fyrsta árinu, $800,000 á næsta ári, $900,000 á þriðja ári, o. s. frv., þar til tíu árin eru liðin og peningarnir gengnir til þurðar.--------Þessum peningum skal hvert fylki verja til mentunar og uppfræðslu i búnaðar- vísindum. Samkvæmt stjórnarskrá ]icssa lands ræður hvert fylki sín um mentamálum; rikisstjórnin tek ur þar ekkj í taumana. Þess vegna úthlutar ríkisstjórnin þessum pen- ingum til fylkjanna skilyrðislaust; en ætlast þó til, að þeim sé varið af mentamáladeild og akuryrkjumála- deild hvers fylkis. Þessum $700,000 (á fyrsta árinu 1913—1914) var skift þannig, að tveir dýralækninga- skólar i Austur-Canada fengu $20,- 000, og hvert fylki $20,000. — Svo bætt við hvert fylki upphæð, sem svarar ibúatölu. (Þannig fékk On- tario alls á því ári $195,733, en Mani- toba fékk $51,730). Nú skal eg fara nokkrum orfeum um notkun peninganna í hverju fylki fyrir sig: — (Hér er slept Austurfylkjunum að undanteknu Ontario.—Þýð.). Ontario — fékk $195,733 fyrsta ár- ið, og þessi upphæð hækkar árlega sem nemur $33,147, þar til árið 1917, að hún verður orðin $336,319. Ontario hefir komist lengst af öll- um fylkjunum, i þvi að bæta búnað og auka mentun, — og eyðir því fé þessu mestöllu til þess að viðhalda og endurbæta þær stofnanir, sem nú eru komnar á fót. Fylkið hefir ráðið fleiri kennara, og aukið við nýjum deildum í sambandi við búfræðis- kenslu, og akuryrkjudeildina. Fleiri *District Representatives” hafa ver- ið sendir út, og sérstakar deildir fyrir garðrækt og bændasamvinnu hafa verið stofnaðar. Nú eru að eins þrjár sveitir (Counties), sem ekki hafa “District Representatives” til að hjálpa bséndunum. Hver Dist. Rep. hefir einnig aðstoðarmann, sem vinnur með honum. Svo gekk sumt af þessum ríkissjóði til Búfræð- isskólans í Guelph, sem þurfti nauð- synlega að fá nýjar byggingar. Þann- ig hefir skólinn öðlast nýja hænsna- ræktar byggingu, nýja akuryrkju (Field Husbandry) byggingu, og nýja byggingu fyrir mjólkurkýr (Dairy Barn), Svo er ein bygging enn, sem verið er að setja upp: hún Gamall góð kunningi í nýjum klæðum Blý umbúðirnar eru eld gamlar. Umhætur hlutu að koma. BLUE RIBBON TEA Stæðstu te verzlanir í heimi búa nú um Te á þennan nýja máta—óyggjandi hreinlætis umbúð og algjörð vörn gegn nokkurri hugsanlegri veður breytingu. Þessi nýja umbúð er tvöföld. Innri umbúðin er óyggjandi vörn við raka—en það er þykkur pappi í ytri umbúð- inni sem fyrirbyggjir að Teið tapi nokkuð af sínum fyrirtaks kostum. Makalaust Te útheimtar makalusar umbúðir, svo í framtíðinni verður þessi nýja umbúð brúkuð á alla pakka af BLUE R.IBBON TE verður notuð fyrir visindalegar rann sóknir á jarðvegi og mold. En svo má ekki gleyma þriðju umbóta-deildinni, sem hefir notið góðs af þessum stjórnarstyrk. Starf- semi þessarar deildar stækkar svo óðfluga, að helztu meðmælendur hennar gjörðu sér engar vonir um slíkt. Þessi deild er Búfræðisfélög unglinganna (Boys’ & Girls’ Clubs). Piltar og stúlkur keppa um verðlaun í þvi, að rækta allskyns ávexti og ala upp skepnur. Maður gotur farið á sýningar, þar sem börnin eiga atla sýningargripina, sem sé: hænsni, nautgripi, hesta, garðávexti og korn. Þessar sýningar eru betur sóttar að jafnaði, en bændasýningarnar, sem eru þó orðnar vel þektar. 1 gegnum þessar liaustsýningar barnanna er fylkið að na haldi á þeim fyrir fram tíðar nytsemi og uppbyggingu fylk-j isins. Öll hin fylkin, sem hafa sett á stað þessa hreyfingu, láta einnig mjög vel af árangrinum. Ef vér að eins getum náð haldi á drengjunum og stúlkunum til að kenna þeim, þá þurfum vér ekki að vandræðast mik- ið út af foreldrum þeirra. Rétt sem stendur eru 65 drengir að taka stutt námsskeið á Ontario Búfræðisskól- anum i Guelph, og er allur kostnað- ur borgaður úr þessum ríkissjóði. Hver þessara pilta nýtur kenslunn- ar af því, að hann vann hæstu verð- laun í sinni sveit í því að rækta eina ekru af kartöflum. Verðlaunin eru: tveggjá vikna námsskeið á Búfræðis- skólanum. Ontario kennir lika búfræði í barnaskólunum. Á þessu ári (1915) bætti fylkisstjórnin sjálf $30,000 við þá upphæð, sem rikissjóðurinn gat látið í té. Manitoba, Einkennileg aðferð. — Martitoba fékk í fyrstu $51,730, sem hækkar um $6,346 á ári, þar til 1917, að uphæðin verður $77,114. í þessu fylki meðhöndlar fylkisstjórnin sjálf alla upphæðina, og gefur ekkert til mentamáladeildarinnar eða til Bú- fræðisskólans. Akuryrkjudeild fylk- isins ver þessum ríkissjóði til þess að setja á fót fyrirmyndarbú og senda út búnaðarlestir (Better Farm- ing Trains). Svo hefir fylkisstjórnin bætt við 7 nýjum kennurum, og sett einn man yfir “Nature Study” deild í sambandi við barnaskólana. Mikil áherzla er lögð á “mixed farming”, og eiga þessi fyrirmynd- arbú víðsvegar um fylkið, að sýna bændum fram á það, að óheppilegt sé að rækta korn eingöngu. Nýlega sendi Mr. Bedford út mann á meðal Galicíumanna (Ruthenians), til að kenna þeim betri aðferðir við að meðhöndla mjólk og smjör. En það þurfti einnig að senda túlk, svo að kennarinn gæti gjört sig skiljan- legan. Saskatchcwan. — Þetta fylki fékk i fyrstu $54,296, sem hækkar árlega upp i $81,733 árið 1917. Það virðist, sem fylkin hafi sína aðferðina hvert við að eyða þessum ríkispeningum. Sask. skiftir upphæðinni jafnt á milli búfræðisdeildar háskólans i Saskatoon og akuryrkjudeildarinnar. Þannig fær yfirmaður búfræðisskól- ans nú $27,000 á ári, til að bæta við fleiri kennurum, og liefir nú þegar ráðið 13 prófessóra og kennara. — Einíng hafa verið ráðnir 8 menn, senj starfa í útbreiðsludeildinni, víðsvegar um fylkið. Svo ætlar Sask. stjórnin að ráða einn karlmann og tvo kvenmenn til að stjórna búnaðar- og hússtjórnar- kenslu í barnaskólum fylkisins. $7,000 verður varið á þessu ári, $14,000 á næsta ári og þannig á- frain, þar til mentamáladeild fylkis- ins fær eins mikið af þessum sjóði, eins og búfræðisskólinn og akur- yrkjudeildin. Alberta. — Þegar eg kom til Ed- monton í fyrsta skifti, sagði akur- yrt{juráðgjafinn við mig: “Eg vil láta stofna skóla til að kenna bú- fræði hér í þessu fylki. Við höfum sex fyrirmyndar búgarða, og meS tímanum ætti að stofna skóla í sam- bandi við hvern þeirra”. Eg sagði honum, að peningum ríkisstjórnar- innar væri vel varið með þvi, að nota þá til að byggja einn eða fleiri skóla. Þrír skólar hafa verið bygðir i fylkinu, og kenna þeir allir bú- fræði (þeir eru í Olds, Claresholm og Vermilion). Kennararnir eru all- ir canadiskir mentamenn og eru vel launaðir. C. P. R. félagið hefir orðið svo hrifið af starfsemi þessara búnaðar- skóla í Alberta, að það hefir boðist til að leggja fram fé til að gjöra þá ennþá fullkomnari. Hafið þér nokk- urntíma heyrt því líkt? Skólar þess- ir hafa framleitt mjög sýnilegan á- rangur á tvcimur árum. Fimtán kennarar i búfræði eru í sambandi við þessa skóla. Tillag af ríkisfé til Alber.ta var $47,095, sem hækkar árlega upp i $66,971 árið 1917. British Columbia — fékk $47,334 fyrsta árið og stærri upphæðir, þar til 1917, þegar tillagið nemur $69,- 202. Mest ölliun þessum peningum hefir verið varið til þess að veita verðlaun víðsvegar um fylkið fyrir búnaðar-samkepni unglinga. Þessi j aðferð hefir þroskað mjög alla starf- j semi þá á meðal unglinganna, sem kend er við “Boys’ and Girls’ Clubs”. Svo hefir fylkið sett til síðu $15,000 til þess að stofna búfræðisdeild í sambandi við barnaskólana. Árangurinn af jressu peninga-tillagi sambandsstjómarinnar. Fjórðung millíónar dollara hefir verið varið til að byggja og útbúa skóla, sem kcnna búfræði. í öllum fylkjunum til samans eru nú 155 búfræðis-kennarar launaðir af þessu fé. Námsskeið og uppfræðsla fyrir bændakonur og stúlkur hafa verið höfð um hönd. Kensla i búnaðar- visindum yfirleitt hefir aukist mjög og náð mikilli útbreiðslu í gegnum kraft þessara peninga. Binn fram- farasamur bænda-leiðtogi sagöi ný- lega í þessu sambandi: “Ver (í fyJkj- unum) þurftum peninganna með; fylkið okkar er fátækt. Þessi pen- ingagjöf rikisstjórnarinnar kom þeg- ar mest lá á. Og það sem við þörfn- umst er meiri peninga; því vér get- um eytt þeim okkur til mikils gagns”. —B.— Æskulýðurinn. Rósin frá Paradís. (Persneskt æfintýri). sumarnóttin hvíldi mild og mjúk yfir jörðinni. Það var nóttina áður en syndin kom í heiminn. Eva svaf í Paradís undir rósatré með óteljandi, angandi, rauðum rós- um. Glóbjarta hárið huldi hana alla og hún brosti i svefninum eins og barn. Svo ljómaði dagur og fuglasöng- urinn vakti þessa ungu drottningu jarðarinnar. Hún lyfti höndunum og sagði brosandi við tréð: “Þakka þér fyrir næturhvildina!” og um leið braut hún af því undnr- fallegan rósahnapp og festi hann í gull-lokkunum sínum. Svo flýtti hún sér i faðm syndar og dauða. Kvöldið var komið siðasta daginn. Eva féll á kné i angist og skelfingu úti í dimmasta garð horninu í Eden. Hún hafði leyst litla rósahnappinn úr hárinu, þrýsti honum að vörum sér og vætti hann tárum. Þá sprakk hann út og angaði dýrðlega eins og systurrósirnar á trénu, sem Eva þorði nú ekki að nálgast framar. — í sama vetfangi var cngillinn þar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.